Dagur - 21.08.1965, Blaðsíða 7
í -»
7
Stjórnarioforðin eru enn vanefnd
(Framhald af blaðsíðu 1).
við frystihúsin. Frystihús kaup
félagsins er nú leigt nýstofn-
uðu hlutafélagi,'sem var stofn-
að liér af verkamönnum til að
annast rekstur þess og skapa
sér atvinnu.
Líkleaa líður sumarið svo, að
engin síld berist hér á land,
hvorki til beitufrystingar né
söltunar. Ríkisstjórnin lætur
ekkert til sín heyra um efndir
á loforðum um úrbætur á at-
vinnuaukningu hér.
G agvfrædhigar útskrifaðir
1961?
H ér hefur að undanförnu starf
að miðskóli í þrem deildum.
Tveim fyrstu bekkjunum sem
skyldunámi og þriðju deild,
sem hefur búið nemendur und-
ir landspróf.
Nú er ráðgert að halda
áfram þessari kennslu, með
heirri viðbót að miða kennslu
þriðja bekkjar í vetur meira
við framhaldsnám að gagn-
fræðaprófi fjórða bekkjar, sem
er huíisað að taki til starfa
- ÖLL MET SLEGIN
(Framhald af blaðsíðu 1.)
Hann gefur svo mörg hagnýt
ráð, að lesandinn fær á tilfinn-
inguna, að Museum hljóti að
vera hin ákjósanlegasta hand-
bók fyrir listaverkaþjófa. En
hann róar óðara lesendur sína
með því að fullvissa þá um, að
þessar almennu upplýsingar séu
þegar alkunnar í röðum „fjand
mannanna", sepi- fylgist vel og
dyggilega með þróuninni á
þessu sviði.
haustið 1966. Þannig, að þeir
unglingar, sem vilja heldur
taka gagnfræðapróf en lands-
próf, geti einnig lokið hér námi
oagnfræðastig'sins og útskrif-
ast með gagnfræðapróf. Hér
er nóg húsrúm til leigu fyrir
skólafólk og mjög ódýrt.
Ekkert unnið að félagsheimilis-
byggingumú í nær tvö ár.
Fyrri hluta sumarsins var unn-
ið að endurbótum á sýningar-
vélum Skagastrandarbíós, sem
er hlutafélag, sem annast hefur
kvikmyndasýningar hér um
nokkur undanfarin ár. Ljósa-
útbúnaður sýningarvélanna var
endurbættur og nýjar linsur
settar í vélarnar, svo að nú er
hægt að sýna breiðtjaldsmynd-
ir (cinemascope) en sýning-
arhúsið er gamalt og svarar
varla þeim kröfum, sem vél-
arnar gera til hússins.
Félagsheimili er hér í bygg-
ingu, cn vegna fjárskorts og
seinu framlagi frá ríkinu hef-
ur ekki verið hægt að vinna að
félagsheimilisbyggingunni hátt
í tvö ár. Þanriig vantar alltaf
peninga hér til framfara- og
menningarmálanna, og loforð
ríkisstjórriarinnar um aukna at-
vinnu í drcifbýlinu hafa ekki
komið til framkvæmda enn.
Helsta úrræði okkar hér er að
Jeita á nærliggjandi slóðir til
fjáröflunar til lífsviðurværis
heimilinu. Við viljum ógjarna
slcilja við hús okkar og aðrar
eigur til að setjast að á Reykja-
nesinu eða Austfjörðum, sem
virðast nú vera einu staðirnir á
laridinu, sem ríkisstjórnin veit
af — og vill gera eitthvað
fyrir. P. J.
i , . ;. . , , !
Öskum Hraðfrystihúsi Utgerðarfélags Akureyringa ‘ý
| hjartanlega til hamingju með afmœlið og þökkum ®
rausnarlegar veitingar og fyrirgreiðslu á ferðalagi okk- f
ar um siðustu helgi.
I • , , t
± Skemmtiferðahópurinn frá Hraðfrystihúsi Ú. A. ^
f ' f
Bróðir okkar.
BJARNI HÓSÍASSON,
verður jarðsunginn laugardaginn 21. ágúst frá Akur-
eyrarkirkju kl. 2 e. h.
Systkini hins látna.
GUNNAR JÓNATANSSON,
fyrrum bóndi,
verður jarðsunginn að Illugastöðum fimmtudaginn
26. ágúst. Athöfnin hefst með húskveðju á Reykjum
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað.
Börn og tengdaböm.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
RÓSU EINARSDÓTTUR
frá Stokkahlöðum.
Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði
Kristneshælis fyrir góða hjúkrun í veikindum lrennar.
Vandamenn.
- SMÁTT 0G STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
efni, sem munu vera um 30% af
þunga áburðarins, sem notaður
er.
Kjarnfóðurnolkun var sem
hér segir 1964:
Innlent korn 108 tonn
Heymjöl 386 tonn
Síldarmjöl 3377 tonn
Karfamjöl 1196 tonn
Hvalmjöl 1812 tonn
Fiskimjöl 600 tonn
Erl. kjarnfóður 25467 tonn
Hér er fugla- og svínafóður
ekki mcðtalið, segir Árbókin.
FJARFESTING f
LANDBÚNAÐINUM
Fjárfesting í landbúnaðinum er
talin hafa verið fram undir 500
millj. kr. á árinu 1964, og er þá
reiknað með nokkurri bústofns
skerðingu á árinu til frádráítar.
Talið er að búvélar hafi vcrið
keyptar fyrir 130 milljónir og
meðtalið í fjárfestingunni. —
Keyptar voru 626 heimilisdrátt
arvélar á árinu.
Auðsætt er, að framkvæmdir
í sveifum eru nú að aukast á
ný, eftir áfallið af völdum „við
reisnarinnar“, enda hefur
bændasamtökunum nú tekist að
koma fram nokkrum Ieiðrétt-
ingum á rekstrargrundvellinum
og umbót á jarðrækfarlögum. —
Enn sitja þó bændur uppi með
búvöruskattinn og vaxtahækk
un stofnlánadeildarinnar, og
hinar nýju lánsfjárhömlur dcild
arinnar munu koma illa við
marga, sem í framkvæmdum
hafa staðið.
A r*1 ■ ■■ f
Goð QjOf
NÁTTÚRUGRIPASAFNINU
hefur nýlega borist góð gjöf frá
Páli Þórðarsyni sjómanni á Ak-
ureyri. Er það um 20 tegundir
af krossfiskum og ígulkerjum,
um 10 tegundir af krabbadýr-
um, sæköngulóm o. fl. auk
nokkurra kóraldýra, hrúður-
karla o. fl. Páll hefur sjálfur
safnað þessum dýrum úr botn-
vörpum, þurrkað þau og undir-
búið til geymslu, og límt þau
upp á spjöld á hinn smekkleg-
asta hátt.
Botndýralífið á landgrunni
íslands er flestum okkar hulinn
heimur, sem þó á fáa eða enga
sína líka hvað snertir litaskraut
og formauðgi. Því miður vilja
litirnir fölna, þegar dýrin eru
þurrkuð eða meðhöndluð á ann-
an hátt. Slíkt safn er því varla
nema svipur frá sjón, en þrátt
fyrir það undarlega fagurt.
Um leið og ég þakka Páli
Þórðarsyni þessa ágætu og
rausnarlegu gjöf, vil ég láta í
Ijós þá von, að hún verði öðr-
um sjómönnum fordæmi.
Ég vil og nota tækifærið til
að þakka öllum, sem vikið hafa
gjöfum til Safnsins, stórum eða
smáum. Það er allt með þakk-
læti þegið og litlu gjafirnar eru
líka mikils virði.
MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl.
10,30 á morgun og í Lögmanns
hlíð kl. 2 e.h.
St. GEORGS GILDIÐ: Þriðju-
daginn 24. ágúst kl. 20,30 hefst
í Barnaskóla Akureyrar
„Neistanámskeið“, upplýs-
inga- og fræðslukvöld um
skátahreyfinguna og starf
hennar í dag. Stjórnandi verð
ur Ingólfur Ármannsson. Að-
gangur er heimill öllum göml
um skátum, foreldrum pg
öðrum, sem áhuga hafa á áð
fræðast um starfsemi skáta-
hreyfingarinnar. Þátttaka til-
kynnist í síma 12940 eða 12517
fyrir mánudagskvöld.
Stjórnin.
DÝRALÆKNAVAKT: — Gud-
mund Knudsen er í fríi. Ágúst
Þorleifsson hefur allar vakt-
ir á meðan. — Sími hans er
1-15-63.
- EIMSKIP
(Framhald af blaðsíðu 8).
vörum frá Ameríku alla jafna
umhlaðið í Reykjavík, en þrátt
fyrir það gildir sama fyrirkomu
lag að því er snertir flutnings
gildi til „aðalhafna" annars veg
ar og aukahafna hins vegar, eins
og frá Evrópu. Frá byrjun októ
ber mun þó „Tungufoss" lesta
vörur í New York til aðalhafna
með u. þ. b. fimm — sex vikna
millibili.
Innflytjendur úti á landi, sem
kynnu að óska eftir að fá vörur
fluttar til landsins með þeim
skipum, sem eingöngu losa í
Reykjavík, eiga þess kost að fá
vörurnar fluttar áfram á toll-
umhleðslubréfi, og greiða þeir
þá auk flutningsgj aldsins upp-
skipun og vörugjald í Reykja-
vík, svo og útskipun og strand-
ferðaflutningsgjald, ef varan fer
áfram með skipi, eða flutnings-
gjald með bifreið, ef varan fer
þannig áfram.
Eftir hinu breytta fyrirkomu
lagi verða skipsferðir, „Fjall-
foss“ og „Mánafoss“ frá megin
landi Evrópu og Bretlandi á 3ja
vikna fresti til „aðalhafna" á
íslandi og aukahafna samkvæmt
sérstöku samkomulagi hverju
sinni, þannig að vörur frá þess-
um löndum verða komnar til
ákvörðunarhafnar 10 — 14 dög-
um eftir að skipin láta úr höfn-
um erlendis.
Hér er vissulega um grund-
vallarbreytingu að ræða, sem
Eimskipafélagið telur mjög
tímabæra ekki sízt vegna
þeirra miklu breytinga á öllum
aðstæðum, í flutningum innan-
lands sem orðið hafa á síðari
tímum.
Húsmæður athugið!
Fyrsta flokks egg
til sölu hjá Karli Jóhanns-
syni, skósmið, Lundar-
götu 1, og í Lögmanns-
hlíð 33, Glerárhverfi.
Gerizt fastir kaupendur.
Þorsteinn Jónsson,
Brakanda.
HJÓNAEFNI: Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Jó-
hanna Friðfinnsdóttir, starfs-
stúlka í Vélabókbandinu hf.,
og Kristinn Halldór Jóhanns
son, iðnnemi.
ÁHEIT á sumarbúðirnar við
Vestmannsvatn frá N.N. kr.
500 og á Akureyrarkirkju frá
Á. R. kr. 200. — Beztu þakkir
P. S.
SÖFN - HÚS
DAVÍÐSHÚS er daglega opið
kl. 3—5 e. h.
MATTHÍASARHÚS opið alla
daga, nema laugardaga, ld.
2—4 e. h.
NONNAHÚS er opið alla daga
kl. 2—4 e. h. Sími safnvarðar
er 1-27-77.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er
opið alla daga frá kl. 2—3 e. h.
Sími safnvarðar er 1-29-83 á
kvöldin.
MINJASAFNIÐ er opið alla
daga kl. 1.30—4 e. h. Sími
safnsins 1-11-62, en safnvarð-
ar 1-12-72.
AMTSBÓKASAFNIÐ. — Opið
alla virka daga nema laugar-
daga kl. 4—7 e.h.
ÆSKULÝÐSMÓT
UM aðra helgi, dagana 28.—29.
ágúst verður æskulýðsmót við
Vestmannsvatn í Aðaldal. Mót-
ið er fyrir æskulýðsfélaga kirkn
anna á Norðurlandi.
Tjaldað verður við vatnið
þátttaka tilkynnist foringum fé-
laganna á hverjum stað.
í undirbúningsnefnd eru: séra
Þórarinn Þórarinsson Staðar-
felli Kinn, séra Stefán Snævarr
Völlum Svarfaðardal og séra
Björn Jónsson Húsavík.
B TIL SÖLU: Vélbáturinn „Stormur“ E.A. 210, er til sölu. átur og vél, 8 ha., „Solo“ er í ágætu lagi. Júlíus Jónsson, sími 118 18.
7 n TIL SÖLU: Vljög nýlegur, vel með farinn jivottapottur. ’il sýnis í Norðurg. 52, orðurdyr. Sími 1-10-61.
n i i HOOVER Jivottavél íeð suðu og þeytivindu til sölu. Jppl. eftir kl. 7 á kvöld- í í Norðurgötu 52, niðri.
L \ a itla Hoover ÞVOTTA- TLIN (með suðu), sem uglýst var í síðasta blaði, er enn þá til siilu. Uppl. í síma 1-28-39.
T TIL SÖLU: 'allegur og vel með far- inn BARNAVAGN. Sími 1-20-66 eftir kl. 7.
Helgi Hallgrímsson.