Dagur - 10.02.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 10.02.1965, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. VEGAÁÆTLUN 1965-68 VEGAÁÆTLUNIN fyrir árin 1965 — 1968 átti samkvæmt lögum að liggja fyrir Alþingi samtímis fjárlaga frumvarpinu fyrir 1965 og þá með til liti til þess, að hægt væri að afgreiða hana fyrir áramót eins og fjárlögin. Er þetta nauðsynlegt til að hægt sé að miða ríkissjóðsframlag til áætl- unarinnar við þarfir hennar. í reynd inni fór þetta svo, að áætlunin kom ekki til þingsins frá ríkisstjórninni fyrr en í desembermánuði og ráð- herra gerði eklci grein fyrir henni fyrr en 3. febrúar og var afgreiðsla fjárlaga þá löngu lokið eins og kunn ugt er. Það kom þá þegar fram í umræð- um, að nokkrum óhug Iiefur slegið á Jjingmenn við athuganir þeirra á niðurstöðum talna, sem í áætluninni eru, eins og hún liggur fyrir. Sam- kvæmt þessari áætlun fyrir 1964 hafði vegagerðin til ráðstöfunar á því ári rúml. 242 millj. kr. En í nýju áætluninni er gert ráð fyrir, að ráðstöfunarfé næstu fjögur árin verði sem hér segir: Árið 1965 261,9 millj. kr. árið 1966 254,1 millj. kr. árið 1967 246,4 millj. kr. og árið 1968 278,0 millj. kr. Áætlunin gerir ráð fyrir, að kostn aður við stjóm vegamála og vegavið- hald fari vaxandi, eins og eðlilegt er og að framlagið til gatnagerða og sýsluvega fari sömulciðis hækkandi í samræmi við ákvæði vegalaganna. En það, sem vonbrigðum veldur er, að lieildarframlagið til nýbygginga á þjóðvegum og til brúargerða hækk- ar ekki á tímabilinu heldur lækkar á áætluninni, eins og hún er lögð fyrir þingið. Sl. ár var nýbyggingarframlagið 61,9 millj. kr. og brúarframlagiö 31,7 millj. kr. En á árunum 1965—1968 er nýbyggingaframlagið 61,9 — 57,5 og 60,5 millj. kr. og brúarframlagið 31 — 27,9 — 29 og 31 millj. kr. Ráð- herrann upplýsti í framsöguræðunni að útlit væri fyrir, að tekjur vegasjóðs af benzínskatti yrði mun minni en gert hafði verið ráð fyrir, þegar vega lögin voru sett í fyrra. Það er nú auðsætt, að fé það, sem vegagerðin fær til ráðstöfunar hrekk ur skammt. Annaðhvort verður að afhenda vegasjóðnutn fleiri tekju- stofna eða auka framlagið til hans úr ríkissjóði, en það var á árinu sem leið rúml. 47 millj. kr. og gert ráð fyrir því óbreyttu næstu fjögur ár- in. Halldór Sigurðsson alþm., sem á sæti í fjárveitingarnefnd þingsins, sagði í umræðum, að enn rynnu í rík issjóð um 500 inillj. kr. sem tekjur af umferðinni í landinu umfram þær tekjur, sein vegasjóðurinn á rétt til. Er hér um að ræða leyfisgjöld og innflutningstolla af bifreiðum og varahlutum. órvir an # alla Alyktanir gerðar á fulltrúafundum norðanlands og austan og á Alþingi á árunum 1960-1964 Fjórðungsþing Norðlendinga á Húsavík 11. til 12. júní 1960: „Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Húsavík 11. og 12. júní 1960, leyfir sér að skora á yfir- stjórn raforkumála ríkisins að láta, svo fljótt sem verða má, Ijúka fullnaðaráætlunum um virkjun Jökulsár á Fjöllum og jefnframt athuga möguleika á að koma upp stóriðju til fram- leiðslu á útflutningsvörum í sambandi við virkjunina. Telur Fjórðungsþingið, að virkjun Jökulsár, — ef fullnaðaráætlun leiðir í Ijós, að hún sé hagfelld, svo sem líkur virðast benda til, — eigi að ganga á undan virkj- un sunnlenzkra vatna til stór- iðju, vegna nauðsynjar þeirrar, sem á því er að efla jafnvægi í byggð landsins." Sýslunefnd Norður-Þingeyjar- sýslu 20. júlí 1960: „Sýslunefnd Norður-Þingeyjar sýslu ályktar að lýsa yfir því, að hún telur mjög mikilsvert, að lokið verði sem fyrst áætlun um virkjun Jökulsár í Axar- firði og athugun á möguleikum til iðnaðar í því sambandi. Jafnframt fer hún þess á leit við alla fulltrúa Norðurlands á Alþingi, að þeir vinni að því af alefli, að virkjun Jökulsár verði næsta stórvirkjunin, sem ráðist verður í hér á landi.“ Alþingi 22. marz 1961: „Þingsályktun um að undir- búa virkjun Jökulsár á Fjöll- um til stóriðju. Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum til stóriðju og athugun á hagnýt- ingu orkunnar til framleiðslu á útflutningsvörum og úrræð- um til fjáröflunar í því sam- bandi.“ Sýslunefnd Suður-Þingeyjar- sýslu 25. til 28. apríl 1961: „Sýslufundur Suður-Þingeyjar sýslu haldinn í Húsavík dag- ana 25. til 28. apríl, lætur í ljós ánægju sína yfir viðurkenningu Alþingis á nauðsyn skjótrar og fullkominnar áætlunar um virkjunar Jökulsár á Fjöllum. Jafnframt lýsir fundurinn yf- ir því, að hann telur stórvirkj- un Jökulsár og iðnaðarstöðvar í sambandi við hana, þýðingar- mesta umbótamál Norðaustur- lands og aðliggjandi héraða.“ Sveitarstjómarfundur Norður- og Suður-Þingeyinga og Hús- víkinga 24. september 1961: „Sameiginlegur fundur Norð- ur- og Suður-Þingeyjarsýslna og bæjarstjórnar Húsavíkur- kaupstaðar, boðaður af sýslu- manni þessara héraða og bæjar fógetanum á Húsavík, haldinn á samkomuhúsi Húsavíkur sunnudaginn 24. september 1961, lýsir yfir því, áð hann telur eitt allra þýðingarmesta viðfangsefni og skyldu þjóðfé- lagsins, að leitast við að koma í veg fyrir ósamræmi milli lands- hluta í afkomuskilyrðum þegn- anna. Lítur fundurinn svo á, að miklir áframhaldandi flutning- ar fólks til búsetu í þéttbýlinu, sem myndast hefur við Faxa- flóa og þar í grennd, stofni til þjóðfélagslegra erfiðleika í stór- um stíl og hlutfallslega því meiri erfiðleika, sem sú þróun á sér lengur stað. Þetta telur fundurinn að hafa beri í huga við allar nýjar, stór- ar, þjóðfélagslegar atvinnulífs- framkvæmdir nú og eftirleiðis, og yfirleitt við hvers konar stuðning hins opinbera við at- vinnulífið í landinu. Komi þá ekki sízt til greina að fram- kvæmdir séu gerðar í þeirri röð, sem heppilegast er til jafn- vægis, að því er búsetuna snert- ir. Fundurinn bendir á, að at- vinnulíf á Norður- og Norð- austurlandi vantar mótvægis- kraft gegn aðdráttarafli atvinnu stöðvanna syðra. Hefur þess vegna hugmyndinni um virkjun Jökulsár á Fjöllum, fyrst ís- lenzkra fallvatna til stóriðju, verið fagnað hér um slóðir, sem heppilegri jafnvægisfram- kvæmd, er riauðsyn líðandi stundar kallar eftir. Ut af því sjónarmiði, sem til mún vera, að virkjun Þjórsár eigi að ganga á undan virkjun Jökulsár á Fjöllum, vegna fólks fjölda, sem þegar er búsettur syðra og þeirra mörgu, er þang- að flytjast árlega — og þetta eigi að gera jafnvel þótt Þjórs- árvirkjun yrði fyrirsjáanlega óhagkvæmari til stóriðju — leggur fundurinn áherzlu á, að sú skoðun er byggð á öfugum forsendum. Fundurinn telur hiklaust, að þegar á allt er litið, muni þjóð- hagslega réttara, að virkjun Jökulsár verði gerð á undan virkjun Þjórsár til stóriðju, jafnvel þó að orka Þjórsár reynist, samkv. áætlun, ekki dýrari er; Jökulsár. Með skírskotun til þess, er að framan greinir, tekur fundur- inn einhuga undir ályktun síð- asta Alþingis, sem skoraði á ríkisstjói-nina að láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugunum á hagnýtingu ork- unnar til framleiðslu á útflutn- ingsvörum og úrræðum til fjár- öflunar í því sambandi. Fundurinn 1-ýsir yfir þakk- læti til Alþingis fyrir þá álykt- un og treystir því, að þeir þing- menn, sem fluttu þingsályktun- artillöguna, fylgi málinu fast eftir áfram.“ Fundur í Rændafélagi Fljóts- dalshéraðs haldinn í Egilsstaða- kauptúni 19. febrúar 1962: „Fundurirm telur það afger- andi nauðsyn fyrir fólk í öllum byggðum Norður- og Austur- lands, að Jökulsá á Fjöllum verði valin til næstu stórvirkj- unar í landinu, þegar til þess kemur. Telur fundurinn að at- vinna og stóriðnaður sem fylg- ir slíkum framkvæmdum mundi öðru fremur jafna aðstöðuna í byggðum landsins, og mundi j STÓRVIRKJUNARMÁLIN í 1 eru mjög á dagskrá, og e. t. I I v. verður þess skammt að i H bíða, að ákvörðun verði tek- | I in um þau, svo og um stór- I | iðjumál. | | Þykir því réít að vekja i | sérstaka athygli á vilja fólks I 1 á Norður og Ausfurlandi, = I sem felst í hinum mörgu i E ályktunum og áskorunum, i I sem hér birlast. □ 1 flestu öðru fremur vinna á móti þeirri þróun, sem alþjóð hefur viðurkennt, að sé óheppi- ' leg, að meiri hluti þjóðarinnar safnist í eitt horn landsins, þar sem ein stórvirkjun enn á Suð- urlandi mundi örfa þá þróun. Fyrir því skorar fundurinn alla þingmenn kjördæmanna Norður- og Austurlandi að vinna að því að skapa órjúfandi samstöðu fólksins á þessu svæði til að standa vörð um þetta réttiætis- og hagsmunamál. í þessu sambandi vill fundur- inn benda á sem heppilega leið, til að- ná samstöðu í málinu, að komið • verði á fulltrúafundi sveitarfélaga á þessu svæði, til að samræma sjónarmiðin og beinir því til þingmanna, að þeir gengist fyrir því að slíkur fundur verði haldinn.“ Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu 4. til 12. maí 1962: „Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu telur háska búinn samfelldri byggð í landinu, ef fjárfrekar stofnframkvæmdir, sem ríkið stendur nú að, svo sem stór- virkjanir fallvatna til orku- vinnslu, eru staðsettar hlið við hlið í einum og sama landsfjórð ungi, þar sem þéttbýli er þeg- ar mest, enda - bersýnilegt, að slíkar ráðstafanir munu enn auka stórum á það misræmi í byggð lands og landsgæða, sem þegar er ærið orðið og kann að. stefna til ófarnaðar áður en var- ir. Fyrir því ályktar sýslunefnd in að beina þeirri eindregnu áskorun til yfirstjórnar raforku á mála, að hún taki þegar ákvörð á un um virkjun Jökulsár á Fjöll um skuli ganga fyrir öðrum stórvirkjunum, jafnvel þótt nokkru meira þyrfti til að kosta, enda verði undirbúning- ur allur og áætlanir miðaðir við það.“ FuIItrúafundur 16 bæjarstjórna og sýslunefnda haldinn á Akur- eyri 8. iúlí 1962: „Fundur fulltrúa frá sýslu- nefndum og bæjarstjórnum á Norður- og Austurlandi, þar sem einnig eru mættir alþingis- menn þessara landsfjórðunga, haldinn á Akúreyri 8. júlí 1962, lýsir yfir því, að hann treystir því og leggur á það áherzlu, að framkvæmdur verði á þessu ári yfirlýstur vilji Alþingis, sam- kvæmt þyngsályktun 22. marz 1961, þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að „láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugun á hagnýtingu orkunnar til fram leiðslu á útflutningsvöru, og úr- ræðum til fjáröflunar í því sam bandi.“ Krefst fundurinn þess, að framkvæmd þjóðarviljans, sem fram kemur í þingsályktun artillögunni, verði látin sitjá fyrir undirbúningsathöfnum annars staðar af ' sama tagi. Enda verði ekki tekin ákvörð- un um staðsetningu stórvirkjun (Framhald á blaðsíðu 7). I RONALD FANGEN I EIRÍKUR HAMARj | Skáldsaga i | KKHKHKHKBKHKHK 11 KHKHKHKHKHKHKH* sýndi ekki fullnægjandi rekstursárangur samsvarandi mark- aðshorfum nútímans. Af framannefndum ástæðum telur bankinn sig neyddan til að segja upp reikningsláni hluta- félagsins, að upphæð kr. 40.000, með venjulegum greiðslu- fresti. Verði reikningsláni þessu ekki ráðstafað innan þess tíma, neyðist bankinn til að ganga að láns-tryggingunum. . í fljótu bragði skildi Eiríkur ekki neitt í neinu. Hvað átti nú þetta ‘að þýða? Var bankinn svo illa settur, að hann þyrfti að hafa handbærar miklar upphæðir? — Sökum þess að rekstrarskýrslan væri ekki fullnægjandi, — hvílík endem- is vitleysa! Að minnsta kosti ætti að mega krefjast þess að fá rök fyrir því hvað að væri. Segði bankinn upp fleirum viðskiptasamböndum sínum, myndi ekki líða á löngu, að Eiríkur frétti af því. En þetta var alls eigi hugsanlegt, bank- inn hafði stórgóð viðskipti og var í geysimiklu áliti. Hann var blátt áfram tízkubanki. Það þurfti ekki annað en líta í blöðin, þar sem þessi bankastjóri var spvirður spjörunum úr seint og snemma. Eða — (Eiríkur lét hugann hvarfla um vitund sína í hægfara skelfingu) — var það Fylkir, sem hefði komið þessu í kring, var hann svo umsvifamikill þarna og blygðunarlaus, — og var hann svona snar í snún- ingum? En svo var hitt bréfið! Hann reif það upp og las það í spretti. Jæja, — það átti að vera eins konar plástur á sárið: Brefið var til hans persónulega og bað hann að taka ekki ráðstöfun bankans gagnvart Trjávöru-verksmiðjunni á nokkurn hátt sem sprottna af minnstu vitund af vantrausti á honum sem lögfræðilegum ráðunaut félagsins, eða stjórn- ar þess yfirleitt. En það lægi þannig í þessu, að bankastjórn- in teldi rétt að tryggja og styrkja öll viðskipti sín. Þar að auki liti bankinn þannig á, að stofnfjár-aukning sú sem hlutafélagið hefði í hyggju, væri félaginu um megn að ávaxta nægilega, meðan reksturinn sýndi ekki betri út- komu, þrátt fyrir góða stjórn og hagkvæma. — Fullvissandi um fyllstu virðingu o. s. frv. o. s. frv. Hér var sannarlega rnargt að athuga. Meira að segja það, að bankastjórn taldi nauðsynlegt að fullvissa Eirík um, að bankinn hefði alls ekki vantraust á honum! Ekki stjórnaði hann félaginu! Var þetta ekki sæmilega augljós óbein móðgun í hans garð? Skyldi þetta standa á einhvern hátt í samhengi við það, að Fylki var kunnugt, að Eiríkur hefði gengið í ábyrgð fyrir fyrstu 10.000 krónum reikningsláns- ins? Vildi Fylkir endilega takast á við hann? Enginn skyldi geta talið honum trú um, að bankinn upp úr þurru og upp á eigin spýtur segði upp þessu smávægilega reikningsláni á þessum fjárflæði-tímum hágengisins, þegar blátt áfram hver og einn fékk lán út á hvað eina. Eða var ef til vill eitthvað hæft í því, að félaginu yrði ofurefli að auka stofnféð með dálitlu láni? Han hafði einmitt rætt þetta við Kolstað, for- stjórann, mörgum sinnum, og hafði í hvert sinn sannfærst um, að áætlunin væri góð og örugg. Hann fékk ekki frið til að velta þessu frekar fyrir sér. Bjartur útgerðarmaður var kominn á ný.... Eiríkur lét hann bíða stundarkorn. Eiríkur fann á sér, að Bjartur væri hálfgerður vandræða- gemlingur. En hvaðan stafaði þessi grunur hans? Hann hafði kynnst Bjarti unga lítillega fyrir tveimur árum. Hann var þá kornungur maður, gæti líklega verið liðlega 25 ára núna. Eiríkur hafði liitt hann í fjölmennu samkvæmi á Bristol-hóteli, að hann minnir. Pilturinn var þar boðs- herra, stórkostlegur boðsherra. Fólkið þyrptist utan um hann, þjónar og brytar slepptu ekki af honum augum, og hann var í hávegum hjá kvenþjóðinni, sem dáði hann mjög. Bjartur ungi var annars reglulega laglegur piltur, eilítið þreytulegur og slappur í fasi, en það þótti kvenþjóðinni einmitt svo töfrandi, og hann var ríkur, flugríkur, Það er að segja: Það var móðir hans fyrst og fremst, ekkja í Staf- angri, vellauðug kaupmanns og útgerðarmanns-ekkja. Þetta var það helzta, sem Eiríki var kunnugt í upphafi — og annað og meira vissi hann ekki. Hann kærði sig ekki um að sitja veizluna og fór þegar burt aftur. Síðan hafði hann hitt Bjart nokkrum sinnum og hafði fengið áhuga fyrir honum, fyrst og fremst sökum þess, að honum hafði verið sagt, að þessi Bjartur ungi væri svo framúrskarandi duglegur, en einnig sökum þess að hann virtist fremur einmana, og beitti ekki þeirri háfleygu gortara-málýzku, sem flestir hinna ungu samherja hans höfðu iðúlega á harð- bergi. Og annars hafði Eiríkur keypt nokkra hluti í síðasta skipi Bjarts. Annars fréíti Eiríkur lítið af honum annað en það, að hann sy.ajiaði mikið ög eyddi óhemju miklu fé. Ei- ríkur var svo vanur því, að ungir framkvæmdamenn um þessar mundir bærust mikið á og svölluðu stórum og sterkt á alla vegu, en gættu samtímis fyrirtækja sinna og við- skipta, að hann sinnti þessu ekki neitt sérstaklega. En hvar hafði hánn nú heyrt, að pilturinn væri nú orðinn flæktur í einhverjum heljar yiðskiptavafningum? Einhver sent sagt hefði ekthvað alveg nýskeð? Jú, það var einmitt Fylkir, sem hefði minnst á einn, sem korninn væri að því að sökkva — eða eitthvað í þá átt — fengi hann ekki björg- unarbelti á síðustu stundu. — Gæti það verið Bjartur? Eiríkur lét hann koma inn. Hann var hár og grannvaxinn, annars tekinn að gildna dálítið, svo glæsilega klæddur, að lá við um of, dálítið spjátr ungslega rólegur í hreyfinguln og seinmæltur, — en í dag var raunverulega meira fjör í andliti hans og öllum hreyf- ingum. — Sælir, Hamar, sagði hann óðar er hann kom inn. Eg hefi leitað á dyrnar hjá yður í allan dag. — Já, ég heyri það. Fáið yður sæti. — Lofið mér heldur að labba um gólfið. Taugakvikskur, skal ég segja yður. Það er einhver djöflagangur á ferðinni. — Og hvað er nú það? — Satt að segja, sagði Bjartur og lét sig detta niður í stól- inn, það eru einhverjir náungar, sem reyna að láta svipta mig fjárráðum og gera mig ófullveðja. — Það er ekkert sfnáræði! Svipta fjárráðum? — Já, einmitt. Bola mér úr leik. Og á þann hátt að ég tapi mestöllu því sem ég hefi með höndum. — En í hamingjubænum, hvernig getur þetta gerzt? Haf- ið þér farið svo bjánalega að öllu? — Hvernig þetta hafi gerzt, — það er einmitt það, sem ég veit alls ekki, sagði Bjartur og spratt á fætur aftur og tók stöðu rétt framan við skrifborðið. — Það er það, sem þér verðið að fræða mig um. — Eg? — Ekki er ég lögfræðilegur ráðunautur yðar. Og mér eru ókunn öll yðar viðskipti. — Já, en nú skuluð þér heyra: — Það sem ég veit um þetta, hefir gamall vinur föður míns sáluga sagt mér, gamall stóreignamaður og utanveltu, skal ég segja yður. En hann er á ferli seint og snemma, og þefnæmur mjög, og kemst að hinu og þessu. Og hann kom heim til mín í morg- un. Eg var meira að segja ekki kominn upp úr baðkerinu. — Opnaðu nú hlustirnar almennilega, sagði hann, þú ert bölvaður grasasni og skýjaglópur og bullukollur, — og enn ein tvö-þrjú skrautnefni, ég man það ekki allt saman, — þú átt ekki betra skilið en að fara norður og niður og beint í hundana, það var glappaskot guðs almáttugs, að þú skyldir krækja klónum í peninga og fá fjárráð og fyrirtæki að fást við, — þú! Þú hefðir átt að fá rækilega hýðingu á beran rassinn! — Skemmtileg morgunkveðja, finnst yður það ekki, — og ég néyddist til að steinþegja og taka við þessu öllu, hann hefir þekkt ntig frá því ég lá í vöggunni. Og það versta er, að hann hefir sennilega rétt fyrir sér í sumu af þessu. i Bjartur þagnaði og settist aftur í stólinn. Eiríkur sá á hon um, að honum leið illa, hann sat, og var sem kuldahrollur færi um hann; hann skalf allur, og gamansemi sú sem hann reyndi að leggja í rödd sína, varð sorgleg andstæða raddar- innar sjálfrar, sem ekki vildi hlýða honum almennilega, — hann stamaði í miðju orði og átti erfitt með að kyngja. En svo tóg hann rögg á sig: — Já, svo hélt hann ofttrlítið áfram og gaf mér nýjar inn- tökur: — þú ert algerlega ábyrgðarlaus, sagði hann, þú ert orðinn að umtalsefni, sagði liann. Segið mér, er það satt, Hamar, að ég hafi svo agalega illt orð á mér? — Nei, það veit ég eiginlega ekki. Það er víst talað ntikið um, að þér svallið og eyðið of fjár. En það er nú ekkert eindæmi með yður. Bjartur rýkur upp á ný: — Mér er fjandans sarna, hvað sagt er um svall mitt og peninga-austur. Lítið bara á fólk víðsvegar út um heim, sem hefir fjárráð og græðir ágætlega. Það er blátt áfram eins og í skúmskoti hérna heima; við verðum líka að fá að lifa, eins og við heyrum einnig heiminum til. Við búum þó, fjandinn hafi það, ekki á Grænlandi. Eg eys út pening- um, það er satt, því er ég vanur, og því ætla ég mér að halda áfram, það getið þér bölvað yður upp á! Rödd hans varð allt í einu svo reiðileg, að Eiríkur sagði: — Eg hefi alls ekki verið að álasa yður, hvorki fyrir svall né fjárbruðl. — Nei, fyrirgefið þér, sagði Bjartur og hlammaðist enn á ný niður í stólinn og reyndi nti að tala rólega: — Já, svo sagði hann, að svo bandvitlaús sem þú ert, ætti auðvitað að svipta þig fjárráðum. Það væri það eina rétta. — Þá rauk ég upp, en hann var stilltur og horfði á mig með- aumkunaraugum, eins og á krakka, og sagði: Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.