Dagur - 30.01.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 30.01.1965, Blaðsíða 8
8 (Ljósmynd: E. D.) Samstarfsmenn stoínandans, frá vinstri, Guðmundur, Bergur og Reynir, ■■■ Yfirbyggingar bifreiSa á Akureyri 35 ára Grísnur Valdimarsson í nýtt hús vi FYRIR 35 árum byrjaði. Grím- ur Valdimarsson að byggja hús á bíla, fyrst úr tré og voru þá handverkfæri eingöngu notuð. Það var seinlegt verk og húsin urðu „óguðlega dýr“ nema vinn an væri reiknuð í dagsverkum og unnið frá kl. 7 á morgnana til 12 á kvöldin. Grímur byggir enn yfir bíla, en nú úr stáli, hefur verkfæri, sem nýtízku bifreiðasmíði hæfir, og nú er verkstæðið flutt I ný húsa- kynni. Grímur Valdimarsson hóf fyrst ur iðn þessa á Akureyri og var þá um að ræða stýrishús vöru- bifreiða og bílpalla. Og hann og félagar hans eru þeir einu, sem iðn þessa stunda nú í þess- um bæ. Bifreiðasmíði heitir iðn greinin og felst í henni, að yfir- byggja hvers konar bifreiðir, allt frá jeppum til hópferðabif- reiða. Nú eru tréhúsin úr sög- unni en stál og aluminíum kom ið í staðinn. Húsavíkurleið opnuð í FYRRADAG mættust snjóýt- ur þær er unnu að opnun Húsa víkurvegar, kom önnúr að vest an, hin að austan. Er nú bíl- færi gott um Dalsmynni því Vaðlaheiðarvegur hefur ekki verið hreinsaður. Nú er bílfæri gott milli Reykja víkur og Akureyrar, a.m.k. fyrir stærri bíla, en á nokkrum stöð- um töluverð hálka. og félagar hafa flutt I Norðurgötu Nýja verkstæðið er við Norð- urgötu 55 og er þáð einnar hæð- ar hús, 13x35 m að stærð, vönd- uð bygging, björt og hlý. Þar vinna nú þrír menn með Grími og hafa nóg að starfa. Tveir GRIMUR VALDiMAKSSON. þeirra bifreiðasmiðir, meðeig- eigendur fyrirtækisins, báðir nemendur hans, þeir Guðmund ur Magnússon og Reynir Frí- mannsson, og Bergur Erlings- son, sem er nemi. Nú þarf ekki lengur að byggja yfir stóra bíla úti í mis- jöfnum veðrum og er það mik- ill munur á stavfsaðstöðu. Verk- stæði þetta byggir yfir ýmis konar bíla, suma langt að komna, t. d. alla leið af Snæ- fellsnesi. Verðið er vel sam- keppnisfært og blaðinu hefur verið tjáð af þeim, sem þar hafa átt viðskipti, að vinnan sé hin vandaðasta, og mun það rétt vera. Blaðamaður hitti þá félaga að máli á nýja verkstæðinu fyr- ir fáeinum dögum og sögðu þeir að oftast væri beðið fyrir fleiri verkefni en unnt væri að leysa. Þó ætla þeir, með vorinu, að víkka starfssvið sitt og fara að sprauta bíla. Ný tæki af full- komnustu gerð bíða þess að vera tekin upp úr kössunum og notuð. Það neistaði af rafsuðunni, þar sem verið var að sjóða stál- grind á vörubifreið á nýja verk- stæðinu, og önnur bifreið var þar í viðgerð. Bifreiðnsmíðin er fjölþætt iðngrein. Bifreiðasmið- ir þurfa að kunna rafsuðu, log- suðu, bólstrun, járn- og tré- smíði, réttingar, glerskurð og glerslípun, og enn fremur eiga þeir að vera færir um að setja upp raflögn í bílhúsin. Þegar spurt er um nafn á fyrirtækinu, kemur í Ijós, að það tilheyrir liðinni tíð og heit- ir Trésmíðaverkstæði Gríms Valdimarssonar, en bendir alls ekki til verkefna sinna, bif- reiðasmíði. En þetta bif- reiðayfirbyggingaverkstæði er engu að síður ánægjuleg stað- reynd og blaðið óskar því og eigendum þess allra heilla. □ 4 SMÁTT OG STORT Á AÐ BYGGJA í SURTSEY? Ekki virðist en þörf á að byggja vita á Surtsey því eldgosin lýsa betur en nokkur viti. En Vest- mannaeyingar hafa í hyggju að byggja þar skipsbrotsmanna- skýli og hefur Björgunarfélag Vestmanneyinga gert samþykkt um það. Eflaust er skipsbrotsmanna- skýli nauðsynlegt í Surtsey. Hinsvegar er búseta manna í eynni mjög óæskileg vegna þeirra rannsókna um, hvernig „líf kviknar“ í nýju landi, er þar eiga sér stað og fylgst er með af mikilli forvitni. ÁFENGISSALA Á AKUR- EYRI 8,5 MILLJ. KR. Áfengissala á árinu 1964 jókst enn nokkuð frá fyrra ári, og meira en því sem nemur verð- hækkunum. Áfengis- og tóbaks- einkasala ríkisins seldi áfengi á árinu fyrir 319,2 millj. kr., sem er nál. 42 millj. kr. aukning frá 1963. íslendingar drukku að meðaltaii 1,97 Iítra af 100% vín- anda yfir árið, sem er heldur meira en árið áður. Víndrykkja íslendinga er þó ekki mikil, mið að við drykkju ýmsra annarra þjóða. Ilinsvegar virðist vín- neyzlan valda meira tjóni hér á landi en víðast annarsstaðar, hvernig ,sem á því stendur. Á Akureyri seldi Áfengis- verzlunin vín fyrir röskar 8,5 millj. kr. og er það á þriðju milljón meira en árið áður. Auk hinna opinberu talna um vínsölu hér á landi, er vín- sala og vínneyzla mun meiri en tölurnar segja til um, en það er önnur saga. AÐGÖNGUMIÐAR FYRIR Á AÐRA MILLJÓN Louis karlinn Armstrong er væntanlegur til Reykjavíkur fljótlega ásamt hljómsveit sinni. Nær 4000 manns slógust um að- göngumiðana og greiddu fyrir þá 1,25 millj kr. En skemmtanir með þessum skemmtikröftum verða aðeins fjórar talsins. HVAÐ KOSTA BÍLSLYSIN? Aldrei hafa orðið eins mörg óliöpp í umferðinni og sl. ár. Hver smáárekstur kostar mikið fé í viðgerðum og varahlutum, hvað þá meiriháttar umferða- slys. Tryggingafélögin, sem bezt mega um þetta vita, hafa látið blöðunum í té upplýsingar ny lega, að bótaskyld tjón bifreiða á síðasta ári muni nema 110 millj. kr., þótt ekki sé það enn að fullu vitað. En til glöggvun- ar má benda á, að á s. 1. ári læt- ur nærri, að þriðji hver bíll í landinu hafi lent í einhverjum óliöppum. Auk þess voru svo banaslysin í umferðinni og hvers kyns slys á fólki. Þegar á allt þetta er litið virð ist auðsætt að það muni „borga sig“ að verja fjármun- um til aukinnar umferðarmenn- ingar og öryggis. ; STÆKKUNIN EKKI UM- TALSVERÐ Þegar íslenzk stjómarvöld leyfðu stækkun sjónvarps- stöðvar í Keflavík, að Alþingi forspurðu, var því kröftuglega mótmælt, enda hin mesta smán, að innleiða erlent liermanna- sjónvarp hér á landi. — Menn minnast útvarpsum- ræðna um mál þctta. Allir stjórnarsinnar voru sammála um það, að stækkun sjónvarps- stöðvar í Keflavík væri lirein- asti hégómi og ekki umtals- verður. Það væri aðeins verið að bæta sjónvarpsskilyrði dátanna, meira væri það ekki, því stöðin drægi alls ekki til Reykjavíkur. NÚ ER KOMIÐ ANNAÐ HLJÓÐ I STROKKINN En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Formaður útvarps- ráðs, sem var einn hinna skelegg ustu um stækkun dátasjón- varps, hefur nú, að fenginni reynslu, snúið við blaðinu. — Hann segir í Alþýðublaðinu í síðustu viku: „Það er eðlilegt, að hugsandi mönnum ógni það ástand að hið bandaríska sjónvarp skuli vera komið á 5—6000 heimili og megi því gera ráð fyrir, að 25—30 þús. manns horfi meira eða minna á það. Þetta mál er ein andstyggileg sjálfhelda, af því að þessi hópur landsmanna er meira en nógu stór til þess að gera illframkvæmanlegt í frjálsu lýðræðislandi að afnema skyndilega hina amerísku stöð og láta vamarliðið setja upp „Iokað“ sjónvarpskerfi fyrir sjálft sig. Fólk, sem hefur varið 100—200 millj. kr. til að kaupa sjónvarpstæki, mundi ekki una því, að þetta leikfang væri frá því tekið. Sjálfsagt eru þeir menn til, sem vilja afnám sjónvarpsins, livað sem eigendur tækia á ís- lenzkum heimilum segja. En (Framhald á blaðsíðu 5). Flotinn enn bundinn SJÓMANNADEILAN er enn ó- leist, eða var í gær og hafði þá staðið fjórar vikur. Tvöhundruð fiskibátar hafa þennan tíma vetr arvertíðarinnar legið bundnir. Slíkt er hörmulegt og óviðun- andi með öllu, að ekki skuli unnt að ná samkomulagi um skiptingu þess verðmætis, sem aflað er. veir myndariegir bílar, yfirbyggðir á Akureyri. ÍLiósmvnd: E. D.l Þinghúsið á Breiðu- raýri sem nýtt FYRIR nokkrum dögum fögn- uðu Reykdælingar því í þing- húsi sínu að Breiðumýri, að stækkun og endurbót þinghúss- ins voru svo á veg komnar, að þar er nú hinn ágætasti staður til fundahalda og hvers konar mannfagnaðar. Þinghús á þess- um stað var fyrst byggt 1904 og er það hluti byggingarinnar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.