Dagur - 03.10.1964, Page 1
f
Dagur
lcemur út tvisvar í viku
og kostar 20 krónur á
mánuði.
Dagur
Símar:
1166 (ritstjóri)
1167 (afgreiðsla)
XLVII. árg — Akureyri, laugardaginn 3. október 1964 — 73 tölublað
Islenzkur iðnað-
ur í New York
INNAN skamms verður opnuð í
New York myndarleg verzlun,
sem eingöngu selur . íslenzkar
vörur, einkum iðnvörur. Eig-
endur 26 íslenzkra fyrirtækja
mynduðu félag til að hrinda
málinu fram og fengu Kristján
Friðriksson til að veita hinu
nýja fyrirtæki forstöðu. Þær
vörur, sem mesta áherzlu á að
leggja á fyrst í stað eru: Hús-
gögn, einkum bólstruð, peysur,
treflar, vetlingar, teppi, gærur,
gluggatjöld, gólfteppi, áklæði,
leirmunir o.fl. Þegar er búið að
senda vörur vestur, að verð-
mæti um 2 milljón krónur.
Eflaust verður fylgst með því
af áhuga, hversu gengur um
sölu hinna íslenzku vara vestra
enda getur fyrirtækið, ef vel
tekst til, valdið kapitulaskiptum
í útflutningi iðnvara.
Hugmyndina að þessu máli
átti Kristján Friðriksson og ber
að fagna því, að hún komst í
framkvæmd, því lærdómsrík
verður hún hvað sem hagnaði
líður. yj
0K A BRUSAPALL
S.l. sunnudagsmorgun ók fólks-
bifreið norðan Dalvíkurveg á-
leiðis til Akureyrar. Þegar bif-
reiðin kom úr beygjunni við
Dvergastein, missti ökumaður-
inn stjórn á henni, þannig að
hún lenti harkalega á brúsa-
pall við austurbrún vegarins.
Við höggið br'otnaði framrúða
bílsins og þeyttust glerbrotin
yfir ökumanninn og skappaðist
hann í auga og andliti, en ekki
alvarlega.
(Ljósm. E. D.)
Stóðið rann niður lieiðarsporðinn eins og lifandi flóðbylgja.
Menntaskólinn á Akureyri var settur í gær
r
I honum verða 440 nemendur í vetur, þar af
verða 177 í heimavist skólans
MENNTASKÓLINN á Akur-
eyri var settur 1. október kl. 2
síðdegis á Sal. Þórarinn B’örns
son skólameistari minntist í upp
hafi skólasetningarræðu sinn-
ar, Sigurðar L. Pálssonar sem
var um langt skeið enskukenn
ari, en lézt sl. sumar. Risu við-
staddir úr sætum í virðingar-
skyni.
Þær breytingar verða á kenn-
araliði skólans, að Friðrik Sigfús
son, er sl. vetur kenndi í stað
Sigurðar L. Pálssonar, og Helgi
Jónsson lata af störfum og auk
þess stundakennararnir Jón
Margeirsson og Bryndís Þor-
valdsdcttir. í þeirra stað mun
Ragnar Stefánsson kenna ensku,
Margrét Hjaltadóttir, leikfimi,
Haraldur Sveinbjörnsson, stærð
fræði og Hjördís Daníelsdóttir
dönsku. Kennarar verða þá 21
talsins, þar af 15 fastráðnir.
Nemendur í vetur verða 440,
90 í 6. bekk, um 100 í 5. bekk,
rúmlega 100 í 4. bekk og um
140 í 3. bekk, en sl. ár voru nem
endur samtals 420, þar af um 30
í landsprófsdeild, sem engin
verður í ár. í heimavistum
verða 177 og auk þess borða þar
milli 80 og 90 manns, en nú sem
áður var ekki hægt að taka alla
í heimavistina, er þess óskuðu.
í menntaskólum landsins
verða nær 1500 nemendur í vet
ur, 950 í Reykjavík, 115 á Laug
arvatni og 440 á Akureyri. Síð-
asta ár brautskráðuzt 330 nem-
endur úr menntaskólum lands-
ins, eða 10% af árganginum. En
það er svipað hlutfall og er i
Danmörku.
koma af því, að ykkur finnst
liér gaman. Það er rétt, að hér
er gaman og á að vera það, en
það verður að vera eitthvað
meira. í skólanum er auðvitað
ágætur félagsskapur, því liér er
ákaflega margt af vel gefnu og
elskulegu fólki. En alvaran má
aldrei gleymast fyrir gamninu.
Og þið, sem veljið þetta hlut-
skipti, verðið að muna það, að
þið hafið einmitt Valið það, að
gangast undir byrði þekkingar-
innar, sem stöðugt er að verða
þyngri. Áður hvíldi erfiðið á
líkamanum. Nú er allt erfiðið
að flytjast yfir á hugsunina. Og
þið haíið valið ykkur það, að
skipa ykkur undir það merki,
að tileinka ykkur þekkinguna
(Framhald á blaðsíðu 7).
Ekki einhuga í handritairálinu
Danskir menn safna fé í málareksturskostnað
HANDRITAMÁLIÐ er nú mjög
Sverrir Pálsson, nvr skólastjóri, setti skólann
á dagskrá í Danmörku, saman-
ber skrif danskra blaða. Blöðin
telja, að mál þetta verði meðal
þeirra fyrstu er þjóðþing Dana
eftir nýafstaðnar kosningar,
taki til meðferðar.
Andstæðingar þess, að Danir
skili íslenzku handritunum hafa
nú hafið mikla fjársöfnun, sem
mæta á til þess að greiða kostn-
að áf málarekstri, sem verða
kann út af afhendingu handrit-
anna. En samþykkt þá er þing
Daná gerði árið 1961 um að af-
henda íslendingum handritin,
verður nú að endurtaka, til að
lögn komst á framkvæmdastig.
Samkvæmt samþykkt danska
þingsins 1961, nær afhendingin
bæði til Ámasafns og þeirra
handrita, sem geymd eru í Kon'
unglegu bókhlöðunni. En þótt
danskir stjórnmálamenn séu
(Framhald á blaðsíðu 5).
í ávarpi sínu til nemendanna
mælti skólameistari m. a. á
þessa leið:
Þið, sem hafið valið þann kost
inn að koma hingað og glíma
við fræðin, þurfið að gera ykk-
ur grein fyrir því, að þið eruð
ekki að velja auðveldustu Ieið-
ina. Mér finnst þið stundum
GAGNFRÆÐASKÓLINN á Ak
urevri var settur síðdegis í gær.
Við þann skóla eru nú nokkur
tímamót. Þar setti nýr skólastj.
Sverrir Pálsson, skólann og þar
er nú helmingi meira húsrými
en áður, mikið af því fullbúið
til notkunar.
Nemendur skólans eru að
þessu sinni um 680 talsins og
fleiri en nokkru sinni fyrr. Þeim
er skift í 24 deildir, 18 bóklegar
og 6 verknámsdeildir. Kennara
skifti urðu nokkur. Sú breyting
er þó mest, að skólinn nýtur nú
ekki lengur Jóhanns Frímanns,
sem skólastjóra, en hann verður
stundakennari. Eins og kunnugt
er lét Jóhann af skólastjórastarf
inu vegna heilsubrests, eftir að
hafa gengt því frá árinu 1955.
En hann hefur frá upphafi skól
ans eða frá 1930 verið kennari
við Gagnfræðaskólann og eini
fasti kennarinn framan af. Hann
á mestan heiðurinn af því, að
(Framhald á blaðsíðu 2).