Dagur - 31.03.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 31.03.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Á SUNNUDAGINN var fjöldi fólks á ismim á Akureyrarpolli, m. a. til að veiða upp um ís og sjá fyrstu keppni í þeirri grein, sem fram hefur farið. (Ljósmynd: G. P. K.) Akureyri hafnar aðild að landsvirkjun að sinni Á SÍÐASTA bæjarstjórnar- fundi urðu allmiklar umræður um virkjunarmál. Tilefni um- ræðnanna var að bæjarráð (að tillögu bæjarstjóra) lagði til, að bæjarstjórn tæki afstöðu til aðildar Akureyrarbæjar að fyr- irhugaðri landsvirkjun, ef Al- þingi og ríkisstjórn ákvæðu að stofna til hennar. f framsöguræðu rakti bæjar- stjóri aðdraganda þessa máls. Sagði hann raforkumálaráð- herra hafa skipað svokallaða Samvinnunefnd í virkjunarmál- um 9. júní s.l., er kanna átti möguleika á samvinnu ríkisins, Sogsvirkjunar og Laxárvirkjun ar um stórvirkjun til vinnslu raforku. Væri þetta 10 manna nefnd og ættu í henni sæti a. m. k. þrír Akureyringar, Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri, Jónar Rafnar alþingismaður og Magnús E. Guðjónsson bæjar- stjóri. Benti hann á að enginn þeirra sæti þar sem fulltrúi Ak- ureyrarbæjar og þeir því ekki borið fram sjónarmið bæjar- stjórnar, heldur eingöngu per- sónuleg afstaða ráðið tillögu- gerð þeirra. Samdi nefnd þessi á sl. sumri uppkast að tillögum um þessa samsteypu, sem nefnd er landsvirkjun. Tilgangur henn- ar átti að vera að framleiða raf- orku í eigin orkuverum og vinna að samtengingu orkuver- anna. Áætlað var að ríkið ætti Góð kvöldskemmtun AKUREYRARDEILD KEA hélt kvöldskemmtun á mánudags- kvöldið að Hótel KEA (aðalsal). Fræðslufulltrúi SÍS, Páll H. Jónsson, flutti erindi og sýndi kvikmyndimar Hönd veitir hendi og Bú er landstólpi. Að því loknu var efnt til spurninga keppni og hlutu sigurvegarar góð verðlaun. — Ármann Dal- mannson deildarstjóri, stjórn- aði samkomunni, sem var mjög ánægjuleg og vel sótt. □ 54—56%, Reykjavík 35—37% og Akureyri 8—10%. Stjórnin skyldi skipuð 15 mönnum, 8 frá ríki, 5 frá Reykjavík og 2 frá Akureyri. Sagði bæjarstjóri, að síðan hefði lítið gerzt og hann búizt við, að leitað yrði umsagnar bæjarstjórnar um málið, en engin slík beiðni komið fram og því hefði ekki verið ástæða til að hafast neitt að. En nú, 15. marz, hefði nefnd þessi aftur komið til fundar í Reykjavík og gert eftirfarandi ályktun: „Stjórn Laxárvirkjunar hefur á fundi sínum 10. febrúar þ. á. rætt samanburð á virkjunum í Laxá og línu frá Búrfellsvirkj- un við Þjórsá. Að gerðum þess- um samanburði lýsti Laxár- virkjunarstjórn þeim eindregn- um vilja sínum, að raforkumál Laxárvirkjunarsvæðisins verði leyst með nýrri virkjun Laxár og varmaaflstöðvum með þeim hætti sem hagkvæmast reynist. Jafnframt að gerð verði ítar- lég rannsókn á, hvort ekki reynist hagkvæmast að Austur- land verði tengt við Laxár- virkjun samtímis aukinni orku- framieiðslu í Laxá. Þar sem Laxárvirkjunarstjórn þannig telur ekki tímabært að svo stöddu að gerast aðili að landsvirkjun, vill nefndin mæla með því við raforkumálaráð- herra, að ákveði Alþingi og rík- isstjórn að ráðast í stórvirkjun í Þjórsá, þá verði ríkið og Reykjavíkurborg sameignarað- ilar að slíkri landsvirkjun, og þessir aðilar taki upp beina samninga sín á milli um fram- kvæmd þess máls. í væntanlegum lögum um landsvirkjun sé gert ráð fyrir að Laxárvirkjun geti síðar orð- ið aðili að landsvirkjun. Jafnframt mælir samvinnu- nefndin með því að veitt verði nauðsynleg lagaheimild til fram haldsvirkjunar í Laxá.“ Taldi bæjarstjóri því eðlilegt, að bæjarstjórn tæki afstöðu til þessa máls. Við umræður í bæjarstjórn á eftir kom fram, hjá ræðumönn- um allra flokka, sú skoðun (þó ekki hjá Jóni G. Sólens), að ekki væri ásíæða til að óska eftir aðild að svo stöddu, þar sem athuganir bentu til þess að hagstæðara raforkuverð fengizt með viðbótarvirkjun við Laxá, en samtengingu við Suðurlands virkjanir. Ennfremur töldu þeir rangt ef Akureyrarbær afsal- aði sér því ákvörðunax-valdi, sem hann nú hefur, til að markastefnu í virkjunarmálum (Framhald á blaðsíðu 2). ÖSKRA EÐA OSKRA EKKI Upp er risin deila um það, hvort bjarndýr öskri eða öskri ekki, m. ö. o. hvort þau gefi frá sér þau hljóð, sem nefnd hafa ver- ið öskur, baul eða gól. Hið nýj- asta í þessu efni er það, að kvikindi þessi, sem nú eru svo mjög umrædd vegna íssins, séu þögul eins og gröfin nema þvaðri svolítið um fengitímann. AÐ „SKRIFA NIÐUR BLAГ Á miðstjórnarfundi Framsókn- arflokksins um síðustu helgi var Tíminn að sjálfsögðu á dag- skrá og m. a. rætt um leiðir til að breyta lionum. Ungur menntamaður gerði um þeíta mál tillögu utan fundar, og var liún á þá leið, að dagblöð Iands- ins, sem hefðu lagt áherzlu á aukinn blaðsíðufjölda, mikið lesefni og afkastamikla blaða- menn, kynnu að eiga aðrar leið- ir sem verðar væru íhugunar, t. d. þá að fækka blaðsíðunum. Blað ,sem þessa leið færi, færi auðvitað á móti straumnum og þyrfti góða menn til „að skrifa það niður,“ þ. e. stytta og um- skrifa greinar, henda einskis- verðum greinum og greinaflokk um og breyta meðferð fyrir- sagnaleturs og umbrots og end- urskoða mat á gildi frétta. Dá- lítið nýstárleg er þessi hug- mynd en kannski umhugsunar- verð. VÉLVÆÐING A HÚNA- VÖKUNNI Húnavakan á Blönduósi er haf- in. Þær fréttir hafa þaðan bor- izt, að Véladeild SÍS sýni þá Minnlisf alþjóðadags faflaðra Á SUNNUDAGINN minntist Sjálfsbjörg á Akureyri alþjóða- dags fatlaðra að Bjargi. For- maður félagsins, Adólf Ingi- marsson, bauð gesti, sem voru á annað hundrað, velkomna og kynnti síðan stefnu og störf Sjálfsbjargarfélaganna og bar- áttumál þeirra, í glöggri ræðu. En helztu baráttumálin eru tryggingamál, félagsmál og at- vinnumál. Á þeim vettvangi þarf mannfélagið að koma meir til móts við fatlað fólk, en það hingað til hefur gert. Formaðurinn gerði einnig að umtalsefni hið nauðsynlega stórmál Sjálfsbjargarfélaganna í landinu, að koma upp vist- heimili fyrir fatlað fólk. En undirbúningur að því máli er kominn ofurlítið á veg. Til máls tóku á þessari sam- komu Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri og Jóhann Þorkels- son héraðslæknir. Piltar úr MA skemmtu með söng, hljómsveit Ingimars Eydal skemmti og Bjarni Baldursson fór með gam anmál. - Veitingar voru hinar rausnarlegustu, svo sem vant er á þeim bæ. □ Adolf Inginrarsson flytur ræðu sína að Bjargi á sunnudaginn. — Honum til vinstri handar sitja bæjarstjórinn og héraðslæknir- inn. (Ljósmynd: N. Hansson.) daga vélar margar og góðar og mun þetta nýjung. Vélar þær, sem sýndar eru, eru m.a. þess- ar: B-414 og B-275 dráttarvél- ar með ámoksturstækjum og sláttuvél. Geta menn kynnst þar ýmsum endurbótum. ÍSINN SEIG UNDAN MANNMERGÐINNI Veiðikeppnin á Akureyrarpolli um helgina var hin skenuntileg asta og auk þess alger nýjung. Þangað kom fjöldi manns í ágætu veðri. fsinn var traustur eftir langvinn frost — og þó. — Þar sem fólk hópaðist saman tók ísinn að síga. Jafnskjótt og sjór tók að bulla upp um vakir þær, sem veiðimenn stóðu við, tvístraðist fólkið. Slys urðu engin, en hins vegar hljóta menn að velta því fyrir sér hver áhætta fylgir slíku ,sporti‘ ERU ÞAR TIEITAR UPP- SPRETTUR? Svo hafa menn sagt, sem um þessar mundir fara um ísinn á Pollinum og dorga, að nálægt austurlandinu, þar sem þó er alldjúpt, sé ísinn mjög veikur á parti, eftir allar frosthörkum- ar, eða rúmlega þumlungsþykk ur í stað 10—12 þumlunga, sem hann er víða annars staðar. Vera má, að þetta stafi af jarð- hita, sem rannsaka þyrfti. STERKUR LEIKUR! Morgunblaðið sagði nýlega í sambandi við mikilvægi alum- iníumverksmiðju, að hennar vegna yrði „að draga úr öðrum verkefnum, ef hin mikla fjölg- un manna á vinnumarkaðinum næstu ár nægir ekki.“ Af þess- um orðum skilst glöggt hvert stefna á vinnuaflinu á næst- unni, og að ekki verði grátið á íhaldsbænum þótt minna verði um atvinnu og framkvæmdir t. d. hér á Norðurlandi. □ HNISUR I VÖKUM Þistilfirði 30. marz. ísinn er að lóna sundur á firðinum og auðir blettir að myndast við lönd. Þar er æðafuglinn kominn og ennfremur hnísur. í Krossavík hafa 12 hnísur verið skotnar og nokkrar á öðrum bæjum, því hnísurnar eru hér og hvar í vökum. Tugir af hnísum voru í gær í Hjálmsvík en enginn maður gerði þeim mein. Snjúr er hér mjög lítill og munu þrir vörubílar héðan á leið til Akur eyrar til að sækja byggingar- efni í nýju mjólkurstöðina á Þórshöfn. Ó.H. * Z | Skrifstofur brenna 1 { SKRIFSTOFUR Siglufjarð-1 I arkaupstaðar eyðilögðust í 1 I eldi s.I. föstudag, en mestu I | af skjölum og skrifstofuvél- 1 1 um var bjargað. Var hér um I | gamalt, tveggja hæða timb- 1 í urhús að ræða, byggt fyrir = | 1920 og stóð við Tjarnar- I § götu, og er það talið ónýtt, | | þótt það standi uppi. □ i ••'•MMMMIMMmMMMMMMIMMMMMMMMMIMMMMMMM*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.