Dagur - 16.12.1964, Page 4
4
I
. W.....' ■ .,Kv?<ít.iiaifBiirf<(ii~Aií«Mi^
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍDSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
FYRSTU GjAFIR TIL
DAYÍÐSHÚSS
UMRÆÐUR um framtíðarstað yfi-
ir eftirlátna muni Davíðs skálds
Stefánssonar frá Fagraskógi og minn-
ingarstað þjóðskáldsins, hófust fyrir
skömmu í sambandi við kaup bæjar-
stjórnar Akureyrar á bókasafni
skáldsins og ákvörðun um brott-
fluttning þess úr húsinu. Þá risu
upp á fjórtánda hundrað manns í
bænum og skoruðu á bæjarstjórn-
ina að stíga skrefið til fulls og kaupa
húsið einnig svo þar mætti verða
minningarsafn. Bæjarstjórn liafði
áskorunina að engu, en áhugamenn
halda áfram að vinna að málinu og
vilja gera það í samvinnu við yfir-
völd bæjarins og erfingjana. Þeir
munu Iiyggja á almenna fjársöfnun,
sem nái um land allt, ef málið verð-
ur ekki leyst á annan liátt, eða kom-
ið verði í veg fyrir það af ráðandi
mönnum, að sú söfnun beri tilætl-
aðan árangur. Bæjarstjórninni er
mikill styrkur að undirtektum al-
mennings um þessi mál og hinum
ákveðnu óskum hans mn Davíðshús
og Davíðssafn.
Þótt nefnd fjársöfnun sé ekki enn
þá hafin, hafa fyrstu gjafirnar verið
fram lagðar hér á skrifstofum blaðs-
ins, myndarlegar upphæðir frá
áhugamönnum, sem ekki eru við
auðsæld kenndir. Þessar gjafir bera
þess vott, að víða sé áhugi fyrir hendi
og er gleðilegur og vænlegur til ár-
angurs ef síðar verður eftir leitað.
,^Það er gamall og góður siður
allra menningarþjóða að heiðra
minningu afreksmanna sinna, enda
þótt það taki þær stundum alllangan
tíma að átta sig á því, liverjir verð-
skulda þann Jieiður. Þegar stórskáld
deyja og útför þeirra lýkur, er oft
eins og þjóðin verði fegin þögn-
inni. Svo undarlega er henni farið,
að engu er líkara en það bezta þreyti
hana, snilldin verði henni í svipinn
leiðigjörn, og hún láti sér það vel
lynda að fylgja þjóðskáldinu til graf-
ar. Um stund, jafnvel árum saman,
virðist hún leitast við að gleyma
ljóðum þess og kjósa fremur dægur-
lög og annað léttmeti til afþreying-
ar. En í fyllingu tímans rís minning
skáldsins upp úr þögninni. Tónar
þess enduróma í hjarta þjóðarinn-
ar, en fjöll og hálsar bergmála. Ijóð
þess er ekki lengur dauður bókstaf-
ur, heldur lifandi, endurborinn óð-
ur, sem berst um landið á hvítum
vængjum. Hús skáldsins er ekki
lengur einstaklingseign, heldur helgi
dómur þjóðarinnar.“
Þessi orð mælti Davíð skáld við
opnun Matthíasarhúss á Akureyri.
Þau eiga einnig við nú, um annað
þjóðskáld og annað hús. □
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: .
Nóvemberbréf til
RADSKONUR í SVEIT.
ÞAÐ vantar margar forstöðu-
konur í sveitaheimilum lands-
ins. Eftir síðara stríðið settu
bændasamtökin á stofn ráðn-
ingaskrifstofu til að leita eftir
heppilegum ráðskonum fyrir
sveitaheimili. Bar þessi starf-
semi allgóðan árangur. Þá kom
í ljós, að margar ungar konur
í kaupstöðum hérlendis vildu
reyna sveitalífið og þá komu
hingað all margar þýzkar stúlk
ur sem kunnu vel við sig, festu
hér ráð og urðu myndarlegar
húsmæður. Nú ætti að byrja
ráðningarstarf á þessu sviði í
annað sinn og leita jafnt eftir
íslenzkum, hollenskum og írsk
um stúlkum til heimilisforstöðu
hér á landi. Þao er stöðugur út
flutningur ungra kvenna til
landnáms utanlands frá Hol-
landi og írlandi. Sérstakur kost
ur viðvíkjandi landnámi frá
írlandi er hin sýnilega frænd-
semi milli þjóðanna bæði líkam
lega og andlega.
HAMRAFELL
Nú liggur við að samvinnufé-
lögin verði að selja stærsta skip
flotans úr landi og fá fyrir lágt
verð. Skipið hefur í nokkur ár
flutt mikið af olíubjargvöru til
landsins, en sú framkvæmd hef
ur verið minna metin heldur en
ástæða var til. Forráðamenn út
gerðarinnar höfðu vanrækt að
ræða þetta stórmál við lands-
menn og á það við sjálf skipa-
kaupin og reksturinn. Þess-
vegna þykir allt of mörgum
landsmönnum litlu skifta, þó
að skipið hverfi nú úr landi.
Enn má bjarga málinu ef beitt
er röskleik. Leiðtogar sam-
vinnufélaganna taka þá lands-
fólkið í skóla og skýra rétt frá
þýðingu skipakaupanna og
hvetja þingmenn og stjórn
landsins til að greiða styrk upp
í tekjuhallann. Þjóðfélagið á-
byrgðist fyrir skömmu 45 millj.
króna lán til að kaupa risa-
togarann Sigurð. Það er að
miklu leyti tapfé en gert í góð-
um tilgangi.
NÝJIR HÉRAÐSSKÓLAR
Áhugamenn í fimm eða sex hér
uðum þrá nú að fá héraðsskóla
fyrir ungmenni byggðanna.
Þetta mun takast ef hlutaðeig-
andi sveitarfélag vilja á sig
leggja nokkra fyrirhöfn í gjafa
fé, lán og ýmiskonar fyrir-
greiðslu. Allir gömlu héraðsskól
arnir hafa verið reistir með þess
háttar stuðningi almennings í
byggðunum. Gagnfræðaskólar
kaupstaðanna eru reistir með
framlögum ríkis og bæjarfélaga.
Ef sveitamenn vilja fá þessa
skóla fyrir börn sín verða hér-
aðsmenn að sýna áhugann í
verki. Seint mun sækjast að
byggja héraðsskóla án fórna frá
þeim byggðum sem vilja nota
þá, árlega eru byggð myndar-
leg heimili í sveitunum. Fjárráð
byggðanna er rýmri heldur en
þegar héraðsskólarnir voru
reistir.
HÉRAÐSSKÓLAR OG
GAGNFRÆDASKÓLAR
Menn blanda . saman þessum
tveim tegundum skóla, en hér
er um að ræða tvo vegi. Þing-
eyingar hafa gagnfræðaskóla á
Húsavík, en héraðsskóla á Laug
um í Reykjadal. Bókleg kennsla
mun vera svipuð í báðum þess
um skólum.
Húsavíkurskólinn mun standa
auður að mestu yfir sumartím-
ann, eins og flestir gamlir og
nýir skólar í bæjunum. Á Laug
um er vetrarskólinn fjölsettur.
Á sumrin er þar íþróttakennsla,
fyrirlestrar og margháttaðir
mannfundir og mikil gistihúss-
starfsemi. Hér er um að ræða
tvær ólíkar mannfélagsstofnan-
ir. Verkefni eru misjöfn eftir
þörf bæja og byggða í landinu.
NÝTT STÉTTARFÉLAG.
Utvegsmenn hafa nú nýverið
stofnsett nýtt stéttarfélag. Voru
þó áður til mörg sterk samtök
af því tagi. Fyrir slátt í sumar
náðu forkólfar útvegsmanna
um 300 milljónum króna úr rík-
issjóði til kaupuppbóta við sjó-
vinnu. Þetta var veitt. í ofaná-
lag kom síldin og færði útvegs-
mönnum mikla tekjubót. Vafa-
laust mun hið nýja félag útvegs
manna hafa nærtæk verkefni í
sókn aukinna hlunninda. Ný-
afstaðið þing launþega bar fram
þrjár óskir. Styttan vinnutíma.
Lengra sumarfrí. Hærra kaup!
Sex þúsund bændur búa enn
hér á landi. Fáir þeirra hafa
vandalaust fólk til vinnu við
framleiðslustörfin. Atvinnurek-
endur bjóða hærra kaup og fá
fólkið, en þeir byrja með því að
halda fundi og undirbúa kröfur
sínar um verðjöfnun úr al-
manna sjóðum.
NÝTT MANNFÉLAG.
Hjólið snýst. Hraðinn vex. Vél-
um fjölgar. Ungmenni giftast.
Börn fæðast, fleiri en fyrr. Marg
ir af þessum ungmennum eru á
harða spretti á námsbrautinni
vegna framtíðar atvinnu. Ömm
ur og afar bjarga oft þessu bráð
þroska fólki úr miklum vanda.
Síðan koma nýjar -þarfir. Unga
fólkið þarf þak yfir höfuðið,
Byggir, vinnur eftirvinnu. Slitn
ar fyrir aldur fram, Hraðinn og
kröfur samtíðarinnar taka mik-
ið af þeim tíma sem fólk þarf
að nota ef menn eiga að njóta
heilbrigðs heimilislífs.
HVAÐ VANTAR BÆNDUR?
Þá vantar verð fyrir afurð-
ir sínar, svo að þeir geti staðizt
samkeppni við aðra atvinnurek-
endur. Allt verðlag hér á landi
er tilbúið af ríkinu með uppbót
um af ríkisfé. Allar stéttir
nema bændur hafa stéttarfélag
til stuðnings kaupkröfum.
Bændur skortir sigursæl áróð-
ursvopn er vinni stöðugt að
málefnum þeirra. Ríkið inn-
heimtir sérstakan skatt af
sveitabændum í stéttarfélags-
Dags
sjóð. Ríkið lögbindur stuðning
við Bændahöllina.
ERU ÍSLENDINGAR
ÖLMUSUMENN?
í hagskýrslum sameinuðu
þjóðanna eru íslendingar í viss
um dálkum skráðir vanþróuð
þjóð. Kemur þar fyrst og
fremst til sú óvenja, að fjórir
ríkustu mennirnir í Reykjavík
taka alla úrgangsvöru frá her-
búðum Ameríkumanna í Kefla
vík, án viðunandi skipulags, án
tolla, án endurskoðunar. Þessir
menn selja varninginn dýrum
dómum í Reykjavík og kasta
gróðanum í ríkissjóð. Hálfri
milljón. Tíu milljónum eða
meira. Hér er um að ræða am-
eríska peninga en ekki ís-
lenzka. Við höfum þrisvar beð-
ið Ameríku um hernaðarhjálp
og varnarlið staðsett á íslandi.
Þeir kosta alla þá útgerð. Við
leggjum ekki fram einn eyri. í
Þýzkalandi hafa Bandaríkin
líka herstöðvar. Þar falla til
geysimiklar úrgangsvörur. Her
inn selur alla slíka afganga á
almennum markaði.
AMERÍKA FÆR RÉTTMÆT-
AR TEKJUR AF SÍNUM
VÖRUM.
Þjóðin hefur vel til matar,
húsa og klæða. Við eigum ekki
að betla. En hér er um að ræða
beiningamennsku á háu stigi.
Erlendir menn sem vita um
þennan ófarnað draga miskunn
arlaust dár að íslenzku yfirlæti.
Þá er spurt hvort ekki hafi ver-
ið nóg að verja ísland móti
Hitler og Stalín, þó að ekki sé
bætt ofan á sníkjuferðum svo-
kallaðra heldri manna suður á
Keflavíkurvöll.
(Framhald af blaðsíðu 8).
um fyrr en eftir langan tíma.
Möguleiki væri e.t.v. á að
styrkja mótstöðuafl glerungs-
ins með því að glerhúða tann-
glerunginn með hjálp sérstakra
geisla. Vísindamenn í háskólan
um í Kaliforníu eru að reyna
þessa kenningu og einnig, hvort
unnt sé að nota Ijósgeisla til að
bora tennurna án þjáninga á
broti úr sekúndu. En þá væri
eftir að bræða glerung til að
fylla holuna •—í eðlilegum lit.
NIDR-stofnunin hefur yfir-
stjórn þessara rannsókna. Vís-
indamennirnir brjóta heilan um
skýrslur, sem sýna að mest af
tannmissi miðaldra fólks, stafar
ekki af tannskemmdum heldur
af tannholdssjúkdómum. Þessir
sjúkdómar geta verið í tann-
holdinu þótt engar tannskemmd
abekteríur fyrirfinnist þar. Af
ástæðum, sem enn eru ekki
skýrðar, myndast tannsteinn úr
gulleitu efni kringum tennurn
ar og milli þein'a og tannhalds-
ins og losar tennurnar. „Vasarn
ig“, eða holurnár, sem myndast
milli tanna og tannholds eru
uppeldisstöðvar fyrir smitun.
Sá vani, að bíta í varirnar og
KOSTABÓK UM BOLSI-
VIKA.
iEfnilegur rithöfundur, Arn-
ór Hannibalsson, hefur nýlega
gefið út þýðingarmikla bók um
stefnu og starf bolsivika erlend
is og hér á íslandi, síðan það
trúboð llófst. Arnór er Vest-
firðingur, en stundaði sögu og
heimspeki í Rússlandi og Pól-
landi. Kann hann þær tungur
vel og er vel kunnur bókmennt
um og lífi fólksins í þessum
löndum. Hann er góður íslend-
ingur og óhlutdrægur í dómum
um menn og málefni. Arnór birt
ir örstutta kafla úr ritgerðum
bolsivikanna Einars, Brynjólfs
og Kristins Andréssonar. Þá
kemur í ljós að þessir höfundar
hafa lýst ástandinu í Rússlandi
á neyðartímum þjóðarinnar
sem sæluríki og hvatt íslenzku
þjóðina til að fórna fornum sið
og ganga brotalaust inn í þetta
ægilega vanstjórnarríki, þar
sem hungrið og kúgunin þjáði
fólkið og tuttugu milljónir
bænda voru drepnir úr hungri
á skömmum tíma til að koma
á þjóðnýttum búnaði. Hér á
landi hafa leiðtogar allra flokka
breitt faðminn móti kenningum
bolsivika og trúað þessum
falska fagurgala. í riti mínu
Aldir og augnablik hef ég tek-
ið við þar sem Arnór hætti.
Þar er lýst upplausn hins borg
aralega þjóðfélags á íslandi.
Krónufallið tífaldað á 30 ár-
um. Eyðibýlum fjölgar ár frá
ári. Blómlegir kaupstaðir óttast
burtstreymi í stórum stíl, frá
góðum húsakynnum og atvinnu
sem talin var lífvænleg. Hér er
nóg af dugmiklu og vel menntu
fólki, sem leita verður margra
hollráða, rannsaka þau og
fylgja þeim úrræðum, sem lík-
legust eru til úrbóta. Allt cl
betra en deyfð og flóttahyggja,
þegar mikið reynir á.
bíta fast saman tönnum í sevfni,
eykur hættuna á þesum sjúk-
dómi.
Dr Samúel Adams og félagar
hans í New York setja í fólk
rafmagnstanngóma, þar sem
hver tönn inniheldur smá-raf-
magnssenditæki. Þegar bitflöt-
ur tannanna mætast, er gefið
merki. Vöðvamælir er settur á
húð kjálkanna. Útvarpsmerkj-
unum er breitt í línurit, sem
gefa upplýsingar um gnístran
tannanna. Tannsteinninn, sem
numið, brott leiða vísindamenn
ina nokkuð á leið, svo sem í því
að rannsaka efnasamsetningu
munnvatns einstaklinganna.
Efnasamsetning munnvatnis er
mjög breytileg og m.a. eftir
hverskonar geðhrifum.
Einnig eru NIDR-vísinda-
menn að athuga collagen, aðal-
efnið í bandvef, sem bindur
vöðva og bein tanna, glóms og
kjálka saman. Collegen hefur
sitt að segja hvað snertir gikt-
arsjúkdóm í bandvefnum, jafn-
vel í nokkrum tegundum hjarta
sjúkdóma, og þetta getur bent
til þess, að samhengi sé náið
milli tannskemmda og almennr
ar heilbrigði og öfugt.
- Tannpína og fannskemmdir
5
ÞAKKARAVAR VEGNA BUNDU BARNANNA
ÞANN 1. þ. m. andaðist Páll
Zóphoníasson fyrrum búnaðar-
málastjóri og alþingismaður.
Hann var einn af sarnferða-
mönnum mínum á lífsleiðinni,
því að við sátum saman á Al-
þingi og í sama flokki fullan
aldarfjórðung. Við þekktumst
þó vel áður en hann kom á þing.
Fyrstu kynni mín af honum hóf-
ust meira að segja árið 1905. Þá
var hann ekki fullra 19 ára og
hafði þó lokið námi við Bænda-
skólann á Hólum. Þó ég kann-
aðist þannig við Pál frá því að
við vorum báðir unglingar og
værum síðar lengi samstarfs-
menn og vinir, þá verður þó
ekki sögð nein ævisága hans
hér. Ég vildi aðeins kveðja hann
með nokkrum orðum, nú þegar
hann er lagður til hinztu hvild-
ar.
Páll Zóphóniasson var fædd-
ur í Viðvík í Skagafirði 18. nóv.
1886. Foreldrar hans voru Zóp-
hónías Haldórsson prófastur,
kunnur sæmdarmaður, og kona
hans Jóhanna Jónsdóttir háyfir-
dómara Pétursson. Páll gekk
ungur í bændaskólann á Hól-
um og lauk þar námi 1905. Eftir
það sigldi hann til Danmerkur.
Gekk þar fyrst í lýðháskóla og
síð'an í landbúnaðarháskólann
og lauk þaðan prófi árið 1909.
Má segja að eftir það helgaði
hann íslenzkum landbúnaði að
lang mestu leyti líf sitt og starfs
krafta. Hann varð sama ár kenn
ari við barnaskólann á Hvann-
eyri og gegndi því starfi til 1920.
Þá varð hann skólastjóri á Hól-
um. Árið 1928 fluttist hann til
Reykjavíkur og varð ráðunaut-
ur hjá Búnaðarfélagi íslands og
að lokum búnaðarmálastjóri frá
1950—1956, er hann lét af störf-
um aldurs vegna.
Eftir að til Reykjavíkur kom
hlóðust svo á Pál allskonar
nefndarstörf, sem of langt yrði
upp að telja og fjölda margt
annað, einkum eftir að hann
varð alþingismaður, en þing-
maður Norðmýlinga var hann
frá 1934—1959.
Vorið 1912 giftist Páll Guð-
rúnu Hannesdóttur bónda í
Deildartungu í Borgarfirði. Hún
var hin mesta ágætiskona og
manni sínum styrk stoð í öllu,
sem enn verður lítillega vikið
að. Böm þeirra eru öll uppkom-
in óg hinir beztu þjóðfélagsborg
arar. Guðrún Hannesdóttir var
góð kona og mikilhæf. Veit
ég t. d. að konan mín minnist
hennar jafnan með þakklæti vin
semd og virðingu. Bæði voru
þau hjón ákaflega gestrisin.
Hygg ég að oftast hafi gestir,
einn eða fleiri, setið við borð
þeirra. Guðrún andaðist fyrir
rúmlega ári síðan.
Hér hefur nú verið drepið á
nokkur atriði í ævi Páls Zóhón-
íussonar, og ekki á neinn hátt
tæmandi, enda ekki ætlað að
vera nein ævisaga. Hún hefur
að nokkru þegar verið skráð af
öðrum og verður siðar skráð.
Ég vil aðeins fara nokkrum orð-
um um, hvernig mér kom þessi
maður fyrir sjónir. Er þess þá
fyrst að geta, að hann var hinn
bezti drengur. Hygg ég að hann
hafi aldrei vísvitandi hallað
réttu máli. í öðru lagi var vinnu
þrek hans alveg dæmafátt. Hér
hafa verið nefnd nokkur af hin-
um opinberu störfum hans. Þau
hefðu verið hverjum meðal-
manni ofraun. En sagan er ekki
öll sögð með því. Páll var þann-
ig gerður að hann vildi hvers
manns vandræði leysa. Hann
rak því erindi í Reykjavík fyrir
fjölda bæoda víðsvegar um
land. Páll var góðum gáfum
gæddur, sérstaklega var minni
hans alveg frábært. Ég held að
hann hafi þekkt flesta bændur
landsins, já og húsfreyjurnar
með. Og ekki einasta það, held-
ur þekkti hann húsdýrin líka:
öll kynbótanaut á landinu og ég
held flestar kýrnar líka. Þetta
er ótrúlegt en samt satt. Flókn-
ar tölur í landsreikningum oft,
gat hann og farið með, án þess
að líta á blað.
Ekki þótti Páll orðhagur mað-
ur og þótti stundum komast
skrýtilega að orði, svo að það
var haft á spöðunum. Þetta held
ég að hafi beinlínis stafað af
vinnusemi hans og ákafa. Hon-
um var efni hvers máls aðal-
atriði. Ekki umbúðirnar. Auk
þess hafði hann ekki tíma til að
hefla orðalag sitt. Lét það því
fara sem fyrst kom í hugann.
Nú við lát Páls Zóhóníusson-
ar hafa bændur landsins misst
öflugan forvígismann og vin.
Þeir og margir fleiri munu því
sakna hans og blessa minningu
hans.
Páll var trúmaður. Ég heyrði
hann segja að hann vissi að ann
að líf væri til og að hann sæi
stundum á bak við tjald dauð-
ans. Nú er hann kominn þangað
til fundar við konu sína og aðra
vini, sem fóru á undan. Ég óska
honum góðrar ferðar og þakka
honum langa og góða samfylgd
hérna megin.
Bemliarð Stefánsson.
- NÝJAR BÆKUR
(Framhald af blaðsíðu 8).
skapur og þættir um eiginkonu
og börn.
Bókin Liðnir dagar er rúmar
100 blaðsiður með mörgum
myndum. □
VID undirrituð viljum færa
hjartanlegustu þökk öllum hin-
um mörgu, sem sent hafa gjafir
í söfnunina til barna okkar
Tryggva og Ragnheiðar.
Það er okkur ómetanlegur
styrkur að finna hlýhuginn, sem
á bak við allar gjafirnar býr.
Vegna þess hversu vel var við
hjálparbeiðninni brugðist er
ÞJÓÐSÖGUR
JÓNS ÁRNASONAR
GRÍMA
GRÁSKINNA
AMMA
Allt með mánaðarlegum
aíborgunum.
Bókaverzl. Edda h.f.
MUNIÐ ÓDÝRU
barna- og unglinga-
BÆKURNAR
BókaverzL Edda h.f.
GJAFAVÖRUR:
KRYSTALL
KERAMIK
KOPAR
POSTULÍN
GLERVÖRUR
STÁLVÖRUR
Járn- og glervörudeild
N ý k o m i ð :
HRÆRIVÉLAR:
Kitclien Aid
tvær stærðir,
LÆKKAÐ VERÐ.
Járn- og glervörudeild
TIL SÖLU (ódýrt)
stigin SAUMAVÉL
(Necclii) og kvikmynda-
sýningarvél.
Sími 12331.
TIL SÖLU:
Nýlegur DÍVAN
í Norðurgötu 6, uppi.
Uppl. eftir kl. 7 e. lt.
TIL SÖLU:
Trillubátur, 3.08 tonn,
með 16 hestafla Lister-
dieselvél og línuspili.
Dýptarmælir getur fylgt.
Uppl. veitir Hjalti Gísla-
son m/b Sigurði í drátt-
arbrautinni Akureyri og
í síma 11754 eftir kl. 8 á
kvöidin.
víst, að allt muni hægt að gera
fyrir börnin, sem í mannlegu-
valdi stendur. Það er okkur
ósegjanlega dýrmætt. Bæjarfó-
getinn á Akureyri, Friðjón
Skarphéðinsson, heíir nú tekið
á móti söfnunarfénu og mun
hann hafa umsjón með því.
Við þekkjum engin orð, sem
geta lýst þakklæti okkar til
fulls. En við munum ávallt
geyma minninguna um allt hið
góða fólk, okkur kunnugt og
ókunnugt, sem af mikilli fórn-
fýsi og gleði kom okkur til
hjálpar.
Guð blessi ykkur öll og gefi
ykkur gleðileg jól.
Guðnumdur Ingvi Gesísson.
Júlíana Tryggvadóttir.
Einholti 6 E Akureyri.
Strákar!
Nú eru SKÍÐIN sem beðið heíur
verið eftir
LGKSINS KOMIN.
Þau eru enn þá GLÆSILEGRI
en í fyrra.
BRYNJÓLFUR
SVEINSSON H.F.
Takið eftir!
Nú er vöruúrval meira en nokkru sinni fyrr
BRÚÐARKJÓLAR, fallegri en áður hafa sézt hér
SAMKVÆMISKJÓLAR, síðir og stuttir,
mjög glæsilegir
ULLAR-JERSEYKJÓLAR, mjög vandaðir,
í stærðum frá 36—50
VETRARKÁPUR, verðið mjög liagstætt
TIL JÓLAGJAFA:
TÖSKUR, innlendar og útlendar
LOÐHÚFUR, IFATTAR, SLÆÐUR og TREFLAR
ILMVÖTN. margar tegundir
og ekki má gleyma ALSILKIKJÓLAEFNUNUM
VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL
Jólin nálgast!!
Fegrið heimilið með ljósum frá RAFORKU.
Hvergi meira úrval, verðið mjög hagstætt.
HEIMILISTÆKI ER NYTSÖM JÓLAGJÖF.
Höfum ú r v a 1 a f :
RYKSUGUM - BÓNVÉLUM - HRÆRIVÉLUM
GUNDA-OFNUM - IIRADSl DUKÖTLU.M
STRAUJÁRNUM - BRAUÐRISTUM
VÖFFLUJÁRNUM - HÁRÞURRKUM
Til skreytinga:
JÓLATRÉSSERÍUR - SKRAUTSERÍUR
JÓLAHÚS - LITAÐAR PERUR
Verzlið við fagmenn.
Rúmgott bílastæði.
R A F 0 R Ií A H. F. - SÍMI 1-22-57
GRÁNUFÉLAGSGÖTU 4