Dagur - 19.12.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1964, Blaðsíða 8
8 t' ílSlíStí:íi*?I iililfiH****! Illlfllllillil ííiimniinM * ** fllll * *» i'iIIIIIOIff# OÍII i i filill lii 11111 ip 111 liiHHaBaHBilil iiiiiaiaiiiill •> SMÁTT OG STÓRT VÖXTURINN ER MIKILL ÞAR Samkvœmt ríkisreikningi 1958 voru útgjöld samkvæmt 10. grein, þ. e. til ríkisstjórnar, ráðuneyta og utanríkisþiónust- unnar 27 millj. kr. samtals. Nú er gert ráo fyrir því í fjárlögum fyrir næsta ár, að þessi upphæð verði 74 millj- kr. (Enda er hér uin að ræða eitt af nær sextíu st jórnarlof orðum!) m. a- þetta að segja: „Eins og að undanförnu hafa endurskoðun- armenn fengið skýrslu frá „End urskoð'unardeild fjármálaráðu- neytisins“ um það, hve langt endurskoðun hennar cr komið. Samkvæmt þessari skýrslu, sem hér fylgir, er ástandið í þessum efnum engan veginn gott og hef ur því miður gengið í öfuga átt vað það, sem yfirskoðunarmenn hafa gert sér von um“. Flest virðist nú á eina lund efnt á þeim bæ. Fyrir skömmu fluttu síðustu starfsmenn bændas imtakanna í Bændahöllina. Eru þau: Búnaðarfé- lagið, Stéttarsambandið, Framleiðsluráð, Sauðf á veikivamir o. fl. og hafa 3ju liæði byggingarinnar til afnota. Bændahöllin kostar 130 millj. kr- með öllu, fösiu og lausu. í sérmálum Stórmerk þingsályktunartillaga Iíarls Krist- jánssonar og Gísla Guðimindssonar Niðurlag. SÁÐ í SAND SEM FÝKUR Nú er einn og hálfur áratugur liðinn. Ofugþróunin í byggða- jafnvæginu hefur haldið áfram og stórlega aukizt. Starfsliði rík isins hefur fjölgað, þó að vinnu- stöðum þess hafi ekki verið dreift um landið með fylkjaskip an. Sogkraftur þéttbýlisins við Faxaflóa hefur dregið fólkið að sér til búsetu með sjálfvirkum hættL Snortrar fjárveitingar aukreitis úr ríkiskassa eða lána útveganir til uppbyggingar og útvegunar atvinnutækja eða annað því um líkt á einstökum stöðum, sem eiga í vök að verj ast, skal ekki meta lítils- En stundum er þetta samt eins og að sá í sand, sem fýkur, sé ekki meira gert. Það þarf að girða fyrir fokið með skjólgörðum. Slíkir skjólgarðar ættu valda- stöðvar fylkjanna að geta orðið. Reynslan af þjóðfélagsþróun- inni, síðan Fjórðungssambönd- in komu fram með tillögurnar um skiptingu landsins í fylki, ■mælir sterklega með því, að fylkjaskipun verði tekin upp, að dómi okkar flutningsmanna þessarar tillögu, — og einkenni legt teldum við, af nokkur risi gegn því, að Alþingi kveðji menn til athugunar á því sér- staklega. EKKI STJÓRNARSKRÁE BREYTING í tillögum sínum gerðu fjórð- ungsþingin ráð fyrir því, að fylkisþingin kysu menn þá, er skipa efri deild Alþingis, en til neðri deildar væri kosið í ein- menningskjördæmum, og hefði því þurft stjórnarskrárbreyt- ingu við lögtök þeirra. Þetta Baguk kemur næst út á þriðjudags- kvöldið. Verzlunarauglýsing- ar þurfa að berast sem fyrst. felst alls ekki í tillögu okkar. Hún snertir ekki skipun Alþing is og gæti að okkar áliti orðið fi’amkvæmd með einföldum lög um. Við leggjum heldur ekki til um það, hve fylkin eigi að vera mörg. Það er matsatriði. Fleira var og í tillögum Fjórð ungssambandanna, er við tök- um ekki upp- Að öðru leyti er þessi tillaga efnislega, það sem hún nær, sams konar tillaga og Fjórðungs samböndin báru fram, enda fyrri flutningsmaður hennar einn þeirra, er stóðu að tillögu gerð Fjórðungssambandanna. Hún er studd sömu rökum og þeirra, að viðbættri sterkri á- herzlu frá reynzlu síðustu ára og líðandi stundar. BYGGÐAFESTUR Augljóst er, að sú dreifing þjóð félagsvaldsins, sem hér um ræð ir, mundi, ef hún kemst í fram kvæmd, skapa byggðafestu, hafa sín áhrif á fjármagnsdreif inguna innan þjóðfélagsins og miða að því að tryggja not og viðhald þeirra föstu verðmæta, sem þegar er búið að staðsetja víðs vegar um land. í höfuðborginni, Reykjavík, og umhverfi hennar mun fólk- inu halda áfram að fjölga, þótt landinu verði skipt í fylki. Það skipulag hamlar aðeins gegn of vextti hennar. Þjóðinni þykir vænt um borgina fríðu við ,sund in blá“, þar sem „fornar súlur flutu á land“ og byggð hófst á landi hér, og vill veg hennar mikinn og gengi hennar traust. En ofvöxtur er höfuðborginni sjálfri ekki hollur. Hann veldur því, að borgin verður ekki eins vel úr garði gerð og vera þyrfti, og á þetta yfirleitt við um bæi, sem við hann eiga að stríða, hvar sem er. Ráðamenn glíma að jafnaði við óleysanlegan van4a, og almenningur sýpur af seyði. Höfuðborgarbúum er eins og öðrum landsmönnum bezt til farsældar, að byggð eflist og blómgist um land allt- Þetta er líka höfuðborgarbúum ljóst, eins og öðrum landsmönnum. Þjóðinni í heild er það lífsnauð syn, að landið allt sé byggt, þar sem búsetuhæft er, ef hún vill halda áfram að vera sjálfstæð þjóð og eiga landið með fullum rétti. Skipting landsins í fylki mundi tryggja sjálfstæði þjóðar innar stórlega. Til frekari áherzlu því, sem áður er sagt um starfsmanna- hald hins opinbera í sambandi við fylkj askipunarfyrirkomulag ið, skal fram tekið, að þegar fylk in fengju sérmál sín til meðferð ar að nokkru leyti, mætti ætla, að Alþingi þyrfti skemmri tíma en ella til sinna starfa ár hvert og að starfsmönnum ríkisstjórn ar og ríkisstofnana þyrfti ekki að fjölga eins og ella mundi verða, jafnframt því sem þjóðin (Framhald á blaðsíðu 5). HÆKKUN Á TOLLUM og SKÖTTUM Tolla- og skattheimta til ríkis- sjóðs hefur liækkað í tíð núver- andi stjórnar um 336% eða 2300 milljónir króna. Þessi upphæð nam um 700 milj. árið 1958 en verður 3000 millj. árið 1965. Hver var að tala um skattpín- ingu til rikissjóðs árið 1958? Það skyldi þó aldrei hafa ver- ið íhaldið, sem það gerði og lof- aði að snúa við á þeirri óheilla- braut! BÚ ER LANDSTÓLPI Þetta nafn ber nýja landbúnað- arkvikmyndin, sem hér var sýnd um daginn á bændaklúbbs fundi. Margt var þar fallegt að sjá, en margt fannst mönnum vanta. Þar var á það bent, að búið væri á Islandi að rækta 80 þús. hektara lands en 2 millj. hektara ræktanlegs lands bíða ræktunar. Með þetta í huga virð ast verkefni töluverð hér á landi, enda er landið sjálft, allt liið ræktanlega land, mesti þjóð arauður íslendinga, þótt of fá- ir komi auga á það. UMSÖGN YFIRSKOÐUNAR- MANNA Endurskoðunarmenn ríkisreikn inga í fjármálaráðuneytinu liafa Súsanna situr enn föst á Kotflúð Raufarliöfn 18. desember. Þýzka flutningaskipið Susanna Reith, sem strandaði á Kotflúð hér í höfninni 11. þ. m. situr enn sem íastast. Varðskipin Þcr og Oð- inn gerðu lokatilraunir með björgun á miðvikudagsmorgun, en skipið haggaðist ekki. Bæði varðskipin eru farin héðan. — Sjór hefur ekki náð að komast að vélum skipsins, þar sem aft- urendinn er upp á flúðinni og hallast skipið því mikið fram- Skipverjar eru allir um bovð en einhverjir af þeim vildu fara til Reykj avíkur, en fengu ekki leyfi yfirmanna sinna. Ekki er enn vitað hvað næst verður gert í sambandi við hið strand- aða skip, sem aðeins er sex ára gamalt og því verðmætt. Hér er suðvestan gola og 5 stiga hiti. í nótt rigndi mikið og snjórinn hverfur óðfluga. Símaklukkan SÍMAKLUKKUNNI verður breytt í kvöld, föstudagiun 18. des. kl. 22, úr 03 í 04. Ekkert hefur verið róið að undanförnu vegna ógæfta og engin síld borizt hingað. H. II. Snjólétt á Austurlandi Egilsstöðum 18- desember. Tíð- arfar hefur verið mjög sæmi- legt, það sem af er vetri. Frost hafa þó verið allmikil, oft 8 til 12 stig, og er jörð því mikið frosin. Alltof mikið hefur verið- gert úr snjóþyngslunum hér austan- lands að undanförnu. Sama og engar truflanir hafa orðið í sambandi við mjólkurflutning- ana hingað og t. d. hefir Fagri- dalur alltaf verið fær. Færð hef ur verið einna erfiðust á Eyjum yzt í Hjaltastaðaþinghá. Fjarðar heiði tepptist nokkra daga, en er nú fær. Snarpa hláku gerði í nótt og snjóa hefur tekið, þannig, að aðeins eru eftir smá snjódriftir í byggð, Jólablær er kominn á kaup- túnið og margir farnir að taka lífinu með ró, eftir erilsamt sumar og haust- V. S. „HRAÐFRYST ÝSUFLÖK“ Kaffistofa sú, sem stundum er nefnd kaffitería KEA, er oft þétt setin og þar kunna menn vel við sig. Þar er sjálfsaf- greiðsla, sem margir eru farnir að venjast, hóflegt verð, eftir því sem menn eiga að venjast og þar geta ferðamenn fengið kaffi á vermiflöskur og brauð í öskjum. Allt er nú þetta gott og b'essað nema öskjurnar. Á þeim stendur: Hraðfryst ýsuflök, stórum stöfum. Lengi liefur sá, er þessar línur ritað, vonað að úr yrði bætt með smekklegri umbúðum um kaffibrauð. En í gær var þar engin breyting orð- in- UTANFARIR RÁÐIIERRA Eftir því sem blaðið hefur frétt vakti það undrun á Alþingi, að fjármálaráðherra fór til útlanda um það leyti, sem meðferð fjár lagafrumvarpsins í fjárveitinga nefnd hefði átt að vera í þann veginn að komast á lokastig, og mun liafa dvalist erlendir í 10 daga eða svo. Hann hefur því ekki verið viðlátinn til að skýra nefndinni frá því, sem stjórnin hefur til málanna að leggja og stjórnarmeirihlutinn hefur þá heldur ekki getað liaft það sam ráð við ráðherra sína, sem tíðk- ast hefur. í þessu sambandi er líka ástæða til að vekja athygli á, að utanfarir ráðherra og lang dvalir í útlöndum eru nú svo tíðar orðnar hjá núverandi stjórn, að mörgum blöskrar, og telja, að þeir hljóti að hafa ann að þarfara að vinna. Þó að fjárlagafrumvarpið sé orðið síðbúið, hefur blaðið heyrt að enn sé gert ráð fyrir, að reynt verði að afgreiða það fyr- ir jólin. Sumir segja hinsvegar, að stjórnin ætli sér að láta af- greiðslu vegaáætlunarinnar bíða fram yfir áramót. Slíta liana þannig úr samhandi við fiárlögin, sem vegalögin gera ráð fyrir. En ólíklegt er, að því verði vel tekið af alþingismönn um. LÁN TIL ÍBÚÐABYGGINGA I SVEITUM Framsóknarmenn á Alþingi flytja frumvarp þess efnis, að lán til íbúðarhúss í sveitum verði hækkuð úr 150 þús. kr. upp í 280 þús. kr. eins og önnur íbúðarhús, og að vextirnir verði lækkaðir úr 6% niður í 3,5%, eins og þeir voru fyrir „við- reisn“. Franisögumaður þessa máls er Ásgeir Bjamason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.