Dagur - 10.07.1965, Síða 2

Dagur - 10.07.1965, Síða 2
■ ■ If Minningaleikur Jakobs Jakobss. Akureyringar sigruðu Akurnesinga 4:2 Á LAUGARDAGINN var fór fram hér á íþróttavellinum hinn árlegi minningarleikur um Jakob Jakobsson. Þá áttust við. Akurnesingar og Akureyring- ar í annað sinn á þessu vori. — Haraldur Sigurðsson banka- gjaldkeri kynnti leikmenn lið- anna, bauð þá og gesti velkomna og sagðist vona, að leikurinn yrði leikinn af drengskap og prúðmennsku í anda Jakobs Jakobssonar. Fyrri hálfleikur. Akureyringar kusu að leika undan dálítilli norðan golu. Þeir byrjuðu af fjöri og áður en mín- úta var af leik, fékk Skúli send ingu frá Kára, rétt utan víta- teigs og þrumaði hörkuskoti í netið. Á 20. mín. kom annað mark, sóknin hafði verið látlaus og Skúli vippaði inn til Sævars er lék framvörð, og afgreiddi viðstöðulaust fram hjá Helga Dan. í mark. Á næstu mínútum átti Skúli gott skot rétt utan við stöng og Steingrímur í þver slá. Er um 35 mín. voru af leik yfirgáfu þeir völlinn Jón Leós- son og Helgi Dan., en inn komu Ingi markvörður og svo kemp- an Þórður Þórðarson. En allt kom fyrir ekki. Akureyringar sóttu fast. Valsteinn sendi vel fyrir, yfir til hægri, þar sem hinn sívinnandi Skúli var, rétt utan vítateigs. Hann gaf sér góðan tíma, ekkert fum eða pat. Skotið ríðui- af eins og úr fall- byssu og knötturinn hafnaði í netinu 3:0. Segja má að Akureyringar hafi verið alls ráðandi á vellin- um fram að þessu. En nú náðu Akurnesingar nokkrum upp- hlaupum. Björn Lárusson átti skot í stöng og Þórður skallaði utanhjá. En Akureyringar voru ekki af baki dottnir. Á 43. mín. var misheppnuð markspyrna hjá Akurnesingum. Knötturinn lenti til Skúla, er sendi strax til Valsteins, sem var ekki lengi að paufast með hann og sendi til Skúía- -aftur, er þá var kom- inn inn að vítateig. Þá var ekki .að .sökum .að spyrja. Þarna -átoraði" Skúfi ‘sitt þriðja mark, öll mjög glæsileg, með föstu skoti, rétt eins og hjá Landhelg isgæzlunni, utan vítateigs. 4:0 fyrir Akureyri. Síðari hálfleikur. Akurnesingar byrjuðu vel og náðu nokkrum upphlaupum er báru ekki árangur. En framlína Akureyringa var á fullu gasi ennþá. Á næstu 10 mín. átti Kári tvö góð skot, en markvörð ur Akumesinga sló naumlega yfir í annað skiftið, en í hitt var það markásinn, sem bjarg- aði. Akurnesingar sóttu nú í sig veðrið og léku mun betur en í fyrri hálfleiknum og á 24. mín. bar það loks árangur, er Björn Lárusson potaði knettinum í mark Akureyringa. Og sex mín. síðar missti Jón Friðriksson knöttinn inn fyrir sig, og Þórð- ur Þórðar brunaði á eftir og vippaði honum lipurlega í mark. Akurnesingar hertu nú sókn- ina að mun og björguðu Akur- eyringar tvívegis á línu. Leik- urinn endaði 4:2 fyrir heima- menn. Liðin. Akureyringar léku mjög vel fyrri hálfleikinn, sérstaklega framlínan, og var Skúli pottur- inn og pannan í því öllu, enda skoraði hann þrjú mörk í leikn um, hvert öðru glæsilegra, og illa hefði „hrossakaupanefndin“ (landsliðsnefndin) getað gengið fram hjá Skúla í landsliðið, ef hún hefði seð til hans í þessum leik. Annars var Akureyrarliðið töluvert breytt frá venju, en það virtist ekki gera mikið til, því nóg er af varamönnum í fullri þjálfun, og vandséð hver a að vera með hverju sinni og hver ekki. Einar lék í markinu Færeyjameislarar í handknatlieik leika tvo leiki á HÉR á landi eru um þessar mundir keppnislið í handknatt leik frá Handknattleiksfélaginu Kyndli í Þórshöfn í Færeyjum. Eru þeir í boði Hafnfirðinga, Keflvíkinga og Akureyringa, en lið frá þessum stöðum hafa heim sótt Kyndil til Færeyja og feng ið hinar höfðinglegustu móttök ur. Síðastliðið þriðjudagskvöld léku Kyndilsmenn sinn fyrsta leik hér á landi við Hauka í Hafnarfirði og var leikurinn snarpur og skemmtilegur. Og lauk með sigri Hauka- 21:19_ Ákoreyri Gestirnir þóttu sýna mjög góðan handknattleik og höfðu yfirhöndina framan af leiknum, enda hafa þeir verið Færeyja- meistarar í þéssari íþróttagrein rnörg undanfarin ár. Hingað til Akureyrar koma Kyndilsmenn næstkomandi sunnudag og keppa við lið ÍBA mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 20,30 á íþróttavellinum og verða það eflaust spennandi leik ir og skemmtilegir að horfa á. Allir strákarnir í þessu fær- eyska liði eru 'góðtemplarar og stunda ekki aðrar íþróttagrein ar en þessa, — og var vel liðtækur þar sem fyrr. Þá vantaði báða bakverð- ina, Ævar og Núma, og fram- verðina alla: Guðna, Jón Stef- ánsson og Magnús. Steingrímur lék á hægri kanti, hefði hann allt að einu getað verið við raf- lagnir úti í bæ, því sárasjaldan var spilað á hann, og linur var hann, fannst mér, að bera sig eftir björginni. Kári lék mið- herja og komst betur frá þess- um leik en fyrr i sumar. Akurnesinga vantaði Ríkharð og Eyleif og bar fyrri hálfleik- ur þess merki að eitthvað var að, enda náðu þeir aldrei að kyggja upp samleik. Svo fór Jón Leósson út af vellinum skömmu fyrir leikhlé. Bjuggust þeir því við, að nú væru þeir búnir að vera. En svo fór ekki. Þeir sóttu mjög í sig veðrið í seinni hálfleiknum, en að sama skapi fór margt úr reipunum hjá heimamönnum. Þórður Þórðarson er sýnilega ekki í þjálfun, en hugsunin er sú sama og fyrr. Margt gerði hann laglega, sem verða mætti öðrum til eftirbreytni. Björn Lárusson er vaxandi leikmaður og var sívinnandi í þessum leik. Leikskrá var gefin út, þar sem nöfn og stöður leikmanna voru kynntar, en galli er það á búningum þessara beggja liða, að þeir skuli ekki tölusettir á baki. Slíkum smámunum ættu forráðamenn þeirra að kippa í lag, áður en síðari hluti íslands mótsins hefst. Dómari var Frímann Gunn- laugsson og dæmdi ágætlega. Hafi Akurnesingar þökk fyr- ir komuna svo og leikmenn all- ir fyrir prúðan og skemmtileg- an leik. i S. B. Norðurlandsmót skáta (Framhald af blaðsíðu 1). Á sunnudag var morgunverð ur snæddui' kl. 8 síðan var fána hylling og morgunbæn. Þvínæst var tjaldsvæðið skoðað og dæmt um frágang og eftir það hófst víðavangsleikur með þátttöku flestra mótsgesta. Kl. 2 voru heimsóknir foreldra og annara gesta. Um fjögurleytið var farið að taka saman og ganga frá tjald svæðinu og mótinu slitið kl. 5. Stjórn mótsins skipuðu: Gísli Kristinn Lórenzson, mótsstjóri: Brynjar Skaptason, aðst. 'mót- stjóri; Tjaldbúðastjórar þau El- ín Anna Kröyer og Tómas Búi Böðvarsson. Aðrir í stjórn voru Nils Gíslason, Hallgrímur Ind- riðason, Þorsteinn Pétursson, Kristbjörg Ólafsdóttir, Gunnar Helgason og Valdimar Gunnars son; allt skátar frá Akureyri. Skipulagning og stjórn móts- ins tókst með ágætum og staður inn hafði yfir sér blæ hraustrar og heilbrigðrar, íslenzkrar æsku í náinni snertingu við náttúr- una enda voru veðurguðirnir mótinu eindæma hliðhollir. V.V. Múlðvegur nær saman (Framhald af blaðsiðu 8). eru ekki nema 18 km. eða rúm lega það, Má af því ráða hver samgöngubót verður að Múla- vegi, í stað þeirrar löngu leiðar sem nú þarf að fara. í sambandi við önnur vega- gerðarstörf í sumar nefndi verk stjórinn Skeifárgil á Tjörnesi, sem er mjög aðkallandi fram- kvæmd á Tjörnesvegi, ennfrem ur óteljandi viðgerðir brúa og ræsa og hinna lélegu vega, sem víða skemmdust af vatnavöxt- um í vor og alltaf eru að bila undan hinni miklu umferð og þungavöruflutningum. Þá stendur til, sagði verkstjór inn, að gera um þriggja km veg í Aðaldal, á þeim stað, sem Laxá hefur oft flætt yfir á vetrum. Vegir eru harðir og holóttir og víða þurrahvörf og mikið ryk. Heflun ber lítinn árangur á meðan svona þurrt er í veðri Byrjað er að bleyta vegi nálægt Akureyri með sjó og er til þess hafður 20 tonna tankur á drátt- arvagni. En sólin er heit og veg irnir kalla á meira vatn. Sér- fræðileg athugun fer um þessar mundir fram á seltu sjávarins, sem til þessa er notuð og áhrif hennar á vegina. Vegaverkstjórinn sagði, að þótt vegirnir væru slæmir og viðgerðirnar kák, hefðu ekki í sumar orðið slys í umferðinni af þeim sökum. Yfirleitt væri vega kerfið gamallt og ónýtt, því mið ur. Það er alltaf verið að skamm - PEDRO-MYNDIR (Framhald af blaðsíðu 1). Kopiuvélin er rafeindaknúin og að mestu leyti sjálfvirk. Út úr henni koma myndirnar kilppt ar í vissar stærðir og falla þá niður í lokaða kasettu. Hægt er að vinna við vélina í venjulegu Ijósi. Hún getur afkastað 800 til 1000 myndum á klukkustund. Vélin er af gerðinni AGFA Variograd W 76/90. — Vélin númerar myndirnar, þannig að allar myndir af sömu filmu hafa sama númer, svo ekki ruglist þær saman, þegar teknar eru margar í einu. Framköllunarstofan PEDRO hefur einnig stóran og fullkom- inn stækkara, sem meðal ann- ars stillir „fókusinn" sjálfur. — Nýlega barst pöntun um mynd- ir, sem eiga að vera 50x60 cm og taldi eigandinn engin vand- kvæði á að afgreiða þær. Þrjár verzlanir hér í bæ taka við filmum til framköllunar hjá Pedro-myndum. Það eru: Hljóð færaverzlunin, Gullsmiðavinnu stofan og Jón Bjarnason úrsmið ur. Einnig er tekið á móti film- um á stofunni sjálfri í Hafnar- stræti 85. V.V. - Hæli fyrir vangefna (Framhald af blaðsíðu 8). ir einstaklingar. Sárstaklega þakka ég 10 þús. kr. gjöf sem verkamaður einn hér í bæ af- henti mér um sl. áramót og ekki vill láta nafns síns getið, segir Jóhannes Óli Sæmundsson að lokum og þakkar Dagur þessar upplýsingar-. --- E. D. ast út af veginum, sagði Guð- mundur að lokum, og með réttu Það þarf engan sérfræðing til að gefa slæma lýsingu en þó rétta af þessum málum, en það er mikill vandi að láta vegaféð endast til viðhalds og endur- bóta og raunar hef ég ráðlagt sumum ferðamönnum, sem verst eru farnir af því að hristast á fjalla- og heiðavegum hinna ís- lenzku byggða, að leita sem fyrst til taugalæknis. Það er svo ótalmargt, sem getur hrists úr sambandi á vondum vegum. STÚLKU vantar mig nú þegar til innanhúss-starfa. Má vera unglingsstúlka eða kona, sem hefði mcð sér barn. Snæbjörn Sigurðsson, Grund í Eyjafirði. BDXNABELTI NÝKOMIN Verð frá kr. 353.00. Verzl. ÁSBYRGI Nýkomnir: HANZKAR úr vaskaskinni, brúnir og svartir. VERZLUNIN HEBA Sími 12772 SNYRTIVESKI nýjar gerðir. VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521 PRJÓNAKJÓLAR brúnir, grænir, svartir PEYSUR st. erm. VERZLUNIN DRÍFA Sírni 11521 SHANTUNG SNYRTIVÖRUR: PÚÐUR MAKE HREINSIKREM NÆRINGARKREM BÓLUKREM ANDLITSVATN AUGNSKUGGAR VARALITIR NAGLALAKlv HÁRLAKK VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.