Dagur - 21.04.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 21.04.1965, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Biörnssonar h.f. SUMRI FAGNAÐ VETUR er nú að kveðja, og í þessu landi er sumri innilegar fagnað en í öðrum löndum, enda fyrsti sumar- dagur hvergi hátíðisdagur nema á íslandi. Fyrstu farfuglarnir eru þeg- ar komnir hingað til lands og það ævintýri vorsins er ætíð jafn mikill gleðigjafi. Nú bíða ]>eir þess að jörð grói og maðkur finnist í mold, en jörð mun djúpt freðin að þessu sinni, enda veður svöl og meiri ís fyrir landi en undangengin 47 ár. Isinn Iiefur teppt siglingaleiðir til Norð- urlands um nokkurra vikna skeið. Sjórinn er kaldari en áður, þorsk- veiðar nær engar og dauft yfir at- hafnalífinu um þessar mundir. In- flúensa, kennd við Asíu, hefur geng- ið yfir Skagafjörð og Húnavatns- sýslur en ekki verið mannskæð. I sveitum voru menn vel undir harð- an vetur búnir eftir gott heyskapar- sumar. En stundum hefur góður ásetningur hrokkið of skammt á ísa- árum, og víst er ísinn uggvekjandi ]K>tt miðaldra fólk og ]>eir, sem yngri eru, hafi aldrei hafís augum litið, aldrei fundið hinn nístandi ísa- kulda eftir að komið er sumar, aldrei þurft að ]>ola ]>a r hörmungar, sem honum fylgdu stundum l'yrr á árum. En þótt ís loki skipaleiðum, hafa nýjar leiðir opnazt til aðdrátta og er því minni hætta á innilokun og vöruþurrð. Deyfð atvinnulífsins á Norður- landi stafar fvrst og fremst af afla- bresti á norðlenzkum fiskimiðum, en á sjávaraflann hafa menn löngum treyst, og það svo, að þorp og kaup- staðir haía byggt tilveru sína á hon- tim að mestu leyti. Undantekning er ]>ó t. d. Akureyri, sém er hlutfalls- lega mesti iðnaðarbær landsins. En ]>ar hefur einnig skugga borið yfir vegna þeirrar stefnu valdhafanna í inálefnum iðnaðarins, sem lagt hef- ur kalda hönd á þennan atvinnuveg. Sú stefna torveldar innlendum iðn- greinum samkeppnisaðstöðu við er- lendaíi, innfluttan iðnvarning, svo sem margir hafa nú fengið að þreifa á síðustu vikurnar. Stóriðja, sem nú er fyrirhuguð, getur að litlu leyti komið í stað hins margþætta inn- lenda iðnaðar, sem nú er ómaklega að kreppt. En vonandi vex skilning- ur þeirra er málum ráða, á þessu þýðingarmikla atriði. En nú er sumarið framundan og hækkandi sól mun ekki aðeins leysa jörð úr böndum kulda og klaka, eyða ísnum, gefa gróðri á landi og í sjó lífsmáttinn að nýju, fagna lambi og folaldi í haga og leiða fisk á mið, heldur og vekja nýjar vonir og auka þrek manna til starfa og dáða. I von um, að svo verði og gæfan fylgi hverju góðu starfi, fögnum við kom- andi sumri. GLEDILEGT SUMAR! EINAR Ö. BJÖRNSSON. RAGNAR ARNALDS, alþingis maður, skrifar grein í Fjölnir á Siglufirði, sam einnig er birt í Verkamanninum á Akureyri, sem hann nefnir „Skipulagsmál Aiþýðubandalagsins“. Mér þyk- ir vænt um, að hún skuli vera komin fram. Hún er söhnunar- gagn frá þessum sendimanni Einars Olgeirssonar til Norð- lendinga um hiutverk hans og vitnisburður um fyrirætlanir þeirra í þjóðmálum. Eg vil benda á grein, sem ég skrifaði í „Dag“ á Akureyri 3. febrúar sl., sem ber heitið „Hef- ur Björn Jónsson slæmar draum farir í dyngju kommúnista“. Það er furðulegt, að Ragnar Arnalds skuli vera svo djarfur að reyna að telja fólki trú um, að eitthvað nýtt felist í því, þó að kommúnistar og fylgisveinar þeirra reyni að stinga höfðinu í sandinn eða líti undan um stund og það sé nægilegt til að fólk gleymi hráskinnsleik þeim og bæta því svo við, að slíkt sé stefna, sem eigi vaxandi fylgi um Norðurlönd og Vestur-Evr- ópu. Ragnar segist ekki vera í Só- síalistaflokknum eða öðrum sam tökum, hann sé bara í „Alþýðu- bandalaginu". En hvað er Al- þýðubandalagið orðið annað en það, sem hangir utan í Sósialista flokknum? Ragnar er ekkert annað en sjónhverfingarmaður, sem stend ur á svölum Einars Olgeirsson- ar og féiaga til að leika það hiut verk í Norðurlandi, sem Lúðvík Jósepsson hefur leikið á Austur landi, Hannibal á Vestfjörðum, Alfreð Gíslason í Reykjavík, Gils Guðmundsson á Reykjanes skaganum og Björn Jónsson á Akureyri, að þeir séu ekki kommúnistar bara einlægir vinstrimenn, þeir þiggi aðeins atkvæði frá kommúnistum og fjármagn, sem streymir inn eft- ir viðskiptaleiðum og öðrum leið um frá hinum „Austræna heimi1 og samkrull við gróðaöfl hér inn anlands, næri þá og metti og tryggi þeim þingsætin, sem verka þó líkt á þá eins og doði, vegna þess ótta, sem inni fyrir býr. Þeir vita að fóðrið, sem þeir framleiða handa íslenzkum kjósendum, er ekki orðið lyst- ugt, og hin rauða kýr með „Al- þýðubandalagslitina,“ sem á að næra alla hjörðina, getur vesl- ast upp. Hinn nýi Alþýðubandalags- læknir Ragnar Arnalds, sem er eins og fermingardrengur í liði kommúnista, hann þarf ekki að lltllllShlllltillllftllllllllllllttlllMMIlIlllllkillllllM EINAR Ö. BJÖRNSSON, MÝNESI: ............................................................................ IMIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIMMMIIIIIIIIIIlMMMII Er þefta hluiverk Ragnars þingism. í Noriurlandskjördæmi ves halda, að honum takist í Húna- þingum og Skagafirði að villa fólki sýn. Það er því unnið fyrir gýg að telja, að eitthvað nýtt feiist í því, þó að Alþýðubandalagsflík- inni sé snúið við og rangan eigi nú að skýla því pólitíska farg- ani, sem kommúnistar og fylgi- sveinar þeirra kasta á milli sín og má helzt hvergi koma niður. Ragnar Arnalds ætti að kynna sér samfylkingarsögu og vinstra hjól kommúnistabroddanna hér á landi, og flokksstofnun komm únista og fylgismanna Héðins Valdimarssonar 1938. Vikurnar áður var vorhugur í mörgum verkalýðssinnum og' vinstri mönnum á íslandi. Samt var það svo, að kommúnistar voru ekki fyrr komnir út úr Gamla Bíó, stofnfundur Sósíalista- flokksins var haldinn þar, en þeir settust niður til að ganga frá því, að þeir hefðu tögl og haldir í flokksfélögunum og yfirráð í flokknum, sem endaði á þann veg, að þeir tóku upp kommúnistíska stefnu á ný með fylgd við innrás Rússa í Finnland. Það varð til þess, að Héðinn Valdimarsson, einn glæsilegasti verkalýðsleiðtogi, sem ísland hefur alið, varð að lúta í lægra haldi og yfirgefa Sósíalistaf'okkinn vegna undir- ferlis kommúnista og svika við þá stefnu og stöðu, sem Sósía- listaflokknum var ætlað í stjórn málabaráttu íslendinga. Þessi saga hefur endurtekið sig í Alýðubandalaginu, en verk ar nú eins og uppdráttarsýki á alla hersinguna, vegna þess, að tímans hjól leyfir ekki, að slík ólánspólitík verði lengur við líði hér á landi. Þegar viðreisnarstjórnin var sett á laggirnar síðla árs 1959, sköpuðust skil í stjórnmálum landsins. Þá var barómetstaðan hagstæð til að hasla vinstri mönnum völl og hefði því mátt ætla, að Alþýðubandalagshug- sjón Hannibals og Lúðvíks hefði þá átt að rætast. En svo varð ekki í reyndinni. Á þingi Sósíalistaflokksins í marz 1960 var ekki slíkt and- rúmsloft. Ég ætlaði mér að sitja það þing, sem áheyrnar- fulltrúi með málfrelsi og ræða um þau mál frá sjónarmiði þeirra, sem vildu gera Alþýðu- bandalagið virkt í íslenzkum stjórnmálum, laust við kreddur kommúnista og út yrði gefin yfirlýsing um, að Alþýðubanda lagið starfaði á íslenzkum - grunni, en væri ekki í sam- krulli við erlend öfl eða hring- snerust eftir sveiflum, sem yrðu í valdabrölti og hráskinnsleik kommúnistisku broddanna í Austur-Evrópu, sem halda þar aðeins völdum í skjóli hers og lögreglu, þar sem fólkið er gert að ríkisþrælum í andlegum og veraldlegum efnum. Á nefndu þingi var raunar Alþýðuþandalagið jarðað endan lega, og Hannibal, Alfreð Gísla- son og Finnbogi Rútur þökk- uðu liðveizluna með því að þeir voru ekki einu sinni viðstaddir þingsetninguna þó að þeir væru þingmenn Alþýðubandalagsins. Þeir gerðu sér þetta að góðu og létu reka, sáróánægðir, og var það ljóst að minnsta kosti Finn- boga Rút, að enginn var til að fá fram birtingu. Þannig smá- veslaðist Alþýðubandalagið upp í höndunum á forustumönnun- um, sem þó byggðu það upp með sjálfum sér í fyrstu. Það var því raunar aldrei annað en aftanívagn, sem Hannibal og fylgismenn hans komust upp í, sem tengdur var við aðalvagn kommúnista. Nú kemur Ragnar Arnalds fram á sviðið og stend- ur í vagni kommúnista og pre- dikar, að það sé ekki sitt mál, þó að einhverjir séu kommún- istar. Vitanlega er það ekki hans mál. En Þóroddur á Siglufirði, Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason vita, að það er þeirra mál, að Ragnar skrifi og tali eins og hann gerir. Ég er argur við Ragnar Arn- alds, af ætt Einars Hjörleifsson- ar skálds, og því frændi minn, að hann skuli láta hafa sig til að leika það hlutverk, sem virð- ist við blasa eftir orðum og at- höfnum hans að dæma, þótt honum verði ekki ágengt. Það er ekki álitlegt fyrir ung- an mann að standa á palli með kommúnistum, sem ekkert virð ast hafa lært, en síga nú sam- an í Reykjavík í „bussnisbrölti“ keyrðir áfram af peningavaldi, sem þeir þykjast hafa verið að berjast gegn. Þeir reyna samt að telja fólki trú um, að þeir haldi uppi sókn fyrir hið vinn- andi fólk á íslandi, sem ekki hefur ennþá möguleika til að lifa af venjulegum daglaunum, þrátt fyrir að kommúnistar hafa riðið Alþýðusambandinu síðan 1954, setið í vinstri stjórn- inni 1956—58 og minnast varla á það, þó að fólkið, sem vinn- ur við framleiðsluna til sjós og lands verði að leggja á sig lang- ar vökur og er síðan hengt fyr- ir það með skattpýningu á með- an sumir aðrir hafa nær hundr- aðsföld verkamannalaun. Viðskiptamálaráðherrann læt ur sig ekki muna um, að halda því fram að landbúnaðurinn tefji fyrir eðlilegum hagvexti þjóðarinnar og finnur það senni lega vel, þegar búið er að leggja á borð hjá honum, og sér, að flest sem þar er, kemur frá landbúnaðinum. Kannski hann vilji að Mokkakaffi-fólk og skriffinnarnir sem honum þjóna, taki við framleiðslunni og verði hagvextinum hjálpleg- ir. Hann getur látið Jónas Har- alz efnahagsráðunaut reikna það út. Þannig er viðmót og vinnu- brögð kommúnista og krata í málum þess fólks, sem þeir þykjast vera að bcrjast fyrir, að í það er kastnð ónotum eða haft að skotspæni ti! þess að reyna með þeim hætti að hræða það til hlýðni viö það vald, sem þeir eru nú orðnir þátttakend- ur i og hréiðra nú um sig í skrifstofuhöllum Reykjavíkur, þar sem verkalýðs- og alþýðu- baráttan er nú stunduð á papp- ír, sem þeir hlaupa með á milli þinghússins og flokksskrifstofu sinnar og setja síöan á þrykk í blöðum sínuin. sem stefnu fólks sem þeir eru fyvir löngu hætt- ir að hafa nokkurt samband við. Það er því ekiti um annað að gera en hefja nú aftur til vegs landsmálabaráttu, sem samein- ar fólkið um málel’ni sín. Á þingi Norðurlandaráðs í vetur var meðal fulltrúa hinn danski Axcl L.arsen. Hann sat 20. þing kommúnisla í Moskvu. Hann var vitni að uppljóstrun- um Krjúsjeffs á valdatímabili Stalíns, sem voru ótagrar og bentu ekki til þess, að hið sósíalska Guðsríki hefði þróast þar, heldur blóðfórnir alþýð- unnar og slátranir á forustu- mönnum byltingarinnar, sem hefðu verið líflátnir saklausir. Þessi tíðindi flutti Axel Larsen heim með sér .og gaf skýrslu um það í flokki sínum, kommúnistaflokknum danska, sem hann hafði verið formaður fyrir um árabil. Honum var vikið úr flokkn- um, og ætlað það hlutverk að daga upp á pólitiskri eyði- mörk, eins og svo mörgum hef- ur verið ætlað hér á landi, ef þeir hreyfðu andmælum gegn hinni forsoðnu pólitik, sem hér hefir verið rekin af forustu- mönnum sósíalista. Larsen myndaði nýjan flokk, sem vann glæsilegan sigur 1 þingkosningui^um dönsku og fékk 11 þingmenu. kommúnist- ar engan. Þegar Axel Larsert kom á Reykjavíkurflugvöll voru mætt ir að taka á móti honum Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósefsson ásamt ýmsum öðrum úr hópi kommúnista. Þar var ræfil- dómur settur á svið. Nú ætluðu þeir Einar og Lúðvík að endur- helgast og sýna sig i gerfi Ax- els Larsens og þannig klæða sig úr þeim álagoham. sem þeir hafa verið í. Boðið var til fundar á Hótel Borg af róttækum stúdentum og þeim Einari Olgeirssyni og Axel Larsen boðið að halda þar ræður, hvor með sínum hætti. Einar vildi samfylkingu krata, komma og fleiri og vildi prófa eitt tímabil enn að láta komm- únistakjarnann mula undir sig allt það íólk. sem hann er hræddur um að kynni að taka UPP þjóðlegri stefnu fyrir lands fólkið í þessu góða Lmdi. Þann- ig er leikinn sá hrunadans af þeim mönnum, sem nú sitja of- an á félagasamtökum fólksins og' nota þá aðstöðu til að halda sér á floti með pólitík, sem lífs- nauðsyn er að losna við, ef fást á leiðrétting um réttláta skipt- ingu þjóðarteknanna og eyða hinum tryllta dansi í kringum gullkálfinn. Axel Larsen skýrði frá sínum sjónarmiðum og varaði við pólitík Austur-Evrópuþjóða, er lágu undir fargi kommún- ismans, en lýsti sig fylgjandi leikreglum lýðræðisins í átt að því marki, sem hann taldi flokk sinn stefna að. Spurningin mikla, er samt, hver er afstaða Larsens til Ein- ars og Lúðvíks og hráskinns- leiks þeirra hér á landi. Það kom aldrei fram. Enda verða ekki sótt dönsk ráð um, hvernig við íslendingar högum okkar stjórnmálabaráttu. Að síðustu vil ég minna Ragn ar Arnalds á eftirfarandi: Fjöldi fólks, sem studdi Al- þýðubandalagið 1956, hvarf fljótt frá því eins og kosninga- tölur sanna. Slökunin á vinstri stjórninni kom raunar straz eft- ir þing kommúnista 1957. Þá sáu kratar að Hannibal og fylg- ismenn hans höfðu misst fót- anna vegna þess að Lúðvík hafði þá strax svikið vin sinn Hannibal. Lúðvík ætlaði sér að verða formaður í samkrullinu, sem hann kallar Alþýðubandalag, með sínum áherzlum, en varð fótaskox-tur og er nú pólitískur niðursetningur hjá Einari og Brynjólfi, sem nú hafa raðað utan um sig ungum mönnum, sem frekar verða fengnir til að gæta hirzlu Sósíalistaflokksins, sem Einar Olgeirsson telur sjálfur að eigi framtíð, jafnvel um aldir. Það er því ekki karl- mannlegt af Bii-ni Jónssyni al- þingismanni að fá Ragnar Arn- alds til að ski-ifa fyrir sig um eflingu „Alþýðubandalagsins“ og veia þá um leið upp með sér af því að meina ekkert með brölti sínu í Norðurlandskjör- dæmi. Þó hann hafi Arnór Sig- urjónsson sér til fylgdar. Ég hef kynnst þessu öllu saman í Reykjavík og gæti lýst þessu betur, en það verður að bíða. Það er aum frammistaða hjá Ragnari Ai-nalds, að vinna það fyrir þingsæti að ski-ifa um allt og ekkert og ætla með því að lífga það við, sem dautt er og orðið að vofu, sem nú er talin svífa um í nafni Ragnai’s Arn- alds á hringekju kommúnista, sem ekkert á eftir annað en fara út af spoi-inu og velta um. Ég hef lýst í þessari grein stjórnmálaástandinu og hrá- skinnsleik kommúnista og því hlutvei-ki, sem Ragnai-i Arnalds er falið að vinna að og minnir í pólitík sinni á jarðálf, ef hon- um dettur í hug, að brölt komm únista með Alþýðubandalaginu skipti sköpum í stjórnmálabar- áttu framtíðai-innar. Þar er fremur blóðtappi, sem þarf að eyða. mætti vera, sent ekki gæti fallist á dálítinn leikaraskap, fyrst ]>að á annað borð væri nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. En svo sagði hann með óvæntri þykkjn í röddu og fasi: — Eg hélt þú værir svona nokkurnveginn fínn maður. — Að lokum varð samt niðurstaðan sú, að ekki skyldi stofn- að til neinnar stórveizlu, heldur aðeins til fjölskyldu-hádeg- isverðar, og að honum loknum færi svo Rútur og frú hans með síðdegislestinni í brúðkaupsför til Ítalíu. Eiríkur sá Elínu nokkrum sinnum, hún var hálffeimin og fáorð, en hún virtist ánægð. Hún var einnig hressari í bragði, þótt þau Rútur væru stöðugt á ferð og flugi í fjöl- skyldu-heimsóknum og á kvöldin í kaffihúsum. 'Þau keyptu sér hús uppi í Vindási. Eiríkur var ekki viss um, hvernig henni geðjaðist að öllu ]>essu, þetta var allt svo furðulegt, og stór stærilætis-blekking væri allt þetta sennilega, þótt hann í raun og veru áttaði sig lítið á Rúti að lokum. Hann væri svo þjóðfélagslega metnaðargjarn að hann vildi auðvitað láta jafn liátíðlegan viðburð sem giftingu sína verða nægilega áberandi, svo að allt væri í fyllsta lagi, bæði formlega og að sjónarsýn. Og auk þess væri þetta sennilega dálítið athyglisverður við- burður fyrir hann sjálfan, einskonar nýr virðuleiki. Og þar að auki væri Elín, — ef hann segði ]>að satt, — eina konan sem vakið hafði einhvern örlítinn ástársnert hjá honum. — Seinna gæti hann svo vissulega rifjað upp á ný kvennaveið- ar sínar, — og yrðu þær nú að lara tram með mun meiri gætni en áður, — og gæti það einmitt ef til vill gert þær eftirsóknarverðari. — Elín gæti varla gert sér háar hug- myndir á þessum vettvangi. — Og það kæmi honum ekki við. Einn daginn vísaði Eiríkur frá sér tveim málum sem hann þó nýskeð hafði gefið hálfvegis ádrátt um að flytja. Við skjólstæðinga sína afsakaði hann sig með önnum, en við sjálfan sig með því, að þetta væru leiðindamál. Eftirá létti honum í skapi. Dag nokkurn hætti hann skyndilega i skrifstofunni klukk- an tvö. Eldsnöggt hugskot greip hann algerlega óvænt: — Hann fór með strætisvagninum upp að Majórstofu, og þaðan gekk liann uppeftir og fór sér hægt. Þegar hann kom að Vestari-graflundi fór hann þar inn og gekk gangstiginn inn á milli grafanna. Hann staðnæmdist að lokum við gröf þar sem brotinn steinn hafði verið reistur. Þar stóð á plötu felldri í steininn: t Stúdent NÍELS BANG 1890-1912 Það var þá hingað sem mér var ætlað í dag, hugsaði Ei- ríkur. Hvers vegna? Á.ég að rannsaka sjálfan mig? Hann stóð kyrr og horfði á frosna gröfina, og hann fékk á ný sömu hugmyndina sem svo oft áður: — að líkamlegur sársáuki hlyti að fylgja því að vera dauður. Þetta var auð- vitað hlægileg hugmynd, en hann gat ekki hugsað sér til- finningalausan líkama, — að þessi skrokkur hans, lífsstöðv- ar allra hans tilfinninga, tengiliðurinn milli heimsins og haríS sjálfs, — að hægt væri að leggja hann í svarta kalda jörð eða brenna hann í hvítum logum án þess að það valdi kyölum. Og enn óskiljanlegra var honum nú sem áður, að sjálf meðvitundin yrði útmáð, að sjálfa manns, — hans eig- in einmana og einstæða lífstegund skyldi einn góðan veður- dag ekki framar vera líf, ekki vera til! Væri þetta ef til vill síðasta afleiðing einhæfninnar, einstaklingseðlisins, á hans eigin menningar-vettvangi, drembileg svik einstaklings-eðl- isins? Það var lionum að minnsta kosti ljóst, að alger útmá- un var honum gremjuæsandi veruleiki, andstyggilegur leyndardömur, nærri því enn meiri í dag en fyrir sjö árum, er Níelsi í kistu var sökkt ofan í gröfina hérna. Og þá var andóf hans jákvætt með sérstæðri lífrænni ákvörðun, þann- ig að einmitt rétt við dyr fullorðinsáranna eru skilyrði lífs og dauða jafnvægari í vitundinni en nokkru sinni síðar á ævinni. Og honum var nú ljóst að hvernig sem honum væri farið, hverskonar ]>reyta sem það væri er á hann sótti og hann burðaðist með, — „þreyta til dauðans" var það ekki. Nei, hann skyldi berjast við margskonar erfiðleika um 5 mörg óskemmtileg ár áður en sú þreyta næði á honum kverkataki. Það var þegar talsverð huggun í þessu, og vissan sú nokk- urs virði. Því að nú skildist honum það: — að eitthvað dautt væri í honunr núna, banvænn dauðlégur gerill, og var því gott að verða þess vísari, að enn hefði hann að minnsta kosti ekki náð miðdepli lífsins, lífsviljanum ein- földum og nöktum. Eiríkur minntist nú samtals sem hann hafði einu sinni átt við föður sinn, það var annars rétt áð- ur en Xíels líang dó. Það var þá sem faðir hans drap á að sér væri ljóst, að sjálfur ætti hann ekki langt eftir ólifað, — og faðir hans talaði með beiskju um allar þær klaufsku þjáningar lieims, og um siðferðilega skylduboðið, að mað- ur á að vilja vera í sátt og sanrlyndi við heilbrigði og ham- ingju, einmitt af virðingu fyrir hinni sönnu þjáningu. Þá hefði hann sagt við Eirík: — sótthreinsaðu þig gegn öllum óhamingjugérlum. — Hvernig væri ]>að? — Vertu bara dauðskelkaður, drengur minn, þegar þú verður hnign- unar-einkennanna var. — Jæja, jæja, þannig gæti maður sagt, væri þetta ekki blátt áfram svona almennt heilræði, sem minnst færu 12 af í tylftina? Hvernig sótthreinsar mað- ur sig annars gegn óhamingju? Og verða menn yfirleitt hnignunarinnar varir fyrr en hún er komin á flugstig? — Og þótt Eiríkur hefði sagt við Bjart: — Þú hefðir átt að vara þig á óhamingjunni og sótthreinsa þig gegn hnignun- inni, — hefði ]>að ekki aðeins verið spreng-hlægilegt, — og verra en það: Nærgöngult og ruddalegt. — Hann hefði sagt eitthvað þessháttar við vin sinn Níels, hann sem lá núna hérna í gröfinni þeirri arna, — og aðeins gert sig hlægileg- an með því. Nú minntist hann einnig þess, að Ástríður kom einu sinni til hans og sagði: — Þú skilur ekkert í þessu! — Skiptu þér ekkert af því! Aftur það sama: að hann var utangátta. — jæja, jæja, hugsaði hann, og núna skammaðist hann sín svo mjög, að honum fannst hann gæti ekki afborið það, — það var þá satt, harin bar í brjósti skrumandi hugmyndir og ummæli um þjáningar eins og eitthvað óverulegt, allan tónstigann af geðbrigðum, skyndileg bilun í vörn skapgerðar, — hann hafði engan skilning á neinu þessu, vissi engin deili á því. Og skömm hans jókst: — hann hafði einti sinni ráðist á Níels Bang, slegið til hans með hnefa, — hann mundi það eins og það hefði gerzt í gær: hvernig Níels hefði beygt höfuðið og brugðið upp báðum handleggjum til varnar, óttasleginn á svip eins og smástrákur. — Hann hefði barið vin sinn og félaga sem var „þreyttur til dauðans“ og gat ekki lifað lífi sínu. — Var þetta ekki þessháttar, sem ekki verður fyrirgefið? Hvernig hafði hann getað gert annað eins? Hvernig var hann eiginlega þá? Ótrúlega að maður skyldi ekki geta munað sjálfan sig greinilega. — Aðeins einstök atriði vóru greinileg og glögg í endurminningu hans, einstök viðhorf t. d. þegar hann barði Níels. F.n hvernig á því reiðikasti stóð — það gat hann ekki munað. — Og það var margt ann- að, sem faðir hans hefði sagt við hann kvöldið góða, það voru ekki slíkar hálflreimskulegar skyldukvaðir lífsins, — en hvað það raunverulega var gat hann heldur ekki mun- að. — Gæti hann aðeins rifjað lífið upp aftur, fundið þar trausta undirstöðu, rofið allan þennan meðvitundarlausa starfstíma sinn, þá yrði honum sennilega Ijóst að lokum, hver og hvernig hann raunverulega væri, hver lífsskilyrði hann bæri, hverjar kröfur hann hefði í huga. Þannig lá sennilega í þessu, að það var svo margt sem hann skamm- aðist sín fyrir á þeim árunum, sem olli því að leiðin til baka reyndist svo torfær. Allt sem hann gat munað skamm- aðist hann sín svo rækilega fyrir, að það gerði hann hnugg- inn og sorgbitinn. Sarnt var hann ekki hnuggnari en svo, að hér stóð hann fjarlægur frá dauða og gröf. Var það ef til vill aðeins frem- ur grófgerð og lítilfjörleg lífmögnuð erfðahvöt, seigir kraftar byltust og tvinnuðust saman í stórum líkama hans? En drottinn minn dýri, öll hin góðu öfl lífsins, — skyldi samt ekki vera von einnig fyrir hans skapgerð? Nú var hann fús til að taka því sem þyrfti til þess að nálgast og gera sér ljóst hvað í hönum byggi af mannlegu eðli. — Æ, að fá einu sinni að finna á ný að maður sé lifandi með öllu sem maður á í holdi og huga, hreinskilið satt og fullkomið líf, — eins og opinn blómbikar. í kirk jugarðinum var blautt og kalt núna, óhreinn snjór á gangstígunum, nakin tré og skuggaleg. En Eiríkur gat. lokað augunum og séð: ljósbláan léttskýjaðan vorhiminn, hvítar' sóleyjar og bláar og smágerðan grænan hýjung á öllum trjágreinum, — og fundið vormoldar-þefinn og rakan mildan hafrænublæinn utan af firðinum. — Og hugsaðu þér, árla döggvaðan vormorgun heima, þungan eilífan elf- arniðinn í lofti, og enn skugga í hlíðum dalsins, en gullin sólarfjöll! Og opnir gluggar í sofandi lnisinu, en sjálfur ertu úti og stendur undir gömlu björkunum á túnhlaðinu og sérð daginn nýja renna og finnur hjarta þitt slá og veizt. Framhald,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.