Dagur - 06.01.1965, Blaðsíða 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Við áramót
ARIÐ 1964 varð íslenzku þjóðinni
gjöfullt á margan hátt og meðal ann
ars varð jiað enn eitt metárið í afla-
brögðum. Auk hins gífurlega mikla
sjávarafla varð sala sjávarafurðanna
ör og verðið fór enn hækkandi. Land
búnaðurinn varð ekki fyrir veruleg-
um áföllum. Mjólkurframleiðslan
jókst enn en sauðfjáreign lands-
manna hefur dregist saman. Rækt-
unarframkvæmdum var haldið áfram
þótt liægar miði en vera þyrfti og áð
ur var. Þjóðartekjumar liafa enn auk
, ist verulega í heild, einkum vegna
góðæris við sjávarsíðuna og er það 1
að sjálfsögðu fagnaðarefni. í ná-
grannalöndunum hefur orðið hag-
felld þróun í efnahagsmálum og al-
menningur hefur notið vaxandi þjóð
artekna. En það er furðulegt lánleysi
íslendinga, að á sania tíma og þjóð-
artekjurnar vaxa ört, sem raun bcr
vitni, liefur allur almenningur í
landinu þurft að leggja harðar að sér
en nokkru sinni fyrr á síðari áratug
um, til að sjá sér og sínum farborða.
Verðbólgan sem enn vex, hefur auk-
ið framfærslukostnaðinn stórlega og
mun meira en sem svarar kauphækk
unum launjtega. Fólk þarf því að
vinna fleiri klukkustundir til að afla
tekna fyrir liinum brýnustu lífsnauð
synjum en áður. Þetta er hinn dimmi
skuggi efnahagsmálanna og á rætur
að rekja til þeirrar eínahagsstefnu,
sem íhaldið niarkar hvar í landi sem
er, þar sem það kemur fram stefnu
sinni. Afleiðingarnar hafa ekki lát-
ið á sér standa hér á landi, því hér
er nú lægra kaupgjald en í nokkru
nálægu landi, en vinnudagur lengri
en jafnvel þeim löndum sent minnst
eru kennd við lýðfrelsi. Hér á
landi Iiefur kaupgjald, þ.e. kaupmátt
ur launa, farið minnkandi, samhliða
ört vaxandi þjóðartekjum. Þannig
liefur röng efnahagsstefna leikið
hina venjulegu borgara á fimm ára
ferli viðreisnarstjórnarinnar á tím-
um hinnar mestu góðæra. Þetta er
þungur áfellisdómur i heild, sem
ekki verður umflúinn með slaerorð-
um. Áfellisdómurinn uin misheppn-
aða stjórnarstefnu staðfesta atvinnu-
vegirnir einnig. Þeir eiga í miklum
erfiðleikum, þrátt fyrir $amfellt góð-
æri síðan núverandi stjómarstefna
var upp tekin, en viss hópur fjarafl-
manna græðir stórlega. í von um
breytla stjómarstefnu og réttlátari
tekjuskiptingar í þjóðfélaginu, óskar
blaðið lesenduin sínuin og öllu lands
fólki farsældar á nýbyrjuðu ári.
Ólafur Tliors
fyrrverandi forsætisráðherra
MIN NIN G
ÞEGAR ég sat á mínu 3. þingi
árið 1926, kom Ólafur Thors á
Alþingi, Ágúst Flygering hafði
verið þingmaður Gullbringu og
Kjósarsýslu, en sagt af sér sök
um vanheilsu. Var Ólafur þá kos
inn í hans stað. Átti 'hann síðan
sæti á Alþingi til dauða dags,
þó hann mætti þar ekki síðustu
mánuðina sökurrí veikinda.
Hann andaðist sem kunnugt er
Ólafur Thors.
síðasta dag ný liðins árs og
verður lagður til hinztu hvílu í
dag.
Eg þekkti Ólaf Thors í sjón áð
ur en hann kom á Alþingi og
eftir það hafði ég af honum
töluvert náin kynni á meðan ég
átti sæti á Alþingi.
Ólafur Tryggvason Thors
(svo hét hann fullu nafni), var
fæddur í Borgarnesi 19. janúar
1892. Foreldrar hans voru Thor
Jenssen, hinn kunni fram-
kvæmdamaður, danskur að ætt,
og kona hans Margrét Kristjáns
dóttir. Stúdent varð Ólafur ár-
ið 1912 og fór eftir það til há-
skólans í Kaupmannahöfn, en
hætti fljótlega námi. Mjög ung
ur, eða árið 1914 gerðist hann
einn af farstjórum H.f. Kveld-
úlfs ásamt bræðrum sínum.
Það er fyrst ,og fremst sem
stjórnmálamanns, sem sagan
mun geyma nafn Ólafs Thors.
Frá því að hann kom á þing og
þar til að hann lét af störfum
sem forsætisráðherra nú fyrir
skömmu, hvað jafnan mikið að
honum á því sviði. Hann var
upphaflega í íhaldsflokknum en
sá flokkur breytti nafni árið eft
ir-að Ólafur kom á þing og hef
ur nefnt sig síðan „Sjálfstæðis-
flokk“. Frá upphafi mun Ólaf-
ur hafa verið mikils ráðandi í
flokknum og árið 1934 kaus
flokkurinn hann formann sinn
og gengdi hann því starfi þar
til heilsan bilaði, og hann lét
af öllum störfum. Við Ólafur
Thors vorum jafnan andstæð-
ingar í stjórnmálum og því hæf
ir ekki, að ég kveði upp neinn
dóm um stjórnmálastarfsemi
hans. Það get ég þó sagt, sem
mér er full kunnugt um, að
hann var með afbrigðum vin-
sæll af flokksbræðrum sínum
og naut óskoraðs trausts þeirra
alla tíð. Vinsældir hans náðu
og langt út yfir flokkinn. Hann
var djarfur og stórhuga. Það
þurfti áræði til þess af sjálfstæð
ismanni að mynda „nýsköpun-
arstjórnina" svokölluðu og
raunar einnig til að beita sér
fyrir þeirri stjórnarstefnu 1960,
sem hann og fylgismenn hans
hafa kallað „viðreisn". Dómur-
inn um þetta heyrir fyrst og
fremst söguni til og svo kjós-
endum landsins í alþingiskosn-
ingum, en ekki mér á þessum
stað.
Eins og að líkum lætur um
mann, sem stóð svo framarlega
í stjórnmálum, hlóðust á Ólaf
Thors allskonar störf. Hann var
í ótal nefndum og ráðum, átti
oft sæti í ríkisstjórninni frá
1932, er hann var um tíma dóms
málaráðherra og þar til hann
lagði niður völd nú fyrir
skömmu vegna vanheilsu. Hann
var fimm sinnum forsætisráð-
herra. Mun það vera íslands-
met. Hér skulu störf hans ekki
rakin nánar. Þau eru þjóðinni
kunn og þeirra verður getið í
sögu þjóðarinnar. En að hon-
um voru falin öll þessi mikils-
verðu störf sýnir að hann naut
alveg óvenjulegrar tiltrúar og
trausts samherja sinna og raun
ar fleiri.
Eg hafði mikil kynni af Ólafi
Thors yfir 30 ár og er það fljót
sagt, að öll persónuleg kynni
af honum voru góð og skemmti
leg. Hann var elskulegur í við
móti, kátur og skemmtilegur,
einkum á yngri árum. Hann var
oft með grín og glettur til gam-
ans og aldrei illkvitni. Gerði og
oft grín að sjálfum sér. Hann
gat þó orðið harður í horn að
taka í deilum, einkum ef hon-
um fannst andstæðirtgurinn
ekki beita heiðarlegum vopnum
Get ég ekki láð honum það. Upp
eldi hans og aðstaða í lífinu
munu hafa markað stjórnmála
stefnu hans. Eg var henni and-
stæður, enda var uppeldi mitt
og aðstaða ólík hans. Það kom
því ósjaldan fyrir að við ættum
vopnaviðskipti bæði á Alþingi
og öðrum mannfundum. Mér
fannst hann jafnan drengilegur
andstæðingur. Er ég þess full-
viss að hann var góður dreng-
ur að eðlisfari og því megnuðu
erjur stjórnmálanna ekki að
breyta, þó stjórnmálin, a, m. k.
hér á landi, séu tæplega mann
bætandi.
Ólafur Thors kvæntist ungur
Ingibjörgu Indriðadóttir skálds
og skrifstofustjóra Einarssonar,
hinni ágætustu konu og glæsi-
legri ásýndum. Lifir hún mann
sinn. Votta ég henni, bömum
þeirra og öðrum ástvinum mína
innilegustu samúð.
Akureyri, 5. janúar 1965.
Bernharð Stefánson
Jón H. Þorbergsson, Laxla-
mýri: ÆVIDAGAR. Bókafor-
lag Odds Björnssonar Akur-
eyri 1964.
NÚ MUNDI vera liðin hálf öld
eða rúmlega það frá því að ég
sá fyrst Jón Þorbergsson, bónda
á Laxamýri, en glöggt minnist
ég þess enn í dag. Hann vann
þá að heyskap í Staðarbyggð-
armýrum, og var ég sendur til
hans með einhverja hressingu.
Mér lá forvitni á að sjá þenn-
an mann, því að heyrt hafði ég,
að hann væri nýkominn utan úr
löndum, og lék því um hann
nokkur framandlegur ævintýra
blær í mínum augum.
Ekki varð ég heldur fyrir von
brigðum. Þetta var glæsilegur
ungur maður, allavega vel á sig
kominn, og gneistaði af honum
lífsorkan. Hann reiddi orfið
bæði hátt og títt og hamaðist
að slættinum. Ekki settist hann
niður, þegar ég kom á vettvang,
heldur stóð við orfhælinn og
svolgraði í sig kaffisopann til að
eyða í það sem minnstum tíma,
en talaði þó við mig í óoaönn
á meðan um daginn og veginn,
svo að ég kom varla svörum
við. Síðan fór hann niður í vest
isvasa sinn og sótti þangað 25
eyring, sem hann gaf mér fyrir
hlaupin, sagði að ég skyldi
flýta mér heim til að fara að
snúa í flekk, því að hann væri
að greiða til, og líklegast gæti
ég eitthvert gagn gert, þó að
ekki væri ég hár í loftinu. En
það er af 25 eyringnum að segja
að fyrir hann keypti ég Víga-
Glúmssögu, og þótti mitt verka
kaup gott, er ég fór að lesa
hana.
Bezt gæti ég trúað því, að
Jón Þórbergsson hafi sjaldan
gefið sér tíma til að setjast nið-
ur á sinni löngu og starfsömu
ævi, nema þá til að skrifa ein-
hverja hugvekjuna um lands-
ins gagn og nauðsynjar, en þær
hefur hann víst skrifað hundr-
uðum saman. Þarf engan að
undra, að þessi vinnuvíkingur
valdi sér tvö hin mestu höfuð-
ból, annað sunnan lands en
hitt fyrir norðan til að búa á.
Hitt gegnir meiri furðu, hvílíkt
óhehijuerfiði hann hefur jafn-
framt lagt á sig í félagsmálum
bænda og ferðum um allar sveit
ir fyrir lítið endurgjald til leið
beiningar í búfjárrækt. En þar
sem áhuginn er eru lítil tak-
mörk fyrir, hversu miklu má
koma í verk. Og enginn efi er
á því, að þessi starfsemi Jóns
var á fyrri árum til mikillar
uppörvunar fyrir bændur lands
ins, sem hrifust áf eldmóði
hans.
Ég hef nú um jólin verið að
lesa minningabók hans mér til
mikillar ánægju. Hún lýsir heil
steyptum og dugandi manni,
með brennandi umbótavilja, er
gengur ódeigur beint að hverju
verkefni og verður þess vegna
mikið ágengt. Þangað er mik-
inn fróðleik að sækja um menn
ingarlíf og búnaðai'hætti í sveit-
um landsins á fyrstu áratugum
þessarar aldar, enda kynntist
höfundurinn á því tímabili
fjölda íslenzkra bænda og kann
margt frá þeim að segja. Hvergi
er hann myrkur í máli og seg-
ir frá hverju einu eins og það
kom honum fyrir sjónir, og er
því öll frásögn hans hispurslaus
og hressileg.
Séra BENJAMÍN lj
skrifar um
bækur
En eins og Jón hefur áhuga
fyrir að kjmbæta búfé og rækta
jörðina, þannig hefur hann líka
viljað rækta mannssálirnar með
guðsorði og góðum siðum og hef
ur engu síður gengið að því með
brennandi áhuga og einlægum
vilja. Ekki vill hann neinn „af-
skrifaðan kristindóm“ þar sem
„því er trúað, sem skammsýn
skynsemi manna telur trúleg-
ast“, heldur guðsorð hreint og
klárt eins og það er að finna í
Biblíunni, og þá líklega í því
formi, sem skynsemin telur ó-
trúlegt. Hitt er erfitt að skýra,
hvernig unnt er að trúa því, er
menn telja ótrúlegt. Hygg ég að
þessi ágæti fjárræktarmaður
hafi aldrei boðað neinar þær
kenningar á hrútasýningum, er
honum hafa þótt „ótrúlegar“
eða óskynsamlegar, enda er
hann sérfræðingur í því efni.
Ekki dregur Jón neina dul á
það, að hann lítur á kommún-
ista eins og andlega pestargeml-
inga, sem dæmdir séu til að
þjóna fjandanum. Þó vill hann
ekki láta fara með þá eins og
illa artað sauðfé, heldur reyna
að gera úr því nothæft fólk.
Oll er bók Jóns Þorbergsson-
ar bráðskemmtileg. Hann er
dæmigerður áhugamaður, und-
irhyggjulaus og gengur beint
til verks. Eg kann vel við hann
þó að okkur semji líklega ekki
alls kostar í trúmálum. Bók
hans er þess virði að vera lesin
af mörgum.
Páll Guðmundss.: Á FJALLA
OG DALASLÓÐUM. Endur-
minninga og sagnaþættii'. —
Bókaforlag Odds Björnsson-
ar Akureyri 1964.
MEGINHLUTI þessarar bókar
er þættir af Kristjáni Jóhanns-
syni ríka og Helga Guðlaugs-
syni frá Steinkirkju, sem báðir
bjuggu ,um skeið á Hólsfjöllum
og seinna á Haukstöðum í
Vopnafirði, næsta bæ við
Rjúpnafell, þar sem höfundur-
inn er alinn upp. Jafnframt kem
ur við sögu fjöldi fólks, sem þess
um mönnum er nákomið eða
kemst í einhverja snertingu við
þá, svo að segja má, að þarna
sé bæði drög að héraðssögu og
aldarfarslýsing frá þessum slóð
um á seinni hluta 19. aldar og
fyrsta tug hinnar tuttugustu. í
lok bókarinnar er svo all-lang-
ur kafli, þar sem greint er bæði
af sögnum og eigin reynd frá
lífinu í Möðrudal á Fjöllum,
þessu mikla öræfabýli, þar sem
um aldir hefur verið rekið stór
bú, og er sá þáttur ekki sízt
merkilegur.
Þættirnir um Kristján og
Helga Guðlaugsson eru að
mestu leyti skrifaðir eftir sögu
sögn Helga, eftir því sem hann
tjáði höfundinum fyrir rúmum
fimmtíu árum. En víða er þó
frásögnin studd af athugunum
höfundarins sjálfs, enda gerast
sögur þessar á þeim slóðum,
þar sem honum er kunnugt um
alla staðhætti. En þegar þess
er gætt, að Páll hefur nú um
rúmrai' hálfrar aldar skeið bú-
ið í fjarlægri heimsálfu, langt
frá öllum heimildum og við allt
önnur lífsskilyrði en hentug
geta talizt til fræðimennsku, má
það teljast mikið afrek að skrifa
bók eins og þessa. Enda mun
það sanni næst, að minni hans
sé ótrúlegt, þar sem hann kann
ekki aðeins að lýsa skilmerki-
lega mönnum, sem hann sá fyr
ir og um aldamót síðustu, held-
ur einnig sauðkindum og hest
um, sem hann sá aðeins bregða
fyrir í svip löngu áður en hann
fluttist burt af íslandi.
Bókin hefur mikinn fróðleik
að geyma bæði um mannfræði
atvik og búnaðarhætti frá þess
um tímum, og ekki spillir það,
að Benedikt Gíslason frá Hof-
tegi, hefur ritað inngang a.ð
bókinni, þar sem hann gerir
skilmerkilega grein fyrir höf-
undinum og ætt hans, og víðar
í bókinni gerir hann athuganir
um ættir og slekti austur þar,
sem mikill fróðleikur er í. Öll
er bók Páls fróðleg og liðlega
skrifuð, enda er hann stál-
greindur eins og Björgsin tón-
skáld Guðmundsson, bróðir
hans var.
Ekki munu finnast margir
landnemar á sléttum Canada,
aðrir en íslendingar, sem feng-
izt hafa við bókmenntastörf
milli búverkanna, enda tóm-
stundir fáar. En furðulítið gæt-
ir þess, að Páll hafi ryðgað í
íslenzkunni, þó að hálf öld sé
liðin frá því hann kvaddi ætt-
jöi'ð sína. Þvert á móti finnast
í bók hans ýmis kjarnyrði vopn
firzk, sem nú munu vera orðin
fágæt i mæltu máli, og naumast
munu víða til bókfest. Hafi Páll
beztu þökk fyrir bók sína. En
nokkur galli er það, að ekki
skuli fylgja henni nafnaskrá.
Benjamín Kristjánsson.
Tónlistarskóli starf-
ræktur á Sauðárkróki
Á síðasta hausti var tónlistar-
félag stofnað í Skagafirði, sem
nær til héraðs og bæjar. Til-
gangur þess var sá, að stofna
tónlistarskóla og mun skólinn
um það bil að hefja starf á Sauð
árkróki. Skólastjóri verður Ey-
þór Stefónsson tónskáld og að-
alkennari frú Eva Snæbjörns-
dóttir.
Stjórn hins nýja félags skipa:
Ólafur Stefánsson, Eyþór Stef
ánsson, Jón Karlsson, Magnús
Gíslason og Jón Björnsson.
RONALÐ FANGEN
EIRÍKUR HAMAR
Skáldsaga
CBJÍB>**Ö<B>ÍB><H}ÍBJ-
Fylkir lögmaður var tekinn að leita hart á taugarnar hjá
Eiríki Hamar hæstaréttarlögmanni, ungum samherja sín-
um, og nú í fyllstu alvöru. Og raunverulega gat Eiríkur
ekki gert sér fyllilega ljóst, hvernig á þessu stæði. Hér var
ekki um einstakt atriði að ræða né neitt sérstakt, lteldur
hafði þetta færst í aukana smámsaman — og hann hafði
stöðugt útrýmt því tir huga sínum, unz það var orðið erfitt
viðureignar. \7æri þetta Fyiki að kenna, livers vegna hefði
Eiríkur ekki snúist gegn þessu fyrir löngu? Nú hafði hann
unnið í fyrirtæki Fylkis í fimm ár og ekki haft um neitt
að kvarta. Fjarri fór því — firmanu hafði vegnað vel, og
Eiríkur hafði fengið sinn hluta ríkulega af velgengni þess
og áliti. Sennilega var enginn hinna ungu starfandi lög-
manna borgarinnar jafn önnum kafinn og „hátt uppi“ sem
Eiríkur — og það var ekkert vafamál, að Fylkir hafði drjúg-
ar telcjur af starfi lians — enda var Eiríkur duglegur, bl.átt
áfram óvenju duglegur og röggsamur. En þessar skapraun-
ir hans höfðu djúpar rætur — því það espaði Eirík og særði
ákaflega, að á þann hátt ætti hann Fylki þakkir að gjalda.
Eiríkur sat í skrifstofu sinni, reglulega glæsilegri skrif-
stofu og vistlegri, niðri í Kirkjugötu, rauðviðar-skrifborð
og skinnstólar, og fágætt smáteppi á gólfinu, prýðileg regla
á öllu borðinu, og traust bindi í skáphillunni, — og nýskeð
hafði hann séð Fylki ganga um framskrifstofuna og inn í
sína skrifstofu, auðvitað hina allra glæsilegustu: stóra,
íburðarmikla hornskrifstofu með stórt viðtalsherbergi öðru-
megin og sérstakan inngang, og þar voru oft haldnir stjórn-
arfundir, oftast mjög langir og oft mjög háværir og æstir.
Að sjá Fylki ganga um framskrifstofuna þennan morgun
hafði þau áhrif á Eirík, að hann spratt upp og þaut fram
að dyrunum og skellti aftur hurðinni með gríðar smelli.
Og smellurinn sá arna barst inn í hans eigin vitund —
hvað í heiminum gengur að þér, hugsaði hann, er hann
gekk aftur inn að skrifborði sínu. Hann settist niður og
fann á sér, að nú hefði hann í rauninni gert einhverja vit-
leysu — og hann tók þegar upp vörn gegn sjálfum sér:
Það er í rauninni alveg ófært að líta út eins og Fylkir,
hugsaði Eiríkur með sér. Nei, það er alveg ófært að vera
svona háll og glæsilegur, — byrjum að neðan: gljáburstaðir
skórnir, brotpressaðar buxuniar, loðkápan, sem gerir hann
ekki vitund gildari — hann er grannur og stæltur eins og
tvítugur skíða.maður, hátýzkulega hnýtt hálsbindið og ung-
æðislega léttsigldur hatturinn — og svo hið sí og æ vin-
samlega, en þó dálítið varfærna, alltaf gljárakaða smettið —
Jjar sem augun ein, þessi svikráðu augu, eru köld sem stál
og tinnuhörð og miskunnarlaust skimandi eins og arnar-
augu. Og þó nærri fimmtugur maður. Kvæntur og á tvo
nærri fullorðna syni. — Nei, það er algerlega ófært, allt að
því ósæmilegt.
En jretta var nú orðið allmiklu verra en áður. Fylkir var
nú tekinn að Vera harla heimtufrekur og lét Eiríki skiljast
það greinilega, að hann hefði all takmarkalausar skyldur
gagnvart firmanu, það er að segja Fylki sjálfum. Og samt
sem áður — ekki gerði hann þetta samt opinberlega, hann
taldi aðeins sjálfsagt, að Eiríki bæri að annast alls konar
gömul viðskipti og þá skjólstæðinga, sem Fylkir sjálfur
nennti ekki að fást við né kærði sig urn að sinna, síðan
hann sjálfur var nú að ná hátindi umsvifamikilla fjármála
og var orðinn nær einvaldur á þeim vettvangi. Hann hafði
hagað sér við Eirík sem hann væri eins konar fulltrúi, þótt
þeir fyrir tveim árum hefðu orðið ásáttir um að starfa sjálf-
stætt, livor að sínu. En á hinn bóginn hafði Eiríkur sitt eig-
ið viðskiptasvið. Og í hamingjubænum, hversvegna hafði
hann þá ekki andæft öllu þessu fyrir langa löngu. Og raun-
verulega hafði ekert komið fyrir upp á síðkastið. —
Það var í miðjum janúarmánuði, snemma morguns í
dimmu veðri og drungalegu, að Eiríkur sat og velti þessu
gremjuefni fyrir sér í stað þess að taka til starfa. Hann hafði
farið upp í sveit um jólin og heimsótt föðurinnn héraðs-
lækninn og móður sína. Og hann hafði komið þaðan í
döpru skapi, eða réttara sagt mjög óánægður. Og hvers-
vegna þá það? í rauninni hafði hann heldur ekki hugsað
um það. — Hvernig í skollanum fær maður tíma til að
hugsa í öllu þessu skvaldri og hávaða, tautaði hann. Og
ákveðinn gekk hann snúðugt fram að dyrunum og opnaði
*) Þýtt með leyfi ekkju höfundar, frú Solveig Fangen. — Helgi
Valtýsson.
hurðina að framskrifstofunni og skýrði frá því hárri röddu,
að hann væri önnum kafinn. við áríðandi störf fram að há-
degi og ekki til viðtals fyrir neinn, ekki neinn. Og afar-
elskulega,. óhéiíijú ’ölágléga ungfrú Jensen, sem þegar var
byrjuð á fyrri rnorgunbita sínum, lýsti yfir með sínu blíð-
asta gervitannabrosi, að hún skyldi sveimér verja dyr herra
Hamars! -
Síðan settist Eiríkur aftur í skrifborðsstól sinn, og létti
mjög yfir honum. Hann leit yfir skrifborð sitt. Hann vissi
vel, hver.málefni fólust í hverju bréfahylki, og einnig ná-
kvæmlega, hvaða plögg lágu frammi í skjalaskápnum,
þekkti út í æsar og gæti skrásett hvert pút og plagg, sem
hann hefði undir höndum. En hve hann var orðinn leiður
á þessu! Hve þetta ver orðið leiðinlegt! Og á ný: Hversvegna
það? Þetta hafði þó.skemmt honum látlaust árum saman.
En hann var enn ekki kominn að því, hversvegna hann
hefði verið óánægður heima um jólin. — Jú, það var alveg
augljóst, að heimiljshugnaðurinn eins og í ganila daga hafði
þar alls ekki veriðj Það var eins og foreldrarnir væru ekki
ánægð með hann. Hann var ekki framar uppáhaldssonurinn,
ekki lengur dugiegi, dásamlegi pilturinn, sem starfaði
ákaft og hafði mikil ábyrgðarstörf á hendi og vegnaði ágæt-
lega. Alls ékki. Systir hans var á ferðalagi erlendis. Það var
ef til vill þessvegna? Eri einmitt því glaðari ættu foreldrarn-
ir að vera af því að fá hann heim aftur. En þau höfðu samt
ekki sýnt honum neina viðhöfn né hossað honum hátt.
Jæja, þau eru orðin gömúl, hugsaði hann, og gerta því ekki
verið neitt sérlega úpprifin í hvert Sinn, sem ég kem heim.
Og annars v,ar pabbi hans alvarlega veikur. Hann átti senni-
lega ekki langt eftir ólifað nú orðið — hann hafði enzt
miklu lengur, en liann hafði sjálfur búizt við. Þegar fyrir
mörgum árum hafði hann sagt, að hann gæti satt að segja
búist við dauða sínum, hvenær sem væri.
Þannig var það. Svo lítið og einfalt. Og samt hafði hann
verið í slæmu skápi síðan. \7ar þetta annars nokkur furða.
Þetta leiðinda, óeðlilega vetrarveður, blautt og hráslaga-
legt og dimt dag eftir dag. Var hann ef til vill uppgefinn,
blátt áfrarn dauðþreyttur af ofreynslu? Bull og vitleysa! —
hann 29 ára maðurinn, í rauninni fílefldur náungi, og auk
þess laus við allt, sem atvinnuleysi og áhyggjur nefnist.
Eiríkur sat um hríð sljór og hugsunarlaus. Hann tók að
opna bréfin alveg vélrænt, og las þau annars hugar. í þeim
\'ar ekkert sérstakt að athuga. Síðan tók hann næsta bréfa-
hylki í skjalahillunni, já, það var ársskýrslan frá trjávöru-
verksmiðjunni litlu uppi á Eiðsvöllum. Það var háskóla-
bróðir hans, sem hafði stofnað hana. Eiríkur, var lögfræði-
legur ráðunautur hans og átti auk þess fáein híutabréf í
fyrirtækinu.
Þetta var svosem ekki neitt glæsileg ársskýrsla, og alls
ekki sambærileg við margan annan atvinnurekstur á þess-
um uppgripsárum. En þetta var allsæmilegt og vafninga-
laust 7 prósent. En stofnféð hafði reynst of tæpt, og jrurfti
nú að auka það, bæði með sölu hlutabréfa og stærra reikn-
ingsláni — einar 40.000 krónur.
Þetta lán stóð annars í „banka Fylkis," „Iðnaðar- og verzl-
unarbankanum," sem stofnaður var fyrir tveimur árum með
atbeina og forgöngu Fylkis. Hann var þar framvegis pottur
og panna og gæti eflaust hafa setið í stjórn bankans, en það
vildi liann ekki, kaus heldur að vera frjáls lögfræðiráðu-
nautur hans. Og hann ætlaði sér eflaust eitth\að með því,
hugsaði Eiríkur. Og það var að minnsta kosti áreiðanlegt,
að Fylkir var annanhvorn dag á bankastjórnarfundi og réð
þar afar miklu. Það gat Eiríkur séð, — allir viðskiptamenn
leituðu stöðugt til hans — fyrst og frernst til hans, — eins og
væri hann sjálfur bankastjórinn.
Það var eftir stofnun bankans, að Fylkir óx mjög að
mætti og mannvirðingum og varð á skömmum tíma cinn
mikilmenna höfuðborgarinnar. Þetta var einnig áberandi
hið ytra, og nú síðnstu árin bar Fylkir með sér þetta ólýsan-
lega svipmót og fas hins mikla fjármálamanns — liins
stranga, skarpskyggna fulltrúa hins hátíðlega stranga velds,
sjálfs auðvaldsins, grímuklæddur sem spjátrungur (dandy?).
Þessum viðskiptum trjávöruverksmiðjunriar yrði Eiríkur
að ráðstafa — og það sem fyrst, svo öllu væri lokið, áður en
aðalfundur yrði haldinn í öndverðum febrúar. Hann yrði
því að fara að vinna að þessu.
Þá var hringt í innanhúss- símann. Eiríkur greip hann
gramur.
Það var Fylkir.
— Æ, afsakið, sagði hann með allra elskulegustn rödd
sinni (og allra fölskustu og hættulegustu, liugsaði Eiríkur).
— Ég heyri að þér séuð önnum kafinn, og ég er sjálfur
að fara í bankann núna. En hafið þér einhvern tíma af-
gangs um tvöleytið, þætti mér vænt um að fá að liafa tal a£
yður.
— All right, sagði Eiríkur og lagði símtólið frá sér.
Hér er nú orðið heldur en ekki fínt og hátíðlegt, hugs-
aði Eiríkur, pautað viðtal og lningt í innanhúss-síma! —■
Frambald.