Dagur - 18.08.1965, Side 5

Dagur - 18.08.1965, Side 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. Hve lengi er hægt a§ heimta af bændum? BÆNDUR byggðu upp þjóðfélag okkar og hafa verið haldreipi þess frarn á þennan dag. Úr röðum bænda stéttarinnar koma hinir dugmestu forystumenn þjóðfélagsins í flestum greinum þjóðlífsins, svo og þeir, sem hafa skapandi gáfur á sviði bók- mennta og lista. Tæknibúskap til- einkuðu bændttr sér á ótrúlega skömmum tíma, svo nú standa þeir í því efni að ýmsu leyti mjög framar- lega meðai landbúnaðarþjóða. Slíkir hlutir, sem eru ævintýri líkastir, geta ekki átt sér stað nema til komi mikil atorka, jiar sem í mörgum tilvikum er um starfsafrek að ræða. Án góðrar almennrar menntunar bændastéttarinnar hefði jietta ævin týri heldur aldrei átt sér stað. I»ess eru engin dæmi, að ómenntað fólk tileinki sér véltækni og myndarlegan viðskiptabúskap á fáum áratugum. Og án bændastéttar hefur ekkert þjóðfélag jnifist. Bændur eru hvar- vetna hin óbrigðula kjölfesta jjjóð- anna og virtir samkvæmt því hjá öll um menningarþjóðum. Bændum fækkar hér á landi en framleiðsla landbúnaðar vex ört. — Um þetta efni eru opinberar skýrsl- ur sannfróðar. í heild hefur jiví bændastéttin losað gífurlegt vinnu- afl, sem hún skilur öðrum starfsgrein um þjóðfélagsins. Sjá allir hvers virði þetta er í jrjóðfélagi, sem vantar vinnufúsar hendur á óteljandi starfs- sviðum. En njóta bændur jiá ekki iðju sinnar og atorku?. Hverjir hagn ast á því, aðrir en þeir sjálfir, að hafa margfaldað stærð ræktarlanda, stækk að bústofninn með hjálp vélanna og framleiða nú helmingi meira, hver maður, en áður var? Það væri æski- legt að geta svarað jtessum spurning- um játandi og afdráttarlaust. En það er þjóðfélagið í heild, sem nýtur af- reka bændanna, en ekki bændur sér staklega eins og eðlilegt mætti teljast jiví samkvæmt lögum skulu bændur hafa sömu tekjur og verkamenn, sjó menn og iðnaðarmenn. I tekjulegu tilliti hefur bændum ,með lögum þessum, verið kippt afturábak, jafn óðum og Jieir hafa bætt aðstöðu sína til hagstæðari afkomu. En jiótt bænd ur hafi lylt Jtjóðfélaginu á margan Iiátt, ekki síður efnalega en andlega, finnst sumum ekki nóg að gert og heimta meira af bændastéttinni og virðist þeirri kröfugerð, lítil takmörk sett. Að því verður vikið í næstu for ystugrein blaðsins á laugardag- inn. járnsmíðameistari MINNING Fátækiin leiðir fil uppreisnar ÞAÐ var enginn kalkvistur, eða feyskið sinustrá sem féll að foldu þann 26. júlí sl. og lá eftir í ljáfari dauðans, því er hann skáraði að morgni þess dags, nei, þar mætti örlögum sínum græn grein, í fullu blaðskrúði með rótarsafa traustra erfða ó- skertan í æðum og taugum Karl var fæddur þann 23. júní 1910 að Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, og var þannig rúm lega 55 ára að aldri er hann lézt Foreldrar hans voru: Monika Jóhannesdóttir, Einarssonar, Böðvarssonar frá Breiðstöðum í Gönguskörðum og Magnús Jóns son bóndi í Gilhaga Jón faðir hans var Ásmundsson, Ásmund arsonar hins ríka. Karl hlaut í vöggugjöf hina beztu eiginleika úr báðum ættum. Monika móðir hans var 10. ættliður frá Guð- brandi biskup Þoxdákssyni, en hann var svo sem alþjóð veit, oddhagur með afbrigðum og skar út í tré alla upphafsstafi í biblíu þeirri sem við hann er kennd og gefin var út á Hólum í Hjaltadal 1584. Glöggt auga og hög hönd hafa verið erfðir þeirra ættliða sem frá Guðbrandi eru komnir, og þótt ég kunni þar ekki full skil á vil ég benda á að móðurbróðir Karls heitins, Steindór Jóhannesson starfaði í Akureyrarbæ um áratugi sem Járnsmiður, við hin.n ágætasta orðstí, og synir hans Stefán og Steindór hafa fetað sömu braut og eru alþekktir og mikilsvirt- ir iðnaðarmenn hér í bæ. Heima í héraði var Einar móðurbróðir Karls þekktur hagleiksmaður á tré, og hafi maður í huga hið fornkveðna „að móðurbræðrum séu menn líkastir“ þarf ekki frekari vitna við, um hvert Karl heitinn sótti hagleikinn. Föðui’- ætt Karls er einnig vel þekkt í Skagafirðinum fyrir atorku, greind og hagmælsku. Mér er tjáð að flest eða öll börn Magn- úsar séu hagorð, en landsþekkt ir hagyrðingar eru þeir Jóhann kenndur við Mælifellsá, og Þor steinn faðir Indriða rithöfundar. Þegar Karl var fimm ára gam- all missti hann föður sinn. — Móðir hans flyzt þá til bróður síns Einars á írafelli, og dvelj- azt þau mæðgin þar unz Einar deyr 1922, en flytjazt þá að Brúnastöðum. — Nokkru fyrir 1930 kemur Karl til Akureyr- ar, og hóf þá nám í, járnsmíði hjá Steindóri Jóhannessyni móð urbróður sínum, hann tekur .sveinsbréf í þeirri iðn 10 júní 1932 og vinnur hjá meistara sín um næstu árin. 1936 fer Karl á vélstjóranámskeið Fiskifélags ís lands og varð hann á prófi efst ur sinna skólabræðx'a. Á þessum fyrstu Akureyrar árum gerist hann félagi og einn af brauti'yðj endunum í Svifflugfélagi Akur eyrar, og vann því félagi mikið starf og gott, og átti upp frá því marga vini meðal þeirra sem gerðu flugvélastjórn að atvinnu sinni, síðar gerist hann félagi í ferðafélagi Akureyrar, og þar Iigg33 eftir hann óbrotgjörn störf, bæði sem stjórnarmann og almennan félaga, þá er hann um skeið í stjórn Skagfirðingafélags ins í Akureyri og nú síðast í stjórn nýstofnaðs félags sem hlaut nafnið Bi'agverji. Árið 1941 eða 1942 ræðst Karl til Vél smiðjunnar Odda hf. og starfaði þar upp frá því, og sem verk- stjóri í Ketil og plötusmíða- deild fyrirtækisins frá áramót- um 1946, en á því ári leysir hann meistarabréf í ketil og plötu- smíði, hann hafði því verið verk stjóri í sama stað nær 20 ár við vaxandi tx-aust og vinsæidir. — Árið 1936 kvæntist Karl eftir- lifandi konu sinni Halldóru Jóns dóttur, Kristjánssonar kennara í Blönduhlíð í Skagafirði. Þau hjónin eignuðust þrjú börn: -— Rannveigu Helgu, Einar og Heiðu. Þetta er þá í mjög stór- um dráttum umgjörðin um manninn Karl Magnússon, en hvernig var maðurinn sjálfur, myndin í umgjörðinni. Hann var hár vexti og svaraði sér vel um gildleika, fríður í andliti, dökk ur á brún og brá og með ótrú- legan geislandi hýi'leika í and- liti, þegar hann hlýddi á smellna frásögn, hvort heldur hún var í lausu máli eða ljóði. Sjálfur var hann ágætlega hagorður, og hraðkvæður ef því var að skipta, sagði einnig ágætlega frá atburðum, og urðu þeir í með ferð hans eyrnagaman. Hann haföi rithöfundar hæfileika í rík um mæli, en rækti þá lítt. Hann unni hestum og átti hesta um skeið, og ferðaðist á þ-eim lang- leiðir, en mesta lífsnautn hans hygg ég þó að verið hafi ferða- lög um fjöll og óbyggðir, og þá hitt að svífa fjöllum ofar á vængjum vindanna, sjá í einni sjónhending öræfin sem hann unni svo mjög, og rifja upp öx'- nefni, staðfæra þau og gera sér þess grein, að fjallið sem var svo tignarlegt séð af láglendinu, og geigvænleg gnípan, urðu næsta lítilfjörleg séð þaðan ofanað, — þetta kenndi þau lífssannindi að það er ekki sama frá hvaða sjónarhól málefni eða hlutir eru skoðaðir. Karl var ekki lang- skóla genginn, en sjálfsnámið varð honum notadrjúgt, þannig las hann bæði ensku og þýzku, auk norðurlandamálanna og jók þannig drjúgum við þá þekk- ingu, sem hið bóklega iðnnám hafði veitt. Hann var ágætur smiður og hugmyndai'íkur, af- kasta maður til vinnu ef á þurfti að halda, sagði skilmerkilega til verka, og talaði enga tæpitungu finndist honum þörf á tilbreyt- ingu í hversdagsmollunni, held ur af frjórri uppsprettu íslenzkr ar orðgnóttar, og varð þá vart misskilið við hvað var átt. Karl var hinn ákjósanlegasti ferðafé lagi, sem stytti langa leið með kveðskap eða kíminni sögu. — Eitt sinn er við komum frá aust uröræfum og renndum upp Jök- uldalsheiðina fram hjá eyðibýl unum þar, og þar með Vetur- húsum, sem sagt er að Kiljan hafi að fyrirmynd, en kalli Sum arhús, þá orti Karl þessa stöku: Hvort sem Laxness líkar það lyfta margir krúsum. Bruni þeir um bæjarhlað Bjarts í Sumarhúsum. Já það er bjart yfir minning- unni um Karl og samverustund unum með honum. — Á glaðri stund, í góðra vinahópi, gat Kai'l lyft g'asi og stóð þar fyrir sínu sem annarsstaðar, en jafnan var gengið hægt um þær gleðinnar dyr og án eftirkasta. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa kynnst Karli og átt hann að kunningja og vini um áratugi, og fyrir þær samvinnustundir er báðir unnu að sama verki, og deildum sama svefnstað mánuðum saman. — Sumum kann að finnast, sem lít illar viðkvæmni gæti í þessum minningar orðum, það skiptir mig ekki miklu, því ég þekkti Karl að því að vera karlmenni, sem skildi, „Að hjartað getur verið — viðkvæmt og varmt — þótt varirnar fljóti ekki í gæl- um.“ Það slær og bjarma á minn- inguna um Karl, að minnast þess að hann fæddist í sólmán- uði og hné að foldu við Bjarkar lund er sólmánuður 1965 taldi út. Slíkt eru góðsvitar um far- sæla för til lífsins landa. Og við leiðai'lokin kveðjum við þig, ferðafélagarnir frá austuröræf- unum, Ólafur Árnason, Jón G. Albertsson, Hai'aldur Skjóldal og undirritaður og þökkum sam fylgd og samveru. Við munum minnast þín hvenær sem hálf- gagnsætt ágúströkkrið sígur á Herðubreið, og mildar og máir út hvassan svip klettariðanna, hvenær sem hvítur kollur Snæ fells lýsir upp í haustmyrkrinu, og magnþrungin kyi'i’ð öræfa- næturinnar flytur okkur inni í draximaland, já hvenær sem við lítum þessar slóðii', eða ferðumst um þær, þá munt þú koma okk ur í huga .Óbi’otgjarnari minnis varða mun erfitt að finna. Konu Karls og börnum fær- um við samúðarkveðjui'. (Framhald af blaðsíðu 8). sýslu illa klæddu fólki aðgang að dansskemmtunum, sem nán ar var auglýst. Þetta hefði þótt ótrúleg auglýsing á tilhaldsár- um þeirra, sem nú eru á miðjum aldri. En þá var fólk spariklætt á dansleikjum, og þótti ekki annað sæma. Klæðnaður fór þó, eins og ætíð, að nokkru eftir efnahag, en hver og einn tjald- aði því, sem til var. Nú veitist flestum auðveldara að afla sér góðra klæða, en sú tízka hefur orðið töluvert áberandi, að ungt fólk klæðist druslulega á dans- leikjum, konur eru í ósmekk- legum síðbuxum og karlar bind is- og oft einnig jakkalausir. — Þetta er sóðalegt og í stíl við það ómenningarlegasta, sem títt er rætt í skemmtanalífinu. Félags heimili landsins og önnur sam- komuhus æítu að fara að dœmi Þingeyinga og krefjast sæmi- legs klæðnaðar. HÆTTA Meðfram Skarðshlíð í Glerár- hverfi, beint upp af Nesti, er knattspyrnuvöllur. Þarna eru oft börn að Ieik, einnig fullorðn ir og er það allra virðingarvert að slík svæði séu tiltæk til tóm (FrarriHald af bls. 8.) ing verður að byggjast upp af tungumálinu sem undii'stöðu. — Vandamálið er, að samræma þessi tvö tungumál. Eru þá kynþáttavandamál á milli þessara tveggja þjóðflokka sem þér nefnduð? Nei, það er aðeins tungumál- ið, sem strandar á. Allir þjóð- flokkarnir, —- þeir eru fjórir á eyjunni — eru af sama stofni, og litarháttur eða yfirbragð er til tölulega eins, en ekki hvítir menn og svartir eins og í Banda ríkjunum. Hvernig er með landbúnað- inn? Þar vantar vélar til alls. Við getum ekki verið fjárhagslega sjálfstæð þjóð án þess að hafa vélar. Það hefur ekkert verið byrjað á að vélvæða hvorki land búnað né iðnað. Stjórnin er lít- ill hagsipunahópur, sem hefur meiri áhuga ó að vernda útlend stórfyrirtæki en innlend, til þess að fá aurana í vasann. Eg skal segja þér eitt lítið dæmi. Innlendir menn stofnuðu skó verksmiðju og fengu engan stuðning frá ríkinu. Eftir stutt- an tíma lognaðist fyrirtækið út af 'vegna þess, að stói'a fyrirtæk ið spillti fyrir sölumöguleikum og varan seldist ekki. Árið 1956 fóru 60 milljónir í-úpía út úr landinu sem beinn ágóði útlendu fyx'irtækjanna. — í skýrslu frá sameinuðu þjóð- unum 1961 sagði, að mánaðar- laun plantekruvei'kamanns á Ceylon væri 4£ (ca 480 kr.). Það endar með því, að fyrr eða seinna gera Ceylonbúar upp- reisn vegna þess, að stjómin leysir ekki vandamálin. Fátækt miðað við aðrar þjóðir, hefur stundagamans, en sú hætta fylg ir þarna, að bæði mörkin eru búin til úr sveruni járnrörum, en standa þó sjálfstæð. Það er leikur barna að velta þessum mörkum við og geta allir hugs- að sér þá liættu, sem þessum leik eru samfara. Það er því mikil nauðsyn, að mörk þessi séu fest niður þannig að þau verði ekki hreyfð af börnum. Þetta eru þeir, sem um íþrótta- völl þennan sjá, beðnir að at- huga sem allra fyrst. Vatnsskortur í Önguls- staðahreppi V ATNSSKORTUR er nú á mörgum bæjum í Öngulsstaða- hreppi og verður á sumum þeirra að flytja neyzluvatn handa nautpeningi í haga. Og flytja þarf mjólk til kælingar. Eru af þessu vinnutafir og ó- þægindi. Hinsvegar hefur heyskapur- inn gengið ágætlega þar í sveit og spi-etta víðast mikil. Drengir frá Öngulsstöðum unnu nýlega mink í flekk sem þeir voru að snúa niðri á engj- um. , aukizt síðustu árin og matvæla framleiðsla þjóðarinnar eykst ekki í hlutfalli við fólksfjölgun- ina. Er eyjan þá ekki þéttskipuð vegna fólksfjöldans? Þrátt fyrir fjölda íbúanna er nóg landrými. Það er nóg rúm, jörðin er frjósöm, en við vitum ekki einu sinni hvort málmar eru í jöi'ð, því það hefur aldrei verið rannsakað. Það gætu ver ið allskonar málmar án þess að við vitum það. Hvemig má það vera? Við höfum verið undir evi'- ópskri stjórn í meira en 400 ár, en framfarir eru engar. Þegar Bretar komu, gengu þeir að bændum og sögðu: Hafið þið sannanir fyrir því, að þið eigið þetta land? Jarðirnar höfðu gengið mann fi'am af manni, kynslóð fram af kynslóð og bændurnir höfðu ekki nein gögn í höndunum til þess að sanna eignarrétt sinn. Þá var bara sagt: Burt með ykkur. Á sama tíma var atvinnukreppa í Eng- landi og verkamenn áttu ill kjör þar. Eg vil ekki láta fólk halda, að ég hati Englendinga. Það væri ekki satt, en það var sama stjórn á báðum stöðunum. Iívaða ráð teljið þér til úr- bóta? Eg er kannski ekki fi'iðarsinni því mín skoðun er, að þegar þarf að bei'jast fyrir frelsi, þá verði menn að læra að bei-jast. Draumur minn er, að engin þjóð verði kúguð og einhvern tíma lifi allar þjóðir saman í sátt og samlyndi. Er svipað ástatt um aðrar Asíuþjóðir? Fólk í Asíu er að vex'ða þx-eytt á fátæktinni og búast má við átökum úr þeirri átt innan skamms tíma. Viljið þér kannski segja mér, hvaða merkingu þér og þjóð yð ar leggur í orðið frelsi. Frelsi er ekki bara að standa og hrópa, ekki bara að mega segja hvað sem menn vilja, held ur að mega sjá börnin sín vaxa upp, en ekki deyja á fyrsta ári eða öðru — lausn fi'á sjúkdóm- um — lausn fx-á hungi’i. Það er frelsi. Frelsi er að gera sér grein fyr ir gildi mannsins, þ. e. heiðar leika, hreinu og heilbrigðu líf- erni og samvinnu manna á milli Það er mikið talað um heims- frið. En ég spyr; hvernig á að vera heimsfriður, ef mikill hluti mannkynsins sveltur? Eg held, að fslendingar skilji óskir annara smáþjóða um frelsi vegna þess, að þeir hafa sjálfir verið undir ei'lendum yfirráð- um. Eg held, að íslendingar geti skilið okkar óskir þrátt fyrir að fsland hefur aðra menningu — þrátt fyi’ir að íslendingar eru í vestri, en við í austi'i og síðast en ekki sízt, þó íslenzka þjóðin sé rík, en mín fátæk. Eg óska íslenzku þjóðinni alls farnaðar í byggingu sinni á góðu þjóðfélagi, segir Sydney Peiris að lokum. og við þökkum honum viðtalið. V. V. Albert Sölvason. SMÁTT OG STÓRT I RONALD FANGEN 1 EIRIKUR HAMAR | Skáldsaga | 59 CHKHKHKHKHKHKHKt — Já, jæja, Eiríkur. Hversvegna ætti ég að skrifa meir um jretta. — En sjálfsmorð get ég ekki hugsað mér. Þú sazt hér í gær og sagðir mér, að jrér finnist þú hafir lifað „meðvitundarlaus“ árum saman. Það hefi ég ekki getað. Ég liefi ekki getað gleymt hvorki samveru minni með Níelsi eða með hinum. Ég var jrar alltaf sjálf, ég sem sat í herberginu þínu, eins og þú minntir mig á, ég sem gekk með Níelsi vorið góða, og ég sem var jrakklát eins og krakki á afmælisdegi sínum. Ég sem var orðki svo dauð- hrædd, að ég vissi ekki livað ég ætd af mér að gei'a. ~ Og nú á ég að fara héðan. Ég ætti að vera glöð af jrví að ein- hver, — að þú skulir vilja eiga mig, góði bezti Eiríkur, en fyrst ég er nú ekki jafnoki þinn? Veiztu hvað ég er: Ég sem hefi pínt og angrað foreldra mína, ég sem hefi skælt öðru- hverju og beðið Guð um að fá að deyja, — hann sem hefir neitað mér um allt, gæti jaó ekki neitað mér um Jretta, — ég sem hefi glaðst og hlakkað yfir, Jregar ég hefi fundið eitthvað nauða-ómerkilegt, eitthvað reglulega hlægilegt hjá ykkur karlmönnum, — og Jrað hefir nú verið vandalaust, — ég sem ekki hef árætt í alvöru að slá slöku við vitundina um J>að, að ég gerði })ó einskonar góðverk, en hefi langa lengi ekki getað komið nærri ást, — já, og margt annað. Ég sem ekki á í brjósti neina heila tilfinningu aðra en þá að kenna í brjóst um mönnnu og pabba. Um jrau, já. — Þér finnst ef til vill að mamma sé lítil og mjög ungleg að útliti, og rnjög skrafhreifin mannvera. En hún hefir borgið virð- ingu rninni fyrir mannkindinni, megi ég orða það svo há- tíðlega. Svona sérlega „gáfuð“ er hún víst ekki, en hún skilur samt allt, og rneir en jrað, og hún er svo þolinmóð, að hún getur spjallað við mig nærri Jrví án jæss að segja nokkuð. Eg hefi þjáð Jxau með framkomu minni og fasi, máttu trúa. — Það er aldrei hægt að segja, hve þakklátur maður er slíkum manneskjum. Þau eru miklu meira en „foreldrar". Og ég jrarf ekki að segja neitt. En heyrðu nú, Eiríkur! Ég á ekkert til að’gefa Jrér, en ég segi ekki framar eins og fyxsta kvöldið sem við töluðum saman: að ég sé hrædd og óttist að fara kannski að elska ])ig, ég heli séð J)að á þér, að J)ú ert þrauta-tryggur. Veiztu á hverju? Einhverju í gleði þinni, — Jregar jni hlærð og kem- ur þanriig inri til mín, þá hefirðu með J)ér eitthvað að utan, — eitthvað sem J)ú virðist hafa náð í, svo að ég verð forvit- in og langar lil að spyrja: — hvað er það? Þú hefir fengið allmörg grá hár, — farðu og líttu í spegilinn, þá muntu sjá J)að sjálfur, en J)ii ert miklu ungiegri en áður. Ég veit að })ú ert öruggur og traustur. En ])að er ég ekki. Hugsanir mínar, skal ég segja })ér, íæð ég ekki framar við, ég hugsa oft ómerkilega og illa. Og svo er ég Jneytt. Það er eins og ég viti alls ekki hvar ég sé, hvað og hvernig. Gæti ég bara látið })ig vita luikvccmlega, hvernig ég er. En það get ég ekki. En ég verð að skrifa Jretta, jafn skömm- ustulegt sem J)að er, — að viljir þú, Eiríkur, eiga Jretta vog- rek og ræfil, ])á vil ég vera J)ín. Og })á vil ég reyna að elska. — O.g elska þig. Þú hefðir átt að fá sterka, glögga og góða, — svona fullkomlega hreina ást. — F.n fyrst J)ú vilt eiga mig, — já, en þá verðurðu að vera þolinmóður. Og vona og trúa og allt þessháttar. Og samt verðurðu að láta allt snúast þannig, að verði ég nokkurntíma aftur sæmileg manneskja, J)á hafi ég í rauninni aldrei verið annað! — Mikils krafist? Og J)að þárf ég ekki að segja J)ér, að viljir J)ú ekki, ])á er aðeins eitt sem ég bið um: að ég hafi aldrei skrifað bréf- ið það arna. Og })að er þannig, að það myndi mér reyndar þykja bezt. Þegar mér virðist ég geta boðið þér þetta, er það sökum þess að þú hefir sagt, að þú elskir mig, og mér er skylt að segja þér satt. — En geturðu elskað mig? Ástríður. Já, J)að gat hann. Hann stakk bréfinu í vasann og Jraut út. Konrið var kvöld og farið að dimma, hann gat ekki hlaupið til sjúkra- hússins núna. En hann gat elskað hana. Hver væri hann, og hvað væri allt Jretta líf, gæti hann ekki elskað hana! XVI Ástríður og Eiríkur giftust í miðjum maímánuði. En Ástríður var ekki fullfrísk enn, og læknir hennar sagði, að hún þyrftí að dvelja um hríð í háfjallalofti. Þau fóru því og settust að í litlu fjallaþorpi uppundir Júrafjöllum.*. Eoreldrar hennar óku þeim á járnbrautar- stöðina. Móðirin var afar hamingjusöm, spjallaði í sífellu og brýndi fyrir dóttur sinni þúsund varúðarreglur. Storm sagðr við Eirík, meðan Jreir biðu eftir burtför lest- arinnar: ý — Mér hefi'r fundizt ég vera eins og kóngurinn í ævin- týrinu, sem átti bergnumda dóttur, og enginn hafði getað leyst hana úr álögunum. En svo kom karlssonur, — eins og þú manst —. Já, það var gott að J)ú komst! Móðirin hvíldi þungt á armi Storms, þegar lestin fór. Hún var bæði klökk og glöð. Uppeftir Júra-hlíðunum var jarðvegurinn dökkbrúnn og sólþrunginn. En þar vóru tré og dældir og hólar og mild- ur og svalur skuggi. Þar var gott að vera fyrri hlirta dags. Öðru megin dalsins hillti-undir Alpafjöllin í voldugu ljós- flæði. Hvítir fjarlægir tindar teygðu sig hátt upp í eilífan geiminn. Vínviðurinn óx_ og þroskaðist í hlíðunum. Niðri í dalnum voru víðir veUir, tún og akrar. Beinvaxnir espi- lundir og hnútótt eikitré. Elfurin rann hægt eins og blátt belti eftir dalnum endilöngum. Og báðumegin blikaði á teinbeina sveitarvegina. Síðdegis gengu J)au oft hægt og rólega til einhvers sveita- Jrorpsins og fengu sér svaladrykk á kránni. Öðruhverju fóru J)au þangað sem dansað var í rökkrinu á kvöldin. Aldréi voru })au jafnsamrýnd og glöð eins og á heimleiðinni slík kvöld með blikandi stjörnur himins, og hljóðfæraóminn enn í eyrum, hlýtt kvöldloftið og kyrrt, og nóttin góð fram- undan. Ástríður varð frískari með hvei jum degi. Hörund hennar varð gullinbrúnt, og hún var ekki framar svo ægilega J)unn og visin í fötunum, augun voru björt og frísk, og nú varð andlitið annað og meira en augun ein. Hvað var nú orðið af ræfils-flakinu, hugsaði Eiríkur. Hún var helzt mjög kyrrlát og stillt, en J)ó oft barnalega leikgjörn. Einn daginn lauguðu J)au sig í ánni, og hann sá hana synda, og eftirá hljóp hún sprett eftir árbakkanum, allur líkami hennar var brúnn og blómlegur, og línur hans rnjúkar og lifandi. — Hún er hreinasta undur af lieil- br.igði, lnigsaði hann. Og var hún ekki hamingjusöm? Hann gat ekki vitað, hvað hún hugsaði, en honum fannst J)að. Og gæti J)að verið eingöngu sjálfsafneitun í ]>ví, að hún gaf sig svo heil og heit honum á vald? Var J)etta gömul ást J)eirra á milli? Svo að J)að væri ef til vill ekki eiginlega hann? Slík hugsun brá stundum snöggum skugga á hamingju hans: um livað hugs- aði hún, hver var hún í rauninni innst inni stúlkan sú arna sem hann elskaði eins og hann elskaði ljós og loft. Skuggi, en hann gat ekki svipt hann hamingjunni, J)að hlytu að vera takmörk, takmörk í allri ást, sem enginn kæmist yfir, sem æðsta hrifni og innilegustu atlot árangurslaust leituðu að: eðli gegn eðli; sameining Jress gæti aldrei orðið full- komin. Svo að jafnvel í takmarkalausustu fullnægingu ást- arinnar yrði alltaf eitthvað eftir sem ekki væri lokið, J)ráin eftir hinni fullkomnu sameiningu: að hverfa í hana sem maður elskar, eða fela hana í sínu eigin eðli. Honum skild- ist hin kristna hugmynd: að geta aðeins orðið eitt í Guði. Hin algilda eining var guðdómleg ákvörðun vor. Lögrnál Guðs. Þráin eltir því var, Jregar allt er athugað, þráin guð- dómlega, draumurinn um paradís, J)ar sem hvorki er angist né kvíði, heldur friður og ró. En hann elskaði hana sanrt án alls kvíða, hann óttaðist ekki það, sem fyllti dýpstu einverukennd hennar, og hann myndi aldrei lilotnast hlutdeild í. Hann var rnaður í ætt við allt J)að, sem fyrir augu bar, dularfullt og órofa í ætt við jörðina, sem hann gekk á, og við loft og ljós, og hann var maður sem fúslega lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir allt sem hann unni, — og einmitt sökum Jress að hann arkaði ekki fram albrynjaður og krafðist hamingjunnar, já ein- mitt sökum Jress að hamingja hans var að fela í sjálfum sér eðli liennar, þannig að hún lifði í honum, J)á vissi hann hiklaust að hann myndi ná inn til hennar og verða lífs- magnið í leyndustu vitund hennar, og endurminningarnar aðeins endurminningar. Þau lágu árdegis einn daginn uppi í Júra-hlíðum og störðu blinduð inn í sólleiftrandi tíbrána. Ástríður sveifl- aði örmum uppyfir höfuð sér og teygði úr sér. — Nú hlýt ég að vera orðin alveg frísk, Eiríkur. Mér liefir aldrei fundizt ég jafnsterk og núna. Hann kyssti handlegg hennar. Það var sólarilmur af hon- um: — Það er gott. | — Það er dásámlegt að lifa, Eiríkur. — Svo þú segir Jrað. (Framhald). * Fransk-svissnesk Júi'afjöll renna saman við noiðvestan- verð Alpafjöllin. (Þýð.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.