Dagur - 14.10.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 14.10.1964, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERULNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsia: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. Skaltamálin „ÞAÐ virðist nú almennt álitið“, seg ig seðlabankastjórinn, Jóhannes Nor dal í nýjum Fjármálatíðindum, „að þær skattreglur, sem í gildi eru, hafi bæði leitt til hæiTÍ skattabyrðar á launþegum en þeir vilji sætta sig við og jafnframt því hafi stórfellt rang- læti átt sér stað vegna útbreiddra skattsvika. Beinir skattar á tekjur hér á landi séu með öðrum orðum hærri en svo, að hægt sé að tryggja sæmi- lega réttláta skiptingu skattbyrðar- innar, jafnframt því, að sú hætta sé yfirvofandi, að skattarnir dragi veru lega úr áhuga manna á starfi og heil brigðri tekjuöflun.“ Síðan segir liann: „Augljóst virðist að úr þessu verði ekki bætt nema með verulegri lækkun beinna skatta“. Þar fauk þá síðasta fjöðrin úr stéli páfuglsins. Þ\'í trúðu þó flestir stjóm arsinnar í lengstu lög, að hvað sem liði vanefnum spamaðarloforða, toll um, sölusköttum og margföldun fjár lagatalna, myndi sú staðreynd þó ó- brotgjörn eftir standa, að Gunnar Thoroddsen hefði lækkað beina skatta á undanfömum árum. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan blað fjármálaráðherrans, Vísir, var í sjöunda himni yfir því, hvað Reyk- vikingar væru „ánægðir með skatt- inn sinn“, og að margir myndu fara í sumarfrí til útlanda fyrir pening- ana, sem „skattalækkunin“ myndi spara þeim á þessu ári. Seðlabankastjórinn telur nú óhjá- kvæmilegt að lækka beina skatta. En hann segir jafnframt, að leggja verði á þjóðina aðra skatta í þeirra stað. í því sambandi komst hann að þeirri niðurstöðu að hækkun tolla og sölu skatts sé „ekki heppileg leið“, og tel ur einna helst koma til greina, að því er virðist, að hækka eignaskatt með hækkun fasteignamatsins (sem nú stendur yfir) og að hækka fasteigna- skatta. Af því má ráða að hækkun fasteignamatsins og fast- eignaskattsins verði næsta viðfangs- efni ríkisstjómarinnar í fjármálum. Ekki skal því neitað, að fasteigna- skattar geti verið réttmæt aðferð til tekjuöflunar í almannaþágu, ef henn ar er þörf. Viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, nýkominn frá Kína, flutti ræðu á fundi Verzlunarráðsins á Þingvöllum 9. þ.m. Hann talaði um baráttu ríkisstjómarinnar gegn verð bólgu í landinu! Síðan gaf hann í skyn, svo að varla varð um villst, að stjómin hefði til athugunar að draga úr opinberum framkvæmdum og fjárhagslegum stuðningi við upp byggingu í landinu. Er þá tvennt fram koinið, sem stjórnin virðist vera að velta fyrir sér um þessar mundir: Fasteignaskattur og samdráttur þeirra framkvæmda, sem hið opinbera veitir fé til. Laugaskóli i Keykjadal. (Ljósmynd: K D.) BJÖRN HARALDSSON: Héraðsskóli fyrir Norður-Þingeyinga ÞÓ SÁ SKÓLI hafi enn ekki verið lagalega stofnaður eða staðsettur, er hann þegar orðinn að veruleika í hugum fólksins, er héraðið byggir. Síðastliðið ár hefur stofnun héraðsskóla í Norður-Þingeyjarsýslu verið á dagskrá á öllum meiriháttar fundum, er háðir hafa verið í sýslunni og hefur það mál hvar - vetna verið afgreitt með ein- róma, jákvæðum ályktunum. Sýslan hefur fyrir sitt leyti heit ið nægu fjárframlagi til starf- rækslu skólans í tveim bekkjum næsta vetur og fræðsluráð sýsl unnar hefur útvegað skólanum húsnæði í Skúlagarði. Nenmend ur munu verða um 30. Skóla- stjóri er ráðinn Aðalbjörn Gunnlaugsson frá Bakka í Kelduhverfi og nægilegt kenn- aralið er einnig fengið. Skólinn er þegar fullskipaður, en nokkr- um umsóknum verður að neita vegna húsþrengsla. Héraðsmálafundinn í Skúla- garði 4. sept. sl. sótti margt fólk úr öllum hreppum sýslunn ar. Ennfremur sex þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra og allmargt utanhéraðsmanna. Á fundi þessum var fram bor- in og samþykkt einróma eftir- farandi ályktun: „Almennur héraðsmálafund- ur í Norður-Þingeyjarsýslu þar sem mættir voru 6 þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra haldinn að Skúlagarði 4. sept, 1964 áð tilhlutan Búnaðarsam- bands Norður-Þingeyinga lýsir yfir eftirfarandi: „Frá því lög voru sett fyrir 18 árum um almenna fræðslu barna og unglinga 7—15 ára, hefur unglingafræðsla í sveita- hreppum NorðurÞingeyjarsýslu nálega engin verið. Hið opin- bera hefur veitt sjálfu sér und anþágu frá því að framkvæma lögin. Á sama tíma hefur barna fræðslan oftast verið fram- kvæmd af kennurum, sem ekki höfðu tilskylda menntun, og hvert barn í þessum hreppum hefur hlotið aðeins þriðjung kennslutíma á við börn þéttbýl isins. Vanrækslu þessa hafa að- standendur barna og unglinga reynt að bæta upp með heima- kennslu og með því að senda unglingana á skóla í fjarlægum héruðum með ærnum kostnaði. Margir unglingar, og strmdum flestir fóru einnig á mis slíkrar fræðslu. í seinni tíð gerist æ tor sóttara að fá aðgang að héraðs skólum iandsins fyrir unglinga úr Norður-Þingeyjarsýslu, má kalla að það sé nú nálega úti- lokað. Norður-Þingeyjarsýsla og fræðsluráð hafa stofnað til tveggja bekkja unglingafræðslu í Skúlagarði næsta vetur. Þeirri framkvæmd hefur verið vel tek Bjöm Haraldsson. ið. Bamaskólinn í Skúlagaði og félagsheimilið leggja til hús- næði gegn vægu gjaldi og með því að þrengja að eigin starf- semi. Þessi ráðstöfun gildir því aðeins til bráðabirgða. Á framangreindum rökum er sú krafa reist, að hið opinbera byggi héraðsskóla í Norður- Þingeyjarsýslu, svo fljótt, sem vera má. Sýslubúar standa ein huga um þessa kröfu. Fyrir því skorar héraðsmálafundur Norð- ur-Þingeyinga á Alþingi að setja þegar á næsta vetri lög um hér- aðsskóla í Norður-Þingeyjar- sýslu og veita ríflegt framlag til hans á fjárlögum. Fundurinn felur öllum þingmönnum Norð- urlandskjördæmis eystra, að flytja í sameiningu frumvai-p um stofnun skólans og fylgja því fram til sigurs. Athygli skal vakin á því að í tveim austustu sveitahreppum sýslunnar er ennþá engin heimavistarbamaskóli, og verð ur ekki öllu lengur við það un að.“ Alþingismennirnir Ingvar Gíslason og Jónas Rafnar tóku til máls um héraðsskólann töldu þeir byggingu hans mikið nauð synjamál, því menntunarskil- yrði ungl. sérstaklega í sveita- hreppum sýslunnar væru al- veg óviðunnandi og að hinu op- inbera bæri að ráða bót þar á. Unglingafræðslan í sveitum landsins er víða óleyst vanda- mál. Héraðsskólarnir rúma ekki núorðið nema nokkurn hluta sveitaæskunnar. Mikill hluti hennar fer því á mis við lögskipaða fræðslu. Héraðsskól arnir sex eru meir en 30 ára gamlir og einn 15 ára. Allmiklu fé er árlega varið úr ríkissjóði til umbóta og endurbyggingar á þessum skólum og er þess vissulega þörf. Vegna þeirra milljóna króna sem til þeirra endurbóta fara, mun þó nemend um ekki fjölga að ráði í þessum skólum, enda ekki æskilegt tal- ið af þeim, er bezt þekkja til þeirra mála að auka nemenda- fjölda einstakra skóla. Þróunin er sú síðasta áratuginn eða leng ur, að umsóknum sveitaæskunn ar um vist á héraðsskólunum hefur stöðugt fjölgað, á sama tíma og rými skólanna stóð í stað. Er nú svo komið að enginn þessara skóla mun geta tekið við öllum umsækjendum, sum ir geta tekið við helmingnum að sögn eða tæplega það. Nú heit- ir það svo, að sumar sýslur landsins eigi héraðsskólana og íbúar þeirra sýslna rétt til þeirra aðrar sýslur hafa aftur á móti engan rétt. Fyrir þessu eru sögu leg rök. Þær sýslur sem réttinn eiga munu nú að mestu og í sívaxandi mæli fylla sína skóla. Að sjálfsögðu notar fólkið sinn rétt. Áratuga kyrrstaða um byggingu skóla annars vegar en vaxandi þörf menntunar hins- vegar hafa því með sþörpum línum skipt möguleikum í þess um efnum. Annars vegar eru sýslufélög með nægilegt skóla- pláss fyrir sína æsku, skóla sem ríkið endurbætir nú af nokkru örlæti og er það vel. Hinsvegar eru svo önnur sýsluhéruð, þar sem unglingarnir eru á hjarni í þessum efnum. Þeir eiga hvergi rétt til skólavistar. Þótt sótt sé um skólavist á nokkrum skólum samtímis fyrir sama ungling getur árangurinn orðið allstaðar hinn sami, neitun. Sumir eru á biðlista ár eftir ár. Það getur hent, að þeir fái að lokum inngöngu, ef þeir hafa þol inmæði til að bíða nógu lengi en þá eru þeir oft vegna biðarinn ar komnir í-verujegt ósamraémi við bekkjarsystkini sín, hvað aldur og þroska snertir. Sumt af þessum réttlausu unglingum er sent í gagnfræðaskóla kaup- staðanna, yfirfyllta skóla. í því tilfelli, að hægt sé að koma þess um unglingum í vist til fólks, sem vill og getur gengið þeim í föður og móður stað getur þetta blessast. En sé slíkt ekki fyrir hendi þó hægt sé að fá herbergi og fæði er borin von um árang- ur og afdrif 14 ára unglings í fjarlægum kaupstað þó skráður sé nemandi í gagnfræðaskóla þar. Lögin frá 1946 um náms- vist allra unglinga á íslandi eru lög um mannréttindi. Þau eru sama eðlis og t.d. lögin um almennan kosningarétt. Hið op- inbera getur ekki hjá því kom- ist, án vansæmdar, að fram- kvæma námsrétt allra unglinga fremur en því, að gefa öllum atkvæðisbornum borgurum þjóð félagsins aðstöðu til að neita at kvæðisréttar við almennar kosn ingar. í 18 ár hefur þó þetta viðgengizt. í 18 ár hefur náms- réttur unglinga í sumum byggð arlögum verið dauður bókstaf- ur. Þetta má ekki lengur svo til ganga. Það verður að stofna nýja skóla handa æskufólki þeirra héraða, sem engan skóla eiga, og það verður að hefjast handa tafarlaust. Þjóðin þolir ekki lengur að búa við tvenns- konar mannréttindi í fræðslu- málum eða réttara sagt annars- vegar full réttindi hins vegar engin réttindi, það verður að jafna metin, gei-a rétt ungling- anna, til lögboðinnar fræðslu allstaðar að veruleika. Um það verða ékki skiptar skoðanir. En þá vaknar spurning um það, hver bera skuli kostnað af stofn un nýrra héraðsskóla. Það er tómt mál að vísa til gagnfræða skólalaganna frá 1946. Þau hafa verið í gildi í 18 ár og sam- kvæmt þeim hefur enginn gagn- fræðaskóli fyrir sveitahérað (héraðsskóli) verið reistur. Bygging Skógaskóla var ákveð in í héraðsskólalögunum, þó þau lög væru felld úr gildi áður en sá skóli var reistur. Og hvers vegna er það tómt mál að vísa til gagnfræðaskólalaganna? Vegna þess að ekkert sýslufé- lag á landinu hefur bolmagn til að greiða fjórða hluta stofnkostn aðar nýs héraðsskóla. Hlutfallið milli tekna ríkissjóðs annars veg ar og sýslufélaga hinsvegar hef ur raskast mjög 3—4 síðustu ár tugina síðan gömlu héraðsskól- arnir voru reistir, sýslufélögun um í óhag. Löggjafavaldið býr þannig að ríkissjóðnum, að hann hefur árlega nokkur hundruð milljón króna afgangs tekjur, og heildartekjur hans tvöfaldast gjarnan á nokkrum misserum. Sýslusjóðirnir hafa staðið í stað á sama tíma. Þeir hafa ekki efni á að ætla til ó- óvissra útgjalda árlega nema fáa tugi þúsunda og verða löng um fyrir nokkrum útgjöldum umfram áætlun. Fróðir menn áætla að heimavistarskóli fyrir 80-100 unglinga kosti eftir núver andi verðlagi 26-30 millj. kr. Norður-Þingeyarsýsla öll hefur hæfilega marga unglinga til að pening til að greiða með fjórð fylla slíkan skóla, en engan ung byggingarkostnaðar 6‘/2-714 millj. kr. Heildartekjur Norður- Þingeyjarsýslu árið 1962 voru kr. 288.258,96. Mestur hluti tekn anna verður að mæta lögboðn- um gjöldum, en þó svo ekki væri og sýslan gæti varið öllum sínum tekjum til byggingar hér- aðsskóla þá mundi það taka sýsl una 24 ár að greiða fjórða hluta byggingarkostnaðar skólans og er þó ekkert gert fyrir vöxtum, er á mundu falla væri fram- kvæmdum hraðað. Eins og áður er sagt, fara tekjur sýslunnar í það að greiða lögboðin eða óhjá kvæmileg gjöld, svo þessi 24 ára áætlun verður því hreinir loft- kastalar, og mætti eins nefna eina öld eða tvær. Nú mun- verða spurt. Liggur þá ekki næst fyrir, að hinar skólalausu sýslur auki sínar tekjur eftir þörfum? Sýslunefndir hafa möguleika til að skattleggja sveitarfélögin, og sveitarfélögin að hækka útsvörin. Lagalega séð er þessu þannig farið að vissu marki, en framkvæmda- lega er leið þessi ófær. Það ætti að nægja að minna á yfirstand andi raunahvein íslenzkra skatt borgara út af þegar álögðum en óheimilum beinum sköttum (m. a. útsvörum). Er hægt að hugsa sér stórfellda hækkun útsvara í nokkrum, fáum sýsluhéruðum, á sama tíma og opinber nefnd starfar að frestun á innheimtu beinna skatta yfir alla línuna, á sama tíma og það er þó við- urkennt að bæjar- og sveitarfé- lögin þola enga slíka frestun. Frestun á innheimtu útsvara er auðvitað ekkert úrræði heldur gagnslitið örþrifaráð, sem glögg lega bendir á skattpíningu. En er það þá jákvætt á sama tíma og slíku örþrifaráði er sinnt að hugsa sér stórfellda viðvar- andi hækkun hinna sömu beinu skatta, sem ekki er hægt að innheimta? Eg held allir hljóti að vera sammála um svarið. Slíkt er ekki hægt. Ríkissjóður verður því einn að bera allan kostnað af byggingu nýrra hér- aðsskóla, ehda mun það vera ætlun þings og stjórnar. Fyrir skömmu voru þau lög sett að ríkissjóður yfirtæki núverandi héraðsskóla, endurbyggingu þeirra, viðhald og rekstur ef viðkomandi héruð (eigendur skólanna) óskuðu þess, hvar flest héruðin munu hafa gert. Með þessum heimildarlögum er á orðin stefnubreyting af hálfu hins opinbera í þessum málum, og sú stefnubreyting hlýtur að ná einnig til fyrirhugaðra hér- aðsskóla, byggingu þeirra og rekstur. Kunnugir segja að stofna verði 6 nýja héraðsskóla til þess að fullnægja menntaþörf æsku sveitanna og þeirra kaup túna, sem enga unglingaskóla hafa, og þessir skólar muni kosta hátt á annað hundrað milljónir kr. miðað við núgild- andi verðlag. Ef vel væri þyrfti að hefjast handa strax á næsta þingi, nota tækifærið meðan af koma ríkissjóðsins er góð. Að 5 árum liðnum þurfa þessir sex nýju skólar að vera komnir upp og teknir til starfa. Þetta er vissulega allstórt átak fyrir rík issjóðinn en þó ekki stærra en svo, að vel er hægt að fram- kvæma það, ef vilji og áhugi er fyrir hendi. Fyrir 30—40 árum hófu nokkrir ötulir og framsýn ir menn baráttu fyrir aukinni alþýðumenntun í sveitum lands ins og bar þar einn mann yfir fjöldann, sem kunnugt er. Furðulegur árangur varð af baráttu þessara manna. Á nokkr um árum voru héraðsskólar reistir í öllum landsfjórðungum. Málið var leyst með glæsibrag, miðað við aðstæður þeirra tíma þrátt fyrir fjárhagsörðugleika og fátækt og þrátt fyrir áhuga leysi nokkurs hluta þjóðarinn- ar og jafnvel megna andstöðu voldugra manna. Fyrir löngu er dómur fallinn í þessum efnum, og allir vildu nú Lilju kveðið hafa. En nú hefur það gerst sem oftar, að sagan endurtekur sig. Við stöndum aftur í sömu spor um og við stóðum fyrir 40 ár- um. Aftur vantar sex skóla. Um það eru allir sammála. Um nauð syn þessara skóla er enginn á- greiningur. Skilningur allrar þjóðarinnar á þörf alþýðumennt unar er nú fyrir hendi. Réttinn til lögboðinnar menntunar ve- fengir heldur enginn fi-emur en önnur lögboðin mannréttindi í þjóðíélaginu. Minnust þess nú sem gerðist í þessum efnum fyr ir 30—40 árum og berum sam- an aðstæðurnar. Er nú ekki hægari eftirleikúrinn? Vissu- lega ætti svo að vera. Laugaskóli og Eiðaskóli, sem á sínum tíma var endurbyggður fyrir ríkisfé, megna ekki nú- orðið að fullnægja svæðinu þar á milli. Norður-Þingeyjarsýsla er þegar öll orðin utan dyra hjá skólum þessum og raunar nokkru stærra svæði. Skóla þessa er hér ekki um að saka. Þetta er sú þróun, sem að fram an er lýst. Á svæðinu milli þess ara fyrrnefndu héraðsskóla af þeirri stærð, sem æskilegust er nú talin, nokkru minni en Laug arskóla og Eiðaskóla vantar nýj an skóla. Og ríkið verður að byggja þennan skóla og ráða staðsetningu hans eftir að hafa athugað tillögur héraðs búa um það atriði. Héraðsskóli í N-Þingeyjar- sýslu er þegar tekinn til starfa. Þrettán unglingum var kennt í Skúlagarði, síðastliðinn vetur. Námsefni var hið sama og í I. bekk héraðsskólanna. Nú skipa þessir unglingar II. bekk Skúla- garðsskólans en nokkru fleiri nýir nemendur fylla I. bekk. Næsta vetur (1965-66) kann að vera að III bekkur verði starf- ræktur í Skúlagarði auk II bekkjar, en fyrsti bekkur felld ur niður þann veturinn. Héraðs skólinn er þegar tekinn til starfa í leiguhúsnæði. Nú ber að löggilda þennan skóla, fyrir slíku eru dæmi um gagnfræða skóla í kaupstöðum þó ekkert húsnæði eigi. Og jafnframt lög gildingu skólans verður að leysa (Framhald á blaðsíðu 7). AFMÆLISKVEÐJA TIL inorra Sigfússonar OFEL „með öllu” ÞAÐ er með bifreiðir eins og pylsur, að þegar búið er að ákveða hvaða bíl skuli kaupa er aðeins hálfur vandinn leystur. Þá er eftir að velja hvað skuli taka með, af allskonar aukabún aði til aukinna þæginda eða prýði, svona rétt eins og krydd. Svo eru þeir ófáir sem ekki vilja þurfa að brjóta heilan um slíkt, bara fá „einn með öllu“. Opel hefur nú sent frá sér af- brigði af Rekord fyrir þetta fólk og nefnist hann Rekord „L“. í útliti þekkist hann á krómlista meðfram brettum, breiðum krómlista neðan hurða, króm- aðri rennu, hjóldiskum og stuð arahorni. En aðalmunurinn er þó að innan; vélin er 75 hesta í stað 67 og gírkassinn er fjór skiptur i stað þriggja gíra (og auðvitað alsamhæfður). Fram- sætin eru tveir aðskildir stólar, og má halla bökunum á alla vegu, þar á meðal í lárétta stöðu. Gólfið teppalagt aftan sem framan (og að sjálfsögðu ÞAÐ gagnar víst ekki að mæla gegn því, að Snorri Sigíússon fyrrverandi námsstjóri hafi orð ið áttræður siðasta dag ágúst- mánaðar þessa árs. Hitt er næsta ótrúlegt, að aldur hans sé svo hár, ef dæma skal eftir útlitj hans og andlegri orku, lífsfjöri og áhuga á fjölmörgum velferðarmálum. Afmælisgreinar hafa verið skrifaðár um Snorra og hans minnst lofsamlega sem mak- legt er. Ekki veit ég þó til að nokkur sveitungi hans hafi sett nokkuð á prent í tilefni afmæl isins. Og þó að það sé ekki venja og ef til vill kátlegt að senda kveðjur löngu eftir að afmælið er um garð gengið, þá „út í horn“), armhvíla í miðju aftursæti, farangursnet á sætis bökum, tvöföld flauta, sjálfvirk ur hitastillir með miðstöð og skyggður veltispegill. Auk þessa fylgjr að sjálfsögðu allur sami búnaður og fylgdi öðrum Rek- ord-gerðum án aukagreiðslu. Miðstöð rafmagnsklukka, rúðu sprauta, vindlingakveikjari, mælaborðspúði, bakkljós og upplýst kista, hanzkahólf og öskubakki o.s.frv. Loks er bíll- inn rækilega merktur, svo öll um megi Ijóst verða, að eigand inn láti sér ekki nægja minna en Rekord L með öllu. langar mig að senda Snorra hlýja kveðju héðan úr dalnum okkar beggja með árnaðarósk- um og þökkum fyrir margliátt- aða ræktarsemi hans við fæðing. arbyggð sína. Það er fjarri mér að segja hér ævisögu Snorra. Þjóðin þekkir starfsferil hans og ríku- legan ávöxt af afskiptum hans af uppeldismálum. Hann er einn þeirra manna sem strá í kringum sig gleði, uppörvun og mannkærleika og fær því ekki dulizt. Aftur á móti vil ég drepa á þætti úr þeirri sögu sem Snorri á hér í Svarfaðardal. Starfstími hans var að vísu skammur, en mörkuð voru góð spor í menn ingarsögu okkar Svarfdælinga. Snorri Sigfússon er fæddur og uppalinn í Svarfaðardal. Tókst honum með góðra manna hjálp að brjóta sér leið til mennt unar. Stundaði hann nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk prófi þaðan. Síðan sighr hann til Noregs og sezt í lýð- háskólann í Vosfe. Eftir veru sína í Noregi kemur Snorri heim í fæðingarsveit sína, ákveð inn í að nota þekkingu sína og menntun í þágu hennar. Hann hefst líka fljótt handa, stofnar unglingaskóla í sveitinni, kenn ir á fleiri en einum stað og flyt Ur sig á milli kennslustaða, lík- lega á hálfsmánaðar fresti. Þetta var mikið nauðsynjamál sem bezt sást á því hve aðsókn að skólanum var mikil. Og það ætla ég að enginn hafi gleymt þeim tíma, sem hann var í ung lingaskólanum hjá Snorra. Kennt var af þeim eldmóði á- huga og fjöri að enginn nem- andi varð ósnortinn. Allir lögðu sig fram og náðu undraverðum árangri á skömmum kennslu tíma. Eg var einn í þessum menntahópi og enn í dag ylja mér minningamar frá þessum skóladögum. En hræddur er ég um, að litla fjármuni hafi Snorri haft fyrir erfiði sitt, enda var ekki til þess stofnað af gróðavon. Þar réðu aðrar hvatir. Þegar Snorri dvaldi í Noregi kynntist hann ungmennafélags- hreyfingunni. Varð hann gagn tekinn af anda hennar og hann einsetti sér að vinna henni rúm hér heima. Skömmu eftir heimkomuna tók Snorri ásamt fleirum að vinna að ungmenna- félagsstofnun. Og 30. des. 1909 verður Ungmennafélag Svarf- dæla til.-Má fullyrða að Snorri var þar aðalhvatamaður. Hann varð líka fyrsti formaður félags ins og skipaði þann sess á með an hann dvaldi í dalnum. Á fyrstu árum félagsins rikti mik il bjartsýni og gróska í starfi þess. Unnið var af fórnfýsi og félagsþroska og mörgu nytja- máli lagt lið. En víst er að Snorri var lífið og sálin í starfi félagsins og markaði stefnuna meir en nokkur annar. Og löngu eftir að hann var fluttur í ann an landsfjórðung var sem andi hans svifi yfir vötnunum í félag inu. Hann sleit heldur ekki tengslin við félagið sitt, en fylgd ist með starfi þess og um margra ára skeið brást ekki, að skeyti kæmi frá Snorra á af- mælisdegi þess. Fögnuðu félags mennirnir þessu ákaft. Atvikin höguðu því svo, að Snorri dvaldi fá ár í Svarfaðar dal eftir skólanám. En á þeim stutta tíma beitti hann sér fyrir og vann að mörgum nauðsynja og menningarmál eins og lítil- lega hefur verið hér vikið að. Hann sýndi þá strax hvert hug ur hans stefndi, að vinna að ræktun og menningu uppvax- andi æsku. Og því starfi hefur hann verið trúr fram á þennan dag, því að hvar sem Snorri hef ur dvalið hafa verkin borið hon um vitni sem einhverjum merk asta skólamanni og uppalanda sinnar tíðar á landi hér. Þó að Snorri hafi megin hluta ævinnar dvalið utan sinnar fæð ingarsveitar, þá hafa rætur hans ávallt legið heim. Það hefur hann sýnt við fjölmörg tæki- færi, svo að ljóst er hvaða hug hann ber til dalsins og íbúa hans. Og við Svarfdælingar þökkum Snorra innilega fyrir ræktarsemi hans, störfin og bróðurhuginn og biðjum guð að blessa hann og ástvini hans til hinztu stundar. Helgi Símonarson - Skeramtikvöld . . . (Framhald af blaðsíðu 8). Hafinn er nú þegar öflugur undirbúningur, í trausti þess að starfsemi, sem þessi, fái verð- ugan byr, því þó mikið sé um áfengisneyslu hér í bænum sem og annarsstaðar, þá er stór hóp ur manna og kvenna sem vill skemmta sér .án áfengis. Ákveðin eru þrjú spilakvöld fyrir jól. Fyrsta spilakvöldið verður föstudaginn 23. október í Alþýðuhúsinu kl. 8,30. Góð heildarverðlaun verða veitt fyr ir öll þrjú kvöldin, einnig verða kvöldverðlaun. Allir, eldri sem yngri, eru velkomnir meðan hús rúm leyfir. Njótið heilbrigðra skemmtana. Án Bakkusar eru allir velkomnir. S.K.T. Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.