Dagur - 30.09.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 30.09.1964, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERULNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. FYRIR skömmu lagði ríkisstjómin fyrir Ríkisútvarpið að hefjast handa um undirbúning íslenzks sjónvarps. En áður hafði nefnd manna unnið að ýmsum athugunum sjónvarpsmálsins og gert tillögur um suma þætti vænt- anlegs sjónvarps hér á landi. Búist er við því, að rekstur hins íslenzka sjónvarps geti hafist eftir 2—3 ár. f tillögum sjónvarpsnefndar innar var sérstök áhersla á það lögð, að sjónvarpið næði til sem flestra landsmanna innan 5—7 ára. Sérfræði leg álit benda ótvírætt til þess, að slíkt sé vel framkvæmanlegt, ef vilji er fyrir hendi. Við getum að sjálfsögðu um það rætt, hvort íslendingar eigi á næstu árum að stofna til innlendra sjón- varpssendinga fyrir alla landsbyggð- ina eða leysa önnur aðkallandi vanda mál fyrst. En erfitt mun að sporna við þróun sjónvarpsins, sem er að leggja undir sig heiminn. Um áhrif þess í þjóðlífinu fer að sjálfsögðu mest eftir því, hversu til tekst með hinn daglega rekstur þess. Sem kennslutæki er sjónvarpið ómetnlegt og sem tæki til fréttamiðlunar má segja liið sama. Um annað efni má ætla, að áhrifin séu liliðstæð prent- uðu máli, útvarpi og kvikmyndum. Veldur hver á lieldur. Við finnum með réttu að því öllu saman, en viljum þó ekki án þess vera. Hinum dreifðu byggðum yrði e. t. v. mestur fengur að ýmsum þátt um sjónvarpsins, svipað því sem útr varpið, er þeim nú. Verður því að leggja á það mikla áherzlu, að hið íslenzka sjónvarp verði við það mið- að, að öll héruð njóti þess. Hermannasjónvarpið í Keflavík, sem núverandi valdhafar leyfðu mikla stækkun á, svo að fslendingar gætu „notið þess“, er að sjálfsögðu enginn mælikvarði á sjónvarp yfir- leitt. Sjónvarp er menningartæki, ef það er vel rekið og í höndum góðra manna þarf engu að kvíða, nema kostnaðarhliðinni. Sjónvarpsdagskrá er mjög dýr og þar hljóta íslendingar að sníða sér stakk eftir vexti. Fyrst af öllu þarf þó sjónvarpið vel menntað fólk, og má ekki vanrækja þann und- irbúning fremur en aðra þætti máls- ins. f slendingum er það engin vanvirða þótt þeir hafi ekki enn eignast eigið sjónvarp. En J>að er hins vegar ekki samboðið virðingu Jteirra að una er- lendu dátasjónvarpi lengur en orðið er. Sennilega cr talið að valdhafar þjóðarinnar Itafi ekki þrek til að reka ósómann af höndum sér, fyrr en hið innlenda sjónvarjr kemur til, og leysir hermannasjónvarpið af hóhni. Landbúnaðurinn getur átt glæsi lega framtíð segir Gísli Magnússon í Eyhildarliolti, sem svarar nokkrum spurningum blaðsins LEIÐIN lá um Skagafjörð, um það bil er heyskap var að ljúka og stutt orðið til gangna. Sól og þerri eftir óþurrkakafla var fagnað á þann raunhæfa hátt, að allir, sem vettlingi gátu vald ið, voru við heyhirðingu.. Ætlunin var að hitta Gísla bónda í Eyhildarholti í þeirri ferð, en auðvitað var hann líka í önnum, svo heimsóknin beið kvöldsins. Gísli var þá nýkom- inn inn, þreyttur en léttur í lund eftir árangursríkt dags- verk. Gísli Magnússon bjó fyrst á Frostastöðum ásamt föður sín- um, en síðan í Eyhildarholti í nærfellt fjóra áratugi. Kona hans er Guðrún Sveinsdóttir, börn þeirra 11 og öll búsett í héraðinu. Á yngri árum gekk Gísli í skóla í Reykjavík, lauk síðar prófi frá Hólaskóla, en dvaldi eftir það bæði í Noregi og Skotlandi við landbúnaðar- nám, þar til hann sjálfur hóf búskap. Gísli er héraðs- og þjóðkunnur félagsmálamaður og bóndi, stórvel gefinn og at- orkumaður til allra starfa. Það var bæði bjart og rúm- gott í stofunni í Eyhildarholti, og í næsta herbergi voru veggir þaktir bókum. Blaðaviðtal var auðsótt og þreytan viðraðist af bónda þegar félags- og fram- faramál héraðsins bar á góma. Hvernig er ástatt í rafmagns- málum sýslunnar? Dreifingu rafmagns um hér- aðið þokar áleiðis, þótt hægar miklu hafi miðað en áætlað var í öndverðu. Mun þó rafvæðing sumrá sýslna hér norðanlands öllu skemmra á veg komin. Hafa 12 hreppar af 14 þegar fengið, eða eru í þann veginn að fá rafmagn, sumir þó aðeins að litlu leyti, svo sem Skarðshrepp ur. Skortir og verulega á að raftaugar hafi verið lagðar til allra býla ,í Hólahreppi, Akra- og Lýtingsstaðahreppum. Fells- hreppur og Skefilsstaða hafa með öllu orðið útundan enn sem komið er; mun þó sennilega brátt rætast úr fyrir hinum fyrr nefnda. Orkuveitusvæðið nær yfir Skagafjarðarsýslu með Sauðár- króki — að undanskildum Fljótahreppunum tveim, sem eru í sambandi við Skeiðsfoss- virkjun — og Húnavatnssýslur báðar. Á þessu svæði eru tvær vatnsaflsstöðvar, Gönguskarðs- árvirkjun (um 1060 kw) og Lax árvirkjun (um 460 kw). Eru báðar fullnýttar og hrökkva hvergi nærri til. Til viðbótar kemur svo 1200 kw dísilstöð á Sauðárkróki. Orkuskortur er yf- irvofandi — og auðsær hemill á að upp fái risið ýmiss konar iðnaðarstarfsemi, sem þó er hin mesta nauðsyn einmitt á þessu svæði, sem mjög hefur reynzt afskipt um sjávarafla árum sam an. Hverjar leiðir eru helztar til lausnar? Þessari spurningu mundum við Skagfirðingar telja auðsvar að. Allt frá 1920 hafa verið gerð ar athuganir og áætlanir um virkjun Svarár við Reykjafoss í Lýtingsstaðahreppi, um 7 km framan Varmahlíðar. Árið 1962 gerði Theodór Árnason verk- fræðingur, að tilhlutan Rafveitu Gísli Maguússon Sauðárkróks og að undangengn um allnákvæmum mælingum sundurliðaða kostnaðaráætl- un um virkjun Svartár. Bendir sú áætlun, sem og allar fyrri athuganir, ótvírætt til þess, að virkjunarskilyrði séu öll svo hagstæð, að fá megi þarna bæði mikla orku og ódýra. Má og geta þess, að Steingrímur Jóns son rafmagnsstjóri, sá marg- reyndi maður, telur virkjun Svartár mjög álitlega. En Stein grímur er málum kunnugur, því að um 1930 gerði hann, ásamt með Jakobi Guðjóhnsen, frum áætlun um virkjun árinnar. Ég ætla að fullyrða megi, að á þessu máli sé mikill og óskipt ur áhugi hér um slóðir. Fimm manna nefnd, kosin af sýslu- nefnd Skagafjarðarsýslu og bæj arstjórn Sauðárkróks — þeim aðiljum, sem standa að væntan legri Reykjafossvirkjun — vinn ur að framkvæmd málsins, eftir / því sem tök eru á. Frumvarp til laga um virkjun Svartár var borið fram á síðasta Alþingi. Málið fór til nefndar — og síð- an ekki söguna meir. Að sjálf- sögðu verður frumvarpið endur flutt á næsta þingi, hversu sem fer. Stjórnarvöldin virðast ekki á annað vilja líta en stórvirkjan ir með þátttöku erlendra aðilja. Kostað er tugum milljóna eða hundruðum til rannsókna og á- ætlana, sem enn eru allar í skýjum uppi, hvenær og hvar sem þær koma á jörðu niður. Samvinnumálin í héraðinu? Kaupfélög eru þrjú: Sam- vinnufélag Fljótamanna í Haga nesvík, Kaupfélag Austur Skag firðinga í Hofsósi og Kaupfélag Skagf. á Sauðárkróki Kaupfél. munu hafa á sínum vegum um 90% allrar verzlunar í hérað- inu. Þá má nefna fjórða félagið Verzlunarfélag Skagfirðinga, sem mér er raunar ekki full- komlega ljóst hvers eðlis er. Fé lagið var stofnað fyrir nokkrum árum, og mun frumkvæðið hafa komið úr höfuðborgarátt. A. m. k. ætla ég víst, að eitthvað muni annað ráðið hafa en eldheitur samvinnuáhugi eða einlægar óskir um heill og gengi Kaup- félags Skagfirðinga, enda þótt flestir Væru stofnendurnir fé- lagsmenn í kaupfélaginu — og séu raunar enn. Ekki er ég kunnugur rekstri Verzlunarfé- lagsins, en mjög verulega eftir gjöf skulda (ca 70%, að sagt er) mun það hafa fengið á sl. ári. Er því ekki ósennilegt að úr ræt ist, þótt eitthvað kunni að hafa gengið úrskeiðis. Hefur nú tekið við nýr framkvæmdastjóri, hinn þriðji í röðinni á fárra ára ævi félagsins, roskinn bóndi, traust ur og samhaldssamur. Má vera, að þáttaskil verði einhver, þótt naumast þurfi að ætla, að félag ið vinni Kaupfélagi Skagfirð- inga þann geig, sem sumir munu í öndverðu hafa búizt við Sams konar félag var stofnað hér á árunum, í tíð séra Sigfús ar Jónssonar kaupfélagsstjóra. Það dó. Samkeppnin mun vera all- mikil í verzluninni? Auk Kaupfélags Skagfirðinga og Verzlunarfélagsins eru á Sauðárkróki margar verzlanir, sem kaupmenn standa að, svo að eigi skortir samkeppni. Hafa samvinnumenn enga ástæðu til að kvarta undan henni. Má geta þess að K. S. endurgreiddi fé- lagsmönnum sínum rösklegal.6 millj. kr. af vöruúttekt þeirra á árinu 1963, eftir að hafa lagt 400 þús. kr. í varasjóð og 50 þús. kr. í Menningarsjóð. Nam þó fjárfesting á árinu all-veru- legri fjárhæð alls. Fá þeir bændur, sem kljúfa sig út úr röðum kaupfélagsins, eins hátt afurðaverð? Nei. Svo hefur eigi reynzt. ' Viltu nefna dæmi um það? Samkv. „Skýrslu um útborg- unarverð sláturleyfishafa fyrir kindakjöt 1962“, sem birtist í Ár bók landbúnaðarins, 2. hefti þ. á., greiddi Kaupfélag Skagfirð- inga t. d. rösklega 83,5 aurum hærra verð fyrir hvert kg af dilkakjöti að meðaltali, I—III. flokk, en Verzlunarfélagið, 77 aurum hærra fyrir kjöt af vet- urgömlu fé, 61 eyri hærra fyrir kjöt af geldum ám og 33 aurum hærra að meðaltali fyrir kjöt af mylkum ám, allt miðað við kg. Og svona mætti raunar halda áfram. T. d. munaði 92 aurum á hverju gærukílói og kr. 8,24 á hverju kg ullar að meðaltali, I. -—IV. fl. Enn galt kaupfélagið allmiklu hærra vei'ð en Verzl- unarfélagið fyrir húðir og skinn svo að munaði 7 kr. á hverju kg í kýrhúðum og 6 kr. í hrosshúð um, en 25 krónum á hverju kálfsskinni. Þrátt fyrir þennan verðmun hafa félagsmenn Verzlunarfé- lagsins lagt inn hjá því (eða þeim helmingi þess, sem ber heitið „Slátursamlag Skagfirð- inga“) nokkur þúsund fjár ár hvert og eitthvað af annarri bú vöru. Tryggð við göfugar hugsjónir er alltaf lofsverð. Hvemig hefur heyskapurinn gengið í sumar? Fyfir liggja ekki svo glöggar fréttir hvaðanæva úr héraðinu, að ég þori að fullyrða um hey- skap almennt. Þó ætla ég hann mjög sæmilegan orðið hafa. Grasvöxtur var góður á rækt- uðu landi og ábornu. Heyskap artíð hagstæð fram um miðjan ágústmánuð. Höfðu þá margir náð miklum heyjum og góðum. En úr því brá til kulda og úr- komu. Hélzt svo til 7. september er upp birti með næturfrosti og heiðríkju. Síðan hefur veður verið þurrt að mestu hér frammi í héraði, en kaldsamt nokkuð. Kartöflugrös löngu fall in (8. — 10. sept.) og uppskera misjöfn. Hefur veiðzt mikið af laxi, sil ungi og ál? Laxveiði er lítil, silungsveiði nokkur, en þverrandi. Við Skag firðingar erum því miður mjög á eftir öðrum um friðun vatna og fiskirækt, svo að' ekki er vansalaust. En nú eru, sem bet ur fer, nokkrar horfur á, að breytt verði um stefnu. Er það Stangaveiðifélag Sauðárkróks, sem þar gengur bezt fram. Þá var og á síðasta sýslufundi kos- in nefnd til að vinna að og und irbúa friðun alls vatnasvæðis Héraðsvatna, en í þau falla margar ár og sumar næsta væn legar til fiskiræktar. Er þess að vænta, að starf nefndarinnar beri æskilegan árangur. Áll er til en lítt veiddur, enda ókannað með öllu, hversu mik- ill kann að vera og víða. Hvað viltu segja um landbún aðarmál abnennt? Um landbúnaðarmálin, sem mér hafa hugstæðust verið alla ævi, vil ég að þessu sinni aðeins segja þetta: Landið sjálft er dýrasta eign in, sem íslendingar eiga. Fjöl- margar þjóðir stynja undir land þrengslum og verða að „flytja út“ fólk svo að skiptir tugum og hundruðum þúsunda. Aðrar, svo sem Norðmenn, Svíar — og raunar Bretar líka, verja ó- grynni fjár til að halda landi sínu öllu í byggð. Á sama tíma keppast íslendingar við að leggja býli og byggðir í auðn og þyrpast saman á urðargrjóti á einu landshorni. Þannig er stefnt til meiri og minni land- auðnar — vitandi vits, að því er bezt verður séð, enda landbún- aðurinn af sumum mestu ráða- mönnum talinn ómagi á þjóð- inni og því mikils um vert að þeim fækki, sem við hann fást, sbr. ummæli hins orðgleiða við skiptamálaráðherra fyrr og síð- ar. Frumvarpið um Jafnvægis- sjóð er tvímælalaust gagnmerk asta málið, sem fyrir Alþingi hefur komið á síðari árum. Víst er hörmulegt giftuleysi þeirrar ríkisstjórnar, sem hundsar því- 5 Saulíénu íjölgar líkt höfuðmál ár eftir ár. Slíkt athæfi er í rauninni hrein þjóð- féndska, þótt ef til vill sá óvituð og ekki tilætluð. Eða hversu lengi helzt lítilli þjóð í þröng- býlum hehni á stóru og góðu landi, ef hún hirðir lítt að nýta gæði þess öll, jafnt inn til dala sem út til nesja? Um skólamál. í héraðinu, Gísli? í sýslunni hefur verið tilfinn- anlegur skortur á húsnæði fyrir stóra mannfundi og fjölmennar samkomur. Nokkrir hreppar hafa komið sér upp félagsheim ilum, og ber Héðinsminni í Akrahreppi þar af. En slík hús hrökkva ekki til fyrir stærri svæði. Nú hefur verið hafizt handa um að reisa stórt og vand að félagsheimili í Varmahlíð (sjálfseignarstofnun undir yfir- s(jórn sýslunefndar), tveir hreppar, Seyluhreppur og Akra hafa forystu í þessu máli og bæt ast vonandi fleiri við, enda þörf- in brýn á slíku húsi.— og ekki sízt fyrir sýslufélagið í heild. Skólamálin eru í deiglunni. í sumum hreppum er enn far- kennsla, í öðrum heimagöngu- skÖlar. Heimavistarskólar eru tveir, annar í Fljótum, hinn í Lýtingsstaðahreppi. Fræðsluráð sýslunnar hefur samþykkt, í fullu samræmi við álit og til- lögur fræðslumálastjómar, að vinna að því að reistir verði sem fyrst heimavistarbarnaskól ar, hver um sig fyrir nokkra hreppa, annar austan Fléraðs- vatna, sennilega á Hólum eða í grennd, hinn vestan Vatna — í Varmahlíð. En seinagangur mik ill er á málum þessum öllum hér sem víðar. Okkur vantar héraðsskóla. Stjórnarvöldin horfa á það með hendur í skauti, að æskulýð landsins er mismunað í stórum stíl. Sveitirnar sitja á hakanum Hvað annað? Enginn héraðs- skóli reistur á síðustu 16 árum. Hinir gömlu fjarri því að full- nægja þörfinni. Fjöldi æsku- manna í sveit fer á mis við sjálf sagða fræðslu. — Sýslunefnd hefur látið málið til sín taka. MISJAFNIR OKUMENN FLESTIR munu þeirrar skoð- unar, að þrátt fyrir ýmislegt í umferðamálum, sem betur má fara, sé um mikla framför að ræða í því sem kalla má um- ferðamenningu. Á vegum úti eru flestir ökumenn kurteisir, þótt stundum sé hraðar farið en æskilegt má teljast vegna örygg is. Oft heyrist það hér um slóð ir, að Reykjavíkurbílar séu bíla verztir í umferðinni. Ekki vill sá, er þetta ritar samþykkja það án fyrirvara, og hefur sýnst um- ferðamenningin einstaklings- bundin, en alls ekki fara eftir landshlutum. Nokkur ógætni í akstri fylgir unglingum, sem skortir reynzlu. Slíkt er ekki staðbundið. Og ökufantar, svona einn og einn, og dónar í umferð, eru því miður til. Á meðan Dag ur var í sumarfríi barst honum allharðort bréf frá „ónefndri konu“, þar sem hún segir frá ferð sinni í nágrannasveit. Hún var á leið til Akureyrar, og á En hér er þungt fyrir fæti sem víðar í götu sveitafólks. Samtök eru haíin og Hóla- félag stofnað til að vinna að and legri endurreisn Hólastaðar sem skólaseturs, biskupsstóls og kirkjulegrar miðstöðvar í Norð lendingafjórðungi. En þetta er ekki mál Skagfirðinga einna. Það er mál Norðlendinga allra — og að vísu alþjóðar. Bændaskólinn forðaði Hólum frá að falla í ámóta niðurlæg- ingu og Skálholt. Hann hefur löngum reynzt góð og farsæl stofnun. Skólinn er nú fullskip- aður og allar horfur á, að hon- um vegni vel í höndum Hauks skólástjóra, enda mikils um vert fyrir bændur — og fyrir staðinn sjálfan. Hvernig finnst þér póliííkin í garð bændastéttarinnar? Morgunblaðið hefur stundum gert út sendimann til að heim- sækja bændur — og að jafnaði valið úr til að sýna þann sóma þá, sem, vitað var, að fylgdu íhaldinu af stakri dyggð og trú mennsku. Enn eru þeir til. Hjá þessum bændum leikur allt í lyndi. Allt er sveipað gullnum bjarma, allt þrungið notalegum yl frá Ingólfi og íhaldinu. Af hástemdum sögusögnum sendi- manns þykist svo Morgunblaðið geta dregið þá réttm. ályktun að bændur lifi sem blóm í eggi og búi við hina mestu hasæld, jafnvel launaskatturinn sé hið blessaðasta bjargráð, sem allir sæmilega hugsandi búandmenn séu harðánægðir með. En kunnugir vita, að sannleik urinn er allur annar. Bænda- stéttin er tekjulægsta stétt þjóð félagsins. Hún hefur ekki átt upp á pallborðið hjá stjórnar- völdunum, og má þar vart í millí sjá um atferl stjórnarflokk anna. Þarf ekki í grafgötur um það að fara, hversu horfir fyrir íslenzkum landbúnaði, fyrir ís- lenzkum sveitum, ef svo heldur fram um skilning og aðbúnað hins opinbera, og um sveitaróm antíkina er það að segja, að hennar hefur lítið orðið vart síðan í árslok 1958. læknisfund. Jeppi af Árskógs- strönd varnaði bíl þeim, er kon an var í að komast fram fyrir á 20 km. langri leið. Konan gefur upp númer jeppans og fer hörðum höndum um ókureisi bílstjórans. Og svo ólíklegt, sem það nú er, fyrirfinnast enn slík ir menn í urhferðinni, því miður Sem betur fer er slík hegðun orðin sjaldgæf og þarf að hverfa með öllu. Allir hljóta að skilja það til fulls, með þyí að yfirvega þessi mál, að þjóðvegirnir eru fyrir alla og enginn getur eða hefur leyfi til þess að tefja för annarra, þótt hann kjósi sjálfur að aka hæga'fei'ð. Orð konunnar, sem varð fyrir leiðindum af hendi jeppabílstjór ans, eru því sígild á meðan enn eru til dónár, sem hafa ekki lært fyrstu boðorðin í siðmann legri umferð á þjóðvegum. „ALMENNINGUR VEIT IÚTIÐ UM TRYGGINGARNAR“ MENNTUÐ og gáfuð kona á Hugleiðingar um framtíðina? Slíkar hugleiðingar gætu orð ið rúmfrekari en hófi gegndi. Hér skal því aðeins þétta sagt: ísland er eitt hið bezta gras- ræktarland. Því ætti landbúnað urinn án alls efa að geta átt glæsilega framtíð. En þá þurfa þeir, sem málum ráða hverju sinni, að vera gæddir víðsýni og skilningi á þjóðhagslegu gildi hans og meginþýðingu sem menningarlegrar kjölfestu — meiri víðsýni og glöggvari skiln ingi en gætt hefur nú um sinn, segir Gísli bóndi Magnússon að lokum og þakkar Dagur svörin. (Framhald af blaðsíðu 1). in eru fljót að finna þetta sjálf, er þau fyrst koma þangað úr þéttbýlinu, því að í sveitunum vilja þau vera og taka þar þátt í lífinu, sem er þeim dýrðlegur heimur. f sveitunum lifir og þróast ís- lenzk menning. Fólkið þar lifir fyrir hugsjónina að „elska, byggja og treysta á landið“ og láta nauðsynjar daganna sitja í fyrirrúmi og ganga á undan öll um hégóma og þrátt fyrir ann- ir daganna, hefur fólkið þar ráð rúm til að hugsa. Fórnir fyrir gott málefni er hlutskipti sveitafólksins, það er vissulega menning. Störf sveita fólks verða að auknum varan- legum höfuðstól, fyrir þjóðina í framtíð, það er menningarstarf. Landbúnaðurinn veitir fjölda fólks í kaupstöðum atvinnu við sölu, umsetningu og útflutning sveitavörunnar, fyrir utan inn lendan iðnað með þá vöru. Sveitirnar hafa, á þessari öld, alið upp tugþúsundir af duglegu fólki til starfa í þéttbýlinu og heimili, í sveitunum, sem hafa tekið sig upp og fluzt í kaupstað ina, hafa flutt með sér þangað mikla fjármuni. Nú er svo kom ið að þúsundir barna frá þéttbýl inu eru á framfæri sveitanna að sumrinu. Nú, á þessum tímum verk- fallanna, mundi verða neyðar- Akureyri, sem blaðið ræddi ný lega við, lét þess getið, að sér fyndist blöðin of tómlát um að kynna almenningi helztu atriði tryggingamála, „almenningur veit lítið um ’ tryggingamál,“ sagði hún, „og veit ekki um rétt sinn í þeim efnum, eins og þyrfti“. Þetta mun rétt vera og þörf ábending, bæði hvað snert ir Tryggingastofnun ríkisins og aðrar þær tryggingar, sem al- menningur greiðir til. Blaðinu hafa verið nefnd um það allmörg dæmi, að fólk hef ur ekki krafist réttar síns vegna vanþekkingar á réttindum og skyldum. Dagur vill fyrir sitt leiti bæta úr fræðsluþörfinni í þessu efni, og hefur góða von um að geta birt fræðandi greinar um tryggingamál í náinni framtíð. Verða þær væntanlega með dæmum til skýringar, og ef vel tekst til geta þær komið að nokkru gagni, sem almennar leiðbeiningar. (Framhald af blaðsíðu 8). hér á landi, mun nú, sem stend ur vilja borga mórauða ull sama verði og hvíta. Norðmenn, Svíar og Danir, leitast við að bæta bæði ullar- og kjötsöfnunarhæfi leika fjárins, sem íslendingar gera, en Finnar leggja nú mesta áherzlu á hið síðarnefnda, en þeir hafa um margra ára bil ræktað með tilliti til ullar og gæru framleiðslu, ásamt auk- inni frjósemi fjárins, svo þar mun nú vera að finna frjósam ástand í landinu, ef sveitafólkið tæki þátt í þeim óíögnuði. Á þann hátt líka er landbúnaður- inn bakhjall allri þjóðinni. Að jafna kaupi bænda við kaup óbreyttra verkamanna — að þeim ólöstuðum — er fjarri öllum sanni. Bændur, n.ú á dög- um, þurfa að vera miklir sér- fræðingar. Þeir þurfa að sækja búnaðarskóla og námskeið í vél fræði. Bæði jarðrækt og búfjár rækt er.u margþættar fræðigrein ar, sem útheimta mikla þekk- inga. Auk þess skila bændur, með störfum sínum, þjóðinni miklum verðmætum, í auknum höfuðstól, sem felst í ræktun lands og öðrum varanlegum mannvirkjum til sveita, en taka ekkert í staðinn, allra oftast. Landbúnaðurinn er, óumdeil anlega fyrsta óskabarn þjóðar- innar í atvinnuháttum og inn- lendri menningu í sambandi við atvinnuhættina. Á því þarf að verða til skilningur alþjóðar, því að ekki má ríkja það verð- lag í landinu, er haldi niðri nauð synlegum vexti á dýrmætasta höfuðstól landsins. Athafna- menn þjóðarinnar verða að sjá sér fært fjárhagslega, :að hreyfa moldina. — Meðalbú bændanna verða að stækka að mun, til að geta stað ið undir vélaeign búanna og öðr um tilkostnaði þeirra og gefið hagstæðara verð fyrir báða að- ilja: Kaupendur og seljendur. Landbúnaðurinn þarf að auka framleiðslu sína stói'kostlega og selja, sem mest á erlendan mark að til gjaldeyrisöflunar og til að auka veltufé landbúnaðarins. Nú eru ekki margar tröppur í það að landbúnaðurinn geti keppt við sjávarútveginn með verð á erlendum markaði — sé rétt á haldið einkum í sauðfjár afurðum. Margt getur komið til greina, til útflutnings úr sveit- um landsins: Lax, silungur, æð- ardúnn, hross, heyköklar o.fl. Með þessum hætti mætti fjölga því fólki, sem að yrkir jörðina, eflir hinn nauðsynlegasta höfuð- stól þjóðarinnar. Sveitirnar vantar, eins og er: Fleira fólk, meira veltufé og meii'i búvísindi, fyrir daglegan rekstur búanna. Allt kemur þetta innan skamms ef ekki vant ar sjón á markinu. Landbúnað- urinn er lífakkeri þjóðarinnar í heild. 30. jan. 1964. Jón H. Þorbergsson. asta fjárkyn jarðarinnar. í Finn landi stækka fjárbúin, en þar teljast góð fjárbú, sem hafa 40—■ 50 ær. Auk landsráðunautar hafa Finnar 6 ráðunauta sem eingöngu vinna að sauðfjárx-ækt í Svíþjóð fjölgar fjái'eigendum jafnt og þstt, og má þar nota mikið land til beitar fyrir sauð- kindina, sem annars væi'i ekki nytjað. Margir landeigendur og eldra fólk, sem hætt er opinber um störfum, s.s. embættismenn, hafa fjái'bú, þar sem það krefst ekki eins bindandi vinnuafls árið um kring eins og mai'gur annar búi'ekstur. Þessir nýju fjárbændur kunna lítið til sauð fjárbúskapar, og er þar orma- plága mikil, eins og víða ann- ars staðar á Norðurlöndum. f Danmörku hafa sumir landeig endur sauðfé, sem ekki stunda að öðru leyti búrekstur. Eins fjölgar þeim bændum stöðugt, sem af einhverjum oi'sökum hætta við mjólkui'kýrnar og koma sér upp fjárbúi, til þess að nytja beitilönd jai'ðanna. f Noi'egi hefir sauðfé farið fjölg- andi hin síðari ár, og gx'eiðir Noi'ska í'íkið 6 kr. ísl í framlagi á hverja vetui'fóðraða kind. Þar og á íslandi gengur sauðfé að mestu á afréttum yfir sumar tímann, en á hinum Noi'ður- Iöndunum, er féð að meira eða minna leyti á ræktuðu landi, þann tíma sem það er ekki á húsi. | Almennur áhugi var í'íkjandi meðal ráðunauta fyrir vaxandi sauðfjái-rækt Norðurlandabúa. Eins og þegar er komið í Ijós eru menn orðnir leiðir á eftir- líkingum og gerfiefnum, og hin náttúrulega framleiðsla hefir aft ur hlotið sinn heiðui'ssess eins og vera ber. Næsta mót ríkis- og landsi-áðu nauta Norðurlanda í sauðfjár- rækt vei'ður haldið hér á ís- landi í ágústmánuði 1966. (Fréttatilkynning frá B. í.) NÝTT FÉLAG KVENNA HINN 23. júní í sumar stofn- uðu eiginkonur söngmanna í Kai'lakór Akureyrar félag, sem hlaut nafnið Harpan. Á stofn- fundi voru mættar 19 konur — en um 30 konui', eru nú í félag inu. Takmai'kið er að styðja og styrkja kórinn, efla félagslíf og kynni. Stjórn félagsins skipa. Jóhanna Tryggvadóttir, foi'mað ur. Hei-mína Jakobsen, vai'afor maður. Jónína Helgadóttir rit- ari, Bergljót Pálsdóttir gjald- kei’i, Sólveig Jónsdóttir og Hei'- mína Stefánsdóttir, meðstjórn. endur. Ekkert félag getur stai'fað án peninga og nú ætlar Harpan aö halda bazar á sunnudaginn kem ur, að félagsheimili karlakórsins Laxagötu 5. Þar vei'ða mai'gir góðir munir á lágu verði og engin mun sjá eftir því, að líta þar inn. - Gróandi jörð er hin trausta undirstaða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.