Dagur - 13.01.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 13.01.1965, Blaðsíða 1
Dagur Símar: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) - ........— —j XLVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 13. janúar 19G5 — 3. tbl. Ný framhaldssaga EIRÍKUR HAMAR Fylgizt með frá byrjun. FORSTJÓRASKIPTI HJÁ Ú. A. UM síðustu áramót urðu for- stjóraskipti hjá útgerðarfélagi Akureyringa h.f. Lét þá Andrés Pétursson af störfum, og flutti til Hafnarfjarðar, þar sem hann lekur við forstjórastarfi við nið ursuðuverksmiðju. Við starfi Andrésar hefur tekið, Vilhelm Þorsteinsson, kunnur togara- skipstjóri á Akureyri. Enn er ágætt fiskverð í Eng- landi og seldi Ilarðbakur í Grimsby 8. þ.m. 154,5 tonn fyr ir 16,411 pund. Sléttbakur seldi þar í gær 124.3 tonn fyrir 14.374 pund. Fengust því nær 14 krón- ur fyrir hvert fiskkíló. Sléttbak ur fór frá Grimsby í gærkveldi, en Harðbakur er þar enn, vegna ketilbilunar. Svalbakur fór á veiðar 7. þ.m. en aflar lítið, enda er veiðiveður slæmt á miðun- Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri er húi giæsiiegasta byggmg, en þarf nú að auka húsakost smn. Stækkun Fjórðungssjúkrahússins á Ák. undirbúin Torfi Guðlaugsson framkvæmdastjóri svarar nokkrum spurningum FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri stendur hátt á Suður- brekkunni, er myndarleg bygging á fögrum stað. Það er 11 ára, byggt af myndarskap, en er orðið of lítið. um. F ramsóknarmenn Akureyri! NÆSTI FUNDUR verður í skrifstofu flokksins, Hafnar- stræti 95, fimmtudaginn 14. þ. m. ki. 8.30 e. h. Ingvar Gíslason alþingismað- ur flytur framsöguerindi um stjórnmálin. Allir velkonmir meðan liúsrúm leyfir. Framsóknarfélögin. Félag ungra Framsókn- armanna á Akureyri heldur KVÖLDVERÐARFUND á Hótel KEA sunnudaginn 17. janúar n.k. kl. 7 e.h. Ingvar Gíslason ræðir stjórn málaviðhorfin. Félagar fjöhnennið og látið stjórnina vita um þátttöku, ekki síðar en á laugardag. Aðfararnótt sl. föstudags brut- ust tveir ungir bæjarmenn inn í Kaupfélag Verkamanna við Strandgötu á Akureyri. Brutu þeir glugga á bakhlið og náðu þaðan í slagbrand hurðarinnar. Fólk vaknaði við hávaðann og gerði þegar lögreglunni aðvart. En piltar munu hafa orðið var- ir mannaferða því þeir tóku þeg ar til fótanna og voru horfnir er lögreglan kom á staðinn. Ný fallinn snjór gerði lögreglu- mönnum auðvelda eftirförina suður í Skipagötu og niður að verzluninni Höfn en þaðan að Á þessum árum hafa breyting- ar orðið örar í sjúkrahús- og heilbrigðismálum, og því miður hefur sjúkrahúsið okkar, sem talið er þó hið fullkomnasta ut an höfuðborgarinnar, naumast getað opnað dyr sínar að fullu fyrir nýjungunum vegna þrengsla, en fjöldi sjúklinga lief ur vaxið verulega. Blaðið hitti um daginn að máli framkvæmdastjcra stofn- unarinnar, Torfa Guðlaugsson, og spurði hann um rekstur og fyrirhugaðar framkvæmdir. Er það rétt Torfi, að sjúkra- liúsið sé oftast yfirfullt af sjúk- lingum? Aðsókn hefur verið mikil, er sjá má af því, að á síðasta ári voru 55,231 legudagur á sjúkra húsinu og er það töluvert meira en árið áður. Segja má að alltaf bakhlið Verzl. Br. Sveinssonar. Þar liggur stigi upp á húsþakið og hlupu flóttamennirnir þar upp. Lögreglan fór þangað og handsamaði annan, sem þá var kominn upp á þak Nýja Bíós, en hinn hvarf, og fannst ekki að sinni. En hann hafði stokkið niður á götu af þaki Saumastofu Gefjunar, um 6 metra fall. Litlu síðar var hann handtekinn heima hjá sér og var hann ó- meiddur. Báðir voru piltar þess ir undir áhrifum víns og játuðu þeir brot sitt tregðulaust við yfirheyrslur. sé fullt og meira að segja yfir fullt. Á síðasta ári komu 2182 sjúklingar til okkar, auk þeirra, sem koma til rannsóknar. Torfi Guðlaugsson framkvæmdastjóri En er það rétt að ykkur gangi betur en öðrum sjúkrahúsum að fá starfsfólk? Hjúkrunarkvennaskorturinn við sjúkrahús landsins hefur aldrei verið meiri en nú, segir Torfi, en satt er það að við höf um ekki þurft að kvarta í því efni. Og það er mikið lán fyrir stoínunina. Skýringin á því er eflaust að nokkru fóigin í nýja hj úkrunarkvennabústaðnum, sem við höfum komið upp og hjúkrunarkonur telja sér mik- ils virði. Hann hafði jafnvel að dráttarafl löngu áður en hann var tekinn í notkun. Svo höfum við jafnan nokkurn hóp hjúkr unarnema frá Hjúkrunarkvenna skólanum í verklegu námi, og margar stúlkurnar komu til okkar aftur, sem útlærðar hj úkrunarkonur. Hvað er starfsfólkið margt við Fjórðungssjúkrahúsið? Yfir 100 manns, eða 105 að jafnaði. Fólksskipti eru tíð hjá okkur eins og fleirum, einkum hvað snertir þá, sem ekki hafa menntað sig til ákveðinna starfa. Á sl. ári hafa unnið hjá okkur um 300 manns. Við greið um um 12 milljónir króna í vinnulaun á ári. Sjúkrahúsið annast víðtækari þjónustu en þá, sem hinum sjúku innan veggja stofnunarinnar er veitt. Má þar sem dæmi nefna, að sjúkrahúsið er einnig slysavarð stofa með slysavakt nætur og daga allan ársins hring. Og rannsóknarstofan annast ýms verkefni fyrir stórt svæði. MIKIL ÍSING settist á símalín- ur víða um land í fyrradag, en þá snjóaði mjög mikið í frost- lausu veðri. Hafa símalínur slitnað og staurar brotnað. Á Vatnsskarði bilaði símalín- an í fyrrinótt og lauk þar við- gerð litlu eftir hádegi í gær. Gera þurfti við línuna á sex stöðum á tveggja kílómetra kafla. Nóttina áður brotnuðu tveir símastaurar á Fljótsheiði og lín ur slitnuðu vegna ísingar. Lá símalínan niðri á um það bil kílómeters kafla í g'ær, að því er símastjórinn á Akureyri, Gunnar Schram, tjáði blaðinu. Fenginn var í gær snjóbíll frá Húsavík til að fara fram á Fljótsheiði með viðgerðarmenn. Um kl. 5 í gær var viðgerð ekki lokið og símasambandslaust austan við Fosshól. Hins vegar Hveniig gengur reksturinn fjárhagslega? Árið 1962 og 1963 voru þau erfiðustu en síðasta ár var skárra. Akureyrarbær rekur sjúkrahúsið og leggur því ákveðna fjárhæð árlega, en rík- ið veitir ákveðinn styrk á hvern legudag eins og öðrum sjúkra- húsum. Aðaltekjurnar eru auð- vitað dággjöldin frá sjúkrasam- lögunum. Er það rétt, sem heyrzt hefur, að stækkun sjúkrahússins standi fyrir dyrum? Já, húsnæðið er orðið alltof lítið og stækkun því óhjákvæmi leg. Fyrsti undirbúningur er þegar hafinn, þótt eflaust verði (Framhald á blaðsíðu 7). hafði Akureyri radíosamband við Egilsstaði. Milli Reykjahlíðar og Breiðu- mýrar var símalínan biluð á fleiri stöðum. Hátíðasýning á afmæli þjóðskáldsins RÁÐGERT er að sýningar á leikritinu Munkamir á Möðru- völlum, eftir Davíð Stefánsson, hefjist þann 21. janúar n. k. Af sérstökum ástæðum verð- ur sú breyting að þessu sinni frá því sem áður hefur verið, að hin venjulega frumsýning fellur niður og þar með réttur frumsýningargesta til þeirra sæta er þeir hafa áður haft. f þess stað verður fyrsta sýning- in, hátíðasýning, helguð 70 ára afmæli Davíðs skálds Stefáns- (Framhald á blaðsíðu 4). Stjóm F. U. F. Ak. Lögreglan eltir tvo innbrotsþjófa Náði öðrum á þaki Nýja-Bíós en hinn stökk niður Miklar símabilanir Mikil ísing á símalínum um land allt - í gær var símasambandslaust við Austurland

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.