Dagur - 06.02.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 06.02.1965, Blaðsíða 1
f, ................? Dagur SÍMAR: 11166 (riístjóri) 11167 (afgreiðsla) Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 ú ..— v Nýjar fréttir ai raforku og stóriðjumálum Tunnubiii aö leggja af stað til Austfjarða. (Ljósmynd: E. D.) Byggja þarf tunnugeymslu á Akureyri sem fyrst UM MÁNAÐAMÓTIN nóv. des. afhenti iðnaðarmálaráðherra þingm. Framsóknarflokksins skýrslu frá stóriðjunefnd varð- andi athugun liennar á raforku og stóriðjumálum. Sama skýrsla mun þá hafa verið afhent öðr- um þingmönnum. í tilefni af þessu var ráðherra svo afhent svohljóðandi álykt- un, sem samþykkt var einróma á fundi þingflokks Framsóknar- manna 7. desember 1964. Nýjar mjólkurumbúðir MJÓLKURSAMLAG Kaupfé- lags Eyfirðinga á Akureyri hef- ur í hyggju að prófa nýjar um- búðir fyrir gerilsneydda ný- mjólk. Umbúðir þessar eru úr plastefni, amerískar. Áfyllingar vélin, svo og hina nýju umbúð- ir, koma hingað í næsta mán- uði. Gefst þá öllum bæjarbúum kostur á þessari nýjung og að segja til um það, hvort hún hentar eða ekki. — Kassagerð Reykjavíkur hefur umboð fyrir hinar nýju mjólkurumbúðir, sem aðeins eru notaðar einu sinni. □ Gefinn hefur verið út leiðar- vísir og honum dreift til sím- notenda hér, vegna þessara breytinga. Svæðisnúmerin eru: Reykjavík 91, Keflavík 92, Akranes 93 og Vestmannaeyjar 98, og svæðisnúmer er fyrst valið en síðan símanúmer þess er tala á við. Hverjar 6 sek. kosta kr. 1,10 éða 33 krónur þriggja mínútna viðtalsbil, sem áður var krónur 30. Sparnaður getur orðið á stuttum símtölum, en hinsvegar dýrt að bíða eftir ákveðnum Togaraafli glæðist AFLI Akureyrartogaranna hef- ur glæðst að mun nú undanfar- ið. Voru tveir þeirra að veiðum út af Vestfjörðum og fengu gott veður og fiskuðu vel miðað við aflamagnið í vetur. Harðbakur er á leið til Bret- lands með 170 tonn eftir 12 daga útivist og selur væntan- lega á mánudag. Sléttbakur er á leið til Þýzka- lands með um 140 tonn og mun selja þar á þriðjudag. Ætti þessi afli togaranna að gefa góðan hlut, ef fiskverðið helzt svipað og síðustu vikur. Svalbakur fór á veiðar síðast- liðinn þriðjudag. □ Á fundi í þingflokki Fram- sóknarmanna í gær, 7. des., var gerð eftirfarandi samþykkt: í tilefni af bréfi iðnaðarmála- ráðherra, dags. 23. nóv. s. 1., og skýi-slum og greinargerðum þeim, er því fylgdu, tekur þingflokkur Framsóknarmanna þetta fram: 1. Flokkurinn telur aðkallandi að hraða svo sem unnt er virkjunarframkvæmdum til að bæta úr rafmagnsskorti í landinu. 2. Flokkurinn telur rétt, að at- hugaðir séu í sambandi við stórvirkjun, möguleikar á því að koma upp aluminium- verksmiðju. Jafnframt legg- ur flokkurinn á það rnegin- áherzlu, að hann telur að slíkri verksmiðju beri, ef til kemur, að velja stað með það fyrir augum, að starfsemi hennar stuðli að jafnvægi í byggð landsins. 3. Þingflokkurinn leggur til, að þingkjörin nefnd (sbr. þál. till. á þskj. 13) taki þessi mál til athugunar og geri um þau tillögur, svo fljótt sem verða má. (Framhald á blaðsíðu 7). manni, eftir að annar hefur svarað í símann. Auglýstir hafa verið lásar á símann, sem koma í veg fyrir langlínusamtöl og munu vera nauðsynlegir á vinnustöðum. Unnið er við sjálfvirka síma á Dalvík, Hrísey, Siglufirði og Raufarhöfn og, ráðgert að þeir komi inn í þetta nýja kerfi á þessu ári, einn af öðrum. Símnotendur á Akureyri eru tvö þúsund talsins. □ SJÁV ARÚTVEGSMÁLARÁÐ- HERRA svaraði nýlega á Al- þingi fyrirspum um tunnuverk- smiðjur ríkisins, á Akureyri og Siglufirði. Síldarútvegsnefnd hefur stjórn þeirra með hönd- um. í svörum ráðherra kom þetta m.a. fram: Á Akureyri er nú 77 þús. tunnur frá fyrri ára fram- leiðslu. Ákveðið er að þar verði í vetur smíðaðar 20 þús. tunn- ur. Óvíst er hvort — eða hve- nær tunnugeymsla verður byggð á Akureyri. Tunnuverk- smiðjan á Siglufirði tekur til starfa í þessum mánuði ráðgert er að byggja tunnugeymslu þar fljótlega. Tunnur frá Akureyri eru 50 kr. dýrari stykkið en er- lendar tunnur. Eflaust er kostnaður við tunnusmíði á Akureýri mikill og óeðlilegt að svo væri ekki, eins og búið er að þeirri framleiðslu þar. í því sambandi má nefna, að sökum vöntunar á tunnu- og efnisgeymslu á staðnum, er hið innflutta tunnuefni fyrst flutt út með sjó frá skipshlið frá Ak- ureyri. Þaðan er það síðar flutt til verksmiðjunnar. Frá verk- smiðjunni, eru svo tunnurnar fluttar út á Dagverðareyri eða til bænda í Kræklingahlíð eða jafnvel lengra, þeirra, sem stór ar hlöður eiga. Að síðustu þarf að flytja þessa hrakhólafram- leiðslu til skips á Akureyri og sjóleiðina til hinna ýmsu síldar söltunarstaða, eða þá að tunn- urnar eru fluttar á ákvörðuna- stað á bílum. Allt þetta hringl með tunnuefni og tunnur kostar peninga. Þá peninga hefði mátt spara öll þessi ár með byggingu tunnugeymslu, og hefði sú geymsla áreiðanlega verið búin að borga sig. Tunnugeymsluna Saurbær, 4. febrúar. — Þau tíð indi gerðust 6. jan. að skammt frá Saurbæ kastaði stóðhryssa ein frá Æsustöðum, eigandi Ní- els Friðriksson og fáum dögum síðar köstuðu tvær aðrar hryss ur hans, allar úti og grunaði engan að slíkt stæði til á þess- um árstíma. Hryssurnar hafa ekki komið í hús í vetur og eru í góðum holdum, og folöldin hin sprækustu, nú komin á hús og hey með mæðrum sínum. Mun nú þurfa að endurskoða reglur um útigöngu óvanaðra fola til að fyrirbyggja folalds- fæðingar á miðjum vetri. Fyrr um taldist til stórtíðinda ef fol- ald fæddist á vetri. Líklegt má telja, fyrst svona fór um hryss- ur Friðriks á Æsustöðum, sem úti gengu í fyrravetur ásamt fleiri hrossum, að von kunni að vera fleiri folalda og þarf ef- þarf að byggja hið fyrsta og er skömm, að það skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu. ÚTSYÖR HÆKKA Neskaupstað 1. febrúar. — Fjár hagsáætlun bæjarins var lögð fram fyrir skömmu og þykir mörgum niðurstöðutölur henn- ar hafa hækkað ónotalega mik- ið. Niðurstöðutölurnar eru 17,6 milljónir króna en voru í fyrra kr. 11 milljónir. Hæsti tekjulið urinn er útsvör, áætluð 12 millj. kr., en voru í fyrra 7 milljónir. — Hæstu liðir gjaldamegin eru verklegar framkvæmdir kr. 4 milljónir, skuldagreiðslur og vextir um kr. 3 milljónir og til menntamála er áætlað að verja 1.5 milljónir króna. Engin síld hefur borizt en nú er unnið að hreinsun á velum síldarverksmiðjunnar. H. Ó. laust að hafa gát þar á svo eigi bregðist hjúkrun. Fyrir miðjan janúar heimti ég þrjár ær í góðum holdum, sem gengið höfðu í Möðrufells hrauni. En þar er skjólgott og ekki hafði tekið þar fyrir jörð. D.S. Skíðamót á Akureyri RÁÐGERT var að nokkrir skíða menn frá Akureyri færu til Reykjavíkur um þessa helgi og kepptu þar á tveim mótum, en vegna snjóleysis þar, varð að fresta mótunum. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að efna til skíðamóts í Hlíðarfjalli við Akureyri, í dag (laugardag) og á morgun. Hefst keppnin kl. 2—3 fyrri daginn. — Auk skíðamanna frá Akureyri, munu verða keppendur frá ísa- firði, Siglufirði, Ólafsfirði og e. t. v. víðar að. BEINT SÍMASAMBAND OPNAÐ BUIÐ er að tengja sjálfvirka símasambandið milli Akureyrar og nokkurra staða sunnanlands. Auk Reykjavíkur er beint samband við Vestmannaeyjar, Keflavík, Suðurnes og Akranes. Þrjár hryssur köstuðu í janúar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.