Dagur - 21.10.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 21.10.1964, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. Raforkumálin SIÐAN Iðnaðarmálaráðherra svar- aði fyrirspurn um stórvirkjunar- og stóriðjumál á þingi, sl. vetur hefur verið heldur hljótt um þau mál af hálfu stjómai-valda á opinberum vett vangi. Þá sagði ráðherrann, að engar fullnaðarákvarðanir hefðu verið teknar, en rædd lauslega ýmsar leiðir sem til greina kæmu, m. a. að virkja Þjórsá við Búrfell og leiða orku það an norður til Eyjafjarðar, enda yrði þar þá komið upp iðnaði, sem notaði verulegan hluta orkunnar fyrst um sinn. Skömmu eftir að þetta gerðizt fluttu Framsóknarmenn tillögu um að þingið kysi nefnd til að kynna sér niðurstöður rannsókna og fram- kvæmdamöguleika og skila áliti til þingsins. Sú tillaga náði ekki fram að ganga en hefur nú verið flutt í annað sinn á nýbyrjuðu þingi. En út fyrir þokuhjúpinn, sem um lykur meðferð þessara mála, á vegum stjórnarvaldanna, berast öðru liverju fréttir, sem mönnum hér nyrðra geðj ast misjafnlega að. Það fréttist t.d. að sunnan, og mun vera satt, að ríkis stjómin hafi nú undanfarið látið vinna að nýrri og dýrri vegagerð í Þjórsárdal og að ráðið sé að byggja þar tvær brýr og séu þarna margar stórvirkar vélar. Þetta þykir benda á, að á hærri stöðum hafi verið tekin ákvörðun, sem krefjist þessara mann virkja, þótt ekki sé frá því skýrt. Þá hafa og þau tíðindi borizt hingað norður nýlega, að stjórnin hafi í vor skipað tvær nefndir, fjögurra manna sérfræðinganefnd, sem að lík- indum hafi skilað einhverskonar áliti og aðra nefnd talsvert fjölmennari sem einnig eigi að fjalla um þessi mál eða einhverskonar lagasetningu í sambandi við þau. Sú nefnd mun, eftir því sem lausfréttir herma, lítið hafa starfað til þessa, en álitið er, að fyrir hana hafi verið eða verði lagðar tillögur, sem samdar séu á vegum ríkisstjórnarinnar. En mjög hljótt hefur verið um skipun þessara nefnda, og hafa t.d. blöð ekki fengið um það að vita og ekki heldur al- þingismenn, ncma þá þeir, sem eru stjórninni innanhandar. Fyrír rúmlega þrem árum sam- þykkti Alþingi ályktun varðandi und irbúning virkjunar Jökulsár á Fjöll- um. Hefur það mál oft verið rætt hér í blaðinu. Nú á þessu ári hafa komið fram á vegum Laxárvirkjunar, mjög ýtarlegar og athyglisverðar áætlanir um framhaldsvirkjun Laxár, sem virðast fela í sér möguleika til mjög mikillar orkuframleiðslu, og að því er virðist ódýrrar, ef ám á vatnasvæði Skjálfandafljóts yrði veitt austur. Um allt Norður og Austurland hefur (Framh. á bls. 7). AFMÆLISÚTGÁFAN í Reykja vík hefur gefið út bók eftir Jón as Jónsson frá Hriflu og nefnist hún Aldir og augnablik. Mun þetta annað hefti að tveim af hinum víðkunnu blaðagreinum Jónasar. í formálsorðum bókarinnar segir höfundurinn m.a.: y „Þessar ritgerðir ,sem her verða birtar eru frá mismun- andi árabili. Þar er víða komið við, um margháttuð áhugarmál. Þær eru í eðli sínu áróður, en ekki tilraunir með stílfágun. Fyrsti kaflinn, Blöðin tala, snert ir margháttuð og ólík þjóðmál. Frelsisglíman er þáttur úr glímusögu allra íslendinga, sem lauk 17. júní 1944, við Hákon gamla og alla hans erfingja. Þátturinn Austanbylting, Vest- anbylting og Landauraríki mið- ar að því að segja í stuttu máli nokkuð frá hinum fáheyrðu á- tökum tveggja voldugra hreyf- inga með byltingarsniði, sem gengið hafa yfir landið. Onnur byltingin kom úr austri. Hin úr vestri. Gamla þúsundáraríkið skelfur eins og ösp í stórviðri við átök hvirfilbylja. Mitt í að- steðjandi upplausn þjóðlífsins eftir átök stormanna, má líta svo á að þjóðin eigi í fórum sín um sinn lífdrykk, það er land aurareikningurinn. fslendingar vinna mikið og búa í góðu landi. Þegar sá tími er kominn, að hinir miklu sormbyljir hafa sannfært íslend inga um, að þeir séu nálega komnir fram af svarta bakkan- um, þá vaknar lífslöngunin og þjóðin grípur til þess úrræðis, að skifta tekjum af framleiðsl- unni milli allra landsins barna eftir gömlum og nýjum raunvís indareglum. Þátturinn hugsjóna mál í Keflavík snertir gömul og ný vandamál í sambúð ís- lendinga og Vestmanna. Þar ér rakin saga óskörulegra við- skipta, þar sem smáríki leitast við að afla fjár í ríkissjóð í and Sauðfjársæðingarstöð (Framhald af blaðsíðu 1) stöðum og einnig sonarsonur Pjakks) og Þokki frá Presthól- um. En samkvæmt þessu hefur Holtsfé í Þistilfirði þótt eftir- sóknarverðast til kynbóta í þess um landsfjórðungi. stöðu við viðurkenndar mann- dómsreglur. í grein minni um Ameríkufund Leifs heppna og hina stórmannlegu viðurkenn- ingu Bandaríkjaþings á þessu afreki íslenzkra manna er leit ast við að finna grundvöll að frambúðarskiptmn íslendinga og Bandaríkjamanna. Leifur heppni og þingið í Washington háfa lagt fyrstu steinana í þessa framtíðarbygg ingu, en að öðru leyti verður bezt fyrirmyndin um sambúð Norðmanna og íslendinga allt frá Landnámi og fram á Sturl- ungaöld. Tvær þjóðir, önnur stór og hin lítil, búa hver á sínu landi, óháðar, en góðir vinir líkt og Njáll á Bergþórshvoli og Gunnar á Hlíðarenda, þar þótti vinátta betri gjöfum. í næsta hefti þessarar útgáfu verður vikið að nokkrum stór- málum og bent á úrræði. ísl. sveitalíf og sveitamenning þarf að eiga glæsilega framtíð. Inn- anlandsfriður endurfæddur við landauraréttindi, jafnar metin. Aldamótahugsjón íslendinga og hin vestræna vélvæðing frá síð asta aldarfjórðungi þjóðarinnar í glímu við konungsvaldið og hin miklu átök í vélvæðingu síð ustu ára sína mátt íslendinga, þegar þeir beita orku sinni með fullri getu. Nokkur deyfð er nú í andlegum og listrænum mál- efnum íslendinga. Hér þarf nýja þjóðstjórn í andlegum og mann legum málefnum. Þar verður að fylkja liði úr mörgum áttum, þar geta tekið höndum saman, kirkja, heimili, skólinn, stéttar félög, samvinnufélög, íþróttafé- lög, ríkisvald og lögregla. Þess ar máttarstoðir eiga að geta tryggt þjóðarþroska og þjóðar sjálfstæði í samvinnu við frjáls huga menningarþjóð. íslending ar eiga að geta byrjað nýtt þroskatímabil, hliðstætt hinu fyrra frægðarríka frá stofnun Alþingis og fram að lokum 12. aldar. Þar fór saman fullkomið sjálfstæði heimilanna, sjálfstæði þjóðarinnar, vinsamleg sambúð við aðrar þjóðir og óskrifað vin áttusamband við styrka bræðra þjóð. í skjóli þess öryggis dafn aði íslenzk menning, svo að hún varð um stund þáttur heims- menningar. Enn eru öll skilyrði til að fslendingar geti tekið þátt í glæsilegri þróun, ef þeir gæta hófs og atorku í daglegu lífi og kunna að búa með drengskap og manhdómi, bæði að sínum eigin löndum og þeim erlendu þjóðum, sem íslendingar eiga skifti Við“. Til þess að gefa ehn meiri hugmynd um hina nýútkomnu bók, skulu hér nefnd nokkur greinarheiti: Lína Leifs heppna, Rembrandt íslendinga, Sprunga í þagnarmúrinn, Matthíasarhús, Mesta menntastofnun landsins, Sólarhof Rómverja, Arfur bylt inganna, Hrun krónunnar og margt fleira. Aftast í bókinni er Stjómmálabréf til Bjama Bene diktssonar forsætisráðherra. Bókin Aldir og augnablik er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. FULLIR MENN í FLUGVÉLUM FYRIR nokkru síðan lagði blað ið þá spurningu fyrir Flugfélag íslands, og að gefnu alvarlegu tilefni, hvaða reglur giltu um drukkna flugfarþega í innan- landsflugi. Flugfélagið .svaraði spurningunni í kurteislegri grein, sem birt var hér í blað- inu 10. október undir fyrirsögn inni „þjónusta og þegnskapur". Þar segir m. a.: „Það er ófrá- víkjanleg regla að séu menn drukknir er þeim synjað fars í því ástandi. Einnig er strang- lega bannað og ríkt eftir því gengið, að farþegar á innanlands flugleiðum, hafi ekki áfengi um hönd meðan á flugi stendur“. Þetta eru greinargóðar upp- lýsingar og þetta eru líka sjálf sagðar og góðar reglur. En því miður er þessum sjálfsögðu regl um ekki fylgt betur en svo, að hvað eftir annað kemur til vand ræða á meðan á flugi stendur og jafnvel átaka við drukkna far þega. Þetta gengur svo langt, að farþegar eru ekki óttalausir gagnvart þessum „vitfirringum“ Þetta er staðreynd, sem Flug- félag íslands þarf að taka til rækilegrar athugunar, áður en alvarlegri atburðir gerast í þessu sambandi. „Drukknir menn fá ekki far“, segir Flugfélag íslands í grein sinni. Jú, svo á það að vera. En hver ber þá ábyrgð á því, að hér stangast stundum kaldur veruleikinn á við hinar ágætu reglur? Eru það afgreiðslumenn á hverjum stað, sem bregðast skyldum sínum? Eru það flug stjórarnir, sem bregðast? Eða eru þessar reglur aðeins til þess að grípa til við einstök tækifæri en ekki til að fara eftir í dag- legu starfi? Blaðið er vel kunnugt þeim Akreinar misnotaðar í Bindindisfélagi ökumanna Ak ureyri eru nú 70—80 félags menn og er áhugi mikill hjá félagsmönnum. Þann 7. október var haldinn fundur í félaginu og mætti þar Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn. Ræddi hann um umferðamál og fleira. M. a. útskýrði hann akstur á akrein- um þeim, sem settar voru hér í bæinn á síðastliðnu sumri. Kom fram í umræðunum að mikill misbrestur virðist á að allir aki þar eftir settum regl um. Var samþykkt á fundin- um eftirfarandi tillaga frá um- ferðarnefnd félagsins: „Fundur í BFÖ á Akureyri beinir því til umferðanefndar bæjarins og yfirstjóm um- ferðar í bænum að birtar verði skýringar og umsagnir í blöð um bæjarins, um akstur á ak- reinum þeim í bæniun er tekn ar voru í notkun í sumar“. Ennfremur var samþykkt á- skorun til bæjarstjórnar að láta hraða byggingu umferðagötu austan húsanna í Aðalstræti. Þar eru nú ein hættumestu gatnamót í bænum þar sem mæt ast Hafnarstræti og Aðalstræti. Bæði vegna þrengsla og umferð ar gangandi fólks og barna. í fundarlok voru sýndar kvik- myndir. (Frá BFÖ Akureyri) örðugleikum, sem í þessu sam- bandi skapast í daglegu innan- landsflugi, og er þakklátt fyrir opinberar og hreinskilnar um- ræður. Þær ættu meðal annars að opna augu almennings fyrir gildandi reglum er farþega varð ar í sambandi við notkun áfeng is í flugferðum. Þær ættu líka að leiða til endurskoðunar Flug félagsins sjálfs á því, hversu unnt sé að framfylgja sjálfsögð um öryggisráðstöfunum í sam bandi við ölvaða farþega — á annan og betri hátt en nú er. SKATTAMÁL Fokdreifum hefur borizt eftir farandi frá P. A. P.: Það mun vera að bera í bakka fullan lækinn að minnast á skattamál okkar. Þó langar mig til að ræða eitt atriði, sem lítið hefur verið ritað um, en það er yfirvinnan. Er það sanngjarnt, að maður sem skilar 8—10 klst dagsverki, og hvort sem hann er í tíma- vinnu, mánaðarkaupi eða árs- kaupi, greiði skatta af öðrum vinnutekjum? Mitt svar er neitandi. Rök- stuðningur minn er einfaldlega þessi: Maðurinn hefur skilað sínu ákveðna og lögboðna dags verki. Nú er það svo, að starfs þrek og starfslöngun manna er misjafnt. Þannig hefur það ver ið og verður alla tíð. Ef vinnu- veitandi þarf að láta vinna yfir vinnu og getur það, á sú vinna að vera algerlega skattfrjáls. Ef svo væri, yrði minna um skatt- svik og yfirhylmingar, og margt væri hægt að gera, sem ekki er unnt að fá menn til að vinna við, vegna skattanna. Og þá hef ur bréfritari lokið máli sínu. Blaðið vill gjaman taka undir það sjónarmið, sem hér kemur fram. Má í því sambandi minna á, að samkv. núgildandi lögum mun láta nærri að opinber gjöld af unninni yfirvinnu, séu sem næst 50-60%. Fer þá hagnaður- inn af yfirvinnunni að verða heldur lítill. Telja má, að það sé ekkert ósanngjarnt að yfir- vinnan væri skattfrjáls. Á því myndi bæði vinnuveitandi og ríkið geta hagnast þar sem vinnuafl leystist þá úr læðingi. Hvað gera Norðmenn fyrir dreifbýlið? Á VEGUM Norræna félagsins á Akureyri flytur Reidar Carl- sen erindi um þetta efni að Hó- tel KEA á n.k. fimmtudag 22. okt. kl. 8,30 síðdegis. Væntir fé- lagið að. menn fjölmenni til að hlýða á efni, sem svo mjög er umtalað hér ekki síður en í Noregi Fyrirlesarinn, Reider Carlsen fyrrv. sjávarútvegsmálaráð- herra, Noregs, kemur til Islands á vegum Félagsins Ísland-Nor- egur. Hann er nú forstjóri fyrir Distriktenes utbyggingskontar í Ósló, stofnun er mætti nefna framkvæmdastofnun dreifbýlis ins. Reidar Carlsen mun flytja erindi um starfsemi stofnunar- innar í Reykjavík og á Akur- eyri. En markmið þessarar stofnunar er að stuðla að fram- kvæmdum, sem tryggja aukinn og arðvænlegan atvinnurekstur í héruðum, þar sem þessir mögu leikar eru takmarkaðir og at- vinnulíf fábreytt. Reidar Carlsen er fæddur í Bodö 1908. Hann lauk skóg- skólanámi 1929. Næstu árin stundaði hann allskonar vinnu m.a. við landbúnað, skógrækt, fiskiveiðar og blaðamennsku. Síðar var hann um skeið skógar vörður í heimahéraði sínu, Bod- in. Hann starfaði á þessum ár- um mikið við allskonar félags- mál, en einkum í verkamanna- flokknum og í félagssamtökum sjómannafélagsins í Nordland fylki frá 1939 til 1945. Árið 1945 var hann kjörinn á þing fyrir verkamannaflokkinn í Nordland fylki. Hann var ráð- herra í 1. ríkisstjórn Gerhard- sens (1945—1951), lengstum sem sjávarútvegsmálaráðherra. Reidar Carlsen heíur ávallt látið. sig mál Norður- Noregs og dreifbýlisins miklu skipta. Ái- ið 1952 varð hann forstjóri fyrir Utbyggingsfondet for Nord- Norge, en sá sjóður var stofn- aður til þess að efla atvinnulíf- ið í nyrstu héruðum Noregs. Ár ið 1961 var Distriktenes utbygg ingskontor sett á stofn, og var þá fyrrnefnd stofnun innlimuð í hana, og varð Reidar Carlsen þá forstjóri hinnar nýju stofnun ar. (Frá Norrænafélaginu). - LAXAGENGD ... (Framhald af blaðsíðu 8). tækifæri til að gera þær ár að góðum laweiðiám, sem ekki hafa sjálfar skilyrði til að ala upp sinn eigin lax. En árnar eru mjög mismunandi. Á síðustu árum hafa margir hallast að þeirri kenningu, að tryggast og líklegast til veru- legs árangurs sé, að ala laxinn í göngustærð. Þótt það sé gert endurh. ekki nema 10% af slepptum gönguseyðum, svo mik 11 er rýrnunin. En frjósemi lax ins er mjög mikil. Fjögurra og fimm punda hrygnur hrygna allt að 4500 hrognum. Síðan klekjast hrognin út í ánni og þar eru seyðin 2—5 fyrstu árin, þar til útþráin kallar þau til hafsins. En þar tekur laxinn skjótum þroska. Eftir tvéggja ára dvöl í sjónum eru laxarnir orðnir 7— 12 punda þungir. Að sjálfsögðu eru takmörk fyrir því í hverri á, hve mörgum nýjum löxum þær bjóða uppvaxtarskilyrði. Hinsvegar eru lítil takmörk fyr ir því, hve hægt er að auka laxagöngur með því að ala upp laxaseyðin í göngustærð. Og á því byggist möguleikinn um helmingsaukningu laxa fjölda í ám og helmings veiði- aukningu. á kjördæmisþingi Framsóknar- manna í Norðurl.kjörd. eystra. Síjórnmálanefnd: Framsögumaður Valtýr Krist jánsson. Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, haldið að Laugum í Reykjadal dagana 29.—30. ágúst 3964, lýsir yfir því, að það tel- ur, að stjórnarandstaða Fram- sóknarflokksins hafi á undan- förntun árum borið mikilsverð- an árangur í þá átt að draga úr framkvæmd óbilgjarnrar íhalds og ójafnréttisstefnu núverandi ríkisstjórnar, svo og í þá átt að draga úr óvarkárni stjórnarinn- innar í utanríkismálum. Kjördæmisþingið bendir á, að nú á þessu ári er svo komið fyrir ríkisstjórninni, að hún hefur ekki lengur neina sam- ræmda og yfirlýsta stefnu í landsmálum. Uppbótakerfið, er ríkisstjórnin heitstrengdi að af- nema, færist nú í aukana fyrir hennar aðgerðir, og nær, sam- kvæmt lögum frá síðasta Al- þingi, til mikils hluta sjávarafl- ans. í kjaramálum hefur ríkis- stjórnin horfið frá áður yfir- lýstu afskiptaleysi af hálfu rík- isvaldsins, og orðið að leita sam komulags við stéttarfélög um mikilsverða þætti í efnahags- málalöggjöf landsins, þótt hún áður teldi slík vinnubrögð hjá ríkisstjórn fjarstæðu. í lánsfjármálum er einnig undanhald hjá stjórninni, sbr. kjarasamningana s.l. vor. Hún lofaði að lækka skatta og al- menna dýrtíð, en hvort tveggja hefur hækkað örar en nokkru sinni áður. Þessi dæmi og fleiri bera vitni um það, hve ríkisstjórnin er nú orðin reikul í ráði og stendur málefnalega völtum fótum á rústum fyrri ákvarð- ana sinna, þótt hún fari enn með völd í skjóli lítils þing- meirihluta. Hætt er við, að rík- isstjórn, sem hefur það megin- markmið að sitja að völdum í landinu, hneigist meir og meir ■ til óhollra stjórnarhátta og valdi vaxandi upplausn í efna- hags- og atvinnumálum. Slík ríkisstjórn getur, — þrátt fyrir getuleysi sitt til að fylgja fram samræmdri stefnu — beitt valdi sínu til einstakra óþurftarverka á ýmsum sviðum og er líkleg til þess aðstöðu sinnar vegna. Kjördæmisþingið leggur því á það ríka áherzlu, að Framsókn- armenn, innan Alþingis og ut- an, beiti sér framvegis af alefli til að koma í veg fyrir að rík- isstjórnin fórni meiru en orðið er af framfaratækifærum al- þjóðar í þágu sérhagsmuna- hópa og sói afrakstri góðæra í hend'ur braskara eða í fjár- bruðl, sem þjóðinni í heild er til einskis gagns. Kjördæmis- þingið telur brýna nauðsyn bera til þess, að flokkurinn veiti nú sem fyrr ríkisstjórninni svo sterkt aðhald, sem minni- hlutaflokki er unnt, til að hindra, að hún og stuðnings- flokkar hennar fari í samskipt- um„við aðrar þjóðir ógætilega Veiði er gefin þegar veður leyfir með málefni, er varða sjálf- stæði og þjóðlega mcnningu ís- ■ lendinga. Með skírskotun til þess stjórn málaástands, sem nú ríkir, telur kjördæmisþingið núverandi rík isstjóm málefnalega skylt að segja af sér og efna til kosninga svo þjóðinni gefist tækifæri til að móta nýja stjórnarstefnu. Þingið lýsir eindregnu fylgi við þátttöku íslands í norrænu og alþjóðlegu samstarfi svo og þátttöku í vestrænni samvinnu, m.a. Atlantshafsbandalaginu, meðan sambúð stórvelda í okk- ar heimshluta enn er ótrygg og óráðin. Hinsvegar telur þingið, að það komi æ betur í ljós, að her seta Bandaríkjanna hér er ó- æskileg ,og af henni stafi sú hætta fyrir sjálfstæði og menn ingu þjóðarinnar, að ekki verði við unað. Má í því sambandi benda á sjónvarpssendingar varnarliðsins og eftirsókn þess í varanlega bækistöð í Hval- firði. Þess vegna ályktar þingið, að segja beri upp varnarsamningn um frá 1951 með endurskoðun á framkvæmd hans og endanlega brottför varnarliðsins fyrir aug Önnur mál Sigurður Jónsson og Óli Hall dórsson lögðu fram eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var sam- hljóða. „Kjördæmisþingið vekur at- hygli á því uppvænlega ástandi sem skapast hefir í launamálum meginþorra bænda. Athuganir hafa leitt í ljós að bændur í einni sýslu kjördæmisins hafa á árinu 1963 ekki haft nema 56.5% af því kaupi, sem meðal- bóndanum ber samkvæmt verð lagsgrundvellinum 1963-64, og er þá eftir að reikna vexti af eigin fé bænda í búunum, og fyrningu og viðhald á ræktun og útihúsum. Þingið telur að Framsóknarflokkurinn verði að taka þetta mál til rækilegrar at hugunar og úrbóta þegar í stað“. „Kjördæmisþingið vekur at- hygli á því að fólksfækkun bein og óbein er nú mest í sveitum landsins, og hætta er á að mik il verðmæti fari forgörðum vegna brottflutnings af jörðum. Eru dæmi til þess allvíða aug ljós hér í kjördæminu. Kjördæmisþingið lítur svo á að í þessum efnum sé um þjóð arvanda að ræða en ekki vanda mál bændastéttarinnar einnar eða einstakra landshluta. Ónýt ing verðmæta rýrir þjóðareign ina og nýtt fjármagn þarf til að koma upp nýjum heimilum og atvinnuskilyrðum fyrir fólk, er áður átti heimili og atvinnuskil yrði á jörðunum, sem það yfir- gefur. Það er þess vegna þjóðarnauð syn, að bændum verði með verð lagi og á annan hátt skapaður eðlilegur rekstrargrundvöllur fyrir bú sín, svo tekjur þeirra verði sambærilegar við þær tekj ur, sem menn hafa á öðrum svið um atvinnulífsins.“ (Framhnld af blaðsíðu 8). ar dimmt er orðið á kvöldin er mikið af ljósum á veiðisvæðinu. Eru erfiðleikarnir miklir í sambúðinni við Rússana? Þar sem mörg skip eru að veiðum á takmörkuðu svæði, kemur venjulega til einhverra árekstra. Til þess þarf ekki Rússa, því þar sem samankomin eru 50—60 íslenzk veiðiskip á síldveiðum, verður ekki útlend ingum kennt um árekstra og veiðafæratjón. Það er ætíð mis jafn sauður í mörgu fé. En því er ekki að leyna, að nokkur skip hafa orðið fyrir verulegu veiðafæratjóni. Við höfum ekki mikið haft af því að segja á Snæfelli. Þó rifum við nót um daginn á netatrossum Rússanna. En það var okkur að kenna en ekki þeim, í það skifti. Eruð þið ekki ánægðir yfir haustveiðunum? Jú, við erum ánægðir yíir góðri veiði á þessari viðbótar- vertíð. Sjómenn hafa lengi vit að, að norski síldarstofninn held ur sig austur af landinu langt fram eftir hausti og vetri, en fer síðar á verinum áleiðis til Noregsstranda. Rússar hafa fylgt henni eftir á undanförnum haustum eftir að Íslendingar hættu veiðunum. Þetta höfum við sjálfir séð á siglingaleiðinni héðan til Færeyja. Sumir álíta, að einhver hluti þessa síldar- stofns hryggni við Færeyjar. Hvernig hagar síldin sér mína á miðunum? Á daginn stendur hún mjög djúpt, er á 170-180 föðmum um kl. 4 á daginn en fer síðan að grynna á sér og kemur svo allt upp á 10 faðma dýpi þegar dimmt er orðið á kvöldin, en hún veður aldrei. Segja má, að veiðin sé gefin af veður eru góð, eða svo hefur það verið um tíma. Og síldin er ekki á neinni göngu. Eg gæti vel trúað, að það mætti halda áfram við veið arnar fram að jólum. Eru sjómenn ánægðir með hinn langa úthaldstíma? Nei, margir eru búnir að fá nóg af volkinu. Mér sýnist það verulegt vandamál að fá menn til að stunda veiðarnar svona lengi. Hvað endast menn lengi, það er mikilvæg spurning. Við fórum í fyrrahaust suður á síld. Nú er um það bil ár liðið og þar af höfum við stundað síldveiðar með tveggja mánaða uppihaldi, en þá vorum við á trolli. Þosk- aflinn var lítill, en við munum vera búnir að leggja upp síld fyrir um 10 milljónir þennan tíma. Við þessar aðstæður er hentugra að eiga heima fyrir sunnan, enda hafa margir flutt suður. Eitthvað verður að gera til að tryggja búsetu sjómanna hér. Og á því mun líka full þörf að athuga, hvort ekki sé rétt að skifta um áhafnir að einhverju leyti, því menn endast ekki til þess að vera fjarri heimilum sín um endalaust. Góðar tekjur geta ekki komið í staðinn fyrir eðM legt heimilislíf til lengdar. Við komum hingað í gær — förum í dag. Hvað er Snæfellið búið að Ianda mikíISi sOd í sumar? Á sumarvertíðinni fengum við 37,042 mál og tunnur, en síð an um mánaðamótin, eða á haust vertíðinni, 5600 mál eða Trausti Gestsson samtals 42.642 mál og tunnur. Við munum vera annað hluta hæsta skipið. En við vorum í þriðja sæti hvað aflamagn snert ir á sumarvertíðinni. Nú erum við líklega aðrir í röðinni, að samanlögðu. Nú mun eiga að stækka síld- arverksmiðjurnar fyrir austan? Já, en mörgum mun finnast, að flutningavandamálið þurfi að leysa á annan hátt. Síldardæl- urnar eiga eflaust framtíð og geta haft stórkostlega þýðingu. Og það væri hægt að hugsa sér ódýra flutninga á síld, beint af miðunum, t.d. í stórum prömm um eðá á annan hátt, í stað þess að elta síldina með verksmiðju byggingum. Við eigum nægan verksmiðjukost eins og er, ef hægt er að skiíta síldinni milli verksmiðjanna. Og þegar síld- veiðar ganga vel er mikils virði að veiðiksipin þurfi ekki að fara til lands með afla sinn sjálf, en geti haldið áfram að veiða. All ir þekkja löndunarbiðina. Hún er óþolandi og alltaf yfirvofandi þegar vel veiðist, nema að sigla langar leiðir með síldina, segir skipstjórinn að lokum og þakk ar blaðið viðtalið. Hið tvítuga skip, Snæfell frá Akureyri mun vera búið að skila á land síðan í fyrrahaust, um 20 milljóna króna aflaverð- mæti, miðað við útflutningsverð. - Lystigarðurinn ... (Framhald af blaðsíðu 1). komin. Og flestar tegundirnar dafna furðu vel, þótt skift hafi um vaxtarstað. í Lystigarðinum er hin harða barátta um ljós og næringu úr sögunni, þótt í öðru kunni að vera áfátt hvað hið „rétta umhverfi" snertir. Lystigarðurinn er fjölsóttur á sumrin og ekkert einsdæmi að þar séu 300 manns samtímis. ■ Hin íslenzka grasadeild Lysti garðsins væri kjörin kennslu- staður í grasafræði að sumrinu til. Gætu nemendur lært þar meira, á örfáum dögum en á heilum vetri við innanhús- kennslu og þululærdóm. En all ir þurfa að þekkja gróður jarð ar, sem allt annað líf byggist á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.