Dagur - 10.02.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 10.02.1965, Blaðsíða 7
7 Frá vinstri: Jóliann Konráðsson, Jósteinn Konráðsson, Gústaf B. Jónasson og Magnús Sigurjónsson. Smárakvarfetfinn á Ak. 30 ára UM þessar mundir er Smára- kvartettinn á Akureyri 30 ára. Hann er þekktur um land allt, enda víða sungið, og þau 10 lög, sem kvartettinn hefur sungið inn á plötur, eru mjög vinsælt útvarpsefni. Smárakvartettinn skipa: Jó- hann Konráðsson, Jósteinn Kon ráðsson, Gústaf B. Jónasson og Magnús Sigurjónsson. — Tveir hinir síðartöldu hafa sungið í kvartettinum frá stofnum. — Undirleikari er Jokob Tryggva- son. Auk þeirra, sem hér hafa ver ið nefndir, hafa þessir menn sungið í Smárakvartettinum: Sverrir Magnússon, Jón Guð- jónsson og Jón Bergdal. Jón Þórarinsson var fyrsti stjórn- andinn og Áskell Jónsson var um skeið stjcrnandi hans. Blaðið árnar Smárakvartett- inum á Akureyri allra heilla. □ SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). síðar, að amerísku togararnir myndu hafa verið búnir að greiða sig upp áður en fyrsti gufutogarinn komst á miðin. Síðar varð reynslan af brezku gufutogurunum sú, að menn vildu fegnir greiða offjár til að skipta út gufuvélunum og kötl- unum úr þessum togurum og fá t. d. General Motors dieselvélar í staðinn, til þess að gera rekst- urinn ábatavænlegrl En þetta reyndist ofraun, kostnaðar vegna.“ FLÝJANDI MENN UNDAN MÚSUM! Þær fréttir eru sagðar frá mið- stöð íþróttamennta á íslandi, íþróttakennaraskólanum á Laug arvatni, að mýs hafi lagt und- ir sig svefnrúm hinna verðandi íþróttaleiðtoga, og þeir flúið og sofi nú uppi á borðum! Ekki fylgir fréttinni að um óvenjulegar mýs sé að ræða, t.d. mýs, sem ekki er hægt að drepa og ekki segir þar heldur að nemendumir hafi ofnæmi fyrir músum eða annan krankleika. En vistarverum nemendanna er liinsvegar lýst, sem kumbalda, sem hvorki haldi vindi, vatni eða músum. ÞEJÚ HUNDKUÐ ÚTLEND- INGAK í EYJUM Um 300 útlendir menn og kon- ur eru komnir í atvinnuleit til Vestmannaeyja, fiestir ráðnir til vinnu við frystihúsin og á bátana. Flestir, eða um 200, eru frá Færeyjum og fer liílum sögum af þeim, því Færeyingar eru fæstir neinir vandræða- menn og vinna þeirra jafnan vel þegin á íslandi. „Horfir til vandræða með þennan flökku- lýð,“ þ. e. fólk frá Ceylon, Argentínu, Ástralíu, Suður- Afríku, segir blað eitt frá Vestmannaeyjum. Og „hvar er útlendingaeftirlitið?” spyr svo sama blað, ef „hvaða útlending- ur getur gengið hér á land án hinnar minnstu hindrunar.“ OG SVO VAR HALDIÐ VERTÍÐARBALL Og svo var lialdið fyrsta vertíð- arballið, segir blaðið. 500 manns voru þar samankominn og þar af 99% á valdi Bakkusar og fjöldinn tók upp á því að deyja. □ - KIRKJUKÓRINN (Framhald af blaðsíðu 8). kórnum til hamingju með starf- ið, og biðjum því blessunar Guðs um ókomin ár. Stjórn kirkjukórsins er nú þannig skipuð: Formaður frú Fríða Sæmundsdóttir kaup- kona, ritari Jón Júl. Þorsteins- son kennari, gjaldkeri Brjánn Guðjónsson verzlunarmaður. — Meðstjórnendur frú Matthildur Sveinsdóttir og Kristinn Þor- steinsson deildarstjóri. P. S. RAFVIRKJAR! Rafvirkja vantar nú þegar. RAFORKA H.F. Gránufélagsgötu 4. — Sími 1-22-57. Framlög í Davíðsliús Richard Beck, Bandar. 1000 Sesselja Valdemarsdóttir og Gunnar Aðalsteinsson 500 Valgerður Rósinkarsdóttir 200 ísak Guðmann 200, Árni Konráðsson 200, Á. Sigfúsd. 500, Sigurður Haraldsson 200 Pétur Breiðfjörð 500, Signý og Þórður Jóhannss 1000, Sigfríður Árnad. 200, Arin- björn Árnason 300, Jónína Þorsteindóttir 100, Arna H. Jónsdóttir 100, Álfdís Sigur- geirsd. Mýv.sveit 100, Jóhann Árnason 1000, Matth. Sigurð- ardóttir 500, Sigríður og Björn Þórðarson 1000, S.R. 300, Guðrún Rósinkarsd. 300, Anna G. Óladóttir 100, Anna P. Pálsdóttir 100, Óli A. Guð laugsson 200, Þóra Sigurðar dóttir 100, Ingibjörg Kristj- ánsdóttir og Jón Kristjáns- son 500, Hlín Stefánsdóttir og Rögnvaldur Rögnvalds. 500, Guðrún Guðmundsdótt- ir 100, Uni Guðjónsson 100, Ólöf Ólafsd. 100, Níels Hans son 100, Gunnar Sigurðsson og frú 1000, Baldur Gunnars. 100, Soffía Vilhjálmsd. Rvík 1000, Herdís Jakobsd-. 100, Guðrún Sigurðard, Reykja- hlíð 200 Þorbjörg Finnbogad. 200 G.S. 1000, Þorsteinn Dav- íðsson 1000, Sesselja og Ingi björg Eldjárn 1000, Siguz’- veig Guðmundsd. 1000, N.N. 100, Jóhannes Sigfússon, Rósa Stefánsd. og Hallgr. Sigfúss. 500, Jóhann SigUrðs- son 300, Sigtr. Helgason 500, Heiðrekur Guðmundss. 1000, Adam Magnússon 500. Beztu þakkir Söfnunarnefnd. -BRUNAÚTKÖLL (Framhald af bls. 8.) Akureyrar sér um. Fara venju- lega tveir brunaverðir með bíl þennan þegar beðið er um hjálp frá þeim hreppum, sem bílinn eiga. Slökkviliðsstjóri telur bíl þennan eigi nægilega traustan til ferðalaga með þann útbúnað, sem fylgja ber. Tjón af eldsvoða varð í tvö skipti meira en 50 þús. kr., tvö á bilinu 16—50 þús. og hin voru minni. □ LÉLEGAR SÖLUR FISKUR hefur nú lækkað í verði bæði í Bretlandi og Þýzkalandi, enda meira fram- boð á mai’kaðnum. Harðbakur seldi í Grimsby s. 1. mánudag, 161 tonn fyrir 11.767 pund. Sléttbakur seldi í Þýzkalandi í gær 140,5 tonn fyr- ir 87.748 mörk. Svalbakur er á veiðum og hefur fengið um 50 tonn eftir 7 daga útivist. ■, □ Norðurlandaráðið NORÐURLANDARÁÐ kemur saman til fundar í Reykjavík á laugardaginn og hefst fundur í því í hátíðasal Háskólans. Þar verða m. a. 27 ráðherrar saman komnir frá 5 ríkjum, ásamt fylgdarliði. Fréttir herma, að 250 manns verði við þingfundi Norðurlandaráðs riðnir, þar af íjöldi fréttamanna, þeirra á meðal sjónvarpsmenn. Byrjað er á grunni Norræna hússins í Reykjavík. Q RUN 59652107 = 1 I.O.O.F. 1462128V2 — er. I.O.O.F. Rb. 2 — 11421081/2 M.S. MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. (Æskulýðsmessa). Sálmar nr. 372, 141, 304, 318 og 424. Þess er fastlega vænst að v’æntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra mæti til guðs þjónustunnar. — B. S. MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. Sálmar nr. 645, 372, 420, 318 og 424. Unglingar úr Barnaskóla Glerárhverfis að- stoða við messuna. Bílferð (ókeypis) frá gatnamótunum kl. 1,30. Allir yngri sem eldri velkomnir. Æskilegt að for- eldrar komi með fermingar- börnunum. — P. S. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 14. febúrar. — Sunnugagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8,30 e. h. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. — Allir velkomnir. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið á fimmtudögum kl. 4—6 síðdegis og sunnudögum kl. 2—4 síðdegis. AÐALFUNDUR IÐNNEMA- FÉLAGS AKUREYRAR verð- ur haldinn föstudaginn 12. febrúar kl. 8,30 e. h. í Lóni. Fundarefni: 1. Venjuleg að- alfundarstörf. 2. Ýmis mál. — Iðnnemar, fjölmennið á fundinn. Stjórnin. BRAGVERJAJK. — Aðalfundur verður haldinn n. k. fimmtu- dag, 11. febrúar að Byggða- vegi 111 kl. 8,30 síðdegis. — Mætið vel og stundvíslega. — Góð skemmtiatriði. I.O.G.T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund að Bjargi fimmtu daginn 11. þ. m. kl. 8,30 e. h. Dagskrá: Venjuleg fundar- störf. Upptaka nýliða. Upp- lestur o. fl. — Á eftir fundi: Bingo og kaffi. fiFRA SJÁLFSBJÖRG. Aðalfundur félagsins verður haldinn að Bjargi sunnudaginn 14. febrúnar kl. 3,30 e. h. — Sjá nánar auglýsingu í blaðinu. — Stjórnin. KIRKJUHLJÓMLEIKAR! — Kirkjukór Akureyrar heldur hljómleika í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag. — Fjölbreytt efnisskrá. -— Sjáið nánar aug- lýsingu í blaðinu í dag. MINNIN G ARSP J ÖLD Slysa- varnarfélagsins- eru seld á skrifstofu Jóns Guðmundsson ar, Geislagötu 10. MINNING ARSP J ÖLD Styrkt- arfélags vangefinna fást í Bókabúð Jóhanns Valdemars sonar. (Framhald af blaðsíðu 5). ar í landinu, fyrr en þessar áætlanir eru fullgerðar. Fundurinn leggur ríka áherzlu á eftirfarandi: Að það er þjóðarnauðsyn, að beizla sem fyrst fallvötn lands- ins til eflingar útflutningsfram- leiðslu þjóðarinnar. Að það er hagsmunamál allr- ar þjóðarinnar, að hugsanleg stóriðjuver leiði ekki til enn meira ósamræmis í atvinnu- og framleiðsluaðstöðu einstakra landshluta, heldur verði til þess að jafna aðstöðu þeirra. Jafnframt telur fundui’inn nauðsynlegt, að fram fari ýtar- leg sérfræðileg athugun á því, hver áhrif slík stórvirkjun og stóriðja tengd henni, myndi hafa á þróun þeirra atvinnu- greina, sem fyrir eru í landinu. Að virkjun Jökulsár á Fjöll- um og bygging iðjuvera til hag- nýtingar þeirrar orku er í senn hin mikilvægasta ráðstöfun til atvinnu- og framleiðsluaukning ar í landinu og áhrifamikið úr- ræði til þess að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins. Að virkjun Jökulsár myndi jafnframt fullnægja raforku- þörf Norðurlands og Austur- lands og verða ómetanleg lyfti- stöng fyrir ýmiss konar iðnað og framleiðslu, sem þárfnast raforku. Að bráðabirgðarannsóknir hafa ótvírætt bent til þess, að umrædd virkjun geti veitt raf- orku til stóriðju á samkeppnis- færu verði. Að jafnframt stóriðju kemur norðan f jalla til greina útflutningur á raf- oi'ku byggður á stórvirkjun Jökulsár á Fjöllum. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að taka til greina í þessu stórmáli rök þau, er fram koma í ályktun þessari. Samhliða heitir fundurinn á fólk allt á Norður- og Austur- landi að mynda órjúfandi sam- stöðu í þessu máli og fylgja því fram til sigurs með fullri ein- urð og atorku. Fundurinn ákveður að fela bæjarstjóra Akureyrar og sýslu manni Þingeyjarsýslu að vinna með undirbúningsnefnd fundar- ins að framkvæmd þessarar ályktunar. Kostnað af starfi nefndarinn- ar, þar á meðal sérfræðileg að- stoð, ef með þarf, greiði sýslu- og bæjarsjóðir í hlutfalli við íbúatölu, enda komi samþykki þeirra-til.“ Bæjarstjórn Akureyrar 10. nóv- ember 1964: „Bæjarstjórn Akureyrar lætur í ljós eindreginn áhuga sinn á því, að næsta stórvirkjun vatns- falls hér á landi verða staðsett á Norðurlandi og bendir í því sambandi á áætlanir þær, sem nú nýlega eru fram komnar um virkjun Laxár. Einnig verði stóriðja, sem stofnað kann að verða til í sam- bandi við orku frá vatnsvirkjun staðsett við Eyjafjörð. Telur bæjarstjórnin, að með slíkri staðsetningu stórvirkjun- ar og stóriðju væri unnið að nauðsynlegu jafnvægi í byggð landsins.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.