Dagur - 13.03.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 13.03.1965, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Ríkislán til vega EINS OG skýrt var frá áður hér í blaðinu fluttu Karl Kristjánsson, Gísli Guðmundsson og Ingvar Gísla- son tillögu um það við fjárlagaaf- greiðslu fyrir jól, að heimiluð yrði ríkislántaka til þriggja millibyggða- vega í Norðurlandskjördæmi evstra, Hálsavegar, Múlavegar og Tjörnes- vegar, hliðstætt við fyrri lántökur til Reykjanesbrautar syðra, Ennisvegar og Strákavegar. Nokkrir aðrir þing- menn fluttu samtímis tillögur um fleiri lántökur til vega, enda ])ótti þá sýnt, sem nú er glöggt fram komið, að tekjur ríkissjóðs myndu hrökkva skammt til nauðsynlegra nýbygginga á þjóðvegum næstu fjögur árin. Þegar hér var komið sögu reis Ingólfur Jónsson samgöngumálaráð- herra úr sæti og gaf fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar svoliljóðandi yfirlýs- ingu: „Ef það verður niðurstaðan við afgreiðslu vegaáætlunarinnar að taka fleiri vegi inn, t. d. á Vestfjörð- um og jafnvel á Aufctfjörðum og víð- ar, þá verður vitanlega að afla láns- heimildar, og lánsheimildin miðast þá við það, hvað ákveðið verður við afgreiðslu vegaáætlunarinnar um byggingu vega fyrir lánsfé næstu ár- in/ I»egar þessi stjómaryfirlýsing var fram komin lýstu hlutaðeigandi þingmenn því yfir, að þeir tækju aftur tillögur sínai' að þessu sinni og gerðu ekki kröfu til, að þær væru bornar undir atkvæði. Þetta var gert í trausti j)ess, að tillögurnar yrðu teknar fyrir, ])Cgar vegaáætlunin 1965—1968 yrði tekin til meðferðar sxðar á þinginu. Nú er að því komið, að áætlun þessi verði afgreidd. Þá verður úr því skorið hvort landshlutunum verður unað jafnréttis. Stjórnin hefur látið útvarpið skýra frá því, að Reykjanes- braut, um 40 km löng, verði full- byggð, malbikuð eða steinsteypt á þessu ári, aðallega fyrir lánsfé, sem ríkissjóður útvegar. Margur mun nú fagna þessu ]>ar syðra, og hér slcal það heldur ekki lastað. En jafnfiamt gera mörg kjiiidæmi ])á kröfu til fulltrúa sinna, að þeir þoli ei órétt í ])essu efni. Eins og nxi standa sakir, verður að teljast sanngjaint, að taka ríkislán til millibyggðavega og greiða þau eins og aðrar skuldir ríkisins á hæfilega löngum tíma — nema tekjur vega- sjóðs verði stórauknar í sama skyni. Þetta mun ráðhenann hafa látið sér skiljast, þegar hann gaf yfiilýsing- una í vetur, hversu sem nú fer, þeg- ar á reynir. □ ÞEGAR annasemi sækir á mig, eins og oft vill verða með eldri menn, og ekki sízt þá sem misst hafa svo mikilsvert skynfæri og heyrnin er, þá hefi ég það fyrir vana ef ég er ekki rúmliggjandi að setja mig niður í stofunni minni, renna augunum eftir kjöl um bókanna í bókaskápnum mínum. Naerri undantekningar- laust stöðvast þá augun við sex bindi bóka í fallegu bandi, ljóð og önnur ritverk Davíðs frá Fagraskógi. Ég tek eina þess ara bóka úr skápnum, oftast er það einhver af Ijóðabókunum, strík hendinni blíðlega yfir kjölinn og opna hana af handa- hófi. Já, og stundum ef illa ligg- ur á mér, legg ég hana undir vanga minn. Þetta hefi ég gert í mörg ár, og æfinlega hefi ég fundið einhverja frcun þegar ég hefi verið búinn að lesa um stund. Einhverja hugsvölun, og mér finnst mér hafi aukizt þróttur, eitthvað hefir verkað á mig, og lyft mér yfir hversdags leikann. „Persónudýrkun" mun máske einhver segja. En ekki held ég það, því persónudýrkun í hvaða mynd sem er, hefir mér aldrei verið geðfelld. En hvað er það þá? Mér féll aldrei sú gæfa í skaut, að kynn- ast skáldinu persónulaga, sá hann aðeins tvisvar á götu úti, og talaði aldrei orð við hann, skrifaði honum einu sinni stutt bréf, og fékk annað á móti. Elskulegt bréf, sem ég vildi ekki hafa farið á mis við. Því það kynnti mér manninn Davíð Stefánsson. Ég var sjúklingur á Vífils- stöðum þegar ég sá fyrstu ljóða- bók Davíðs, „Svartar fjaðrir." Ég var þá dálítið að fást við það sjálfur að koma hugsunum mínum í rímað mál. En þá skildi ég, að mér var betra að leggja ljóðagerð á hilluna, og hlusta í þess stað. Og það gerði ég. Frá þeim degi hefir Davíð frá Fagraskógi verið mitt hjart- fólgnasta ljóðskáld. Kannski ekki beinlínis af því, að ljóð hans hafi verið það fullkomn- ari Cn allra ^nnarra, heldur vegna þess, að hann túlkaði bezt hugsanir sjálfs míns. Ég fann enduróm minnar eigin sál- ar í ljóðum hans. Þessvegna elskaði ég hann og dáði. Ég man sérstaklega eftir ein- um almyrkva á sólu. Mig minn- ir að það væri árið 1954. Það var eins og öll náttúran stæði á öndinni, fuglarnir hættu að syngja og skepnurnar í hagan- um hengdu niður höfuðin. Það var ömurleg tilfinning sem greip mann. Lík tilfinning greip mig, þegar ég frétti að nú væri harpan hans Davíðs þögnuð hér á jörð, hann væri dáinn. Og þó er dauðinn óaðskiljanleg afleið- ing fæðingarinnar, það vitum við öll, og alltaf, eða oftast, er- um við óviðbúin slíkum frétt- um. Það sýnir bezt hvað við eigum langt í land til fullkom- ins þroska. Lát þjóðskáldsins Davíðs Stef ánssonar er á allra vitund, sem lifa á þessu landi, svo óþarfi er að skrifa um það langt mál nú. En það sem kom mér til að taka penna í hönd, var frétt, sem ég las í blöðunum nýlega, um, að nokkrir Norðlendingar hefðu efnt til fjársöfnunar í því skyni, að kaupa hús skáldsins, einnig það, að Akureyrarbær hefði keypt bókasafn hans, og erfing- ar hans gefið allt hans innbú. Og ef fé fengist til að kaupa húsið fyrir, þá myndi það verða látið standa með sömu um- merkjum og er hann hvarf frá því, með öllu sem í því var. Mér hlýnaði um hjartaræt- urnar þegar ég las þessa frétt. Það er ekki hægt að heiðra minningu skáldsins á meira við- eigandi hátt en þennan. Og því verður ekki trúað, að þjóðin bregðist í þessu máli. Og ef ekki safnast nægilegt fé á þennan hátt, n. 1. með beinum samskot- um, þá verður að koma af stað happdrætti til að fá nægilegt fé. Það virðist oft hafa gefizt vel, þegar um þjóðþrifamál er að ræða með íslendingum, og jafnvel þó engin þjóðþrifamál hafi verið, þá virðist það gefa góða raun, til fjáröflunar. í áðurnefndum blöðum, sem í var rætt um þetta framtak Norðlendinga, voru margar myndir, bæði af húsinu utan og innan. En eitt verð ég að átelja, sem algerlega óviðeigandi. Á einni myndinni var unglingur, vel stálpaður, sem hafði hreiðr- að um sig í stól skáldsins við skrifborð hans. Slík og þvílík smekkleysa ætti nú helzt ekki að endurtaka sig, og því síður að vera ljósmynduð og birt í víðlesnasta blaði landsins. Það er ságt, að stóll Churchills í brezka þinginu, hins heims- fræga manns, eigi að standa auður um aldur og æfi, til virð- ingar við hina miklu hetju. Stóll Davíðs frá Fagraskógi á að standa auður í húsi hans, sem vonandi verður áður en langt um líður, eign þjóðarinn- ar allrar. Við eigum engan nú, sem gæti fyllt hann, og þó svo væri, á þetta hús að vera hús Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, og engra annarra. Og fs- lendingar eiga að draga skó sína af fótum sér, þegar þeir ganga þangað inn. Verkamenn. Hver hefur sung ið ykkur fegurri söng en hann? Húsfreyjur og bændur. Hver gaf ykkur fegurstu ljóðin, sem þið kunnið? Sjómenn, iðnaðar- menn, smælingjar, já, allur landslýður, að ógleymdu unga fólkinu. Hver hefir lagt ykkur fegurri orð á tungu, ef þið vild- uð tjá hug ykkar allan en Davíð frá Fagraskógi? Leggið eitthvað af mörkum til að húsið hans verði ekki öðrum selt. Þið stand ið í þessari skuld við hann, og ég veit, að ykkur er ljúft að greiða hana. Ef þið eruð nú sam taka, þá kostar það hvern ein- stakling ekki nema sem svarar einnar klukkustundar dagvinnu kaup. Og þið borgið meira í söluskatt einn dag úr árinu, heldur en þið þyrftuð að fórna í þessu skyni, ef þið væruð sam taka. Ef þið látið þetta tækifæri sleppa úr höndum ykkar til að sýna skáldinu frá Fagraskógi virðingu ykkar og ást, sem verð ugt er, þá eigið þið ekki skilið að eignast þjóðskáld aftur. „í sálir vorar streymir óðsins [andi frá æðri heimum, þjóð og [föðurlandi.“ Guðmundur á Brjánslæk. - ÝMSAR FRÉTTIR FRÁ BÚNAÐARÞINGI (Framhald af blaðsíðu 8). ar- og vinnutæknimálaráðunaut. Samþ. Erindi Búnaðarsambands Suð urlands um kynnisferðir bænda til útlanda. Svohljóðandi ályktun samþ. Búnaðarþing felur stjórn B.í. að gera tilraun til að skipu- leggja árlega bændaför til ein- hvers nágrannalands okkar og leggi til fararstjóra. Erindi Gísla Magnússonar um fræðslu barna og unglinga í sveitum. Búnaðarþing skorar á Alþingi það sem nú situr að kjósa nefnd til að endurskoða alla skólamálalöggjöf landsins. Tel- ur þingið nauðsynlegt að Al- þingi, strax að lokinni endur- skoðun, setji ný lög urn þessi efni, byggð á þeirri reynzlu sem fengist hefir hérlendis og einn- ig reynzlu annarra þjóða eftir því sem við á. Sérstaka áherzlu leggur Búnaðarþing á, að lög- gjöfin tryggi öllutn, hvar sem þeir búa á landinu, sem allra jafnasta aðstöðu til náms, ekki einungis að því er varðar kennslu heldur einnig fjárhags- legar aðstöður. Sam. samhlj. Erindi Búnaðarsambands N.- Þing. um útihúsabyggingar í sveitum og erindi Búnaðarsam bands Suðurlands um byggingar landbúnaðarins. Svofelld ályktun samþ. sam- hljcða. Búnaðarþing felur stjórn B.í. að vinna að því, að ráðinn verði byggingarráðunautur til Bún- aðarfélags íslands. Verksvið hans verði að rann- saka hvaða gerð bygginga og hvaða skipulag henti bezt breyti legum búskaparháttum. Jafn- framt því verði hann ráðunaut ur bænda búnaðarráðunauta og arkitekta um húsagerð landbún aðarins og leyti eftir samvinnu við Teiknistofu landbúnaðarins og byggingarfulltrúa sveitanna eftir því sem við verður komið. Ennfremur felur Búnaðarþing stjórn B. f. að efna til sam- keppni um teikningar ákveðinna landbúnaðarbygginga í samráði við landbúnaðarráðuneytið, Stéttarsamband bænda og Teiknistofu landbúnaðarins og leita eftir fjárframlögum við þessar stofnanir, til þess að kosta slíka samkeppni. K.G. ER mér barst fregnin um að vinur minn Einar Jónsson væri ekki lengur hér á meðal voi', og að hann hefði verið burtu kvaddur á einu augnabliki setti mig hljóðan. En þar sem ég átti margt við hann ótalað, blasti nú við mér sannleikur þeirra orða, að geyma ekki til morguns það, sem hægt væri að gera í dag. Einar Jónsson var Skagfirð- ingur og fluttist hingað norður ásamt móður sinni, sem þá var Akureyri, fyrir fáum vikum, og sá ég hann ekki síðar. Það var síðla kvelds er hann kom, en á þeirri stund er hann dvaldi hjá okkur varð konan min þess vör, að hann væri ekki heill heilsu. Hún virti fyrir sér þennan mann, sem henni var áður óþekktur, og gat þess við hann, að honum liði ekki vel. En hann var glaður að vanda, með gam- anyrði á vörum, brosti til henn- ar, lagði hönd á hjartastað, og sagði: „Þetta dinglar dálítið til stundum." Tók síðan upp sitt glaðværa létta hjal eins og ekk- ert væri um að vera. Er hann kvaddi þetta kveld var um tal- að að hann kæmi aflur síðar, og þá óþreyttur. Nú hafa orðið þáttaskil góði vinur, og leiðir skilið hérna megin. En trú mín er, að þú komir til mín þrátt fyrir burt- för þína, eins og um var talað. Vertu sæll vinur. Hafðu þökk fyrir allt. Akureyri 11. marz 1965 Steingr. Sigursteinsson. Rauðakrossdcild Akureyrar orðin ekkja, og systrum, fyrir rúmlega 30 árum. Síðan hefir hann lengst af dvalið hér á Ak- ureyri, og átt sitt lögheimili. Hann var ókvæntur en átti eina dóttur, nú búsetta á Akureyri. Einar stundaði ýmis konar verkamannavinnu og vann nú um langt skeið við Skinna- og sútunarverksmiðjuna Iðunni. Hann var mikill verkmaðui', harðduglegur og ósérhlífinn, trúr og samvizkusamur, enda eftirsóttur af þeim er til hans þekktu. En oft vill það verða, að þögnin geymir það sem vel er gert, en öðru haldið á lofti, því sem miður fer. Einar var enginn yfirborðs- maður, kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur. Oll sýndarmennska var honum fjar læg. Hann hugsaði lítt um eig- in hag, en rétti öðrum hjálpar- hönd, þeim er með þurftu, og án endurgjalds. Efnishyggjan var ekki hans förunautur, enda fátækur á því sviði, en þó mörg um ríkari, ef verk hans voru litin í .öðru ljósi. Einari var gefin létt lund, og að jafnaði var hann gamansam- ur og glaður, og jafnvel nú í seinni tíð, eftir að honum varð Ijóst að hverju stefndi. En að baki giaðværðar hans leyndist djúp alvara, og grunur minn er sá, að þjáningar hans hafi verið allþungbærar stundum. En þær voru hans, og þær bar hann einn. Að varpa skugga á veg samferðamanna sinna var gagn stætt hans eðli. Og þannig kvaddi han þennan heim að morgni hins 7. marz s.l. rúm- lega fimmtugur að aldri. Hann leit hér inn á heimili okkar hjóna að Bjsrmastíg 3, þakkar öllum þeim, sem af dugnaði og fórnfýsi unnu að merkjasölu Rauðakrossins á öskudaginn, sem og þeim, er merkin keyptu. Alls nam merkjasala á Akur- eyri og í nágrenni rúmlega kr. 22.000.00. Þá þakkar deildin Borgarbíó, sem eins og mörg undanfarin ár gaf börnum þeim, sem merki seldu í bænum, að- göngumiða að kvikmyndasýn- ingu á sunnudaginn. Einnig þakkar deildin þeim góðu börn- um, sem gáfu Rauðakrossinum peninga; sem þeim hafði áskotn azt: Fjórar litlar stúlkur gáfu kr. 30.00, öskudagsflokkur Sig- urðar og Guðmundar kr. 213.00, Sigfríð Ingólfsd. Ingunn Árnad. Fríður Gunnarsd. og Ragna Gunnarsd. kr. 160.00, fl. Þor- steins Leós kr. Í26.00, fl. Ernu og Fríðu kr. 503.00, fl. Ingveldar Hjartardóttur kr. 80.00, Stefán Jakobsson og félagar kr. 145.00 og fl. Örnu og Diddu kr. 100.00. TENGDAMAMMA í KINN Ófeigsstöðum 8. marz. Hér í sveit hafa kvenfélögin gengizt fyrir því að æfa og setja á svið sjónleikinn Tengdamömmu. Bú ið er að sýna leikinn tvisvar í okkar forna samkomuhúsi við mikið dálæti áhorfenda. María Valdimarsdóttir í Landamóts- seli leikur tengdamömmu og tengdadótturina Halldóra Jóns- dóttir, Fi'emstafelli. Þuríði gömlu leikur Gerður Kristjáns- dóttir, Fremstafelli, en Ingvar Kárason leikur Ara. Alls eru leikendur 9 talsins. Kjomið hef- ur til tals að sýna leikinn á Breiðumýri í Reykjadal. B. B. RONALD FANGEN EIRlKUR HAMAR ÍKHKBKBKBKBKHKK Skáldsaga 20 CBKHKHKBKHKHKHKt' Hijn var heppnari heldur en hún hafði búizt við, því Eiríkur var af hreinni tilviljun laus og viðlátinn og hafði ekki tilkynnt neitt bann. Símastúlkan sagði því hiklaust: já, augnablik! Eiríkur varð forviða, þegar Edith var tilkynnt, hann átt- aði sig ekki fyrr en hún var komin inn til hans og lokaði hurðinni vandlega á eftir sér. Hún hafði nú sjálf tekið framkvæmdastjórnina að sér og var ekki vitund smeyk. En hún taldi samt hyggilegast að vera dálítið kvíðin og hikandi. — Sæll, Eiríkur, sagði hún og gekk hægt inn að skrif- borði hans. — Mér fannst ég verða að líta inn til þín hérna á skrifstofunni, fyrst ekki er hægt að hitta þig heima. Eiríkur hafði staðið upp, en hann var í hreinustu vand- ræðum með hvað hann ætti að segja. Hann tautaði bara: — Sæl, það ert þá þú. — Hefirðu voða mikið að gera, Eiríkur? — Já, það hef ég, — og það er nú eitt. Og svo er hitt, að mér skildist við vera sammála um, að öllu ætti að vera lokið okkar á milli. — En fékkstu þá ekki bréfið mitt, Eiríkur? — Jú, það er að segja. Ég hefi ekki lesið það. — Hefirðu ekki lesið bað? En góði, hvað er það sem veld- ur því, að þú kærir þig ekkert um mig? Að hugsa sér að lesa ekki einu sinni það sem ég skrifa þér. — Mér fannst bara eins og þér, að bezt væri að þessu sé lokið. — En það finnst mér ekki. Það var bara, — ég var dálítið æst og utan við mig. Hefirðu svo mikið á móti mér, Eirík- ur? — Nei, alls ekki. Ég hefi enga ástæðu til þess. — Jæja, guði sé lof, hugsaði Edith og skákaði sér létti- lega niður í armstól Eiríks. Og Eiríkur settist líka. F.n nú vissi hvorugt, hvað segja skyldi, unz Edith tók að spjalla við hann: — En hvað hann hefði skemmtilega skrifstofu, hana furð- aði sveimér ekki þótt hann yndi sér vel hérna, já, vesalings viðskiptastarfs-menn sem dvelja fjórðung ævi sinnar á skrif- stofu, þá er ekki nema eðlilegt að þið kappkostið að gera þær skemmtilegar. Hvort hann hefði skemrnt sér vel upp á síðkastið? Hún vildi sízt af öllu ónáða hann, góði bezti, henni þætti lxara vænt um hann, og henni nægði að vita, að þau væru góðir vinir, hún hefði einnig list sína, þótt honum þætti ekki mikið í hana varið, já, hún gat hlegið að því, að hún væri heldur ekki neitt voða hrifin af sjálfri sér, en bíddu bara: — það yrði þó sarnt sem áður kannski eitt- hvað stórt úr því einn góðan veðurdag. Eiríkur sat uppgefinn og örlagabundinn og hlustaði á hana og sagði ekkert, einhverntima yrði hún búin. En hún hélt enn áfrarn: Hvort hann hefði séð Hamlet núna? (Nei.) Hvort hann hefði heyrt um unga prestinn, nýtízkuprestinn í Þrenningarkirkjunni, sem hefði sagt fyrir skömmu, að honum virtist það miklu lakari náungar, sem hlypu með slúðursögur og kjöftuðu um lauslæti og siðleysi annarra, heldur en sjálfir þeir sem lauslátir væru. Hann héti víst Hólm. Forvitni Eiríks vaknaði skyndilega: — Þórólfur Hólm. Edith himinlifandi yfir að hafa komið Eiríki á skrið: — Já, einmitt, það er alstaðar altalað um þetta. Hún hefði heyrt það.í leikhúsinu. Okkur öllum fannst þetta rétt og djarfmannlega talað. En Bóthildur gamla, sem hefir víst lifað í sakleysisástandinu alla ævi, hún sagði auðvitað: — Þessháttar má prestur ekki segja. Það er ekki biblíulegt. Eiríkur hló ósjálfrátt. — Edith hafði góða hermigáfu. Hann sagði: — Nei, ég liefi ekkert um þetta heyrt. — Ég þekki nú ann- ars séra Hólm. — Jæja, gerirðu það? — Ég þekkti hann rnjög vel, Jxegar ég var stúdent. Edith þótti þetta ljómandi skemmtilegt. Það væri sann- arlega blikandi bjart, að nú kæmu ungir prestar sem þyrðu að segja meiningu sína og leysa frá skjóðunni. — Þá gætu þeir gert eitthvað til gagns, sagði hún. En að lokum þagnaði hún og horfði hikandi á hann. Hann starði kuldalega ofan í borðið. Svo sagði hún: — Eigurn við ekki að vera sammála um, að ég komi heim til þín síðdegis í dag?. . . . Eiríkur greip framí: — Ég er önnitm kafinn í allan dag. — Æ-i, hve það er leiðinlegt. — En þá á morgun? Eiríkur stóð upp. — Nei, Edith. Það er ekki sökum þess, að ég hafi nokkuð á rnóti þér, alls ekki. En ég vil helzt að þessu sé lokið. Edith sat kyrr og starði á hann, hálflömuð við tilhugsun- ina um að nú liti helzt út fyrir að þessu ætti að vera lokið. En svo varð hún á ný sárgröm sökum þess, að þetta var svo óskiljanlegt, Eiríkur svo þögull og innibyrgður, og hún átti engan lykil að skapgerð hans. En liún hafði hemil á gremju sinni. Eiríkur liafði hér töglin og hagldirnar og var orðinn svo einkennilega dularfullur og háfleygur. Hún sagði: — Eiríkur, þegar ég segi þér nú, að mér þykir vænt um þig og þoli þetta.ástand ekki lengur, — geturðu þá ekki að minnsta kosti sagt mér ástæðuna til þess? Það getur þó ekki verið það, að ég reiddist — jæja, varð taugaæst, ef þú vilt heldur orða það þannig — í þetta eina skiptið? Eiríki leið ekki vel, hann hefði viljað mikið til vinna að hafa komizt hjá þessu samtali, en hvernig í skollanum átti honum að geta dottið í hug, að hún kæmi ofan á skrifstofu? Ef það nú aðeins væri það, að hann \ ildi ekki svara henni, — eða teldi að hún gæti ekki krafist svars, verðskuldaðr ekki svar. En hann var fús til að svara henni, oí>' honum aramd- ist að hann skyldi ekki gera það undir eins. En hann gat það ekki. Hann vissi blátt áfram ekki, hverju svara skyldi. Hann tautaði: — Ég hefi enga sérstaka ástæðu, það er satt. Mér virðist bara bezt, að þessu sé lokið. — Og það er aðeins sönnun þess, að ég var svo heimsk — eða blátt áfrarn fékk þá hugdettu, sem ég meinti ekkert með: að stinga upp á hjónabandi? Eiríkur varð dálítið forviða, — sem hún rneinti ekkert nreð? Hjónaband? Það var nú samt ástæðan, því það var ekki satt, að hún meinti ekkert með því. Og þá gæti hann að minnsta kosti sagt þetta: — Já, það var hjúskaparkrafan. Ég vil sem sé ekki kvæn- a$t. Það merkir ekki að þú sért ekki nógu góð, eða mér sé alveg sama um þig. Það er ekkert skylt því. En ég veit að nri er friður rofinn okkar á nrilli. Því að þú nrunt halda áfrarn að luigsa um hjúskap og reyna að fá mig til í það á einhvern hátt. Og það vil ég ekki! Og þar nreð er allt orðið breytt. Edith hafði í svip glevnrt því, að Eiríkur hafði rétt fyrir sér í spádómum sínunr. Hún fullyrti og trúði því sjálf: — Ég skal ekki framar hugsa unr hjónaband og aldrei nefna það við þig framar. Eiríkur: — Það stoðar ekkert. Fyrst geturðu ekki haldið það loforð. Og í öðru lagi er allt orðið breytt. — Breytt, hugsaði Edith. — Breytt, hvað þýðir nú það? Þarna kemur það aftur, ég skil ekkert í, hvað að honum gengur, og hann vill ekki segja það. Og nú var hún bæði óþolinmóð og dauðmóðguð. Hún yrði að hætta þessu. Hún stóð upp og gekk til dyra. — Vertu sæll, véfréttaþulur! — Það er ekki til neins að tala við þig. Og nú er það í síðasta sinn, sem ég leita til þín. Út. Hann var skömmustulegur, en liann var samt hamingju- samur. I allra góðra goða nafni, hvað ætti hann að hafa gert, hefði hún orðið allt hans líf, og hann orðið að hringsólast með hana í hringekjunni þeirri arna? Guði sé lof — nú var einhverju lokið — já, það var eins og, — já, hvað? — Eins og einhverju væri ráðstafað — með langsýningu, eins og væri hann að búa sig, — var það ekki einmitt sú kennd, sem var starfsorka hans þessa dagana, svo dauðþreyttur sem hann var? Hverskonar kennd? En það getur gilt einu. Ég verð að halda áfram og sjá hvað setur. ,, Eiríkur starfaði af kappi. Það voru þreytandi og leiðinleg málefni, sem hann hafði með höndum. Hann myndi ekki hafa orkáð að fást við þau hefði verið um ný mál að ræða, — eitthvað sem hefja þyrfti frá upphafi, en nú var sú span- andi eftirvænting, að allt í einu þurfti hann að verja mál sem hann hafði þegar tekið að sér, — og það var fyrst nýskeð að honum var ljóst, hve mikið þetta var. Hann gat ekki og skyldi ekki tapa því! — En svo er hann hefði unnið? Sjáum til, — en þá fengi hann vpnandi frið. Þá myndi vonandi eitthvað annað bíða hans. Þá yrði hann að snúa sér að sjálf- um sér og gera upp reikningana. Hamingjan góða! Það gerðu menn árlega í sérhverju fyrirtæki! Og hann gerði það aldrei. En bregðast ekki slíkar vonir alltaf, — segja ekki flest allir við sjálfa sig, að þegar ég aðeins hefi ráðið fram úr þessu, þá gefst mér tími til að vera maður, þá fæ ég frið? Og þar sem það aldrei rætist, verður þetta að lokum eitthvað sem flytzt út fyrir takmörk tíma og rúms, eilífðar- von, kristileg von: — „Komið til mín allir þér sem erfiðið og þreyttir eru, og ég mun veita yður hvíld.“ — Stolt orð Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.