Dagur - 11.07.1964, Page 2

Dagur - 11.07.1964, Page 2
2 Ungmennaf. Efling sigraði Urslit á héraðsmóti HSÞ að Laugum 4. og 5. júlí Jón Þ. Ólafsson keppii- í hástökki. Hann hefur aS undanförnu dvalizt í Bandaríkjunum við þjálfun og er sagður í góðri æfingu. Jón, sem er íslandsmethafi í hástökki, keppir hér á Akureyri um helgina. STÓRMÓIIFRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM UM HELGINA EINS og sagt var frá í síðasta c blaði, verður haldið mikið frjáls íþróttamót á íþróttavellinum á Akureyri nú um helgina. Auk íþróttamanna frá Akur- eyri og nágrannabyggðum taka þátt í mótinu ágætir íþrótta- menn frá sænska íþróttafélaginu YMER. Einnig margir beztu frjálsíþróttamenn Reykjavíkur þ. á m. Jón Þ. Ólafsson, Val- björn Þorláksson, Kristleifur Guðbjörnsson, Kjartan Guðjóns son o. fl. Ættu sem flestir að fjölmenna á völlinn og sjá spenn andi keppni. Á laugardag hefst keppnin kl. 2 e. h. og verður keppt í eftir- töldum greinum: 100, 400, 1500 m hlaupum, langstökki, stangar- stökki, kúluvarpi, spjótkasti og einnig verða tvær kvennagrein- ar, 100 m hlaup og kringlukast. Á sunnudag hefst keppnin á sama tíma. — Keppnisgreinar verða þá: 200, 800 og 3000 m hlaup, hástökk, þrístökk, kringlukast, einnig 200 m hlaup og langstökk kv'enna. Frá ársþingi Ungmennasambands Skagfirðinga Frostastöðum, 26. júní. Ung- mennasamband Skagafjarðar hélt 45. ársþing sitt að Hofsósi 3. maí s.l. Formaður sambands ins, Guðjón Ingimundarson, setti þingið en þingforsetar voru kjörnir þeir Haukur Björnsson og Stefán Pedersen en ritarar Gísli Felixson og Árni M. Jóns- son. Forseti flutti þinginu ýtarlega skýrslu um starfsemi sambands ins á liðnu ári og má segja, að íþróttamál hafi verið aðal við- fangsefni þess. Sambandið stóð fyrir 5 íþróttamótum innan hér- aðsins og tók auk þess þátt í sex mótum annars staðar. Þá gekkst sambandið fyrir skák- keppni innan félaganna, átti, eins og jafnan áður, góðan hlut að þjóðhátíðarhaldi 17. júní o. fl, Á þinginu voru m. a. sam- þykktar eftirfarandi tillögur: „Ársþing UMSS, haldið að Hofsósi, 3. maí 1964, telur ríka ástæðu til að vekja athygli á því, lrversu mjög skortir á að fyrir hendi séu möguleikar til þess að fullnægja lögskipaðri unglingafræðslu í héraðinu og má þó búast við, að þeir örðug- leikar fari vaxandi í framtíð- inni, verði ekkert aðhafst til úr bóta. Beinir fundurinn því mjög eindregið til Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, að hún beiti sér fyrir því, að hér verði bót á ráðin hið allra bráðasta, þann- ig að skagfirzkir unglingar eigi þess kost að njóta heima í hér- aði þeirrar fræðslu, er yfirvöld kennslumála í landinu fyrir- skipa að þeim sé veitt.“ — í grg. með till. var bent á, að í Skaga- firði, utan Sauðárkróks, væru í hverjum aldursflokki barna og unglinga ,fæddum á tímabilinu frá 1950—1956 satmals 53—63 börn, eða alls í þessum aldurs- flokkum 397 börn og unglingar. Þessir unglingar eiga raunveru- lega í engan skóla að venda. Þá samþ. þingið „að fela stjórn sambandsins að kanna möguleika UMSS í þátttöku í byggingu félagsheimilis í Varma hlíð ,m. a. með tilliti til þess hver réttur sambandsins yrði í stjórn heimilisins, svo og afnot- um með lítilsháttar framlagi, vegna fjárhagslegrar vangetu sambandsins.11 Þingið samþ. að lýsa „yfir á- nægju sinni með blaðið Tinda- stól og beinir þeirri áskorun til formanna ungmennaféiaganna innan sambandsins, að þeir beiti sér fyrir söfnun áskrifenda að blaðinu." Samþ. var og áskorun „til allra ungmennaféíaga innan sambandsins, að þau safni sam- an gömlum fundargerðabókum, félagsblöðum og öðrum gögnum er félögin varða og komi þeim á héraðsskjalasafnið ti! geymslu.“ Sveinn Friðvinsson lagði fram svohljóðandi till., sem samþ. var samhlj.: „Ársþing UMSS. . . . lýsir sig andvígt hinni er- lendu sjónvarpsstöð, sem rekin er hér á landi. Þingið er hins- vegar fylgjandi því, að hér komi upp íslenzk sjónvarpsstöð fyrir allt landið og væntir þess, að vel verði unnið að undirbún- ingi og framgangi þess.“ Þá voru og ræddar samþ. og margar till. um íþróttamál. Guðjón Ingimundarson hefur nú gegnt formennsku í stjórn UMSS í 20 ár. Af því tilefni á- varpaði Stefán Pedersen hann, færði honurn maklegar þakkir fyrir eindæma árvekni og ötul- leik í störfum fyrir sambandið og afhenti honum að gjöf áletr- að pennasett frá umf. Tindastóli. Stefán Guðmundsson þakkaði Guðjóni og ánægjulegt samstarf á liðnum árum og óskaði honum heilla með framtíðina. í sambandinu eru nú 13 félög með 640 meðlimum. Stjórn sam- bandsins skipa: Guðjón Ingi- mundarson, Árni M. Jónsson, Stefán Guðmundsson, Sigurður Jónsson og Gísli Felixson. Vara menn: Haukur Björnsson, Helgi Rafn Traustason og Stefán Ped- ersen. —mhg— ÍBA-KS á morgun Á MORGUN, sunnud., verður háður á Siglufirði síðari knatt- spyrnuleikur ÍBA og KS í H. deild. Steingr. Björnsson leikur ekki með vegna meiðsla. □ 100Tn hlaup karla: Sigurður Friðriksson E. 11.4 sek 400 m hlaup: Bergsveinn Jónsson B. 57.5 sek 1500 m hlaup: Ármann Olgeirss., B. 4.44.9 mín 3000 m hlaup: Davíð Herbertss., B. 11.06.9 mín 4x100 m boðhlaup: Sveit Umf. Eflingar 48.9 sek Langstökk: Sigurður Friðrikss. E. 6.75 m (Héraðsmet). Þrístökk: Sigurður Friðrikss. E. 14.01 m Hástökk: Ófeigur Baldursson Ga. 1.65 m Stangarstökk: Sig. Friðriksson E. 3.28 m Kúluvarp: Guðm. Hallgrímsson G. 14.84 m (Héraðsmet). Kringlukast: Guðm. Hallgrímsson G. 39.47 m Spjótkast: Guðm. Hallgrímsson G. 42.30 m 100 m hlaup kvenna: Lilja Sigurðard. E. 13.2 sek (Héraðsmet). 4x100 m boðhlaup kvenna: Sveit Umf. Eflingar 57.8 sek (Héraðsmet). Langstökk kvenna: Sigrún Sæmundsd. Ma. 4.53 m Hástökk: Sigrún Sæmundsd. Ma. 1.36 m Kúluvarp: Helga Hallgrímsd. G. 9.08 m Kringlukast: Kristjana Jónsd. V. 27.64 m Skammstafanir félaga: Umf. Bjarmi, Fnjóskadal B — Efling, Reykjadal E — Geisli, Aðaldal G — Gaman og alvara Kaldak. GA — Mývetningur, Mývatnssv. M íf Magni, Höfðahverfi Ma íf. Völsungur, Húsavík V Stig félaga: 1. Umf. Efling 571/s 2. Umf. Bjarmi 36 3. Umf. Geisli 29 M* 4. Umf. Gaman og alvara 19 5. íf. Magni 17 6. Umf. Mývetningur 15 7. íf. Völsungur 13 8. Umf. Eining, Bárðardal 4 ARROÐINN VANN Frjálsíþróttamót að Laugalandi í Eyjafirði KVENNAMÓT UMSE í frjáls- um íþróttum fór fram á íþrótta- vellinum á Laugalandi í Eyja- firði laugardaginn 27. júní. Veð- ur var fremur slæmt til keppni, norðan strekkingur og kuldi. — 100 m hlaup. 1. Katrín Ragnarsdóttir umf. Árroðinn 15.0 sek 2. Halla Sigui’ðardóttir umf. Árroðinn 15.4 sek 4x100 111 boðhlaup. 1. Sveit umf. Reynir 64.5 sek 2. Sv. umf. Möðruv.s. 8.15 sek Kúluvarp. 1. Halla Sigurðardóttir umf. Árroðinn 8.21 m 2. Emelía Baldursdóttir umf. Árroðinn 8.15 m Kringlukast. 1. Bergljót Jónsdóttir umf. Ársól 23.03 m 2. Halla Sigurðardóttir umf. Árroðinn 22.68 m Langstökk. 1. Jónína Hjaltadóttir umf. Þorst. Sv. 4.05 m 2. Lilja Friðriksdóttir umf. Þorst. Sv. 4.04 m Hástökk. 1. Lilja Friðriksdóttir umf. Þorst. Sv. 1.16 m 2. Þorgerður Guðmundsd. umf. Möðruv.s. 1.16 m Stig félaga: 1. Umf. Árroðinn 27 stig 2. Umf. Þorst. Sv. 14 stig 3. Umf. Möðruv.s. 9 stig 4. Umf. Reynir 8 stig 5. Umf. Ársól 7 stig Stighæstu einstaklingar: 1. Halla Siguí’ðard. 13% st 2. Lilja Friðriksd. 8 st 3. Þorgerður Guðm.d. 6% st ÆTLAÐI AÐ AKA Á KONUR AÐFARARNÓTT s.l. föstudags gengu tvær konur eftir gang- stéttinni, norðan Strandgötu. í þeim svifum bar þar að bif- reið, sem tvívegis ók upp á gang stéttina að konunum og í seinna skiptið króaðist önnur konan af upp við húsvegg. Ekki hlutust meiðsli af þessu ógæti- lega tiltæki ökumanns og má það kallast sérstakt lán. Sjónarvottar (ekki konurnar) kærðu atburðinn til lögreglunn- ar, en stuttu síðar gaf ökumað- urinn sig fram. Var hann í mjög æstu skapi, en ekki ölvaður. Málið er í rannsókn. □ FYRSTI SKUT- TOGARINN FYRIR fáum dögum kom fyrstí skuttogari íslendinga hingað til lands. Eigandi er hlutafélagið Siglfirðingur á Siglufirði. Skip þetta, sem er 270 tonn, heitir Siglfirðingur SI 150, kom til heimahafnar s.l. mánudag og fór á veiðar á miðvikudaginn. Skip ið fór út með síldarnót, en síðar er von á þýzku flottrolli, sem ætlunin er að reyna í sumar. Skipstjóri er Páll Gestsson og stýrimaður Axel Schiöth og fyrsti vélstjóri Agnar Þ. Har- aldsson, allir ungir dugnaðar- menn frá Siglufirði. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.