Dagur - 16.06.1965, Page 4

Dagur - 16.06.1965, Page 4
4 9 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. SIGUR í NÁND? Á VEGUM Framsóknarflokksins hef ur undanfarið, þing eftir þing, verið flutt frumvarp til laga um sérstakar ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Tillögur þær, sem hér um ræðir eru tvíþættar: í fyrsta lagi, að komið verði upp sérstakri þjóðfélagsstofnun (jafnvægisnefnd), sem hafi J>að hlutverk að efla atvinnu líf og landsbyggð utan höfuðborgar svæðisins, enda hafi hún í þjónustu sinni kunnáttumenn, er vinni að á- ætlunargerð fyrir einstök héröð og landshluta í samráði við heimamenn Qg að frumkvæði þeirra. í öðru lagi að jafnvægis- eða landsbyggðarstofn- unin fái til umráða f jármagn sem um munar til starfsemi sinnar. Gert hef- ur verið ráð fyrir, að ríkið láti af hendi árlega í ]>essu skyni 1,5% af því fé, sem það innlieimtir í sjóð sinn, og myndi sú upphæð væntan- lega hafa numið 50—G0 millj. kr. á þessu ári, ef samþykkt hefði verið. Auk Jtess hefur verið gert ráð fyrir, að jafnvægissjóðurinn gæti tekið lán, eft ir nánar tilteknum reglum. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um sérstaka jafnvægissjóði einstakra byggðarlaga eða landshluta, stofnun framfara- nefnda í einstökum landshlutum, sér staka aðstoð jafnvægissjóðs í sam- bandi við íbúðir og skyndiaðstoð við byggðarlög. Skilningurinn á nauðsyn Jtess, að Jtjóðin byggi land sitt er vaxandi. Ut an úr heimi, og Jtá sérstaklega frá nágrannaþjóðunum berast fréttir um að stjórnarvöld líti á skipulagningu landsbyggðar og byggðajafnvægi sem eitt hið mikilsverðasta þjóðfélagsmál nú á tímum. Víða er nú lögð áherzla á að korna verksmiðjum og starfs- fólki þeirra burt úr stórborgunum, einnig ríkisstofnunum. Víðsvegar um land hafa jafnvægis- tillögur Framsóknarmanna vakið mikla eftirtekt. Þrátt fyrir það hefur meiri hluti Aljtingis allt til Jtessa ekki verið fáanlegt til að veita mál- inu brautargengi. Af hans hálfu var ]>ví síðast í fyrravetur haldið fram, að ekki væri þörf nýrra aðgerða á Jtessu sviði. En nú virðist vera að Jdví komið, að hinir tregu séu að láta sér skilj- ast að ekki megi við svo búið standa- Tveir ráðherrar hafa nú í vor látið í Jtað skína, að stjórnin sé að undir- búa tillögur um Jtað, sem þeir kalla framkvæmdasjóð strjálbýlisins. Hér virðist Jtví um stefnubreytingu að ræða og er það vel. Á myndinni( t. h.) eru þeir Norðmenn, sem bezt dugðu gagnfræðingunum frá Akureyri á ferðaiagi þeirra til Noregs, þeir Arne Lervik (t. v.) og Ooscar Ingebrigtsen. — Á myndinni (t. v.) sézt hluti af hópnum ganga heim að húsi skáldsins Ivar Ásen. (Ljósmynd: Sv. P.) Skólaferð G. A. til Álasimds Skólastjórinn Sverrir Pálsson svarar spurniegum blaðsins um ferðina íslendingseðlið segir livarvetna til sin segir séra Philip M. Pétursson forseti þjóð- ræknisfélagLiins í Winnipeg BLAÐIÐ hitti nýlega að máii Sverri Pálsson skólastjóra Gagn fræðaskólans á Akureyri til að fá fregnir af skólaferð nemenda hans til vinabæjarins Álasunds í Noregi. Ilvers vegna til Noregs, Sverr ir? Snemma í febrúar bauðst skól anum flugfar til Evrópu. Skóla stjórnin kaus Álasund vegna gamallar og gróinnar vináttu milli bæjanna og svo síðast en ekki sízt -vegna þess, að náttúru fegurð er mikil bæði í bænum sjálfum og nágrenni hans. Fjórðubekkingar samþykktu nær því einróma að taka boð- inu og fengu til þess leyfi for- ráðamanna sinna. Hertu þeir mjög róðurinn við söfnun í ferðasjóð, bæði með skemmtana haldi í skólanum og útgáfu aug lýsingablaðsins Snarfara. Vill skólinn þakka bæði einstakling um og fyrirtækjum þeim er aug lýstu í blaðinu og þá einkum Jóni Samúelssyni, auglýsinga- stjóra, fyrir ómetanlega hjálp við útgáfuna. Hve fjölmennur var hópur- inn? Sjötíu og níu gagnfræðingar tóku þátt í förinni, en ajls voru þátttakendur 88. Fararstjórar vorum við Haraldur M. Sigurðs son og Jón Sigurgeirsson. Áformað var að fljúga beint frá Akureyrarflugvelii kvöldið 26. maí, en vegna þoku varð að fara í langferðabílum til Kefla- víkurflugvallar og fljúga þaðan. Tók ferðin suður 14 klst, enda vegur ekki upp á það bezta. Svo var flogið til Álasunds? Komið var til Álasunds snemma morguns á uppstigning ardag og tóku þar á móti hópn um Arne Lervik og Oscar Inge brigtsen, sem annazt höfðu all- an undirbúning ferðalagsins í Noregi með einstakri prýði, og Jón Sigurgeirsson, sem kominn var þangað á undan. Hópnum var komið fyrir í fæði og gist- ingu í Velferdshuset og hafði bæjarstjórn Álasunds gefið sér- stök fyrirmæli um góðan viður gerning enda sannkallaður veizlumatur á borðum allan tím ann við afar vægu verði. Nokkr- ir kennaranna bjuggu á einka- heimilum. - . , Svo haf'ð þ'ð væntanlega ferð ast um nágrennið? Þegar fyrsta daginn var farið með bifreiðum og ferjum alla leið inn í botn Geirangursfjarð ar og síðan aðra leið til baka til Álasunds um kvöldið. Öll hrif- umst við mjög af þeirri nátt- úrufegurð, sem blasti við sjón- um. Þennan dag var m.a. farið gegnum lengstu jarðgöng í Nor egi, sem eru um 4 km að lengd. Föstudagurinn var gefinn frjáls fram til klukkan sex en þá hófst knattspyrna á íþrótta- leikvangi Álasunds við jafnaldra úr gagnfræðaskólum bæjarins, og lauk honum með sigri Norð manna, 4—2. Þegar eftir leikinn bauð bæjar stjórn Álasunds til veizlu og dansleiks í veitingahúsinu Fjell stua á Aksla, sem er fjall þar í bæ. Þangað hafði einnig verið boðið um hundrað gagnfræðing um frá Álasundi, sem höfðu lok ið prófi sama-dag. Tókust þegar ágæt kynni með hinu norska og íslenzka æskufólki. í veizlunni voru m.a. Dagfinn Flem, forseti bæjarstjórnar og frú, Krabbe Knudsen, bæjarstjóri og frú, Oscar Larsen, ræðismaður ís- lands, og frú, Káre Mundal lekt or, form. norræna félagsins, og frú, og varaformaðurinn Marino Moldver og frú auk skólastjóra gagnfræðaskólanna, Emils Voll set og Lars Krogseth og þeirra kvenna. Einnig voru þarna við stödd þau hjónin Knut Garnes og Þorgerður Brynjólfsdóttir frá Krossanesi. Margar ræður voru fluttar og skipzt á gjöfum. Dansað var síð an til miðnættis af miklu fjöri. Hvernig eydduð þið svo laug- ardeginum? Á laugardagsmorgun var lagt af stað með bílum og ferjum til Volda, sem er mikill skólabær, og þar skoðaður kennaraskól- inn undir leiðsögn fyrrverandi rektors, Olaf Kárstad. Einnig var skoðaður nýjasti og glæsi- legasti menntaskólinn í Noregi, sem tók til starfa 1963, undir leiðsögn skólameistarans, Ing- vald Ryste. Þótti þetta að von- um mjög lærdómsríkt og merki legt að fá að skoða þessi glæsi- legu og vel búnu húsakynni. Á heimleiðinni var komið við á bernskuheimili skáldsins Ivar Ásen og skoðað þar minningar- safn skáldsins, sem var langafi konunnar, er safnsins gætir Ennfremur var komið við í hin- um fagra bæ Örsta og stað- næmst þar um stund. Fyrri hluta sunnudagsins var svo Álasund skoðað og síðdegis flogið beint til Akureyrar á þremur og hálfum tíma. Flogið var báðar leiðir með leiguflug- vél frá norska flugfélaginu Braathens SAFE. Veður var hið bezta allan tím ann. Ekkert kom fyrir, sem skyggt gæti á gleði manna á neinn hátt, hvorki óhöpp né önnur leiðinleg atvik og nem- endahópurinn vakti hvarvetna athygli fyrir prúðmannlega og fallega framkomu. Allir þátttak endur láta hið bezta af förinni og höfðu ánægju af. Móttökurnar hafa ekki brugð izt, skilst manni? Móttökur voru allar stórglæsi legar og höfðinglegar og stend ur hópurinn í óbættri þakkar- skuld við alla þá, sem þar lögðu hönd á plóginn, ekki sízt bæjar stjórn Álasunds og þá Arne Ler vik og Oscar Ingebrigtsen. Koma íslendinganna vakti •mikla athygli og um hana birt- ust myndskreyttar greinar í blöðum auk þess sem útvarps- stjórinn á Sunnmæri átti út- varpsviðtal við mig. Allur hópurinn bar skjaldar merki Akureyrar á barminum, og vakti það ekki hvað sízt athygli, segir skólastjórinn að lokum og þakkar blaðið hon- um þessar ánægjulegu upplýs- ingar. y. v. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). yrði til atvinnuaukingar á við- komandi stað eftir frekari á- kvörðun hvers sveitar- og bæj- arfélags“. Ráðstefnan vildi láta hækka atvinnuleysisbætur, en lagði lafnframt áherslu á, að „veita einkum lán til langs tíma með hagkvæmum vöxtum til upp- byggingar atvinnutækja í þeim byggðarlögum, er búa við ó- nóg atvinnuskilyrði og þurfa að verjast árstíðabundnu atvinnu- leysi“. TIL Akureyrar og annarra staða á Norðurlandi kom í síð- ustu viku, allt að sextíu manna hópur af þeim 82 Vestur-íslend- ingum, sem til landsins kom fyrir skömmu og blöð og útvarp hafa frá skýrt. Á Akureyri var sérstakur dagur helgaður þessum vinum að vestan. I för þessari hittust frændur og vinátta og frænd- semi var treyst. Er af kynnum þessum gagnkvæm ánægja. — Ræktarsemi frænda okkar að vestan er mikil og traust. Hinu er þarflaust að leyna, að þeir eru hvorki íslendingar eða ís- lenzkir þegnar og hafa aðeins frændsemina við okkur að rækja. Hriíningarorð við endur fundi er eflaust minna út í loftið en gengur og gerist. En Vestur-íslendingar flytja ekki heim og eru sinni feðraþjóð tapaðir, enda hafa þeir allar þegnskyldur að rækja í sínum heimkynnum. Tryggð þeirra er þó þakkarverð, vináttusam- band við þá er sjálfsagt eins lengi og kostur er. Á sunnudaginn hitti ég farar- stjóra frænda okkar að vestan og forseta Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg, séra Philip M. Pétursson, og konu hans, frú Þóreyju Sigurgrímsdóttur, á Akureyrarflugvelli og voru þau á suðurleið eftir nokkurra daga dvöl á Norðurlandi. Þau búa í Winnipeg. Hve Iengi ertu búinn að vera þjónandi presíur í Winnipeg, séra Philip M. Pétursson? í 35 ár, þar af 30 ár prestur íslenzkra safnaða. Nú er eldra fólkið, sem talaði íslenzku, að hverfa og unga fólkið kemur ekki til kirkju til að hlusta á mál forfeðranna. Hve langt er siðan fyrstu ís- lenzku landnemarnir komu vest ur? Nú í haust eru liðin 90 ár frá því fyrstu landnemarnir frá ís- landi settust að á bökkum Winni pegvatnsins. Síðan 1910 hafa engir fslendingar numið land hjá okkur, til að viðhalda máli og íslenzkri menningu. En í Mikley, sem er í Winnipegvatni, ■helzt tungan bezt. Staðurinn var í meiri einangrun en flestir aðrir staðir og þar var svo mik- ið af íslendingum. En íslenzkætiaða fólkið held- ur hópinn betur en ýms önnur þjóðabrot? Já, íslendingarnir halda hóp- inn hvar sem þeir eru. íslend- ingseðlið er sterkt og segir hvar vetna til sín. Til dæmis er það, að stúlkurnar okkar, sem gift- ast Kanadamönnum, gera menn ina sína íslenzka áður en þeir vita af, segir prestur og frúin staðhæfir, að þetta sé rétt. Hvernig er að vera prestur íslenzks safnaðar í WTinnipeg? Þar er margt á annan veg en hér á íslandi, segir presturinn. Ríkið skiftir sér ekki af trúmál- um. Trúmál eru jafnan hitamál og trúflokkar mjög margir. Deil ur um trúarleg efni eru tíðar. En íslendingar vestra eru þó hættir að deila opinberlega um þau mál. íslendingar skiftust einkum milli safnaða lútherskra og junitara. Ég tilheyri þeim síðarnefndu. Söfnuðir verða að kosta kirkju sína og kristnihald sjálfir. Þar sem áhuga vantar til þess, er engin kirkja— og ekkert heimtað frá ríkinu. Hjá okkur er engin þjóðkirkja til. Þetta fyrirkomulag eykur ábyrgðartilfinningu safnaðanna og starf þeirra. Er nokkur rlgur af trúarleg- um toga í Þjóðræknisfélagi ykk- ar? Það eru óskráð lög hjá okkur í Þjóðræknisfélaginu að ræða þar ekki trúmál og ekki heldur stjórnmál. Og það mun nauð- synlegt að virða þau lög, því það gæti hitnað svo um munaði í kolunum. Við höfum nú alltaf ákveðnar skoðanir á hlutunum, íslendingarnir, hvar sem við bú- um. Hvernig finnst ykkur svo að koma til íslands? Það er ævintýri, segja þau bæði, og það höfum við alltaf á (Framhald á blaðsíðu 7). Frú Þórey Sigurgrímsdóttir og séra Philip M. Pétursson, (E. D.) PPí«HKHKHS1KH«HKBKBKH5^KH3<HKHS<H5íKB«5J«BS1KH5«Í«««KHK» RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga 47 KKrtKKHSÍBSÍHSÍHSCHS — Já, þú varst að nefna Jrað. Ætlarðu að gera alvöru úr J)ví að flytja norður? — Já, það er ekki önnur léið fær. Þú skilur — Hann sagði ekki meira. — Haltu áfram með það sem þú ætlaðir að segja. — Finnst þér það ekki bara frekjulegt af mér að tala um sjálfan mig. Eg hika við það, þótt ég sé að tala við þig. — Nei, heyrðu nú bara, sagði Eiríkur, þetta var ekki fallega sagt, eins og ég hefi masað og masað stöðugt urn sjálfan mig, ættir þú J)á ekki að geta sýnt mér sama traust. — Nú, jæja, — J)ú skilur að ég hefi misreiknað mig svo herfilega. Eg dvaldist meginhluta æskunnar i munkaklefa mínum — í mínum eigin þönkum. Það voru dapurlegir tímar. Þar dylst hættan fyrir mann með minni skapgerð. Hann heldur að sér séu allir vegir færir með hugsun sinni einni, — og svo fékk ég einmitt að reyna, að gáfnafar mitt lokaði leiðinni milli mín og mannanna. Eg gæti sagt þér frá Jressu í alla nótt, — öll mistök mín og hrakfarir. — Já, segðu bara! — Nei, nei, ég vil hlífa þér við því. Og sjálfum mér einn- ig þessvegna. Hvorki starf mitt né líkamsheilsa leyfa nú fram ar langar nætursamræður. — En mér detta til dæmis í hug rnínar stórkostlegu Jrjóðfélagsfræði-kenningar á Jreirn árum, látlausar miðdegisdeilur við föður minn — dramb mitt allt og stærilæti! Eg þóttist þekkja og kunna allar röksemdir hans utanbókar, — annaðhvort væru Jrær þverúðarfullur borgaralegur hugsunarháttur, eða þá venjulega harðneskju- legt samfélagslegt sjálfs-ofmat: að allt væri í bezta lagi að milljónir manna lifði við volæði og skort og liðu neyð og kæmust ekkert áleiðis í heiminum, en sjálfur sæti maður sæll og öruggur á sinni þúfu sökum hæfileika sinna og mann- kostar og u'ndu glaðir við sitf. Og þó var faðir minn enginn „arðræningi“, hann lifði ekki á kaupmannagróða. Hann sleit sér svo að segja út og stundaði starf sitt dyggilega. En ég slengdi honum miskunnarlaust í sömu hrúguna og öllum hinum, sem sköpuðu og þróuðu hið þjóðfélagslega ranglæti. — En þú sagðir mér um kvöldið í Stúdentafélaginu, að þið feðgarnir hefðuð orðið góðir vinir að lokum. — guði sé lof, við urðum Jrað. Það er ekki Jressvegna sem ég segi þetta. — Nei, en sannleikurinn er sá, að ég varð prestur á fyrstu styrjaldarárunum og rakst skyndilega á þann ægilega veruleika, sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til. Þar hrundi allt sem ég hafði hugsað mér um sam félagsleg fyrirbæri, ég varð svo raunverulega lesinn ofan í kjölinn, að ég blátt áfram hugsaði um að varpa öllu frá mér um hríð. F.n að lokum skildist mér, að prestur getur ekki starfað á samfélagslegum fræðikenningum og sveitafáfræði hann verður að leita uppi hið einfalda hugarfar. — Að vera sálnahirðir? — F.inmitt. En einnig á Jjeim vettvangi hefi ég hlotið Irvern ósigurinn af öðrum, sagði Hólm hnugginn og starði út í bláinn. — Ertu nu ekki eins og fyrrum alltof vanmetandi sjálfan þig? Eg held að þú vinnir mikið verk og þarft, sagði Eirík- ur. — Já, ég get prédikað, en mundu það, að ég er ungur mað ur, og hefi allt of litla mannlega reynslu. Eg varð skelkaður við Jrað, sem ég átti að mæta með öryggi. Eg segi hreinskiln- islega að ég finn mig vanmáttugan og óhamingjusaman. Eg verð að setjast á skólabekkinn á ný. Eg verð að sannprófa hyggjuvit mitt á einstaklingum, Jreim allra óbrotnustu ein- földu manngerðum. Þar verður að leita upphafsins. Það stoð ar ekkert að korna með vafasöm vandamál o° sitt eisrið tví- ræða mannlega eðli. Guð hefir skapað heiminn, einfaldan og óbrotinn, nótt og dag, ljós og myrkur, hauður og haf, mann og konu. Og hafi maður ekki náð tökum á einfald- leika tilverunnar og fyllt allt sitt eðli með helgi einfaldleik- ans, stendur maður vandburða sem prestur, þá verður mað- ur skelkaður og ruglaður, hve góðar sem hugsanir hans kunna að vera, og hve mikill lærdómur hans. Eg verð Jrví að leita mér annars umhverfis, eigi ég einhverntínra að geta fundið eitthvað fast úndir fótum. — Já, þú hefir ef til vill rétt fyrir þér í Jressu. Það er annars eirinig mín eigin þrá: að fá að lifa og reyna það allra einfaldasta, einfalda örugga hamingju, áður en ég tek til starfa á ný. HóJm-bfosti hlýlega: Þá erum við komnir samhliða á þroskabraut okkar, við erum blátt áfram á byrjunarstiginu! Eg óska þér til hamingju. — Já, J)ér sönruleiðis. —, Og þá er víst bezt að ég fari, sagði Hólm og stóð upp, ég hefi svo alltof nrikið að gera, og svefninn er oft harðla stuttur. Þegar hann var kominn fram að dyrunum, fékk hann eitt Jressara smáskrítnu hláturkasta sinna: — Veiztu af hverju mér verður svo oft hfátur í hug? Hefði ég verið einn gönrlu guðfræðinganna svona fyrir öld eða svo, þá hefði ég sennilega verið einn Jreirra er samið hefði snjall-smellnar og óskiljanlegar guðfræðilegar hugleiðingar unr eðli Guðs. Manstu eftir stórskemmtilega gamankvöldinu í Stúdentafélaginu forðum, þegar maður nokkur steig fram og boðaði fyrirlestur sem hann nefndi: Guð sem slíkur. — Eg minntist þess í dagf, er ég las nokkrar dásamlegar línur hjá hinum fyrirlitna Páli: — Því hver hefir kannað hugafar Drottins? Eður Irver var ráðgjafi hans? — Nei, sá gamli meist ari hefir rétt' að mæla: Vér sjáum aðeins eins og í skuggsjá, og það verðum við að láta okkur nægja. — Jæja, vertu nú blessaður, og líði þér vel! Eiríkur fyígdi honum til dyra og stóð þar og horfði á eftir hinum smávaxna furðulega vini sínum ofan tröppurnar. Snemma morguninn eftir hringdi Eiríkur til Edithar. Þegar hún heyrði hver það var, varð hún svo glaðleg í mál- rómnum, að Eiríki várð b'ilt við og sagði: — Jæja, Edith, það er ekkert annað, en að nú get ég sagt þér það allt saman. Annars engin breyting. — Jæja, sagði hún. — En við gætum gert þetta dálítið skemmtilegt. Eg fer til útlanda einhvern næstu daganná. Ættum við ekki að borða hádegisverð saman uppi á Frognersetri? Þessi uppástunga virtist greinilega draga úr vonbrigðum hennar, því hún samjrykkti hana hiklaust. Og þar efra hitt- ust þau svo um eittleytið. Eiríkur hafði vakið nýja og spennta eftirvæntingu hjá henni. Og er þau sátu J)arna saman að máltíð sinni, og hann sagði henni alla söguna, virti hann fyrir sér svipbrigði hennar, eins og hann hefði aldrei séð hana áður. Hún var fyrst hlédræg og ákveðin, eins og nú væri tími til kominn, að hann kæmi með skýringuna þá arna, sem hún svo sann- arlega ætti fyllstu heimtingu á. Og það var að vísu satt. En hún varð brátt áhugasöm á sinn smáskrítna hátt, og lá við að það yrði hlægilegt fyrir Eirík að sjá áberandi ytri leikaraskap hennar bæði í svip hennar og höfuðhreyfingum í hvert sinn sem henni fannst eitthvað spennandi í frásögn hans. Og að lokum var hún fyllilega ánægð með að Jretta sem girti á milli Jreirrra vséri svo rómantískt og saklaust. Hún setti upp yfirlætislegan varkunnarsvip og sagði: — Hamingjan góða hve þetta er rómantískt! En hún bætti við: — Svo sannarlega hef ég verið lélegur sálfræðingur, ég sem hélt að J)ú gætir alls ekki lifað á rómantíkk! Það lá við kaldhæðni að Edith skyldi ekki skilja neitt af því, sem Eiríkur reyndi að skýra henni fra úm sjálfan sig, en samt fannst honum ])að ekki meira en hann ætti skilið, J)að væri að minnsta kosti ])að minnsta sem hann yrði að sætta sig við. Hann spurði hana blátt áfram. — Þykir þér þetta afskaplega leiðinlegt? — Og svar hennar var meia en nægilegt til að gera hann rólegan og friða huga hans: — Ekkert get ég gert að því að þú ert auðsjáanlega orðinn bandvitlaus, sleppir stöðu J)inni og starfi og mér og öllu J)ví, sem nokkurs virði er í lífi þínu. Eg skil þetta ekki, finnst allt þetta vera eins og á leikhúsi. Og það var ekki sá Eiríkur Hamar, sem ég varð ástfangin af. Eiríkur spurði: — Hvernig var hann þá? — Já, hann var bæði hreinn og klár, og mátti bæði taka á honum og finna til hans. Og hann gat gert mér allt rólegt og öruggt, og hann hafði engin taugakviku-köst, og ég ætla að fa mer slikan mann, sem getur veitt mér öryggi. — Og l>að ætla ég að segja J)ér, Eiríkur, sagði hún allt í einu með mikilfenglegum, allt að því hátíðlegum prímadonnu- svip, að þú þarft ekki að halda að heimurinn reynist mér manntómur, ])ótt þú hverfir af sviðinu. Eg óttast hlægilega karlmenn, og smáhlægilegur verðurðu að viðurkenna að J)ú sért orðinn. En það er samt ekki ósennilegt að þú verðir hamingjusamur. Samt sagði hún þetta með þeim svipbrigðum sem væri hún alveg hárviss um, að enginn færi jafn áreiðanlega norð ur og niður og Eiríkur Hamar! Þau sátu um hríð og drukku kaffi, hún sagði honum leik- hússfréttir, og að nú hefði henni verið falið stórt hlutverk, — svo að J)að eru ekki allir sem líta „dægradvöl" mína sömu augum og þú, sagði hún að lokum. ' (Framhald)'.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.