Dagur - 17.03.1965, Page 1

Dagur - 17.03.1965, Page 1
Bj arndýr söskur utan af Sk j álf andaf lóa? TVENN hjón úr Kelduhverfi fóru, ásamt fleira fólki, út á Tjörnes um síðustu helgi. Er fólk þetta var statt hjá Mánár- seli, sem er skammt fyrir norð- an Máná, heyrði það öskur mik- il utan af hafi. Heyrðust þau hvað eftir annað og greinilega og allt fólkið heyrði þau. Fólk í V IÐ T A L við biskupinn, É hcrra Sigurbjöm Einarsson, | birtist á 4. síðu blaðsins í § dag. (Ljósmynd: E. D.) þetta lét sér detta í hug, að hér væri um bjarndýrsöskur að ræða, en lýsing hljóðanna kom þó ekki heim við það, sem slík- um hljóðum er venjulega lýst. En bjarndýrin gefa stundum frá sér há og gegnumgangandi gól. Sumir sjómenn halda því fram, að ferðafólkið hafi hér heyrt rostungsöskur, en aðrir álíta, að um geti verið að ræða hljóð frá ísnum, sem er margs konar er jakar nuddast saman eða steyta á skerjum og klettum. Sagt er, að a. m. k. einn bóndi á Sléttu fari ekki byssulaus milli bæja nú um sinn. Mun það skynsamlegt með tilliti til gamallar reynslu austur þar. ísbirnir kölluðust á. Það var frostaveturinn 1918 að bjarndýr komu með ísnum og gengu á land á nokkrum stöðum. Eru til af því margar skráðar sögur. En nú hefur verið íslaust hér við land í næstum hálfa öld og fá bjarn- dýr sézt á því tímabili. Nefndan frostavetur sáust morgun einn bjarndýraslóðir skammt frá Arnarnesi í Kelduhverfi. Árni Jóhannsson, sem enn lifir, og Gunnar bróðir hans fylgdu slóðinni langt fram á ísinn. Heyrðu þeir tvö bjarndýr kall- ast á en sáu þau hvergi, enda eru bangsar samlitir ísnum. □ Bærinn í Eyvík eyðilagðist af eídi Húsavík 16. marz. Klukkan 2 e. h. síðasta föstudag kom upp eldur í íbúðarhúsinu í Eyvík á Tjörnesi. En þar búa systkinin Fanney og Þórður Guðnason. Var bóndi á sjó, en konan heima með kornbarn, sonar- barn sitt. Gerði hún þegar að- vart og kom slökkvilið Húsa- vikur fljótt á vettvang. En er það kom var húsið alelda að innan. Búið var að slökkva eld- inn um kl. 4. Veggir standa uppi en húsið er gjöreyðilagt. Það var gamalt timburhús, ein hæð og ris á steyptum kjallara. Allt innbú eyðilagðist. Vátrygging Leiksýning U.M.S.E um helgina UNGMENNASAMBAND Eyja- fjarðar sýnir gamanleikinn Ást og misskilningur í Freyjulundi n. k. föstudagskvöld, í Árskógi á laugardagskvöld og að Mel- um sunnudagskvöld. Leikstjóri er Júlíus Oddsson. □ Ásrún Baldvinsdóttir annast skiptiborð og ýmis konar afgreiðslu í hinu vistlega anddyri Hótel KEA. Anddyri Kólei KEA slórlega endurbæll Hótelið býr sig undir að taka á móti miklum ferðamannastraum í vor og sumar var mjög lág og tjón þeirra systkina því mikið. Fanney dvelur nú á Húsavík hjá syst- ur sinni en Þórður dvelur á Héðinshöfða. Þ. J. Á MÁNUDAGINN gafst frétta mönnum kostur á að s;á niiklar og smekklegar endurbætur á anddyri Hóíel KEA, sem undan farið liefur verið unnið að og nú er lokið. Við myndarlegt kafíiborð ræddu hótelstjórinn, Ragnar Ragnarsson, og Gunnlaugur P. Kristinsson skrifstofumaður, um þessar breytingar, svöruðu fyrirspurnum og afhentu eftir- farandi fréttatilkynningu: „Um s.l. helgi var lokið við ýmsar breytingar og endurbæt- ur á Hótel KEA, sem staðið hafa yfir um alllangt skeið. Síð- ustu breytingarnar voru gerðar í anddyri hótelsins. Til af- greiðslu þar vérður nú ein stúlka, sem auk þess hefir á hendi símavörzlu, og gjaldkeri, sem annast mun uppgjör við hótelgesti. í sambandi við Gildaskálann hafa verið gerð sérstök snyrti- herbergi og einnig fatageymsla. Anddyrið hefur verið lagt grænu nylon-gólfteppi, auk þess sem það er vel búið hús- gögnum. Teiknistofa SÍS gerði allar Verkfall hjá ýmsum iðnfyrirtækjum á Ak- ureyri hófst síðastliðinn mánudag Á MÁNUDAGINN hófst verkfall hjá nokkrum iðn- fyrirtækjum á Akureyri. — Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri og Félag íslenzkra iðnrekenda hafa gefið út fréttatilkynningar um að- draganda þessa verkfails og vísast til þeirra. Dagur sneri sér í gær til formanns Iðju, Jóns Ingi- marssonar, og innti hann frétta af verkfallinu. Hann sagði, að sáttafundur hefði verið haldinn með deiluaðil- um á föstudag, en ekkert samkomulag náðst. Engar viðræður hefðu fartð fram síðan og engin tilboð hefðu borizí frá iðnrekendum, sem Jeyst gætu deiluna. Blaðið reyndi á sama hátt að fá upplýsingar frá hinum deiluaðilanum á Akureyri, en þær voru engar gefnar, en vísað til Félags ísíenzkra iðnrekenda í Reykjavík. Fyrirtæki þau, sem lokuð eru af völdum vcrkfallsins eru: Amaro, Burkni, Efna- gerð Akureyrar, Linda og Loreley. Hjá starfsfólki þess ara fyrirtækja ríkir mikil og eðlileg óanægja. □ Ragnar Ragnarsson hótelstjóri. teikningar, en Dofri h.f., Akur- eyri, sá um framkvæmdir". Á Akureyri eru nú starfandi tvö gistihús, Hótel KEA og Fé- lagsheimili templara, Varoborg, auk Skíðahótelsins í Hlíðar- fjalli og anna þau vel gestamót- töku yfir vetrarmánuðina með- an fæst er um ferðamenn. Þó vantar mikið á, að unnt sé að taka á móti öllum þeim gest- um, sem hingað ætla að koma á skíðavikuna síðar í vetur. í vetur hefur verið meira um ferðamenn en fyrirfarandi vet- ur og útlit fyrir fjölda ferða- manna í sumar. En þá tekur heimavist MA væntanlega til starfa á ný sem sumargististað- ur og er það mikil viðbót. Og Hótel Akureyri, sem nú hefur verið lokað um sinn, verður e. t. v. opnað á ný. Um 30 starfsmenn eru nú á Hótel KEA og býr hótelið sig eftir megni undir það, að geta veitt þá þjónusíu, sem því er ætlað að veita á næstu „ferða- mannavertíð.“ Hinar miklu endurbætur, sem hér um ræð- ir og fleiri gagngerðar breyting s ar og endurbætur áður, er áfangi að því marki. □ Fundur um skólamál FÉLAG ungra Framsóknar- manna á Akureyri heldiir almennan fund um skólamál að Hótel KEA Iaugardaginn 20. marz kr. 14,00. Framsögumenn verða þeir Þórarinn Björnsson skóla- meistari, sem ræðir um skólamálin, og Ingvar Gísla- son alþingismaður, sem ræð- ir um framtíðarstaðsetningu skóla og eflingu Akureyrar sem skólabæjar. Bæði þessi mál hafa veríð mjög ofarlega á baugi í um- ræðum manna á milli að und anförnu, og verður því fot- vitnilegt að heyra, hvað þessir framsögumenn, sem báðir eru mjög kunnugir málunum, hafa að segja. □ Hallgrímur Jónsson járnsmiður látinn í GÆRMORGUN andaðist í Kristneshæli Hallgrímur Jóns- son járnsmiður frá Akureyri, nær 87 ára að aldri, merkur borgari og drengur góður. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.