Dagur - 31.03.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 31.03.1965, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Dýrmætur höfuðstóll EYEIRSKIR bændur eru taldir í fremstu röð sinnar stettar a íslandi og mun ])að rétt vera. Sveitirnar bera glöggt vitni um þetta í húsakosti og ræktarlöndum og opinberar tölur staðfesta þetta einnig. Við Eyjafjörð eru veðursælar sveitir, segja menn og munu sumar þeirra vera það. En vel megun hinna eyfirsku bænda hefur ekki fyrst og fremst byggst á veður- sæld og enn síður á frjósamari mold jarðar þar sem almennt gerist, heldur miklu fremur á hinu öfluga félags- málastarfi í héraðinu. Má þar fyrst nefna samvinnufélagsskapinn og verður ekki um deilt liver lyftistöng hann var og cr. En það eru einnig hin minni félög bændanna, sem eiga hér drjúgan þátt, svo sem búnaðarfé Iögin og samband þeirra, Búnaðar- samband Eyjafjarðar, sem búið er að starfa í áratugi. hetta samband hélt nýlega aðalfund og gefur skýrsla stjórnarinnar nokkra hug- mynd um hið félagslega starf. Meðal verkefnanna má nefna, að sambandið undirbjó 7 bændaklúbbs fundi, sem allir voru fjölmennir og á einum þessara funda mættu 400 manns. Þegar þetta er borið saman við fundarhöld og fundarsókn ýmsra menningarfélaga á Akureyri, verður hlutur bændanna stór, enda hafa þeir notað mátt félagssamtakanna til að lyfta Grettistökum og þeim mörg um. Klúbbfundir eyfirskra bænda eru einskonar búnaðarháskóli þeirra og umræðuvettvangur, þar sem flest ar búnaðarnýjungar eru kynntar og síðan rökræddar frjálsmannlega af bændunum sjálfum. Búnaðarsambandið hefur nú stofn sett sauðfjársæðingarstöð, staðið fyr- ir vélklippingarnámskeiðum sauð- fjár starfrækir landbúnaðarvélaverk- stæði og hefur tvo fastráðna ráðu- nauta og mun hafa ráðið þann þriðja sem kemur til starfa með vordögun- um. Tímar þeir, sem við lifum á, hafna einangruninni en krefjast félagsstarfs á svo mörgum sviðum þar sem átök þarf að gera. Það er haft eftir eyfirsk um bónda, sent miklum tíma eyddi í félagsmálastörf og ekki gat hugsað um bú sitt eins vel og annars, að það myndi sannast að ekkert starf bænd- anna gæfi cins góðan arð og félags- málastarfið. Þótti þetta ekki búmann lega mælt þá. Reynzlan hefur liins- vegar sýnt, svo ekki verður í efa dreg ið, að þessi störf eru dýrmætasti höf- uðstóll, sem eyfirzk bændamenning og framfarir í búnaðarmálum eru J sprottnar af. □ Fyrir skömmu var birt upp haf af ræðu Þórarins Björns sonar skólameistara á Ak- ureyri, er hann flutti á fundi FUF að Hótel KEA um fyrri helgi. Hér er nú framhald ræðunar birt með góðfúslegu leyfi höfundar. VÍÐA er nú um það talað, að það þurfi að leita uppi hæfileik ana, hvar sem þeir finnast, fara herferð og ná til allra þeirra, sem geta lært, og láta þá læra. Hjá þjóðum, þar sem heilar byggðir eru án skóla og mennt unar og framfara, veit enginn um getu einstaklinganna, og hæfileikarnir grotna niður. Þar er áreiðanlega nauðsyn að leita hinna ónotuðu hæfileika og nýta þá. En það er talað um hið sama annars stað- ar, t.d. á Norðurlöndum. Allir eiga að fara í skóla og læra eins mikið og þeir geta. Þetta er vissulega á margan hátt ágætt. En þó er mér þessi hugsun ekki alveg geðfelld. Það læðist að mér einhver efi um það, hversu hart eigi að ganga fram í því að reka menn í skóla, því að skólarnir eru, eins og ég sagði áðan, ofurlítið gervikenndir. Eg man, að það hrökk einu sinni upp úr mínum ágæta fyrirrenn ara, Sigurði skólameistara: „Guð hjálpi íslendingum, þegar enginn cskólagenginn maður verður til lengur í landinu!11 Og það fer nú þegar að líða að því. En þá vaknar spurningin: Þurfa ekki þjóðirnar að eiga einhvern höfuðstól, sem ekki er snertur, til þess að viðhalda heilbrigðri skynsemi? Eg veit ekki, hversu heppilegt það kann að reynast fyrir gáfurnar í heim inum, þegar allt gáfaða fólkið svokallaða er komið inn í hús og situr þar alla ævi. Er ekki hætta á, að skynsemin verði eitthvað óheilbrigð þegar hún er öll komin undir þak? Einu sinni þróaðist hún í skauti náttúrunn ar og þar liggja ræturnar. Ef þær verða slitnar algerlega, hvernig fer þá um blómin? Þá má og benda á, að ekki er ólíklegt, að aukin skólaganga stuðli fremur að því en ella, að hæfileikarnir dragist til Reykja víkur. Ef teknir eru allir sem geta lært, og þeir sitja síðan í embættum og alls konar störf- um, sem flest eru í Rey-kjavík, vaknar sú spurning, hvort það sé heppilegt fyrir þjóðina í heild Þótt ég vilji á engan hátt lasta Reykjavík, efast ég um, þegar allt kemur til, að Reykjavík sé heppilegasti staðurinn fyrir upp eldi æskunnar. Börn þeirra manna, sem þangað flytjast, al ast þar upp. Kynnu þau ekki stundum að fá annan þroska, ef þau væru alin upp í kyrrlátara umhverfi? Mig uggir, að ein hætta mannkynsins sé sú, að frjóir hæfileikar fái ekki næði til að þroskast á heilbrigðan hátt. En hvað sem líður slíkum vangaveltum, sem sumir munu aðeins kalla íhaldssama óra, er eitt þó víst, að skólar munu vaxa stórkostlega í framtíðinni. Að því miðar þróunin, og nauð synlegt er að gera þá svo góða sem kostur er. Stendur nú til að endurskoða hér skólakerfið. Þegar hefir verið skipuð nefnd til að gera tillögur um endur- skipulagningu menntaskólanna. En það er örðugt að gera miklar breytingar á menntaskólunum nema gera sér jafnframt grein fyrir skólunum ofar og neðar. Það var því eitt fyrsta verk menntaskólanefndarinnar að óska eftir því, að nefndir yrði settar bæði frá Háskólanum og barna- og unglingastiginu. Og nú skilst mér, að í uppsiglingu sá að endurskoða öll skólastig- in. Ef við víkjum fyrst að barna skólastiginu, telja margir að tím inn sé þar ekki nógu vel nýttur fyrir þau börn, sem léttara eigi um nám. Börnum er nú að mestu skipt eftir árgöngum, en vaxandi tilhneiging mun til þess að skipta þeim fremur eft ir námsþroska en aldri. Þannig mætti flýta fyrir hinum dug- legri, svo að þau yrðu fyrr stúdentar, eins og margir telja æski-legt. Hér má eflaust eitt- hvað að gera, en fara verður þó með gát, því að námsþroska fylgir ekki alltaf annar þroski og varasamt að ýta undir allt mis ræmi. Auk þess kann valið að verða erfiðara að loknu stúd- entsprófi, ef stúdentinn er mjög ungur. Einnig býst ég við, að sumum kunni að finnast það síðar um ævi, að þeir húki nógu ler.gi í sama starfi, þó að þeir komi þangað einu ári síðar. En nú hafa menn ekki lengur tíma til að vera ungir. Líklegt er, að farið verði að kenna erlend tungumál í barna- skólum til að flýta fyrir tungu- málanámi síðar, og hafa tilraun ir þegar verið gerðar í þá átt- ina í Reykjavík. Er þá sjálfsagt að nota hina „beinu aðferð“, þ.e. öll kennslan fer fram á mál- inu, sem verið er að læra. Börn in eru einkar næm á orð og framburð og drekka þetta í sig, eins og þau læra móðurmálið. Einkum mun enska hentug til slíks náms, af því að málfræði er þar svo lítil. Sumir kunna að óttast, að enskan verði ísl- enzkunni hættuleg, ef menn ná tökum á enskunni þegar á barns aldri, en ég treysti því, að ís- lenzkan sé okkur öllum svo mik ils virði, að við höfum efni á því að nema önnur mál og nota þar hinar hagnýtustu aðferðir. Hins, vegar er hætt við, að börn in í dreifbýlinu yrðu, að minnsta kosti fyrst um sinn, af- skipt í slíku námi, því að erfitt mundi reynast að fá hæfa kenn- ara. Aðstöðumunur mundi auk ast, en margir munu telja hann ærinn fyrir. En við höfum tæp- lega efni á að láta hina mörgu bíða eftir hinum fáu. Og eina huggun höfum við: þá, sem ekki hafa hlutina, langar meira til að eignast þá, og þeir geta orð ið af því meiri menn. Vera má, að þeir, sem búa við verri menntunaraðstöðu úti á landi, komist fram úr hinum, af því að löngunin verður sterkari. Franskur rithöfundur segir frá því, að nálega allir þeir, sem lengst komast í París, séu fædd ir utan Parísar. Unga dreymdi Þórarinn Björnsson skólam. þá um París og dýrðina þar. Þá langaði til að komast þangað og komust þar síðar á toppinn, af því að þeir héldu, að það væri svo mikils virði. Hvort þeim hefir alltaf síðan fundizt svo, skal ósagt látið. En fábreytn in úti á landinu, svo ill sem hún er, styrkir drauminn. Menn dreymir það, sem þeir hafa ekki Og allar dáðir eiga upptök sín í draumum. Ef til vill er hættan sú í þjóðfé’agi allsnægtanna, að draumurinn hverfi, og að hverju verður þá stefnt? Það er ekki aðeins talað um breytingar í málakennslu, held ur og í raunvísindum. Jafnvel sjálf stærðfræðin hefir haggazt. Ný hugtök ryðja sér þar til rúms. Ymsir halda því fram, að kenna eigi raunvísindin þegar frá upphafi sem mest í einu lagi, náttúrufi'æði, eðlisfræði og efnafræði hvað með öðru, en ekki aðskilið eins og hingað til og fi-æðslan eigi að byrja í um- hverfinu og spretta upp úr því En við íslendingar höfum löng- um verið fyrir bókina, og býst ég við, að margt í skólafræðsl unni gjaldi þess. Bóka-arfinum vil ég þó ekki glata, því að hann er svo samgróinn þjóðarsálinni, en hlutamenning nútímans heimtar líka, að við heyrum, sjáum og þreifum á. Skólaskylda til 15 ára aldurs hefir aldrei verið framkvæmd að fullu. í bæjunum áttu börn- in að fara úr barnaskólanum 13 ára og yfir í unglinga- og gagn- fræðaskóla. Það held ég hafi vei’ið misráðið. Skólaskyldan átti að vera samfelld í sa-rna skóla, enda færist þetta næstum sjálfkrafa í það horf í Reykja- vík, af því að það er eðlilegast og heppilegast. Börnin þykjast víst nógu snemma fullorðin, þó að ekki sé ýtt undir það með þvf að flytja þau upp í æðri skóla. Ef barnaskólarnir verða of stóx-ir og þungir í vöfum, er betra að taka neðan af þeim og kenna yngri börnunum í litlum skólum. í sveitunum liggur nú fyrir að framkvæma skólaskylduna til 15 ára aldux-s. Það er mikið vex'k efni og naumast gerlegt með því, að hver smáhi-eppur hafi slíkan skóla út af fyrir sig. Þarna er engin önnur leið en sú, að hreppar sameinist um skóla. Við erum í þessum efnum of háðir fortíðinni. Skipting í hreppsfélög er víða orðin úrelt. En hér er komið við viðkvæm- an streng, og sannleikurinn líka sá, að sameining hreppa kynni að di'aga úr því, hvað menn leggja sig fram fyrir sveitai'fé- lögin. Það er viss keppni milli hreppanna, sem ýtir undir. í mörgum hi-eppum og smáum verða það fleii'i menn, sem fé- lagsstöi-fin vinna, en verða myndi í stæi'i'i heildum. Kost- urinn við smáu hreppsfélögin er því sá, að þau knýja fram mann dóm hjá fleira fólki. En hér vei'ða að vei-a takmörk. Litlar heildir geta ekki ox'ðið fjárhags lega sterkar og mega sín því lítils. Samvinna er því nauðsyn leg, t.d. um skólabyggingar. Þegar skyldunáminu sleppir, tekur framhaldsnámið við, og þá ætla ég, að vandinn aukist um allan helming, meðal annars af því, að þar er við skemmri reynslu að styðjast en á bai’na skólastiginu. Aldur unglinganna gelgjuskeiðið, er og mun erfið ara viðfangs. Eg ætla, að koma þui'fi til meira val í viðfangsefn um en verið hefir fram að þessu þó að óneitanlega hafi þi'óun- in beinzt í þá áttina. Aðalþættir hins almenna náms verða fjórir: móðui'málið og íslenzk fi'æði, raunvísindi, þjóðfélagsleg fræði og tungumál. En náminu öllu þarf að koma í nánai'a samband við veruleikann í kring, og þar í liggur mikill vandi. Eins og er finnst of möi'gum nemanda, að allt það, sem verið er að læra í skólanum, sé óraunverulegt og hafi vafasamt gildi. Ef hann hef ir slíka tilfinningu, fer námið út um þúfur. Ef til vill þarf að skapast meira samband milli at- vinnuvega og skóla. Það, sem helzt vakir fyrir okk ur í bi'eytingum á menntaskól unum, er aukin skipting náms- greina. Fyi-sta árið er þó reikn- að með sameiginlegu námi, sama námi sem nú er, að mestu. Á öðru ári yi'ði sennilega valið um tvær deildii', líkt og nú, máladeild og stæi'ðfi'æðideild. En þegar kæmi í þriðja bekk, skiptust þessar deildir aftur í tvær til þi'jár deildii', stæi'ð- fi-æðideildin í eiginlega stærð- fi’æðideild og náttúrufræðideild en máladeild í nýju máladeild og gömlu máladeild, og enn gæti komið til þjóðfélagsfi'æða- deild. En mai'gt yrði þó sameig inlegt. í fjöguri-a ára námi með 36 tímum á viku eða alls 144 timum telst okkur til, að allt að því 120 tímar yrði hinn sam- eiginlegi þekkingai'stofn, þ.e. í íslenzku, málum, raunvísindum og þjóðfélagsfx-æðum. Bi’eyting- ar á námsefni verða því vai'la stói’kostlegai’. Það, sem liggur enn meira á að bi'eyta en námsefninu, eru kennsluaöferðirnar. Það er orð ir erfiðara en áður að fá nem- endur til að tileinka sér náms- efnið, af því að það er ekki fram reitt þannig, að það tali nóg til þeirra. Hai'ðnandi samkeppni frá háværu og ókyn-u umhverfi gerir hér sitt til. Það þai-f að finna nýjar leiðir til að gera nemendurna vii'kai'i í náminu. Ég kemst alltaf meira og meira á þá skoðun, að hin gamla yfir- heyrslu-aðferð nái of skemmt. Kennarinn verður að vera leið beinandi nemandanna og fá þá til þess um fram allt að vinna sjálfa og læra sjálfa, því að auð vitað er ekki nema ein leið til að læra, og hún er sú, að mað- urinn læri sjálfur. Kennarinn getur aldrei lært fyrir nemand- ann. Vandi kennarans er sá, að fá nemandann til að læra. Til (Framhald á blaðsíðu 2). ' Fimmtugur ÞANN 19. þ.m. varð fimmtugur Skúli Guðmundsson bóndi að Staðarbakka í Hörgárdal. Skúli og kona hans Margrét Jósavins dóttir, frá Auðnum í Öxnadal, byggðu nýbýli úr landi Ásgerð arstaða og hófu þar búskap, en þar höfðu foreldrar Skúla búið langan tíma. Skúli er einn af fjölmennum hópi bjartsýnismanna, sem byrj uðu byggingar nýbýla um og eftir 1930. Ekki var hann auðugur að fé fremur en aðrir bændasynir þeirra tíma, enda heimskreppan mikla þá í algleymingi og á- hrifa hennar gætti raunar all- an fjórða tug aldarinnar. En þrátt fyrir þröngan fjárhag, og seinvirk tæki, héldu hinir ungu menn áfram að byggja og rækta býli sín. Nú, eru mörg þessi býli í fremstu röðum sveitabæja, bæði hvað snertir skipulag bygg inga og ræktun. Á Staðarbakka er nú eitt af stærri búum þess arar sveitar, og hefur nú sonur Skúla, Sigurður Birgir, og kona hans, Margrét Halldórsdóttir frá Hallgilsstöðum á Langanesi hafið búskap á jörðinni, einskon ar samvinnubúskap með föður sínum. Þarna mun það sannast, sem víðar, að slíkt búskapar- form er hagkvæmt og stuðlar að því að létta framleiðslustörf in, gera heimilin félagslegri, og fólkið ánægðara. Margir vinir og ættingjar Skúla komu að Staðarbakka þennan dag, til að færa honum heillaóskir á þessum tímamót- um ævi hans, og óska honum og fjölskyldu hans til hamingju með þann árangur, sem 30 ára erfitt starf hefur borið. Þarna var ánægjulegt að koma, og rausnarlegar veitingar með þökkum þegnar. Gestur. tHKHmomKHKHKHKBVKHKHKHKHSttIKBKBKHKHKH3<HKHKHKl-tKH3 RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga •SHKHKHKHKHKHKHK 25 KhKhKhKhKHKhKhS- um leik. F.n ég mun gera mitt bezta til að fá hann til að ganga að samningunum, ef þér greiðið honurn 200.000 krón- ur í peningum til að ræsa á ný! Nú varð þögn. Þeir horfðust í augu á víxl um hríð. Níelsen varð fyrstur: — Ég held hann sé brjálaður! Þetta eru alltof miklir pen- ingar! Þvínæst Friðriksen: — Þetta er fallega hugsað. Ég geng að 100.000 sökum gamallar vináttu. Eiríkur: — Hér verður ekki um neinn afslátt að ræða! Ég myndi ekki stinga upp á þessu, ef ekki væri sökum þess, að ég tel líka, að Bjartur hafi flækt sig illilega! Þið hafið náð tökum á honum! En þess er nú líka að minnast, að víða er misjafn sauður í mörgu fé! Friðriksen eins og lamaður: — Fylkir lögmaður hitti á orðið, er hann talaði um góð- hjartaðan tilgang herra Hamars. Það ber því ekki að taka því illa, þótt hann hlaupi á sig. Mér geðjast vel að góðu lijartalagi. Ég er talsvert geðnæmur sjálfur. Ég sting því upp á að við göngum samt að þessu. Það verður okkur enginn banabiti, og þá höfum við líka gert góðverk og hjálpað rnanni áleiðis út úr ógöngum, — Jæja, ég verð þá líka að ganga inn á þetta, sagði Níelsen, en ég get ekki sagt að það sé skemmtilegt að sjá peningum mínum þannig varið! Enginn hefir gefið mér neitt, ég hef orðið að strita fyrir mér og mínu sjálfur. É.g er ekki félagi í þessháttar styrkveitingafyrirtækjum, — að binda flotholt í náungana! Það er alveg eins og með ríkið, fari það hábölvað, kaupir sér atkvæði og mútar fólki með styrkjum og bitlingum í allar áttir! — Eg sagði við hann Níels Friðrik, pólitíska spámanninn okkar í Björgvin, get- ið þið ekki skilið að þetta fer beina leið til helvítis, sagði ég, hér eigum við að stríða og strita og sópa peningum inn í landið, sagði ég, og svo stráir ríkið þessu út í allar áttir til slæpingja og letingja.. . .! Nei, svona á það að vera, sagði ég, svona og svona, —en hvern fjandann heldurðu að það dugi að predika skynsemi yfir slíkum grasasnafíflum og fábjánum! — Já, fjandinn hafi það, þú hefir rétt í því, Níelsen, sagði Gemli. Við ættum að senda þá til sjós, allt bölvað hyskið. — ManStu þegar við vorum nærri farnir neðri leið- ina fyrir utan Friskó, Frissi? Og manstu stelpurnar í Lissabon, þar var nú fjör á ferðum, ha? he, he, he! — Já, það var nú gaman fyrir marga skildinga, lagsm! — Jáeja já, sei, sei, já. — Þá segjum við það? Jæja, svo sögðu þeir það! Og þar með var fundi slitið, en enginn fór að búast til ferðar. Flykir sat dálitla stund og las í skjölum sínum, Frið- riksen og Gemli rifjuðu upp enn fleiri gamlar minningar, hlógu dátt og klöppuðu hvor öðrum á herðarnar. Sanne hafði tekið að rökræða pólitík við Níelsen: Það kom þá upp úr kafinu, að Sanne var patent vinstrimaður, og með sinni frómustu mælsku rakti hann frægð og kosti flokks síns. . . . F.iríkur var í dálitlum vandræðum. Svo gekk hann yfir um til Fylkis. — Þér gerið svo vel að fella þetta um 200.000 inn í til- boðið og samningsuppkastið, Fylkir lögmaður. Fylkir leit upp, augnaráð hans var sviplaust: Já, það skal ég gera. Leit síðan niður aftur. Síðan snögg- lega úpp aftur og glotti hálf kuldalega: — Þér voruð duglegur, Hamar. — Ég dáist að því. — Mikill kraftur fer í súginn með yður! Því næst tók hann upp blýant og fór að skrifa í plögg sín. Firíkur stóð kyrr og velti fyrir sér þessum ummælum Fylkis. Þá kom Friðriksen til hans og sló hendi stinnings- fast á herðar honum: — Þá varð þó eitthvað, sem þér getið einnig fengið dá- litla þóknun fyrir, sagði hann og hló digurbarkalega. Eiríkur athugaði þetta í lnxga sér, — já, auðvitað, það hlutu þeir líka að halda. Hann varð þess var að Fylkir leit upp og glotti, og hann sagði því: — Já, það er góður slægur fyrir mig! Þakka ykkur fyrir. — Sælir, herrar mínir! Síðan fór hann. — Það síðasta sem hann heyrði var að Níelsen frá Björgvin greip fram í fyrir Sanne: — Nei, þetta er bölvað slúður sem þér segið, Sanne. — Eins og ég sagði við Níels Friðrik: — Slík og slík á það að vera, slík og slík. . . .! Úti var grátt og blautt. Ætti Eiríkur að labba ofaní skrifstofuna núna? Nei, liann ætti heldur að fara og hitta Bjart. Hann hélt áfram ofan götuna. Já, nú var stríð. — Víst var það stríð: — kerfisbundin kænsku-forsjálni, leynifundir, mútur, undirbúningur og snöggt áhlaup! Honum hefði þó að minnsta kosti tekizt að takmarka sigurinn. Fn um eitt gæti hann verið viss: Nú fengi hann uppbót og endurgjald. Nú væri hann að minnsta kosti með í stríðinu. Og það væri ágætt útaf fyrir sig, fyrir- tak! Hann væri nægilega vel við því búinn að mæta árás, skyldi hann ætla. En hvaðan og frá hverjum? Þetta er sem sé ekkert. Hrein tilviljun. Tilviljun og hálf ósjálfrátt — eins og allflest á ævi hans. En samt — var ekki eitthvað, ein- hversstaðar innra méð honum, einhver vissa um að þetta myndi allt verða öðruvísi? — Bráðum? — „Mikill kraftur fer í súginn með yður.“ — Var Fylkir svo viss um að Eiríkur myndi hverfa frá störfum? Átti Fylkir við það, að nú væri máttur hans og veldi orðið -svo öflugt, að hann gæti tor- tímt Eiríki? í dag hefði þó Fylkir tapað. En Eiríki var ljóst, að enn væru þeir ekki skildir að skiptum. — Bjartur var ekki á skrifstofunni. Hvar var hann? Það vissi enginn. En Eiríkur varéí að ná tali af honum. — Hja — enginn gat sagt hvenær hann myndi koma. Eiríkur varð gramur, en fór samt að leita. Hann fann hann að lokum eftir langa leit, niðri á Victóríu-hóteli. Þar sat hann með tvær konur og kampavínsflösku. Þegar Bjartur sá Eirík, spratt hann á fætur og kom til hans. — Komið og setjið yður hjá okkur, Hamar, sælir, sælir! Það var gaman að sjá yður! Bjartur var hálffullur, og gremja Eiríks snerist í ofsa- bræði: — Nei, ég vil sveimér ekki tala við yður, sagði hann. En nú er búið að halda fundinn. Yður verður sent bréf, sem þér ættuð að ná í sem fyrst, ef þér yfirleitt hafið nokkurn áhuga á því, hvernig þetta hefir farið, — en annars er ekki að sjá að svo sé! En bréfið er sennilega komið á skrifstofu yðar núna. Bjartur var náfölur og skjálfandi og alveg að springa af taugaæsingi. Hann nauðaði á Eiríki: — Æ, farið ekki, Hamar, verið nú ekki reiður. Segið mér heldur allt. Við getum vel verið hér í einrúmi. — Nei, sagði Eiríkur, það er of langt mál til þess. Þér verðið þó — fjandinn hafi það — að lesa bréfið sjálfur og hugleiða það. Ef þér kærið yður ekkert um það, læg ég þetta allt eiga sig! — Já, en Hamar, heyrið þér mig nú. . . . Eiríkur greip framí: — Bjartur! Farið nú beina leið í skrifstofuna og lesið bréfið yðar. Svo skal ég koma heim til yðar í kvöld, — og tala við yður um þetta. — En þá verðið þér að vera ófullur! Farið í gufubað nú undir eins! Bjartur ákveðinn: — Já, það skal ég gera. En þá komið þér líka áreiðanlega klukkan 8? — Já!- Blinduð ljósker í hráslagalegri þokusúld eftir endilangri götunni. Hús Bjarts stóð á hæðarbungu langt úti á Drafnar- vegi, grá múrhöll sem nú var sveipuð Ijósgrárri þokunni. Ljósið í gluggarúðunum var syfjandalegt, og malarstígur- inn upp að húsinu var blaútur. í garðinum voru fjölæru blómin vafin í striga, og lá við að þetta minnti á kirkjugarð. Eiríkur dró djúpt andann áður en hann fór inn, en þetta var ekkert loft, aðeins hrásiagalegur kuldi. Hann hringdi. Roskin stúlka opnaði og tók síðan við yfirhöfn hans og hatti. Hann kom inn í geysimikla forhöll, þar brann bál mikið á arni, en annars var hálfmyrkvað þarna inni, en hann sá samt að þetta var glæsilegt. Hér var allt stórfenglegt, borðið í miðju, skáparnir tveir, málverk- in, — allt saman í stærð og stíl sem var skringileg andstæða alls þess, sem hann gat hugsað sér tengt Bjarti. Eiríkur stóð kyrr og beið stundarkorn. A vinstri hönd var auðsjáanlega salnr, en hann vildi ekki fara lengra inn, stúlkan hafði sennilega tilkynnt komu hans. Skyndilega kom kona á þrítugsaldri innan úr salnum. Eiríkur sá þegar að þetta var önnur þeirra, sem verið höfðu með Bjarti á Yictóríu fyrr um daginn. Hún var há vexti og sælleg, mjög uppveðruð í andliti, og svipmót og yfirbragð allt svo þrungið lífsþrá og ríkt af reynslu, og svo funzuð og fáguð með öllum hugsanlegum fegrunarefnum og tækjum, að Eiríkur þurfti svo sem ekki að furða sig á smekk Bjarts. Það var annars í fullu samræmi við skoðun þá, sem hann hafði myndað sér á Bjarti, að hann kysi sér fremur dálitið Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.