Dagur - 30.09.1964, Blaðsíða 1
Dagur
Remur út tvisvar í viku
og kostar 20 krónux á
mánuði.
—.■
Nú er laxi
NÚ FER laxinn að hrygna í
ánum og vonandi fær hann alls
staðar frið til þess að endurnýja
stofninn. En tæknin mun í fram
tíðinni hjálpa til að fylla árnar
af silungi og laxi. Fiskiræktar-
stöðin í Kollafirði og reynzla sú,
sem áður hefur fengizt af laxa-
klaki og fiskeldi, mun gjör-
breyta viðhorfum manna til
þessara mála á næstu árum.
Margar laxár landsins eru mjög
gjöfular landeigendum, sem oft
ast leigja veiðiréttinn félags-
bundnum liópum stangveiði-
manna eða efnuðum einstak-
lingum. Einnig er reynzla íyrir
því, að ár, sem áður voru lax-
lausar og ekki taldar til nytja,
eru orðnar að góðum veiðiám.
Ók án réttinda
LÖGREGLAN á Akureyri tjáði
blaðinu í gær að ölvun liefði ver
ið með minna móti í bænum um
síðustu helgi.
Kvennmaður án ökuréttinda,
var um helgina tekin við akst-
ur bifreiðar. Umráðamaður öku
tækisins var meðal farþega og
ölvaður.
Á sunnudaginn festist hestur
í röraliliðinu við Lónsbrú. Lög-
reglunni var tilkynnt um það og
fór á staðinn og losaði hestinn
sem reyndist lítt meiddur.
Gróandijörð
LANDIÐ, með gróðurmold og
öðrum gögnum og gæðum er
aðalhöfuðstóll þjóðarinnar og
veitir henni möguleikana til bú-
setu í landinu. Væri hér engin
gróðurmold í landi, þá væri
hér heldur engin þjóð. Þess
vegna er landbúnaðurinn, hefur
verið og mun verða, höfuð at-
vinnuvegur þjóðarinnar. Fram-
leiðslumagn landbúnaðarins
nálgast að vera 2 þúsund miilj.
króna virði, í innlendum pening
um. Megnið af þessu er notað
í landinu til fæðis og fata. Aðal
matur á borðum hjá öllum heim
ilum í landinu, er innlend sveita
fæða.
Það er algeriega útilokað að
hægt sé að flytja svona verð-
mæti inn, frá útlandinu, bæði
frá hagfræðilegu- og heilsufars
ALÞÍNGI SETT
1 FORSETI íslands hefur, að \
1 tillögu forsætisr.licrra kvatl =
I Aiþingi til fundar Iaugardag- \
\ inn 10. október 19G4. Fer í
j þingsetning fram að Iokinni \
\ guðsþjónustu, er hefst í Dóm §
I kirkjunni kl. 13,30. =
Til breytinganna hefur e. t. v.
ekki þurft annað en taka hindr-
un úr vegi eða jafnvel ekki ann
að en sleppa seyðum í ána, sem
síðan hefur sjálf „ræktáð sig
upp“.
Um þessar mundir eru á
nokkrum stöðum geymdir lax-
ar, bæði hrygnur og hængir, og
þess beðið að egg og svil verði
fullþroska til fjölgunar. En á
Norðurlandi er ennþá engin
klak- eða fiskeldisstöð og virð-
ist tími til þess kominn að bæta
úr því. Norðlenzkar laxár bíða
þess að mannshöndin leggi til
nauðsynlega hjálp, einnig ám,
sem aldrei hafa verið við lax
kenndar. Vatnasvæði Skjálf-
andafljóts býr yfir nær ótak-
morkuðum möguleikum, svo
dæmi sé nefnt. Eflaust má auka
laxveiði í Laxá um helming
með skynsamlegum aðgerðum
á því svæði, sem lax gengur nú.
Auk þess eru freistandi mögu-
leikar ofan við virkjun, allt til
Mývatns.
Að þessu sinni er laxveiðitím
anum lokið. Veiðin var víða góð
og í nokkrum ám veiddist ó-
hemjumikið af laxi.
Ár og vötn búa yfir nær ó-
tæmandi möguleikum, sem ef-
laust verða síðar notaðir til
hagsbóta. En athugunum þarf
að hraða, til þess að stytta bið-
tímann. [J
Siglfirðingar urðu Norðurlandsmeisíarar. Sjá 2. siðu.
(Ljósmynd: H. S.)
Lamb hrapaði og ein ær var skotin í björgunum
Ófeigsstöðum, 29. september —
Sumarönnum er að Ijúka og
haustannir standa yfir. Tíðin
var stirfin og nokkuð tafsamt
að heyja. Enn munu hey úti á
nokkrum stöðum, enda óþurrk-
ar langvarandi eftir að veður
versnuðu í ágúst. Við höfum nú
er hin fraosta undirstai
legu sjónarmiði fyrir þjóðina.
Þess vegna á hún grunnstöðu
sína í landbúnaðinum.
Suraar þjóðir vantar mold til
að geta fært út kvíarnar í land
búnaði, það veldur vandræða-
ástandi og því að fólk verður að
flytja burt úr heimalandinu.
En hér bíða milljónir ha lands
þess að moldin sé hreyfð og
auðnir græddar upp. Á þann
hátt má auka einingar uppskeru
landbúnaðarins í milljóna tali.
Lofar það þjóðinni miklum
vexti og viðgangi í framtíðinni.
Hin miklu verðmæti, sem
landið gefur í vatnsorku og jarð
hita færir það, óbeinlínis sunnar
á hnöttinn. Öll þjóðin verður að
komast til skilnings á því hvað
hún í landinu, á dýrmætan höf
uðstól og að hún getur ekki
lifað eða vegnað vel, nema hún
hagnýti hann og því meira, því
betra.
Bújarðir sveitanna standa
kyrrar í töframætti íslenzkrar
gróðurmoldar. Þar sem upp-
skera linnir ekki meðan jörðin
er við lýði. En bújarðirnar á
sjónum, skipin sökkva og hverfa
í hafsins og tímans djúp. Mun
það ekki síður lofa góðu, fyrir
framtíðina, að hagnýta gróður-
moldina, en að urga þverrandi
fiskimið með erlendum, rándýr
um framleiðslutækjum. Aðal
framleiðslutæki landbúnaðarins
eru blessaðar skepnurnar.
íslenzkir töfrar eru í sveitum
landsins, með landsýn, gróður-
angan grasadýrð, dýralífi og sól
sem ekkert skyggir á.
Skilyrði til uppeldis ungdóm
inum eru, fyrst og fremst, í
sveitum landsins. Blessuð börn
(Framhald á blaðsíðu 5).
lokið þriðju göngum. Nokkur
þoka torveldaði fjárleitir.
Nokkrar kindur eru í ógöng-
um norður í Kinnarfjöllum og
er óvíst um afdrif þeirra. Ekki
er mönnum gengt þangað. Kind
ur þessar hafa ekki rótað sér,
enda snjór. En nú er þama snjó
laust orðið og er þá ekki von-
laust að féð fari sjálft úr þess-
um stað.
í gær hrapaði lamb á öðrum
stað þarna norðurfrá, og eina á
varð að skjóta í klettunum, þar
sem útilokað var talið, að hún
kæmist þaðan hjálparlaust og
ekki tök á að komast þar til
hjálpar.
í Kinn er að þessu sinni lógað
um 4000 dilkum. Um vænleik-
ann er ekki vitað ennþá, en frá
Húsavík berast fréttir af mjög
vænu fé, t.d. úr Mývatnssveit
og Bárðardal, allt upp í 20 kg.
meðalvigt.
Menn eru ánægðir yfir því,
Verð á mjólk og mjólkurafurðum
Mjólk og smjör niðurgreitt, aðrar mjólkur-
vörur liækkuðu töluvert mikið í verði
HINN 24. september auglýsti
Framleiðsluráð landbúnaðarins
nýtt verð á mjólk og mjólkur-
vörum. Samkvæmt samkomu-
lagi sexmannanefndarinnar
hækka vörur þessar í verði, en
ríkisstjórnin hefur aftur á móti
ákveðið auknar niðurgreiðslur á
mjóik og smjöri til neytenda.
Mjólkin kostar kr. 5,75 lítrinn
í lausu máli, eins og í fyrra-
haust. Smjörið kostar 90 krón-
ur kílóið en kostaði í fyrrahaust
103 krónur.
Niðurgreiðslurnar á mjólkur-
lítra eru kr. 4,72 og á smjör-
kílóið nær 85 krónur.
Ostur skyr og rjómi eru ekki
niðurgreiddar vörur og hækka
mjög í verði.
Rjómi kostar nú kr. 74.90 lítr-
inn í flöskum, skyrkíióið kostar
nú kr. 18,75. Ostur (45%) 113
kr. kílóið.
að samkomulag náðist í sex-
mannanefndinni, og una nú bet
ur verðlagsgrundvellinum en áð
ur, ekki síst vegna hliðarráð-
stafana þeirra, sem ríkisstjórnin
lofar nú statt og stöðugt að gera
til úrbóta.
í Mývatnssveit var merkur
fundur hernámsandstæðinga
haldinn fyrir nokkru. Þar var
rætt um Keflavíkurgönguna síð
ustu, sem oft og víða.hefur bor
ið á góma, svo og næstu Kefla
víkurgöngu, sem hinir snjöllu og
dugmiklu málafylgjumenn héð-
an úr sýslunni börðust fyrir á
fundinum að gengin yrði norð
anlands. Var um það rætt að
hefja gönguna í Keflavík við
Gjögur fara á handvaði yfir lítt
færar skriður, ganga svo Látra
strönd, Kljáströnd og Svalbarðs
strönd og síðan Vaðla til höfuð-
staðar Norðurlands. B.B.
KARTÖFLUVERÐIÐ
VERÐ á kartöflum hefur þegar
verið ákveðið.
Heildsöluverð til kaupmanna
á 1. flokks kartöflum í 50 kg.
sekkjum er kr. 7,84 pr. kg. Smá
söluverð í 5 kg. pokum er kr.
10,65 pr. kg. en í 2Vá kg. pokum
kr. 10,80.
Heildsöluverð á 2. fl. kartöfl-
um í 50 kg. pokum er kr. 6.54
pr. kg. en smásöluverð kr. 9.16 í
5 kg pokum og kr. 9,30 í 2V2 kg.
pokum.
Halli á vöruskiptuimm
í LOK síðasta mánaðar var
vöruskiftajöfnuðurinn við út-
lönd óhagstæður frá áramótum
um nær 700 milljónir króna. Á
sama tíma í fyrra var vöruskifta
jöfnuðurinn óhagstæður um
nær 600 milljónir króna.