Dagur - 18.12.1964, Qupperneq 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðamiaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Jólagjöi
stjórnarinnar
\
RÍKISSTJÓRNIN liefur nú lagt
fram frumvarp um hækun söluskatts
úr 5.5% í 8% og er það jólagjöf
stjórnarinnar til fólksins í landinu.
Eins og aðrar jólagjafir kom þessi
nokkuð á óvart, einkum þeim, ef
einhverjir eru, sem enn trúa því að
i ríkisstjórnin sé alkaf að reyna að
í lækka skattana.
Það er ekki lengra síðan en í vor,
að stjórnin hækkaði söluskattinn úr
3% í 5.5%. Þótti það mikið og átti
að leysa niikinn vanda fram í tím-
ann. En samkvæmt hinu nýja frum-
varpi, verður liækkun söluskattsins
167%. Samt þykir Jjetta ekki nægi-
legl, Jjví ofan á er bætt nokkrum
milljónatugum í liækkun innflutn-
ingsleyfa á bifreiðum.
Ríkisstjórnin, sem ætlaði að lækka
skatta til verulegra muna, en er ný-
lega staðin að mestu skattahækkun
er um getur, svo sem öllum er í
minni frá í sumar og eru ój>ægilega
á Jjað minntir er þeir taka launin
sín, bætir nú gráu ofan á svart með
liækkun söluskattsins. Hækkun sölu-
skattsins, samkvæmt nefndu frum-
varpi er áætluð yfir 300 milljónir
króna. Þetta er J>ví töluverð jólagjöf
til viðbótar öðru af sama tagi und-
anfarið.
Samningar J>eir, sem tókust sl. vor
og nefndir eru júní-samningarnir,
sköpuðu möguleika á stöðvun dýr-
tíðarinnar í landinu. Nú virðist Jjessi
stöðvun úr sögunni og Jjess í stað
olíu kastað á verðbólgueldinn og
launjjegasamtökunum ögrað svo
mjög, að kallað mun verða svik ýd
hendi stjórnarvalda.
Sjálf segist stjómin gera Jjetta á
forsendum júnísamninganna og ætli
að nota féð til að greiða niður vöru-
verðið.
Nýi sölúskatturinn neniur 10 Jjús.
krónum á hverja fjölskyldu i land-
inu. Hann eykur allt vöruverð, sem
svo verður greitt niður í vissum
vömflokkum.
Það liggur ekki ljóst fyrir, að hinn
nýi skattur sé ríkissjóði nauðsynleg-
ur, svo mikill hefur tekjuafgangur
lians verið undanfarið. En hins veg-
ar er hér leið til að skerða kjör al-
mennings og auka aðstöðumun Jjjóð-
félagsþegnanna, sem er íhalds- og
óheillastefna.
Þannig efnir ríkisstjórnin nú lof-
orð sín unt að lækka skatta á al-
menningi og „leiðrétta“ Jjá skatta,
sem lagðir voru á í sumar.
SVARTÁRDALSSÓLIN, eft-
ir Guðmund Frímann. — Al-
menna bókafélagið 1964. —
ÞETTA eru tíu smásögur, sem
vekja munu athygli. Guðmund-
ur Frímann er kunnastur sem
mjög gott ljóðskáld. Þess sér
líka brátt merki á fáguðu mál-
fari hans. Allar þessar sögur
fjalla um ástina og dauðann að
meira eða minna leyti. Snilldar
leg er lýsing hans á þokkagyðju
þeirri, sem hann nefnir Svart-
árdalssólina, bæði því sem sagt
er beint og óbeint:
„Það var engu líkara en sveit-
in og dalurinn breytti um svip
við komu þessarar ungu hús-
móður. Það var eins og sólskin-
ið safnaðist um þennan bæ
þarna inni í dalkrikanum. Áin
tók að streyma með blíðara nið
en áður, túnið var óvenjugrænt
þetta vor, grasið á enginu gekk
í bylgjum af einskærum fögn-
uði, þegar sunnanblærinn lék
um það. Piltamir í dalnum urðu
ósjálfrátt prúðari og manndóms
legri í framgöngu .... ég man
hvernig mér leið þessi fyrstu ár
Dommu í Svartárdal. Svona
eru sumar konur, en þær eru
fátíðar.“
Sögur, sem skrifaðar eru á
þennan hátt er unnt að lesa sér
til ánægju fyrir stílinn einan
saman, þótt ekki kæmi annað
til. En er ekki þess að vænta,
að skáld, sem hefur jafnnæma
tilfinningu fyrir fegurð og hrynj
andi málsins, kunni einnig að
hlera eftir því, sem í sálunum
hrærist?
Það er venjulega beint hlut-
fall milli skynjunar og stíls.
Þar sem skynjunin er sterk
verður tjáningin það einnig. í
tærri birtu verða línur hrika-
legra fjalla skýrari, og á sama
hátt skynja þeir menn hæðir
og dýptir lífsiris, sem gefin er
með skygni. í þessu er skáld-
gáfan fólgin:
Með nýrri sjón yfir haúðui'
og haf.
sá horfir, sem blómin skilur.
En það er ekki aðeins hin nýja
sjón, heldur einnig tilfinningin
fyrir lífi annarra, sem gerir
menn að skáldum.
Ég held að engir nema blind-
ir menn geti lesið þessar sögur
j| Séra BENJAMÍN ||
skrifar um ji
jj bækur jj
Guðmundar Frímanns, sem yf-
irleitt eru vel unnar, án þess að
sjá, að þarna er mikill listamað-
ur að verki. Sögurnar bregða
upp ljóslifandi og ógleymanleg-
um myndum. Þær hafa það
sameiginlegt með kvæðum
hans, að í þeim er dulinn og
stundum hamramrpur seiður,
örlagaþungi, sem enginn fær
við spornað. Mennirnir verða
eins og dægurflugur í straumi
viðburðanna, dans þeirra er
dauðadans, og fyrr en varir
færir skolgrá móða daúðans þá
í kaf. En ást þeirra, hverful og
skammvinn er valdið sem notar
þá eins og peð í óráðnum leik
lífsins. Augnablikið er þrungið
hinni eilífu blekkingu (eða
sannleika). Gegnum vetrar-
myrkrið berst ástarkvein Svart
árdalssólarinnar: „1 vor, Jöri,
þegar jörðin er orðin græn.‘\
En það kom aldrei. Pilturinn
hrapar í fljótið á heimleiðinni.
Áherzlan hvílir hér ekki á hinu
örskamma ástarævintýri, held-
ur á hinni blygðunarlausu hvöt
að framlengja lífið, hvað sem
það kostar.
í sögunni Fjallalamb er á
átakanlegan hátt lýst umkomu-
leysi barnungrar stúlku, sem af
einstæðingsskap lendir í ástand
inu og verður fórnarlamb ástar
sinnar. Þegar elskhugi hennar
verður þess var, að hún er með
barni, fleygir hann henni í fljót
ið eins og ónýtum hlut. Misk-
unnarlausir og tilfinningasljóir
menn finna hana á reki og
draga hana innbyrðis bölvandi.
„Fátæklegur kjóllinn, rifinn í
tætlur niður á milli litlu brjóst-
anna, féll óhugnanlega þétt að
þessum óþroskaða barnslega
líkama, sem þeir hjálpuðust til
að innbyrða. Ur augum stelp-
unnar var styggð fjallalambs-
ins horfin, þau voru hálfopin
og full af eilífu myrkri.“
Sagan Feðgamir á Vindási
fjallar um lítinn sveitadreng,
sem fær að fara með föður sín-
um í kaupstaðinn, með upptín-
inginn sinn, þegar farið er með
ullina. Faðirinn, beygður af
striti og armæðu lífsins, ætlar
að gera sér dagamun og hressa
sálina, en verður ofurölvi og
sofnar við réttarvegginn. Þetta
verður heldur en ekki skemmt-
un fyrir krakkana í þorpinu,
sem ekki skilja greinarmun á
sorgarleik og gamni, og 'er at-
ferli þeirra við bóndann
kennske ívið yfirdrifið. En
lýsingin á viðbrögðum sonarins;
fyrst tilhlökkun hans að fara í
kaupstaðinn, síðan hin sára lífs-
reynsla að sjá föður sinn, sem
honum hafði alltaf verið góður,
ósjálfbjarga í niðurlægingu öl-
vímunnar, er snilldargóð. Yfir
sögunni hvílir þrúgandi dapur-
leiki þeirrar barnssálar, sem í
fyrsta sinn skynjar eymd og sár
vonbrigði lífsins.
Tveir raftar, er gamansöm
táknsaga um gamla og nýja tím
ann. Gamli bóndinn sperrir
þessa rafta við bæinn sinn
fremur en byggja nýjan og
segist ætla að lifa og deyja í
þessum bæ, hvað sem unga
fólkið tautar og raular, og það
gerir hann. Að lokum kemur
klakaruðningur í fljótið og
straumröstin sópar bænum burt
og ber gamla manninn í kaf.
Það yrði of langt mál að
rekja efni þessara sagna fram-
ar en nú hefur verið gert, en
þær eru ágætavel skrifaðar
hver um sig og engu minni
skáldskapur en kvæði höfund-
arins. Tilfinning hans fyrir líf-
inu, unaðssemdum þess og feg-
urð, en jafnframt fyrir misk-
unnarleysi og ruddaskap mann
anna er átakanleg, og eru þær
á þann veg sagðar, að honum
tekst að láta lesandann skynja
þetta með sér.
Mér er sagt, að ritdómarar
fyrir sunnan telji bók þessa
með klámritum. Ekkert er frá-
leitara. Ástir karls og konu
hefur verið yrkisefni skálda frá
ómunatíð. Mennirnir eru með
þessum sóköpum fæddir, og
ekkert klám er það að lýsa
þessum tilfinningum á sannan
og eðlilegan hátt. Jónas Hall-
grímsson kallaði ástina guða-
loga, og engum dettur í hug,
að þessi vísa hans sé klám:
Veit ég, hvar von öll
og veröld mín
glædd gúðsloga.
Hlekki brýt ég hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.
Klámbókmenntir eru það, sem
lýsa ástum karls og konu á
ógeðslegan hátt, eins og t. d.
Frank Harris og lærisveinar
hans: Henry Miller og Agnar
Mykle gera.
Sögur Guðmundar Frímanns
eru að vísu erótískar eins og
vísa Jónasar, en þær eru hvergi
ósannar eða ógeðslegar. Það
væri heljt vísan á bls. 27, sem
líkleg væri til að hneyksla
menn. Fyrir höfundinum hefur
þó eflaust vakað, að taka hnökr-
ana einnig með inn í myndina,
lýsa andstæðum og óhrjáleik
lífsins með öðru. Ég hefði talið
fara betur á að sleppa þessari
vísu og reyndar miklu af 6.
kaflanum í Svartárdalssólinni,
en það er af annarri ástæðu.
Það er af því, að mér finnst
vísan vera í nokkru ósamræmi
við þá virðingu og aðdáun, sem
ungu mennirnir í dalnum eru
látnir hafa á Svartárdalssólinni.
Ekki mundu þeir heldur hafa
ort klámvísu um nýdáinn mann.
Verð kr. 240.00 (án sölusk.)
Um sagnaþætti þá, scm bók þessi hefnr að geyma, ritar höfundur
meðal annars í formála:
„ . . . Sumt hef ég eftir foreldnim mínum, scm hæði voru minnug og
höfðu frásagnargáfu, og ýmislegt heyrði cg talað um í bemsku eða á
unglingsárum minum . . . . I*á er þess að gela, að þáttinn um Möðru-
dal gerði ég að áeggjan forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, senr
var mér samtíma um sumar í Möðrudal og dvahli þar í lleiri suinur
á skólaárum sínum. Er hér uni 50 ára gamlar cndiirminningar að
ræða, því lítt hafði ég samband við það heimili eftir að ég fluttist til
Vesturlieims. Ætla ég að þar fari ekki margt á milli mála . . .“
Hér er á ferðinni bók með skemmtilegum
og fróðlegum sagnaþáttum í þjóðlegum stíl
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETT 1897
5
TODDA í BLÁGARÐI eft-
ir Margréti Jónsdóttur.
Saga fyrír börn og 'ungl-
inga. Önnur útgáfa. Prent-
smiðjan Leiftur hf.
Sjálfs-
ævisaga
Vcrð kr. 320.00 (án sölusk.)
Þetía cr sjálfsævisaga Jóns bónda á Laxamýri í Suður-Þingcyjarsýslu.
Jón er löngu landskunmn maður fyrir störf sín í þágu. íslcnzks land-
búnaðar og þá sérstaklega sauðfjárræktar. Haun stundaði ungur bún-
aðarnám í Noregi og Skotlandi, og cftir iieinikomuna fcrðaðist hann
mörg ár um landið þvert og endilangt, mestmegnis fótgangandi, stóð
fyrir búfjársýningum og heimsótti svo að segja hvern einasta bónda á
landinu til að kynna ýmsar nýjungar í búfjárrækt, s£m hann hafði
lært erlendis.
Bókin cr lifandi og skemmtilega skrifuð. Jón kynnist miklum fjölda
manna á ferðum sínum víðs vcgar um landið og scgir frá þeim með
hreinskilni og hispursleysi.
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETT 1897
mmzm,
Það er af þessum ástæðum, sem
mér hefði fundist sagan betri,
ef vísunni hefði verið sleppt.
Benjamín Kristjánsson.
'—>
VALT ER VERALDAR
GENGI eftir Elinborgu
Lárusdóttur. — Útgefandi
er Skuggsjá.
ÞETTA er 4. bindi af hinni
miklu sögu Dalsættarinnar í
Skagafirði, en ekki er þess get-
ið, hvort það eigi að verða hið
síðasta. Á þessari sögu eru þó
engin ellimörk, og væri fróð-
legt að fá að fylgja sögupersón-
unum dálítið lengur. Dalsættin
heldur sinni sömu reisn og áð-
ur. Þótt hinir eldri stofnar falli
í valinn, koma aðrir í staðinn.
Þetta er heilbrigt fólk, ekki
gallalaust. En sögupersónum er
þarna fylgt af lifandi skilningi
á mannlegum sálum. Það er því
allt bráðlifandi, enda allt sögu-
legar persónur, sem lifðu og
störfuðu fyrir rúmri öld. Ein-
mitt þess vegna verður það allt
lifandi og nýtur samúðar eða
andúðar lesandans. En það er
einkenni á góðum skáldsögum.
Eins og í fyrri bókum notar
skáldkonan mikið samtalsform
og tekst það oft snilldarlega.
Hér verður efni bókarinnar
ekki rakið. Bæði vil ég ekki
taka neina ánægju af lesandan-
um, og svo yrði það varla gert
nema í nokkuð löngu máli. Þó
að sagan sé nokkuð löng, um
270 blaðsíður, en hún þó hvergi
langdregin. Sögupersónurnar
leyfa ekki þann hátt. Þær þurfa
á öllu sínu rúmi að halda, og
oft er skipt um svið. Það þarf
því, engum að leiðast, sem les
þessa bók. Það er vafamál,
hvort skáldkonan hefur nokk-
urntíma náð betri tökum á
sögupersónum sínum. Það er
aúðséð, að hún hefur ánægju af
þessum félagsskap, enda er hún
hér að fjalla um forfeður sína,
því að það er ekkert launungar
mál, að hér er verið að segja
sögu Djúpadalsættarinnar í
Skagafirði.
Þegar í fyrsta kafla rís sagan
í fang lesandans, og með heim-
sókn Jörundar hundadagakon-
ungs, er þegar valdn spenna í
atburðarásinni, enda var sú
heimsókn örlagarík fyrir séra
Idákon í Dal, því hann missir
embættið. Þessi spenna heldur
svo áfram að verulegu leyti bók
ina út.
í upphafi sögunnar eru per-
sónur flestar hinar sömu og í
fyrri bindum, nema Hákon og
Þuríður í Dal eru bæði látin,
en í Dal sitja þau nú Stefán
Hákonarson og kona hans, Sól-
veig, sem nú hefur náð fullri
uppreisn og búa þau hjón nú
af mikilli rausn í Dal. Nú eru
synir þeirra Hákon og Símon
orðnir fulltíða menn. Báðir hafa
þeir lært til prests, og verða þeir
nú aðalsöguhetjurnar og þeirra
fólk út söguna. Eins'og í lífinu
sjálfu, skiptast þarna á skin og
skuggar, ást og hatur, gleði og
sorg fyrir hatrinu fer þó einna
minnst. Eg held að skáldkon-
unni láti það ekki að fjalla um
það.
Það koma geysilega margar
persónur fram í þessu skáld-
verki. Margt stórbrotið fólk,
sem gaman er að kynnast. í
bók þessari er minna af aldar
farslýsingum en í hinum fyrri
bókum skáldkonunnar. Henni
gefst því meiri tími til að móta
sögupersónur sínar og blása í
þær lífi. Einkum lætur henni
sú list að skapa göfugmenni, án
þess þó, að þau verði gallalaus,
eða frásögnin um þær verði
væmin. Þetta eru margt breizk
ir og brothættir einstaklingar.
En það, sem gerir sögupersón-
urnar eftirminnilegar, er meðal
annars æðruleysið. Það er því
sérstaklega notalegt að verða
því samtíða, enda var varla
hægt að lifa á þessum tímum
nema búa yfir æðruleysi og
karlmennsku. En þarna er eng
in persóna þýðingarlaus. Eg geri
ráð fyrir að þarna sé þó eitt-
hvað af tilbúnum persónum, en
þær hafa allar hlutverki að
gegna og verða því ekki þekkt-
ar frá hinum.
Nú kemur hinn týndi sonur,
Benjamín, aftur til sögunnar.
Hann hafði farið af landi burt
yfirbugaður af ástarsorg, og
hafði ekkert til hans spurzt í
fjöldamörg ár, en loks kemur
þessi týndi sonur í leitirnar.
Þegar sagan fer að stefna að
einum ósi, verður það séð,
hvert skáldkonan stefnir. Hún
ætlar að láta draum Sólveigar
rætast um kirkjurnar tvær. Það
drógst þó ótrúlega lengi að
bræðurnir fengju brauð. Séra
Símon, sem er enginn annar en
séra Hannes Bjarnason skáld
og prestur að Ríp. Hann hafði
haldið prédikun á Ríp óviðbú-
inn og blaðalaust, og vakið
hrifningu meðal sóknarbarn-
anna. Hann verður brátt svo vin
sæll meðal almennings, að þeg-
ar honum er boðið betra brauð,
gerir hann það að vilja sóknar-
barna sinna að vera kyrr.
Séra Hákon, sem verið hafði
kapelán um hríð, er nú kominn
á efri ár, er honum loks er veitt
brauð, en hann er enginn annar
en séra Eiríkur að Staðarbakka
í Miðfirði. Þegar skáldkonan er
búinn að koma þessum aðalsögu
hetjum á sinn stað, lítur hún
svo á að hlutverki sínu sé lok
ið.
Þanig lýkur þessari rismiklu
skáldsögu. Hún hefur ekki farið
á mis við nokkra harmsögulega
viðburði frekar en mannlegt líf,
og Valt er veraldar gengi.
Hannes J. Magnússon.
'-j
UM EYJAR OG ANNES
eftir Bergsvein Skúlason.
Ferðaþættir og minningar
frá Breiðafirði. Bókaútgáf-
an Fróði.
MARGIR kannast við útvarps-
þætti Bergsveins Skúlasonar
um Breiðafjarðareyjar. Þar er
sérstæð náttúra, sem skapað hef
ur svipmikið kjarnfólk.
Nú hefur Bergsveinn samein
að þessa þætti og aukið og gef
ið út í bókarformi. Þetta er
bæði læsileg og fróðleg bók og
munu margir þeir, sem unna
íslenzkum fróðleik fagna henni.
Frásögn Bergsveins er ljós á
góðu máli og enginn efast um
kunnugleik hans á viðfangsefn-
inu. Fáir munu kunnugri Breiða
fjarðareyjum en hann.
Þá eru myndirnar veruleg
bókarprýði. Var gerður sérstak
ur leiðangur í flugvél til að
taka mundir af eyjunum. Þetta
hefur tekizt alveg prýðilega.
Eyjarnar njóta sín mjög vel á
þessum myndum.
Þessi bók nær yfir Vestureyj
ar. Eru þar allar merkustu eyj-
ar á Breiðafirði s.s. Flatey,
Svefneyjar, Hvallátur, Skáleyj
ar og Hergilsey. Er bókin rituð
í ferðasögustíl og gefur það
henni meira líf. Lýsir höfundur
atvinnuháttum fyrr og nú og
merkum mönnum s. s. Ólafi í
Hvallátrum og Snæbirni í Herg
ilsey.
í bókarlok er þáttur, sem höf
undur nefnir „Að vestan“ og
er af nokkrum stöðum á Barða
strönd s. s. Breiðuvík, Hvallátr
um og Látrabjargi.
Bergsveinn mun eiga fleira í
fórum sínum af fróðleik frá
Breiðafirði. Lætur hann liggja
að því, að ef til vill komi ann-
að bindi síðar.
„Um eyjar og annes“ er stór
bók 274 blaðsíður að stærð, fal-
leg og vönduð að öllum ytra
frágangi.
MARGRÉT Jónsdóttir er þjóð-
kunn fyrir skáldskap sinn, ekki
sízt fyrir barnasögur sínar og
barnaljóð. Nú kemur út ein af
barnasögum hennar — Todda í
Blágeúði — í annarri útgáfu.
Hún segir frá Toddu, sem er
dönsk í aðra ættina en íslenzk
í hina og elzt upp í Kaupmanna
höfn. Sagan lýsir trúlega um-
hverfi og leikfélögum Toddu.
Einkum lýsir hún Toddu sjálfri
og heimili hennar. Frænka henn
ar íslenzk kemur því til leiðar,
að Todda fái að fara með sér til
íslands. Og lýkur bókinni á því,
að þær eru að leggja af stað í
ferðina. Næsta bók gerist á ís-
landi.
Þetta er góð bók og sönn, og
andar hlýleika af síðum hennar
til lesendans. Hún verður örugg
lega jólabók margra telpna í ár.
Með henni er hægt að mæla.
Eiríkur Sigurðsson.
JÓHANNES A BORG. — Út
er komin hetjusagan, Jóhann
es á Borg, sem Stefán Jóns-
son fréttamaður hefur skráð.
J ÓHANNES er Akureyringur,
sonur Jósefs ökumanns og
Kristínar Einarsdóttur, fæddur
a Barði 1883. Ekki var ævi hans
neitt sérstök í æsku. Hann sat
ær í Eyjafirði, er hann óx ofur-
lítið úr grasi, tók þátt í síldar-
ævintýrinu við Eyjafjörð, sem
unglingur, flaugst á við stráka,
eignaðist byssu, var um tíma á
Möðruvöllum í Hörgárdal og
óx ásmegin við að sjá Eyfirð-
inginn Hallgrím Kristinsson,
sem var tæplega meðalmaður
á vöxt, leggja flesta eða alla
skólapilta í íslenzkri glímu, en
Jóhannes var fremur sein-
þroska og ekki hár í loftinu,
og Jóhannes horfði á Dani
berja íslendinga í uppskipunai'-
vinnu og strengdi þess heit að
hefna þess.
Einn var sá þáttur í fari Jó-
hannesar, sem telja verður at-
hyglisverðan, en það voru hinar
þrotlausu líkamsæfingar, sem
stöfuðu af brennandi þrá til að
öðlast líkamlega hreysti og
fimi og valdi á hinni fornu
íþrótt, íslenzku glímunni. Og
síðar varð það fyrst og fremst
íslenzka glíman, sem gerði
þennan Norðlending heims-
frægan íþróttamann, og lífs-
göngu hans að óvenjulegri sig-
urgöngu í áratugi á erlendri
grund, bæði austan hafs og
vestan. Víni og tóbaki hafnaði
hann algjörlega.
Á þeim árum bráust hinar
furðulegustu sögur hingað til
lands af afreksverkum Jóhann-
esar Jósefssonar og segir í bók-
inni fi'á mörgum þeirra. Metn-
aður hans fyrir íslands hönd
var með fádæmum og í krafti
hans stóðst hann hverja raun og
bar sigurorð af hverjum manni
í þeim greinum, er hann lagði
stund á
En þótt Jóhannes byði hverj-
um manni að reyna við sig í
íslenzkri glímu og stórfé fyrir
að standa í þrjár mínútur, var
hann ekkert vöðvafjall, en ákaf
lega vel þjálfaður, vel viti bor-
inn, djarfur og harðgerður.
Eftir heimkomuna byggði
liann Hótel Borg, sem var aðal-
hótel landsins í allt að þrjá ára-
tugi. — Nú er Jóhannes setztur
í helgan stein, rúmlega áttræð-
ur, og ornar sér við minning-
arnar af einhverri mestu vík-
ingaferð, sem íslenzkur maður
hefur nokkru sinni farið.
Bókin Jóhannes á Borg er
'yfir 300 blaðsíður, prýdd mörg-
um myndum. Ægisútgáfan hef-
ur hvergi til sparað, að gera
hana vel úr garði, enda er hér
óvenju skemmtilegt bókarefni,
og höfundur hennar, Stefán
Jónsson fréttamaður, snjall
maður á ritvellinum. E. D.