Dagur - 25.11.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 25.11.1964, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Umferðarkennslð skyldunámsgrein N Æ S T A vor verða 12 ára böm í kaupstaðaskólum landsins prófuð í umferðareglum í fyrsta sinn. Upp- lýsingar þessar gaf menntamálaráð- herra nýlega á þingi, aðspurður. En umferðaslysin eru orðin óhugnan- lega mörg á síðustu mánuðum. Marg ir hafa látið lífið í umferðaslysum og tugmilljónir króna tapast vegna skemmda á farartækjum. Hin gífur- lega fjölgun ökutækja á vegum lands ins og götum bæjanna hin síðustu ár, krefst aukinnar umferðakunn- áttu, bæði þeirra, sem vélknúnum ökutækjum stjórna og annarra veg- farenda, og einnig mikils aðhalds og eftirlits hins opinbera. Umferðamenningin svarar ekki kröfum tímans. Hrein vankunnátta, rakin til, er svo algeng, að hún hefði sem mörg hin alvarlegustu slys eru átt að vera búin að opna augu manna fyrir nauðsyn á kennslu í um ferðamálum í öllum skólum landsins fyrir löngu. En þetta hefur verið van rækt meira hér en í nokkru öðru ná- lægu landi. í sumum kaupstöðum landsins, ekki þó Akureyri, hafa félög með styrk bæjarfélagsins beitt sér fyrir umferðaviku og öðrum vekjandi að- gerðum, sem eflaust hafa gert mikið gagn- Þótt fagna beri þeirri ákvörðun, að 12 ára böm skuli nú í vor ganga undir próf í umferðareglum, í kaup staðarskólimum, er hið opinbera furðulega skrefstutt í málinu og ætl- ar ekki nema fárra tuga þúsunda kr. fjárveitingu til kennslunnar. Hér á Akureyri hafa verið haldin stutt námskeið í sumum skólum til að auka þekkingu nemenda á um- ferðamálum. Ekki skal lítið gert úr þeirri viðleitni. Hinsvegar sýna skóla börn og unglingar það í umferðinni, hve þeim er áfátt í þessari grein. í skólum nágrannalandanna eru börnin ekki einungis látin læra helztu greinar umferðarmála, held- ur eru þau einnig látin stjórna um- ferð í grend við sköla sína, undir eftirliti umferðalögreglunnar. Það er kominn tími til þess liér á Akur- eyri, að taka umferðamálin sérstak- Iega á dagskrá, bæði í skólum og ut- an þeirra. Undir forystu valdhafanna myndu skólar, félög og einstakling- ar fylkja sér til aðstoðar. Ekki má horfa í verulegan kostn- að vegna umferðaöryggis. Umferða hættan vex með ört fjölgandi vél- knúnum farartækjum, og þeim vanda verður að mæta með öllum tiltækum ráðum. SEM ungur nemandi Mennta- skólans á Akureyri fékk ég miklar mætur á Akureyri og Eyjafirði ásamt mörgu því, sem setur svip á bæ og byggð. Má þar nefna samvinnustarfsemi og samvinnuhugsjón bændanna og blaðið Dag. Samvinnuhugsjóninni hef ég verið trúr síðan, en með Dag hefur oltið á ýmsu. Svo bar þó við fyrir skemmstu, að mér bárust í hendur nokkur blöð af Degi. Það voru ánægjulegir endurfundir. í einu þessara blaða var greinarstúfur eftir Halldóru Bjarnadóttur með þeirri fyrirsögn, sem ég hef tekið traustataki. Það sem hér fylgir er ekkert svar við grein Halldóru, öllu heldur hugleiðingar vegna greinarinnar. Mér þykir trú- legt, að það sé fjarlægðin frá íslenzkum umræðum, hin sjálf- dæmda útlegð, sem gerir mig næman fyrir slíkum skrifum sem hennar. Heima á íslandi hefði ég kannske aðeins yppt öxlum. Halldóra sagði frá því á hús- mæðrafundi, að í öllum ná- grannalöndum vorum væru smábýli, bæði í sveitum og ná- grenni bæjanna, ....„þetta ættum við að geta gert líka“. Hvers vegna gat ekki Halldóra þess, að a. m. k. á Norðurlönd- um er þróunin hin sama og jafnvel örari en á íslandi. Hundruð smábýla leggjast nið- ur daglega, af því að fólk unir ekki þeim kjörum, sem þau veita. Þær hlógu að Halldóru, kon- urnar. Þetta var ekki fallega gert, því hún er alvörukona, sem meinti hvert orð af því, er hún sagði. Mér var ekki hlátur í hug við lesturinn. Mér datt í hug, að ef til vill hafi einhver áheyrenda haft einhverja reynslu af smábúskap. Kann- ske hafi einhver þeirra reynt einangrun og ófrelsi einyrkjans, öryggisleysi smábóndans, óttan við afleiðingar hins minnsta lasleika, getuleysi og örvænt- ingu fátækrar móður gagnvart menntunarþrá barna sinna. Þetta eru vandamál smábýlis- ins í hnotskurn: ófrelsi, óöryggi og fátækt. Nú heyrir það til, að málið er ekki svo einfalt sem fyrirsögn- in gefur í skyn. Smábýli þarf ekki að vera dauðadæmt. Það fer allt eítir aðstæðum og ein- staklingum. Sérhæfing fram- leiðslunnar á vissar aukabú- greinar getur leitt til þolanlegra lífskjara, þótt ekki sé í stórum stíl. Frístundabúskapur, þar sem höfuðtekjurnar koma frá atvinnu utan heimilis, getur auðvitað verið og er trúlega oft- ast í smáum stíl. Á sama hátt er ekki stórbýli nein algild lausn á efnahagsvandamálum landbúnaðarins. Aðalatriðið er, að hver og einn hefir rétt til þess að kjósa sér lífsstarf eftir geðþótta. Þeir, sem því una, eiga auðvitað að vera smábændur, án þess að nokkur hafi horn í síðu þeirra, eða nokkur hlægi að þeim fyr- ir það. Það hlýtur þó ávallt að vera markmið stéttarinnar, að svo sé að atvinnuveginum búið, að iðkendur hans geti notið bættra lífskjara til jafns við aðrar stétt ir. Samtímis hvílir sú skylda á stéttinni að hún horfi stöðugt framávið og sé ekki dragbítur á óumflýjanlega þróun þjóðfél- agsins. Ein leið til bættra kjara, jafnt efnalega sem menningarlega, er samvinna á ýmsum stigum. Al- gjör samvinnurekstur, sam- vinna um viss störf eða vissa fjárfestingu, eða einungis sam- hjálp við sérstök tækifæra, sum arfrí t. d. Oll þessi form henta, sitt við hverjar aðstæður. Mér sýnist algjört skilyrði þess að smábúskapur, eða ein- yrkjabúskapur geti þrifizt á ís- landi sé að bændurnir finni form til samvinnu eða samhjálp ar, sem slípa af verstu agnúana. Þetta virðist þó ekki vera skoðun forystumanna bænda- stéttarinnar. Þar er einyrkjabú- skapnum sungið lof í öllum tón hæðum, en þó ekki undir réttu nafni. Hann er kallaður fjöl- skyldubúskapur. „Landnámsmenn vildu hafa olnbogarúm . . .“. Já, vissulega. Þeir voru heldur ekki smábænd ur. Olnbogarúm á ekkert skylt við fjarlægð til nágrannans. Sá, sem getur veitt sér og sínum þau lífskjör, þá menntun, sem hugurinn stendur til og ekki þarf að lifa í stöðugum ótta um fjárhagslegt öryggisleysi, hef- ur meira olnbogarúm, þótt hann búi á tólftu hæð í fjölbýl- ishúsi, en sá, sem er þræll nokk urra kindaskjáta og harðbýls kots inni í hinum fegursta dal. Þannig er engra tára vert, þótt hin og þessi afdalakot fari í eyði. Hitt er alvarlegt, þegar stórir hlutar heilla byggðar- laga eru í eyði. Félagsleg og önnur vandamál þeirra, sem eftir sitja, verða þeim oft um megn. Það er einnig mikils um vert að hið opinbera hagi ekki þeim aðgerðum, sem það telur nauðsynlegar upp á framtíðina, þannig, að einstaklingar verði liðandi efnalega eða öðruvísi. Þess vegna þarf vissar, tíma- bundnar ráðstafanir, jafnframt því að áætlað sé fram í tímann. Þar með er ég inni á öðru máli, því sem kallað hefur ver- ið jafnvægi í byggð landsins. Það yrði alltof langt mál að ræða það hér í heild. Tvö at- riði langar mig þó til að nefna. í fyrsta lagi þá er jafnvægis- vandamálið öllu fremur vandi sjávarplássanna en landbúnað- arins, þó er lífvænlegt þéttbýli gagnlegur nágranni landbúnað- arhéraðsins. í öðru lagi að dreifing menntastofnana út um hvipp- inn og hvappinn, sem leiðir til minni og verr búinna skóla, getur aldrei gagnað jafnvægi í byggð landsins. Háskóli íslands er í alltof rík um mæli fjöregg þjóðarinnar, til þess að fórna megi honum á altari hreppapólitikur og klofnings. í þessu sambandi dettur mér í hug, að við þann landbúnað- arháskóla, sem ég starfa við, verður fimmtugasta doktorsrit- gerðin varin næstu vikurnar. Þessi skóli er þrjátíu og tveggja ára og við hann stunda nám árlega rösk þrjú hundruð stú- denta. Hvað hafa margar dokt- ■orsritgerðir verið varðar við H. í.? Og hvernig er búið að þjálfun og menntun vísinda- krafta við H. í.? Ekki einu sinni við þá deild, sem þó er máttarstólpi háskólans, nor- rænuna, eru stöður fyrir vís- indamenn svo að þeir geti feng- izt við þvílík störf við fjárhags- legt öryggi. Eða hversu má það vera, að þeir prófessorar, sem Árið 1961 hóf íslenzka kirkj- an þátttöku í starfi, sem miðar að því að auka samskipti og skilning milli þjóða með því að gefa ungmennum tækifæri til ársdvalar í framandi landi. Strax þá héldu níu íslenzkir unglingar vestur um haf, og nú eru íslenzku ungmennin orðin 44, sem hafa tekið þátt í þess- um skiptum og dvalizt eitt ár á bandarískum heimilum. Hér á landi hafa dvalizt alls 11 bandarísk ungmenni. Á þessu Á STÖÐLI Sauðamjólkin sæla sálu-bótin var, þó menn yrðu að þræla, þekktu af auði ei par. Mörgum var á klónum kalt, kotalýðurinn svalt. — Skyri og smjöri betri björg bauðst þá ekki mörg. Sveltur sauðlaust búið, sögðu fróðir menn, þörf er að þessu trúi — það mun í gildi enn — þeir sem hyggjast landsins lýð leiða móti nýrri tíð, bændum kenna boðorð öll, byggja á Melum Höll. Dala ört þó eyðist alda gömul byggð, utan af ýmsu sneyðist sem áður taldist dyggð, Það er ekki þjóðinni nóg að þykjast vinna ærinn plóg, ef hér þrýtur tryggð og trú við töðuvöll og bú. Stend ég einn á stöðli stari á kvía rúst, undir aftanröðli ylmar gróin þúst, milli steina mosi grær, mosi1 þar sem bóndans ær sterkum hornum gnúðu grjót gegnum aldarót. A. G. E. útnefndir hafa verið upp á síð- kastið, hafa verið faslir mennta skólakennarar og unnið sín fræðislörf í frístundum? Það! er þjóðinni til tjóns að ekki er betur búið að menntun í náttúru- og tæknivísindum. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna. Þær verða sýni- lega í Reykjavík. Þessar rann- sóknarstofnanir eru sá kjarni, sem við getum byggt upp kennslu á í náttúru- og tækni- fræðum á háskólastigi. Það er Akureyringum, sem og allri þjóðinni, til meira gagns að eiga einn háskóla, sem ber nafn með réttu, en tvo hálf búna, annan á Norðurlandi. Það er kominn tími til fyrir ábyrga aðila þjóðfélagsins, ekki sízt Framsóknarflokkinn, að setjast niður og kanna niður í kjölinn hvað þeir meina og vilja í jafnvægismálinu og gera upp starfsáætlun, sem hægt er að fylgja og vinna skipulega eftir. Uppsölum, 12 .nóv. 1964. ári dveljast 16 íslenzk ung- menni á bandarískum heimil- um, en bandarísk ungmenni á íslenzkum heimilum eru hins vegar aðeins þrjú. Þessu starfi verður haldið á- fram næsta sumar, og er því ungu fólki, sem áhuga hefði á ársdvql á bandarísku heimili, bent á þetta tækifæri. Einnig gefst íslenzkum heimilum kost- ur á því, að veita bandarískum ungmennum móttöku til jafn- langrar dvalar hér á landi. Um- sækjendur verða að vera orðnir 16 ára 1. sept. 1965 og ekki eldri en 18 ára sama dag til þess að geta tekið þátt í næstu skipt- um. Þeir verða að hafa góða undirstöðuþekkingu í enskri tungu, vera félagslega sinnaðir og á allan hátt verðugir fulltrú- ar lands og kirkju. Vestra dveljast íslendingarn- 5r sem gestir þeirra heimila, sem taka þátt í skiptunum, en auk þess eru söfnuðirnir virkir aðilar að boðinu. Munu ungling arnir því kynnast amerísku kirkjulífi, og eru það vonir þeirra, er að þessu standa, að þeir haldi áfram kirkjulegu starfi, er heim kemur. Ungling- arnir munu stunda nám í banda rískum skólum, svonefndum „High Schools“. Fyrst eftir að lent er á amerískri grund í júlímánuði næsta ár, rrrunu skiptinemarnir taka þátt í nám- skeiði, sem ætlað er öllum þeim, er valdir hafa verið til þátttöku. Síðan heldur hver til þess stað- ar, sem hohum hefur verið út- hlutað. Allar nánari upplýsingar veit ir æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkj- unnar, séra Hjalti Guðmunds- son, Biskupsstofu, Klapparstíg 27, sími 12236. Einnig afhendir hann umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur um þessi skipti er til 15. desember n. k. Lárus Jónsson. Ár í Bandaríkj unum 5 Tvær riýjar bækur frá A. B JÓMFRÚ ÞÓRDÍS, ný skáld- saga eftir Jón Björnsson rit- höfund, er komin út hjá Al- menna bókafélaginu. Siðasta stóra skáldsaga Jóns Björnsson- ar kom út árið 1955. Jómfrú Þórdís er áhrifarík skáldsaga byggð á sögulegum heimildum um frægt sakamál frá 17. öld. Hún er einnig ald- arfarslýsing. Baksvið sögunnar er öld hjátrúar og hindurvitna, barátta lútarskra klerka við kaþólska siði og venjur, andóf landsmanna gegn danska kon- ungsvaldinu, sem þá var í sókn á íslandi. Höfuðpersónan, Þórdís Hall- dórsdóttir, er ung kona, ógefin, fögur og óstýrilát, náskyld lög- manninum á Reynisstað, Jóni Sigurðssyni, einum af atkvæða- mestu höfðingjum landsins. — Þegar sagan hefst er Þórdís Halldórsdóttir í kynnisferð hjá Bergljótu systur sinni og Tóm- asi Böðvarssyni, manni hennar, að Sólheimum. Tómas situr ósjaldan í drykkjuveizlum lög- mannsins á Reynisstað og Þór- dís fylgist með honum þangað eftir að hún kemur til Sól- heima. Sá kvittur gýs upp að Tómas Böðvarsson eigi vingott við mágkonu sína. Eigi löngu eftir hóflausa drykkjuveizlu á Reynisstað trúir Þórdís Hall- dórsdóttir mági sínum fyrir því að hún sé barnshafandi og að hann sé faðirinn að barninu. Þá er Stóridómur lög í landinu, en samkvæmt honum liggur dauðarefsing við broti af þessu tagi. Þórdís hverfur frá Sól- heimum, en orðrómurinn um sifjaspell magnast. Hún neyðist til að vinna opinberan eið að skírlífi sínu á Vallalaugarþingi. Fáeinum mánuðum síðar elur Þórdís meybarn. Hefst nú hörð barátta fyrir lífi Þórdísar Hall- dórsdóttur og Tómasar Böðv- arssonar. Andstæðingarnir, lög- maðurinn á Reynisstað og Guð- brandur Þorláksson, biskup á Hólum, sem er frændi Tómas- ar, taka höndum saman. Danska konungsvaldið sækir málið á móti þeim .... Skáldsagan Jómfrú Þórdís er 334 blaðsíður, prentuð í Vík- ingsprent hf. Bókband annað- ist Félagsbókbandið. Torfi Jóns son sá um útlit bókarinnar. Fýrstu sögur Jóns Björnsson- ar birtust áður en hann hélt ut- an til náms og ferðalaga, rúm- lega tvítugur. Fyrsta skáldsaga hans, Jordens Magt, sem kom út árið 1942 aflaði höfundi mik- illa vinsælda í Danmörku og víðar. Síðan rak hver skáldsag- an aðra, fyrst á dönsku, en síð- an á íslenzku. Jón hefur einnig ritað leikrit og unglingasögur. HANNES HAFSTEIN, loka- bindi Kristjáns Albertssonar um Hannes Hafstein ráðherra er komið út hjá Almenna bóka- félaginu. Þetta er þriðja bindið, 370 bls. prýtt mörgum myndum. í miðbindi ævisögunnar sagði aðallega frá stjórnmálum á fyrri ráðherraárum Hannesar Hafsteins, 1904—1909. En í þessu síðasta bindi segir ítar- legar af persónulegum högum hans, innri og ytxi, bæði á fyrri stjórnai’árum hans, síðan í sam bandi við lát konu hans, og loks á efri árum, við vaxandi heilsuleysi. Stjórnmálaátök eru áfram viðburðarík og hörð. Sagt er frá því þegar Hannes Hafstein er felldur frá Völdum 1909, frá afdrifum sambands- málsins á því þingi, frá valda- baráttunni innan Sjálfstæðis- flokksins, sem lyktaði með því að Björn Jónsson vai-ð hlut- skarpastur, og hinni sögulegu ferð hans til Danmerkur í sam- bandi við skipun hans sem ráð- herra. Þá er lýst valdatíð Björns Jónssonar, uppnáminu út af brottrekstri Landsbanka- stjórnarinnar 1909, falli Björns úr ráðherrasæti 1911, þeix-ri baráttu um völdin sem þá hófst að nýju innan Sjálfstæðisflokks ins, og öðru því er varpar Ijósi á örlög hans, svo sem Rúðu-för Skúla Thöroddsen — og skýrir hinn mikla kosningaósigur flokksins 1911. Hannes Hafstein vei'ður nú ráðherra öðru sinni og semur við dönsku stjórnina um endurbætur á Uppkastinu frá 1908 í umboði mikils meiri- hluta alþingis, þar á meðal fjöl- margra fyrri andstæðinga. En þær endurbætur þykja ekki við unandi, og málið er látið niður falla. Hefjast nú að nýju hinar pólitísku æsingar. Árið 1913 vei-ður einn örðugasti tími í ævi Hannesar Hefsteins, hann missir konu sína um sumarið og samtímis snýst nokkur hluti foi-nra samherja til andstöðu við hann á þingi, undir harðvít- ugri forustu Lárusar H. Bjarna- sonar. Heimastjórnai-menn í Reykjavík taka upp þykkjuna fyrir Hannes Hafstein og flæma Lárus úr flokknum. Hann fell- ur við næstu kosningar og á ekki afturkvæmt á þing. En við sömu kosningar verður Hannes Hafstein aftur í minnihluta, fer frá völdum 1914. Nú hefst ný barátta út af sambandinu við Danmörku, og er gerð ítarleg grein fyrir þeim átökum sem' leiddi til ráðherradóms Sigurð- ar Eggerz og síðar Einars Arn- óx-ssonar — og hlut Hannesar Hafsteins í þeim erjum. En 1914 tók heilsu hans að hnigna, og forustu hans að gæta minna. Hann nýtur þó vaxandi virð- ingar og trausts, eins og fram kemur á margan hátt, skilning- ur á pei-sónu hans og lífsvei-ki verður almennari, án tillits til flokka. Ríkið gerir útför hans, og skömmu eftir lát hans skora forvígismenn af öllum flokkum á íslenzku þjóðina að reisa hon- um minnismerki það, sem val- inn var staður fyrir utan Stjórn arráðið. í lokabindinu er nafnaskrá og heimildaskrá fyrir öll bindin auk myndaskrár og eftirmála. Fjöldi mynda er í bókinni. Bókin, sem er 370 blaðsíður, er prentuð í Steindórsprenti h.f. og bundin í Félagsbókbandinu h.f. Prentmót h.f. gei-ði mynda- mót. Atli Már teiknaði kápu, kjöl og titilsíðu. □ TVÆR NÝJAR SET- BERGSBÆKUR ÚR MYNDABÓK LÆKNIS. — Ný bók eftir Pál V. G. Kolka, sem er einn af þekktustu lækn- um landsins, kunnur ræðuskör- ungur og útvarpsfyrii-lesari. — Páll lifði bernsku sína í sveit, en kom til Reykjavíkur rétt áð- ur en vatnsveita, hafnargerð, gas og rafmagn, hófu að breyta ásýnd höfuðstaðarins. Læknis- starf sitt stundaði hann á ann- an áratug í stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, og síðan í rúman aldarfjói’ðung í einu af stærstu sveitahéruðum þess. Á báðum þeim stöðum tók Páll verulegan þátt í almennum málum og sat ekki alltaf á frið- ai-stóli. Hann hefur því haft all- góð skilyrði til að fylgjast með þeiri-i fi-amþróun, sem orðið hefur hér á landi síðustu hálfa öldina, auk þess sem hann hef- ur kynnst miklum fjölda manna. GRÆR UNDAN HOLLRI HENDI eftir Vilhjálm S. Vil- hjálmsson. — Þessi bók er safn viðtala sem höfundurinn hefur átt við fólk af ýmsum stéttum þjóðfélagsins. — Vilhjálmur S. Vilhjálmsson sem er löngu þjóð kunnur fyrir bækur sínar, seg- ir í formála fyrir bókinni: „Hér er sagt frá fólki úr nær öllum stéttum, konum og körl- um, sem búið hefur við hin ólíkustu lífskjör, allt frá hrakn- ingalífi til embættisstai-fa, fá- tæku og umkomulausu fólki, vel efnuðu og allt þar á milli. Hygg ég að í þessari bók megi sjá lífskjör íslenzku þjóðarinn- ar í heila öld speglast í einstök- um atriðum, möi-gum smáum myndum, sem að lokum verða að einni heild, — og þar með heildarsögu. Eitt á allt þetta fólk sameiginlegt. Það hefur gegnt hlutverki sínu af skyldu- rækni og samvizkusemi. Það hefur gróið undan höndum þess, og þess vegna hef ég val- ið bókinni nafnið: Gi-ær undan hollri hendi.“ í bókinni er rætt við ýmsa þjóðkunna menn og konur, svo sem: Bjai-na Björnsson leikara, Ásgi-ím Jónsson listmálara, Magnús Jónsson px-ófessoi-, Ludvig Kaaber bankastjóra, Ai-a Arnalds bæjarfógeta, Pál ísólfsson tónskáld, Friðfinn Guðjónsson leikara, Ragnar Jónsson í Smára og læknana Sæmund Bjarnhéðinsson, Sig- ui-ð Magnússon og Þórð Sveins- son. □ KOLBRÚN DANÍELSDÓTTIR: ÞAÐ er nauðsynlegt fyrir hverja konu að vita livei-nig húð hún hefur og eins um gerð hennar og staífsemi. Fegurð nær lengra en til húðarinnar, hún r.ær inn í allar frumurnar, alla vefi og öll líffæri líkam- ans. Undirstaða raunverulegrar fegurðar er auðvitað góð heilsa og að hver einstaklihgur sé hamingjusamur og sáttur við lífið og tilveruna. Reiði og skap vonzka og yfirleitt öll neikvæð afstaða til lífsins spillir hinu fegui-sta útliti. Geymið því alla biturð og reiði „þar til seinna,“ eins lengi og hægt ei’. Húðin er ekki aðeins líkamans yzta skjól og hlíf, hún flytur einnig úr- gangsefni frá líkamanum. Oft kemur fyrir, vegna vankunn- áttu, að til að hylja bólur og fílapensla, er húðin þakin Frú Kolbrún Daníelsdóttir. fegrunax-lyfjum, án þess að hugsað sé út í, að með því móti lokast útgönguleiðir fyrir úr- gangsefni, sem verða að yfii-- gefa líkamann með eðlilegu móti. Ef þess er ekki gætt á hvei-ju kvöldi, að hreinsa þessi efni upp úr húðinni, verður hún fljótlega óslétt — óhrein — viðkvæm og flekkótt. Húðin vinnur, eins og allur líkaminn, að eigin viðhaldi og endurnýj- un. Hún myndar og flytur næi'- ingu handa milljónum fi-uma, sem vinna að uppbyggingu hennar og hún flytur úrgangs- efni frá líkamanum (svita). f hennar þjónustu eru mörg líf- færi, t. d. taugar, æðar, hár — svita- og fitukyrtlar, vöðvai-, litarefni og frumur. Hún mynd- ar sitt eigið ríki í hinu stóra ríki líkamans og vinnur aug- sýnilega eftir fyi'irmynd hans að öllu leyti. Húðin er eins byggð hjá öllum, þ. e. a. s. við - JARÐHITINN ... (Framhald af blaðsíðu 8). að væri hægt að fá þar allmiklu meira og heitara vatn en nú er, væri hægt að nota það til upp- hitunar á Heimavistarbarna- skólanum á Húsabakka, sem byggður var á þessum stað með tilliti til jarðhitans þar í Lauga- hlíð. Áðui-nefndur jarðfræðingur mun hafa hvatt ráðamenn hér til að sækja um styrk til jarð- hitasjóðs ríkisins til prufubor- ana á báðum þessum stöðum, og heitið því máli stuðningi sínum. G. V. höfum aðeins eitt kort að fara eftir. Sem líkamans yzta skjól er hún háð þeim efnum, sem hún er meðhöndluð með, og einnig háð þeim efnum, sem berast með hinni daglegu fæðu. Þessi efni verða þess vegna að vera hæíileg fyrir húðina, auka blóðrásina, næringarupp- töku, orkuna, vökvann, sem þarf að vera utan um vefina, svo þeir herpist ekki saman. Litum á húð hjá ungböx-num. Hún er aðdáanlega slétt - mjúk og falleg, vegna þess að hún hefur ekki orðið fyrir skaðleg- um áhrifum. Þegar barnið stækkar, þroskast og kemst á gelgjuskeiðið, verða oft vei-u- legar breytingar á húðinni, hún verður bólótt, óhrein og óslétt og oft kemur milium. Það er fitukúla, sem er innan við yztu húðina, stafar af röng- um efnaskiptum, hverfur oft af sjálfu sér. Margir unglingar á gelgjuskeiði, sem fá slæma húð, fyllast vanmetakennd, og þá vill það verða, að stúlkur fai-a að nota make up til að hylja þetta, og er þá ekki alltaf hugsað eins mikið um, hvernig á að hi-einsa þetta, og sumar sofa jafnvel með allt framan í sér. Og svo, þegar þær vakna morguninn eftir, allar flekkótt- ar, skilja þær ekkert i, hvei-nig stendur á því að þær ei-u svona í framan. Þeir unglingar, sem fá svona slæma húð, ættu tafar- laust að leita læknis, eða láta hreinsa húðina öði-u hverju. Það er mjög mikil hjálp. f verzlunum er hægt að fá nóg af alls konar fegrunai-lyfjum, en vai-izt að nota of sterk and- litsvötn, þau skaða oft meir, en þau bæta, jafnvel þó þau virð- ist hreinsa í bili. Mig langar að lokum til að segja ykkur eina litla sögu, sem gerðist úti á landi, þar sem ég var að vinna. Það kom til mín kona tiÞað fá andlitsbað. Ég sá strax, að hún hafði alveg sér- staka tegund af húð, og ég hafði aldrei fengið slíka húð til með- höndlunar hér á landi. — Hún hafði ekki fílapensla eða bólur, en andlitið var eins og smurt með feiti og þó var húðin i-auð og viðkvæm. — Ég spui-ði nú þessa fi-ú, hvernig hennar kvöld hreinsun væri háttað. Jú, hún hafði haft feita húð og óhreina, svo hún fór í snyrtivöruverzlun og bað um eitthvað til að hreinsa þetta upp. Henni var ráðlagt að kaupa andlitsvatn af sterkustu gerð. Hún notaði síðan andlitsvatnið, eftir að hafa þvegið sér með vatni og sápu, engin nærandi eða mýkj- andi krem til að vernda húðina á eftir. — Það mun taka þessa konu töluvert lengri tíma að lagfæra húðlna nú heldur en ef hún í upphafi hefði fengið mildari hreinsilyf og réttar leiðbeiningar. í næsta þætti mun ég ski-ifa um húðtegundir og hi-einsun og viðhald í því sambandi. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.