Dagur - 30.09.1964, Blaðsíða 2
SigHnpr Noröurlandsmaisiarar í knaiispyrnu
Umiu Þór á íþróttavelliniim á Akureyri 3:1
FLESTIR bjuggust við nokkuð
auðunnum sigri Þórs á móti
Sigifirðingum í úrslitaleik
Knattspyrnumóts Norðuiiands,
sem þessir aðilar háðu á Akur-
eyri sl. sunnudag. Eins og kunn
ugt er tóku sjö lið þátt í Norð-
urlandsmótinu að þessu sinni og
var þeim skipt í tvo riðla og
spiluð tvöföld umferð í hvorum
þeirra. Siglf. og Þór unnu mjög
örugglega í sín hvorum riðli og
þar af leiðandi léku þeir til úr-
slita. Lið Akureyringa hefir yfir
leitt átt ágæta leiki í sumar, en
í því hafa að jafnaði verið 8
Þórsarar. f annarrar deildar-
keppninni á móti Siglfirðingum
var ekki neinn vafi á að þeir
höfðu allmikla yfirburði enda
töpuðu Siglfirðingar öllum sín-
um leikjum í deildinni. En í
þessum leik snerist blaðið við
og hefndu nú Siglfirðingar ófar
anna frá því fyrr í sumar á
eftirminnilegan hátt. Það kom
í Ijós strax á fyrstu mínútum
leiksins að þeir voru ákveðnir í
að gera sitt bezta, en yfir Þórs
liðinu hvíldi tilfinnanlegur
drungi. Á 8. mínútu var sókn
hjá Siglfirðingum og miðherji
þeirra Rögnvaldur Þórðarson,
hljóp vörn Þórs af sér og skor
aði örugglega fram hjá Samú-
el. Vel gert. Litlu seinna munaði
minnstu að sama sagan endur-
tæki sig. Nokkuð lifnaði yfir
leiknum við markið. Þórsarar
sóttu allfast og komust í nokk
uð góð markfæri og á 25. mín-
útu náðu þeir góðu upphlaupi
sem Sævar Jónatansson rak
endahnútinn á og skoraði. Þórs
liðið var nú meira í sókn það
sem eftir var hálfleiksins, en
Siglfirðingar gáfu aldrei eftir
og létu þá ekki fá tækifæri til
að byggja upp að gagni. Mark-
maður þeirra, skíðamaðurinn,
Ásgrímur Ingólfson varði það
sem þurfti. í leikhlé stóð 1—1.
Margir áhorfendur bjuggust
nú við að Þórsarar mundu sína
mátt sinn á ótvíræðan hátt í
seinni hálfleik.
En raunin varð önnur. Sigl-
firðingar voru enn ákveðnari en
^SÍÐASTI leikur íslandsmóts^
^ins í knattspyrnu 1964 fyrstuí|
£deild fór fram á LaugardalsL
Xvellinum í Reykjavík sl.S
sunnudag. Áttust þar viðS
|Akurnesingar og KR. Leik-I
ar fóru svo að Akurnesingarj?
funnu með 4 mörkum gegn 1.
Lokastaðan í 1. deild er þá^
^þessi:
L U J T M St.
10 6 3 1 25:13 15|
10 6 0 4 27:21 12*
10 4 3 3 16:15 11<
10 3 2 5 19:24 8|
10 2 3 5 16:20 7|
10 2 3 5 14:24 7Í
4Keflavík
<S> .,
■S>Akranes
<$>
|KR
^Valur
|Fram
% Þróttur
í fyrri hálfleik og á 10. mínútu
skorar Sævar Gestsson fyrir þá
og á 15. mínútu bæta þeir enn
við marki og var þar að verki
Rögnvaldur miðherji. Samúel
bar sig fremur klaufalega til í
markinu og hefði eflaust átt að
geta bjargað í annað skiptið.
Þarna náðu Siglfirðingar
tveggja marka forskoti, og sum
ir hefðu nú spilað varnarleik
eftir að svo var komið, en það
gerðu þeir ekki. Ennþá var sótt
þegar færi gafst en fleiri urðu
mörkin ekki. Þórsarar áttu all-
góðar sóknarlotur af og til en
bæði voru sendingar ónákvæm
ar jag markskot léleg, og upp-
skáru þeir því aðeins erfiði. í
seinni hálfleik mættu þeir sín
um ofjörlum og urðu að þola
tap, eftir stóra sigra fyrr í mót
inu.
Siglufjarðarliðið kom nokkuð
a ovænt í þessum leik. Leik-
menn þess eru nokkuð jafn-góð
ir. Að vísu býr liðið ekki yfir
mikilli tækni. Markm. þeirra
sýndi oft góð tilþrif. Leik-
mennirnir eru flestir sprettharð
ir, fljótir í snúningum, viljafast
ir og úthaldsgóðir. Hraðinn í
þessum leik gaf þeim öðru frem
ur sigur að þessu sinni.
Lið Þórs ræður yfir góðri
knattleikni >og hefir oft sýnt
góðan samleik. En nú brást þeim
flest. Kæruleysi, ónákvæmi í
sendingum klaufaleg markskot,
allt þetta stuðlaði að ósigri
þeirra. Og e.t.v. hafa þeir verið
of sigurvissir fyrir leikinn. Það
er aldrei til góðs í keppni. Ekki
er hægt að tala um góðan leik
hjá neinum þairra að þessu
sinni.
Þegar á allt er litið áttu Sigl
firðingar skilið að vinna leik-
inn en réttlátari hefðu úrslitin
verið 2—1, eftir gangi hans.Blað
ið óskar Siglfirðingum til ham-
ingju með sigurinn á mótinu.
Dómari var Frímann Gunnlaugs
son og dæmdi af festu og öryggi.
Lið Siglfirðinganna var þann
ig skipað: — Ásgrímur Ingólfs-
son, Arnór Olafsson, Bjarni Þor
grímsson, Birgir Guðlaugsson,
Freyr Sigurðsson, Sigurjón Er-
lendsson, Helgi Magnússon,
Þröstur Stefánsson, Rögnvaldur
Þórðarson, Þorkell Hjörleifsson
og Sævar Gestsson.
F. v.: Karl Benediktsson, Frímann Gunnlaugsson og Hermann.
Námskeið í handknaliieik
►<^«><$>í><5*S’<-^><»>-S>^^
UM síðustu helgi laugardag og
sunnudag var haldið námskeið
fyrir leiðbeinendur í handknatt
leik í íþróttahúsinu á Akureyri
á vegum Handknattleikssam-
bands íslands.
Sérsamböndin innan ÍSÍ hafa
nú fengið aukin fjárráð að til-
hlutan fþróttasambandsins, og
er ætlunin að verja verulegum
hluta af því fé til útbreiðslu við
komandi íþróttagreina. Nám-
skeiðið á Akureyri, er hið fyrsta
sem haldið hefir verið, fyrir
leiðbeinendur í þessari íþrótta
grein. Kennd voru undirstöðu-
atriði, leikreglur, leiktækni, upp
hitun, þolþjálfun, markmanns-
æfingar, varnar og . sóknarleik-
ur, og skipulag æfinga. Á lauga'r
dagskvöld var kvöldvaka í
Skíðahótelinu, Þar voru sýndar
handboltamyndir og ÍBA bauð
þátttakendum til kaífisamsætis.
Kennarar á námskeiðinu voru,
Karl Benediktsson, landsliðs-
þjálfari, Frímann Gunnlaugsson
íþróttadómari og Hermann Sig-
tryggsson æskulýðsfulltrúi. Þátt
takendur voru um 25, konur og
karlar, víðsvegar að af Norður
landi.
Slík námskeið sem þessi, þó
stutt séu, eru vel þegin úti á
landsbyggðinni, og er þess að
vænta að þeir þátttakendur sem
nutu tilsagnar nú, séu færir um
að leiðbeina öðrum og vekja
meiri áhuga fyrir handknatt-
leiknum í íþrótta og ungmenna
fé’ögunum á Norðurlandi en nú
er.
O K U K E N N S L A
Gunnar Randversson
Sími 1760
Erum að taka upp:
Allt til fiskiræktar
Höfum fengið mikið
úrval af:
DÚKKULÍSUBÓKUM
LITABÓKUM og
BARNABÓKUM
PENNAVESKI og
LITIR
STRANDGÖTU 17 . POSTHÖLF 63
AKUREYRI _
HELLESENS
RAFHLÖÐUR og
VASALJÓS
NÝKOMIÐ
BÍLASALA HÖSKULDAR
TAUNUS 12 M, ’63—’64
CONSUL 1962
OPEL CADET 1963
DAF 1963
VOLGA 1958—’59
og fjöldi annarra bíla.
BÍLASALA HÖSKULDAR
Túngötu 2, sími 1909
TIL SÖLU:
Morris 1100, árgerð 1964.
Hagstæð kjör ef samið er
fljótt.
Upplýsingar gefa
Gunnar Arnason,
sími 1580,
og Andri Sveinsson,
Langholti 13, sími 2946.
HERBERGI
með húsgögnum óskast
nú þegar.
Uppl. í síma 2965.
TIL SÖLU:
Dodge Weapon
í ágætu lagi.
Uppl. í síma 2940.
VIL KAUPA
vel .með farinn finnn eða
sex manna BIL. Eldri en
’55 módel kemur ekki til
greina.
Upplýsingar gefur
Erllngur Jónasson,
Aðalstræti 63.
AUGLÝSIÐ í DEGI
TIL SÖLU:
Lítil þvottavél í góðu
lagi og útvarpsskápur
með stórum plötu-
geymslum.
Uppl. í síma 2322
kl. 6-7.
TIL SÖLU:
Tveggja manna svefnsófi
og skápur.
Föt og frakki á meðal-
mann (sem nýtt).
Uppl. í síma 2177.
SEL HÁDEGIS- og
KVÖLDMAT
frá næstu mánaðamótum.
Upplýsingar í Hafnar-
stræti 88, austurdyr,
3. hæð að sunnan.
BARNARÚM
til sölu í
Löngumýri 24, niðti.
SKRIFBORÐ
TIL SÖLU
með eins meters breiðri
hillu í baki.
Haraldur í. Jónsson,
Húsgagnasmiður
Oddeyrargötu 19,
sími 1793.
TIL SÖLU:
Hansahillur og Rafha-
eldavél.
Sími 1720.
BARNAVAGN
TIL SÖLU.
Uppl. í síma 2293.
Sem ný
RAFHAELDAVÉL
TIL SÖLU.
Sími 2758.
TIL SÖLU:
Tveir armstólar, borð og
dívan.
Uppl. í síma 2646
eftir kl. 7 á kvöldin.
TIL SÖLU:
Nokkrar ær, kýr og
kvígur.
Kristinn Björnsson, Kotá.
Sími 2270.
TIL SÖLU.
Singer saumavél (stigin),
Armstrong strauvél, dívan
og skápur. Bama-, ungl-
inga- og kvenfatnaður í
mörgum stærðunt.
Kápur, úlpur og kjólar.
Upplýsingar í
Norðurgötu 60, uppi
Sími 1992.
F A T A S K Á P U R
óskast til kaups.
Uppl. í síma 2844
milli kl. 5—7 e. h.