Dagur - 13.01.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 13.01.1965, Blaðsíða 2
2 Ávarp til Akureyringa SIGRÍÐUR SIGURÐARBOTTIR KJORIN „ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS“ 1 HÓFI, sem samtök íþrótía- fi'éttamanna efndu til í Rvík í síðustu viku, var skýrt frá úr- siltum í kjöri um „íþrótlamann lársins 1964“. Sigríður Sigurð- ardóttir handknattleikskona úr Val var einróma kjörin því sæmdarheiti og er fyrsta konan ,á íslandi sem hlýtur það. -Sigríður hefur leikið hand- jknattleik í mörg ár með félagi sínu, og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína Hæst ber nafn hennar þó í sambandi við Norð urlandamót kvenna í útihand- •knattleik í Reykjavík sl. sum- ■ar, en þar sigraði íslenzki flokk urinn svo eftirminnilega, en Sigríður var einmitt fyrirliði þess flokks og sýndi glæsilegan leik.' — Sigríður er gift Guðjóni Jónssyni, hinum kunna hand- ’knattleiks- og knattspyrnu- manni úr Fram og eiga þau eina dóttur, þriggja ára. Alls fengu átján íþróttamenn atkvæði að þessu sinni, og með ÍR-ingar töpuðu fvrir frönsku meisturunum EINS og kunnugt er, eru ÍR-. ingar, fslandsmeistararnir í körfuknattleik, með í Evrópu- bikarkeppninni. Léku þeir við írsku meisarana í fyrstu umferð og unnu báða leikina við þá með yfirburðum. Komust þeir með því í aðra umferð, og lentu í riðli með frönsku meisturun- um, sem höfðu unnið Breta í fyrri umferð. Leikur ÍR og franska liðsins fór fram í íþróttahúsinu á Kefla víkurflugvelli sl. sunnudag og lauk þannig að Frakklands- meistararnir unnu með 74 stig- um gegn 42. Samkvæmt lýsingu á leiknum lék aldrei neinn vafi á, hver væri betri aðilinn, og úrslitin talin sanngjörn. Seinni leikur þessara aðila verður í Frakklandi síðar í þessari viku, en ótrúlegt er að ÍR-ingar rétti lilut sinn svo, að þeir komist áfram í keppninni. al þeirra er einn Akureyring- ur, Magnús Guðmundsson, en hanti sigraði með miklum yfir- burðum í íslandsmeistaramót- inu í golfi á sl. ári. Heildarúrslit urðu þessi: Sigr, Sigurðardóttir Val 6G stig •Þorst. Hallgrfmsson ÍR 47 — Valbjörn Þorláksso.n KR 40 — Guðm. Gíslason ÍR 35 — Ragnar Jónsson FH 22 — Kjartan Guðjónsson ÍR 17 Hrafnhildur Guðmunds- dóttir ÍR og Þórólfur Beck Gl. Rangers 15 Eyleifur Hafsteinsson ÍA og Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR/Fram 14 Magnús Guðm. Akureyri 13 Sigríður Sigurðard. ÍR 12 Óiafur Guðmundss. KR 10 Jón Þ. Ólafsson ÍR og Hörður Kristinsson Á 4 Óskar Guðmundss. KR og Hallgrímur Jónss. Tý 2 Ingólfur Óskarsson Fram 1 Léieg þáltfaka Akureyringa r i r Á ÖÐRUM stað á síðunni er ávarp frá framkvæmdanefnd norrænu skíðagöngunnar á Ak ureyri. Blaðið hefir aflað sér upplýs inga um, hvað margir bæjarbú af liafa lokið göngunni. Kom í ljós að þeir voru innan við 100! Sem dæmi um það sinnuleysi sem ríkir hjá almenningi, má geta þess. að sl. föstudag lauk aðeins einn maður göngunni, - sex á Iaugardag og 12 á sunnu- dag. Sumir bera við, að slæmt veður hafi - spillt fyrir þátt- töku, en ekki mun það vera að- ' alörsökin, heldur samtaka kæru leysi bæjarbúa. Er þó gullið tækifæri nú, að sýna manndóm og brot af þegnskap, meðan snjórinn er nægur. Enginn veit hvað hann verður lengi. — í Reykjavík hafa um 4000 manns lokið göngunni og þar hafa skól arnir riðið á vaðið. Hvað er framlag skólanna hér? Ekkert ennþá. En vonandi verður ekki langt að bíða þess að unnt verði að geta um glæsilega þátttöku skólafólks á Akureyri í þessari skíðagöngu. Það hefur áreiðan lega gott af þeirri tilbreitni, að ganga 5 km á skíðum, svo ég minnist nú ekki á kennarana, ekki eru þeir síður í þörf fyrir heilnæma útiveru og ofurlitla líkamlega áreynslu. AFREKASKRÁ ÍSLENRINGA 1964 (framhald) Fimmtarþraul stig Ólafur Guðmundson KR 2870 Valbjörn Þorlákson KR 2813 Kjartan Guðjónsson ÍR 2479 Tugþraut stig Valbjörn Þorláksson KR 7024 Kjartan Guðjónsson ÍR 6217 Ólafur Guðmundsson KR 5568 Kristleifur Guðbjörnsson K.R. bezti langhlaupari íslands á undanförnum árum. —Myndin tekin í Svíamótinu á Akureyri sl. sumar. 4x100 m boðhlaup A-sveit KR Landssveit Ungl.sveit KR A-sveit ÍR Ungl.sveit HSK A-sveit H3H A-sveit UMSE B-sveit KR A-sveit HSÞ Ungl.sveit ÍR Sveit ÍBA og UMSE B-ungl.sveit KR Drengjasveit KR Sveit FH UMF Efling HSÞ A-sveit IM HSÞ A-sveit staðarsveit HSÞ Gaman og alvara HSÞ Drengjasveit ÍR UMF Stefnir HVÍ 4x200 m boðhlaup Sveit KR 4x400 m boðhlaup Sveit KR- Unglingasveit KR Sveit ÍR • sek. 43.6 43.8 45.7 45.9 46.2 46.7 46.9 46,9 47.0 47.6 47.8 47.9 48.2 48.3 48.9 49.3 49.6 50.4 50.5 50.9 mín. 1.30.6 mín. 3:24,9 3.30,3 3.37.7 1000 m boðhlaup mín. Unglingasveit KR 2.03,1 A-sveit KR 2.03,7 A-sveit ÍR 2.06,0 Brsveit KR 2.10,3 Bl. sveit KR, ÍR 2.10,3 Unglinga B-sveit KR 2.12,1 A-sveit UMSE 2.13,0 Unglingasveit ÍR 2.14,0 A^sveit HSÞ 2:17,7 Ein ensk míla (1609 m) mín. Kristl. Guðbj‘örnsson KR 4,19,8 Halldór Jóhannesson KR 4.22,9 VETURINN 1957 og 1962 efndi Skíðasamband íslands til lands göngu á skíðum. Voru gengnir 4 km í lotu án tímatakmörkun- ar. Alls gengu 1957 23,235 lands manna eða 14,3% en 1962 16,056 eða 8%. Þá var snjólétt um meiri hluta landsins. Þessari viðleitni að koma sem flestum á skíðaslóðir var vel tekið og efldu mjög skíðaiðkanir. Með þátttöku okkar í Norrænu skiða göngunni í ár vonum við einn ig að svo verði og að gangan megi verða hvatning til almenn ings um að stunda skemmtilega íþrótt og njóta hollrar útivistar. NORRÆNA SKÍÐAGANGAN í vetur er keppt í skíðagöngu milli Norðurlandanna fjögurra Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og íslands, og er vegalengdin, sem ganga skal, 5 km. Ganga þessi er einnig keppni milli sýslna og kaupstaða, og hlýtur sá, sem hundraðstölulega á flesta íbúa virka í göngunni, við urkenningu í verðlaun. GÖNGUBRAUTIN Gongubrautin er lögð þannig að öllum er fært að fara hana. Göngutími er ekki takmarkað- ur. Meðan snjór er í bænum hefst gangan við íþróttahúsið og er hægt að ganga þar á föstu dögum kl. 5—7, laugardögum og sunnudögum kl. 2—4. Ef ekki viðrar í bænum verður gangan flutt að Skíðahótelinu og verður þá gengið þar um helgar. MERKI GÖNGUNNAR Merki göngunnar er selt á göngustað og kostar kr. 10.00. Einnig er hægt að fá það keypt í bókaverzlun Jónasar Jóhanns sonar. Nokkur pör af skíðum verða til útlána á göngustað. Forstöðumenn félaga og stofn ana eru hvattir til að félagar þeirra og starfsmenn verði þátt takendur í skíðagöngunni. Ef skólar, félög eða starfshópar óska eftir að ganga á öðrum tím um en getið er hér að framan, eru viðkomandi beðnir að hafa samband við fram.kvæmda- nefndina. AKUREYRINGAR! Stuðlið að sigri ÍSLANDS og AKUREYR- AR í þessari keppni um leið og þið eflið hreysti ykkar og þol. Framkvæmdanefnd Norrænu skíðagöngunnar: Hermann Stef ánsson, sími 11344, Haraldur M. Sigurðsson, sími 11880, Her- mann Sigtryggsson, sími 12722, Frímann Gunnlaugsson, sími 02, Páll Stefánsson, sími 11287. Sjö tapleikir í USA ÍSLENZKA landsliðið í körfu- knattleik hefir verið í keppnis- för í Bandaríkjunum að undan- förnu. Hefir liðið leikið alls 7 leiki og tapað þeim öllum, og orðið að sætta sig við stóra ó- sigra í sumum þeirra. Eftir þess ar ófarir, var ætlunin að freysta gæfunnar við Kanadamenn, en í þessu keppnisferðalagi er ráð gert að leika alls 16 leiki. Vinnmgar hjá ÍSÍ DREGIÐ VAR í happdrættí íþróttasambands íslands 9. þ.m. Vinningar, sem voru þrjár bif- reiðar, komu á eftirtalin númer, 56922, 47438 og 20816. — Eftir því sem skrifstofa ÍSÍ tjáði blað inu, munu vinningsmiðamir hafa selst í Reykjavík, V-ísa- fjarðarsýslu og í Húnavatns- sýslu. (Vinningsnúmerin birt án ábyrgðar). Einn sigur, tvö töp AKUREYRINGAR léku sína fyrstu- leiki í íslandsmótinu í handknattleik, annarri deild, um síðustu helgi í Hálogalandi í Reykjavík. Uniiu þeir Þrótt með 28 mörkum gegn 25, ern töpuðu fyrir ÍR 25:19 og Kefla vík 24:21. Má segja að frammi staða Akureyringa hafi verið góð eftir því sem efni stóðu tiÍ. Hafa verður í huga að liðið skortir nær alveg keppnis- reynslu og þessir þrír leikir fóru fram með stuttu millibili og hafa leikmennirnir ekki feng ið þá hvíld á milli sem nauðsyn leg getur talizt. HanUKnatUeikslið Akureyringa ásamt öðrum þjáifara sínum, Frímanni Guðlaugssyni, t. v. !|

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.