Dagur - 26.09.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 26.09.1964, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. „STJÓRNARBÆTUR TIL S Ö L U “ ALÞINGI virðist hafa fært sig um set á síðustu tímum þótt hið gamla, gráa og virðulega þinghús sé enn á sínum stað. Þjóðmál, sem venja er að leiða til lykta á Alþingi, eru nú not- uð við samningaborð af ríkisstjóm- inni við hinar ýmsu stéttir þjóðfé- lagsins. Um þetta segir Tíminn 24. september: „Fólkið í landinu kýs alþingis- menn og ríkisstjóm til þess að vinna að umbótum og framförum í land- inu, gæta réttlætis meðal þegnanna í stjómarathöfnum og sjá hag þjóð- arheildarinnar borgið. Flestar ríkis- stjómir telja sér það skylt að vinna að þessum málum án frekari skilyrða. fslenzka ríkisstjómin, sem kennir sig við „viðreisn“, hefur þó tekið upp nokkuð sérstæðan hátt á meðferð þessara mála. Hún hefur sett stjórn- arbætur á uppboð og selur stéttun- um þær gegn gjaldi á móti. Augljóst dæmi um ]>etta gerðist í síðustu samningum við launþegasam tökin. I»ar urðu launþegar að heyja harða baráttu með verkfallshótunvim til þess að koma frani almennum stjórnarfarslegum umbótum á lög- bundnum íbúðarlánakjörum. Hver einasta ríkisstjóm hefur til þessa tal ið húsnæðismálin meðal meginverk- efna sinna í stjórnarathöfnum og unnið að þeim alveg sjálfstætt, án þess að þau væru látin koma við al- mennum kjaramálum, enda er svo gert í öllum löndum. I»au eru sjálf- stæður félagsmálaþáttur. Framsóknar flokkurinn hafði gagnrýnt stefnu og aðgerðir stjórnarinnar í húsnæðis- málum harðlega, og ástandið var orð ið þannig, að stjórnin hlaut fyrr eða síðar að láta eitthvað undan, en um leið og hún neyddist til að losa um tök þessarar íhaldsstefnu, sá hún sér leik á borði og nota umbætur, sem hún yrði að gera, sem gjaldmiðil í samningum við verkalýðssamtökin og setti málið þar á uppboð. En hvar skyldi það gerast annars staðar, að launastéttir þurfi að standa í harðri og langri kjarabaráttu til þess að fá eðlilegar umbætur á húsnæðislög- gjöf? Þetta hefur stjórninni þótt gefast svo vel, að hún beitti þessu enn í samningum við fulltrúa bændastétt- arinnar um búvöruverðið. Fulltrúar bænda hafa undanfarin ár barizt fyr- ir því að fá að njóta jafnréttar við sjávarútveginn um afurðalán, en stjórin synjaði þeim um það ár eftir ár. Loks höfðu bændur ekki annað ráð til þess að ná réttlæti úr hendi ríkisstjórnarinnar en taka málið inn í samninga um kjaramál sín og stjórn in lét sér sæma að láta þá kaupa sér réttlætið í máli þessu“. Um barnaleikvellina á Akureyri Form. leikvallanefnda bæjarins, Páll Gunnars- son, svarar spurningum blaðsins um þau mál Nokkur orð um héraðsskóSa í Eyjaíjarðarsýslu NOKKUÐ hefur verið unnið að bamaleikvöllum á Akureyri undanfarin sumur og vorti þau mál nýlega á dagskrá í bæjar- stjóm. Blaðið sneri sér til for- manns leikvallanefndar bæjar- ins, Páls Gunnarssonar kenn- ara, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um leikvellina, sem hann svaraði góðfúslega. Hve margir leikvellir eða leik- svæði eru í bænum? Gæzluvellir eru þrír. Þar hafa gæzlukonur starfað hálfan fjórða mánuð í sumar — ein á hverjum velli.. Onnur leiksvæði eru ellefu. Þau eru búin ýmsum leiktækjum s. s. rólum, vega- söltum, sandkössum, ruggubát- um, og rennibrautir eru á fjór- um völlum. Þá eru enn fremur nokkur boltasvæði fyrir börn og unglinga og hefur íþróttaráð átt drýgstan þátt í að koma þeim upp. Hvemig skiptast leiksvæði milli bæjarhluta? Flest þeirra eru á Norður- brekkunni eða fjögur, þrjú á Suðurbrekkunni, tvö á Oddeyri, tvö í Miðbænum og tvö í Gler- árhverfi, en aðeins einn leik- völlur er í Innbænum. Hverjar voru heíztu fram- kvæmdir við leikvelli í sumar? Komið var upp litlum velli við Suðurbyggð, en þar er fyr- irhugaður stór leikvöllur. Við Þverholt og Einholt í Glerár- hverfi var unnið að byggingu nýs vallar. Verður það malar- og grasvöllur. Á malarvellinum var komið fyrir talsverðu af leiktækjum. Reynt verður að fullgera þennan völl næsta sum ar. Þá var haldið áfram bygg- ingu nýs leiksvæðis vestan Löngumýrar og allt svæðið girt traustri girðingu. Þessu svæði er skipt í þrennt. Nyrst er bolía völlur, þá kemur leikvöllur bú- inn leiktækjum, en syðst er fyrirhugaður smábarna-gæzlu- völlur. Þessar framkvæmdir við Löngumýri hafa orðið mjög kostnaðarsamar vegna erfiðra aðstæðna. Eftir er að setja efsta lagið á þessa malarvelli vegna efnis- skorts hjá bænum, en vonir standa til, að hægt verði að bæta úr þessu í haust, ef veðrátta leyfir. Hvaða framkvæmdir hefur leik vallanefnd á prjónunum? Við höfum vissulega margt í huga, en allar framkvæmdir eru dýrar, fjárframlag bæjarins takmarkað, og við verðum að vega og meta, hvað mest er að- kallandi. Við teljum t. d. nauð- synlegt að koma upp nýjum leikvelli í Innbænum, sunnan Aðalstrætis 34. Það svæði hefur verið breikkað í sumar og ættu framkvæmdir að geta hafizt þar strax í vor. Þá vil ég geta þess, að nefndin leggur eindreg- ið til, að hafizt verið handa um byggingu gæzluskýlis á fyrir- huguðum smábarna-gæzluvelli við Löngumýri. Mætti þess þá vænta, að rekstur vallarins gæti hafizt einhverntíma á næsta sumri. Þú talar um smábarnagæzluvöll, að hvaða leyti er liann frabrugð- inn öðrum leikvöllum? Leikvöllurinn er eingöngu ætlaður fyrir böfn á aldrinum 2—6 ára. Er þeirra gætt af kon- um, er annast þau og halda þeim að leikjum þar til þau eru sótt. Venja er að hafa slíka velli opna virka daga frá kl. 9—12 og kl. 14—17, en í skammdeginu á tímabilinu 1. nóv. til 1. marz að- eins frá 10—12 og 14—16. Skýli þessa vallar verður: stofa fyrir gæzlukonur, áhalda- geymsla og snyrting. Aðstaða til innileikja verður því engin, en komið verður fyrir fjölbreytt- um leiktækjum úti á vellinum. Þessi völlur getur á engan hátt komið í stað leikskóla eða dag- heimilis, né gegnt hlutverki þeirra. Hvað leggur bærinn fram mikið fé til leikvalla? Á yfirstandandi ári voru áætl- aðar 450 þús. krónur til leik- valla, er það talsvert lægri upp- hæð, en leikvallarnefnd óskaði eftir. Ég hef ekki nákvæmar töl ur yfir eyðslu þessa árs, en greiðslur munu fara að nálgast 400 þúsund. Leiktæki voru smíðuð fyrir 60 þúsund kr. og er búið að dreifa þeim um vellina. Bærinn mun hafa hækkað veru- lega framlag til vallanna? Já,.enda veitir ekki af því, ef við eigum ekki að dragast langt aftur úr í þessum málum. Síð- astliðin fjögur ár hefur framlag til leikvallanna verið samtals krónur 954.326.00 og hefur því verið varið þannig: Til reksturs og viðhalds leik- valla krónur 410.532,00. Til ný- bygginga og nýrra framkvæmda krónur 543.794,00, segir Páll Gunnarsson formaður leikvallar nefndar Akureyrarkaupstaðar að lokum, og þakkar blaðið svörin. □ 11. VIÐAUKI VIÐ BARÐ- TÚNSMALIÐ. JÆJA — þá tekur nú sumri að halla og mun vissara fyrir menn, að taka á honum stóra sínum og bjarga þvi, sem bjargað verður áður en vetur gengur í garð. Þessi aðvörun á ekki síst erindi til minnismerkjasmiðanna á Barðstúni. Þar hefir hjakkað í sama farinu undanfarið, — þó er búið að mölbera og hlaða kant vestan götunnar, en ekki mun þó betur hafa tekist til með útmælingar en svo, að til stóð, að sneiða af lóðum húsa þeirra er fyrir eru, til þess að ná réttum halla á hinn glæsi- lega kant. Það er alveg hörmu- legt hvernig mistökin loða við þessa blessuðu „tæknideild“ okkar og ég benti einmitt á í 8. viðauka hversu mikið væri nú í húfi, að allar mælingar væru vandlega aðgættar. Heyrt hefi ég, að b'úið sé að ráða verkfræðing til aðstoðar þeim snillingum sem fyrir eru og veitir sjálfsagt ekki af. Ein- hversstaðar las ég líka, að ráða- menn hefðu áhuga á því að hing að réðist arkitekt er með skipu- lagsmál hefði að gera. Þetta hljóta allir meðalgreindir menn að sjá, að er hreinasta della, svo ekki sé meira sagt. í fyrsta lagi hafa heimamenn þegar sýnt svart á hvítu að þeir eru algerlega einfærir um þessa f 56. TÖLUBLAÐI Dags 1964 birtist grein, sem nefnist Héraðs skóli Eyfirðinga eftir Magnús H. Árnason. Er grein þessi sannar- lega orð í tíma töluð, því að það er með ólíkindum, hvað Eyfirð- ingar hafa verið tómlátir um skólamál sín síðustu áratugina. Er ég Magnúsi þakklátur fyrir hans framlag, því að eins og hann tekur fram, er nauðsyn- legt að ræða mál þetta frá sem flestum hliðum. Ég er sammála M. H. Á. um margt í fyrrnefndri grein. En um eitt atriði er ég honum þó með öllu ósammála, en það er upphitunin. Að mínu viti er sjálfsagt að staðsetja skóla og aðrar opinberar stofnanir þar, sem kostur er á heitu vatni til upphitunar og annarra nota, ef engar sérstakar og veigamiklar annmarkar eru á því. Fyrir þessu er margföld reynsla. Væri ástæða til að afla nákvæmari gagna um þetta en ég hef tíma til að sinni. En á stofnun eins og Kristneshæli er óhætt að full- yrða, að sparnaður vegna upp- hitunar með laugarvatni er ekki undir kr. 250 þúsund krónum á ári, en er líklega meiri. Er þó meir en þriðjungur þess vatns, sem nú er í notkun hér, fenginn með dýrum borunum. Þessi sam anburður er miðaður við olíu- verð eins og það er í dag, en það mun vera sæmilega hagstætt. En hvernig mundi dæmið líta út á stríðstímum? Og ef um upphit- un með rafmagni væri að ræða með núverandi verðlagi, þá yrði hluti og í öðru lagi: Hvað í ó- sköpunum ætla hinir vísu feður kaupstaðarins að gera, ef þessi maður skyldi nú hafa eitthvað vit á skipulagsmálum og jafn- vel fara fram á að tillit yrði tekið til skoðanna hans. Akureyri hefir lengi haft orð á sér, að vera snyrtilegur bær, en samt er það nú svo, að alltaf verður eitthvað útundan. Það er ekki með öllu óeðlilegt að þéttbýlið sitji, að nokkru leyti, fyrir um fegrun og snyrtingu, en ekki má þó með öllu gleyma úthverfunum. .Við Lækjargötu er staðsettur eini barnaleikvöllurinn sunnan Barðatúns. Að honum liggja á tvo vegu þröngar götur og „blindhorn“, en við þriðju hlið- ina er bifreiðastæði og á þeirri hlið er op á girðingunni (án grindar) sem ætlast er til að gengið sé um. Bifreiðastæðið, sem jafnframt er það eina við götuna, hefir þann eiginleika að breytast í djúpa forarvilpu þegar úrkoma er. í vatnsveðr- um renna jafnan drjúgir lækir niður hjólför Lækjargötu (meingaðir húsdýraáburði) og halda sem leið liggur niður á bifreiðastæði og þegar það tek- ur ekki við meiru, liggur leiðin inn á leikvöllinn. Lækjargatan mun með þrengstu götur.um í bænum, og brött á þeim kafla sem þrengslin eru mest. Eitt gamalt viðvörunar skilti hangir munurinn á upphitunarkostnaði talsvert meiri. Um staðsetningu héraðsskóla fyrir Eyfirðinga skal ég vera fá- orður á þessu stigi málsins. Eins og sakir standa mun allt heitt vatn í héraðinu vera nýtt, nema á Hraínagili. En þar hefur verið dælt upp úr jörðinni meir en 6 sekúntulítrum í meir en 3 mán- uði af ca. 50 stiga heitu vatni. Þetta vatnsmagn er nægilegt til HÉR ER aðallega um að ræða skýrslur, sem nýlega birtust í Árbók landbúnaðarins, en eru prentaðar þar upp úr Hagtíð- indum, sem eru mánaðarrit Hag stofu íslands. TALA BÆNDA í skýrslunum segir, að fyrir árið 1962 hafi tala bænda verið ákveðin 5599. Samkvæmt sömu reglum um það, hverjir skuli teljast bændur, hafði bændum þá fækkað um 490 á fjórum ár- um. Voru 6089 árið 1958. TEKJUR BÆNDA Samkvæmt sömu skýrslum voru meðaltekjur kvæntra karla í bændastétt árið 1962 ca. 99 þúsund krónur. En þá er eftir að draga frá þeirri tölu, eftir því sem Hagstofan segir “vexti af skuldum vegna búsins, útgjöld vegna viðgerða og viðhalds úti- húsa og annara landbúnaðar- mannvirkja, svo og afskriftir ofarlega við götuna og hefi ég farið fram á það við viðkom- andi ráða-menn að sett verði upp fleiri, bæði vegna leikvall- arins og þrengslanna, en það hefir engann árangur borið. Ráðamönnum hefir verið bent á mjög auðvelda leið til þess að breikka götuna þar sem hætt an er mest, en það er alveg sama sagan. Smáræsi þarf til þess að stöðva framrennsli hús- dýraáburðar, en ekkert skeður. Þau fáu skifti, sem gatan fékkst vökvuð í sumar, útheimtu það mikið þras, að ég efast um að maður nenni að standa í því aft- ur. En svo komu þeir blessaðir með stóra veghefilinn sinn, með fárra daga millibili og rifu upp moldina (allur ofaníburður er löngu runninn burtu) svo að ekki var líft við götuna lengi á eftir. Vegkanntarnir fá að gras- gróa í friði. Ég vil ekki fullyroa neitt um hvort þetta er betra eða verra en í öðrum úthverf- um, en á meðan að við Lækjar- götubúar erum ekki algjörlega fríaðir við öll opinber gjöld, þá hljótum við að eiga rétt á ein- hverri smáfyrirgreiðslu frá hin- um vísu feðrum. Að lokum vil ég taka fram, að ég mun ekki þiggja lóð þá á Barðstúni, sem mér hefir borist til eyrna, að eigi að bjóða mér. Með beztu kveðju. Dúi Björnsson. að hita mörg hús til viðbótar þeim húsum, sem nú eru hituð með þessari laug. Ef þetta vatns magn reynist öruggt við frekari rannsóknir, þá er engin fjar- stæða að hugsa sér að staðsetja skólann á Hrafnagili. En annars tel ég staðinn ekki skipta höfuð- máli að öðru leyti en því, að slík stofnun þarf að eiga kost á heitu vatni, nægilegu landrými og vera í hæfilegri fjarlægð frá Ak- ureyri. í svipinn ríður mest á því, að Eyfirðingar sameinist um að vinna ötullega að framgangi þessa nauðsynjamáls. slíkra eigna“. „Sama mun og gilda“, segir Hagstofan „um tryggingariðgjöld húsa og véla og slysatryggingasjóðsgjöld starfsfólks". Galli sá, sem hér er á hagskýrslugerð um þetta efni, stafar af því, að sögn Hag- stofunnar, að gjaldaliðir þessir eru „svo að segja undantekn- ingarlaust færðir til frádráttar á framtalsskýrslur, en ekki dregnar frá tekjum af búi áður en þær (bústekjurnar) eru færð ar á framtalsskýrslur“. Þó að skýrsla þessi telji þann- ig tekjur bænda mun hærri en þær voru í raun og veru árið 1962, sýnir hún þó tvennt í senn: Að því fer fjarri, að bóndinn hafi á því ári fengið það „kaup“ sem honum var þó áætlað í verð lagsgrundvellinum, og að bænd- ur voru þetta ár tekjulægstir þeirra 26 starfsstétta, sem skýrslur Hagstofunnar fjalla um, jafnvel þótt tekjur þeirra hefðu verið 99 þúsund krónur það ár. HEYFENGUR Heyfengur landsmanna var árið 1962 ca. 3 millj. og 253 þús. hestburðir af töðu og ca. 268 þús. hestburðir af útheyi. Um 90 þús. hestb. af þessum hey- feng var í kaupstöðum, þar af 27 þús. hestb. hér á Akureyri. 314 þús. hestb. eða nálega 10% af töðunni, var verkað sem vot- hey. Til samanburðar má geta þess, að árið 1922, eða 40 árum áður var töðufengurinn 684 þús. hestb., samkvæmt hagstofu- skýrslum í þann tíð. FJÖLDI NAUTGRIPA Nautgripatalan var 54.596 ár- ið 1962 og voru um 1300 af þess- um nautgripum taldir í eigu ann arra en bænda. Árið 1959 var nautgripatalan 49.685 og er hún því nálega 10% hærri nú en þá. Nautgripir voru flestir í Árnes- sýslu (9412), Rangárvallasýslu (7339) og Eyjafjarðarsýsla (6497). Fæsta nautgripi, þegar um sýslur er að ræða, áttu íbúar Vestfjarðasýslnanna og í N.- Þingeyjarsýslu. Á Akureyri voru 552 nautgripir (innan lög- sagnarumdæmis) og 312 í Rvík. MEÐALNYT Meðalnyt á mjólkurkú um land allt var talin 2742 lítrar. í Árbók landbúnaðarins er birt (Framh. á bls. 7). Eiríkur G. Brynjólfsson. Úr skýrslum um landbúnaðarmál Unglingarnir SAMKVÆMT tillögu Magnúsar Jónssonar, bankastjóra, fram- komin á Alþingi snemma á ár- inu 1963, var boðað til „ráð- stefnu um áfengisvandamálið“, þó ekki fyrr en ári síðar, (ekk- ert lá á ?) eða 25 apríl sl. Þess ir voru boðaðir, og mættu víst flestir: Dóms- og kirkjumálaráðherra Menntamálaráðherra Biskup Landlæknir Fræðslumálastjóri Lögreglustj. í Reykjavík Yfirsakadómarinn í Reykja- vik. Saksóknari ríkisins Ráðuneytisstjórar dóms- og menntamálaráðuneytanna Borgarlæknir Prófessorinn í geðlækningum Yfirlæknir Kleppsspítala og Bláa bandsins íþróttafulltrúi Fræðslustjórinn í Reykjavík Skólayfirlæknir Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkj- unnar Form. Æskulýðsráðs Rvíkur Skólastjóri Kennaraskólans Einn fulltrúi frá hverjum þing flokki Áf engisvarnarráð Stjórn landssambandsins gegn áfengisbölinu Ritstjórar dagblaða og frétta stjóri ríkisútvarpsins Formenn stærstu landssamb. innan landssambandsins gegn áfengisböli: Alþýðusambands íslands Bandalags ísl. skáta íþróttasambands íslands Kveníélagasambands íslands Kvenréttindafélags íslands Landssambands framhalds- skólakennara Samb. ísl, barnakennara Slysavarnafélags íslands Stórstúku íslands Sambands bindindisfélaga í skólum Ungmennafélaga íslands Þó nokkrir einstaklingar sátu ráðstefnu þessa að auki. í upphafsræðu komst dóms- málaráðherra m.a. svo að orði: „Leiði þessi ráðstefna til lítils eða einskis árangurs, þá mundi ég ekki telja það vegna þess, að þá, sem hér leggja ráð sín saman, skorti viljann, heldur hins, að vandinn er þá meiri við að fást en ætlað var“. Ekki er nú bjartsýnin mikil til að byrja með! Og hver er þá árangurinn? Er hann einhvers staðar finnanlegur í tillögum, greinargerð, bráðabirgðalögum eða afrekum? Vonandi er hann einhversstaðar, og ég spyr af ókunnugleika. Eða var viljinn ekki vandanum vaxinn? Af slík um hópi valinna manna var sannarlega mikils að vænta. Eða var hann af stór? — Fjögur framsöguerindi voru flutt og þau síðan rædd í jafn mörgum hópum, dvalið við kaffi hjá dómsmálaráðherra „notalega stund“ o.s.frv. — Skömmu síðar var gleðskapur mikill við Hreða vatn, daglegar fréttir um bíl- þjófnaði, slys, innbrot og árás ir. Unglingar „undir áhrifum“ að verki. Og enn er dyravörð- um, vínsölufólki o.fl. ætlað að sjá á nefi aðsækjanda (eða hvað?), hvort þeir eru nógu gamlir til að eiga rétt á inn- göngu að glæpamyndinni, í dans salinn, eða að vínföngunum! Við, Akureyringar, eigum heima í litlum bæ, þar sem all ir þekkja alla, eða svo að segja. Kunningsskapur og fjölskyldu- tengsl ráða oft um of viðhorfum til þess, sem aflaga fer. „Góð- mennskan gildir ekki“ — alltaf — og er stundum hættuleg. Væri nú ekki ráð að fá hing- að tvo réttvísinnar þjóna alls ó- kunnuga fólki hér td. úr Reykja vík, sem svo gengju að því skylduverki 'lögreglunnar — með oddi og egg — að koma upp um leynivínsölu, hindra dvöl unglinga á vínsölustöðum og í danssölum, löhgu fyrr en aldur þeirra heimilar; ; koma í veg fyrir akstur Ieigubílstjóra um götur bæjarins, þegar fa^- þegar eru drekkandi og ölvunar æpandi unglingar og börn. Sum um virðist sem víð höfum næsta lítið með fógetabæjarstjórn og lögreglu að gera, ef ekki tekst að ráða bót á þessum vanda: áfengisneyzlu barna og unglinga og framkomu slíkra á almanna færi, þar sem áfengisáhrif koma til greina. Malbikun gatna, glæsi leg lögreglustöð, leit að heitu vatni, yndi Eiðsvallar og jafnvel umrót á Barðstúni getur allt ver ið mikilsvert og ágætt, en þó allt innan skanims einskisvert, ef ekki tekst að vernda og afla heilbrigðan þroska og framtíðar hamingju æskulýðsins í bænum. Þar verður að fást einhver úr- bót, og það fljótt. — Hér hefur verið bent á eitt til athugunar: að fá alókunnuga menn til hjálp ar. Þá er líka, eins og undirrit aður og fleiri hafa margsinnis bent á, vegabréfaskyldan alveg skilyrðislaus nauðsyn. Við hér megum ekki bíða eftir „þeim syðra“. í þriðja lagi þyrfti unga fólk-. ið að eiga fleiri kosta völ um samkomusal án áfengis. Hér eru tveir aðalsamkomustaðir í bæn- um með vínveitingaleyfi flest kvöld vikunnar. Þangað sækir unga fólkið og fær inngöngu næstum því hvað, sem aldri líð- ur, þar sem vegabréf hefur eng inn að sýna. En þegar í salinn er komið, er þröng mikil við borð in, og einkennisbúnir þjónar líta ekki alla gesti jafn hýrum aug- um. Tekjur þjónanna fara víst mikið eftir því, hve gestirnir eru þyrstir í hina sterkari drykki og líklegir til að kaupa og borga. „Appelsín-krakkar" eiga þar ekki upp á háborðið, þeim er stundum neitað um borð í von um hina! Eina ráð unglinganna virðist stundum það að panta vín á borðið og byrja að drekka, eigi þeir að vera með og skemmta sér á slíkum stað! Frammhjá því verður ekki komizt, ef um þessi mál er ritað, að benda á, að bæjaryfirvöld og lögregla sýna undravert skeytingarleysi í þessum vanda og erfiðleikum. Nægir í því sam bandi að benda á, að enn eru unglingum ekki ætluð vegabréf að sýna til sönnunar rétti sínum til eins og annars, hér og þar. Svo og, að unglingar, allt frá fermingu sjást iðulega undir á- hrifum áfengis og ofurölva á göturn úti, í fjaðrasætum sölu- manna götunnar og í samkomu sölum, þar sem unglingum er alls ekki heimilt að vera, þótt áfengi væri ekkert til staðar. Enginn veit, hvert straumur- inn ber litla stúlku eða ljúfan dreng, sem fyrir hirðuleysi okk ar, hinna eldri, foreldra og leið anda, ráðandi manna í byggð og borg, — laðast og neyðast til að byrja á áfengisneyzlu. Skeð getur, að tjónið verði ekki til- finnanlegt, ávinningur áreiðan lega lítilfjörlegur, en mikil á- hættan, að valdið geti ómælan- legum skaða á líkama og sál, svo og öðrum einstaklingum, fjölskyldum og alþjóð. Allt ætti að reyna til þess að forða frá hættunni, áfenginu, a.m.k. eins og lög og heilbrigð skynsemi mæla fyrir um. Raunhæfast og drengilegast væri algjört áfeng isbann, en til þess skortir okkur víst manndóm. En tillaga ung- templara, um lokun og áfengis bann í þrjá mánuði til reynzlu, er mjög athyglisverð og ætti að vera vel framkvæmanleg, ef1 vilji og hagsýni væru með í ráð um. —Næst því er sterkari og ákveðnari krafa um fram- kvæmd laga, er segja fyrir um áfengissölu, aldur fólks í því sambandi, og um það, hverjum heimill er og hverjum ekki að- gangur að danssölum, kvikmynd um o.s.frv. á hverjum tíma. Vínsölusamkomustaðir (tveir) í bænum ættu að vera „þurrir“ á víxl, skipta daglega eða viku lega a.m.k. til reynzlu um tíma. Gætu þá e.t.v. fleiri fengið að skemmta sér þar, eftir því, sem þeir óska Og sá háttur, að veit ingahúsþjónar hljóti því hærri tekjur sem þeir selja meira á- fengi, er mjög varhugaverður og ætti að afnemast. Margt hefur verið gert til úr- bóta fyrir æskuna í þessum bæ á síðustu árum, en meira þarf til. Vissulega er fjöldi reglu- samra og prýðilegra unglinga í bænum, en hinna gætir oft meira. Samkoman í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina í sumar tókst vonum betur, enda mark- ir þar að verki til hjálpar. En hún sýndi, að ungir og aldrað fólk geta skemmt sér saman og unað vel án áfengis. Nú eru ung lingunum veitt fleiri og fleiri tækifæri til að sinna sínum á- hugamálum, geta unað við tóm stundaiðju af ýmsu tægi“, „soppu“-ómenningunni er meira markaður bás o.s.frv., en hætt an bíður við dyrnar, og öllu er hætt, meðan ekki er með ein- hverju móti lokað á milli áfeng isins og unglinganna. Það virð- ist mér nú öllu nauðsynlegra. Jónas Jónasson frá Brekknakotí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.