Dagur - 07.04.1965, Síða 8

Dagur - 07.04.1965, Síða 8
8 ÞINGEYJARSÝSLUBRAUT SMÁTT OG STÓRT ÞEGAR vegaáætlunin fyrir tímabilið 1965—1968 kom til 2. umræðu á Alþingi eftir athug- un í nefnd, fluttu þeir Karl Kristjánsson, Gísli Guðmunds- son, Ingvar Gíslason og Björn Jónsson breytingartillögu þess efnis, að teknar væru inn á vegaáætlunina á árunum 1965 til 1967 12 millj. kr. eða 4 millj. kr. ár hvert til nýbyggingar á Þingeyjarsýslubraut, auk hinna almennu fjárveitinga úr vega- sjóði, og gerðu þeir ráð fyrir, að ríkissjóður tæki þessar 12 milljónir að láni. Þingeyjarsýslubraut heitir samkvæmt vegalögunum þjóð- brautin frá Breiðumýri um Reykjadal, Aðaldal, Tjörnes, Kelduhverfi, Öxarfjörð, Núpa- ESJA SNERIVIÐ Vopnafirði 6. apríl. Á sunnudags kvöldið fylltist fjörðurinn af ís alveg inn á sand. Er það mest lagnaðarís, en allþykkir jakar með. í dag sér aðeins í auðan sjó á stöku stað. — Esjan var á leið hingað á mánudag með vör- ur en varð að snúa við á Seyð- isfirði og skilja vörurnar eftir þar. Við erum þó þolanlega birgir af olíu, fóðurvörum og al- gengum matvörum.'— Jeppabif reiðum er fært héðan Stranda- leið til Akureyrar. K. V. Nýtt sveinafélag járn- iðnaðarmanna NÝSTOFNAÐ er á Húsavík fé- lag járniðnaðarmanna: Sveina- félag járniðnaðarmanna á Húsa vik og S-Þingeyjarsýslu. Stjórn þess skipa: Árni B. Þorvaldsson form., Sigurður Þórarinsson og Björn Líndal. Allir starfandi sveinar í þess ari iðngrein, sem ekki eru at- vinnurekendur, eru í hinu nýja félagi. Snorri Jónsson form., Málm- og skipasmíðasambandsins að- stoðaði við félagsstofnunina. sveit og Sléttu austur um Hálsa, Þistilfjörð og innanvert Langa- nes til Þórshafnar. Hér er um langa leið að ræða og fjölfarna en mjög mikið af henni er aðeins ruddur vegur, sem nauðsynlegt er að byggja upp til þess að hún geti talizt fær á viðunandi hátt. Er hér víða um langa vegakafla að ræða en samtals um 130 km. eða því sem næst, en uppbyggingar kostnaðurinn í heild mun vera lauslega áætlaður nokkuð yfir 40 millj. kr. á núverandi verð- lagi. Þar á meðal eru „milli- byggðavegirnir" um Tjörnes og Hálsa. Fjárveitingar, sem veittar eru úr ríkissjóði á næstu fjórum ár um nema ekki nema svo sem fimmta eða sjöíta hluta af hinni áætluðu kostnaðarupphæð við uppbyggingu Þingeyjarsýslu- brautar. Vantar þá enn, eftir að 4. ára fjárveiting er til komin nokkuð á fjórða tug milljóna til uppbyggingarinnar, og ætti hún samkvæmt þessu að taka fast að aldarfjórðungi. Ur þessu vilja þeir flutningsmer.n láta bæta nokkuð með fyrmefndu 12 millj. kr. lántöku á þrem ár- um. Þegar litið er á það, sem á að gerast á þessu sviði annars staðar á landinu, verður ekki sagt, að hér sé freklega í sakirn ar farið. í vegaáætluninni er nú gert ráð fyrir, að teknar verði á áætlunartímabilinu 274 millj. kr. að láni til hraðbraut- anná í nágrefini höfuðborgarinn ar og áætlað lán til nokkurra annarra vega eru þó nokkur. Vestfirðingar eiga að fá vegalán úr flóttamannasjóði Vestur- Evrcpu, 34 millj. kr. með 6% vöxtum, sem ríkið greiðir. Það hefur verið almennt viðurkennt, að ástand vega væri einna verst á Austurlandi og Vestfjörðum. En athuganir sýna, að hlutfalls leg uppbyggingarþörf á Þingeyj arsýslubraut í heild muni vera mjög álíka og í umræddum Vandshlutum. Þegar fjárlögin voru til um- ræðu fyrr í vetur, fluttu þeir Karl Kristjánsson, Gísli Guð- mundsson og Ingvar Gíslason til lögu um lántöku vegna Tjörnes vegar og Hálsavegar. Þegar vegamálaráðherra lýsti yfir því, að ríkisstjórnin myndi i sam- bandi við vegaáætlunina taka til athugunar lántöku til vega á breiðum grundvelli, tóku þre- menningarnir tillögu sína aftur og vildu bíða áíekta. En vonir um úrlausn af hálfu stjórnarinnar, að því er Þing- eyjarsýslubraut snertir, rættust ekki. Nú er stjórnarliðið á Al- þingi búið að fella áðurnefnda tillögu um 12. millj. kr. lántök- una. Niðurstaðan er þá þessi: 274 millj. kr. lán í hraðbrautir syðra — ekkert í Þingeyjarsýslu braut. Er þetta aðferðin til þess að stuðla að jafnvægi milli Iands hlutanna? LEIKFÉLAG Öngulsstaða- hrepps frumsýndi sjónleikinn Dúnungann eftir Selmu Lager- löf í félagsheimilinu Freyvangi á sunnudagskvöldið. Leikstjóri er Guðmundur Gunnarsson frá Akureyri. Jón heitinn Norð- fjörð íslenzkaði leikinn. Sjón- leikur þessi er hverju góðu leik félagi verðugt viðfangsefni. — Skraut, ást og rómantík eru helztu ytri einkenni hans og skáldlegt innsæi höfundarins, þótt það sé hvergi stórbrotið, ber verkið uppi. Frumsýningin var ágætlega sótt, enda mikill leiklistaráhugi í sveitinni og aðstaða slík, að unnt er að taka góða sjónleiki til meðferðar og skila þeim með prýði, þegar fólkið vill. Guðmundur Gunnarsson, kunnur leikari og leikstjóri, annaðist leikstjórnina og gerði leiksviðste;>rin,gar. Allt var KONURNAR KOMU Síðasti Bændaklúbbsfundurinn á Hótel KEA tók skrúðgarða- og matjurtaræktina til meðferð- ar. Framsöguerindi höfðu frú Ragna Sigurðardóttir og OIi Valur Hansson. Konur voru hvattar til að koma, þær gerðu það og fjölmenntu á fundinum. Var það ánægjaleg tilbreyting og án efa hefur fundurinn, sem var hinn fróðlegasti, og umræð- ur fjörugar, verið konunum nokkurs virði. Mætti Bænda- klúbburinn oftar efna til funda, þar sem sérstaklega væru rædd hugðarefni kvenna. HIN SAMÞYKKJANDI ÞÖGN Fyrir skömmu fullyrti skóla- piltur í greinarkorni hér í blað- inu, að það heyrði undantekn- ingum til, ef fólki innan 21 árs aldurs væri synjað um vín á vínveitingastöðum bæjarins. Ef ósatt væri, hefðu vínveitinga- húsin þvegið hendur sínar, en þau hafa ekki látið frá sér heyra. Vegna ásakana skóla- piltsins hefðu lögregluyfirvöld bæjarins átt að ganga úr skugga um sannleiksgildi svo alvarlegr- ar umsagnar. Ekki er blaðinu kunnugt um rannsókn í því sam bandi. FUGLAR BERA í HREIÐ- UR SÍN Auðnutittlingar og þrestir eru þegar byrjaðir hreiðurgerð í trjágörðum á Akureyri. Grá- spör hefur haldið til á Ytri brekkunni. Hann er á stærð við auðnutittling, en svo „harður í hom að taka,“ að hann hrekur þresti frá mat sínum. BIFREIÐAEIGENDUR ÓÁNÆGÐIR Tryggingarfélögin lýstu því ný- lega yfir, að skyldutryggingar- gjöld bifreiða myndu hækka mjög vegna aukinna tjóna. Eru í þessu sambandi nefndar háar það samvizkusamlega unnið, sem hans var von. En án efa má stytta sýninguna um hálfa klukkustund, og myndi sú hraðaaukning verða vinsæl. Leikstjórinn fer með aðal- hlutverkið, Theodor herragarðs eiganda, og skilar því með ágætum svo leikur hans ber af. Engu að síður eru sum smærri hlutverkin eftirtektarverð og bregður þar ýmsu skemmtilegu fyrir, þrátt fyrir ofurlítið hik. Frú Ingveldur Hallmundsdótt ir leikur móður herragarðseig- andans af formfestu, Hallmund- ur Kristinsson trúlofaðan upp- skafning og ungfrú Guðríður Eiríksdóttir hina fögru og prúðu unnustu hans. Ungfrú Sigurhelga Þórðardóttir leikur ráðskonu á herragarðinum, skilningsríka konu og skapríka og Vignir Gunnarsson ráðs- (Framhald á blaðsíðu 2). tölur. Félag íslenzkra bifreiða- eigenda hefur brugðizt þannig við, að útlit er fyrir að stofnað verði fyrir þess áhrif eða beint á vegum þess nýtt tryggingafé- lag til að bjóða félagsmönnum sínum og öðrum ódýrari trygg- ingar. ÞEIR KALLA SJÓÐINN „VIÐREISNARSJÓГ Ríkisstjórn íslands hefur tekizt að fá Ián úr Flóttamannasjóði Evrópuráðs. En þeirri peninga- stofnun er ætlað að aðstoða hart Ieikna flóttamenn í heimin um. Fénu á að verja til að bæta vegaástand á Vestfjörðum. — Nafn þessa ágæta sjóðs, sem að þessu sinni hjálpar íslending- um, þykir ekki við hæfi í stjórn arblöðunum og er liann þar kallaður „viðreisnarsjóður.“ FATAGERÐIN YLUR Sauðárkróki 6. apríl. Fatagerðin Ylur, sem starfað hefir í Reykjavík, hefir opnað saumastofu í gamla spítalanum, en verður síðan flutt í Skógar götu 1. Nú starfa sex saumakon ur á stofunni, en verða síðar um 30, þegar fullur skriður er kominn á saumaskapinn. Sauma stofa þessi framleiðir kvenkáp- ur, herrabuxur o.fl. Klæðskeri er Friðrik Ingþórsson, en fram- kvæmdastjóri Helgi Scheving. ÍSINN EINS OG FJALLLENDI Raufarliöfn 6. apríl. — Á laugar daginn svifaði ísinn nokkuð frá, en á sunnudag kom hann alveg inn að hafnarmynni og hefir ver ið að hrannast upp síðan. Vír er strengdur fyrir framan höfn- ina og hefir hann varnað því að ísinn kæmizt þar inn. í dag er ágætt skyggni hér, og svo langt sem sér er samfelld isbreiða, er líkist snævi þökktu fjalllendi. Ekkert hefir orðið vart bjarn- dýra. Akvegir eru vel færir, svo enginn skortur er í lífsnauðsynj um, en samgönguleysið á sjó hef ir eðlilega truflað framkvæmd- ir hér t.d. í sambandi við endur bætur á síldarbræðslunni og undirbúning við söltunarplönin. II.H. HÖFRUNGADRÁP Á SKJÁLFANDA Húsavík 6. apríl. í fyrradag rak nokkurn ís inn Skjálfanda vest- anverðan og varð Flatey um- flotin ís. í dag sjást héðan all- stórir jakar á flóanum. Mikil höfrungaveiði hefir ver ið á Skjálfandaflóa að undan- förnu og hafa Húsavíkurbátar fengið allt upp í 15 höfrunga á dag. Fiskiðjusamlag Húsavíkur og Kaupfélag Þingeyinga hafa keypt höfrungakjötið til þessa. Þorskafli er tregur, bæði á línu og í net, en einstaka sinnum hefur veiðst sæmilega á hand- færi. Þ. J. LEIKFÉLAG ÖNGULSSTAÐAHREPPS: DÚNUNGINN

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.