Dagur - 02.06.1965, Side 8
8
i
)
Norski kórinn gekk undir fána inn á hátíðasvæðið og er fiðluleikari í fararbroddi. (Ljósmynd E. D.)
Fjölmenni á útiháfíS sjómannadagsins
og þangað komu Norðmenn og skemmtu
HITABYLGJA gekk yfir Norð-
urland um helgina. Ar flæddu
yfir bakka sína, aurskriður
féllu, trén sprungu út og grasið
gréri.
í 20 stiga hita söfnuðust Akur
eyringar saman við Sundlaug-
ina, þar sem sjómannadagsráð
undir stjórn Jónasar Þorsteins-
sonar efndi til útihátíðahalda.
Varð þar mikill mannfjöldi, er
•muíi hafa skipt þúsundum.
Helstu dagskrárliðir voru
þessir: Lúðrasveit Akureyrar
lék, séra Birgir Snæbjörnsson
söng messu, Friðþjófur Gunn-
laugsson skipstj. flutti ræðu og
mælti fyrir minni sjómannskon
( H
unnar, Jón Gunnlaugsson
skemmti, heiðraðir voru tveir
aldraðir sjómenn, þeir Arin-
björn Árnason og Jóhann Jó-
hannsson, afhent voru verðlaun
fyrir bezt verkaðan fisk og
'keppt vor í stakkasundi og
björgunarsundi. Þá bæítist við
óvænt skemmtiatriði er bland-
aði kórinn frá Songlaget í Bonds
ungdomslaget í Osló gekk und
ir fána og fiðluleik í fögrum
þjóðbúningum inn á hátíðasvæð
ið og söng undir stjórn Egils
Norðsjö og sýndi einnig norska
þjóðlansa, kvöldið áður hafði
kappróður fram farið milli sex
sveita. — Útihátíðin við sund-
laugina var mjög ánægjuleg.
Að venju fór fram keppni í
stakkasundi. Keppendur voru 5
að þessu sinni og varð Björn
Arason sigurvegari. Einnig fór
fram björgunarsund og varð
Símon Þorsteinsson sigurvegari
í þeirri grein. — Atlastöngina
hlaut Björn Arason.
Sex róðrasveitir kepptu, og
fór sú keppni fram á laugardag-
inn. Sjómenn af Árskógsströnd
gengu með sigur af hólmj eins
og s.l. ár.
Verðlaun fyrir bezt verkaða
fiskin hlaut togarinn Harðbak-
ur. □
Séra Birgir söng messu
MOLÐARIIAUGARNIR VIÐ
SUNDLAUGINA
Eins og venja er safnaðist fjöldi
fólks að sundlaug bæjarins á
sjómannadaginn og naut
skemmtiatriða í heitu veðri. En
live lengi þurfa bæjarbúar að
bíða eftir því, að moldarflög inn
an sundlaugargirðingarinnar
verði þakin eða í þau gáð gras-
fræi? Hvers eigum við að gjalda
að þurfa að vaða þurra og Iausa
mold og standa í rykmekki á
þessum skemmtistað?
Náttúran hcfur Iagt til fagurt
umhverfi við sundlaugina og það
þarf lítið til að gera það sóma-
samlegan samkomustað, miðað
við sunnudagaklætt fólk.
LÚÐRASVEITIN
Lúðrasveitin lék á útihátíð sjó
mannadagsms við sundlaugina,
mönniun til mikillar ánægju,
eins óg svo oft áður. Vel hefði
farið á því, vegna komu liins
norska kórs á þessa hátíð, að
þjóðsöngur gestanna liefði ver
ið leikinn. Hvers vegna var það
ekki gert, spurðu menn. Og svo
þráttuðu menn um, hvort lúðra
sveitarmennirnir ættu að taka
ofan liúfur sínar svo sem siður
er, t.d. þegar viss sálmalög eru
sungin eða þá þjóðsöngurinn.
VEIÐIFÁLKAR
Fálkar eru alfriðaðir á fslandi.
Fyrruin voru þeir verðmæt út-
flutningsvara og konugsgersemi
taldir. V7oru tamdir til veiða.
Hvað verður gerf hér 17. júní?
NEFND sú, sem bærinn og
íþróttabandalag Akureyrar skip
uðu til að hafa á hendi undir-
búning cg stjórn hátíðahald-
anna hinn 17. júní, situr nú
með sveittan skalla og hugleið-
ir hin ýmsu framkvæmdaatriði
undirbúnings. Samkvæmt þeim
upplýsingum, sem blaðið hefur
fengið, verða hátíðahöldin með
svipuðu sniði og undanfarin ár.
Hinsvegar hefur nefndin fullan
hug á nýbrevtni og í samtali
við formann hennar, Hermann
Sigtryggsson, vill hún koma
Friðþjófur skipstjóri mælti fyr-
ir minni sjómannskonunnar.
Stöðvarstjórar fengu
kjarabót
EINS og fyrr var frá sagt,
stofnuðu stöðvarstjórar land-
símans, sem II. fl. stöðvar ann-
ast, félag til að knýja fram úr-
bætur í kjaramálum. En þeir
höfðu dregizt aftur úr lestinni
í lagfæringum á kaupi.
Eftir félagsstofnunina voru
dyr ráðamanna knúðar mjög
ákveðið og leiddi það til veru-
legra lagfæringa og verkar
hækkun kaupsins og orlof aftur
fyrir sig til ársins 1963.
Má eflaust þakka þessar rétt-
látu kjarabætur félagsstofnun-
inni. □
þeirri ósk á framfæri, að bæj-
arbúar sjálfir geri tillögur um
tilhögun hátíðahaldanna og
ábendingar, sem nefndin svo
tæki til athugunar.
Ymsum finnst sem 17. júní-
hátíðahöldin hafi ekki á undan-
förnum árum borið nægilegan
svip hins almenna hátíðisdags.
Veldur því m. a. áhugaleysi
hinna almennu borgara, sem þó
hafa stundum nöldrað um til-
breytingarleysi frá ári til árs,
án þess þó að gera tillögur um
úrbætur.
En nú er hið bezta tækifæri
fyrir áhugamenn að nota hug-
kvæmni til að auka og bæta há-
tíðina á afmælisdegi Jóns Sig-
urðsonar forseta. □
Sagt er að allt að 200 fálkar
Iiafi verið fluttir út á ári, þeg-
ar flest var.
Á síðustu árum er verð á Iif
andi fálkum nijög liátt í Bret-
landi og í Þýzkalandi. Fálkaþjóf
ar erlendir liafa verið handsam
aðir hér á landi og er þar
skeninist að minnast aðgerða
sýslumannsins á Húsavík í því
efni, en liinsvegar er því haldið
fram, að öðrum útlendingum
hafi gengið betur og komið lif-
andi fálkum út fyrir Iandstein-
ana.
ÞRIÐJA ROLLS ROYCE
VÉLIN
Loftleiðir eiga nú þrjár Rolls
Royce flugvélar og kom sú síð
asta til Iandsins fyrir nokkrum
dögum og ber hún nafnið Guð
ríður Þorbjarnardóttir. Vélin
tekur 160 farþega eins og þær
fyrri af þessari gerð en verður
lengd um 15 fet og tekur þá
189 farþega.
EKKI VAR ÞAÐ HAFÍSINN
Eins og fréttir lierma, er sjór
mjög kaldur norðan við land,
svo munar allt að þreniur gráð
um. Um það kenna meim hafísn
um, a.m.k. yfirborðskulda sjáv
ar. Hinsvegar er Pólstraumur-
inn eða Austur-íslandsstraumur
inn djúpt austur af Iandinu einn
ig mun kaldari en áður, sem
nemur 3—4 stigum og veldur
ekki ís þeim kulda. Síldin gekk
þó í hinn kalda sjó og sumir
spá því að hún muni að þessu
sinni heimsækja fornar veiði-
slóðir við Norðurland.
STRÍÐUR VERÐUR
STRAUjMURINN
Á þessu sumri verður mikil uni
ferð á vegum Iandsins og mikil
slysahætta — meiri umferð og
meiri hættur en nokkru sinni
fyrr. Ekki verður spornað við
hinum mikla straumi ferðafólks
á vegunum, en það er unnt að
gera stórátak í öryggismálum
umferðarinnar til að draga úr
slysahæítu. Fræðslu og strangt
eftirlit þarf að nota jöfnum hönd
um. Ðónar þurfa hirtingu,
tryllinga þarf að aga, fáfróða að
fræða og slíta verður vinabönd
ökumanna og Bakkusar án nokk
urrar miskunnar. Útvarp og
blöð þurfa að leggja sín lóð á
vogarskálina í þessu efni.
Þrymur í söngför um Vesffirði
Formaður Sjómannadagsráðs, Jónas Þarsíeinsson heiðrar þá Jó-
hann Jóhannsson og Arinbjörn Árnason og íærir þeim hamingju
óskir og þakkir. (Ljósm.: E. D.)
KARLAKÓRINN ÞRYMUR á
Húsavík leggur af stað i söng-
för til Vestfjarða n.k. föstudag
og syngur á fimm stöðum: í Bol
ungarvík kl. 14 á laugardaginn,
ísafirði sama dag kl. 21, hvíta-
sunnudag syngur hann á Þing-
eyri kl. 21 og á Bíldudal kl. 16
annan hvítasunnudag og sama
dag á Patreksfirði kl. 21. Kór-
félagar eru um 40 og söngstjóri
er Sigurður Sigurjónsson en
undirleikari Ingibjörg Stein-
grímsdóttir. Einsöngvarar eru
Eysteinn Sigurjónsson og Ingv-
ar Þórarinsson. Auk kórsins
syngur kvartett á öllum kon-
sertunum og eru það kórfélag-
arnir Stefán Sörensson og
Stefán Þórarinsson, auk áður-
nefndra einsöngvara. Undirleik
þeirra annast Björg Friðriks-
dóttir. í þessari söngför verða
eiginkonur flestra söngmann-
anna.
Stjórn kórsins skipa: Jóhann
Hermannsson, formaður, Hall-
dór Ingólfsson og Ingimundur
Jónsson.
Þ. J.
SMÁTT OG STÖRT