Dagur - 13.01.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 13.01.1965, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Lán til norðlenzkra vega VIÐ AFGREIÐSLU f járlaga fyrir jóí in fluttu þeir Karl Kristjánsson, Gísli Guðmundsson og Ingvar Gísla- son tillögu um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að taka lán innanlands eða utan, allt að 9 millj. kr. til ný- bygginga vega hér í kjördæminu. Gerðu þeir ráð fyrir að þessu fé yrði varið til Múlavegar, Tjörnesvegar og Hálsavegar, og að fé það, sem úr vega sjóði kemur, gæti þá gengið í ríkara mæli en nú til byggðaveganna, sem víða eru í slæmu ásigkomulagi mik- inn hluta ársins. Eins og kunnugt er hafa verið tek- in stór lán til Reykjanesbrautar syðra og sömuleiðis lán til Ennisveg- ar á Snæfellsnesi og Strákavegar. Sam göngumálaráðuneytið lýsti yfir því, eftir að tillagan kom fram, að stjóm- in myndi taka lántöku af þessu tagi til athugunar í sambandi við vega- áætlunina. Þegar sú yfirlýsing kom fram drógu þremenningamir lán- tökutillögu sína til baka í bili, en munu halda málinu vakandi. Hér nyrðra mun verða fylgst vel með því hversu fer um þetta mál. Vænta menn þess, að þingmenn kjör- dæmisins fylgi þessu máli fast eftir, því mjög kreppir skórinn að í sam- göngumálunum í þessu kjördæmi og tími til þess kominn, að nokkur úr- lausn fáist áður en langt líður. Um húsnæðismálin FRAMSÓKNARMENN hafa á þingi flutt tillögu um, að þingið kjósi 7 manna nefnd til að endurskoða gild andi lög og gera tillögur uin nýja húsnæðismálalöggjöf. Tillögumenn vilja láta hina nýju löggjöf fjalla um fimm meginatriði, og eru þau þessi: 1. Að auka lánveitingar til nýrra íbúða svo að unnt verði að lána til hverrar íbúðar af lióflegri stærð, hvar sem er á landinu, tvo þriðju af byggingarkostnaði. 2. Að jafna aðstöðu manna til lánsfjár, þannig, að heildarlán geti orðið svipuð til hvers manns, miðað við sömu stærð íbúðar, hver sem hann er og hvar sem hann býr. 3. Að greiða fyrir mönnum með lánveitingum að endurbæta íbúðir svo og að kaupa íbúðir til eigin nota. 4. Að lækka byggingarkostnaðinn í landinu. 5. Að bæjar- og sveitarfélög byggi íbúðir til að leygja húsnæðislausu fólki. Framsögumaður málsins er Einar Agústsson. Húsnæðismálin hér á landi þurfa flestu öðm fremur, gagngerðra end- urbóta við, ekki sízt á þeim sviðurn, sem eru í höndum löggjafans. Dýr- tíðaraukningin í landinu síðustu 6 árin hefur ekki aðeins gleypt aukn- ingu á lánum húsnæðismálastjórnar heldur lánsupphæðina alla og meira til. Sést af þessu hve úrbót er brýn. Um fjárframlög til hafnagerðar Kaflar úr þingræðu Gísla Guðmundssonar alþm. við f járlagaumræðu 14. des. sl. Eg vil, án þess að ég þar með ætli að deila á einn eða neinn, láta í Ijós þá skoðun, að fjáröfl- un til hafnargerðar sé mál, sem þurfi mjög alvarlegrar athugun ar við um þessar mundir. Eins og kunnugt er, leggur ríkið fram fé til hafnargerðar hér á landi á tvennan hátt. Það legg- úr fram fé til landshafna sam- kvæmt sérstökum lögum um landshafnir, en stofnkostnað við landshafnimar ber ríkið sjálft að öllu leyti. í öðru lagi leggur svo ríkið fram fé til hafn arframkvæmda samkvæmt hin um sérstökum lögum um hafnar gerðir og lendingarbætur, sem fjalla um hafnagerð og lendinga bætur almennt og framlög ríkis ins til þeirra framkvæmda. En ríkið greiðir, eins og kunnugt er yfirleitt, 2/3 hluta af kostnaði við hafnagerð. Eg skal ekki fara mörgum orð um um landhafnirnar í þessu sambandi. Þær eru aðeins tvær að lögum Keflavík og Njarðvík og Rif á Snæfellsnesi. En á ár- inu, sem rtú er að líða hefur verið varið til landshafnanna 36 millj. kr. og gert ráð fyrir, að til þeirra verði varið 28 millj. á árinu 1965, að mér skilst. En til hafna og lendingarbóta sam kvæmt hinum sérstöku lögum um það efni, hefur á árinu 1964, sem nú er senn liðið, eftir því, sem bezt verður vitað, verði var ið rétum 100 millj. kr. Hluti rík issjóðs af þessum kostnaði, þess um 100 millj. á árinu 1964, er þá um 40 millj. kr. En á árinu 1965, þ. e. a. s. á næsta ári, er áætlað samkvæmt gögnum, sem Alþingi hefur í höndum, að var ið verði til hafnagerðar og lend ingarbóta samkv. hafnarlögum um 180 milj. kr. Hluti ríkissjóðs af þeirri upphæð sem gert er ráð fyrir, að lögð verði í þessar framkvæmdir á næsta ári, er þá um 72 millj. kr. Skuld ríkissjóðs við hafnarsjóðina. í lok ársins 1964, er gert ráð fyrir, að ríkissjóður muni eiga ógreiddar um 22 Y2 millj. af sín um hluta, enda þótt, eins og framsögumenn fjárveitinga- nefnda hafa tekið fram, nokkuð hafi verið greitt upp í skuldir ríkisins á árinu, sem leið. Þegar þetta vangreidda ríkisframlag í lok þessa árs er lagt við áætlun um ríkisframlag á árinu 1965, miðað við framkvæmdir fyrir 180 millj. en frá dregið geymt ríkisframlag til nokkurra hafna sem notað verður á árinu 1965, lítur út fyrir, að gjaldfallið rík- isframlag, ef svo mætti að orði komast, verði í lok næsta árs um 99 millj. kr. Það mundi því verða, ef framkvæmd verður sú áætlun, sem ég talaði um áð- an, að vinna að hafnarfram- kvæmdum fyrir um 180 millj. kr. á næsta ári. Upp í þessar 90 millj., sem þannig má ætla, að ríkið þyrfti á árinu 1965, er svö gert ráð fyrir að veita samkvæmt þeim till.‘ sem nú liggja fyrir frá meirihluta fjárveitinganefndar: Til hafnargerða 19!6 millj. kr:, til Hafnarbótasjóðs 4 millj. kr. og til greiðslu á lögbundnum framlögum, vangreiddum, 8 millj. kr. Samtals 31 Vz millj. kr.- á árinu 1965. En segja má að við þessa tölu mætti bæta því, sem ríkissjóður greiðir af láni til Þorlákshafnar, sem ekki ligg Gísli Guðmundsson. ur fyrir, hversu mikið verður, en ætla mætti þá, að hér væri um að ræða nálægt 35 millj. kr. á næsta ári upp í þær 90 millj., sem ég nefndi áðan, að útlit væri fyrir, að ríkissjóður þyrfti að standa skil á samkv.. hafn- arlögum. Ríkisframlag þarf að hækka. Það er nú almennt viður- kennt, að framlagið, sem ríkis- sjóður á að greiða til hafnar- veitinganefndar og ríkisstjórn- inni er gert ráð fyrir, að lagt verði til hafna í Norðurlands- kjördæmi eystra samtals tæpar 4 millj. kr. Þetta er veruleg lækkun, um meira en hálfa millj. frá þeirri upphæð, sem lögð var til hafna á þessu lands svæði í fyrra. Hins vegar er það svo, að uppi eru áætlanir, sem hafa verið í höndum Alþingis um hafnarframkvæmdir á þessu svæði það miklar, að þörfin fyr ir ríkisframlag til þessara hafna samtals nemur 14—15 millj. kr. Á árinu 1965, þegar lagt er sam an það, sem vangreitt verður um áramót og ríkishlutinn á ár- inu, ef það verður allt fram- kvæmt, sem áætlað er. Hrökkva þessar 4 millj. þá auðvitað skammt. Nú er skylt að geta þess, að við þingmenn kjördæmisins vorum sammála um það, það var samkomulag milli okkar, að ef að upphæðin til hafna í okkar kjördæmi yrði ekki nema tæpar 4 millj. á árinu, þá yrðum við að fella okkur við þá skiptingu milli einstakra hafna, sem fellst í tillögum meirihluta fjárveitinganefndar. En þó að svo sé, þá teljum við, sem að þessum tillögum stöndum — Karl Kristjánsson, Ingvar Gísla son og Gísli Guðmundsson — að tilraun verði að gera til þess að fá þessi framlög nokkuð hækkuð. Og við höfum lagt til sérstaklega að framlögin verði hækkuð nokkuð. Og við höfum lagt til sérstaklega að framlög- gerða samkvæmt núgildandi IlíltlORSyillIlg ... lögum, sé of lágt og að því þurfi að breyta til hækkunar. Það sé of lítið, að ríkissjóður greiði ekki nema % af stofn- kostnaði hafnanna, enda sýnir reynslan víða, að hafnarsjóðirn ir hafa með engu móti getað staðið straum af sínum hluta kostnaðarins. Það eru mörg ár síðan Alþingi mælti svo fyrir, að hafnalögin yrðu endurskoð- uð og þar á meðal alveg sérstak lega hlutföllin milli stofnkostn- aðargreiðslu ríkissjóðs og hafn- arsjóðanna með það fyrir aug- um að hækka ríkisframlagið. Ég hef, ásamt fleiri þingmönn um úr Framsóknarflokknum, leyft mér að flytja á þessu þingi frumvarp til laga um bráða- birgðahækkun á i-íkisframlag- inu upp í 65%. En hvort sem það frumvarp verður samþykkt á þessu þingi eða ekki, þá er óhjákvæmilegt að hækka ríkis- framlagið. Og, ef ríkisframlag- ið verður hækkað, er það mjög aðkallandi, að áður en það er gert og skuldbindingar ríkis- sjóðs þannig auknar, verði gert hreint borð í þessu efni, og að hinn svokallaði „hali“ aukist ckki, eins og nú er allt útlit er fyrir, að hann muni gera á næsta ári. Hafnir í Norðurlandskjördæmi eystra. Samkvæmt þeim tillögum er fyrir liggja frá meirihluta fjár- in verði hækkuð til nokkurra hafna, þar sem áætlað er, að um allmiklar framkvæmdir verði að ræða á næsta ári. Lagabreyting aðkallandi. Ég vil endurtaka það, sem ég sagði áðan, að þegar það alveg sérstaklega er haft í huga, að senn hlýtur að koma að því, að lögunum verði breytt á þá leið, að framlag ríkissjóðs til hafnar gerðar verði hækkað hlutfalls- lega þá er það mjög aðkallandi að gera ráðstafanir til þess að ekki safnist fyrir á næsta ári skuld hjá ríkissjóði vegna þess tiltölulega lága framlags, sem honum ber nú að greiða sam- kvæmt gildandi lögum. En þeg- ar á það er litið, að sumar hafn- ir hér á landi, þó að þær séu ekki margar, eru algerlega kost aðar af ríkissjóði, þar sem eru landshafnirnar, þá gefur það auga leið, að breytingar í þess- um efnum hljóta að vera skammt undan, að ríkis fram- lagið hlýtur að verða hækkað til hinnar almennu hafnargerð- ar, ef þá ekki verður farið inn á þá braut, að rikið byggi sjálft og kosti að fullu allar hafnir, sem byggðar eru í almanna- þágu. Hækkunartillögur. Breytingartillögumar, sem þeir Karl Kristjánsson, Gísli Guð- mundsson og Ingvar Gíslason báru fram, um hækkun fjár- veitingar til hafnarframkvæmda 1965, voru þessar: Þúsund Akureyri úr 560 upp í 1000 Grenivík úr 300 upp í 600 Hauganes úr 200 upp í 500 Húsavík úr 400 upp í 700 Raufarhöfn úr 550 upp í 1000 Þórshöfn úr 600 upp í 1000 Þessar hækkunartillögur voru felldar við atkvæðagreiðslu. í þinginu. RONALÐ FANGEN Fólkið vill búð í sveifinni (Framhald af blaðsíðu 1). sonar frá Fagraskógi, og er hún opin öllum meðan húsrúm leyf- ir. Forsala aðgönguniiða verður í Sainkoniuhúsi bæjarins föstu- uaginn 15. og laugardaginn 16. janúar kl. 3—5 e. h. Hækkað verð. Einnig verða þá seldir miðar á aðra og þriðju sýningu, laug- ard. og sunnud. (Fréttatilkynning frá Leik- félagi Akureyrar.) Enginn sáttafimdur hafði í gær verið boðaður í deilum sjómanna og hljóðfæra- leikara, og ætla sumir, að verk fall bátasjómanna geti orðið lengra, en menn vonuðu fyrst. Á BÆNDAHÁTÍÐ Eyfirðinga síðasta sumar fluttu ræður m. a. Haukur Jörundsson, skólastj. á Hólum og Einar Sigfússon bóndi í Staðartungu. Hafa áður verið birtir þættir úr ræðu skólastjóra bændaskólans. Hér fer á eftir niðurlag af ræðu Einars. ísraelsþjóðin byggir upp sinn framtíðarbúskap eftir þrem kerfisbundnum hugmyndum. í fyrsta lagi á sameignarbúskap. Ríkið á allt land. Stofnun á veg um ríkisins ræktar landið, byggir upp öll hús, kaupir vél- ar og önnur atvinnutæki og leigir dugmiklu fólki búin til- búin til framleiðslu. Engin sér- eign er þarna leyfð. Allir eiga allt og enginn neitt. í öðru lagi koma svo sam- vinnubú, þar sem ríki á allt land og leigir á erfðafestu. En nokkur séreign er þar leyfð. Hver fjölsklyda býr í sérskil- inni íbúð en öll aðalvinna við aðalbúið er sameiginleg, þetta er hagkvæmt vegna afkasta- mikila véla. Arður þessara búa skiftist þannig, að reksturinn tekur 40%. En laun eru 60%. Þessi form búskaparins eru sér staklega vinsæl hjá ungu fólki, sem vill eignast heimili og á- kveðið starf til að lifa fyrir. Þriðja búskaparformið er svo þorp sjálfseignabænda. Þar er Happdræftismiðar fyrir 200 millj. ÍSLENDINGAR eru gefnir fyr- ir happdrætti og hafa alltaf aura fyrir miða. Á nýliðnu ári veitti dómsmálaráðuneytið, að sögn sunnanblaða, leyfi fyrir 43 slíkum. En auk þess starfa happ drætti Háskólans, DAS og SÍBS á hverju ári. Þessa fjáröflunaraðferð nota einkum líknarfélög, íþrótta- hreyfmgin og stjórnmálaflokk- ar. Leyfin til slíkrar fjáröflunar eru við það miðuð, að hún sé almenningi til heilla. Happ- drætti Háskólans eitt er pen- ingahappdrætti. Vinninga ber að prenta á happdrættismiðana og dráttur þarf að fara fram hjá opinberum embættismönnum. Líklegt er talið, að íslending- ar verji 200 milljónum króna eða meira í happdrættismiða- kaup á ári hverju. Það er mikið fé og sýnir bæði örlæti og þá hneigð, sem sumir telja áber- andi; þ. e. hætta miklu í von um stóra vinninginn. □ atvinnan að mestu leyti frjáls. Þó hafa þessir bændur með sér samvinnufélög og öll eru búin í heildarskipulagi samvinnu- manna. Þess má svo að lokum geta, að síðan 1948 hefur aukning í landbúnaðarframleiðslu aukizt um rúml. 322% Getur nú ekki skeð að eitt- hvað af þessu geti átt við hér hjá okkur? Eg efast ekki um, að íslenzkt æskufólk vill dvelja áfram heima í sveit sinni ef það á þess kost að ráða við fjárhagserfiðleikana. Eg vil ráð leggja þeim, sem hafa áhuga fyr ir landbúnaði á íslandi, að kynna sér það skipulag land- búnaðar og sameignarfyrirkomu lag, sem drepið var á. Þau bú- skaparform þarf ungt fólk að kynna sér, því að þau eru fær hvaða fólki sem er, ef til móts við fólkið kemur víðsýnt ríkis- vald og aðrir ráðamenn þjóð- félagsins. Eg tel líklegt, að þarna sé að finna lykilinn að framtiðarformum landbúnar, bæði hér á íslandi og í öðrum löndum. Einstaklingshyggjan hlýtur að hverfa með tímanum, en félagshyggjan að koma í staðinn. Það er í samræmi við kröfur tímans og aðrar fram- komnar stefnur. Með þessum búskaparform- um þarf unga fólkið ekki að óttast einangrun eða vonlaust ævilangt strit, sem nú blasir við fyrir þeim, sem gerast svo djarfir að hefja störf við land búnað í sveitum. Það stendur ekki á fólkinu, að búa í sveitum og vinna við framleiðslustörf ef þjóðfélagið gefur því möguleika til þess. Undrið getur gerst hér, eins og það hefur gerst suður í Palestínu. Það þykir etv. dirfska að bera þessar tillögur fram. En um síðustu aldamót voru þess- ar Ijóðlínur Hannesar Hafsteins draumur: — stritandi vélar — starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð, með verzlun eigin búða. Á 60 árum hefur þetta orðið að veruleika.... EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga hann væri ættaður, og þar er hann nær aldrei minntist neitt á sjálfan sig, hafði það vafizt lengi fyrir Eiríki að grafa upp að Fylkir væri einhversstaðar úr Rómsdalnum vestrá. En hve hann hlaut að hafa stritað við að útmá algerlega allan mállýzkublæ sinn! Og hve hann hefur hlotið að berj- ast hart við að skafa út sérhvern minnsta vott þess, að hann hafi verið fátækur sveitapiltur. — Já, hamingjan góða, á honum skyldi enginn geta séð, að hann væri ekki fæddur til auðs og ábyrgðar, — augljóslega þriðji ættliðurinn! Eða öllu heldur: fyrirmyndar alþjóðlegur fjármálasnillingur, fæddur í skrifstofu, alinn upp í banka og fermdur í kaup- höíl! Þetta var Eiríki einhvernveginn ægilega tilkomumikið. — Já, hve Fylkir hefði hlotið að höggva og saga og hefla sjálfan sig! Hvað duldist af skapgerð og einbeittum ásetn- ingi að baki þessarar ævintýralegu persónugerðar! Sterkur var hann, — hann réð blátt áfram yfir öllum með skærri, málblælausri rödd sinni, alúðarlausu brosi og bráðsnöggu bliki augnanna, svo snöggu, að því gafst tæplega tími til að verða hættulegt. En það hitti í mark! Það er ef til vill þetta, sem mér gremst mest, hugsaði Eiríkur í skyndi, að hann ber engan svip uppruna síns, hann er ekki mennskur! Og þó var það einmitt þetta, sem hann hafði dáðst svo mjög að áður. — Fylkir var allur endanna á milli mjög hagfelld- ur og haganlegur. — Já og jæja, sagði Fylkir, það er ekki svo auðvelt. Hann er þá þama megin, hugsaði Eiríkur, þá er um al- varleg mál að ræða — fyrst liann virðist leita fyrir sér og reynir að tala í viðfelldnum tón. — Þetta verður mér senn ofurefli. — Þér munið eflaust eftir því, þegar þér voruð nýkominn til mín 1914, er heims- styrjöldin iiófst? Þá var hér sannarlega allt kyrrt og hljótt. Ótti og skelfing. Ótti og skelfing. En við höfðurn þá rétt fyrir okkur, ég, sem var svo viss um, að þetta væri aðeins örstutt — ofurlítið hlé, og þér sem settuð litla stofnféð yðar í fyrirtækið, svo að við komumst yfir kreppuna. Eg hefi aldrei séð aðra eins endingu í peningum eins og í þeim 15.000 krónunum. Mig langar til að segja yður ofurlítið um sjálfan mig, hélt Fylkir áfram. Ég er selfmade man og hefi vanist því að ganga einn á hólrn við lífið alla mína ævi. Elskulegri vináttu hefi ég aldrei sótzt eftir. Og því meiri áhrif hafði það á mig, að þér sýnduð mér svo skilyrðislaust fyllsta traust. Eiríki tekur að líða beinlínis illa undir þessu spjalli. Hann skildi ekkert í þessu. Þessa peninga hafði hann fengið endurgreidda með vöxtum og vaxtavöxtum, — og það var í rauninni þeim að þakka, að hann var nú vel stæður maður. Og svo þessi málblær Fylkis, — eins og hann væri að halda ræðu, — rétt upp úr hádeginu. — Jæja, það traust er nú ekki þess vert að minnast á það, sagði Eiríkur til þess að segja þó eitthvað. Ég hefi aldrei haft ástíéðu til þess að sjá eftir því. — Þér eigið við, sagði Fylkir með algerlega óræðum svip- brigðum, að þetta sé í rauninni klappað og klárt og löngu lokið? — Hann brosti samtímis. — Löngu lokið? sagði Eiríkur, ég skil ekki almennilega við hvað þér eigið. Við vinnum nú framvegis saman. — Nja — ég á við, — þér meinið sennilega eitthvað með því að segja, að þér hafið enga ástæðu haft til að sjá eftir þessu. — Nei, auðvitað ekki. Peningana fékk ég aftur fyrir langa löngu, og auk þess hefi ég hagnast vel. — Jæja já, sagði Fylkir. Þér eruð vel stæður. Það er þægi- leg tilfinning, finnst yður það ekki- Hana hafði ég ekki á yð ar aldri, því miður. Eg var þá rétt aðeins að komast á stúfana (Þetta er sagt í huglægri endurminningu. En svo allt í einu) Svo þér eruð þá ánægður? Eiríkur ósjálfrátt á verði: — Hamingjan góða. Ég hefi víst heldur ekki sagt neitt annað. — Nei, sei-sei nei. En mér hefur dottið í hug, að þér haf- ið allmikið erfiði og fyrirhöfn með mín görnlu viðskipti, — ég er alveg á kafi í því, sem ég nú hefi með höndum. Nú lýg ég bara, hugsaði Eiríkur og sagði: — Það er allt í lagi. Ég er ungur og nægilega hraustur. Fylkir mælti, — var einhver meinlægni í raddblænum? — Nei, mér hefir aldrei dottið í hug nein heilsubilun hjá yður. En ekki eldri en þér eruð, hefir talsverð vinna hlað- ist á yður, og mjög- sterkt traust, mjög sterkt, ég heyri yðar aðeins lofsamfega getið. já, þér munuð eflaust ná langt áleiðis í lífinu. Eiríkur var enn stöðugt áttavilltur og hljóður, lrann fann greinilega til afskaplegs aulaskapar síns, — hvað er mað- urinn annars að fara? Og þó hafði hann af all-langri reynslu lært að skynja tilgang Fylkis þegar í upphafi, tiltölulega f’jóít. — Ég er ekki þeirrar legundar manna, sem flíka tilfinn- ingum sínum, sagði Fylkir, en inér þætti vænt um að verða þess var, að yður skildist, að' ég lvefi viljað yður vel. Ætti ég að s,vara þessu? ;spurði Eiríkur sjálfan sig hálf- skelkaður, — en svo skildist hanum allt í einu nokkuð. Eylk- ir skírskotaði til þakklaítis hans, hann ætlaði að koma Eiríki til að segja eitthvað bindandi, skuldbindandi, — eða ef til vill ætlaði hann aðeins að íeita hófanna. Og liversvegna var hann að því? Hann svaraði og hafði snefil af raddblæ Fylkis. — Ég er heldur ekki gefinn fyrir tilfinningasemi, en mér er ljúft að segja að ég hefi mætur á starfinu hérna, og vona að ánægjan sé gagnkvæm. Brá ekki snöggvast fyrir blikinu í augum Fylkis, hafði Eiríkur óvænt hitt í mark á viðkvæman blett? En Fylkir var óðar sá sami og áður. 11 í fyllsta máta. í fyllsta máta. Og sem vott um ánægju mína og til eflingar yðar hafði mér dottið í hug að stinga uppá því við yður, að þér auk launa yðar fyrir að sinna göml um viðskiptum og viðskiptamönnum fáið fastákveðna upp- bót fyrir þetta starf yðar. Ekki sökum þess, að þér hafið þess brýna þörf. Heldur sökum þess, að þetta starf mun frekar aukast en minnka í framtíðinni. Látum okkur segja 6000 krónur árlega. En nú var Eiruki allt ljóst: — Þakka yður fyrir elskulegt tilboð yðar. En það felur í sér rneðal annars, að þá væri ég fastlaunaður, eða nreð öðr- um orðum ekki frjáls, og það geðjast mér ekki. Þér vitið líka, Fylkir lögmaður, að fyrir lægri laun getið þér fengið ungan og duglegan lögfræðing, sem gæti að minnsta kosti annast hin almennu fjármálaviðskipti á vel viðunandi hátt. Og hitt allt tek ég að mér framvegis með sömu kjörum og áður. — En nýliða í firmað — það kæri ég mig ekki um. — Ég vildi mega minna á, að þegar ég vildi ekki lengur fást við innheimtuna, og þér virtust einnig telja, að eigi værí fyllilega viðeigandi fyrir fyrsta flokks lögfræðiskrif- stofu að reka innheimtu, — þá fenguð þér nýjan mann, sem rekur þessi gömlu viðskipti yðar í eígin nafni. Og ég hefi ekki heýrt yður vera óánægðan með hann. Jæja, þá var hann búinn að segja þetta! Hann áttaði sig ekki á, hvaðan þetta hefði komið, því satt að segja hafði hann ekki hugsað uni þetta í háa tíð, — og hann hefði senni- lega viljað gleyma þessu, að til væri annexía í firmanu hérna á sömu hæð, sem ræki innheimtu Fylkis jafn fyrirmyndar- verklega og tilfinningalaust sem á innheimtuárum Fylkis sjálfs. Eiríkur hafðý sjálfur stundað þetta, — það heyrði starfinu til, og athöfn var aðalatriðið, og hefði hann haft ógeð á þessu starfi, þá hefði honum að minnsta kosti tekist að útrýma því úr vitund sinni. Unz hann einn góðan veð- urdag gat ekki lengur, með engu móti ákveðið og tilkynnt nauðungaruppboð. — Neyð sú og örvænting sem blasti við honum í skrifstofustóli hans í persónugervi sjúks kennara — stöðvaði algerlega þéssa athöfn hans. Og hann tilkynnti Fylki þetta. En síðan hafði hann ekki drepið á þetta með einu orði. — Hvað var þá núna á döfinni? Fylkir hafði rétt úr sér í stólnum og sagði nú með sínu fjarrænasta brosi senr hefði hann aldrei fyrr heyrt jafn ber- rassaðan barnaskap — þannig brosti hann vafalaust, er leitað var til hans með málefni, sem hann auðvitað varð að hafna. — Það sem þér segið, er aðeins að sumu leyti rétt. Það er að vísu satt, að þér æsktuð þess að þurfa ekki lengur að fást við innheimtudeildina, en það er alveg út í veður og vind, að mér muni hafa virzt slík deild ósamrýmanleg virðingu og áliti míns eða annarrs lögfræðingafirma. Mín skoðun er þessi: — Það er hægt að láta vera að kaupa. En hafi menn á annað borð keypt, eiga þeir að borga. Þetta er ósköp einfalt og eðlilegt. Sama er um lán að segja. Þetta er forsenda allrar lánastarfsemi og trausts. Afsakið er ég segi þótt það ef til vill geti virzt persónulega móðgandi, — en það er venju- lega aðeins fólk, sem einhverra hluta vegna getur ekki borgað og staðið við ábyrgð sína, sem fordæmir innheimtu- starfsemi. Já, afsakið, mér er vel kunnugt, að þetta á ekki við yður. Og, jæja, viðvíkjandi því, að deildin er rekin und- ir öðru nafni, þá syjndur bara þannig á því, að hlutaðeig- andi keypti hana af mér gegn peningagreiðslu og hlutdeild framvegis í ómakslaunuúum. Nógu einfalt, já og eðlilegt! Allt of einfalt. — Það var sveimér ekki aðeins þetta, sem Fylkir hafði hafst að undan- farin ár til að funsa sjálfan sig og firmað. En hvað ætti Eirík- ur að segja. Honurn datt nú í hug, að það hlyti að vera Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.