Dagur - 13.03.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 13.03.1965, Blaðsíða 7
7 - Osta- og Smjörsalan er vel rekið fyrirtæki (Framhald af blaðsíðu 1). Og samanlagt verðmæti þessa vörumagns varð krónur 398.674.934,24. í skýrslu Sigurðar Benedikts- sonar kom fram, að fyrirtækið reiknar sér 4% umboðslaun til að standa undir sölu- og dreif- ingarkerfinu. Eftir rekstursárið 1964 varð allur sölu- og dreifingai-kostnað Sigurður Benediktsson. ur fyrirtækisins aðeins 2,08% og er því hægt að endurgreiða mjólkursamlögunum tekjuaf- gang, sem nam kr. 10.500.867,72. Þá upplýsti framkvæmdastjór inn, að búið væri að greiða mjólkursamlögunum allt and- virði seldra vara frá árinu 1964, og jafnframt höfðu verið gerð skil á tekjuafganginum. í stjórn Osta- og Smjörsölunn ar eiga sæti þeir: Erlendur Ein- arsson, forstjóri, sem nú er for- maður; Stefán Björnsson, for- stjóri; Einar Olafsson, bóndi; Grétar Símonarson, mjólkurbús stjóri; Hjalti Pálsson, fram- kvæmdastjóri og Jónas Kristj- ánsson, mjólkursamlagsstjóri. (Fréttatilkynning frá Osta- og Smjörsölunni). Til viðbótar þessarar merku fréttatilkynningar vill blaðið vekja athygli á, að Osta- og Smjörsalan s.f. í Reykjavík er mjög ungt fyrirtæki, aðeins sex ár síðan það var stofnað og tók til starfa. Það er rekið sem sam- eignafyrirtæki allra mjólkur- samlaganna í landinu. Eins og nafnið bendir til hefir það á hendi heildsölu og dreifingu á smjöri og ostum í Reykjavík og nágrenni og skipuleggur einnig heildsölu þessara vara til ann- arra staða í landinu. Ennfremur annast þetta fyrirtæki útflutn- ing og sölu á þeim mjólkurvör- um, sem reynzt hafa umfram innanlandsþörfina á hverjum tíma. Þó að Osta- og Smjörsalan s.f. hafi aðeins starfað í fá ár og saga fyrirtækisins sé ekki studd löngum reynslutíma, þá er nú öllum orðið það ljóst, er til þekkja, að hér er um mjög gagnlegt og vel rekið fyrirtæki að ræða, ekki einungis í þágu allra þeirra mörgu, sem kaupa og neyta þessara mjólkurvara. Áður en Osta- og Smjörsalan s.f. var stofnuð ríkti algjört skipulagsleysi um framboð og sölu á ostum og smjöri hér hjá okkur. Allmörg fyrirtæki önn- uðust þá þessi störf við mis- jafna aðstöðu og þjónustuhæfni og auk þess reyndist heildar- sölukostnaðurinn, hjá sumum þessara gömlu sölufyrirtækja, verða mjög mikill og innheimt- an fyrir andvirði vörunnar var bæði sein og erfið, svo ekki sé meira sagt. Framanskráð rekstursyfirlit Osta- og Smjörsölunnar fyrir s.l. starfsár sýnir, að rekstur fyrir- tækisins hefir orðið mjög hag- kvæmur á árinu, þannig, að ná- lega helmingur af hinum fyrir- fram áætlaða reksturskostnaði hefir Osta- og Smjörsalan nú séð sér fært að endurgreiða til m j ólkurf ramleiðendanna. Jafnframt þessu skal bent á það, sem ekki er minna um vert að sölumiðstöð Osta- og Smjör- sölunnar við Snorrabraut í Reykjavík er til mjög mikillar fyrirmyndar hvað snertir þrifn að, snyrtimennsku og umgengni alla, bæði utanhúss og innan. Hér hefir forstjóra fyrirtækis- ins, Sigurði Benediktssyni, með aðstoð starfsfólks síns, tekist að framkvæma mikið og þarft verk í þágu menningarinnar, og fyrir þetta munu allir, sem hér eiga hlut að máli, jafnt framleið endur sem neytendur, vera inni lega þakklátir og meta mikils.n é i fö Hjartanlega pakka cg heimsóknir, gjafir og heilla- i | skeyti 5. marz s.l. Guð blessi ykkiir öll og launi fyrir < © hlýhug og vmáttu við mig. SIG URBJÖRG HALLDÓRSDÓ TTIR Brekkukoti, Óslandshlíð. Mínar innilegustu þakkir til ykkar, er auðsýnduð mér vinarhug og hjálp við andlát og jarðarför íöður míns, BENEDIKTS SIGFÚSSONAR. Bið ykkur öllum blessunar guðs. Sigríður Benediktsdóttir. FUF-félagar, Akureyri. Hafið samband við skrifstofu flokks- ins milli kl. 13,30 og 15,30 í dag. Stjórnin. Norska Dala-pnið ★ Heilo-Fasan Dala-gamið er norsk úrvalsvara. ★ Fjölbreytt litaúrval, fjölbreytt val mynztra. ★ Dala-gamið fæst um allt land. ★ UMBOÐIÐ Á AKUREYRI KLÆÐAVERZLUN SIG. GUÐMUNDSSONAR BALA-UMBOÐIÐ Nýtt í Iiamiyrðum! ILSESÖM (konstsöm) Hinn viðurkenndi sænski ILSESAUMUR er kominn. Handþrykk- útsaumur Lítið í gluggann um helgina. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson Eigum eftir fáeina ORLOxN-KJÓLA tvískipta, lítil núrner. Heila langerma, 3 stærðir, margir litir. Verzl. ÁSBYRGI TILBOÐ ÓSKAST í 6 manna fólksbifreið. Dodge 1942, gangfær. Upplýsingar gefur Snæbjörn Helgason, Sími 12084, Akureyri. JEEP-BIFREIÐ, árgerð 1946, er til sölu. Allar upplýsingar eru gefnar í Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar, Húsavík. TVÍBURAKERRA óskast til kaups. Upplýsingar í síma 12159. AUGLÝSIÐ I DEGI Til fermiiigarinnar KJÓLAR - KJÓLAEFNI „TERYLENE44 VESKI - HLÍFÐARTÖSKUR HANZKAR - SLÆÐUR NÁTTKJÓLAR - UNBIRKJÓLAR SKJÖRT - SOKKABANÐABELTI BRJÓSTAHALDARAR - SOKKAR VEFNADARVÖRUDEIID frá Lorelei! MATARKEX í glæsilegum umbúðum, 350 gramma pakki á kr. 1S.90. HAFNARBÚÐIN jólkiírflufningar Tilboð óskast í flutninga á mjólk úr Bárðdæladeild Mjólkursamlags, K. Þ. til Húsavíkur tímabilið 1. maí 1965 til 30. apríl 1966. Tilboðum sé skilað íyrir 30. marz n.k. til undirritaðs, sem gefur nánari upplýsing- ar ef óskað cr. JÓN GUNNLÁUGSSON, Sunnuhvoli, Bárðardal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.