Dagur - 26.05.1965, Síða 8

Dagur - 26.05.1965, Síða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Hraktir út fyrir túiigarð Á AKUREYRI eru hundruð manna, sem stunda einhvern tómstundabóskap. Þeir eru á stöðugum hrakningi, mega helzt hvergi vera með fjárhús sín eða hesthús. Þessir hrakningsmenn verða að flytja sig á fárra ára fresti. Bærinn vex og þá verða hús- dýraeigendur að taka sig upp og færa sig utar. Nú má eflaust halda því fram og færa að því sterk rök, að búskapur henti betur í sveit en bæ og eigi þar einvörðungu að vera, og þeir menn líka sem eiga vilja hús- dýr til gagns og gamans. Raun ar staðfesta mörg kofaræksni hrakninsmanna sem höfð eru fyrir hesthús eða kindahús hér í bæ, þá skoðun, að slíkt væri betur við jörðu jafnað. Myndi sú ráðstöfun allmikil bæjar- snyrting og tiltölulega lítil at- vinnuskerðing. En þetta mál hefur fleiri hiið ar. Það er fjölda þéttbýlismanna mikil sálubót að eiga sér kindur í kofa, gefa þeim vel hirða þær vel, gefa sjálfum sér góðan tíma til alls þessa eftir venju- legan vinnudag. Vera má að ein hversstaðar beri út af en hitt dylst engum, að víðast er hirð- ingin til fyrirmyndar. Um hesthúskofana í bænum er svipaða sögu að segja. Hundr uð vel hirtra gæðinga og gæð- ingsefna standa við stall á vetr um .Þar una hestamenn löng- um stundum og stunda svo út- reiðar og tamningar. Slíkt er holl skemmtun og góð, raunar hreint uppeldisatriði, ef rétt er á haldið. Með nokkrum undan- BRÆÐSLAN TILBÚIN Vopnafirði 25. maí. Héðan kom umst við ekki á sjó vegna íss né á landi vegna aurbleytu. En okk ur líður samt þolanlega. Verst þegar skipin sigla hjá hvert af öðru með vörumar okkar. Ár- vakur kom reyndar hér að bryggju í morgun og gekk sæmi lega vel gegnum ísinn. Síldai'verksmiðjan mun filbú in að taka á móti síld, þegar for sjóninni þóknast að færa okkur hana, og að losa okkur við ísinn. Sauðburður gengur sæmilega þrátt fyrir gróðurleysið og fóð urskortur er ekki hér. K. V. t'ekningum mikill gleðigjafi. Nautgripirnir eru aðeins á bú um hinna eiginlegu bænda og ekki ágreiningsefni í sambandi við búfjárhald í bænum. En hvernig á nú að ráða fram úr því, að gera sem flestum til hæfis hér á Akureyri varðandi kofabúskapinn ? Það væri illt verk að banna mönr.um að eiga kindur og hesta raunar svo illa þokkað, að shkt kemur vart til greina. Er þá um tvennt að ræða. Hið fyrra er að leyfa búfjárhús inni í bænum ef sérstökum skilyrðum væri fullnægt. Af því þarf hvorki að stafa óþrifnaður eða neinn ljót leiki. Ef ekki, þarf að skipu- leggja ný svæði og gefa búfjár- UNNIÐ er nú kappsamlega við stækkun síldarverksmiðjunnar á Seyðisfirði. Blaðið leitaði upp lýsinga um það mál í gær hjá verksmiðjustjóranum. — Hann sagði, að margmennir vinnu- flokkar störfuðu að hinni mlklu stækkun verksmiðjunnar, sem eftir stækkunina á að bræða 7500 mál á sólarhring. Ennfrem- ur verður þróarrýmið stækkað að miklum mun og á staðinn er komið efni í mikla mjölskemmu eigendum kost á að byggja þar yfir hús og hey og girða — eftir fyrirfram gerðum teikningum — Gætu það orðið hin snyrtileg- ustu hverfi, og til enn meiri á- nægju en hin ófullkomnu hús, sem víða eru notuð nú og hljóta að hverfa. En í þessu efni má auðvitað ekki tjalda til einnar nætur þ. e. búfjárhverfin þurfa að hafa frið um nokkra fram- tíð, gagnstætt því, sem nú er. Að undanförnu hefur mátt sjá kassahrúgur og dót á auðum svæðum, er síðan hafa verið að ummyndast í kinda- eða hest- hús. Ekki veit ég hvort leyfi eru til bygginga. Óhklegt er það, og Ijótt er það. En þetta sýnir (Framhald á blaðsíðu 5). og verða einnig lýsisgeymar byggðir. Aht er gert, sem hægt er til að flýta verkinu. Aðspurð- ur kvaðst hann ekki geta sagt um, hvenær síldarverksmiðjan gæti tekið á móti síldinni. Hinn 17. júní í fyrra tók síldarverk- smiðjan á Seyðisfirði á móti fyrstu síldinni. Jón Kjartansson er á leið til Eskifjarðar með fyrsta síldar- farm sinn, en Þorsteinn mun landa afla sínum í Neskaupstað. FULL TALA FÉKKST EKKí Þegar undrskriftafrestur var út runninn uni kröfu til þjóðarat- kvæðagreiðslu í handritamálinu vantaði þrjá þingmenn í fuila tölu, eða 60. Er þjóðaratkvæða greiðsla um afhendingu handrit anna frá Danmörgu til íslands þar með úr sögunni, og hafa danskir andstæðingar afhending arinnar opinberlega viðurkennt ósigur sinn í málinu. GÓÐAR GJAFIR Eimskipafélagið gaf Hjarta- vernd 200 þús kr. og Samvinnu tryggingar 100 þús til handrita stofnunarinnar. Eru þetta góð ar gjafir og þarfar. Báðar þess ar gjafir samþykktar á nýaf- stöðnum aðalfundum félaganna. SKÝR STEFNA í FLUGMALUM Forráðamenn Flugfélags ís- lands hafa sett fram glögga á- ætlun fyrir heildarflugstarfsem ina inanlands. Hún er í fáum orðum sú, að keppa að fullkomn um flugvöllum, stórum og vönd uðum flugvélum, sem hér nefn ast svo, og koma upp kerfi áætl unarferða bifreiða í sambandi við flugferðimar. í skjóli þess- arar stefnu hafa risið upp flug- félög með minni flugvélar til áætlunarflugs til hinna ýmsu svokallaðri smærri staða. FLOGIÐ TIL 10 STAÐA Flugfélag íslands hefur í sum ar 4—5 flugvélar í innanlands- flugi milli 10 staða. Farþegasæti Fí eru nú samtals 400. Nýja „FokkervéIin“, Blikfaxi, hefur verið í Iátlausu innanlandsflugi síðan hún kom til Iandsins og líkar hún vel. Með henni stytt- ist flugtíminn verulega og er það mjög vinsælt. UNDIRSKRIFTASÖFNUN 1 GLERÁRHVERFI Blaðið hefur frétt, að íbúar Gler árhverfis safni nú undirskrift um að áskorun til fræðsluráðs bæjarins um úrbætur í skóla- málum. Glerárskólinn tekur 80—100 böm og næsta skólaár má bú- ast við að um þriðjungur skóla skyldra bama í hverfinu verði að sækja skóla á öðrum stöðum. Þessu vilja íbúarnir ekki una og krefjast úrbóta. TORGFEGURÐ MOGGANS í helgidagsútgáfu Morgunblaðs ins er kvæðið „Fegurð“ og liefst það svona: „Hjá mannaskítsrústum við Heilagsandatorg stendur drifhvítur múr“ Sjöundu húsmæðravik- unni í Bifröst lokið NÝLEGA er lokið hinni 7. hús- mæðraviku Sambandsins og kaupfélaganna í Bifröst í Borg- arfirði. Að þessu sinni dvöldust þar 63 konur, þeirra á meðal a. m. k. ein frá Akureyri. En alls hafa um 350 konur sótt þessar húsmæðravikur undanfarin ár. Dagskrána undírbýr Fræðslu deild SÍS undir stjórn Páls H. Jónssonar, en heimilisstjórn á Bifröst annast frú Guðlaug Ein- arsdóttir. Að þessu sinni voru flutt 10 fræðs’uerindi á hús- mæðravikunni, um alls konar efnj og á kvöldin voru skemmti atriði. Ennfremur var sýni- kennsla í matreiðslu og fræðsla í andlitssnyrtingu. □ FRÁ LÖGREGLUNNI UM HELGINA bar það helzt til tíðinda, að maður einn var að príla utan á húsinu Varðborg, og var fjarlægður, maður slas- aðist í ryskingum úti á götu og var fluttur í sjúkrahús, ekið var á kyrrstæðan bíl, skellinaðra og reiðhjól rákust á í umferð- inni og fékk piltur sá er á reið- hjólinu var, vonda byltu og var fluttur í sjúkrahús, en þó lítt meiddur. -q NORSKIR SÖNGGESTIR TIL Akureyrar koma góðir gest ir frá Noregi þann 29. maí næst komandi. Er það blandaður kór frá Songlaget í Bondeungdoms- laget í Osló, 60 kórfélagar og fylgdarlið 30 manns, eða 90 frændur og söngsystkini frá Noregi. Hópurinn kemur með flugvél til Akureyrar frá Reykjavík kl. 11 á laugardagsmorgun og fer héðan aftur á sunnudag kl. 5 síðdegis beint til Osló. Móttökur hér annast Stefán Ág. Kristjánsson og formenn karlakóranna tveggja „Geysis“ og Karlakórs Akureyrar, þeir Kári Johansen og Jónas Jóns- son. Kórinn syngur í Akureyrar- kirkju laugardagskvöld kl. 8,30 og verða aðgöngumiðar seldir í Bókabúð HULD og við inngang inn. Verður aðeins um þennan eina konsert að ræða hér. Söngstjóri er Egil Nordsjö, að stoðarsöngstj. og organleikari Kristoffer Kleive og einsöngvar ar Randi Helseth og Marit Is- Margir vinnuflokkar á Seyðisíirði við sfækkun síldarverksmiðju ene.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.