Dagur - 14.10.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 14.10.1964, Blaðsíða 1
Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 afgreiðsla) Dagur XLVII árg. — Akureyri, miðvikudaginn 14. október 1964 — 76. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði I gær var enn leitað að Sæfelli frá Flatevri o •> Á LAUGARDAGINN fórst vél- báturinn Mummi ÍS 366. Hann var þá í fiskiróðri og um 9 sjó FLAGIÐ OG ÓFÆRU- GJÁ ERU EFTIR FYRIR nokkru lauk vinnu við Múlaveg á þessu sumri, og hefur miðað allvel. Enn er þó eftir 7— 800 metra kafli og fremur erf- iður, því þar er Flagið, sem þó er byrjað á, og Ofærugjá. í Múlaveginum unnu í sumar 20 manns þegar flest var, þar með taldar tvær ráðskonur. Unnið var þá með 4 jarðýtum allan sólarhringinn. En auk jarðýtuvinnu og ræsagerðar þurfti að vinna mjög að spreng ingum. Eftir era að brúa Brim- nesá, sem er Ólafsfjarðarmegin og Torfdalsgil. Bækistöð vega- vinnumanna í sumar var við Sauðá, sem í sumar var brúuð. Vonir standa til, að Múlaveg- ur verði fær bifreiðum á næsta sumri, ef fjárframlög verða næg til að ljúka verkinu. □ mílur út af Barða er straum- hnútur lenti á honum með þeim afleiðingum að bátnum hvolfdi og að þrem mínútum liðnum var hann sokkinn. Slysið varð kl. 2.30 e.h. Litlu eftir að báturinn sökk, skaut kistu með gúmbjörgunar bátnum upp. Tveir menn voru þá enn ofansjávar og björguðust þeir Hannes Oddsson og Olav Oyhals, báðir frá Flateyri. Mennirnir sem fórust voru þessir: Marteinn Tausen, fær- eyskur að ætt, Pálmi Guðmunds son, Þórir Jónsson, allir búsett ir á Flateyri og Hreinn Sigur- vinsson, Sæbóli á Ingjaldssandi. Mummi var 54 tonna eikar- bátur. SÆFELLS SAKNAÐ. Sæfell SH 210 fór frá Akur- eyri aðfaranótt sl. sunnudags og hefur hans verið saknað síðan, þrátt fyrir mikla leit á sjó og í lofti. Á bátnum, sem er fimm ára gamall eikarbátur, 74 tonn að stærð eru þrír Flateyringar. Hin nýja og glæsilega Járn- óg glervörudeild K.E.A. (Ljósmynd: G. P. K.) Ný Járn- og glervörudeild KEA opnuð á Akureyri llin breyttu húsakynni skapa betri þjónustu Þetta er eins og guiiævinifri Neskaupstað, 13. október. — Nú munu síldarþrærnar hér á Aust fjörðum langt til fullar, nema á Vopnafirði, en væntanlega fara skipin þangað með síld eft ir morgundaginn, ef veiði verð ur svipuð. Hingað komu á 8. þúsund mál í fyrradag, 6 þús. í gær og 7. þúsund í dag. Aflinn hefur ver ið nokkuð jafn undanfarna daga Þokur eru tíðar á miðunum og Rússnesku veiðiskipin torvelda einnig veiðar. Síldin er smá og ekki söltun arhæf, einnig heldur fituminni en áður. Sldarbátarnir hafa fengið stór þorsk og einnig ufsa með síld- inni. Einn bátur kom t.d. með 10 tonn að þorski til viðbótar góðum síldarafla. Sæfaxi er að fara til Þýzkalands með þennan þorsk. Hinar miklu afskipanir og þar afleiðandi mannekla gerðu það að verkum, að minna var saltað af síld, en efni stóðu til að öðru leyti En við þurfum ekki að kvarta því hér hefur verið eins konar gullævintýri hinna miklu síldveiða. Því miður snýst senni lega of margt um blessaða síld Siglufjarðarskarð er nú fært aftur BÚIÐ er að opna Siglufjarðar- skarð og hefur umferðin þar verið mjög mikil. ina, því annað hefur nú reynst varanlegra í landi voru en síld. En hv^ð sem því líður hlítur maður að grípa gæsina á með an hún gefst. — H. Ó. NÝLEGA er lokið all umfar.gs miklum breytingum í Hafnar- stræti 91, þar sem voru Vefnað arvörudeild, Herradeild og Járn og Glervörudeild KEA. Hús- næði þetta hefir nú verið sam einað og þar opnað í dag, þriðju daginn 13. okt. Járn og Gler- vörudeild KEA. Búsáhaldadeild KEA, sem áður var í tengslum við Véladeildina en skildi við hana sl. áramót, hefir nú sam einast Járn og Glervörudeild og nýtur því sama húsnæðis. Hin nýja sölubúð hefir því á boð- stólum fjölbreytt úrval af margs konar heimilistækjum, búsáhöld um, Ijósaútbúnaði, glervöru, út- varpstækjum, verkfærum, raf- magnsáhöldum ýmiskonar, auk þess varnings, sem fyrir var á deildinni, svo sem barnaleik- föng, sportvörur ýmiskonar, málningarvörur, ljósmyndavör- ur, skotfæri, pappírsvörur, margskonar gjafavörur o.m.fl. Mestum hluta söluvarningsins er fyrirkomið í vörueyjum svo að viðskiptavinirnir eiga mjög hægt með að skoða flestar vör- ur án beinnar aðsoðar afgreiðslu fólks. Teikningar af breytingunum gerði Teiknistofa SÍS, en verk- stjórn annaðist Stefán Halldórs son, múrarameistari. Innrétting ar voru smíðaðar á Húsgagna- vinnustofu Ólafs Ágústssonar, málningu annaðist Jón A. Jóns son, málarameistari og raflagn ir Raflagnadeild KEA. Deildarstjórar Járn- og Gler vörudeildar eru þeir Frímann Guðmundsson og Jóhann Snorra son. (Fr éttatilky nning ). Tangarsókn fengdamömmu Fyrsta verkefni Leikfélags Akureyrar f gær rak skepnu þessa á fjörur Oddeyrar, norðan við Niðursuðuverksmiðju Kr. Jónssonar. Sjómenn nefna hana risakolkrabha en kváðust raunar eklci hafa séð svo risavax- inn kolkrabba öðru sinni. Krabbinn er um 5 metrar að lcngd, að örmum mcðtöldum, en búkurinn er rúmlega 1 metri. — (Ljósmynd: EL D.) ÆFINGAR munu nú um það bil hafnar hjá Leikfélagi Akur eyrar á gamanleiknum Tangar sókn tengdarmömmu, í þýðingu Ragnars Jóhannessonar og und ir leikstjórn Guðmundar Guð- mundssonar. Þetta er fyrsta verkefni LA á leikári því, sem nú fer í hönd. Leikendur eru níu talsins en með aðalhlutverkið fer frú Sig urveig Jónsdóttir. Á nýafstöðnum aðalfundi LA kom það m.a. fram, að fjárhagur félagsins er góður. Munu bæjar búar og aðrir leikhúsgestir ef- laust njóta þess í vetur. Stjórn Leikfélags Akureyrar skipa: Jóhsmn Ogmundsson, for maður, Björn Þórðarson, vara- formaður, en meðstjórnendur Jón Kristinsson og Kristján Kristjánsson. Fyrr í haust var haldinn aðal fundur Bandalags ísl. leikfélaga og varð þar stjómarbylting og (Framhald á blaðsíðu 2). LARUS RIST LATINN LÁRUS RIST, hinn kunni íþróttafrömuður og sundkappi, er látinn. Jarðaför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju á föstudaginn. Blaðið mun síðar minnast hins látna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.