Dagur - 17.03.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 17.03.1965, Blaðsíða 4
4 1 Tr*. ^irTíf'l,ll1Í Um endrreisn Skálholtsstaðar ’JdWrfHMu «« , r « i iiiiBiii IX Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. GuS! framtíðarinnar MIKILL útsær á alla vegu einangr- aði land okkar fram á síðustu ára- tugi, en nútíma samgöngutækni hef- ur rofið þá einangrun. Hafrót og vindar gnauðuðu á strönd og lág- reistum bústöðum manna, ís lokaði fjörðum, pestir drápu fólk og érlent vald saug blóð úr þeim, sem eftir lifðu. En kynstofninn var sterkur, háði andlega og gifturíka frelsisbar- áttu og jók síðan verkmenningu sína, alhliða uppbyggingu og fram- farir. íslendingar urðu stæltir af á- tokunum við Dani og suitinn og hafa nú um sinn notið fulls sjálf- stæðis, sem fámennasta fullvalda þjóð heims, við batnandi hag. Síð ustu áratugina hefur þjóðín kosið sér þéttbýlissjónarmið í ríkara mæli en áður, þjónustustéttir eru orðnar fjölmennar, vald og fjármagn hefur safnazt á einn stað og þjóðmálabar- áttan snýst um innanlandsmál, eink- um um skiptingu auðs og arðs og er lágkúruleg. Verkmenning og dugn- aður hefur gefið ríkulegan ávöxt við sjávarsíðuna, þar sem gjöful fiskimið eru skammt undan. Landbúnaður- inn liefur verið vélvæddur á sköinm- um tíma og hver einstaklingur við landbúnaðarstörf framleiðir helm- ingi meiri búvörur en áður og yngsta atvinnugreinin, iðnaðurinn, hefur dafnað vel og á skömmum tíma orðið mikill og fjölþættur at- vinnuvegur. í stærstu dráttuniun höfum við því „gengið til góðs“. — Jafnhliða þessu hafa augu flestra opnazt fyrir þeim dásemdum, sem land okkar hefur að bjóða, ekki að- eins landi í sumarskrúða, heldur í nær ónotuðum auðlindum jarð- efna, hvera og fossa. Islenzkir fossar voru raunar eitt sinn seldir fyrir er- lendan gjaldeyri og nú er reynt að koma þeim í verð á ný. En mesta framtíðarauð landsins vilja fæstir sjá, en hann er jörðin sjálf, bæði gró- ið land og ógróið, allt hið ósnerta og mikla land, sem getur fætt og klætt hundruð þúsunda manna. Tilraunir sýna, að allt upp í 600 metra hæð ná margar nytjaplöntur ágætum þroska. Víða, Jiar sem nú eru nær endalausir sandar má rækta töðuvöll og beitar- land. Milljónir hektara af góðu ræktarlandi bíður landnáms Islend- inga. I»ar er að finna mesta gull fram tíðarinnar. Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, varð góðíúslega við þeim tilmælum blaðsins, að svara nokkrum spurningum BISKUPINN yfir íslandi, lierra Sigurbjörn Einarsson, var hér á ferð um helgina, í sambandi við Kirkjuvikuna á Akureyri, svo sem kirkjugestir á sunnudaginn minnast með gleði. Hann visiter- aði um leið, en mun í sumar visitera í héraðinu. Hann var einnig viðstaddur kirkjukvöld á Dalvík á laugardaginn og á Möðruvöll- um í Hörgárdal á sunnudag. Biskupinn óskaði að leiðrétta ummæli Dags 20. febrúar, og var því að sjálfsögðu vel tekið. Og um leið var óskað eftir við- tali við biskupinn til birtingar, sem hann góðfúslega veitti. Fer það hér á eftir og er leiðrétting- una þar einnig að finna. Bókasafnskaup fyrir Skál- holtsstað eru umtöluð og einn- ig umdeild. Vilduð þér segja eitthvað um tilgang þeirra kaupa? Það er Ijóst, að ein af undir- stöðum undir menningarstað, sem í Skálholti, hlýtui%að vera vandað bókasafn. Að ná saman vönduðu bókasafni er ekki að- eins kostnaðarsamt heldur er mikil vinna í því fólgin. Ég hafði rennt ágirndarauga á safnið, meðan það var enn í eigu Þorsteins heitins sýsiu- manns, en hafði engin úrræði til að klófesta það þá, en tryggði mér þegar eigendaskipti urðu, að geta fylgst með örlögum þess. Þegar það var boðið til sölu beið ég átekta að sjá hvaða tilboð kæmu. Og þegar frestur- inn var útrunninn steig ég þetta skref. Þá hljóp Skálholts- félagið undir bagga. Svo er hugmyndin að leita til þjóðar- innar með framlög til að ná kaupverðinu. Við höfum verið að skipuleggja fjáraflaáætlun- ina og mun bráðlega heyrast frá okkur nánar um þetta mál. Hvað líður framkvæmdum hins kristilega Iýðskóla í Skál- holti? Síðan kirkjan fékk Skálholt andi. Það er rétt, að árið 1956, þrem árum áður en ég tók við biskupsstöðu, samþykkti Al- þingi þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að semja frumvarp um endurreisn Skál- holts. En slíkt frumvarp hefur aldrei verið lagt fyrir Alþingi. Og hvorki hefi ég verið beðinn þess né átt þess nokkurn kost, að segja til um það, hvort ég, sem biskup, vildi sitja í Skál- holti. Þetta mál hefur verið dá- lítið rætt, en alls ekki á þeim grundvelli, að neitt áþreifanlegt hafi legið fyrir. Skoðanir hafa verið það skiptar í málinup, að ég fyrir mitt leyti hef talið rétt að bíða átekta um tillögur. Blaðið fagnar því að geta birt orð yðar sjálfs og leiðréttingu um þetta. En hvert er álit yðar á biskupsstóli í Skálholti? Mín stefna hefur frá upphafi verið sú, og liggur ljóst fyrir, að það væri ekki heppileg ráð- stöfun að eini biskup landsins sæti í Skálholti, sízt meðan endurreisn staðarins og allri aðbúð er svo skammt á veg komið, sem verið hefur hingað til. Endurreisn hinna fornu biskupsstóla-hlýtur að krefjast þess, að biskupsdæminu verði skipt og það verður gert fyrr eða síðar á einhvern hátt, í tvennt eða þrennt. Hvernig finnst yður að koma hingað í biskupserindum? Það er alltaf ánægjulegt að koma hingað til Akureyrar. Að þessu sinni átti ég mjög góðar samverustundir með prestum bæjarins og forgöngumönnum safnaðarmála. Ég tel, að hér sé unnið gott starf í kristilegu til- liti, bæði hér á Akureyri og í fjórðungnum. í því sambandi er sérstaklega ánægjulegt að benda á æskulýðsstarfsemina. En þar hafa norðlenzkir prest- ar og leikmenn haft forystu síð- ustu árin. Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn eru stórvirki og um það verkefni hefur skap- ast víðtæk samstaða. Hvað viljið þér segja um bindindismál og áfengisböl? Bindindissamtökin í landinu hafa unnið ómentalegt starf. Ég þekki það af eigin reynslu. Ég ólst upp á síðasta hluta bann- áranna, í endurskini þess- FRETTATILKYNNING FRÁ FÉLAGIÍSLENZKRA IÐNREKENDA Sigurbjörn Einarsson biskup. Myndin er tekin á skrifstofu Dags er viðtalið fór fram. (Ljósmynd: E. D.) til umráða, hefur verið okkar höfuðmál að setja þar á fót kristilegan lýðháskóla. Fyrir okkur vakir, að sú stofnun verði upphaf að kristilegri menningarmiðstöð í Skálholti. Von okkar er sú, að sú stofnun getið miðað að þjóðlegri, kristi- legri vakningu í landinu. Unnið er að teikningum hjá húsa- naeistara ríkisins og með að- stoð erlends ráðunauts. Nágrannar okkar á Norður- löndum virðast einnig hafa áhuga á slíkum skóla í Skál- liolti? Já, þeir hafa beitt sér fyrir fjársöfnun, fyrirtækinu til styrktar. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru slíkar fjársafn- anir í gangi. Eru ekki einnig undirbúnar sumarbúðir í Skálholti? Bygging sumarbúðanna þar er komin vel á veg. Þau mann- virki, sem til þeirra þarf, eru nálega fullbúin. Hugmyndin er, að sá húsakostur, sem þar er fyrir hendi, komi skólanum einnig að notum. Það er rætt um biskupssetur í Skálholti og fleiri stöðum? Þá vil ég, segir biskuþ, fyrst leiðrétta missögn í heiðruðu blaði yðar fyrir nokkrum vik- um. Þar var sagt, að fyrir nokkrum árum hafi Alþingi samþykkt að biskupsstóll skyldi endurreistur í Skálholti. Svo bætti b’aðið við: „En biskup virðist ekki vilja sitja þennan helga stað.“ Þarna er málum blandað og ummælin mjög vill- VEGNA tilkynningar frá stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, er birtist í nokkrum Akureyrarblöðum í s.l. viku, varðandi afstöðu iðnrekenda til samkomulags þess, er Iðja á Ak ureyri gerði við Vinnumálasam band samvinnufélaganna þann 20. janúar s.l., skal eftirfarandi tekið fram: Hinn 20. desember 1963 undir ritaði Iðja, félag verksmiðju- fólks á Akureyri, og Félag ís- lenzkra iðnrekenda, f. h. iðnrek- enda á Akureyri, samkomulag um breytingu á áður gildandi kjarasamningi. Var þar gert ráð fyrir því, að gildistími samningsins væri til áramóta 1964, með þeim fyrirvara, að ef almennar kauphækkanir yrðu á samningstímabilinu, skyldu kaupgjaldsákvæði endurskoð- uð. Eftir að Félag íslenzkra iðn- rekenda hafði á miðju s.l. ári undirritað samning við Iðju í Reykjavík um 5,4% hækkun á gildandi kauptöxtum, var hlið- stæð breyting á kjarasamningi Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, í boði. Gat Iðja ekki fallizt á það tilboð, en óskaði eftir því nokkru síðar í bréfi, að iðnrekendur tækju að greiða áðurnefnda hækkun frá 1. júlí og jafnframt, að gildistími samningsins yrði óbreyttur, þ. e. til ársloka 1964. Var fallizt á þá tillögu og Iðju jafnframt gert það ljóst, að iðnrekendur teldu viðræður um frekari kauphækk un fram til 5. júní 1965, tilgangs lausar m. a. vegna hins svo- nefnda júnísamkomulags, og jafnframt vegna þess, að þegar hafði skapazt ósamræmi milli kauptaxta Iðju á Akureyri og kauptaxta annarra Iðjufélaga. Engu að síður sagði Iðja kjara- samningnum upp með bréfi dags. 30. nóv. 1964 og gerði nokkru síðar tillögur um breyt- ingu á kjarasamningi aðilanna, þar sem farið var m. a. fram á 10—11% kauphækkun. Hinn 20. janúar 1965 samdi Iðja við Vinnumálasamband samvinnufélaganna um stytt- ingu vinnuvikunnar úr 49V2 tíma í 48 tíma og gerði þá jafnframt grein fyrir því við fulltrúa iðnrekenda, sem fylgzt hafði með samningsviðræðun- um, að þessi stytting vinnuvik- Sú staðhæfing Iðju, að í samn ingi við iðnrekendur hinn 1. marz 1962 og 20. desember 1963 hafi verið ákveðið að mánaðar- kaup hjá iðnrekendum greiðist samkvæmt samningi Iðju á Ak- ureyri og SÍS og KEA, um- reiknuðu miðað við 48 stunda vinnuviku, er í sjálfu sér rétt svo lengi sem kjarasamningar gilda, en ekki lengur. Gengu ákvæði þessi því að sjálfsögðu úr gildi um leið og síðustu kjarasamnirigai’, þ.e. um síðustu áramót. Vekur því sú fullyrðing stjórnar Iðju, að iðnrekendum beri að hlýða orðalaust og greiða ekki lægra kaup starfsfólki sínu en samkvæmt samkomulagi, er Iðja gerði við Vinnumálasam- bandið þann 20. janúar s.l. og auglýstur taxti Iðju gefur til kynna, hina mestu furðu. Verð- ur að telja slíkar fullyrðingar og hótanir um málssókn eins og fram kemur í nefndri tilkynn- ingu stjórnar Iðju, verði ekki gengið að kröfum hennar, mið- ur vænlegar til að greiða fyrir samkomulagi í yfirstandandi deilu. Á meðan stjórn Iðju gefur tilefni til opinberra umræðna um þetta mál með rangfærslum og hótunum, verður ekki hjá opinberum andsvörum komizt af hálfu iðnrekenda. 5 arar vakningar, sem þá varð fyrir áhrif stúkunnar. Enginn vafi er á því, að heilir landshlutar voru alveg hreins- aðir af áfengi á þeim tíma. Síðan hefur sigið á aðra hlið. Nú er sennilega meiri brennivínsöld en nokkru sinni hefur verið. Það er oft talað um máttlaust starf stúkunnar. Ég tel það ekki rétt. Hitt er annað, að manni finnst stundum að hugsjónastarfsemi eigi við ramman reip að draga nú á dögum. Samtök bindindismanna eru að því leyti í svipaðri að- stöðu og kirkjan. E. t. v. er starfsemi beggja í blindgötu, en um orsakir treysti ég mér ekki til að dæma. Við, kirkjunn ar menn, leitum fyrst og fremst orsakanna hjá sjálfum okkar og reynum að finna í hverju störfum okkar er áfátt, hvort við skiljum nútímann, hvort við eigum nægilega mikið af fórn- fýsi, árvekni og kærleika. En það er ljóst, að okkar þjóðlíf er statt á mjög örlagaríkum tíma- mótum að ýmsu leyti, og eitt- hvað verulegt verður að gerast, ef okkar kynslóð ætlar sér ekki að skilja eftir alltof mikið af torleystum og jafnvel illkynjuð- um vandamálum handa næstu kynslóð að glíma við, segir herra Sigurbjörn Einarsson biskup að lokum og þakkar Dagur svör hans og virðulega ljúfmennsku í viðræðum og framkomu. E. D. - Frá Búnaðarþingi (Framhald af blaðsíðu 8). innfluttum varahlutum, er ár- lega þarf til þeirra véla, er land- búnaðurinn notar.“ Fram er komið á Búnaðar- þingi frumvarp til laga um inn- flutning, meðhöndlun, fram- ræktun og verzlun með sáðvör- ur, samið af þeim Agnari Guðnasyni, Árna Jónssyni og Sturlu Friðrikssyni. Samþykkti þingið frumvarp- ið með lítilsháttar breytingum á tveimur greinum þess. K. G. HAPPDRÆTTI H. í. AKURE YR ARUMB OÐ Vinningar í 3. flokki 1965 10.000 kr. vinningar nr.: 3967 7105 5.000 kr. vinningar nr.: 2669 9074 13170 22133 25973 43085 1.000 kr. vinningar nr.: 203 4022 221 4348 531 5392 2142 6560 2666 6876 6896 7387 8230 8836 8992 9197 9228 9239 11194 11723 11876 12067 12251 12700 13164 13241 14941 15236 16905 17940 18462 19366 19578 19908 21688 21732 22424 22749 23003 23560 25595 25939 25943 26302 26324 29001 31102 31108 31569 33437 33448 33923 34383 35581 35600 36481 36490 37030 41168 42003 42602 42604 43902 43925 44577 44818 46458 46989 48270 48273 49061 49109 49111 49137 49211 51725 52989 53218 53964 54065 54749 57880 57900 58014 59559 59763. . .M... .• (Birt án ábyrgðar). , RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga ÚkHKHKHÍhíHKHKHK: 21 CHKHKBKHKHKHKBKS- og stór! Og svo mikil er jDreyta mannsins og svo lítil hvíld J^eirra, svo öryggislaus friður Jreirra, að Jreir verða að flytja von sína út yfir landamæri lífsins. Þetta er hin venjulega skýring á því, hvernig kristindómurinn reynist sívaranleg- ur. — Og sú skýring er sennilega hin rétta. Eiríki fannst Jretta samt nær jafnvíst sem fullnaðarákvörð- un, og Jregar hann hefði ráðið fram úr þessu, myndi hann fá frið. En auðvelt var Jrað ekki að komast fram úr Jrví. Hann var vanur því, að allt gengi létt og liðugt. Nú gekk Jrað ekki jafnlétt og áður. Það var til dæmis litla reiknings- lánið handa Trjáv.öruverksmiðjunni, Jrað hafði hann haldið að fást myndi fljótt .og hljóðalaust í hvaða banka sem væri, — svo að væri Jrað Fylkir, sem ætlaði sér að leika á hann, skyldi sú meinfýsni hans reynast árangurslaus öllu öðru fremur. En nú hafði hann leitað til tveggja stórbanka og verið neitað. Kurteislega og elskulega, — en nei — Jrað hentaði þeim ekki, þeir hefðu ekki áhuga fyrir þessu. Það sem mest ruglaði hann og þreytti í Jressu stappi var Jrað, að hann tók að brjóta heilann um þetta, hvort Fylkir kynni að hafa hér hönd í bagga. En heilbrigð skynsemi neitaði Jrví algerlega. Það væri óhugsandi fjarstæða. Fylkir væri þó sannarlega engin yfirnáttúruleg stærð á neinn veg. — Hann væri lögmaður og viðskiptafrömuður í hröðum vexti á síauknu athafnasvæði, ekki sérlega þjáður af næmri sam- vizkusemi og hefði ef til vill ekki verið neitt sérlega vandur að vali orða og athafna í framrás sinni, — en hann var Jró að minnsta kosti einh meðal margra. Og hann sem sat í stjórn banka skyldi einnig ná að beita sér í stjórn annarra samkeppnisbanka, væri blátt áfram hlægileg ímyndun. Þarna yrði Eiríkur að gá vel að sér. Hann mætti ekki láta neinn draugagang af Fylkis hálfu sækja að sér! Eiríkur fékk forstjóra vérksmiðjunnar, skólabróður sinn, til viðtals og tjáði honúm erfiðleika Jrá, sem við væri að etja. Hann notaði tækifærið til að athuga rekstrarreikning- ana á ný, og niðurstaðan varð sú sama og áður. Allt í góðu lagi. Eiríkur spurði kunningja sinn gegn drengskaparheiti, hvort hann vissi unr nokkuð utangátta, senr á einhvern hátt gæti hafa rýrt traust verksmiðjunnar, en nei, ekki væri kunnugt neitt af Jrví tagi. Síðan urðu Jreir ásáttir um, að forstjórinn skyldi reyna í sveitabanka þar efra. Daginn eftir kom svarið: Nei, bankinn væri um þessar mundir algerlega bundinn. Þar stóð allt fast. Svo var enn eitt: Eiríkur hafði um tveggja ára skeið setið í fulltrúaráði „Farmskipafélagsins" og átti auðvelt endur- val víst, Jrað var sjálfsögð venja. En á þessum aðalfundi, sem hann gat ekki sótt, var liann ekki endurkosinn, fékk aðeins helming þeirra atkvæða sem hann hlaut síðast. — Jæja, hamingjan góða, Jietta var á sinn hátt ekkert tap né tjón, heldur Javert á móti, — en einhver ástæða hlaut að vera til þess, að traustið á honum var þorrið? Hversvegna? Hann gat ekki að Jrví gert, — enn á ný gekk nafn Fylkis aftur í huga hans, — sat hann um Eirík á almannafærí? Til allrar hamingju, hugsaði Eiríkur, — ég er svo Jrreytt- ur og leiður á öllu Jressu fyrir fram, án Jress að hafa veitt eftirtekt hvernig þetta hefir gerzt, að Jrað sem nú skeður raunvertilega og áþreifanlega getur í sjálfu sér aðeins orð- ið mér til hvatningar og örvunar. — Hann vann því að kappi, og meðal annars fékk hann rannsakað stöðu og kring- umstæður Bjarts unga. Reyndist þar rétt, að honum átti að steypa á næstunni, og að þetta átti að framkvæma á fundi nokkurra mestu hluthafanna. Einn þeirra var sjálfur mik- ill skipsreiðari, maður á fimmtugsaldri, harðjaxl mesti á allan hátt, sem meðal annars var alveg sama hvað um hann var sagt um viðskiptaháttu hans. Eiríkur hringdi til þessa útgerðarmanns og sagði að sér væri kunnugt um fund þennan og krafðist Jiess að fá að sitja fundinn til að annast hlut Bjarts unga. Og svarið var á Jsessa lund: — Jæja, hafið Joér ekkert þarfara að gera en að sinna slíkum málum, Jsá gerið svo vel! Eiríkur vann á tvo daga á skrifstofu Bjarts. Það reyndist með öllu ókleift að botna í persónulegri fjáreyðslu Bjarts. Fjárupphæðir Jrær sem liann hafði tekið út í sjóði og banka voru að minnsta kosti geysimiklar. En Jsað myndi verða afar tímafrekt að kryfja Jrað til mergjar, Jsar fannst ekkert yfirlit, nær engin fylgiskjöl, svo að Eiríkur gafst alveg upp við að fást nokkuð við Jsá hlið málsins. En hann gat samt náð saman sæmilega nákvæmri mynd af stöðu fyrirtækisins, og að undanskildum peningaskorti í svipinn virtist allt heil- brigt og í bezta lagi. Greiðsla fyrir tvær stórar farmsend- ingar myndu auk þess verða innheimtar á tveim næstu mán- uðuxu, og það myndi breyta allri aðstöðu og bæta. rlinir háu herrar vissu Jrví vel, hvað í vændum væri, en Jreir urðu ásáttir um að reiða til höggs einmitt núna. Því auðvitað, Bjart unga varð að stöðva á einn eða annan hátt. Teldi hann sér kannske trú um, að hann væri amerískur milljarðamæringur? Pilturinn var Eiríki hrein ráðgáta, en alls ekki ógeðfelldur. Annars sá Eiríkur lítið til hans jsessa dagana, en Jdó Jrað eitt að hann leit allvel út og hressilega. Eiríkur hafði Jsó náð tali af honum og spurt hann, hvort liann myndi ekki geta náð í peninga í hvelli og ráðstafað mestu skuldinni. En Bjartur hafði Jrá fölnað og með skelk- uðu augnaráði tautað eitthvað um að Jrað myndi eflaust reynast mjög erfitt. — En móðir yðir? spurði Eiríkur. — Nei, það held ég ekki, svaraði Bjartur. Eiríkur -var orðinn óþolinmóður og spurði nú Bjart, hvort hann hefði Jrá sjálfur gefizt upp við allt Jretta, hvort hann byggist við einhverju kraftaverki, hvort hann héldi kannski að Eiríkur væri einhver töframeistari, sem á fáein- um dögum gæti útmáð allar hans misráðnu athafnir með Jrví einu að líta á plöggin? Þessu svaraði Bjartur með daufu brosi og sagðist ótvírætt trúa Jdví, að Eiríkur gæti framkvæmt mikil afrek. Og skyndi- lega og með óvæntri einbeitni og gremju sagði hann, að það væri ekki skuld sín sem um væri að ræða, — skuldugir fjárplógsmenn væru þeir allmargir hinna, og tveir-þrír liinna rosknu reiðará sem nú snerust gegn honum, hefðu sveimér ekki úr mikiú að riaoða á Jressum vettvangi, og Jreir hefðu meir að segja verið hinir ötulustu til að hæla honum og ýta undir léttúð hans og gáleysi. — Annars get ég alls ekki trúað öllu þessti, sagði Bjartur. Og ég hef meðal annars skrifað Jreim og sagt Jreim, að mér sé orðið allt Jretta makk þeirra kunnugt, og ég hefi minnt Jrá á sitt af hverju. Ég býst víð Jdví að Jreir sjái að sér og hægi róðurinn. En^sum.t af þVí sem ég hefi minnt Jrá á, hefi ég skrifað upp hérna, svo að Jrér getið kynnt yður Jrað. Ég vona að það'geti ráðið. úrslitum, — verði yfirleitt nauðsyn- legt að beita því. Eirxkur sá annars lítið til Bjarts Jressa dagana. En liann las allar minnisgreinar hans og afrit, — og Jrá varð honum skyndilega ljóst, hversvegna hann hafði tekið að sér að hjálpa Bjarti. — Það var sterk kennd eðlishvatar hans, að hér væri ekki um heiðarlega ráðstöfun að ræða, heldur hefðu þeir fundið og kosið sér þægilegt fórnardýr! Og það skyldi enginn þurfa að segja honum, að Fylkir hefði nokkra raunverulega ástæðu gremju sökum siðferðilegs hneykslis Bjarts, — hann, Fylkir sjálfur. Þetta var málið Börkur Þór- hallson á öðrum vettvangi! — Jæja, Jrarna var Jrá Fylkir á ferðinni enn einu sinni. En hann skyldi komast að Jrví hvort hann sæi ekki rétt. Það voru fimm á fundinum auk Eiríks sjálfs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Friðriksens skipsreið- ara, í stjórnarherbergi hans. Hann var sjálfur fundarstjóri og sat fyrir borðsenda, Jrungur í vöfum og byrstur á svip. Annar reiðari var Jrar einnig Gemli að nafni, oftast nefndur gælunafninu Gemlingurinn, gildvaxinn náungi og rudda- legur, víðkunnur og frægur fyrir klám- og kvennafarssögur sínar, og mjög dáður af allmörgum heldri konum á mið- aldursmótum: — Segðu okkur nú eitthvað reglulega krass- andi, Gemlingur minn! — Svo var skipsreiðari frá Björgvin, Óli Níelssen, einnig skipstjóri áður, og nú mjög ríkur reið- ari, allt önnur manntegund en Gemli, þeldökkur maður og stilltur, hvasseygur, með glögg og bráðkvik augu. Þar næst var hæstaréttarlögmaður frá Stafangri, Sanne að nafni. Hann var dálítið prestslegur, lítill náungi, búst- inn og málhreifur, frómur í augum, og röddin blíðbrosleg- asta-guðsblessaða Stafangursrödd. Eiríkur kom og var tekið með stuttri og byrstri kveðju Friðriksens og Jrunglamalegri bendingu: — Setjist niður! Eiríkur gekk á röðina og kynnti sig. Það gekk fremur stirt og hátíðlega. En svo tók Sanne að spjalla: — Mér er sagt að Jrér séuð á vegum Bjarts unga, sagði hann. — Já, er Jrað ekki bæði synd og skömm fyrir svona ungan og gáfaðan mann! Og enn verra fyrir fjölskylduna. Gamla og góða fjölskyldu, skal ég segja yður. Heiðarlega og ágæta á allan hátt. Og aumingja garnla móðirin! Hún sem allt gott vill gera fyrir börnin sín. — Börnin sín? sagði Eiríkur forviða, en stillilega, — hin- ir sátu og hlustuðu. — Á hún fleiri börn? — Já, vitið þér Jrað ekki? Drottinn minn dýri, vitið þér það ekki! Já, hann á eina systur og tvo bræður. Það er ein- mitt Jrað sem er versti agnúinn. Hefði hann verið einka- barn, væri ekki um svo mikið að ræða. Það er nú svo. w Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.