Dagur


Dagur - 10.07.1965, Qupperneq 8

Dagur - 10.07.1965, Qupperneq 8
8 Hið nýja hús Samvinnutrygginga. Síðar meir á að hækka það um tvær hæðir. (Ljósmynd: Pétur). SAMVINNUTRYGGINGAR hafa látið reisa vandað hús yf- ir starfsemi sína á Húsavík. í því húsi leigja þær Samvinnu- banka íslands aðstöðu fyrir úti bú, sem hann rekur á Húsavik. Aftur á móti tekur útibúið að sér umboð Samvinnutrygginga í héraðinu. Utibú Samvinnubankans hóf starfsemi sina í hinu nýja húsi að morgni hins 25. júní. Daginn áður, fimmtudaginn 24. júní, var Sparisjóður Kaup- félags Þingeyinga formelga af- hentur Samvinnubankanum með skriflegum samningi. Voru við þá afhendingu mættir stjórn endur Samvinnubankans úr Reykjavík, stjórn Sparisjóðs KÞ, stofnendur hans o. fl. Sparisjóður KÞ var stofnað- ur af Kaupfélagi Þingeyinga 1890 og var fyrstu árin rekinn af því. Seinna var hann svo gerður að sérstakri stofnun og rekinn af stofnsjáreigendafélagi. í stjórn sjóðsins voru nú: Karl Kristjánsson alþingismaður (for maður), Birgir Steingrímsson aðalbókari KÞ og Jóhannes Guðmundsson kennari. Karl Kristjánsson er búinn að vera formaður sjóðsstjórnar í 35 ár samfleytt. Rekstur sjóðs- ins hafði hann á hendi sem sparisjóðsstjóri frá 1932 til 1963. Hann var aðalhvatamaður þess að fá Samvinnubankann til að stofna útibú á Húsavik og yfir- taka sparisjóðinn, eins og nú er komið í kring. Starfsmenn útibús Samvinnu bankans á Húsavík eru: Stefán Sörensson. Hann er lögfræðing- ur, starfaði sem fulltrúi hjá sýslumanni næstliðin átta og hálft ár. Einar Njálsson, sem út- Múlavegur nær sam- an fyrir veturinn GUÐMUNDUR Benediktsson, vegaverkstjóri í S-Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu sagði blaðinu að spurður um vegaframkvæmd ir í sumar, að vonir stæðu til, að Múlavegurinn næði saman nú í sumar eða haust. í þennan veg eru í ár áætlaðar 4,5 millj. kr. til framkvæmda, og á það <að nægja til að tengja saman endana yfir Flag og Ófærugjá. En þá verður vegurinn samt ekki opnaður til almennrar um ferðar og ekki fyrr en gerðar hafa verið ráðstafanir vegna grjóthruns á vestu stöðunum. Vegaverkstjórinn sagði, að unnið væri nú með þrem jarð- ýtum og tveim loftpressum við Múlaveg. Eftir er um 650 metra kafli í Múlahaus, þar sem Ófæru gjá er Ólafsfjarðarmegin og Flag ið Dalvíkurmegin, erfiðir staðir til vegageiðar. Unnið er við veg inn frá báðum endum. í kaíla þeim, sem nú er eftir er mikil sprengjuvinna. Búið er að gera sæmilega góða göngugötu yfir torfærurnar og hafa allir vegagerðarmenn svefn stað á eihum stað, Dalvikurmeg in. Þá er ráðgert, sagði Guðmund ur Benediktsson vegaverkstjóri, að brúa í sumar Brimnesá þá, sem Ólafsfirði tilheyrir, en önn ur á með því nafni er á Dalvík Við Múlaveg vinna 10—20 manns og er unnið með vélum á vöktum meðan tíð er sæmileg. Milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar (Framhald af blaðsíðu 2). Hæli fyrir vangefna verður byggf á Akureyri bráðlega Miðað við 30 vistmenn og reist fyrir fé úr svokölluðum „tappagjaldssjóði4 Fyrsti viðskiptamaðurinn ásamt starfsliði. Starfsliðið er (talið frá vinstri): Einar Njálsson, Stefán Sörensson, bankastjóri og Þormóður Jónsson. (Liósmynd: Petur). Samvinnubankaúlibú opnað á Húsavík skrifaðist úr Samvinnuskólan- um 1963 og var við nám erlend- is fyrri hluta ársins 1964. Hann vann í Samvinnubankanum í Reykjavík s.l. vetur. Þormóður Jónsson, sem sá um umboð Samvinnutrygginga f. h. Kaup- félags Þingeyinga s.l. 5 ár. Teiknistofa SÍS gerði alla upp drætti að byggingu bankahúss- ins, en Trésmíðaverkstæðið Borg h.f. á Húsavík byggði. — Húsið þykir bæjarprýði að frá- gangi. □ TALIÐ er, að hér á landi séu séu 6-700 vangefinna karla og kvenna á ýmsum aldri, misjafn lega á vegi staddir, allt frá al- gerðum aumingjum og til þeirra, sem eru seinþroska svo þeim hentar ekki samleið með heilbrigðum eða eru að ein- hverju leyti vanþroska. Hæli mun vera til fyrir tæplega þriðj ung þessa fólks. Hér á Akureyri er sex ára gamallt Styrktarfélag vangef- inna, sem hefur haft það á stefnuskrá sinni að finna leiðir til úrbóta hér á Norðurlandi með hælisbyggingu fyrir vangef ið fólk sem fyrsta og e. t. v. stærsta áíanga. Félag þetta tel ur yfir 100 manns og formaður þess er Jóhannes Óli Sæmunds son fyrrv. námsstjóri. Vegna lausafregna um vænt anlega hælisbyggingu á Akur- eyri, leitaði blaðið frétta af mál um þessum hjá formanninum. Er það rétt, að hér sé hælis- bygging fyrir vangefið fólk í vændum? Já, loksins eftir fimm ára bar áttu höfum við í höndum já- kvæð svör frá Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík, og landlækni, um það að næsta stór átak í þessum efnum verði hæl isbygging hér fyrir 30 vistmenn sem væntanlega getur hafist á næsta ári. Þessi svör þýða það fyrir okkur, að svonefndur tappasjóður (gjald af hverri öl- og gosdrykkjaflösku, nokkrar millj. kr. á ári) stendur undir byggingarkostnaði, en rekstur- inn verður á vegum heilbrigðis- stjórnarinnar. Þetta er mikill áfangi? Þetta er dýrmætur áfangi og VATNSBÍLL Vegagerðarinnar með 20 tonna vatnsgeymi. — Hér er hann á leiðinni í bæinn til að sækia meira vatn. Ofar á myndinni er flugstöðin, og ýmsir spyrja: Hvenær kemur glerið í flugtuminn? (Ljósmynd: E. D.) ‘it mest aðkallandi, að fá upp hæli. En einnig vantar tilfinnanlega sérstaka heimavistarskóla fyrir vangefin börn, sem eitthvað geta lært, og dagheimili hér á Akureyri. Styrktarfélag vangef- inna í Reykjavík stendur í fremstu röð í þessu efni (Lyng- ásheimilið). Það er til stórrar fyrirmyndar. Hafa yfirvöld bæjarins haft afskipti af þessu máli? Já, stjórn félagsins hefur frá upphafi haft samvinnu við bæj arstjórnina um þessi mál og alltaf fengið hinar beztu undir- tektir, sem sjá má á því m.a., að fyrir þrem árum samþykkti bæj arstjórnin að veita þessu mál- efni þann fjárhagslega stuðning að leggja árlega til hliðar kr. 10 pr. íbúa kaupstaðarins eins og Reykjavík og nokkur önnur sveitar- og bæjarfélög á land- inu, og það æítu öll sveitarfélög landsins að gera. Hefur verið ákveðiun staður fyrir hælið? Nei, en skipulagsyfirvöld bæj arins eru þessa dagana að at- huga það mál, og væntanlega stendur ekki á því. Við höfum hér fullkomnar teikningar að 30 vistmanna hæli, sem verið er að reisa fyrir sunnan og arki- tektar okkar byrja strax og lóð er fengin, að breyta þessari teikningu í samræmi við lóðina. En það mun taka nokkurn tíma. Hve margt vangefið fólk er hér á Akureyri og nágrenni? Fimmtíu manns á öllum aldri á Akureyri, í Eýjafjarðarsýslu og S.-Þingeyjarsýslu, samkvæmt skrá frá nokkrum viðkomandi læknum. Út frá því má telja víst, að á mið-Norðurlandi séu 70—80 manns, sem þurfa hælis- vist. Vil ég nota þetta tækifæri til að hvetja aðstandendur van- gefinna, svo og lækna hér norð anlands, að láta okkur í té sem fyllstar upplýsingar um ástand ið í þessum efnum, því fram- kvæmdir í þessum málum byggj ast að sjálfsögðu á heimildum um tölu og ástand þessa van- gefna fólks. Nokkuð fleira Jóhannes? Við erum mjög ánægðir yfir þessum góðu horfum og höfum nú hug á því, meiri en nokkru sinni áður, að herða róðurinn í fjársöfnunum, og höfum þá sérstaklega í huga dagheimili hér á Akureyri. Nú á næstunni verður bílnúmerahappdrættið í fullum gangi eins og undanfar- in ár. A-nuðarnir verða aðeins til sölu hjá mér. Svo vil ég nota tækifærið og þakka þeim af al- hug, sem standa með okkur í þessari baráttu og hafa lagt fé að mörkum, sumir jafnvel stór- mannlega, svo sem Lionsklúbb- arnir á Akureyri, KEA og marg (Framhald á blaðsíðu 2). VEIÐA KOLA VIÐ SKAGASTRÖND Skagaströnd 9. júlí. Dragnóta- bátar fá tvo til þrjú tonn á dag og þeir fjórir eða fimm, sem þær veiðar stunda. Byrjað er að slá, enda góðir þurrkar, en sprettan er ekki góð ennþá. H.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.