Dagur - 16.09.1964, Síða 5

Dagur - 16.09.1964, Síða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. Beygur stjórnar- flokkanna BEYGUR núverandi stjómarflokka af vaxandi gengi Framsóknarflokks- ins er orðinn dýrmæt almennings- eign. Á þessa leið komst Eysteinn Jónasson að orði nýlega, og er eftir- tektarvert. — Beygur íhaldsaflanna kemur meðal annars fram í linnu- lausum skömmum stjórnarblaðanna um Framsóknarflokkinn, svo sem landsfólkið hlustar daglega á með morgunkaffinu í þætti útvarpsins „úr fory stugreinum dagblaðanna“ og les daglega um í Morgunblaðinu og Vísi. Þessi blöð telja Framsóknar- flokkinn ýmist óalandi og óferjandi, eða þau telja flokkinn í raun og veru alls engan stjórnmálaflokk, heldur ofurlítið samsafn ómerkilegra manna, sem ekki sé mark á takandi. Á þessu þrástagast blöðin dag eftir dag og ef hér væri aðeins um að ræða mánudagserfiðleika leiðarahöfund- anna svona endrum og eins, væri ekk ert um að tala. En hér virðist Fram- sóknarflokkurinn vera liinn erfiði mánudagur fyrir stjórnarblöðin flesta virka daga. Beygur þeirra við þennan stjómarandstæðing og al- menningsálitið í landinu er orðinn varanlegur og djúpstæður, og þegar horft er til baka er beygurinn síður en svo ástæðulaus. Allir minnast þess hvernig stjórnarflokkarnir ætluðu að lögbinda allt kaupgjald í landinu fyrir áramótin síðasta vetur en gugn- uðu á því, m. a. vegna harðsnúinnar andstöðu Framsóknarflokksins. Þá má minna á lækkun okurvaxtanna í vissum lánaflokkum, sem Fram- sóknarflokkurinn barðist fyrir og stjómin varð að taka til greina. Og skemmst er að minnast skattamál- anna, sem stjórnarflokkarnir hafa heykst á að verja, eftir hrokafull um- mæli og yfirlýsingar, sem m. a. voru svar við áskorun Framsóknarflokks- ins um tafarlausan undirbúning að úrbótum, sem almenningur gæti við unað. Þessi fáu dæmi sýna vissulega, að beygur sá, sem þjáir stjórnarflokk- ana vegna vaxandi gengi Framsókn- arflokksins ,er almenningi í þessu landi nokkurs virði. Þegar svo loforð stjórnarflokkanna um bættu lífskjör in, afnárn skatta, lækkun skulda er- lendis og stöðvun dýrtíðarinnar eru einnig höfð í huga, ætti hrædd og ráðvana ríkisstjórn að hugsa til hvíld ar. □ Kjördæmisþing Framsóknarmanni í KJÖRDÆMISÞING Framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra var haldið að Laug um í Reykjadal dagana 29. og 30. ágúst sl. og var þing þetta hið sjötta í röðinni. Kjördæmisþingið var ágæt- lega sótt og voru fulltrúar með atkvæðisrétti 66 talsins úr öll- um sýslum, kaupstöðum og kauptúnum kjördæmisins. Formaður sambandsstjórnar, Haraldur M. Sigurðsson kenn- ari á Akureyri setti þingið. For- setar voru kjörnir þeir Bern- harð Stefánsson fyrrv. alþingis- maður á Akureyri, Hólmsteinn Helgason útgerðarmaður á Raufarhöfn og Sigurður Jó- hannesson verzlunarmaður á Akureyri, en ritarar Björn Guð- mundsson í Lóni í Kelduhverfi og Indriði Ketilsson á Ytra- Fjalli í Aðaldal. Sambandsstjórnin lagði fyrir þingið ýmsar tillögur um lands- mál og héraðsmál. Þingmenn Framsóknarflokksins í kjör- dæminu, þeir Karl Kristjáns- son, Gísli Guðmundsson og Ingvar Gíslason fluttu erindi um störf Alþingis og landsmál. og héraðsmál. Nefndir störfuðu að kveldi hins fyrri fundardags og fram á nótt. Síðari fundardaginn, sunnu- daginn 30. ágúst hófust fundar- höld árdegis og voru nefnd- arálitin þá tekin til meðferðar. Var mikil og góð þátttaka í um- ræðum þennan dag og stóð þing ið fram á sunnudagskvöld. Fyrsti forseti kjördæmisþings ins, Bernhard Stefánsson, sleit þinginu með ávarpi en Karl Kristjánsson alþingismaður þakkaði forsetum þingsins og öðrum starfsmönnum, lýsti ánægju sinni yfir störfum þings ins og hvatti menn til að fylgja óhikað og af festu góðum mál- um er til heilla gætu orðið fyrir land og þjóð. FULLTRÚAR á sjötta kjör- dæmisþingi félagasambands Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra 29. og 30. ágúst 1964. Framsóknarfélag Ólafsfjarðar Björn Stefánsson. Framsóknarfélag Eyjafjarðar- sýslu. Aðalseinn Oskarsson Dalvík. Einar Sigfússon Staðartungu. Eiríkur Elíasson Eyvindarstöð- um. Garðar Sigurgeirsson Staðar- hóli. Helgi Símonarson Þverá. Jóhannes Jóhannesson Vind- heimum. Jónas Halldórsson Rifkelsstöð- um. Snæbjþrn Sigurðsson Grund. Framsóknarfélag Akureyrar. Arnþór Þorsteinsson. Bernharð Stefánsson. Björn Guðmundsson. Erlingur Davíðsson. Guðni Ingimundarson Hvoli. Hólmsteinn Helgason Raufar- höfn. Ragnar Helgason Kópaskeri. Stefán Kr. Vigfússon Arnar- stöðum. Framsóknarfélag N.-Þingeyinga, austan heiðar. Eggert Olafsson Laxárdal. Óli Halldói-sson Gunnarsstöðum. Sigurður Jónsson Efralóni. Framsóknarfélag Húsavíkur. Aðalsteinn Karlsson. Áskell Einarsson. Þormóður Jónsson Ingimundur Jónsson Húsavík. Jón Jónsson Dalvik. Ketill Guðjónsson Finnastöðum. Þórhallur Björnsson Kópaskeri. Og alþingismennirnir, Karl Kristjánsson, Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason og Hjörtur E. Þórarinsson. f stjórn kjördæmissambands- ins til næsta árs voru kjörnir á þinginu: Haraldur M. Sigurðs- son Akureyri, formaður, Hjört- ur E. Þórarinsson á Tjörn, rit- ari, Sigurður Jóhannesson Ak- Hrefna Guðmundsdóttir. Ólafur Magnússon. Páll Sigurðsson. Pétur Gunnlaugsson. Sigmundur Guðmundsson. Sigurður Óli Brynjólfsson. Stefán Reykjalín. Víglundur Pétursson. Framsóknarfélag S.-Þingeyjar- sýslu. Benedikt Baldvinsson Dálks- stöðum. Jón Friðriksson Hömrum. Jón Sigurðsson Felli. Ketill Indriðason Fjalli. Óskar Sigtryggsson Reykjar- hóli. Pétur Jónsson Reynihlíð. Teitur Björnsson Brún. Úlfur Indriðason Héðinshöfða. Valtýr Kristjánsson Nesi. Þórólfur Jónsson Stórutungu. Þrándur Indriðason Aðalbóli. Framsóknarfélag N.-Þingeyinga, vestan heiðar. Einar Benediktsson Garði. Frá Fél. ungra Framsóknar- manna í S.-Þing. austan Ljósa- vatnsskarðs. Guðmundur Sigurðsson Fagra- nesi Jón Illugason Bjargi. Höskuldur Þráinsson Skútu- stöðum. Indriði Ketilsson Fjalli. Frá Fél. ungra Framsóknar- manna á Húsavík. Bjarni Aðalgeirsson. Einar Njálsson. Guðmundur Kr. Bjarnason. Frá Fél ungra Framsóknar- manna í N.-Þing., vestan heiðar. Björn Guðmundsson Lóni. Frá Fél ungra Framsóknar- manna í N.-Þing., austan heiðar. Gunnlaugur Sigvaldason Þórs- höfn. Stjómarmenn F. F. N. E. ^Baldvin Baldursson Rangá. Baldur Halldórsson Akureyri. Haraldur Sigurðsson Akureyri. ureyri, gjaldkeri, Baldvin Bald- ursson Rangá, varaformaður, Jónas Halldórsson Rifkelsstöð- um, Aðalsteinn, Karlsson Húsa- vík og Óli Halldórsson Gunnars- stöðum. Varamenn í stjórn voru kjörn ir og í þessari röð: Jóhann Helgason Leirhöfn, Kristján H. Sveinsson Akureyri, Aðalsteinn Óskarsson Dalvík og Sigurður Jónsson Felli. Samkvæmt lögum sambands- ins er stjórnarmaður ekki kjör- inn lengur en tvö ár í senn, en getur svo orðið kjörinn á ný að ári liðnu. Þetta ákvæði á að stuðla að því, að menn skiptist á að taka að sér trúnaðarstörf í þágu sambandsins. í miðstjórn Farmsóknarflokks ins voru kosnir: Jakob Frí- mannsson Akureyri, Þórhallur Björnsson Kópaskeri, Valtýr Kristjánsson Nesi, Ketill Guð- jónsson Finnastöðum og Hjört- ur E. Þórarinsson Tjörn. Frá yngri mönnum: Björn Teitsson Brún og Sigurður Jóhannesson Akureyri. Varamenn í miðstjórn: Arn- þór Þorsteinsson Akureyri, vara maður Jakobs. Jóhann • Helga- son Leirhöfn, varam. Þórhalls. Áskell Einarsson Húsavík vara- maður Valtýrs. Einar Sigfússon Staðartungu, varamaður Ketils. Björn Guðmundsson Akureyri, varamaður Hjartar. Gísli R. Pétursson Þórshöfn, varamaður Björns. Ágúst Sigurðsson Möðruvöllum, varamaður Sig- urðar. í milliþingamenn til að end- urskoða lög sambandsins voru kosnir: Einar Sigfússon Staðar- tungu, Áskell Einarsson Húsa- vík og Sigurður Óli Brynjólfs- son Krossanesi. Endurskoðend- ur sambandsins voru kosnir: Jón Samúelsson Akureyri og Jóhann Helgason Leirhöfn. Varamaður Ólfur Magnússon Akureyri. í fjármálaráð voru kjörnir: Arnþór Þorsteinsson Akureyri, Valtýr Kristjánsson Nesi og Stefán Valgeirsson Auðbrekku. Stjórnmálayfirlýsing (Framhald af blaðsíðu 1). fram samræmdri stefnu — beitt valdi sínu til einstakra óþurftar verka á ýmsum sviðum og er líkleg til þess aðstöðu sinnar vegna. Kjördæmisþingið leggur því á það ríka áherzlu, að Fram sóknarmenn, innan Alþingis og utan, beiti sér framvegis af al- efli til að koma í veg fyrir að ríkisstjómin fórni meiru en orð ið er af framfaratækifærum al- þjóðar í þágu sérhagsmunaliópa og sói afrakstri góðæra í hend- ur braskara eða í fjárbruðl, sem þjóðinni í heild er til einsk ir gagns. Kjördæmisþingið tel- ur brýna nauðsyn bera til þess, að flokkurinn veiti nú sem fyrr ríkisstjórninni svo sterkt að- hald, sem minnililutaflokki er unnt, til að hindra, að hún og stuðningsflokkar hennar fari í samskiptum við aðrar þjóðir ó- gætilega með málefni, er varða sjálfstæði og þjóðlega menningu íslendinga. Með skírskotun til þess stjórn málaástands, sem nú ríkir, tel- ur kjördæmisþingið núverandi ríkisstjórn málefnalega skylt að segja af sér og efna til kosninga, svo þjóðinni gefist tækifæri til að móta nýja stjómarstefnu. □ Hópmyndimar voru teknar á tröppum Lauga skóla, af fulltrúum kjör dæmisþingsins. (Ljósm.: E. D.). :%œa!ÍxMlÆmm^ fl # Sjölugur sæmdarmaður ÁRMANN DALMANNSSON á Akureyri varð sjötugur á laug- ardaginn, 12. september . Hann er Mýramaður að ætt, fæddur í Fíflholtum, sonur Dalmanns Ármannssonar bónda þar og Steinunnar Stefánsdóttur konu hans. Ármann lauk námi við Hvanneyrarskóla 1918 og stund aði nám við Gymnastik-höjskol en, Ollerup veturinn 1924—’25. Eftir þetta lá leiðin til Norð- urlands. Á Hvanneyrarskóla höfðu þeir kynnzt, Ólafur Jóns- son og Ármann Dalmannsson. Þegar Ólafur hafði lokið bú- fræðinámi erlendis, tók hann við forstöðu Ræktunarfélags Norðurlands og réði þá Ármann til sín. Þeir voru síðan sam- verkamenn í Gróðrarstöðinni á Akureyri um aldarfjórðungs- skeið og gerðu þann garð fræg- an. Árið 1947 hóf Ármann starf hjá Skógræktarfélagi Eyfirð- inga og hefur veitt forstöðu skógræktarstöð félagsins í Kjarnalandi við Akureyri allt til þessa. Þessi nýja skógrækt- arstöð er mjög myndarleg og lærdómsríkt þar að koma'. Ármann Dalmannsson hefur notið mikils trausts í félags- málum. Hann var formaður íþróttabandalags Akureyrar 20 fyrstu ár þess, formaður íþrótta hússnefndar á Akureyri frá upp hafi og formaður íþróttavallar- ráðs, einnig frá byrjun og þar til skipulagsbreyting íþrótta- mála var gerð á síðasta ári. Deildarstjóri Akureyrardeild- ar KEA hefur hann verið síðan 1952 og í tvo áratugi var hann formaður Jarðræktarfélags Ak- ureyringa. Þá hefur Ármann verið for- maður Búnaðarsambands Eyja- fjarðar síðan 1954, og kartöflu- matsmaður síðan kartöflumat hófst og til síðasta árs. Hér hefur verið drepið á nokkur helztu störf og félags- mál, sem Ármann hefur unnið. í heimasveit sinni var hann starfandi ungmennafélagi og for maður síns félags áður en hann fór að heiman. í hjáverkum hef ur hann stundað íþrótta- og fim leikakennslu, einkum á fyrri ár um, bæði hér í bænum og einn- ig hjá ungmennafélögum í Eyja fjarðar- og Þingeyjarsýslum. Meðan hann enn var ungur að árum stundaði hann sjóinn um skeið, var formaður á fiskibáti, síðan togarasjómaður. Ætla mætti, að aðalstörf Ár- manns Dalmannssonar, fyrst hjá Ræktunarfélaginu og síðan skógræktarstarfið, væri einum manni nægilegt verkefni. En þegar litið er á félagsmálastörf hans, sem flest hafa verið og eru mjög tímafrek, virðist þar einnig ærið verk einum manni. En sannleikurinn er sá, að Ár- manni er gefið óvenjumikið starfsþrek. Hann er ekki aðeins tveggja manna maki við ýms erfið og vandasöm ræktunar- störf, en er einnig maður svefn- léttur og þarf ekki að sofa nema þrjá tíma í sólarhring, að því er kunnugir telja. Vinnudagur- inn er líka oftast mjög langur og skiptist milli félagsmála- og ræktunarstarfa. Flest eru félags málastörfin ólaunuð og þætti einhverjum svo langur vinnu- dagur gefa lítið í aðra hönd. Ármann Dalmannsson býr í litlu 118 ára gömlu timburhúsi, Aðalstræti 62, ásamt ágætri eig inkonu sinni, Sigrúnu Kristjáns dóttur, ættaðri úr Fnjóskadal, og tveim sonum sínum, sem enn eru í föðurgarði, en dóttir og sonur hafa stofnað sín eigin heimili. Pésf' Ármann Dalmannsson er bjartur yfirlitum, sviphreinn og karlmannlegur. Hann hefur sigg í lófum og glampa i aug- um, hafnar víni og tóbaki, og verður vart misdægurt. Hug- sjónir hafa leitt hann á brautir hinna margþættu félagsmála, bæði á sviði búnaðarmála, til- raunastarfs og skógræktar, sam vinnumála og síðast en ekki sízt íþróttamálanna. En öll hans fé- lagsstörf hafa mótazt af hlýrri virðingu fyrir samborgurunum, hófsemi festu og drengskap. Þótt Ármann Dalmannsson hafi löngum verið hlaðinn störf- um gefur hann sér stundum tíma til að festa bundið mál á blað. Ljóðabók hans „Ljóð af lausum blöðum“, vitnar um vitran mann og einlægan, sem ann föðurlandi sínu af heitu hjarta, virðir þá arfleifð feðr- anna, sem gefur íslendingum rétt til að bera höfuðið hátt, þrátt fyrir þjóðarsmæð og fá- tækt og telur það gæfu hvers manns að mega vinna að góð- um málum fyrir land sitt og þjóð. En það hefur Ármann gert og orðið gæfumaður. Mjög var gestkvæmt á heim- ili Ármanns Dalmannssonar á afmælisdaginn og bárust honum margar góðar gjafir. Og litla húsið hans, sem rúmaði þó svo marga afmælisgesti, varð fullt af ilmandi blómum. Dagur sendir hinum sjötuga sæmdarmanni beztu heillaósk- ir, og um leið vil ég votta hon- um þakkir mínar fyrir trausta vináttu. E. D. Ung hjón með eitt barn óska eftir að fá íbúð til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 2865. HERRERGI Vantar herbergi fyrir skólapilt, Irelzt á syðri brekkunni. Uppl. á Munkaþverá HERBERGI til leigu Uppl. í sírna 1581 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Hjón með 1 barn óska eftir lítilli ÍBÚÐ sem fyrst Uppl. í síma 2244 eftir kl. 8 á kvöldin. Tveggja herbergja ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu um næstu mánaðarmót Uppl. í síma 1511. HERBERGI til leigu Uppl. í síma 2933. Leigutilboð óskast í FIMM HERBERGJA ÍBÚÐARHÆÐ á góðum stað í bænum. Uppl. í síma 2368. TIL SÖLU: Vel með farinn Volkswagen árg. ’59 (A-1690). Bifreiðinni fylgir útvarp, áklæði og benzínmiðstöð. Til sýnis milli kl. 6 og 7 e.h. þessa viku. Bernharð Haraldsson Geislagötu 27 Sími 2798. BÍLASALA HÖSKULDAR Volkswagen 1500 station árgerð 1964 Taunus 12 m. árgerð 1964. Taunus 17 m station árg. ’61—’63 Opel Reckord árg. 1962 lítið ekin. Drabant árgerð 1964. Landrower árgerð 1962— 1963 Austin Gipsy árgerð 1962 -1963. Willys jeppar 1955 og eldri. Og mikið af eldri bílum. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 1909 KVENFÓLK OG UNGLINGA vantar við kartöflu- upptökú. Gísli Guðmann - Skarði Sírni 1291. TIL SÖLU: Silver Cross barnavagn vel með farinn. Selst ódýrt. Uppl. í Hafnarstræti 35 að norðan. TIL SÖLU: Mjög góð saumavél í skáp. Uppl. í síma 2426. TIL SÖLU: Lítið notuð kartöfluupp- tökuvél (Underhaug). að Ytra-Hóli II. Kaupvangssveit Sími 02 SKELLINAÐRA til sölu. Uppl. í síma 2117. SKÝLISKERRA til sölu. Uppl. í Norðurgötu 44 HEY TIL SÖLU Vil selja 100 hesta af töðu Júlíus Daníelsson Syðra-G arðshorni Svarfaðardal Sími um Dalvík. * TIL SÖLU: þriggja tonna trillubátur. Varastykki í vél geta fylgt. Uppl. í síma 2341 ftir kl. 7 s.d. GÓÐAR KÝR til sölu. Hagstætt verð. Uppl. Guðmundur Eiðs- son — Þúfnavöllum. TIL SÖLU: Tvær vel með farnar æðardúnssængur stærð 90x110 - 89x125 cm Uppl. í síma 1779 eftir kl. 7 e.h. TIL SÖLU: barnavagn Tækifærisverð Uppl. eftir kl. 6 næstu kvöld að Hamarsstíg 4 vesturdyr (Einbaugur) tapaðist í miðbænum í byrjun ágúst. Finnandi vinsamlegast geri aðvart á afgreiðslu blaðsins. — Fundarlaun. PÍANÓKENNSLA Jóna Axfjörð - Sími 2541. NÝ FJÁRMÖRK Mín eru: I Alheilt h. Biti fr. Tvíbitað a. v. II Alheilt h. Biti a. Tvíbitað fr. v. Steinn Snorrason Syðri-Bægisá.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.