Dagur - 30.01.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 30.01.1965, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SA'MÚ ELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h:f. Er ríkisstjórnin að losna í sæfum? ÞÆR raddir em orðnar háværar, sem krefjast þess að núverandi ríkisstjóm hverfi frá völdum, þær raddir eru ekki síst frá ýmsum hyggnari Sjálf- stæðismönnum, þótt þeir fái ekki rúm fyrir gagnrýni sína í blöðum flokks síns. Þeir finna að vonum mest til vanefndanna, sem treystu nú verandi stjómarflokkum til góðra hluta og studdu þá til valda. En staðreyndimar blasa við, þótt Mbl. og aðrar málpípur stjórnarinnar segi að „viðreisnin" hafi tekizt og flestir hlutir í góðu lagi. Landsfólkið hefur nú um mánað- arskeið horft á bátaflotann bundinn vegna verkfalla hjá þeim félagasam- tökum, sem stjórnarflokkamir þó ráða yfir. Þessir tvöhundruð bátar hefðu að sjálfsögðu verið búnir að draga ómetanlega björg í þjóðarbú- ið þennan tíma, ef allt hefði verið með felldu. Menn vita það líka af ó- yggjandi opinbemm tölum, að skuld ir þjóðarinnar við útlönd hafa vaxið, miðað við árslok 1958 og útgjöld ríkisins margfaldast á sama tímabili og þar með álögumar. Gamla vinstri stjómin er eins og bein í hálsinum á núverandi ríkisstjóm þegar saman- burður er gerður, enda er hann að flestu leyti óhagstæður „viðreisn- inni“. Það má t.d. nefna júní-samn- ingana frá síðasta sumri. Umsamin laun þá höfðu minni kaupmátt en launin 1958. Aðstaða atvinnuveg- anna er líka óhagstæðari vegna ó- hentugri lánskjara og hins gífurlega reksturskostnaðar á flestum öðmm sviðum. Húsnæðiskostnaðurinn hef- ur gert efnalitlu launafólki nær ó- kleift að eignast þak yfir höfuðið og glundroðinn í fjárfestingarmálum hefur aldrei verið slíkur sem nú, og gjaldmiðill okkar en nálega verðlaus orðinn. Allt þetta gerist á tímum hinna mestu góðæra, og metara í aflabrögðum og góðs markaðsverðs erlendis. Allt þetta blasir við og sann leikurinn verður ekki umflúinn, enda eru ráðherramir famir áð ó- kyrrast í stólum sínum. Óstaðfestar fregnir herma, að itm arlega í hring Sjálfstæðisflokksins sé nú talað um að efna til nýrra kosn- inga en þykji ófýsilegt, einnig að renna nýjum stoðum undir ríkistjórn ina, og er þar átt við kommúnista, sem þegið hafa bita og sopa hjá í- haldinu að undanförnu og eiga skuld að gjalda. En hvað sem þessum lausa fregnum líður, er núverandi upp- lausnarástand óþolandi, enda er rík- isstjómin sjálf stefnulaus og eins og rekald á úfnum sjó þjóðmálabarátt- unnar. Stálskipasmí EINS og skýrt var frá í „Degi“ nýlega hefir Siipp- stöðin hf. hér á Akureyri, gert samning um smíði 335 tonna stálskips við Magnús Gamalíels son, útgerðarmann í Ólafsfirði. Með smíði þessa skips er nýtt og merkilegt spor stigið í iðnað- arsögu þessa bæjar. Sá er þetta ritar hefir um lengri tíma haft brennandi á- huga fyrir að hér rísi stálskipa smíði, enda rætt það mál oft- lega við framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar, sem nú hef- ir hrundið málinu í fram- kvæmd. Við síðustu bæjarstjórnar- kosningar bentum við Fram- sóknarmenn á, að eitt þeirra mála er vinna bæri að, væri að hér rísi upp stálskipasmíði. Munu flestir — eða allir — flokkar hafa tekið undir þessa ósk og talið hana eitt af meiri háttar framfaramálum í iðnaði bæjarins. Eitt sér er það til- tölulega létt verk að bera fram óskir um þetta eða hitt. í þessu umtalaða máli, stálskipasmíð- inni, þarf vis.sulega að mörgu að hyggja áður en hafist er handa um sjálfa smíðina. Kem ur þar margt til. Við höfum t.d. hér enga faglærða menn í stál skipasmíði þótt í bænum séu margir útlærðir járnsmiðir, menn sem hafa sýnt með störf- um sínum að þeir þola saman- burð við stéttarbræður sína á öðrum stöðum landsbyggðarinn ar. Eigi að síður tekur það á- vallt sinn tíma að læra hvert starf og ná leikni í því — þetta þekkja iðnaðarmenn bezt allra manna. Sá er þetta ritar kvíðir eigi verktækni þeirra manna Slippstöðvarinnar er ráðast til verksins við byggingu stálskips ins, en veit hins vegar að verk ið mun leika léttar í höndum þeirra þegar næsta stálskip verður tekið til smíði í Slipp- stöðinni. Það sér hver heilvita maður, hversu ótal margt þarf að und irbúa og tryggja áður en slík skipasmíði er hafin, sem hér hefir verið nefnd, og sannar það bezt þvílíkt óhemju starf framkvæmdastjóri Slippstöðvar innar hefir orðið að leggja f þetta undirbúningsverk. Þess má líka geta, að á tímabilinu, varð framkvæmdastjórinn, Skafti Áskelsson, fyrir alvar- legum veikindum og djúpri sorg, sem ábyggilega hefir taf- ið allar undirbúnmgsfram- kvæmdir svo mánuðum skipti. Það sýnir bezt þrautsegju og ódrepandi dugnað Skafta Ás- kelssonar, að vera samt búinn að koma málinu í höfn, þrátt fyrir allt sem á móti hefur blásið. Með þessari merku fram- kvæmd, að koma hér upp stál- skipasmíði, hefir Skafti Áskels son varðað nafn sitt í athafna- sögu Akureyrarbæj ar, og má hiklaust fullyrða, að á komandi árum eigi hann eftir að bæta í íslenzka flotann mörgum vel byggður, fallegum og fengsæl- um fiskiskipum, bæjarfélaginu og þjóðinni allri til velferðar. Magnús Gamalíelsson, hinn ágæti samvinnumaður og mikli athafnamaður í Ólafsfirði, á þakkir skilið fyrir það traust er hann sýnir Slippstöðinni hf. að fela henni smíði fyrsta stál- skips stöðvarinnar, og ber að vona að þau viðskipti verði hon um til gæfu og gengis á kom- andi tímum. Tilefni þess að ég skrifaði þessa grein var fyrst og fremst það, að hér er verið að hefja nýframkvæmd í athafnalífi bæj arins, iðnaði sem óefað á eftir að flytja inn í bæjarfélagið auk ið athafnalíf og samhliða flýta fyrir því að bæjarfélagið taki bygghigu nýrrar dráttarbrautar fastari tökum en gert hefir ver- ið til þessa. Greinin er einnig skrifuð til þess að vekja athygli á því að okkar litla bæjarfélag þyrfti að eiga fleiri Skafta Áskelssyni sem tækju á málunum eins og hann gerir. Arnþór Þorsteinsson. RONALD FANGEN Kaflar úr áramótagrein í „ísfirðingi44, eftir Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli „ÞAÐ hefur alltaf verið að smá skýrast að stjórnarflokkarnir telja Framsóknarflokkinn sterk asta og mesta andstæðing sinn. Raunar segja þeir oft, að Fram sóknarflokkurinn sé áhrifalaus, stefnulaus og óþarfur. En sá söngur er stundum rofinn með upphrópunum um það, að samt sem áður ráði Framsóknarflokk urinn miklu, stundum miklu meiru en stjórnarflokkarnir samanlagðir. Þannig á það t.d. að hafa verið Framsóknarflokk urinn einn, sem öllu réði um úr slit og afgreiðslu mála á Alþýðu sambandsþingi í haust og kom alveg í veg fyrir að notaðist að því samkomulagi, sem stjórnar- flokkarnir eiga að hafa getað náð við kommúnista. Eftir Alþýðusambandsþingið birti Tíminn grein eftir Hanni- bal Valdimarsson um gang mála á þingi því. Svo margt hafði ver ið sagt í blöðum um það þing og Hannibal sjálfan, að eðlilegt var að hann vildi lýsa sinni af- stöðu. Man ég ekki til að þeirri skýrslu hans hafi verið andmælt svo að máli skipti. En úr því að SJÓMENN Á VESTFJÖRÐUM HAFA SAMIÐ ísafirði, 18. janúar 1965 — Héraðssáttasemjari á Vestfjörð um, Hjörtur Hjálmarsson, skóla stjóri á Flateyri boðaði til sátta fundar í kjaradeilu. sjómanna á Vestfjörðum hér á ísafirði sl. laugardag. Deila þessi tók til há seta, matsveina og vélstjóra á vestfirzka vélbátaflotanum, að vélstjórum á ísafirði undan- skildum þar sem félag þeirra sagði ekki upp samningum. Eins og fyrr segir ná samning ar þessir til allra Vestfjarða og voru samninganefndir beggja aðila skipaðar fulltrúum víðs- vegar að úr fjórðungnum. Sáttafundurinn hófst kl. 20. á laugardag og stóð til kl. 10,30 fJi. á sunnudag. Á fundinum náðist samkomu lag um breytingar og viðauka við fyrri samning. Sá fyrirvari var gerður af beggja hálfu, að viðkomandi stéttarfélög og út- vegsmannasamtök samþ. samn inginn. Fulltrúi stéttarfélaganna á Patreksfirði, Tálknafirði og á Bíldudal lét auk þess bóka sér stakan fyrirvara varðandi þau atriði samningsins, sem varða dragnótaveiði. Samningsumleitaiiir í kjara- deilu þessari hafa tekið langan tírna. Á fyrsta fundinum, sem hald inn var 14. des. sl. var ákveðið að vísa málinu til héraðssátta- semjara, og hefur hann haldið tvo fundi með deiluaðilum, þ.e. þann 19. — 21. desember og 3. janúar sl., auk fundarins nú um helgina. Helztu atriði samkomulagsins eru: Kauptrygging háseta verður kr. 10.000 — á mánuði, en var áður, að meðtalinni 5% hækkun sem sjómenn fengu samkvæmt fyrri samningi frá 5. júli í sum ar, kr. 9,009,00 á mánuði. Kauptrygging matsveins, 2. vélstjóra og netamanna verður kr. 12,500, — og kauptrygging 1. vélstjóra kr. 15.000,- Kaup háseta á landróðrabát- um, sem veiða með línu þ.e. þess háseta, sem.á sjó fer, verð ur kr. Mánaðarkaup vélstjóra á landróðrabátum verður kr. 1,130.00, Aðrir kaupgjaldsliðir fyrri samnings hækka um 5%. Orlof verður 7% og er greitt á kauptryggingu og alla kaup- gjaldsþði samningsins. Þá var einnig um það samið, að útvegsmenn greiði sem svar ar 1% af kauptryggingu háseta í sjúkrasjóð viðkomandi stéttar- félags. Ný ákvæði voru sett um ým- iss atriði fyrri samnings, t.d. um löndun afla þegar bátar eru í útilegu, róðrafrí á helgidögum, gagnkvæman uppsagnarfrest á skiprúmi, greiðslur til skipverja í veikinda- og slysatilfellum o.fl. Einnig er um það samið, að ef samið yrði um hærra kaup eða hærri -skiptaprósentu til hluta- ráðinna manna en samningur- inn segir til um, milli sjómanna samtaka við Faxaflóa eða ein- hvers staðar á Vestfjörðum og útgerðarmanna í L.Í.Ú., sem nú eiga í samningum, skuli þeir lið ir samkomulagsins hækka til samræmis því. Samningurinn gildir til árs- loka 1965, og skal taka gildi eigi síðar en 1. febrúar n.k. (Frétt frá Alþýðusam- bandi Vestfjarða). Framsóknarflokkurinn var svona mikils ráðandi á þingi alþýðunnar var ekki óeðlilegt að formaður sambandsins gerði grein fyrir afstöðu sinni í blaði hans, enda á hinn svokallaði þingflokkur hans — Alþýðu- bandalagið — ekkert málgagn. Þó að þessari grein Hannibals væri ekki andmælt, varð all- mikið fjaðrafok út af henni. Stjórnarblöðunum varð mikið um það, að Hannibal Valdimars son skyldi skrifa í Tímann. Um þann skelfilega atburð var skrif að. Það eitt út af fyrir sig hafði slæm áhrif á taugar stríðs- manna stjómarinnar. Alþýðusambandsþingið fyrn- ist. Um það er nú ekki lengur rætt. Grein Hannibals í Tíman- um var eðlilegur þáttur í umræð um líðandi stundar en nú er hún ekki lengur á dagski-á og gleym ist. En fjaðrafok það, sem hún vakti, mætti minna okkur á að- alatriði allrar þessara baráttu. Ein minniháttar grein eftir Hannibal Valdimarsson í Tíman um var meira en taugar stjórn arflokkanna þoldu vegna þess, að þeir vita að sundrung and- stæðinganna er þeim nauðsyn- leg. Það eina sem ríkisstjórnin óttast er samstaða þess mikla fjölda, sem ekki er ánægður með stjórnarstefnuna. Því vek- ur það skelfingu að formaður Alþýðusambandsins fái inni í blaði Framsóknarfloksins hjá samvinnumönnum og bændum. Samstaða alþýðustéttanna væri dauðadómur stjórnarstefnurm- ar. Stjómarflokkarnir vita það vel, að íslenzk alþýða sameinast aldrei undir forystu Moskvu- manna eða flokks, sem þeir ráða. Því telja þeir sér ,nauð- synlegt að flokkur kommúnista sé svo sterkur, að það tryggi sundrungu alþýðustéttanna. Þess vegna geta þeir engan veg inn sætt sig við, að Framsóknar flokkurinn skipi bæði sæti stjórnarandstöðunnar í fimm manna nefndum sem Alþingi kýs, enda þótt hann hafi at- kvæði til þess að réttum lögum og lýðræðisreglum. Þá koma stjórnarflokkarnir til liðs við flokk kommúnista og lána hon- um atkvæði svo að 9 manna þing flokkur verði jafn 19 manna þingflokki að ítökum í banka- ráðum og stjómum. Þess á milli eru þeir óþreytandi að tala um ást sína á því réttlæti, að hver flokkur . nái þeim ítökum sem , honum ber samkvæmt atkvæða magni og óbeit sína á kommún- istum. En þetta er helber hræsni Að minnsta kosti verður allt slíkt að víkja fyrir þeirri nauð- syn stjórnarflokkanna eða efla flokk. kommúnista ef það mætti verða til þess að draga eitthvað frá Framsóknarflokknum. Þetta er raunar sama hemað arlistin og Sjálfstæðisflokkurinn notaði fyrir 25 árum þegar hann myndaði samfylkingu með kommúnistum í stéttarfélögun- um til þess að ná völdunum þar úr höndum Alþýðuflokksins. Þannig er þá „Viðreisnarstjóm- in“ á vegi stödd í ársbyrjun 1965. Erfiðasta verkefni sitt tel ur hún samninga við stéttarfé- lögin um launakjör í landinu, en slíkt ætlaði hún í fyrstu að láta afskiptalaust og taldi hneyksli að semja um mál utan Alþing- is. Niðurgreiðslur ætlaði hún að afnema í fyrstu og nú er Emil Jónsson búinn að sjá, að það er „öllum fyrir beztu“ að halda þeim áfram og auka þær. Og stjórnin sér það víst öll. Sparnaður í rekstri ríkisins, sem var eitt aðalskrautið í Við- reisnarhattinum er miklu minni en enginn. Einvalalið stjómarinnar, sem ánægðast er með hana og á henni mest upp að unna eru fésýslumenn, sem auðgast á verðrýrnun krónunnar og safna eignum því meir, sem venjulegu fólki verður erfiðara að eign- ast þak yfir höfuðið með vinnu sinni einni saman. Og helzta lífsvon þessarar rík isstjórnar nú um þessi áramót er sú, að henni takist að láta kommúnista þrífast svo vel á íslandi, að það dugi enn um sinn til að halda því fólki sundr uðu, sem raunverulega vill heil brigðari stjórnarhætti. Nú er ekki nema um eina leið að ræða til betra stjórnarfars. Það er samstaða vinnandi fólks í landinu. Eins og nú standa sakir eru engar líkur að sú samstaða tak- ist í náinni framtíð nema undir forystu Framsóknarflokksins, Það vita stjómarflokkarnir. S.ú vissa skýrir allt þeirra tal, allt þeirra fum og fleipur. Nú er það örlagaspurning ís- lenzku þjóðarinnar hvenær flokknum, sem tekizt hefur að bjarga alþýðusamtökunum á tveimur síðustu þingum þeirra, tekst að mynda þá fylkingu, er hrindi af þjóðinni núverandi ó- stjórn. Árið 1965 flytur okkur eflaust áleiðis að því marki. Megi það verða Framsóknarmönnum og öllum öðrum, sem vilja leiða heiðarlega vinnu til þess önd- vegis, sem brask og fjárplógs- mennska skipa nú, gleðilegt ár starfa og baráttu sem miðar á- leiðis til betri tíma og meiri sæmdar. H. Kr. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald >af blaðsíðu 8). t. verði ekki gripið til þeirrar leið- ar er aðeins ein önnur fær. Hún er sú að draga smám saman úr amerísku sendingunum um leið og íslenzkt sjónvarp hefst og veita vamarliðinu þannig 2—3 ára umþóttunartíma til að koma sér upp lokuðu kerfi í staðinn. Af þessu leiðir, að ís- lenzkt sjónvarp er eina skyn- samlega lausnin á þessu vanda- máli, auk þess sem það á sjálf- stæðan rétt á sér, þótt engin Keflavík væri til.“ EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga 8 CHKHKBáíHKHÍPÍBKHS- — Ég skal nú ekki einu sinni minnast á, hve hlægilega drembnir þið opinberu viðskiptamenn eruð, sagði hún í geisandi hasti. Þjóðfélagsstuðlar! Allt þetta bull og slúður, sem þið fáist við! Hún getur svei mér haft rétt fyrir sér í því, hugsaði Eirík- ur. — Um list mína máttu hafa þínar eigin meiningar að vild, — það sé ég um sjálf. En þú skalt að minnsta kosti fá að vita, hvílíkur síngirnispúki þú ert: allt viltu fá ókeypis, fyrir ekki neitt, þú vilt ekki leggja neitt í sölurnar, það er bara þess vegna, sem þú vilt ekki gifta þig. — Síngirningar erum við öll, sagði Eiríkur. Hamingjan hjálpi þér. Og ég get ekki hugsað mér, að hjónaband myndi valda neinni verulegri aukningu lieimilútgjalda, hvað mér viðvíkur. Þessu svaraði hún engu. En hún hóf sókn á ný. — Ég vil vita ástæðuna fyrir því, að þú vilt ekki gifta þig. — Að mig langar ekkert til þess. — Hversvegna langar þig ekkert til þess? — Um Jrað hefi ég ekkert brotið heilann. Er það ekki sama? — Þú vilt þá ekki segja það. Sökum þess að ástæðan er ekki önnur en sú, að þér þykir ekki nógu vænt um mig. — Ég er mjög hrifinn af þér, sagði hann rólega. Mér finnst þú vera fyrirtaks ástrney. Þá sprakk hún. — Þarna kemur það! Ástmey! Því þá ekki götustelpa? Jafnrólegur enn sagði hann: — Sökum þess, að það á ekki að rugla stigum. Það á ekki að taka liðþjálfa í misgripum í höfuðmanns stað. — Hamingjan góða, hve þú ert andstyggilegur. Hvað sem þú segir, þá er augljóst, að þti berð enga virðingu fyrir mér, (æst): Og við það vil ég ekki sætta mig. Ég er fyllilega jafn- góð þér. — Góða Edith, mér hefir aldrei dottið í hug að segja neitt annað. —Þú segir það á þinn hátt! Fyllilega jafngóð. Ég er af beztu ættum. Ég verð engum til minnkunar. Það skaltu bara - ekki fáta þér detta í hug. — En það geri ég heldur ekki. — Hvað annað heldur þú þá? ■*-' Ekkert. Ég veit, að þú ert fyrirmyndar ástkona. Og ég veit að ég vil ekki kvænast þér. — Og ég veit, að ég vil ekki vera „ástkona.“ — Hversvegna dettur þér þetta í hug rétt núna? — Mér dettur þetta ekki í hug. Ég hefi aðeins beðið eftir því, að þú byðir mér hjónaband. Það er Jiað, sem ég er að segja. Þú skalt ekki halda, að það sé sökum þess, að mér muni veitast erfitt að ná í giftingu, Jiað er nóg af Jreim, sem vilja ná í mig, Jjað er blátt áfram þreytandi, skal ég segja þér. En það er nú einu sinni þú, sem ég kæri mig um. Og ég vil giftast Jjér, — meðal annars sökum þess, að þetta fer að verða þreytandi. Hann fór að verða forvitinn, Jjví varð ekki neitað. — Jæja, svo þú ert eftirsótt? — Auðvitað! Eg er lagleg, ég er ekki heimsk, ég á dá- lítið af peningum, ég hefi karlmannsþokka, og mér geðjast að karlmönnum. Heldurðu að nokkurs sé frekar þörf? Ekki neitt sérlega, góði minn! - — Nei, vina mín, ég er ekkert hissa á því, og ég vil ekki standa í vegi fyrir neinum þeim, sem þú gætir gifzt. — Þú elskar mig ekki? — Þetta er ósköp hátíðlegt orð. Ég geri það víst ekki. Það -er itð.-segja ekki þannig, að ég vilji kvænast þér. Það vil ég ekki! Hún spratt upp, — hún var bálreið og blóðrauð í andliti. — Það er líka alveg sama. Gott og vel! Það er alveg sama. Þú vilt ekki. Og ég vil ekki það, sem þú vilt. Vorbei! (Hún hneigði sig, það var hlægilegt mitt í bálreiðikasti hennar, brosleg leikhúss-látalæti.). Ég held nú að þú munir sakna mín — og þú skalt fá tækifæri: — Ég bíð í hálfan mánuð. Svo lengi getur þú beðið. En eftir það er það of seint, það skaltu vita. Bless! Svo fór hún. Hann fyllti aftur í glasið. Hann var ekki almennilega ánægður. Dálítil ölvunar-angurværð seig yfir hann. Hve hann var í rauninni einmanna, allt virtist svo óvisst. Hún hafði verið sæt stúlka, og hann hafði verið vingjarnlegur viðhana, J:>ví gat hún ekki neitað. En hún neitaði því heldttr ekki á meðan hún sagði beinlínis, að J^að væri hann, sem hún vildi eiga, það \ ar engin ástæða fyrir Jressum einmana- leika hans, Jretta valt á honum sjálfum, hversvegna gat hann ekki kvænst? Hann varð reiður sjálfum sér við þessa spurningu og svaraði upphátt, án Jress að veita því eftirtekt: — Hvern fjandann kemur þér það við? Það er ég sjálfur, sem ræð því hverri ég kvænist! Síðan sat hann reiður kyrr í stólnum, tæmdi glasið og beitti svo þeirri list, sem hann snemma hafði tamið sér — að loka úti allar hugsanir, s.em valdið gætu friðrofum. Skömmu síðar hringdi sírninn. Það var Rútur. — Góðan .daginn aftur, Hamar. Segið mér, — eruð Jrér laus í kvöld? Spi]ið þér bridge? — Já, sei-sei já, hvórttveggja! — Það koma tveir vinir um áttaleitið. Dálítill kvöldverð- ur, bIendingur,.og:löng^kemmtileg bridge, — 10 aura! Will you please join-our party? ; — Thank you véry much. With pleasure. Eiríkur vildi þetta fúslega, Jrar sem ástkonan hafði svikið hann svo rækilegaj Eiríkur sat langt fram eftir nóttu við spilamennskuna hjá Rúti. Hann vann dáíítið.og varð djarfari, drakk of marga ,,sjússa“, varð þreyttur ogJenti í tapi. Og er þeir hættu, hafði hann tapað tveim-þrem hundruð krónum. Hann ók heim og fleygði sér í rúmið. Þegar hann vaknaði, leið honum hálfilla. Hann lá kyrr.og reyndi árangurslaust að rifja upp fyrir sér margra ára gamlan viðburð, — þennan sama skitna, hálfskömmustulega hugblæ hann gat ekki munað, hvaðan hann stafaði. Hann fór á fætur, laugaði sig og tók kaldan steypir á eftir, og síðan höfuðverkjar-töflur, og með einkennilega svifa- kennd, eins og hefði hann misst hálfa höfuðjryngd sína, ók liann síðan til skrifstofunnar. Hann kom þar klukkan tíu. Hann fór að lesa bréf dagsins. Það gekk seinna en venju- lega, hann varð að tví- og þrílesa, áður en hann áttaði sig almennilega, hvað um væri að ræða. Og meðan hann var að fást við þetta, kom Börkur óboðaður inn í skrifstofuna, Bræði Eiríks var snarari í snúningum en athygli hans, liann þaut fram í fremri skrifstofuna og spurði stúlkurnar, hvert hefði kennt þeim þann sið að sleppa gestum óboðað inn til hans. — Nei, þær hefðu ætlað að stöðva hann, en liann bara hélt áfram! Og Jrarna stóð Börkur. Honum hefði ekki dottið í hugy að málaflutningsmáðurinn gæti tekið þetta illa upp. Hann væri svo vanur því frá því í gamla daga, að ganga út og inn hjá Fylki vini sínum formálalaust. — Fylkir og ég eru ekki sami maðurinn, hrópaði Eiríkur, og mér vitanlega er enginn vinskapur okkar á milli, yðar og mín! — Það er nú svo, glotti Börkur, hann hefði nú annars bara ætlað að grennslast eftir, hvort málaflutningsmaðurinn hefði hugleitt frekar þetta málið hans Ola Þórhallssonar. — — Meira en nægilega, sagði Eiríkur. Hann gekk að stóln- um og settist niður og neyddi sig til að vera rólegur. — Meira en nóg til þess að geta sagt yður, að ég vil ekki liafa neitt með yður að gera né náunganskærleika yðar! Öskugrár í andliti og eins og hálflamaður á máli spurði Börkur, hvort þetta væri raunverulega vel athugað? — Þaulhugsað út í æsar! Og það er jafnvel athugað, er ég bið yður að fara héðan. — Þarna eru dyrnar! Börkur starði á hann Jygndum augum og stóð grafkyrr. — Ég get nú samt .sagt.syo mikið, að þetta er ekki vel at- hugað. Herra hæstár.éttarm.álaflutningmaðurinn skal fá að minnast dagsins þess -arna, ,og verða Jaess var! Því Börkur er ekki vanur því áð láta. götustráka leika á sig. — Hann lyfti stubbaralegum hægrt handlegg sínum og hjó út í loft- ið: — Nei, andskotÍBn sjálfur í helvíti, því er ég ekki vonur! Og þar méð Jör hann. Hann gleymdi að vera lasburða í hreyfingum. Stúlkurnar í fremri skrifstofunni sátu keng- bognar yfir ritvélurii sjnum rauðflekkóttar í andliti. Þetta var talsverð Ijressing. Eiríkur hugsaði nú hratt og skýrt og rifjaði upp fyrir sér allt málefnið. Auðvitað myndi Börkur kæra Eirík fyrir Fylki. Hvað Fylkir þá myndi — eða ef til vill yrði að gera, fengi Eiríkur svo að sjá og heyra. En yrði Fylkir að gera éitthvað? Ekki var það að sjá á skjölum þeim, sem Eiríkur liafði athugað. Fylkir hefði að vísu flutt hálfskitið mál, vægast sagt, fyrir Börk, en Berki var auðvitað ekkert umhugað að auglýsa, hve skitið það hefði verið, þvert á móti. Var eitthvað annað og meira á milli þeirra Börks og Fylkis en málið það arna, og að þeir voru víst sveitungar —• vinir, eins og Börkur lagði áherzlu á? Hefði Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.