Dagur - 13.03.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 13.03.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT T NÚ eru hryssurnar teknar upp á því að kasta á þorranum eða í byrjun góu og hefðu það f T einhverntíma þótt mikil tíðindi. Jónas Davíðsson, Akureyri, á þessa rauðstjömóttu hryssu, f X sem stóð yfir nýfæddum syni einn morguninn þegar komið var í hesthúsið. (Ljósmynd: E. D.) x ÝMSAR FRÉTTIR FRÁ BÚNAÐARÞIN6I EINS og kunnugt er var Búnað arþing sett í Bændahöllinni í Reykjavík þriðjudaginn þann 23. febrúar sl. Form. B.í. Þor- steinn Sigurðsson setti þingið og minntist í fyrstu 2ja einstak linga, sem látist höfðu fyrir skömmu. Voru það Dóra Þór- hallsdóttir forsetafrú og Páll Zóphoníasson fyrrverandi bún- aðarmálastjóri. Vottuðu við- staddir hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. Síðan gat formaður þess að nú væri hús búnaðasamtakanna — Bændahöllin — að mestu full gerð. Væri byggingarkostnaður orðin um kr. 130.000.000.00 þar með talinn allur hótelbúnaður, svo og kostnaður við frágang lóðarinnar kringum húsið. Gat þá form. nokkurra helztu mála, sem mundi koma til kasta Búnaðarþings að fjalla um. Að loknu erindi form. flutti landbúnaðarráðherra ávarp. Drap hann þar á ýmis mál, sem landbúnaðinn varða og efst eru í hugum manna nú um stundir. Lægju nú fyrir Alþingi frum- vörp til laga um búfjárrækt og til nýrra jarðræktarlaga. Mundu þau sennilega fá afgreiðslu á því þingi er nú situr. Á Búnaðarþingi hafa nú verið lögð fram 33 mál. Margt af þeim mjög mikilsverð mál fyrir framtíðarafkomu íslenzks land- búnaðar. Að þessu hafa verið haldnir 5 fundir í Búnaðarþingi og af- greidd nokkur mál, sem getið verður hér á eftir: Erindi Búnaðarsamb. S.-Þing. NÝJAR MJÓLKUR- UMBÚÐIR MJÓLKURSAMLAG KEA á Akureyri hefur nú fengið áfyll- ingavél fyrir nýjar mjólkurum- búðir. Ætlunin er, að selja mjólk í 10 lítra umbúðum, t. d. í skip og veitingaliús, en síðar til almennra neytenda ef reynzl an sýnir að það sé hagkvæmt. Verður þessari nýjung væntan- lega gerð betri skil j næsta blaði. □ varðandi dreyfingu ríkisstofn- ana um landið. Samþ. var svofelld ályktun: Búnaðarþing skorar á Alþingi að gera ákveðnar og raunhæfar Ketill Guðjónsson. ráðstafanir til að efla byggð og treysta búsetu fólks um land allt. Þingið vill vekja athygli á fordæmi Norðmanna í þessu efni og telur æskiiegt að sér- stakri stofnun verði falið það verkefni, að beina fjármagni til framkvæmda í þá landshluta, Laxárdal, 31. des. 1964. Heyskaparlok drógust fram í okt. sl. súmar en heyfengur varð þó sfemilegur, en sumt ■'illa hfakið. Ssuðburður gekk ágætlega, en heldur með minna móti tvílembt. Dilkar voru betri en undanfarin haust, og einnig annað. fé. Fé fjölgaði ekki, og einn bóndi varð að fækka fé méira en um helming vegna heilsubrests. Mjó.Ikurkúm fækk aði (af ýmsum orsökum) um 1/5, en eitthvað er af kúm í uppeldi á móti því. Mjólkur- framleiðsla var með mesta móti á árinu, en fremur mun verða stefnt að fjölgun á fé en kúm eftirleiðis ef réítlátara verð fæst fyrir sauðféð en verið hef ur, og hefði verið heppilegra -að sú réttarbót hefði verið kom in fyrr. Nývælit var aðeins 2 þar sem byggð vex ekki eðli- lega og að ákveða staðsetningu þjónustustofnana ríkisins, skóla og annarra ríkisstofnana og at- vinnufyrirtækja, svo að þau styðji að eðlilegri og jafnri fólksfjölgun um land allt. Stofnuninni verði séð fj'rir föstum tekjum sem haldi gildi sínu, þó verðfall verði í peninga gildi í landinu. í stjórn stofn- unarinnar verði fulltrúar kosn ir af landsfjórðungunum, einn af hverjum, ásamt fulltrúum rík isvaldsins. Erindi stjórnar Búnaðarfél. ísl. Tillaga til þingsályktunar um leiðbeiningarþjónustu á vegum Búnaðarfél. fsl. Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfél. ísl. að bera fram við ríkisstjórnina eindreg- in tilmæli um, að hún leggi til við Alþingi, að það auki á næstu ársfjárlögum fjárfram- lag til Bún.fél. fsl. til ráðunauta starfsemi þannig, að hægt verði að bæta við þremur ráðunaut- um, sauðfjárræktarráðunaut, garðyrkjuráðunaut og bygging- (Framhald á blaðsíðu 4). ha. en ofurlítið land unnið fyr- ir næstu ár. Ekki var byrjað nema á einni byggingu (fjósi) og eitt íbúðarhús er í smíðum (byrjað á því í fyi’ra), og lokið við fjós frá fyrra ári (6 kúa úr torfi og grjóti). Byggingarþörf er mikil einkum á útihúsum. Rjúpna veiði var mjög lítil. (Framhald á blaðsíðu 2). MINKURINN A AIÞINGI Fyrir skömmu kom fram á AI- þingi frumvarp þess efnis að leyfa minkaeldi hér á landi, en það Iiefur verið bannað með lögum um skeið. Gert er ráð fyrir, að fyrst um sinn verði fá- um aðilum veitt leyfi til minka- eldis. Nú þegar virðist áhugi mikill fyrir framleiðslu minka- skinna. Því ber að fagna ef minkaeldi verður Ieyft á Islandi því aðstaða til slíkrar loðskinna framleiðslu er hér betri en í flestum öðrum löndum, bæði vegna hins svala loftslags og óvenjulegrar aðstöðu hvað fóð- uröflun snertir. Hinu er ekki að leyna, að það þarf kunnáttu til, en hana hafa fáir landsmenn, og strangar verða reglur að vera um umbúnað minkabú- anna svo ekki fari verr en til er ætlast. MINKAELDISFÉLÖG STOFNUÐ Á meðan hið liáa Alþingi veltir fyrir sér frumvarpi um að leyfa á ný minkaeldi hér á landi, hafa a. m. k. fjögur félög verið stofnuð, og bíða þau þess að eldið verði leyft svo þau geti hafið framleiðslu minkaloð- skinna. Hin nýsíofnuðu minkaeldis- félög eru í Reykjavík, 2 þeirra, Loðdýr og Grávara. Þá hafa fiskvinnslustöðvar á Vestfjörð- um stofnað félag um minkarækt og nokkrir aðilar á Sauðárkróki stofnuðu um síðustu helgi félag- ið Loðfeld. — Áðurnefnt frum- varp gerir ráð fyrir að fimm minkabú, eða minkagarðar, verði leyfð til að byrja með. DÁTASJÓNVARPIÐ DRIF- FJÖÐUR Þótt stjórnarflokkarnir Iegðu blessun sína yfir stækkun sjón- varpsstöðvarinnar í Keflavík og leyfðu hana sællar minningar, eru flestir orðnir sammála um, að það var ógæfa. Og nú svíður undan smáninni. Þótt stækkun sjónvarpsstöðv- arinnar væri, af stjórnarflokk- unum, varin með oddi og egg og nágrönnum dátanna ekki tal in of góð skemmtunin af sjón- varpinu, er nú ltomið annað hljóð í strokkinn og þykir mönnum nú, sem gengið liafi verið í sjálfheldu. Til að losna úr lienni eygja menn eitt ráð og aðeins eiítr Að stofna innlent sjónvarp. Það er í senn rauna- legt og þó í aðra röndina bros- legt, að dátasjónvarpið í Kefla- vík skuli vera með þeim hætti orðin eins konar driffjöður fyr- ir íslenzku sjónvarpi. Skennnti- legra hefði verið að aðrar og sómasamlegri orsakir hefðu fyrst og fremst legið til grund- vallar, en þær, að losna með því undan oki hins erlenda og viðsjárverða fjöhniðlunartækis, sem íslenzk stjómarvöld bera ábyrgð á. NEIKVÆÐ ÁHRIF SJÓN- VARPS Margt er rætt um sjónvarpið, en víst er, að möguleikar þess eru miklir, sem kennslutækis og sem fréttamiðlari er það stór kostlegt. Samkvæmt fenginni reynslu frá hinum ýmsu lönd- um eru áhrif sjónvarps á börn og unglinga að sumu leyti mjög neikvæð. Börn eyða álíka löngum tíma fyrir framan sjón- varpið og í skólanum. Og áhrif- in láta ekki á sér standa. Eng- inn ágreiningur er um það, að hin mörgu og liryllilegu ofbeld- isverk sjónvarpsmynda auka líkurnar á því, að liluíaðeigend- ur fremji síðar á ævinni svip- uð verk. Sá er þetta ritar hefur á einni kvöldstund harft á tugi morða í amerísku sjónvarpi og þótti nóg um. En hið sama gild- ir um sjónvarpið og t. d. kvik- myndir, útvarp og hið prentaða mál, að veldur hver á heldur. NAFNSKÍRTEINI ENN A DAGSKRÁ Yfirvöld landsins gáfu um það fyrirheit fyrir ári síðan, að koma í framkvæmd vegabréfa- skyldu. Það fórst fyrir. Nú er málið aftur á dagskrá á Alþingi í formi stjórnarfrumvarps. Gert er ráð fyrir að Hagstofan gefi út nafnskírteini til allra ein- staklinga frá 12 ára og eklri. Á hverju skíríeini verður: Nafn, nafnnúmer, fæðingardagur og ár, útgáfutími og reitur fyrir mynd (Hvers vegna ekki mynd?) Vonandi er að þetta mál komi sem fyrst til fram- kvæmda og vefjist ekki Iengur af annarlegum ástæðum fyrir löggjafarþinginu að koma því í höfn. Eftir því er beðið um land allt og búið að bíða of lengi. (Framhald á blaðsíðu 2). Hlutafélag um loð- dýrarækt stofnað á Sauðárkróki HINN 8. marz s.l. var stofnað á Sauðárkróki nýtt hlutafélag um loðdýrarækt. Nafn félagsins er Loðfeldur h.f. Að stofnun þess stóð fjölmennur hópur áhuga- manna um þessi mál. Tilgangur félagsins er að hefja loðdýrarækt í allstórum stíl, þegar tilskilin leyfi eru fengin og stefnt er að því að hefja undirbúningsframkvæmd- ir á þessu ári. í stjórn félagsins voru kjörn- ir: Adolf Björnsson, rafveitustj. formaður, Stefán Guðmundsson framkvæmdastj., Steinn Steins- son dýralæknir, Egill Bjarna- son ráðunautur og Stefán Olaf- ur Stefánsson póstmeistari. Q I Ullarvörur til Sovéfríkjanna ENN framleiða Samvinnu- verksmiðjurnar á Akureyri, Gef'im og Hekla, vörur fyrir Rússa. Búið er að semja um sölu á 30 þús. teppum og 50 þús. peysum á þessu ári. í an frá Altureyri. Verð þess- ara vara er svipað og í fyrra. Leitað er markaða fyrir þess ar vörur og aðrar skyldar í ýmsum öðrum löndum, m. a. í Bandaríkjunum, og liklegt að sú viðleitni beri árangur. g gær fór fyrsta sendingin héð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.