Dagur - 10.02.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 10.02.1965, Blaðsíða 1
axminster gólfleppi annað ekki HHBHHHB OQHnSlQ 1 HAFNARSTRJETI 81 . SÍMI 115 38 XLVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 10. febrúar 1965 — 11. tbl. HArNARSTRÆTI S1 . SÍMl 115 36 SKEMMDIR URÐU YÍÐA AF ROKI í FYRRINÓTT OFSAROK Á AKUREYRI. í fyrrinótt gekk ofsarok yfir Akureyri. Járnplötur fuku af fjölbýlishúsinu Skarðshlíð 40 og höfnuðu m. a. á þrem bílum og skemmdu þá, og brutu glugga í tveim húsum. Mun um helmingur þakjárnsins hafa fok ið af fjölbýlishúsinu og eru því samanlögð tjón þar nokkuð mik il. Einn maður skarst af gler- brotum. Einhverjir heyskaðar urðu og voru margir á ferli, þótt naumast væri stætt veður, til að bjarga heyjunum. TVEIR BRAGGAR FUKU. Saurbæ 9. febrúar. í Arnarfelli fuku tveir braggar og gemling- ar drápust. Ennfremur fauk járn af íbúðarhúsi og slitu plöt- urnar raf -og símalínur. Miklar skemmdir munu hafa orðið á Tjörnum í Saurbæjarhreppi, en óljósar fregnir eru af þeim, vegna símabilunar. D. S. HEY FUKU í ARNARNES- HREPPI. í Arnarneshreppi urðu skað- ar á mörgum bæjum en munu þó ekki hafa verið stórkostleg- ir. Fauk hey á nokkrum stöð- um, jámplötur reif af íbúðar- og útihúsum og rúður brotnuðu t. d. fuku plötur af þaki prests- hússins á Möðruvöllum og skall ein þeirra á k-irkjunni og olli skemmdum. Tveir lausir skúr- ar, sem Landsíminn hafði á Möðruvallamelum, hentust lang ar leiðir og brotnuðu og á Möðruvöllum reif óveðrið upp geymsluskúr og eyðilagði. Hey- vagnar sem úti stóðu, köstuðust til og löskuðust. Hjá Spónsgerði brotnuðu tveir raflínustaurar og varð rafmagnslaust á nokkr- um bæjum. , H. S. GUSTAÐI í NÓTT. Egilsstöðum 9. febrúar. Það gustaði af drottni í nótt, svo að gamlir karlar muna varla ann- að eins. Járn tók af húsþökum, hey ultu um koll, en hvergi var þetta stórkostlegt. Hér í þorp- inu fauk járn af einu húsi, sem er í byggingu, og tóku járnplöt- urnar stefnu á tugthúsið — en 'drógu ekki. V. S. LÖNDUNARKRANI FAUK UM KOLL. Seyðisfirði 9. febrúar. í nótt sem leið gerði mikið hvassviðri hér, sem olli miklu tjóni. — Löndunarkrani við Síldar- bræðslu Ríkisins fauk um og lenti á færibandi og skall síðan á bryggjuna. Skemmdist kran- inn mikið, svo og færibandið, en bryggjan lítið. Járnplötur fuku af mörgum húsum, m. a. af Fiskiðjuverinu og kaupfélags húsinu nýja, og köstuðust þær langar leiðir og skemmdu hús og bíla. Einnig lenti plata á ný- byggðum bát og gekk á kaf í byrðing hans. Er báturinn, sem er um 10 tonn að stærð, stór- skqmmdur. — Slys á mönnum munu ekki hafa orðið hér í þessu hvassviðri. Um hádegi í dag er hægviðri hér og þíða. Snjór er að mestu horfinn á láglendi en Fjarðar-, heiði er enn ófær bílum. Þ. J. BÁTUR SEKKUR í HÖFN- INNI I NESKAUPSTAÐ. Neskaupstað 9. febrúar. Vestan rok var hér í nótt en lægði með morgninum. Tveir litlir bátar •slitnuðu upp af legufærum, þar sem þeir lágu inni á höfninni. Annan þeirra rak á litla bryggju og stórskemmdi hana. Báturinn sökk síðan. Hinn bát- inn rak upp í fjöru. Báðir bát- arnir eru illa brotnir en unnið er að björgun þeirra. Þakjárn- plötur tætti veðrið nær alveg af einu húsi í bænum. — Ekki er vitað um skaða á fólki. — Mikill sjógangur var hér og olli einhverjum spjöllum á bryggj- um. H. Ó. Um Akureyrarflugvöll fóru 27447 far- þegar á síðasfliðnu ári íslenzku flugfélögin fluttu fleiri farþega og meiri vörur en nokkru sinni áður ÍSLENZKU flugfélögin fluttu á síðasta ári rúmlega 212 þúsund farþega innanlands og utan, og mikið af vörum og pósti. Flugfélag íslands flutti nál. 37 þús. manns milli landa og farþegar innanlands voru nær 70 þús. og er um verulega aukn ingu að ræða í starfsemi félags- ins. Blaðið leitaði frétta af Akur- eyrarflugvelli og fékk eftirfar- andi upplýsingar: Farþegatala milli Reykjavík- ur og Akureyrar varð 24682 og var það 10,3% aukning frá fyrra ári. — Til og frá Akur- eyri, að Reykjavík undanskil- inni, voru 2763 og farþegatalan um Akureyrarflugvöll í heild því 27.447 og er þar um 11,3% aukningu að ræða. Vöruflutningar voru 275,7 tonn og póstur fast að 30 tonn- um. Á Akureyrarflugvelli vinna 4 menn fastráðnir yfir veturinn. Á flugvellinum hefur Flugskóli Tryggva Helgasonar aðsetur sitt, svo og Norðurflug. Þar er því nokkuð um að vera, auk hinna reglulegu áætlunarferða Fí. □ Vanfar 150 hjúkrunarkonur Afli Akureyrartcpranna á sl. ári X NÝRRI fréttatilkynningu frá Utgerðarfélagi Akureyringa h.f. segir m. a. að úthaldsdagar tog- aranna fimm hafi verið 1.166 og aflinn samanlagður nálega 6.972 tonn og afli hvern veiðidag 9.113 kg. Alls fóru togararnir 65 veiði- Ný síldarverksmiðja byggð á Ðjúpavogi VÉLSMIÐJAN Héðinn hefur tekið að sér byggingu 1000 mála síldarverksmiðju á Djúpavogi og kosíar hún 13 milljónir kr. Ríkið , ábyrgist 80% kostnaðar. Almenningshlutafélagið Bú- landstindur hf. stendur að framkvæmdum þessum, en það hefur rekið frystihús og gert út báiana Sunnutind og Mánatind. í sumar voru saltaðar 6 þús- und tunnur síldar á Djúpavogi. ferðir og sigldu 20 ferðir með aflann. Hrímbak var lagt 14. maí og hefur togarinn ekki far- ið á veiðar síðan. Kaldbak var lagt hinn 12. febrúar og hófst þá á honum 16 ára flokkunar- viðgerð, sem enn stendur yfir. Þessir tveir togarar eiga því að þessu sinni lítinn þátt í framan- greindu aflamagni Akureyrar- togaranna. Erlendis voru seld 2.336 tonn fiskjar. Níu söluferðir voru farnar til Bretlands og 11 til Þýzkalands. Annar afli var lagður upp á Akureyri. Af freðfiski flutti ÚA út 1.201 tonn og 48 tonn af.skreið. Af óverkuðum saltfiski voru flutt út 47 tonn, af verkuðum saltfiski 9 tonn og 62 tonn af lýsi. Birgðir af freðfiski eru 36 tonn, af skreið 44 tonn og af verkuðum saltfiski 87 tonn, seg- ir í fréttayfirliti þessu. □ SJÚKRAHÚSMÁLANEFND Læknafélags Reykjavíkur segir m. a. í skýrslu sinni til félags- ins, að á íslandi séu 1156 sjúkrarúm, þar af 130 notuð fyrir gamalmenni og langlegu- sjúklinga. Miðað við Norður- löndin, Erígland og Bandaríkin eru hér á landi hlutfallslega mun færri sjúkrarúm fyrir geð- veika. Ennfremur eru víðast fleiri rúm fyrir fávita en hér á landi. Þá kemur það fram í skýrsl- unni, að úti á landi vantar 38 hjúkrunarkonur og Reykjavík- urspítala 14. En áætluð aukn- ing vegna Borgarspítalans og Landspítalans hækka þessar tölur upp í 150. Hjúkrunar- skóli íslands brautskráir allt að 40 hjúkrunarkonur á ári. Hinn mikli hjúkrunarkvenna skortur hér á landi hlýtur að knýja fast á úrbætur. Fjölda hjúkrunarkvenna, sem ekki stundar hjúkrunarstörf, þarf að kalla til starfa, að svo miklu leyti sem unnt er. Og e. t. v. verður hér á landi horfið að því ráði að hjúkrunarmennta konur að vissu marki á tiltölulega stuttum námskeiðum, til þess síðan að taka virkan þátt í hjúkrunarstörfum. □ FJÖRUG FRAMSÓKNARVIST FRAM SÓKNARFÉLÖGIN hér í bæ höfðu spilakvöld að Hótel KEA s.l. föstudag og var þar óvenju glatt á hjalla. Björn Guðmundsson bauð gesti vel- komna, en Guðmundur Blöndal stjórnaði Framsóknarvistinni. Kvöldverðlaun hlutu Guðrún Hjaltadóttir og Ingimar Þor- kelsson, og aukaverðlaun Frey- gerður Magnúsdóttir og Páll Sigurðsson. En n. k. föstudag verður svo keppt til úrslita um aðalverð- laun þessara tveggja spila- kvölda, ísskápnum, auk kvöld- verðlauna. Það var fjölmenni á föstudag inn og flestir aðgöngumiðar fyr- ir síðara spilakvöldið, n. k. föstudag, voru þá þegar einnig seldir. □ Bændaklúbbsfundur HALDINN VERÐUR Bænda- klúbbsfundur að Hótel KEA á mánudagskvöldið 15. þ. m. og liefst kl. 9 e. h. Umræðuefni verður: Mjólk- urframleiðslan í héraðinu. — Hefur Jónas Kristjánsson mjólk ursamlagsstjóri framsögu í mál- inu. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.