Dagur - 19.12.1964, Side 4

Dagur - 19.12.1964, Side 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrg'ðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðslá: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. NORÐMENN FLYTJA RÍKISSTOFNANIR ÚR HÖFUÐBORGINNI ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA þeirra Karls Kristjánssonar og Gísla Guðmundssonar um fylkjaskipan á Islandi liefur vakið mikla athygli svo sem verðugt er. Tillagan og greinargerðin er birt í blaðinu í gær og dag og er mikið umhugsunarefni. Til fróðleiks í sambandi við þetta mál, er gaman að ryfja upp tillögur Norðmanna um sama efni. Hinn 10. ( febrúar 1961 skipaði ríkisstjóm Nor- [ egs sérstaka nefnd til að leggja á ráð | um flutning ríkisstofnana, sem starf- að liafa í Oslo, burt úr höfuðborg Noregs til annarra byggðalaga og um staðsetningu nýrra ríkisstofnana utan höfuðborgar. í áliti þessarar nefndar er talið, að brottflutningur 20 stofnana komi sérstaklega til greina og að ein stofnun, sem í ráði hefur verið að koma á fót í Oslo, verðr staðsett í Bergen. En þar er um að ræða væntanlegan tónlistarhá- skóla Noregs. Þær ríkisstofnanir, sem fjallað er um á þennan liátt, eru þessar: 1. Búnaðarráðunautar landbúnað- arráðuneytisins. 2. Hafnsöguyfirvöldin. 3. Vitamálastjórnin. 4. Almannavarnaskólinn. 5. Brunavarnaskóli Noregs. 6. Skógrækt ríkisins. 7. Sjómannaráðið. 8. Sprengiefnaeftirlit ríkisins. 9. Almannavarnir Austur-Noregs. 10. Eftirlaunatrygging sjómanna. 11. Sjúkrasamlagið fyrir sjómenn í utanlandssiglingum. 12. Landmælingar Noregs. 13. Bankaeftirlitið. 14. Iþróttagetraunir Noregs h.f. 15. Lögregluskólinn. 16. Miðstjórn velferðarráðs ríkis- ins, — velferðarskrifstofa sjó- manna. 17. Rannsóknarstofnun landbúnað- arins (Kontoret for landbrukets forskring). 18. Eftirlitsstöð ríkisins í landbún- aðarefnafræði. 19. Tónlistarliáskóli Noregs. 20. Seðlaprentun Ríkisbanka Nor- egs. Heiti stofnana eru þýdd á íslenzku af manni, sem kunnugur er í Nor- egi. I þeim 20 stofnunum, sem hér um ræðir, er gert ráð fyrir rúmlega 800 föstum starfsmönnum og nálega 500, sem starfa um lengri eða skemmri tíma ár hvert. □ F amennar o stórbrotnar Viðtal við Sigmund Guðmundsson af Ströndum STRANDIR og Hornstrandir eru köld nöfn. Þegar þau eru nefnd koma í huga manns óljós ar en þó e.t.v. hrollvekjandi myndir af hörðum veðrum, drun um hafsins við dranga og stand- björg, hafís og galdramönnum. Þetta hefur einhvernveginn og einhverntímann læðst inn í vit und manna, sem aldrei hafa þangað komið, og skipar æðri sess þar-en tignarlegar og stór- brotnar sveitir, ómandi fugla- björg, fjörur þaktar stórviði fengsæl fiskimið og meira at- gerfisfólk en víðast annarsstað ar á landinu. Strandamaðurinn Sigmundur Guðmundsson, fyrrum bóndi á Melum í Árneshreppi, flutti til Akureyrar fyrir tveim árum. Við hann átti ég samtal dag einn nýlega og sagði hann mér þá, að ýmsir litu sig miklum for vitnisaugum, er þeir heyrðu að hann var vestan af Ströndum, rétt eins og þar væri um annan þjóðflokk að ræða, sem gaman væri að skoða. Viltu segja okkur eitthvað að vestan Sigmundur? Það skal ég gera með glöðu geði, segir hann, og réttir mér síðan myndabók eina „Myndir úr Strandasýslu", þar sem gef- ur að líta fagrar sveitir, vel byggð býli og ýms náttúruund ur. Strandasýsla er fjölbreytileg enda löng strandlengjan. Sýslu takmörkin að sunnan eru við Hrútafjarðará en að norðan við Geirólfsgnúp. Þetta er 3-400 km leið. Hólmavík við Steingríms fjörð er nokkurnvegin miðsvæð is og eins konar miðstöð. Talið að sunnan er fyrst Bæjarhrepp- ur, þá Bitruhreppur, Fellshrepp ur, Kirkjubólshreppur, Hólma- vík, Hróbergshreppur, Kaldrana neshreppur og Árneshreppur. Þar fyrir norðan tekur við Norð ur-ísafjarðarsýsla, með Grunna víkurhrepp og Sléttuhrepp í eyði. Voru þetta margniennar sveit ir, sem nú eru yfirgefnar? Já, já, í Sléttuhreppi voru 5— 600 manns 1930—1940. Þá var mikil útgerð í Aðalvík, Sæbóli og víðar. í Grunnavíkurhreppi var líka mikil byggð. Á Hest- eyri var hvalveiðistöð og síðar síldarbræðsla. Og þá hefur fólki liðið vel á þessum slóðum? Já, enda var Húnaflói fullur af þorski og síld, hrein gull- kista. Síldarbátarnir fylltu sig tvisvar og jafnvel þrisvar á dag í flóanum. Og þegar maður skrapp á sjó með línustubb eða færi, fékk maður hálffullan bát af afbragðs fiski. Svo voru tekj urnar miklar af bjargfuglinum, bæði eggjum og fuglinum sjálf um. Og rekinn var stundum mjög mikill á mörgum jörðum. Áraskifti voru að honum en stundum rak ósköpin öll langt suður í Strandasýslu. Voru menn beinlínis ríkir? Til voru stórríkir menn á ýms um þeim bæjum, sem nú eru komnir í eyði. Furufjörður í Grunnavíkurhreppi var talin einhver bezta jörð á Ströndum. Þar er graslendi mikið og flæði engi, enda bjuggu þar góðu búi fjórir og fimm bændur fram undir 1930. í Reykjarfirði norð ur undir Geirólfsgnjúp bjuggu lengi tveir bræður og allt fram til síðustu ára. Þar er auður bær. Selveiði, reki, heitt vatn og meira að segja sundlaug. Þessi þróun, að yfirgefa heilar sveitir, jafn kostamiklar og þarna er um að ræða, er sorg- leg, En hvað vilíu segja um þína sveit? Árneshreppurinn er nú nyrsti hreppurinn í Strandasýslu og Sigmundur Guðmundsson- enn byggður þótt byggðin sé í mikilli hættu og margir hafi í burtu flutt. í þeim hreppi er nyrsti bærinn Drangar, þar sem Eliríkur rauði nam land og dvaldi um skeið. Þar hefur alla tíð verið stórbúskapur og vel- megun. Þar bjó Eiríkur Guð- mundsson, eða Eiríkur á Dröng um, ríkur maður og stórbrot- inn bændahöfðingi, sem unni tónlist og annarri gleði og var hinn mesti dugnaðarmaður. Þar er selveiði, æðarvarp og oft ó- hemju reki, þegar þannig árar. Þar er enn búið góðu búi. Næst nyrst er Ófeigsfjörður. Þar er mörg matarholan, eins og segja má um marga staði þar vestra. Þegar ég var unglingur var allt af farið í hákarl. Og hákarla- skipið Ófeigur er enn til og varðveitt í byggðasafninu í Reykajskóla. Ófeigur bar 56 tunnur lifrar og auk þess allan búnað til hákarlaveiða, sem sam tals var talinn móti 20 tunnum að þyngd. Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði mun eini núlifandi hákarlaformaðurinn í sýslunni. Sonur hans er Ófeigur Péturs- son forstjóri Ullarþvottastöðvar innar á Akureyri. Já, þar kom fleira á land en hákarla- lifur og þorskurinn í þann tíð, því þar var einnig selveiði. Það munar um 170 kópa með því verði, sem nú er á skinnum. Og svo var það æðardúnninn, 80— 90 kg. mest á þeim bæ. Síðan hefur dúntekjan minnkað um allt að helmingi, en samt góð búbót. Auðn vofir nú yfir þessum bæjum og hefði það þótt fjar- stæða þegar ég var að alast upp, því þá voru 20 manns í Ófeigsfjarðarheimili og nóg að bíta og brenna. Hvemig var rekaviðnuni kom ið í verð? Húnvetningar keyptu mikið þegar ég var að alast upp, bæði fyrir peninga og eins í vöru- skiftum fyrir feitmeti o.fl. Marg ar voru ferðirnar á Skagaströnd og Blönduós með viðinn, á Ó- feigi gamla og náttúrulega fleiri bátum. Pabbi var oft í þessum ferðum. Hér var bæði um húsa við að ræða og girðingarstaura. Nú er allur rekaviður látin í girðingarstaura. Á meðan flest ar byggingar voru úr torfi, grjóti og timbri, var alltaf ver- ið að endurbyggja, því húsin stóðu stutt og alltaf þurfti trjá- við. En það sást á Ströndum, að þar var rekaviður nægur, því þar var tiltölulega vel byggt og betur en víða annars staðar. Norðmenn munu hafa liaft forgöngu um síldveiðarnar vestra? Já, þeir hófu síldarsöltun um 1920 bæði á Eyri við Ingólfs- fjörð og á fleiri stöðum. Og 1932 var síldarverksmiðja byggð í Djúpuvík. Hún hafði 7500 mála afkastagetu og var starfandi til ársins 1946 eða 1947. Verksmiðja þessi var mjög vönduð og strax eftir að hún tók til starfa fóru að rísa aðrar byggingar í staðnum svo að þorp myndaðist. Eitt sumarið voru brædd 220 þús. mál í Djúpuvíkurverksmiðju. Allt hjálpaðist að til þess að efla byggð og framfarir. En undir- staðan var hinn mikli afli á Húnaflóa, eins og áður er að vikið. En aflinn þvarr. Það er átakanlegt að sjá muninn nú og deyfðina. I Gjögri við Reykjarfjörð voru allt að 20 heimili og mikil smábátaútgerð, sem hefur lagst niður að mestu. í Árneshreppi voru 550 manns eða fleira þeg- ar flest var, en nú um 250 manns. Árnesprestakall var eft- irsótt prestakall og talið þriðja eftirsóttasta prestakall lands- ins. Þar var 200 punda dún- tekja, selveiði og reki. Bláfátæk ir prestar, sem þangað komu, urðu efnamenn á skömmum tíma, enda sóttu jafnan margir um, þegar það braúð losnaði. Nú keppa prestar ekki úm þennan stað. Nú er þar prest- laust. Hvemig er veðrátta á Strönd um? Norðan- og norðaustanáttin er grimm á vetrum og köld og rök á sumrum. Hinsvegar er vestan- og sunnanátt hvergi blíðari en þar. Hafa bjarndýr ekki oft geng- ið á land á Ströndum? Ekki er það nú vanalegt þótt það hafi komið fyrir. Einu sinni, að mig minnir rétt fyrir 1920 gekk bjarhdýr á land í Drangavík milli Ófeigsfjarðar og Dranga. Það kom heim að bæ og bráust inn í skemmu og komst þar í mat. Bóndinn var heima með börn sín og réðist hann fyrst að birninum með skóflu eina að vopni. Ekki varð bangsa meint að skófluhöggun um og galt hann bónda með því að rífa jakka hans. Þetta gerðist inni í skemmunni. Bóndi hopaði út og lokaði hurðinni. Sá hann, að hér þurfti meira til sótti byssu sína, rauf gat á þekju skemmunnar og skaut björninn. Mörgum árum síðar kom stór og grimmur björn heim að sama bæ og hafði þar nærri ráðið barni bana. Bóndinn og heimiliskennari, sem þar var, komust í skotfæri við björn þennan af hlöðuþaki og skutu hann. Þá fer orð af liörðuin átökum í stjórnmálum á Ströndum? Já, það hefur oft verið dálítið heitt í þeim glóðum. Árið 1923 bauð Tryggvi Þórhallsson sig fram á móti Magnúsi Péturs- syni lækni á Hólmavík, sem hafði nokkúð lengi verið þing- maður. Einn framboðsfundur- inn var haldinn í Árnesi, prests setrinu, og var fjölmennur. Það vildi nú svo til, að Framsóknar menn söfnuðust í suðurstofuna en íhaldsmenn í norðurstofuna. Tryggvi var hinn glæsilegasti maður og heillaði alla með fram komu sinni, jafnvel harðsvíraða íhaldsmenn og varð þingmaður. Árið 1934 höfðu mál skipast á annan veg en nokkurn hafði grunað. Þá kom Hermann Jónas son vestur og bauð sig fram á móti Tryggva Þórhallssyni. Þótti það djarft tiltæki af Her manni og vonlaust með öllu, enda ekki vitað nema um tvo menn í Árneshreppi, sem fylgja myndu Hermanni, svo ástsæll var Tryggvi og það var hann ætíð. En hann var þá kominn í Bændaflokkinn. Þegar Her- mann kom fyrst var hávetur og ófærð. Hann ferðaðist um og undruðust allir ferðaþrek hans. Hann virtist hafa gaman að ó- færðinni og jafnvel illum veðr- um líka .Hvorugt lét hann aftra ferðum sínum og virtist ekki kunna að þreytast. Fór strax orð af hinni miklu hreysti hans og karlmennsku. Og aldrei tal- aði hann kuldalega um pólitíska andstæðinga. Þá baúð Kristján Guðlaugsson sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hermann reyndist sigursæll og vann kosn inguna með nokkrum yfirburð um. Hann sópaði að sér fylgi hvar sem hann kom. Þá er að minnast kosninganna 1937. Þá varð Breiðfylkingin til, þ. e. Bændaflokkurinn og Sjálfstæð isflokkurinn. Þá gekk ekki lítið á, og þá hugsa ég að Hermann hafi verið hræddur um sig. Þá var eins og öll kosningabaráttan snérist um Strandasýslu. Þá voru útvarpsumræður og ÓI- afur Thors skoraði á Hermann að mæta sér á fundi á Hólma- vík. Hvílíkt tilstand. Og þá var nú veldi á Djúpvíkingum. Breið fylkingin kom með fólk frá Djúpuvík og sveitunum þar í ve itir kring. Það var heilt klapplið og var kallað það, og var flutt á togara. En Framsóknarmönn um var neitað um far. Þá fór nú að hitna í kolunum. Það varð allt vitlaust og fundarsókn in varð gífurleg. Hermanns- mönnum rann kapp í kinn, sem vonlegt var og þeir röðuðu sér á bekkina næst ræðupallinum. Það var allt orðið troðfullt og miklu meira en það, þegar höfð ingjarnir, Ólafur Thors og Her- mann Jónasson gengu í salinn Ólafur var hinn kampakátasti, eins og hans er vandi. Allra augu beindust að þessum tveim stjórnmálaköppum, er þeir gengu inn og menn snéru sér við í sætum og það brakaði í bekkjum. Þá sagði Ólafur: Nú brast kjördæmið undan Her- manni Jónassyni. Fyrst talaði Ólafur, flutti skörulega ræðu og sparaði hvorki brandara eða skammir. Hann fékk mikið lófa klapp. Síðan gekk Hermann í pontuna og var hinn hógvær- asti í byrjun. En brátt tók hann að sækja í sig veðrið og flutti hann þarna hina snjöllustu ræðu, sem án efa hafði mjög mikil áhrif, enda var hún flutt af þeim alvöruþunga og hita, að hver maður hlaut að hlusta. Mátti segja, að þar hafi miklar kempur mætzt á hinum póli- tíska vettvangi. Þetta var eigin lega pólitískt einvígi, þar sem um opinbera áskorun var að ræða. Kosningarnair báru þess vitni hver sigurvegarinn var. En Hermann Jónasson sigraði í þetta sinn með svo miklum yfirburðum hina sameinuðu fylkingu andstæðinganna, Breið fylkinguna, að þess mun lengi minnst. Ef ég man rétt fékk hann um það bil helmingi fleiri atkvæði en Pálmi Einarsson, sem þá var í framboði á móti honum, og var hann þá eins og ætíð síðan talinn hinn mætasti maður. — Já, við vorum ánægð ir með Hermann. Hann er drengskapai-maður og karl- menni, sem allir geta treyst. Viltu segja mér eitthvað af þér sjálfum? Við vorum 12 systkin og kom umst öll upp. Guðmundur bróð ir minn býr á föðurleifð okkar vestra, Melum, en þar bjuggum við Guðmundur lengi báðir. Það mun hafa verið erfitt fyrir foreldra mína að sjá fyrir barna hójmum. Pabbi stundaði bú- skap og sjósókn jöfnum hönd- um, var m- a. á Ófeigi gamla í hákarlalegum. Ég var 14 ára þegar faðir minn dó og fór ég þá í Árnes og var þar til 18 ára aldurs hjá prestshjónunum, séra Sveini Guðmundssyni og Ingibjörgu Jónasdóttur. Þar var gott að vera og margt fólk í heimili. Prestur kenndi mörg- um undir skóla og hafa sumir þeirra orðið þjóðkunnir menn. Meðal barna hinna ágætu prests hjóna eru þeir Jónas Sveinsson læknir og Kristján Sveinsson augnlæknir, sem margir kann- ast við. En alltaf heillaði sjórinn mig. Oft mátti sjá mörg skip og báta á Húnaflóa og aflinn var stund- um ævintýralegur. Svo freist- aði ég gæfunnar og var á síld eitt sumar á li-tlum reknetabát. Þetta var 1926 og það var nú Ijóta sumarið'. Tíð vond og afl- inn lítill- Þá venti ég mínu kvæði í kross og fór í Hvann- eyrarskólann. Nokkuð sögulegt þar? Ég gisti í Ferjukoti nóttina áður en ég kom í skólann. Þar voru þá komnir Atli Baldvins- son frá Hveravöllum, nú garð- yrkjustjóri, og Kristján Karls- son, sem síðar varð skólastjóri á Hólum. Þeir félagar voru á -..hestum, er voru látnir synda yfir Hvítá, aftan í bát. Okkur var strax boðið til stofu er við komum á Hvanneyri. Þar sátu þeir séra Eirikur prestur á Hesti og Halldór Vilhjálmsson skólastjóri og töluðu um lands- mál. Þá voru þeir kennarar á Hvanneyri, Steingrímur Stein- þórsson, Þorgils Guðmundsson og Þórir Guðmundsson, allt framúrskarandi úrvalsmenn. Það yrðu ekki mikil vandræði í skólum, eins og nú er talað um, ef þeir hefðu öðrum eins mönn- um á að skipa — og með slíkt glæsimenni og karlmenni á odd- inum, sem Halldór var. Hann var gleðimaður mikill, söng- maður góður, ágætur kennari og svo flaugst hann á við okkur strákana og var þá alveg eins og einn af okkur. Nokkrir nem- endur, þeirra á meðal ég, vor- um hjá þeim skólastjórahjónum á aðfangadagskvöld og gamlárs- kvöld, því við komumst ekki heim- Það var mikill höfðings- bragur á því heimili og ekki hallaðist á með þeim hjónum með myndarskapinn, Halldóri og frú Svövu. Það var mikið félagslíf á Hvanneyri og mikið fjör. Oft var dansað og þá komu m. a. heimasæturnar á Hvítárbakka, fjórar, og allar fallegar og lífs- glaðar. Og hér fer sögumaður að brosa og segist giska á næstu spumingu. Óspurður seg ir hann: Ég var svo ungur þá, en Atli trúlofaðist einni Hvítár- bakkasysturinni. Meðal nem- enda í skólanum var þá t. d. Magnús Sigurðsson, sérstakur ágætis piltur, sem mér kemur (Framhald af blaðsíðu 8). og þjóðarbúskapurinn stækkar. Verulegur hluti af því sérmennt aða fólki, sem ella ílendist í höf uðborginni, mundi starfa á veg um fylkisstjórana og stofnana fylkjanna og sennilega hafa þar fyllri verkefni oft og einatt. Margt það, sem nú er reynt að gera til að hamla móti straumnum í byggðajafnvægis- málum, kæmi af sjálfu sér, eftir £<S búið væri að byggja upp fylkjaskipun. SKIPUN NEFNDARINNAR Flutningsménn leggja til, að 10 menn verði í nefndinni, sem rík isstjómin skipi til þess að at- huga, hvort ekki sé ráðlegt að skipta landinu í fylki, og gera síðan, komist hún að jákvæðri oft í hug, þegar ég heyri getið góðra manna- Hann er nú skóla stjóri í Reykjavík og safnar fé um land allt til styrktar þeim börnum, sem bágt eiga. En þegar námi lauk á Hvann- eyrarskóla? Fyrst vann ég að jarðabótum en fór fljótlega að búa. Ég kvæntist 1931, Sigrúnu Guð- mundsdóttur fósturdóttir þeirra presthjóna í Árnesi. Fyrst bjuggum við þar en síðar byggðum við nýbýli á Melum. Þar byggðum við allt frá grunni úr varanlegu efni. Börnin okk- ar, fjögur, voru öll til mennta sett og eitt þeirra, Rúnar, er nú búsettur hér á Akureyri. Við hjónin fluttumst til Akureyrar fyrir tveim árum því börnin voru farin frá okkur, sitt í hverja áttina. En það var erfitt að slíta sig að heiman og þarf þrek til að yfirgefa svo margt, sem manni er kært. Það er ann- ars hart, að eldra fólk skuli þurfa að hrekjast frá æsku- stöðvum sínum og úr sveit sinni, þegar starfsorkan minnk- ar. Og hvemig líkar þér á Akur- eyri? Hér snýst flest um peninga og aftur peninga. Menn hugsa tæplega nokkra hugsun til enda án þess að peningaveskið segi líka álit sitt- Og annað er áber- andi í þéttbýlinu, en það er, hvað fólk er lrvað öðru líkt og hugsar svipað. Það verða allir eins á malbikinu. En bændumir þá? Um þá gegnir allt öðru máli. Á meðan landið okkar er byggt út til stranda og inn til dala, verður ekki um neina múg- mennsku að ræða hjá þeim, enda hefur hún aldrei sótt á íslenzka bændur. Þeir eru yfir- leitt lesnir menn, vel menntað- ir og þroskaðir til líkama og sálar — og umfram allt sjálf- stæðir menn í hugsun. Bænda- stéttin á hundruð manna, sem vel myndu sóma sér á Alþingi og í öðrum mestu virðingar- stöðum þjóðfélagsins. En ég er hræddur um, að slíkur hópur úrvalsmanna yrði vandfundinn hjá öðrum stéttum. Jú, jú, mér líkar vel á Akureyri, en bara enn betur á Ströndum, það er allt og sumt. niðurstöðu, tillögur til löggjafar um það. Níu nefndarmennirnir verða tilnefndir af öðrum, en einn — formaður — án tilnefn ingar. Fulltrúum þeim, sem þing flokkarnir tilnefna, er ætlað að túlka sjónarmið Alþingis. Aðrir fjórir skulu tilnefndir af Fjórðungssamböndunum eða þar, sem þau eru ekki af þeim aðilum, sem kjósa fulltrúa til fjórðungsþinga- Þá eigi höfuðborgin sinn full trúa í nefndinni og ríkisstjórnin einnig sinn fulltrúa, er fari með verkstjórn í nefndinni. Virðist með þessari skipun séð eðlilega fyrir því, að í nefnd inni komi fram viðhorf þeirra, er stendur næst að leita úrræð anna. Q Hvemig stendur á eýðingu byggðanna á Ströndum? Til þess liggja m- a. þær ástæður, að þegar eftir hernám ið fór atvinna syðra að toga fólkið til sín. Svo eltir hver annan eins og gengur. Húnaflói var heldur ekki orðin sú gull- kista, sem hann áður var. Og svo var samgöngum ábótavant og er ennþá. Nú er stiginn dans- inn kringum gullkálfinn fvrir austan, því þangað fór síldin. En þeir ættu að vara sig á því þar, að slá slöku við landbúnað- inn, þótt þar sé fljótíengnara fé við önnur störf um sinn. Mold- in og gróðurinn er kjölfesta ís- lendinga, öllu öðru fremur Finnst þér léttari störfin þín, eftir að þú hættir búskapnum? Vinnutíminn er óhóflega lang ur hjá flestum og niðurdrep- andi. Eiginlega má segja, að ís- lendingar vinni eins og þrælar. Og þeir drepa sig margir á vinnu- Um það get ég nefnt dæmi í bókstaflegri merkingu. Ég hef séð námsmenn vinna sólarhring eftir sólarhring í kapphlaupinu um gullið á i\ust- fjörðum, svo að þeir líktust mest afturgöngum. En þar var ég um tíma, áður en ég kom hingað. Hér á Akureyri vinna margir þar til kl. 11 og Í.2 á kvöldin, dag eftir dag, t. d. í húsbyggingum. Þetta er ekkert líf, heldur argasti þrældómur og enginn tími til að lifa eðli- legu fjölskyldulífi, lesa góðar bækur og blanda geði og ræða áhugamál. Viltu segja nokkuð sérstakt um skáhl og listamenn? Vestfirðirnir eru nú eiginlega ekki mikil skáldauppspretta- Þótt við eigum nokkur góð skáld, jöfnum við okkur ekki við Eyfirðingana. En Vestfirð- ingar kunna að meta ljóðskáld- in. Við lásum Davíð, lærðum kvæðin hans og sungum þau. Hvílíkur maður og skáld, og hve stoltir megum við ekki vera, íslendingar, að hafa átt slíkan mann? En hugsum okk- ur svo að hinu leytinu svokall- aða listamenn, marga hverja, sem í raun réttri er hópur kaf- loðinna og illa hirtra vandræða manna, sem ekki einu sinni lítur mannsæmandi út og er til einskis nýtur — en margir hampa, jafnvel þjóðfélagið í lieild. Og nú stendur Sigmund- ur Guðmundsson Strandamað- ur upp.og sýnir á sér fararsnið. Hann er með hæstu mönnum, beinvaxinn og skarpleitur, vask ur maður og vakandi, og blaðið þakkar viðtalið. E. D. BOKAFORLAGSBOK í bók þessari segir Sigurður frá Brún frá inörgum iir\als g æ ð i n g u m af hinum svo kölluðu Stafnsættum. Eins og kunnugt er, þá er Sigurð- ur mikill hestamaður, og honuni er það sérlega vel lagið að gera lifandi og nær- fæma frásögn sína af þcim góðhestum sem hann hcfur átt samskipti við. Þeffa er ákjósanleg bók öíium þeim, sem haía yndi af íslenzkum hestum BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETT 1897 - LANDINU SKIPT í FYLKI . . .

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.