Dagur - 21.10.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 21.10.1964, Blaðsíða 2
’ 2 Valbjörn varð 12. í lygþraufinni Húðir og skinn hækka Akranes vann Fram NÆSTSÍÐASTI leikurinn í Bik arkeppni K. S. í. fór fram í Reykjavík sL sunnudag milli Akranes og Fram og lauk með sigri þess fyrrnefnda, sem skor aði 2 mörk gegn engu. Eftir er þá aðeins úrslitaleikurinn, milli KR og Akranes og fer hann fram um næstu helgi. Á síðasta ári varð KR Bikar- meistari. BÆNDAGLÍMA G. A. HIN árlega „Bændaglíma" Golf klúbbs Akureyrar var háð á golfvellinum sl. laugardag. Fyr irliðar voru bræðurnir Viðar og Björgvin Þorsteinssynir, yngstu félagar Golfklúbbsins. Átta menn voru í hvoru liði og sigr- aði sveit Björgvins með 5 vinn ingum gegn 3. Beztum árangri einstaklinga náði Hafliði Guð- mundsson ,spilaði fyrri hringinn með 35 höggum en þann síðari með 39. — Veður var gott til keppni. N Á M S K EIÐ f KNATTSPYRNU FYRIRHUGAÐ er að koma á leiðbeinendanámskeiði í knatt- spyrnu hér á Akureyri ef næg þátttaka fæst. Mun það standa n.k. laugardag og sunnudag. Er öllum úr bæ og nágrenni heimil þátttaka í námskeiðinu, en þátt töku þer að tilkynna til Hreins Oskarssonar Akureyri sími 2110, fyrir 22. þ.m. Leiðbeinandi á þessu fyrirhug aða námskeiði verður Karl Guð mundsson knattspyrnuþjálfari úr Reykjavík. Ætlunin var að halda þetta námskeið á síðasta vori, en vegna- veikinda Karls komst það ekki á. HAPPDRÆTTI Í.S.f. Á SÍÐASTA þingi íþróttasam bands íslands var samþykkt að heimila framkvæmdastjórn ÍSÍ að koma á landshappdrætti einu sinni á ári til styrktar hinu fé- lagslega starfi íþrótta- og ung- mennafélaga í landinu. Er nú happdrætti þetta að komast í gang og mun sala miða hefjast innan skamms. Góðir vinningar verða í boði, þ.e. þrjár bifreiðar. Hver miði verður seldur á kr. 50.00, en dregið verður á gaml- ársdag. Ákveðið er að ágóði happdrættisins renni beint til sambandsfélaga ÍSÍ, en eins og kunnugt er standa þau mörg 'í mjög fjárfreku starfi, en njóta lítils styrks frá hinu opinbera. Er þessi tilraun ÍSÍ, til að bæta hag aðila sinna mjög þakkar- verð. Er þess að vænta að unn- endur æskulýðs og íþróttamála í landinu komi til móts við sam tökin og styðji þau í verki með því að koupa miða. í GÆR lauk tugþrautarkeppn- inni á Olympíuleikunum í Tokýó. Meðal keppenda var Val björn Þorláksson. Hafnaði hann í 12. sæti, hlaut 7135 stig, en sigurvegarinn W. Holdorf frá Þýzkalandi fékk 7888 stig. Alls voru keppendur 21 í tugþraut inni. Árangur Valbjarnar er all sæmilegur, en þess er að geta að stigin eru reiknuð út eftir nýrri stigatöflu. Undanrásir í hástökki karla fóru einnig fram í gær og þurftu keppendur að stökkva 2.06 m PRÓFESSOR Gerhard Puchelt píanóleíkari kemur til Akureyr- ar á vegum Tónlistarfélagsins og leikur fyrir styrktarfélaga og gesti í Borgarbíó laugardag- inn 7. nóv. klukkan 5 s.d. Próf essor Puchelt leikur verk eftir Joseph Haydn, Robert Schu- Góður afli á Grenivík Lómatjörn 13. október. — Mjög hefur skift til hins betra um fiskaflann frá því sem var í sum ar og aflast nú vel, mest ýsa. Þeim áfanga hafnargerðarinn ar, sem unnið hefur verið við í sumar, er nú að ljúka. Um dag- inn gerði hér foráttubrim. En ekkert haggaðist af hinum nýju mannvirkjum og bátarnir höfðu ágætt skjól. Leitað að neyzluvatni (Framhald af blaðsíðu 1). 51160 mörk. Ennþá eru fjögur skip héðan á síldveiðum fyrir austan: Björgvin, Loftur Bald- vinsson, Hannes Hafstein og Bjarmi 2. Heima róa nokkrir þilfarsbátar og trillur. Gæftir hafa verið góðar en afli heldur tregur. Sauðfjárslátrun lauk 16. þ.m. Lógað var 8083 kindum, þar af komu til innleggs 7761 skrokkur Meðalvikt dilka (án nýrnamörs) varð 12,93 kg. Þyngsta dilkinn átti Einar Jóhannsson Ytra- Iválfskinni og vóg hann 25 kg. Stórgripaslátrun stendur yfir en lýkur á morgun og er um 100 stórgripum lógað. S.H. Allt upp í 100 lömb á bæ sett á í vetur Gunnarsstöðum 20. október — Lokið er slátrun. Meðalvigt dilka var 14,66 kg á móti 14,87 í fyrra. Lógað var 12327 kinaum og síðan 24 nautgripum. Margir bændur láta mörg lömb lifa að þessu sinni, allt upp í 80—100 í bæ og vitnar það um aukna bjartsýni og mikinn hey- feng eftir sumarið. Ó. H. til að komast í aðalkeppnina. Jón Þ. Ólafsson hefir ekki ver- ið í sínu bezta formi, því hann stökk aðeins 2 metra og féll þar með úr keppninni. íslenzku keppendurnir hafa þá lokið sér af á þessum Olym- píuleikum, og hafa ekki orðið sigursælir, frekar en almer.nt var búist við fyrirfram. En ekki þýðir að gráta það. Keppendur okkar hafa eflaust gert sitt bezta og orðið landi sínu til sóma með góðri framkomu. mann, Boris Blacher og Franz Schubert. Prófessorinn er vestur-Þýzk ur, þekktur píanóleikari og áð ur en hann kemur hingað mun hann leika með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Héðan fer hann til New York þar sem hann mun hefja koncertför um Bandaríkin og leika í helstu borgum þar. Tónlistarfélagið getur bætt við styrktarfélögum og þeir sem hafa hug á því ættu að snúa sér sem fyrst til Haraldar Sigur- geirssonar, Haralds Sigurðsson ar í Utvegsbankanum eða Stef áns Ág. Kristjánssonar. F oring janámskeið FORINGJANÁMSKEIÐ Æsku- lýðssambands kirkjunnar í Hóla stifti verður 22.—25. þ.m. í Sum arbúðunum við Vestmannsvatn. Námskeiðið sækja nýkjörnir for ingjar félaganna, tveir frá hverju á þessu svæði, þar af 6 frá Akureyri. Námskeiðinu stjórnar séra Sigurður Guð- mundur prófastur á Grenjaðar stað. En hinn nýkjörni æsku'ýðs fulltrúi þjóðkirkjunnar, séra Hjalti Guðmundsson,, mun koma norður og flytja erindi á námskeiðinu og heimsækja fé- lögin eftir því sem tími vinnst til. Námskeiðinu líkur með guðs þjónustu í Grenjaðarstaða- kirkju. Verð á sumum tegundum húða og skinna hefir hækkað allmik- ið að undanförnu. Kaupfélag Ey firðinga hefir því hækkað út- borgunarverð á þessum afurð- um frá 1. nóv. næstk., og er hækkunin mest á tryppahúðum, úr kr. 6.30 pr. kg. í kr. 21.60. Smáhúðir hækka úr kr. 14.00 pr. kg. í kr. 21.60 og kálfsskinn I. fl. úr kr. 60.00 pr. stk. í kr. 70.00, II. fl. úr kr. 35.00 í kr. 55.00 og III. fl. úr kr. 20.00 í kr. 35.00. Aðrar tegundir hækka einnig, þótt það sé yfirleitt minna. Útborgunarverð KEA NÆST komandi laugardag, 1. vetrardag, munu börn berja að dyrum ykkar og bjóða ykkur merki og bókina Sólhvörf. Þau koma á vegum Barnaverndarfé- lags Akureyrar og leita eftir stuðningi ykkar við starfsemi þá, sem félagið hefir með hönd- um. Þetta hafa þau að sönnu gert oft fyrr, og vegna þess hve vel þið tókuð þeim var hægt að ráðast í byggingu leikskólans Iðavallar, og með stuðningi ykk ar hefir hann verið starfræktur um árabil. Um gildi hans geta þeir glöggt borið vitni, sem trú að hafa honum fyrir börnum sínum hluta úr degi, ár eftir ár. Enn hyggst Barnaverndarfé- lag Akureyrar starfrækja skól- ann, hefir fengið til hans ágætt starfslið, áformar allverulegar umbætur á húsakynnum og leik tækjum og hefir byrjað á þeirri nýjung að hafa föndurnámskeið fyrir börn, sem ekki eru skóla- skyld, — allt í trausti þess að það njóti hins sanna skilnings og velvildar hjá ykkur. Mörg verkefni blasa við Barnaverndarfélögunum. í Reykjavík er unnið að bygg- ingu heimilis fyrir taugaveikluð börn og hafa borizt í byggingar sjóð mjög stórar peningaupp- hæðir, og veglegar gjafir aðrar, eins og málverkagjöf frú Sól- veigar Eggerz. Hér á Akureyri hefir verið talað um upptöku- heimili fyrir börn, sem næsta verkefni Barnaverndarfélags Ak ureyrar, en á slíkri stofnun er brýn þörf. Til þess að gera vonir að veruleika hafa Barnaverndarfé lögin valið 1. vetradag til fjár- Ók ölvaður og próflaus AÐFARANÓTT sl. laugardags veitti lögreglan á Akureyri því eftirtekt að bifreiðastjóri sem sviptur hafði verið ökuréttind- um, ók bifreið í bænum. Stöðv- aði lögreglan ökumanninn og kom þá í Ijcs að hann var undir áhrifum áfengis og er því brot hans mjög alvarlegt. Að undanförnu hefir verið mikið um ölvun í bænum og ýmis vandræði skapast af þeim sökum. Nokkrir bifreiðaárekstrar hafa orðið, en flestir smávægi- legir. verður frá 1. nóv. næstk. sem hér segir: Kálfskinn I. fl. kr. 70.00 pr. stk., II. fl. kr. 55.00, III. fl. kr. 35.00 Smáhúðir I fl. kr. 21.60 pr. kg., II. fl kr. 17.20 og III. fl. kr. 10.80. Kýrhúðir L fl. kr. 13.60 pr. kg., II. fl. kr. 10.80 og III. fl. kr 6.80. Tryppa- húðir I. fl. kr. 21.60 pr. kg., II. fl. kr. 17.20 og III. fl. kr. 10.80. Hrosshúðir I. fl. kr. 10.40 pr. kg., II. fl. kr. 8.30 og III. fl. kr. 5.20. Uppbætur verða svo að sjálf- sögðu greiddar, þegar séð verð- ur, hvað endanlega fæst fyrir þessar afurðir. Q öflunar. í 14. sinn mun barna- bókin Sólhvörf seld og sem fyrr hafa allir þeir, sem safnað hafa og lagt til efni í hana gert þa5 endurgjaldslaust. Það er von útgefanda að börn víðsvegar um land finni í bókinni skemmtilegt og gott lestrarefni. Barnaverndarfélag Akureyr- ar vill hvetja alla foreldra til þess að kaupa bókina Sólhvörf og treystir því, að bæjarbúar taki vel litlu gestunum á laug- ardaginn kemur. Allan stuðning við félagið fyrr og síðar þakkar það af alhug. Stjóm Barnavemarfélags Akureyrar. TAPAÐ IvVEN ARMB ANDSÚR hefur tapazt. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 2148. VARADEKK af jeppa tapaðist sl. föstu- dag á Akureyri eða ná- grenni. Finnandi láti vita í Brúarland, sími 02. TIL SÖLU: Volkswagen sendiferða- bifreið, árgei'ð 1954. Upplýsingar gefur Jón Hólmgeirsson, Strandgötu 35, eftir kl. 7 á kvöldin. TIL SÖLU: Willy’s jeppi, árg. 1946. Uppl. í síma 2649 rnilli kl. 5 og 7 e. h. Úrvalsfallegur og vel með farinn OPEL RECORD, árg. 1964, er til sölu. Skipti möguleg. Uppl. í síma 1725 og 1786. Góður VOLKSWAGEN, árg. 1961 eða 1962 óskast til kaups. Staðgreiðsla. Uppl. í síma 2498 og 1196. Frá Tónlistarfélsgi Akureyrar Góðir Akureyringar!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.