Dagur - 06.02.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 06.02.1965, Blaðsíða 7
7 í Frá aðalfundi Einingar VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Ein- ing hélt aðalfund sinn sunnu- daginn 31. janúar s. 1. í Alþýðu- húsinu. Björn Jónsson alþm. formað- ur félagsins, flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Hafði félagið tekið upp þá nýbreytni, að fá hingað færa menn úr Reykjavík til að standa fyrir fé- lagsmálanámskéiðum, og tókust þau í alla staði vel. Þá rak félag ið barnaheimili að Húsabakka í Svarfaðardal um tveggja mán- aða skeið á sumrinu, við góða þátttöku og vinsældir, og verð- ur þeirri starfsemi haldið áfram að sumri, ef húsnæði fæst. Fullgildir félagar voru við árslok 649 og hafði fækkað nokkuð á árinu, þrátt fyrir það, að 51 nýir gengu inn. í stjórn Einingar fyrir næsta ár voru kosnir, allir með sam- hljóða atkvæðum. Björn Jóns- son formaður, Þórhallur Einars Bridgemót Akureyrar ÞRIÐJA umferð var spiluð s. 1. þriðjudag og urðu úrslit þessi: Sveit Mikaels Jónssonar vann sveit Ólafs Þorbergssonar 6:0, sveit Knuts Otterstedt vann sveit Halldórs Helgasonar 6:0, sveit Ragnars Steinbergssonar vann sveit Óðins Árnasonar 6:0 og sveit Baldvins Ólafssonar vann sveit Soffíu Guðmunds- dóttur 5:1. □ DANSKIR áteiknaðir DÚKAR Málaður strammi Siffur-garn í lithverf- ingum ' Hörjavi, margir litir °g gerðir Strammi — Ullarjavi Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson son varaformaður, Rósberg G. Snædal ritari, Vilbjörg Guð- jónsdóttir gjaldkeri, Björg- vin Einarsson, Auður Sigur- pálsdóttir og Adólf Davíðsson meðstjórnendur. í trúnaðarmannaráð voru kjör in: Árni Jónsson, Jónina Jóns- dóttir, Björn Hermannsson, Gunnar Sigtryggsson, Freyja Emksdóttir, Geir ívarsson, Gústaf Jónsson, Þórdís Brynj- ólfsdóttir, Ingólfur Árnason, Grundargötu 4, Margrét Magn- úsdóttir, Jóhann Hannesson og Margrét Vilmundardóttir. Fundurinn samþykkti að hækka félagsgjöldin úr krónum 500,00 í krónur 700,00 fyrir karlmenn og úr krónum 350,00 í krónur 450,00 fyrir konur. Q - NÝJAR FRÉTTIR ... (Framhald af blaðsíðu 1). Þetta tilkynnist yður hér með, hæstv. ráðherra. F. h. þingflokks Framsóknar- manna. Eftir áramótin var þingflokki Framsóknarmanna tjáð, að stjórnin vildi kjósa nefnd til að athuga þessi mál, og að hún ósk aði eftir því, að Framsóknar- flokkurinn tilnefndi tvo í nefnd ina. Taldi flokkurinn rétt, að athuguðu máli, að eiga fulltrúa í nefndinni, þótt liann kysi held- ur það fyrirkomulag, sem fjallað er um í bréfinu, og tilnefndi alþingismennina Gísla Guð mundsson og Helga Bergs til þessa starfs. Nefndin hefur enn ekki verið skipuð, svo Framsóknarmönn- um sé það kunnugt. En Alþýðu blaðið sagði í gær, að búið væri að skipa nefndina. Út af því spunnust langar umræður utan dagskrár á Alþingi í gær. AFLI GLÆÐIST Á öðrum stað er sagt-frá góðum afla Akureyrartogara. Minni þil farsbátar við Eyjafjörð hafa einnig fengið nokkurn afla síð ustu daga. Grenivíkurbátar um þrjú tonn á línu og bátur frá Dalvík fékk fjögur tonn í net, sgm mun vera fyrsti afli í net að þessu sinni. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför : —... EJAKNA ÁSKELSSONAR, Bjargi, Grenivík. Jakobína Sigrún Vilhjálmsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Þakka hjartanlega vinsemd og liluttekningu auð- sýnda við andlát og jarðarför frændkonu minnar ELÍSABJARGAR JÓHANNSDÓTTUR, Oddeyrargötu 1, Akureyri. Halldóra Bjarnadóttir. Þakka innilega auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför konu minnar, GUÐRÚNAR JÓNASDÓTTUR, Laxagötu 8. Sérstakar þakkir flyt ég læknum og hjúkrunarliði Kristnesliælis fyrir frábæra umönnun og hjúkmn. Sigurður Jónsson. Fraralög í Davíðshús Safnað í Hrafnagilshreppi af Aðalsteini Jónssyni, Krist- nesi, kr. 12.780,00. Safnað á Eskifirði af Sigríði Kristins- dóttur, Höfða, 16.700,00. — Helga Jónsdóttir og Bragi Sigurjónsson, 2.500,00. Sig- urður Ringsted, 1.000,00. Ól- afur Sigurðsson, Ásabyggð 12 1.000,00. Skarphéðinn Jó- hannsson og fjölsk. Reykja- vík, 1.000,00. Óskar Ósberg og Laúfey Sigurgeirsdóttir, Akureyri, 1.000,00. Jónína Helgadóttir, 500,00. Haraldur Sigurðsson, 1.000,00. Jónas Jónsson fyrrverandi ráð- herra, Reykjavík, 500,00. Óskar Jónatansson, Reykja- vík, 1.000,00. Inga Sólnes, Ak- ureyri, 1.000,00. Ólafur Hall- grímsson, Laugum, 100,00. Dr. Kristinn Guðmundsson, Moskvu, 5.000,00. Margrét Jóhannsdóttir og Sveinbjörn Jónsson, Snorrastöðum, Snæ- fellsnesi, 500,00. Halldóra Bjarnadóttir, 100,00. Elirirós Sigmundsdóttir, 500,00. N. N. 100,00. Jón G. Pálsson, 100,00. Ásrún Pálsdóttir, 100,00. Garð ar B. Pálsson, 100,00. Björg M. Stefánsdótth- og Þormóður Sveinsson, 500,00. Lilja Rand- versdóttir, 200,00. Guðrún Hallgrímsdóttir, 150,00. Frið- jón Skarphéðinsson, 2.500,00. Aðalsteinn Ólafsson og Hans- ína Jónsdóttir, 200,00. Oddný Þorsteinsdóttir, 200,00. Sept- ína Bjarnadóttir, 100,00. Páll Ólafsson, 300,00. Ari Bjarna- son, 500,00. Bára Pétursdótt- ir, 100,00. Margrét og Ágúst Jónsson, 1.000,00. Veturliði Sigurðsson, 1.000,00. Jóhanna Sigurðardóttir, 500,00. Ölöf Guðmundsdóttir, 100,00. Ingvi Þórðarson, 100,00. K. J. 500,00. Ása og Sveinn Jóns- son, 1.000,00. Guðrún Einars- dóttir, 100,00. Ester og Jó- hann Brynjólfsson, 500,00. Jón og Auður, 200,00. Jórunn Guðmundsdóttir, 200,00. Guð- mundur Trjámannsson, kr. 500,00. Jenny Guðlaugsdóttir, 200,00. Svanfríður Guðlaugs- dóttir, 200,00. Jón Jónsson, 500,00. Rannveig og Freyja, 600,00. Friðrik Friðriksson, 200,00. Stefanía Guðjónsdótt- ir og Valtýr Aðalsteinsson, 200,00. Gerður og Friðrik Kristjánsson, 500,00. Jakob Frímannsson, 1.000,00.. — Beztu þakkir. — Söfnunar- nefnd. GJAFIR TIL DAVÍÐSHÚSS. Degi hafa borizt þessar gjafir til Davíðshúss á Akureyri: Halldór Friðriksson, Hleiðar- garði, kr. 500,00. Helga Sig- fúsdóttir og Jón Vigfússon, Arnarstöðum, kr. 400,00. Frið rik Þorvaldsson og fjölskylda kr. 500,00. Sigurður SVein- björnsson og Hallfríður Guð- jónsdóttir, kr. 1.000,00. Ósk J. Árnadóttir, kr. 200,00. Magn- ús Gunnlaugsson, kr. 100,00. Guðný Pálsdóttir og Halldór Guðlaugsson, kr. 1.000,00. Að- alsteinn Guðlaugsson, kr. 500,00. Þorlákur Hallgríms- son, kr. 200,00. Adda Kristrún Gunnarsdóttir, kr. 300,00. Gunnai- Tryggvason, kr. 200,00. Séra Benjamín Kristj- ánsson og Jónína Björnsdótt- ir, kr. 1.000,00. Laufey Bene- diktsdóttir, Reykjavík, kr. 1.000,00. Hulda Guðnadóttir, kr. 125,00. Ungmennafélagið Árroðinn, kr. 1.000,00. I. og B. L., Reykjavík, kr. 2.000,00. Guðrún Jónsdóttir og Sæ- mundur Guðmundsson Fagra bæ, kr. 1.000,00. N. N. (ey- firzkur bóndi) kr. 1.000,00. MÖÐRUV ALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL. Áður auglýst messa í Glæsibæ fellur niður. Messað í Skjaldarvík kl. 4 e. h. BRAGVERJAR. — Aðalfundur verður haldinn n. k. fimmtu- dag, 11. febrúar að Byggða- vegi 111 kl. 8,30 síðdegis. — Mætið vel og stundvíslega. — Góð skemmtiatriði. GOLFFÉLAGAR. Munið fram- haldsaðalfundinn n. k. sunnu- dag kl. 13,30 í Rotarysal KEA. HJÚKRUNARKONUR! Munið fundinn að Hótel KEA mánu- daginn 8. febrúar kl. 21. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða yarið til fegrunar við bama- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í bókabúð Jóhanns Valde marssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. DÝRALÆKN A V AKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Ágúst Þor- leifsson, sími 11563. EF ÞÉR ÞURFH) andlits- eða handsnyrtingu áður en þér farið á árshátíð eða þorra- blót, þá pantið tímanlega hjá Snyrtistofunni í Kaupvangs- stræti 3. — Sjá nánar auglýs- ingu í blaðinu. MINJASAFNIÐ: — Opið á sunnudögum kl. 2—5 e.h. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið á fimmtudögum kl. 4—6 síðdegis og sunnudögum kl. 2—4 síðdegis. LESSTOFA ísl.-ameríska félags ins, Geislagötu 5: Mánudaga og föstudaga kl. 4—6, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 7.30 —10, laugardaga kl. 4—7. SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). islegt hefur í seinni tíð þótt til þess benda, að ríkisstjórnin vilji nú hafa meira samráð en áður við Alþingi um undirbún- ing þeirra mála, sem hér um ræðir. En sjálf er hún, ásamt stóriðjunefnd sinni, búin að fjalla um þessi mál í nál. fjögur ár og liafa litlar sögur farið af afrekum en miklar af vonbrigð um við Búrfell. En líklegt er, að margir munu margs þurfa að spyrja, þeir er um þurfa að fjalla og ekki hafa átt aðgang að nægum upplýsing um um allan undibúning, svo og allur almenningur. Og trúlegt er, að þessi mál öll verði að at huga út frá nýjuny sjónarmið- um áður en þau verða endan- lega ákveðin til framkvæmda. Hraðayfirlýsingar forsætisráð- herrans eru ekki væntanlegar til samkomulags eða vænlegs árangurs í stórmálum. ÞAÐ, SEM SIGURJÓN SAGÐI Því er ekki að leyna, að við- tal það, sem Dagur birti nýlega við Sigurjón Rist vatnamæl- ingamann — eftir sunnanblað- inu Vísi — vekur nú um þessar mundir nokkra athygli, svo og koma hingað útlendu ísreks- fræðinga hingað til lands í vet- ur. Menn spyrja t.d. hvernig á því stendur, að nú er hafin rannsókn á ísreki í Þjórsá og Hvítá syðra, en ekki Jökulsá á FjöIIum. Kunnugir vita, að Jök ulsá og Þjórsá eru að sumu leyti ekki samskonar vatnsföll og að virkjunaraðsitaðan við Dettifoss og Búrfell er ekki hin sama. Mismunandi hindranir af náttúrunnar völdum geta skift meira máli en lítilsháttar út- reiknaður mismunur (og þó vafasamur) á orkuverði, þegar allt er með felldu. GETUR ORÐH) OFRAUN Það getur orðið stjómarvöldun um þessa lands ofraun, ef þau hugsa sér að láta eins og allar fundarályktanir, sem gerðar hafa verið norðanlands og aust- an á undanförnum árum um stórvirkjun norðan fjalla, séu ekki til. Almenningur hér nyrðra veit, að virkjunarmöguleikar í Jök- ulsá og Laxá (með viðbótar- vatnsmagni) eru slíkar, að ekki hlýðir að afgreiða þá með þögn inni einni saman, eða með laús legu umtali um línu norður yf- ir fjöll á áttunda tug aldarinnar. Ýmsum kann að sýnast svo, að Búrfellsvirkjun með alumíní umverksmiðju í nágrenni Reykjavíkur sé einföld og hag kvæm úrlausn fyrir þéttbýlið við Seltjarnames. Hugsanlegt er þó, að það órki tvímælis, ef vel er að gáð, enda eflaust hægt að leysa raforkuþörfina á Suðvest urlandi á annan hátt. En frá jafn vægissjónarmiði er bersýnilega ekkert vit í því, að slík atvinnu- lífsmiðstöð, sem alumíniumverk smiðja, og með því aðdráttarafli sem hún myndi hafa, yrði reist þar í landinu, sem þéttbýlið er mest og aðdráttarafl nóg fyrir. Annað skortir þessa þjóð frem- ur, en nýja kraftblökk við Faxa flóa. HANNYRÐAVÖRIJR Rya-mottur Rya-gam Rya-mvnztur Kaffidúkar Púðar — Reflar Málaður strammi Leistaprjónar Heklunálar, allar stærðir Verzlimin DYNGJA Hafnarstræti 92 GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.