Dagur - 14.10.1964, Blaðsíða 2
! (Framhald af blaðsíðu 8).
stoð við sjávarútveginn — telur
kjördæmisþingið, að þingmenn
Norðurlandskjördæmis eystra
eigi að beita sér fyrir því á
næsta Alþyngi, að fyrrnefndar
sérbætur verði teknar upp á ný
og muni þá hagkvæmast að
miða við sumarveiddan fisk
fyrst og fremst. Jafnframt telur
kjördæmisþingið nauðsynlegt
áð gera þeim fiskiðjuverum sem
hafa úr litlu að spila, á ein-
hvern hátt kleift að tileinka sér
þær tækninýjungar og vinnu-
hagræðingu, sem nú tíðkast í
hinum stærri fiskiðjuverum
syðra.
Þar sem aflabrestur fyrir
Norðurlandi- undanfarin ár, hef
ir mjög lamað atvinnulíf í þorp
um og kaupstöðum svo til al-
gerrar uppgjafar horfir víða um
þessi mál, skorar þingið á þing
menn kjördæmisins að taka
þessi mál til skjótrar úrlausnar
og fylgja þeim fast eftir, enda
hafi þeir samráð við forráða-
menn viðkomandi staða og leiti
leiða, sem að gagni mega koma
nú þegar.
Kjördæmisþingið telur nauð-
synlegt að lögin um Aflatrygg-
ingarsjóð sjávarútvegsins verði
endurskoðuð svo fljótt sem
verða má.
5. Kjördæmisþingið telur
tímabært og leggur áherzlu á,
að komið verði upp með lögum
án tafar, sjálfstæðri og öflugri
ríkisstofnun til að vinna að ráð
stöfunum, sem stuðia að jafn-
vægi í byggð landsins og gerir
það að tillögu sinni, að jafnvæg
is- eða landsbyggðarstofnun
þessari verði fenginn til umráða
ár hvert fastákveðinn hundraðs
hluti af tekjum rikisins, og sé
hundraðshluti þessi ákveðinn í
lögunum. Kjördæmisþingið tel-
ur það hlutverk slíkrar jafnvæg
isstofnunar að fylgjast með þró
un landsbyggðar og þróunar-
horfum á hverjum tíma og gera
sér í samráði við hlutaðeigandi
byggðarlög grein fyrir, hvað
því veldur á hverjum stað eða.
landssvæði, að byggð dregst
saman eða eflist ekki sem skyldi
og að fólksfækkun, bein eða
hlutfallsleg á sér stað, enda
styðji hún með fjárframlögum
eða á annan hátt þær fram-
kvæmdir, sem líklegar eru til
úrbóta. Kjördæmisþingið tekur
það fram, að það ætlast til þess
að fjárframlög frá jafnvægis-
stofnuninni, lán eða óendur-
kræft fe, komi til viðbótar þeim
fjárframlögum, sem almennt er
fáanleg til framkvæmda, sam-
kvæmt núgildandi lögum og
venjum. Það telur, að á vegum
jafnvægisstofnunarinnar komi
einkum til greina fjárframlög til
eflingar atvinnuh'fi í hlutaðeig
andi byggðarlögum eða lands-
hlutum, svo og til að tryggja
það, að ekki skorti fé til að
koma upp íbúðum á þessum
svæðum. Þá telur þingið það
koma ti! greina, að stuðningur
við einstaka landshluta eða
byggðarlög verði í bví fólginn,
að jafnvægis- eða landsbyggða-
stofnunin leggi fram fé tíl sjálf-
incsms
stæðra jafnvægis- eða uppbygg
ingasjóða, sem þar kunna að
verða stofnaðir með fjárfram-
lögum heima fyrir, enda starfi
þeir í samráði við jafnvægis-
stofnunina og í samræmi við til
gang hennar og áætlanir. Sér-
staklega leggur þingið áherzlu
á, að jafnvægisstofnunin sé jafn
an reiðubúin til að gera, ef með
þarf, skyndiráðstafanir til bráða
birgða til að koma í veg fyrir
eyðingu byggðarlaga, ef í ljós
kemur, að eyðingarhætta sé yf-
irvofandi. Kjördæmisþingið á-
telur tómlæti núverandi ríkis-
stjórnar og þingmeirihluta í sam
bandi við tillögur Framsóknar-
manna í þessu máli. Það telur
ríkisvaldinu skylt að gera sér
grein fyrir þe'irri hættu sem yf
ir þjcðinni vofir og sjálfstæði
hennar, ef henni lánast ekki á
komandi tímum að byggja land
sitt eins og með þarf til þess að
eignar- og umráðaréttur hennar
á því verði áfram óvéfengjan-
legúr.
6. Kjördæmisþingið ítrekar
það álit síðasta kjördæmisþings,
að leggja beri kapp á að ljúka
rafvæðingu allra byggða lands
ins fyrir lok ársins 1968, og öll
um landsmönnum eigi að gefa
kost á rafmagni með sama verði
af ríkisins hálfu.
7. Kjördæmisþingað telur
nauðsyn á því að gera stórátak
í skólamálum dreifbýlisins með
það fyrir augum, að unnt sé að
fullnægja með eðlilegum hætti
lögboðinni fræðsluskyldu og
gera unglingum í sveitum og
þorpum kleift að njóta fram-
haldsmenntunar heima í héruð-
um til jafns við það, sem bezt
gerist í kaupstöðum. Sérstak-
lega bendir þingið á, að nauð-
synlegt er að fjölga héraðsskól
um í Norðurlandskjördæmi
eystra, þannig að komið verði
á fót á næstu árum héraðsskól
um í Eyjafjarðarsýslu og Norð
ur-Þingeyjarsýslu. Einnig telur
þingið nauðsyn bera til þess, að
fræðslukerfið verði endurskoð
að frá rótum og að sem fyrst
verði gerð áætlun um framtíð
arstaðsetningu hinna ýmsu sér
skóla og annarra menningar-
stofnana, sem ætla má, að þjóð-
in þarfnist í framtíðinni. Tek-
ur kjördæmisþingið undir þá
stefnu, sem fram kemur í þings
ályktunartillögu þingmanna
Framsóknarflokksins í þessu
kjördæmi, að Akureyri verði
efld sem skólabær, og stefnt
verði að því, að háskóli taki þar
til starfa í framtíðinni.
8. Kjördæmisþingið telur
það eitt meginhlutverk Fram-
sóknarfélagsins í ísl, stjórnmál
um að beita sér fyrir markvissri
og skipulegri dreifingu byggðar
innar um landið. Þingið tekur
kröftuglega undir þá skoðun,
sem fram hefur komið í seinni
tíð, að líklegasta leiðin til að
skapa í náinni framtíð raun-
verulegt mótvægi Norðurlands
gegn aðdráttarafli höfuðstaðar-
ins sé atvinnuleg og menningar
leg efling Akureyrar. Jafnframt
lýsir þingið þeirri ákveðnu skoð
un sinni, að margskonar iðíiað-
ur hljóti í æ ríkari mæli að vera
undirstaða vaxandi fólksfjölda
og aukinnar atvinnu í bæjum
og þorpum kjördæmisins. Skal
sérstaklega bent á þá gífurlegu
möguleika sem fólgnir eru t.d.
í vinnslu sjávarafurða og sauð
fjárafurða, skipasmíðum fyrir
fiski- og kaupskipaflota, þar á
meðal smíði stálskipa o.m.fl.“
Fyrsta verkefni L. A.
(Framhald af blaðsíðu 1)
nýkjörnir stjórnendur félagsins
valdir norðan heiðar. Þessir
skipa stjórnina: Jóh. Ogmunds-
son, formaður Sigurður Hall-
marsson, Húsavík, Kristján Sig-
fússon, Ytra-Hóli, Steingrímur
Þorsteinsson Dalvík og Þor-
steinn Jónsson, Ólafsfirði.
Gefjim sigraði í Firmakeppni Golfklúbbsins
LAUGARDAGINN 9. þ.m. lauk
Firmakeppni Golfklúbbs Akur-
eyrar með sigri Ullarverksm.
Gefjun, en fyrir hana keppti
Hafliði Guðmimdss. — Til úr-
slita kepptu Gefjun og Valprent
hf., en fyrir hið síðameínda lék
Svavar Ilaraldsson. — f undan
úrslitum voru þessi fyrirtæki
Rakarastofa Ingva, Halla og
Valda, Valprent hf., Sjálfstæð-
ishusið, Þvottaliúsið Mjöll, Bóka
verzlunin Edda, Búnaðarbank-
inn, Prentsm. Björns Jónssonar
hf. og Gefjun. —
Þessi fyrirtæki tóku þátt í
Firmakeppninni að þessu sinni
auk þeirra, sem áður er getið:
Pétur & Valdimar, Samvinnu-
Ekki í imdaiiíirslit
CUÐMUNDUR Gíslason hefir
nú lokið keppni á Olympíuleik-
unum í Tokíó í 100 m skrið-
sundi og 400 m fjórsundi. í hvor
ugri greininni komst hann í
undanúrslit.
í 100 m skriðsundi synti hann
á 59,0 sek og varð 57. af 65 kepp
endum. Sigurvegarinn, sem er
Bandaríkjamaður, synti á 53.4
sek.
í 400 m fjórsundi synti Gúð
mundur á 5.15.5 mín og er það
bezti tími sem íslendingur hef
ir náð í 50 m laug. ,Hann varð
22. í röðinni af 31 keppanda.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
hefir iokið keppni í 100 m skrið
sundi, synti á 1.06.4 mín og hafn
aði í 34. sæti 44 keppenda.
tryggingar, Iðja hf., Kaldbaks-
veg, Verkamaðurinn, Hljóðfæra
verzlun Akureyrar, Hótel KEA,
Rakarastofa Hafsteins, Hagi hf.
Pvlsugerð KEA, Jakob Bjarna-
son & Co., Ferðaskrifstofa Jóns
Egils, Herradeild J.M.J, Heildv.
Tómasar Steingrímss, Efnagerð
Akureyrar, Útgerðarfélag KEA,
Bifreiðast. Stefnir, Einir hf.,
Saumastofa Gefjunar, Ferða-
skrifst. Saga„ Skinnaverksm.
Iðunn, Brunabótafél. ísl., Út-
gerðarfél. Akureyringa hf., Leð-
urvörur hf., Bifreiðaverkst. Jóh.
Kristj.s., Stjörnu apótek, Kaup
fél. verkamanna, Olíusöludeild
KEA, Verksm. Glitbrá, Flugfél.
ísl., Norðurleiðir, Kaffibrennsla
Ak., Gullsm. Sigtr. & Pétur,
Bílasala Höskuldar, Brauðg. Kr.
Jónss., Landsbanki ísl., Kristj-
án Jónss. & Co., Ofnasmiðja
Steindórs, Alþýðumaðurinn,
Raflagnadeild KEA, Súkkulaði
verksm Linda, Strætisv. Ak.,
Póstbáturinn Drangur, Morgun
blaðið, Baugur hf. Þórshamar
hf. Efnag. Flóra, Fatagerðin
Burkni, íslendingur, Almennar
tryggingar, Dagur, Kjötbúð
KEA, Raforka hf., Fataverksm.
ITekla, Smjörlíkisgerð KEA, Val
björk hf., Blómabúð KEA, Tím
inn, ÁTVR, Malar & steypst.,
Prentverk Odds Björnssonar hf.
Borgarbíó, Prentsm. Björns
Jónssonai' hf. og Rakarast. Sig-
tryggs Júlíussonar.
Golfklúbbur Ak. þakkar þess
um fyrirtækjum stuðning þeirra
við golfíþróttina, um leið og
hann óskar Ullarverksm. Gefj
OVENJULEGUK
FALLÞUNGI
Gunnarsstöðum, 13. okt. — Síð
asta föstudag var lógað 8 vetra
á, ásamt tveim lömbum sínum,
eign bræðranna Árna og Þór-
arins Kristjánsson í Holti.
Þótti fallþungi fjárins óvenju
mikill. Kjötið af ánni vóg 43.6
kg, gæra 7 kg, og mörinn 12 kg.
Annar dilkurinn hafði 28,3 kg
kjötþunga, 5 kg gæru og 2,1 kg
mör, en hinn 24,8 kg kjöt, 5 kg
gæru og 2,7 kg mör. Ærin sem
hét Dúlla, gekk ásamt lömbum
sínum á ræktuðu landi í sumar
og auk þess fengu þau skammt
af káli.
Hér hefir gengið umgangs-
veiki, hvotsótt, og hefur margt
fólk veikst en ekki alvarlega.
Ó.H.
un til hamingju með sigurinn,
og þá um leið Hafliða Guð-
mundssyni, en svo skemmtilega
vill til að þessu sinni, að Haf-
liði er einmitt starfsmaður Gefj
unar, og verður vart annað
sagt en að hann vinni sínu fyr-
irtæki vel.
Skin cg skúrir
ENGIN gengur óslitna sigur-
göngu. Það á við um Keflvík-
inga, íslandsmeistarana í knatt
spyrnu. Þeir hafa leikið tvo
leiki eftir „krýningu“ og tapað
þeim báðum. Fyrst við B-lið KR
og við Akurnesinga í „Litlu
Bikarkeppninni" sl. sunnudag.
BIKARKEPPNI K.S.I.
TVEIR leikir fóru fram í Bikar
keppninni um síðustu helgi, báð
ir í Reykjavík. Fram vann Val
2:0 og KR-a vann KR-b 2:1. Þá
eru aðeins tveir leikir eftir í
keppninni, leikur milli Fram og
Akraness og sá aðilinn sem sigr
ar kemst í úrslitaleik við KR-a
um Bikarmeistaratignina.
BILASALA HÖSKULDAR
OPEL CARAVAN 1954
í góðu lagi. Ódýr.
BÍLASALA HÖSKULDAR
Túngötu 2, sími 1909
VAUXHALL 5 manna
vel með farinn og í góðu
lagi er til sölu nú þegar.
Semja ber við
Rjarna Kristinsson,
B.S.A.-verkstæði.
TIL SÖLU.
Chevrolet fólksbifreið,
árg. 1946. Ógangfær.
Uppl. í síma 1815.
TIL SÖLU:
Rifreiðin A—31
Renault Dauphine,
árg. 1962, fimm manna.
Ekin 12 þús. mílur.
Kristján Stefánsson,
Hríseyjargötu 10.
Sími 1884.
TIL SOLU:
Chevrolet fólksbifreið,
árgerð 1947. Mjög ódýr.
Uppl. í síma 2624'. ’
TIL SÖLU:
Opel Station-bifreið,
árgerð 1963.
Uppl. í síma 1478.
TIL SÖLU:
Willy’s jeppi, árg. 1946,
með ágætu stálhúsi.
Uppl. í síma 2743.
TILKYNNING
FRÁ SAMVINNUTRYGGINGUM
Iðgjöld af brunatryggingum á innbúi og öðru lausa-
fé, féllu í gjalddaga 1. október sl.
Góðfiislega greiðið iðgjöldin á skrifstofu vorri hið
allra fyrsta.
VÁTRYGGINGADEILD K. E. A.