Dagur


Dagur - 14.11.1964, Qupperneq 1

Dagur - 14.11.1964, Qupperneq 1
t..■■ '...."rr............... Dagur kemur út tvisvar í vikn og kostar 20 krónur á mánuði ........-.-....~JJ Fjárleit úr lofti allt vestur að Blöndu HINN 11. þ.m. í!aug Tryggvi Ilelgason flugmaður á Akureyri yfir afréttarlönd Skagfirðinga og Eyfirðinga og allt vestur að Blöndu ti! að leita breði kinda og hrossa. í þessari ferð fundust 3 hross og 20 kindur. Með í þessai-i för voru Björn oddviti Egilsson á Sveinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi og Eiríkur Elíasson á Eyvindarstöðum í Eyjafirði. Að tilhlutan hreppsnefndar Lýtingsstaðahrepps var sam- þykkt að leita samkomulags við Eyfirðinga og Húnvetninga, að Ritstjóraskipti hjá Alþýðumanninum BRAGI Sigurjónsson hefur nú látið af ritstjóm Alþýðu- mannsins á Akureyri, en við henni tekið Steindór Stein- dórsson. Kom fyrsta tölubl. undir stjórn hins nýja rit- stjóra út á fimmtudaginn. — Við þessi þáttaskil er bæði rétt og skylt að bjóða nýjan ritstjóra velkominn á vett- vang blaða og blaðamennsku í Akureyrarkaupstað og þakka fráfarandi ritstjóra samskiftin á liðnum árum. Ritstj. leyta á stóru svæði. Varð fullt samkomulag þar um. Lagt var af stað frá Akureyr- arflugvelli kl. 10 árdegis í björtu og góðu veðri. Fyrst var skyggnst um í Sölvadal og Eyjafjarðardal, síðan Nýjabæj- arafrétt vestur að Jökulsá og suður að Bergvatnskvísl Þjórs- ár, en sú kvísl hefur upptök skammt frá Laugarfelli. Leitað var vestur með Höfsjökli með Illviðrishnjúkum og Ásbjarnar- vötnum, kring um Eyfirðinga- hóla og allt vestur að Sátu á Eyvindarstaðarheiði, síðan flog- ið vestur að Blöndu og norður yfir Guðlaugstungur og Ásgeirs tungur og allt norður að Galt- ará. Norðan við Galtarárkofa var fé á stangli og fremst í Fossa- dalsdröngum voru um 20 kind- ur. Síðan var leitað fram Buga og aftur vestur hjá Haugum og suður Ásgeirstungur, austur fyr ir sunnan Bláfell, yfir Jökul- tungu neðanverða og síðan var leitað í Hofsafrétt, fyrst Hraun þúfudrög og síðan austurhluta Hofsárréttar, og í Orravatna- rústum sáust þrjú hross, sem ekki höfðu heimst. Flogið var 3 klukkutíma og 20 mínútur og þóttust menn þá hafa leitað af sér allan grun. Vestur undir Blöndu var auð jörð og ágætt skyggni en annars staðar föl. Skjólbelfin í Öngulssfaðahreppi í SAMBANDI við fréttir í út varpinu nú nýverið um fram- komði frumvarp á Alþingi um styrki til skipulegra skjólbleta í sveitum landsins, var í grein- argerð réttilega minnst á mikil vægi skjólbelta fyrir alla rækt un, en þó einkum garð- og korn rækt. Sagt var frá tilraunum Skógræktar ríkisins á nokkrum stöðum, svo og á Hallormsstað og Sámstöðum. Hinsvegar var ekki minnst á ágætlega heppn uð, 15—20 ára skjólbelti í Eyja firði og nokkurra ára gamlar á- ætlanir, sem 10—20 bændur í Ongulsstaðahreppi í Eyjafirði hafa látið gera um skipulega skjólbeltarækt á mörgum bæj um. Og máli þessu til stuðnings hefur sá hreppur ákveðið að styrkja fjárhagslega vel gerð skjólbelti með 8 kr. framlagi á (Framhald á blaðsiðu 7). Ny uiu i jJaiSinyiini í b njóskacial. ^JUjO^liijilU. ii.) Friðrikssjóður til styrktar tónlistarlífinu Húsavík, 9. 11., 1964. — í gær var á kirkjudegi í Húsavík vígt nýtt og glæsilegt pípuorgel. Gamla orgelið, sem þjónað hefur Húsavíkurkirkju í meir en hálfa öld, var kvatt með því að organistinn, Reynir Jónas- son, lék á það forspil, sóknar- presturinn, séra Björn H. Jóns- son, flutti bæn og kirkjukórinn söng, „Kirkja vors guðs er gam- alt hús“. Þá var nýja orgelið vígt. Séra Björn H. Jónsson flutti vígslu- ræðuna, séra Sigurður Guð- mundsson, prófastur að Grenj- aðarstað, flutti bæn og Reynir Jónasson, flutti forspil á nýja orgelið. Ingvar Þórarinsson, for maður sóknarnefndar, flutti er- indi um orgelmál kirkjunnar og sönglíf við hana. Bæjarstjórinn á Húsavík, Áskell Einarsson, skýrði frá því, að Húsavíkur- bær, mundi í tilefni orgelvígsl- unnar, gefa orgelsjóði kirkjunn ar 50.000.00 krónur. Áður hefur Húsavíkurbær lagt fram 75 þús. krónur til orgelkaupanna. Finn ur Kristjánsson, kaupfélagsstj. greindi frá sjóðsstofnun til styrktar tónlistarlífi á Húsavík. Sjóðurinn, sem nú er 110.000.00 krónur, er gefinn af safnaðar- fólki Húsavíkurkirkju til heið- urs hjónunum, frú Gertrud Frið riksson og séra Friðrik A. Frið- rikssyni, fyrrverandi prófasti á Húsavík. Frú Gertrud er búin að vera organisti við Húsavíkur kirkju í 25 ár en lét af því starfi N fyrir ári. Séra Friðrik var sókn- arprestur á Húsavík í nærri þrjátíu ár. Bæði hafa hjónin stutt af alúð, tónlistarlíf á Húsa vík í nærfelt þriðjung aldar. Fyrirhugað er að veita úr sjóðn um framlög til styrktar efnilegu söng- og tónlistarfólki á Húsa- vík og til söngmenntunar í Húsa víkursöfnuði almennt. Kirkjudeginum lauk með því að kirkjukórinn söng, „Ákall“ eftir séra Friðrik A. Friðriksson síðan sálm og að lokum lék Reynir Jónasson, „eftirspil“, á nýja orgelið. Þ.J. Kaupstððaráðsteína á Seyðisíirði Egilsstöðum 13, nóv. — Nýlega var, að tilhlutan Framsóknar- manna á Austurlandi og fyrir þá haldin kaupstaðaráðstefna á Seyðisfirði, er stóð í tvo daga. Til hennar var boðið fulltrúum bæjar- og sveitastjórnar og var hún mjög vel sótt. Ræðumenn voru m.a. Hannes Pálsson og ræddi um húsnæðismál. Jón Kjartansson, er ræddi fjárhags- mál kaupstaða og þorpa. Áskell Einarsson, sem talaði um at- vinnu- og jafnvægismál og Páll Þorsteinsson alþingismaði.ur, sem ræddi þingmálin. Umræður urðu miklar og fróðlegar. Fé hefur ekki komið í hús, gæsir eru horfnar og eru komn ar til Bretlands, hreindýraveið- um er löngu lokið og rjúpnaveið ar naumast byrjaðar. Bygginga vinna er í fullum gangi. Flestir eru að koma heim úr síldarpláss unum, og brátt fer allt að taka á sig rósemaarblæ skammdegis ins. Allir fjallvegir eru færir. Ármann heiðraður SÍÐASTI bændaklúbbsfundur á Akureyri var helgaður Ár- manni Dalmannssyni sjötugum. En Ármann hefur, sem kunnugt er, mjög helgað sig landbúnað- armálum. Margar ræður voru fluttar við þetta tækifæri, en að alræðuna flutti Jón bóndi Hjálmarsson í Villingadal en Jón Bjarnason bóndi í Garðs- vík flutti afmælisbarninu frum ort ljóð. Nú í vikunni komu nemendur og kennarar Samivmnuskólans á Bifröst í Borgarfirði í heimsókn liingað norður, samtals um 80 manns. (Ljósmynd: E. D.)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.