Dagur - 03.10.1964, Side 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Simar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.L
Gulldúkafarnir
NÆR þrjú þúsund nemendur setjast
nú á skólabekk hér á Akurevri. Síð-
ustu daga hefur unga fólkið, margt
af því komið úr öðrum landsfjórð-
ungum, sett þann svip á bæinn, sem
er bæjarprýði. Hinn norðlenzki skóla
bær nýtur þessa á margan hátt og
samfagnar hinu unga fólki, bæði pilt
um og stúlkum, sem nú hefja nám.
Margir hinna eldri minnast þess nú,
er skólarnir fyllast af vonglöðu og vel
gerðu fólki, live erfitt var fyrrum að
komast í skóla og fjöldanum ó-
kleift. Enda vill svo til þessi árin í
landi voru, að samhliða lifa tvær kyn-
slóðir, önnur, sem hlaut enga skóla-
menntun og hin, sem nú þyrpist í
skólana. En báðum er það sameigin-
legt.að vilja duga. Þeirri eldri tókst
það og skilar miklum arfi í hendur
þeirra, sem nú njóta skólamáls. Og
nú er það talin bezta fjárfesting þjóð
arinnar, að mennta fólk. Það sama
inun gilda hér, í okkar stóra landi.
Því ber að fagna hinni auknu mennt
un — samfagna menntunar — að-
stöðu hinnar ungu kynslóðar.
í skólasetningarræðu Sverris Páls-
sonar, gagnfræðaskólastjóra á Akur-
eyri í gær komst liann m.a. svo að
orði: „Þegar ég og yfirkennarinn vor
um að skrifa alla nafnalistana,
bekkjarskrárnar fyrir nokkrum dög-
um, nafn eftir nafn, í langa dálka,
hundruð nafna, fannst mér ég sjá tvö
spurul augu full eftirvæntingar og
barnslegrar forvitni, bak við hvert
nafn — tvo gulldúkata, eins og þá,
sem Jón bóndi Hreggviðsson á Rein,
sagðist eiga lieima þegar hann sat í
þjófakistunni á Bessastöðum. — Þeir
gulldúkatar voru honum helgir dóm
ar.
Nú er þessum skóla trúað fyrir
hundruðum slíkra gulldúkata, helg-
ustu dómum og dýrmætustu eign ó-
tal foreldra, til að svala fróðleiks-
þorsta þeirra og spum að einhverju.
Með því er skólanunt mikill trúnað-
ur sýndur. Hann vill leitast við að
glæða hið góða í hverri barnssál, sem
honum er falin, gefa holl ráð, benda
á það, sem til heilla liorfir, svala
þekkingarþorsta og glæða liann í
senn. Hann ávaxtar gulldúkatana, en
skólinn er háður mannlegum tak-
mörkunum og getur ekki lofað öðru
en viðleitninni. Nú blasa gulldúkat-
arnir hér við mér, ótal spurul augu
speglar ótal viðkvæmra sálna og ég
segi við ykkur: Megi ykkur líða vel
í skólanum. Um það getið þið sjálf
ráðið miklu með viðhorfi ykkar til
skólastarfsins. Skólinn á að vera í
senn, vinnustofa ykkar og annað
heimili, sem ykkur Jtykir vænt um.
Guð gefi að dvölin verði ykkur til
blessunar og gæfu“.
arn
Ræða flutt af Karli Kristjáns-
sj'ni yfir kaffiborðum á aðal-
fundi Garðræktarfélags Reyk-
hverfinga 20. ágúst 1964.
ÉG HEFI hitt menn, sem segj-
ast vera hreyknir af því að vera
fæddir 17. júní, eins og Jón Sig-
urðsson forseti. „Afmæli okkar
er almennur hátíðisdagur ár-
lega“, segja þeir, — og líta á
þetta sem skemmtilega tilviljun.
Og hvað er á móti því, að þeir
geri það?
En er það þá ekki líka
skemmtilegt fyrir Garðræktar-
félag Reykhverfinga, að það
skyldi vera stofnað 17. júní, —
á þjóðhátíðardaginn, sem nú er
orðinn?
Var það hrein og bein tilvilj-
un? Sennilega. Og þó? Það var
stofnað 17. júní 1904. Ekki var
þá farið að halda upp á afmæli
Jóns Sigurðssonar. En ég sagði
samt: Og þó? Hver veit, hvað
þeir hugsjónamenn, sem beittu
sér fyrir stofnun Garðræktarfé-
lagsins, kunna að hafa í þessu
sambandi haft í huga?
Ekki þori ég samt að halda
því fram, að stofnfundur Garð-
ræktarfélagsins hafi verið boð-
aður 17. júní, af því að dagurinn
er afmælisdagur Jóns forseta.
En 1904 var andi Jóns mjög ríkj
andi í hugarfari manna. Þetta
var einmitt á árinu, sem fyrsti
íslenzki ráðherrann tók til
starfa. Þá var vor í lofti. Stofn-
un Garðræktarfélagsins var eitt
af vormerkjunum í þjóðlífinu —
og í anda Jóns Sigurðssonar.
Við skulum minnast þess að
félagið er aldamótabarn, —
barn aldamótahugarfarsins.
Á þeim árum töluðu menn al-
mennt um hugsjónir og hug-
sjónamál með hrifningu. Nú er
’þetta þannig breytt, að ýmsir
snúa sér undan, þegar minnzt
er á hugsjónir. „Við viljum
virkileikann, sem hægt er að
festa hendur á, en enga draum-
óra,“ segja þeir.
„Aldamótamenn, ó, verið ekki
alltaf að tala um aldamóta-
menn,“ bæta þeir við. „Æi, alda
mótamennirnir gátu ekkert,
nema talað um hugsjónir og lát-
ið sig dreyma fjólubláa
drauma.“
Auðvitað er góður virkileiki
það, sem allir vilja. En í fram-
kvæmd mann verður góður
virkileiki því aðeins til, að fyrst
hafi hugsjón um hann orðið til.
Og „Þegar hugsjónir fæðast,
fer hitans ogn um önd“.
Hugsjónalaust fólk er furðu
snautt, þó að það búi við góðan
virkileika, sem því hefir gefizt.
Það er snautt, af því að það vant
ar hitamagn hugsjónanna í sálu
sína.
Aldamótafólkið átti þetta hita
magn sálarinnar. Þeir, sem stofn
uðu samvinnufélögin áttu það.
Þeir, sem stofnuðu ungmenna-
félögin áttu það. Og stofnend-
ur Garðræktarfélagsins áttu
það.
Baldvin Friðlaugsson, sem
var driffjöðrin í stofnun Garð-
ræktarfélagsins og fram-
kvæmdastjóri þess frá byrjun
í 33 ár samfleytt, eða þriðjung
aldar, og ól upp son sinn til
þess að taka við af sér, — vann
verk sín með hita hugsjónanna
í sál sinni.
Ég tel viðeigandi, að minnast
Baldvins Friðlaugssonar nú við
sextíu ára hvörfin með því að
flytja hluta af kvæði eftir hann.
Það kvæði nefndi hann „Á
Hveravöllum“, — kenndi það
við heimili félagsins.
Fyrst getur hann þess í kvæð
inu, að hann sé fæddur í Aðal-
dal, og sér hafi orðið tíðlitið
þaðan í austurátt, — sólarupp-
komuáttina. Þar yfir brúnir
heiða og fjalla reis brosandi
Baldvin á Hveravöllum
morgunsólin. Hann segir því-
næst:
Þar austurfrá byggði ég borgir
um bernskunnar draumalöndin
víð.
En hæst gnæfði ein af þeim
öllum
í Uxahvers blómskrýddu hlíð.
Nú hefir röðullinn reikað
um rósfagurt árdegisbil,
horft yfir hádegisstaðinn
og hallað sér vetursins til.
Nú er hér bólstaður byggður,
þó býlið sé smávaxið enn.
Árin í aldirnar raðast,
í ættirnar konur og menn.
Vellirnir víkka og stækka.
Það vorar um gjósandi hver.
Reynirunnar og bjarkir
raðast í skrúðfylking hér.
Við geisla frá allífsins eldi
og undramátt jörðinni frá,
er gróðurmagnið svo mikið,
sem mannshöndin orkar að sá.
Það hillir í vonanna veldi
af vaxtar og gi'óðursins þrá,
og lýsir af áhugans eldi
frá afdal að blikandi sjá.
Þannig kvað Baldvin fram-
kvæmdastjóri. Kvæðið gefur
glögga hugmynd um, hvernig
hann hugsaði í sambandi við
viðfangsefni félagsins og heim-
ili þess.
Það var hugsjónahitinn í sálu
hans og draumurinn, sem gerðu
það að verkum, að hann vann
með gleði fyrir málefni félags-
ins og lengst af fyrir svo lítil
laun að skröksögu er líkt.
Með Baldvin stóðu allmargir
aldamótamenn utan um þetta
að vísu smávaxna en kynborna
aldamótabarn. Má þar fyrstan
nefna Árna bónda Jónsson á
Þverá, föður Hrólfs núverandi
formanns félagsins. Sá atorku-
sami framámaður almennra fé-
lagsmála verður alltaf í mínum
huga meðal mætustu manna,
sem ég hefi starfað með, en við
unnum alllengi saman að sveit-
arstjórnarmálum og kaupfélags
málum, þegar ég var ungur, en
hann aldraður að árum, en eigi
að síður kappsfullur áhugamað-
ur sem ungur væri.
Steingrímur Jónsson sýslu-
maður var fyrsti formaður
Garðræktarfélagsins og ótti góð
an þátt í að setja svip á fundi
þess. Hann var jafnan í stjórn
þess þar til hann fluttist úr hér
aðinu til Akureyrar, og félags-
maður var hann til dauðadags.
Allir bændur í Reykjahverfi,
nema einn, voru í hópi stofn-
enda þess. Nú eru nokkrir
bændur byggðarlagsins ekki í
félaginu og þykir mér það ein-
kennilegt.
Einn úr hópi stofnendanna er
hér í dag. Hann er enn fleygur
og fær, 86 ára gamall, og var
fyrir nokkrum árum gerður að
heiðursfélaga. Þetta er vinur
okkar Árni Sigurpálsson í Skóg
um. Heill sé honum og heiður.
Eins og kunnugt er, voru það
kartöflurækt og grasrækt, sem
Garðræktarfélag Reykhverf-
inga hafði fyrst að verkefnum.
Kartöflurækt var þá sama sem
engin hjá fólki hér um slóðir.
Það var hald manna, að við jarð
ylinn í hveralandinu væri hægt
að fá uppskeru jarðepla, þó
ekki áraði fyrir þá plöntu í
köldum jarðvegi. En reynslan
varð sú, að þegar kartöfluplant-
an býr við slík skilyrði, er hún
afar viðkvæm bæði fyrir frosti
og sjúkdómum, og jarðvegui'-
inn reyndist líka leirborinn og
þungur. Aðstæðurnar því ekki
HRÓLFUR ARNASON,
núv. form. Garðræktarfélagsins.
eins góðar og í fljótu bragði var
álitið. Sum ár brást uppskeran
alveg að heita mátti.
Reyndar var mikið hagræði
að því fyrir umhverfið að hafa
þarna kartöflurækt, þegar sæmi
lega gekk. Munu, þegar bezt lét,
hafa fengizt upp úr görðum fé-
lagsins 800 vættir. Það var árið
1910. Þetta er ekki mikið magn
miðað við uppskeru hjá ýmsum
garðbændum nú, þegar vel ár-
ar. En þá þótti þetta ágætt og
vera mikil frétt.
Þá voru kartöflur svo fágæt-
ar við máltíðir, að til hátíða-
brigðis mátti telja víðast hvar
að hafa þær á borðum.
Mikils virði þótti á haustin
að geta skroppið í vinnu til
Garðræktarfélagsins og unnið
fyrir kartöflum. Það gerðu
menn frá ýmsum heimilum í
grenndinni, og jafnvel komu
menn lengra að úr héraðinu
þessara erinda.
Ileyfengur félagsins varð oft
að mjög góðu liði. Hann var
stundum beint og óbeint sem
forðabúr í harðindum. Þá var
heyöflun manna seinteknari en
nú, og vetrarharðindi meiri en
verið hafa um skeið.
Svo var breytt um og farið í
gróðurhúsaræktina, sem telja
má að gefizt hafi vel og sé í
samræmi við neyzlukröfur tím-
ans. Fyrsta gróðurhús félagsins
var byggt 1933. Grunnflötur
þess var 50 fermetrar. Nú er
grunnflötur gróðurhúsa félags-
ins um 2700 fermetrar. Auk
þessa eru kálgarðar utan húsa.
Hinn nýi rekstur hefir gengið
ófallalaust og vel. Ekki verið
sérstaklega gróðastór en óbrigð
ult arðgæfur.
Fjármál félagsins eru í góðu
jafnvægi og með sígandi lukku,
— einmitt eins og æskilegt
væri, að fjármál lands og þjóð-
ar hefðu öll verið á sama tíma.
Á framkvæmdastjórinn, Atli
Baldvinsson, fyrir þetta virð-
ingu og beztu þakkir skyldar.
—o—
Hvað er svo framundan? Það
er auðvitað ekki auðvelt, í þess
um efnum frekar en öðrum, að
sjá í gegnum tjaldið, sem skilur
nútíð og framtíð.
Segja má samt að áreiðanlegt
sé, að þeir sem stofnuðu Garð-
ræktarfélagið, hafi ekki veðjað
á skakkan hest.
Jarðhitinn er hér vafalaust
framtíðarverðmæti mikið, —
hvað, sem hann bíður lengi
þeirrar virkjunar, sem sýni full
komlega, hve hann getur verið
mikils verður.
Tækni, margvísleg, sem ekki
var til um aldamótin og verður
undursamlegri með hverju ári
sem líður, eykur verðmætin.
Hún mun, fyrr eða síðar, stofna
hér á jörð Garðræktarfélagsins
til stærri viðburða en verið
hafa. „Það hillir í vonanna
veldi“, eins og Baldvin Frið-
laugsson sagði í kvæði sínu.
Alþingi samþykkti áskorun s.
1. vetur til ríkisstjórnarinnar
um að hún láti fara fram athug-
un á því, að koma upp fóðuriðn
aðarverksmiðju hér í Reykja-
hverfi. Litið er svo á, að aðstaða
hér fyrir slíka verksmiðju sé
miklu betri vegna hverahitans.
Talið er að vinna megi mann-
eldisvörur í slíkri verksmiðju
úr jarðhitagróðri.
Aðstaða til að koma upp víð-
lendum töðuvöllum er hér mik-
il. Landnámsstjóri taldi sig geta
látið í té á jörðum ríkisins hér
500—600 hektara handa verk-
smiðjunni og aðrir landeigend-
ur hér í kring geta vafalaust
bætt þar miklu við frá sér.
Á Húsavík er auðvelt að fá
sjávarafla handa verksmiðjunni
til fóðurblöndunar. Góð skilyrði
fyrir fóðurverksmiðju liggja
hér í augum uppi, ef slíkur iðn
aður grasfpðurs þrífst á annað
borð í landinu.
Nú er beðið með eftirvænt-
ingu að vita hvaða raun slík
verksmiðja (heykögglaverk-
smiðja) gefur, sem sett var á
laggir í Gunnarsholti syðra í
fyrrahaust. Gangi hún sæmi-
lega, má telja víst, að það gefi
verksmiðjumálinu hér byr und-
ir vængi, af því að skilyrðin hér
fyrir slíka verksmiðju eru fjöl-
breyttari og fullkomnari, að því
er virðist, a. m. k. fyrir leik-
mannssjónum.
Geta má þess, að við rann-
sóknir hefir þótt koma í ljós, að
íslenzkt grasmjöl sé betra fóð-
ur en erlent, af því að grösin á
íslandi eru grænumeiri en ger-
ist og gengur, vegna þess að
íbúðarhúsið á Hveravöllum. — Ystihver gýs. — Hann er nú e.t.v.
mesti goshver á landinu Mældar liafa verið 25 m háar vatnssúlur
frá honum í gosum hans. Stór gos frá lionum eru óregluleg, suma
daga engin, aðra daga fleiri en eitt. Sé Iátin í liann sápa, t.d. 10 kg.
eyinga hafa tekið í hönd Garð-
ræktarfélagsins og leiða það á
milli sín, ef svo má að orði kom
ast, enda er það þeim náskylt,
eins og ég færði rök að í upp-
hafi máls míns.
En samvinnufélögin hafa ekk
ert erfiði þurft á sig að leggja
fyrir þennan ættingja sinn.
Hann hefir alls ekki verið þeim
til nokkurra þyngsla. Og engar
líkur benda til þess að hann
verði það. Hann er svo ríkur af
hitamagni og lífsskilyrðum, og
framtíðaráform þjóðarinnar
horfa honum svo vel í vil.
Fólk þessarar sveitar hlýtur
að vilja efla gengi félagsins, því
jörð félagsins er mikill skraut-
staður og aflstöð fyrir byggðina,
enda valdi sveitin á sínum tíma
gjósandi hver sem táknmynd á
byggðafána sinn, og hefir valið
sér stað fyrir félagsheimili í
landi Hveravalla.
Samvinnufélögunum ber vit-
anlega að halda þannig í hönd
með Garðræktarfélaginu að það
missi ekki af tækifærum til
vaxtar og viðgangs. Ég efast
ekki um að þau geri það. Ég
veit ekki heldur hverjum ætti
að vera betur trúandi til þess,
— eða ljúfara að gera það, —
en samvinnumönnum.
Að lokum máls míns vil ég
svo bera fram þá ósk, að hinu
sextíu ára gamla félagi, Garð-
ræktarfélagi Reykhverfinga, —
þessu kynborna aldamótabarni
— megi vel farnast, og það megi
lifa og þróast giftusamlega með-
an hverir gjósa og jarðhit.i hefir
þýðingu til hagsbóta á íslandi.
□
- EKKIEINHUGA ...
(Framhald af blaðsíðu 1).
ekki til þess liklegir að skífta
um skoðun, eru danskir vísinda
menn harðir í horn að taka og
eru áhrifa miklir. Líklegast er
að þeir krefjist þess að málið
verði lagt fyrir dómstól, því þeir
halda því ákveðið fram, að sam
þykkt laga um afhendingu ís-
lenzku handritanna, brjóti í
bága við sjálfa stjórnarskrána.
Eins og nú er komið er ljóst,
að handritamálið verður mikið
hitamál í Danmörku. Endursam
þykkt þjóðþingsins urn afhend-
ingu myndi færa málið ó svið
dómsmála, allt frá Landsrétti
til hæstarétfar. !Z1
gýs hann eftir örfáar mínútur.
þau eru sprottin í náttleysu.
Hér nyrðra eru grösin talin enn
þá grænni en sunnanlands,
vegna enn meira langdegis hér
fyrir norðan.
Gæti því svo farið, þegar
stundir liðu, að Norðurlands-
kögglar yrðu eftirsóttir sem
fóður, eins og Norðurlandssíld-
in til manneldis.
Að sjálfsögðu á ekki aðeins
Atli Baldvinsson framkv.stjórL
að framleiða í fóðuriðnaðar-
verksmiðju vörur til innanlands
nota, heldur einnig til útflutn-
ings.
Á aðalfundi félagsins í fyrra
var rætt um fiskaeldi sem hugs
anlega framkvæmd á vegum fé-
lagsins. Um næstu, mánaðamót
er veiðimálastjóri væntanlegur
hingað, til þess að athuga skil-
yrðin til þeirrar starfsemi.
Allar líkur virðast til að á
næsta ári eða árum verði byggð
ur mjög fullkominn akvegur
um þessa sveit vegna kísilgúr-
verksmiðju, sem í ráði er að
reisa við Mývatn og flytja þarf
framleiðslu sína stytztu leið til
Húsavíkur. Verður þeim vegi
haldið akfærum allan veturinn.
Skiptir þessi vegagerð að sjálf-
sögðu miklu máli fyrir íbúa
þessara sveitar og þar með fyr-
irtæki eins og Garðræktarfélag-
ið.
Hér eru í fáum orðum sagt
miklar horfur á framförum og
bættri aðstöðu til framfara.
Þetta sextíu ára félag er á-
reiðanlega ekki búið að taka út
vöxt sinn.
Samvinnufélögin: Kaupfélag
Eyfirðinga og Kaupfélag Þing-
í dag er Hóladagur.
Á héraðsfundi Skagafjarðar-
prófastsdæmis, hinum síðasta,
var samþykkt að vinna að stofn
un félags, er hefði að markmiði
andlega endurreisn Hólastaðar,
og þá að sjálfsögðu m. a. og
ekki hvað sízt endurreisn bisk-
upsstóls á Hólum. Nefnd var
kjörin til að undirbúa og hrinda
fram félagsstefnu. Sú nefnd hef
ur nú lokið störfum. Hólafélag
verður væntanlega stofnað inn
an stundar hér í kirkjunni. Og
í dag er Hóladagur, hinn fyrsti
af eins mörgum og árin verða,
sem líða, sú er a. m. k. von okk
ar, sem að stofnun þessa félags
stöndum.
Það er mikill siður orðinn, að
stéttir og samtök ýmiss konar
hafi sína „daga“, sem svo er
kallað. Til þessara „daga“,
flestra, og þeirra hátíðahalda, er
þá fara fram, er stofnað í tvenn
um tilgangi fyrst og fremst. Sá
er annar, að afla fjár til ýmiss
konar starfsemi,' er samtökin
hafa með höndum. Hinn er sá,
að glæða samhug og treysta þau
bönd, er tengja saman einstak
linga innan þeirrar stéttar eða
samtaka, er að hátíðahöldunum
standa, og hefja við hún merki
þeirra hugsjóna, sem barist er
fyrir.
Við Norðlendingar erum að
sjálfsögðu ekki ein stéttarheild.
En við eigum eigi að síður og
hljótum allir að eiga mjög sam
eiginleg áhugamál. Við eigum
sameiginlegar minningar úr for
tíð og sameiginlegar hugsjónir í
framtíð. Þessar minningar úr
hugsjónir eru, meðal annars,
tengdar við Hóla í Hjaltadal.
Því ber okkur að halda Hóla-
hátíð, Hóladag, ár hvert, til
þess að minna sjólfa okkur og
aðra á þá fortíðarnauðsyn, sem
um leið er framtíðarskylda, að
vinna að því af öllum mætti, að
Hólar í Hjaltadal megi aftur
verða það, sem áður voru: Bisk
upssetur, andlegt höfuðsetur,
miðstöð norðlenzkrar kirkju og
kristni — að því ógleymdu, að
hlúð verði sem allra bezt að
þeirri gagnmerku menntastofn-
un, sem hér á staðnum hefur
starfað í meir en 80 ár og á,
m. a., ríkastan þátt í því, ásamt
með dómkirkjunni, að.Hólastað
ur féll aldrei í þvílíka niðurlæg
ingu sem Skálholt, að aldrei var
hætt að hugsa og segja „heim
að Hólum.“
Skálholtsstaður var í önd-
verðu gefinn til ævinlegs bisk-
upsseturs. Svo mun og hafa ver
ið um Hóla. Um léið og þjóðin
tók við þessum gjöfum, gekkst
hún að sjálfsögðu undir þá
skyldu, að varðveita gjafirnar
og nota þær svo sem til var
ætlast og áskilið var af gefend
um. Erlendir drottnar hjuggu á
þau heit, sem þjóðin raunveru
lega hefði gefið sjálfri sér og
kirkju sinni, en var ekki fær
um að efna, er fram í sótti, fyrir
sakir örbirgðar og umkomuleys
ir og algers vináttar gagnvart
erlendu drottinvaldi. Nú er
sköpum skipt. Nú er íslenzk
þjóð frjáls og sjálfstæð, óháð er
lendu valdi — og vellauðug að
veraldargæðum auk heldur, mið
að við það, sem áður var. Hins
vegar hefur þjóðinni ekki endur
vaxið svo andlegur metnaður,
að henni hafi, enn sem komið er
auðnazt að bæta fyrir þau helgi
spjöll og menningar, sem á
henni voru unnin á ofanverðri
18. öld.
Er biskupsdómur á íslandi
hafði staðið í hálfa öld, undu
Norðlendingar því ekki lengur
að þurfa að sækja alla biskups
þjónustu og andlegar menntir
í annan landsfjórðung. Þeir
vildu fá - og fengu - sinn eiginn
biskupsstól og skóla að Hólum
í Hjaltadal, með fullu samþykki
og vilja liins vitra og mæta
manns og mikla höfðingja, Giss
urar biskups ísleifssonar í Skál
holti. Nú hafá Norðlendingar
unað því í hálfra aðra öld og
lengur þó, að hafá engan bisk-
upsstól á Hólum. Svo miklu
minni er andlegur metnaður
okkar, norðlezkra manna á 20
öld, heldur en forfeðra okkar
um aldamótin 1100.
í 700 ár voru Hólár í Hjalta-
dal einn af þremur höfuðstöð-
um, helgum stöðum, þessa lands
Hingað lágu allra leiðir, leiðir
fyrirmanna og höfðingja, leiðir
ölmusumanna og aumingja. AIl
ir áttu erindi heim að Hólum.
Og flestir fengu fyrirgreiðslu,
hvort heldur var í andlegum
efnum eða öðrum.
En svo hverfðist hamingju-
hj ólið.
Hólastaður var rúinn og svipt
ur öllu — öllu nema dómkirkj-
unni. Og jafnvel hún, þetta heil
aga hús, fékk eigi heldur að
vera í friði og halda sínu. Bisk-
upsstóll var lagður niður og
skóli. Hinni andlegu miðstöð
Norðlendinga várpað fyrir róða.
Höfuðstaður Norðurlands með
vissum hætti jafnaður við jörðu.
En í sögu þjóða, sÖgu staða,
skiptast á skúrir og skin.
Þrátt fyrir margvíslegar og
nærri ótrúlegar hörmungar af
erlendum toga og innlendum,
sem yfir höfðu gengið íslenzka
þjóð, kom þar að lokum, að hún
reis upp við olnboga og horfði
opnum sjónum mót nýjum
degi. 19. öldin var vakningar-
öld. Uppi voru kröfur um aukið
frelsi og sjálfstæði, kröfur um
auðugra og fegurra líf, betri og
bjartari framtíð. Þessum kröf-
um var fylgt fram með óhaggan
legri festu af beztu mönnum
þjóðarinnar og bændum ekki
sízt, með Jón forseta í farar-
broddi. Og eftir því sem sjálf-
stæðismálum þjóðarinnar þok-
aði fram, fór það að renna upp
fyrir mönnum smátt og smátt,
að nútíð og framtíð áttu skyld
um að gegna við fortíð, — skyld
um, sem ekki varð undan vikizt
ef þjóðin átti að reynast sjálfri
sér trú, ef henni átti að auðn-
ast að verða langlíf í landi sínu
— sem íslenzk þjóð. Og víst var
hafizt handa á ýmsum sviðum
af furðulegum stórhug, djörf-
ung og bjartsýni, miðað við alla
aðstöðu.
Einn þátturinn var endurreisn
hófst fyrir 82 árum, er sýslu-
nefnd Skagafjarðarsýslu gekkst
fyrir því, að Skagfirðingar stofn
uðu búnaðarskóla á Hólum.
Þetta var þrekvirki, hreint af-
rek — og þeim mun meira þeg-
ar þess er gætt, að einmitt um
þessar mundir var harðæri eitt
hið mesta, sem yfir landið hefur
gengið, og íslendingar flúðu til
annarrar heimsálfu hundruðum
og þúsundum saman. Endur-
reisn Hólastaðar hefur síðan
haldið áfram, óslitið að kalla, til
þessa dags. Og þó er enn langur
vegur að lokamarki.
Því verður ekki í móti mælt,
að framfarir með þessari fá-
mennu þjóð, efnislegar framfar
ir, hafa á síðustu áratugum orð
ið með eindæmum miklar. En
jafnvíst er hitt, að samtímis hef
ur hugarfar mikils fjölda manna
mótazt langt um of af andvana
efnishyggju. Þjóðinni er það lífs
nauðsyn, að þarna komi til and
legt mótvægi. Endurreisn Skál-
holtsstaðar og Hóla til þess
horfs, að þar megi rísa andleg
höfuðsetur og kirkjulegar mið-
stöðvar, er — og á að vera einn
þátturinn, og ekki sá óveruleg
asti, í því mótvægi geng efnis-
hyggju, sem íslenzk þjóð þarfn
ast hvað mest — nú, á þessum
tímum hins æðisgengna kapp-
hlaups um tímanleg verðmæti,
kapphlaups, sem háð er og hlýt
ur jafnan að verða háð að meira
eða minna leyti á kostnað hins
sanna manngildis.
Hólar í Hjaltadal voru um ald
ir höfuðsetur. Staðurinn hefur
alla stund að kalla komið meir
og minna við sögu þjóðarinnar.
Hér hafa verið ýmsir þeir menn
sem einna mikilhæfastir voru
og umsvifamestir sinna samtíðar
manr.a fyrr og síðar. Hér hafa
setið heilagir menn og höfðingj
ar á veraldarvísu. Jón Ögmunds
son, Guðmundur góði, Jón Ara
son, Guðbrandur Þorláksson —
þarf að nefna fleiri nöfn?. Öld
fram af öld hafa allar götur
legið heim að Hólum. Hér koma
liðnar aldir móti manni. Hér
mæla allir hlutir máli minning
anna. Þess vegna eru Hólar í
Hjaltadal heilagur staður.
En það er ekki helgi minning
anna ein, sem varpar ljóma á
þenna stað. Hér er dómkirkjan,
sem í öllum sínum einfaldleika
er fegursta og virðulegasta guðs
hús landsins. Hér er veglegast-
ur varði, sem íslenzkum manni
hefur reistur verið. Hér er
bændaskólinn, þessi gagnmerka
stofnun, sem í áratugi hefur
reynzt íslendingum, og ekki
sízt okkur Norðlendingum, æði
giftudrjúg. Og hér má sjá þess
fegurri merki og glöggvari en
annars staðar víðazt, hversu gjöf
ul er gróandi mold — íslenzk
afdalamold.
Fyrir sakir alls þessa — og
að vísu margs annars — eiga all
ar götur, enn sem fyrr, að liggja
hehn að Hólum.
Gísli MagnússdH
i