Dagur - 30.01.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1965, Blaðsíða 1
r ■ =!? Dagur Símar: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) Dagur kemúr út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði STARFSMANNA BSRB í FYRRAKVÖLD samdi kjara- ráð Bandalags starfsmanna rík- is og bæja við ríkisvaldið um 6.6% launahækkun til samein- ingar við júní-samkomulagið. En BSRB hefur hinsvegar ekki fall ið frá kröfum sínum um 15% kauphækkun þá, sem það gerði i desember sl., eftir að ríkisvald ið hafnaði samkomulagi um leið réttingu samkvæmt júnísam- komulaginu. Kauphækkun sú, sem nú hef ur verið samþykkt — þ.e. 66% — gildir frá 1. okt sl. Slökkviliðsmaður að störfum. (Ljósmynd: N. H.) Vegna rafmagnsskorts verður að flytja inn mik- ið af ammoníaki til Áburðarverksmiðjunnar ÞESSA daga er að Ijúka bygg- ingu þúsund tonna ammoniaks- geymis við Áburðarverksmiðj- una í Gufunesi. Er það kúlugeymir, sem not- aður verður undir innflutt ammoníak. Það verður Áburð- arverksmiðjan nú að kaupa, ■Vegna rafmagnsskorts, ella næði hún ekki fullum afköstum, sem eru 24 þús. tonn á ári, þegar hún er að fullu nýtt. Tankskip flytur ammoníakið frá Noregi og kemur fyrsti farmurinn snemma í næsta mánuði. Nýja þúsund tonna kúlugeym inn í Gufunesi þarf að fylla mánaðarlega, til dð frhmleiðsl- an tefjist ekki. Þróun rafmagnsmálanna hér á landi er sannarlega umhugs- unarverð og nú má ekki lengur við það una, að raforkufram- kvæmdir fylgi alvki aukinni neyzluþörf. . Q Unnið aS sölu kísi Ef sala framleiðslunnar heppnast hefjast kvæmdir við Mývatn í Þingeyjarsýslu í sumar . XÍV /Cv /Tv /ÍV /Cv 1 $X*XÍX*XÍX$XSXÍXSX$><ÍX£><f><3><$X$X$><$><S>4 INNAN skamms verður fundur haldinn í undirbúningsstjórn Kísiliðjunnar h.f. með hinum erlendu stofnendum þess fyrir- .tækis og e. t. v. einhverjum þeim, sem vinna að sölu vænt- anlegrar framleiðslu unnins kísilgúrs úr botni Mývatns. Sala kísilgúrs í heiminum er ,í fárra höndum og sennilega nokkrum erfiðleikum bundið, að komast á markaðinn. En að því hefur verið unnið undan- farið. Þótt ekki liggi enn fyrir nein ákvörðun um, hvenær fram- kvæmdir hefjist við Mývatn, virðist allt benda til þess, að þær verði hafnar jafn skjótt og markaður fyrir framleiðsluna opnast. En þá er fyrir höndum mikil vega- og hafnargerð, auk bygginga við Mývatn. Q ELDSVOÐI UM kl. níu s. I. miðvikudags- kvöld kom upp eldur í íbúðar- húsinu Lundargötu 4 liér í bæ, sem er járnvarið, gamalt timb- urhús, tvær hæðir og kjallari. Eldurinn kom upp í rishæð ytri enda hússins, þar sem hjón in Geir Ingimarsson og Herborg Káradóttir, ásamt fjór- NY SKYRSLUFORM SEND BÆNDUM SAMKVÆMT ósk Búnaðarfé- lags íslands hefur verið dreift út til allra bænda á sambands svæðinu eyðublöðum undir skýrslur varðandi búrekstur þeirra. Eru bændur beðnir að útfylla þessi eyðublöð og skila þeim til ráðunauts sambands- inst Jóns Steingrímssonar eða formanns sambandsins Ármanns Dalmannssonar, helst fyrir lok febrúarmánaðar og eigi síðar en fyrir marzlok. Þeim, sem einhverra hluta vegna þurfa aðstoðar við þessa skýrslugerð, er bent á að leita til ráðunautsins, Jóns Stein- grímssonar, serh verður til við- tals næsta mánuð á skrifstofu sinni í Kringlumýri 16 Akureyri (Framhald á blaðsíðu 2). LAUNAHÆKKUN um ungum börnum sínum, bjuggu. Stóð svo á, að Herborg var í sjúkrahúsi, en tvö börnin annarsstaðar og Geir hafði brugðið sér frá, en fengið kunn- ingja sinn til að gæta barnanna á meðan. Þurfti sá er barnanna gætti, að víkja sér niður í kjall- ara hússins. Á meðan hann dvaldist þar, gaus eldurinn upp. Varð fólk í næstu húsum vart við eldinn og hringdi í slökkvi- liðið. Björg Stefánsdóttir Lund- argötu 3 hljóp yfir í húsið og voru þá böx-nin að koma niður stigann af efri hæðinni, þar sem eldurinn var laus. Hjálpuðust . hún og maðurinn, sem barn- anna gætti að, að bjarga þeim út. í hinum enda hússins bjuggu Stefán Eiríksson og kona hans, Jódís Jósefsdóttir með tveim börnum sínum. Urðu þau elds- ins vör í hinni íbúðinni og heyrðu jafnframt hljóð í börn- unum. Jódís fór að símanum til að hringja í slökkviliðið, en Stefán braut upp hurð, sem var (Framhald á blaðsíðu 2). NORÐURLANDSBORINN er enn að verki á Laugalandi á Þelamörk. (Ljósmynd: E. D.) & <♦> Hið slórkosllega þorskaævinlýri við Um þetta leyti eru hundruð milljóna al kyn- , r, . þroska fiski á leiðinni að Islandi til að hrvgna HIÐ árlega og stórkostlega æv- intýri fiskanna stendur nú yfir. Þessa daga, fyrirfarandi. daga og þá næstu streyma- fiskamir í stórum torfum upp að suður- og suðvesturströnd landsins í leit að heitum sjó til að hrygna í. Þetta sjónarspil er margþætt og endurtekur sig á hverju ári, fisktegundimar margar, en all- ar í sömu erindum, að viðhalda ættstofni sínum. Á þessum fiskigöngum lifa íslendingar að nokkru leyti, og fiskarnir bregða ekki vana sín- um þótt íslenzki bátaflotinn sé að þessu sinni ekki við því bú- inn að ausa af nægtarbrunnum hafsins vegna deilna um kaup og kjör. Jón Jónsson fiskifræðingur flutti fróðlegan og skemmtileg- an þátt um hið mikla „sjónar- spil“ sem hann kallaði fiski- göngumar, í fréttaauka fyrir skömmu. Hann sagði frá því, að áætlað væri, að fyrstu fimm mánuði síðasta árs hefðu aflazt við suðurströndina um 300 þús. tonn af þorski (ósl. með haus) og hlutur íslands af þeirri veiði hefði numið um 80%. Samkv. meðalstærð þorksins mætti áætla, að veiðst hefðu um 43 millj. þorska á þessu tímabili. Þessi fiskur var kynþroska að meginhluta, sagði fiskifræðing- urinn. LANÐHELCIS- BUJÓTLR TIL AIÍUREYRAR í GÆRMORGUN kom varð- skipið Óðinn til Akureyrar með Hulltogarann Peter Scott H—103, 660 tonn, er tekinn hafði verið að meint- um ólöglegum veiðum vest- an við Grímsey. Varðskipið mældi togar- ann um 3 mílur innan fisk- veiðimarkanna, þar sem hann var með trollið úti. ■ Skipstjórinn, Richard Tylor, viðurkenndi ekki brot sitt, og kvaðst vera á opnu hafi. Eftir tilmælum varðskips- manna féllst hann þó á að stöðva skip sitt og koma yfir í varðskipið, og var togarinn þá kominn 1.4 mílur út fyrir fiskveiðimörkin. (Framhald á blaðsíðu 2).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.