Dagur


Dagur - 16.09.1964, Qupperneq 8

Dagur - 16.09.1964, Qupperneq 8
8 Verða ódýr plasthús flutt iim? HEILDSALI í Reykjavík, Ágúst Jónsson að nafni, hefur fengið einkaleyfi á innflutningi húsa úr trefjaplasti frá Danmörku. Telur hann innflutning geta haf ist upp úr næstu áramótupa. Margra ára reynzla þessara húsa í Danmörku gefur til kynna, að um merkilega húsa- gerð geti verið að ræða. 100 fer hietra hús kostar 43 þús. dansk ar krónur í innkaupi. Ef tollar verða 50% kostar hús af fyrr- nefndrj stærð um 400 þús. ísl. krónur, sem er lágt verð. Talið er, að ekki taki nema einn dag að reisa slík hús á staðnum, eftir að undirstöður eru tilbúnar. Stálgrind er í hinum nýju hús um en útveggir úr trefjaplasti. Það efni er ekki talið eldfimt. Veggir eru einangraðir með frauðplasti. Allar leiðslur eru innbyggðar. Æ. S. K. á Húsavík FIMMTI aðalfundur Æ. S. K. verður haldinn á Húsavík um næstu helgi. Hefst hann kl. 4 e.h. á laugardaginn, með venju legum aðalfundarstörfum. Þá verður tekið fyrir annað mál fundarins: Starfræksla sum arbúðanna við Vestmannsvatn í framtíð. Framsögumenn, Her- mann Sigtryggsson æskulýðs- og íþróttafulltrúi og séra Sig- urður Guðmundsson, prófastur. Á laugardagskvöldið verður kirkjukvöld fyrir almenning í Húsavíkurkirkju. Á sunnudags- morguninn verður rætt um bókaútgáfu á vegum sambands ins og framsögumenn eru prest- arnir, séra Jón Kr. ísfeld og séra Jón Bjarman kl. 2 verður guðsþjónusta í Húsavíkurkirkju séra Stefán Snævarr prestur á Völlum í Svarfaðardal predikar og þá verður almenn altaris- ganga. Síðar munu fulltrúar og gestir sitja boð sóknarnefndar Húsavíkurkirkj u. Fulltrúar úr hópi æskufólks úr prestaköllum hins forna Hólastiftis og prestar, sækja aðalfund þennan á Húsavík um næstu helgi. Gler í gluggum er þrefalt og fest í plastkarma, sem ekki þarf að mála eða kítta. Velja má um liti á húsum þessum og svo má að sjálfsögðu klæða þau innan með hverju sem er. I Bandaríkjunum hefur þessi húsagerð verið reynd og í ráði er að byggja stórhýsi úr þessu byggingarefni þar. Frostastöðum, 21. ágúst. Aðal- fundur Skógræktarfélags Skag- firðinga var haldinn að Hólum í Hjaltadal 16. ágúst, sl. Formað ur féla'gsins, sr. Gunnar Gísla- son í Glaumbæ, setti fundinn og stjórnaði honum. Framkvæmda- stjóri uppeldisstöðvarinnar í Varmah'líð, Sigurður Jónsson, skógarvörður, las upp reikninga félagsins og skýrði frá starfsem- inni Sl. ár. Gróðursettar voru á vegum félagsins 53800 skógarplöntur og 580 garðplöntur. Af skógarplönt unum fóru 26800 stk. í girðingu Skógræktarfélagsins að Hólum en hinar í heimilisreiti víðsveg- ar um héraðið. Fram kom á fundinum að horfið hefur verið frá því að leggja niður uppeldisstöðina í Varmahlíð, en það mun hafa verið í ráði hjá yfirmönnum skógræktarmála. Voru Skagfirð ingar mjög óánægðir með það áform og þykir stórum betur farið^að af því hefur verið látið. í sumar var nokkru minna fá varið til plöntukaupa en undan- farin ár. Á hinn bóginn var meiri áherzla á það lögð, að full gera girðinguna á Hólum og hluta að þeim þúsundum plantna, sem þegar eru komnar í jörð í Skagafirði. Var sérstak- ur maður ráðinn til þeirra starfa. Þó voru gróðursettar um 40 þús. skógarplöntur g um 1 þús. garðplöntur. Einhverju magni mun ennþá verða plantað út í sumar, enda bendir reynsl- an til, að síðsumarplöntun sé Það hefði óneitanlega verið meiri gleðitíðindi, að verulegur áfangi hefði náðst í íslenzkum byggingariðnaði, en þar miðar fátt í rétta átt. Hinsvegar ber að fagna hverri þeirri tilraun ,sem gerð er til að brjóta niður hinn óhóflegu hús- næðiskostnað, sem nú er hér á landi. hér sízt óhagkvæmari en vor- plöntun. Ur stjórn félagsins átti að þessu sinni að ganga Sigurður Jónasson í Laugarbrekku en var endurkjörinn. Aðrir í stjórn inni eru: sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ, formaður, Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslu- maður, Haukur Hafstað bóndi í Vík og sr. Bjartmar Kristjáns- son á Mælifelli. Endurskoðend- ur voru endurkjörnir þeir Ey- þór Stefánsson og Kári Steins- son, báðir búsettir á Sauðár- króki. Fulltrúar á aðalfund Skógræktarfélags íslands voru kosnir þeir Sigurður Jónasson og sr. Gunnar Gíslason. —mhg— Stafnsrétt Blönduósi 14. september. HÉR hófst sauðfjárslátrun 10. þ.m. og virðist féð sæmilega vænt. Lógað er 1200 fjár á dag en sláturféð er áætlað 38 þús. nú í haust. Stafnsrétt er 24 þ.m. í gær og í dag eru menn að leggja af stað í göngurnar vest- an Blöndu. Réttað verður í Vatnsdalsrétt og Auðkúlurétt á laugardaginn, Hrossarétt á þess um stöðum verður 1. okt. Hér var á laugardaginn sum- arhátíð Framsóknarmanna og sóttu hana um 500 manns. Ræðu menn voru: Eysteinn Jónsson, Olafur Jóhannesson og Stein- grímur Hermannsson. Hér lauk í gær þingi Sam- bands ungr aFramsóknarmanna. SMÁTT OG STÓRT FYRSTA HÚSIÐ MEÐ TREFJAPLASTÞAKI Fyrir nokkrum dögum var fyrsta húsþak hér á landi sprautað með trefjaplasti, sem kemur í stað pappa og þakjáms. Tilraunahús þetta er á Blöndu- ósi, við Árbraut og eigandi þess er Pétur Þorláksson, bifvéla- virki og er hús hans í bygg- ingu. Trefjaplast lif. á Blönduósi, sem framleitt hefur mikið af bátum og margskonar ílátum, gerði tilraun þessa. Framkv.- stjóri Trefjaplasts er Zophaní- as Zophaníasson en verkstjóri, Jörundur Kristjánsson. Húsþak það, sem hér um ræðir, var á sama veg undirbú- ið og venjulega er gert undir sprautað á óplægð, óhefluð steypuborð, með þar til gerðri vél ásamt trefjunum Finun ára reynzla er af slík- um þökum í Svíþjóð. Ef trefjaplastið þolir duttl- unga timbursins, er hér um merkilega nýjung að ræða, því það er mun ódýrara en pappinn og jámið. Plasthúðin er ca. 3 mm á þykkt. VILHJÁLMUR ÞÓR BANKA- STJ. ALÞJÓÐABANKANS Vilhjálmur Þór hefur verið kjör inn bankastjóri Alþjóðabankans til tveggja ára á ársfundi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í Tokyo og alþjóðabankans, er hófst þar 7. þ.m. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SÝNIR ÞRJÚ LEIKRIT Undirbúningur næsta leikárs er nú hafinn. Þjóðleilchúsið sýnir fyrst Kraftaverkið, eftir Willi- am Gibson, þá Forsetaefnið eft- ir Guðmund Steinsson, og í þriðja sæti er bandarískur sjón leikur. Um aðra leiklistarstarf- semi liefur enn verið fremur hljótt, en eflaust eru þó leiksýn ingar víða um land í undirbún- ingi. KINDAKJÖT IIÆKKAR í VERÐI ERLENDIS Strax í næsta mánuði hefst út- flutningur á íslenzku dilkakjöti og eru Bretar kaupendur allt að 2000 smálestum. Kjötið er fryst Auk þess verður flutt á sama markað töluvert magn af ær- kjöti. Verðið er liagstæðara en áður. Aðrir, sem íslenzkt kinda kjöt kaupa eru, Færeyingar, Danir, Norðmenn, Finnar, V- Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Kjöt það, sem Norð- menn kaupa af okkur er saltað og áætlað að 500 smálestir af þeirri vöru fari til Noregs. Vaxandi eftirspurn er á ull og gærum. SEXM ANN ANEFNDIN Á RÖKSTÓLUM Sexmannanefndin hefur haldið marga fundi og ber mikið á milli, svo sém vænta mátti. Bændur, krefjast að vonum mik illa leiðréttinga á verðlagi búvaranna, þar sem þeir nú eru mun tekjulægri en viðmið- unarstéttirnar. Alþýðublaðið hefur þegar krafizt þess að verði búvara verði haldið niðri. Sjálfstæðis- menn láta sér það vel líka. MIKIL NÆTURFROST Allt kartöflukras féll gjörsam- lega í frostumnum í síðustu viku, en áður höfðu næturfrost skemmt garða á ýmsum stöðum. Uppskeran er misjöfn að vöxt- um og óvíða mikil. Nú stendur uppskerutíminn yfir og fá marg ir bændur, og flestir þeir, sem kartöflur rækta að nokkru ráði, hér í nágrenninu, vinnuflokka frá Akureyri til hjálpar við kartöfluupptökuna. ÞRIGGJA MÁNAÐA STÖÐVUN Ungtemplarar liafa nýlega sam þykkt ályktun þess efnis, að lokað verði útsölum áfengis hér á landi um þriggja mánaða skeið til reynzlu. Er tillaga þessi skynsamleg. Stöðvun vín- sölu í 3 mánuði, yrði áreiðan- lega mikilvægt rannsóknarefni eftir á. SAMEIGINLEG FRÉTTATIL- KYNNING Það hefur vakið bæði undrun og eftirtekt að Pravda og Þjóð- viljinn birtu samdægus tilkynn ingu um viðræður í Moskvu milli fulltrúa konunúnistaflokks Sovétríkjanna og Sameiningar- fl. alþýðu Sósíalistaflokksins á íslandi. En hingað til hafa hinir íslenzku afneitað húsbændum sínum í Moskvu. DAGUR LEIFS EIRÍKS- SONAR Framvegis verður 9. október ár hvert opinber liátíðisdagur í Bandaríkjunum til minningar um fund Leifs Eiríkssonar á Ameríku fyrir nær 1000 árum. Var tilskipun um þetta efni nýlega undirrituð af Bandaríkja forseta. NJÁLSBRENNA KVIK- MYNDUÐ Danir hafa í sumar kvikmynd- að Njálsbrennu og tekið tvær aðrar sögulegar myndir hér á landi. Myndir þessar verða sýnd ar í danska skólasjónvarpinu. Sumarmót F ramsóknarmanna við Eyjarfjörð voru haldin í Freyvangi og Árskógi nýlega. Eystinn Jónsson form. Fram- sóknarflokksins flutti ræður á báðum stöðum, ennfremur Hjört ur E. Þórarinsson á Tjörn og Ingvar Gíslason, alþingismaður. Auk ræðumanna komu þarna fram hinir vinsælu söngmenn Smárakvartettsins og Jón Gunn laugsson leikari. Fjölmenni*var á báðum samkomustöðunum og urðu margir frá að hverfa, a. m. k. í Freyvangi, og þóttu sumar- mót þessi takast með ágætum vel. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.