Dagur - 21.08.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 21.08.1965, Blaðsíða 8
 FRÁ HELGAVOGI í Mývatnssveit. Verið er að koma fyrir leiðslum þeim, sem flytja eiga botn leirinn til lands. Dælupramminn liggur við landfestar. Stöðugt er unnið að undirbúningi kísil- gúrverksmiðjunnar. (Ljósm.: Niels Hansson) Eimskip velur f jórar aðalhafnir Siglir þangað með vörur án umhleðslu SMATT OG STORT EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur á- kveðið að frá miðjum ágúst- mánuði að telja, verði breyting ar á vöruflutningum til lands- ins. Erlendis verði lestaðar vör ur til fjögurra hafna landsins, sem eru. Reykjavík, Akureyri, Isafjörður og Reyðarfjörður og verði vörumar fluttar þang að án umhleðslu. Nánar segir um þetta í fréttatilkynningu á þessa leið: Svo sem kunnugt er hefur Eim- skipafélag Islands á undanförn um árum reynt að haga ferð- um skipa sinna þannig, að vör- ur frá útlöndum til hafna á ströndinni mætti flytja að sem mestu ieyti án umhleðslu. — Þetta hefur tekizt að nokkru leyti einkum þegar um stórflutn ing er að ræða, en vegna þess, hve ferðir frá útlöndum eru nú orðnar tíðar og tiltölulega lítið vörumagn að jafnaði með hverju skipi til hverrar einstakr ar hafnar á ströndinni, hefur eigi verið komizt hjá að safna saman og umhlaða miklu vöru- magni í Reykjavík. Þetta fyrir komulag hefur orsakað, að marg ar vikur hafa stundum liðið frá því vörurnar fóru frá erlendri TVENNT SLASAST í HÖRÐUM ÁREKSTRI HARÐUR árekstur varð um miðjan daginn í gær á Vopna- fjarðarvegi á Hólsfjöllum milli Moskvitchbifreiðar frá Olafs- íirði og Chevroletbifreiðar frá Akureyri. Tvennt var í Ólafs- fjarðarbifreiðinni og slasaðist það svo mikið, að senda varð Tryggva Helgason á sjúkraflug- vélinni til Grímsstaða á FjöII- um. Tryggvi kom til Akureyrar um kl. 4 og var fólkið flutt á sjúkrahús þegar í stað. Nánari tildrög slyssins eru ekki kunn, en báðar bifreiðarn- ar eru taldar mikið skemmdar. höfn þangað til þær voru komn ar til ákvörðunarhafnar á aust ur- eða norðurlandi, jafnframt því sem þetta hefur leitt af sér mikinn aukakostnað. FERÐAÁÆTLUN Félagið mun bráðlega gefa út prentaða ferðaáætlun um hvaða skip lesta í erlendum höfnum og til hverra „aðalhafna" á ís- landi, en í stórum dráttum er fyrirhugað að haga flutningum svo sem hér segir. Bretland: „Mánafoss" lestar í Hull á þriggja vikna fresti til „aðalhafna" á íslandi, án um- hleðslu. Skip frá Leith og Lond on lesta aðeins til Reykjavíkur. hafa undanfarin misseri fengizt við tilraunir á íslenzku ullinni, sem í því eru fólgnar, að að- skilja tog og þel. Þykir fullvíst ef þessi aðskilnaður tekst án ó hóflegs kostnaðar, muni ullar- framleiðslan hagkvæmari en nú er, enda betur fallin til fjöl- breyttari nota í iðnaðinum. Ranusóknjr þessar eru mjög jákvæðar, því aðskilnaðurinn hefur tekizt með aðstoð sér- stakra kembivéla. Rannsóknirn ar hafa farið fram í Noregi og voru á sínum tíma send þangað þrjú tonn af íslenzkri ull til þessara tilrauna. í Ijós hefur komið, að vetrar klippt ull er betri til aðskilnað- ar en venjuleg ull, vegna þess að hún er minna flókin. íslenzka ullin er sérstæð að gerð og er samskonar ull hvergi annars staðar að finna. En lík ull er á norsku fé, sem er fátt. En vegna þess fjárstofns og skyldleika ullarinnar á þessu norska fé og íslenzka fénu, var samvinna um áðurnefndar rann sóknir upp tekin. Innflytjendur þurfa því að beina vörum frá Bretlandi, sem flytja á til hafna á ströndinni um HúII, þar sem vörur frá Leith og Lon don verða eðeins teknar á farm skírteini til Reykjavíkur. Antwerpen: „Mánafoss“ lestar í þessari höfn á þriggja vikna fresti til „aðalhafna“ á íslandi. Hamborg og Rotterdam: „Fjallfoss" lestar í Hamborg og Rotterdam á þriggja vikna fresti til „aðalhafna'. Eystrasaltshafnir, Kaup- mannahöfn, Gautaborg og Krist iansand:„Skógafoss“ og/eða ann að skip lestar á „aðalhafnir“ með u. þ. b. fimm vikna milli- bili. New York: Fyrst um sinn mun (Framhald á blaðsíðu 7). Um hagfræðilega niðurstöðu liggur enn ekkert fyrir, en þel íslenzku ullarinnar er líkt við hina verðmætu Merinoull og verður þá væntanlega mjög eft irsótt til notkunar í fínt prjón- les og fleira þess konar, þar sem ullin má ekki vera mjög gróf. ARBÓK LANDBÚNAÐARINS Árbók landbúnaðarins er ný- komin út í nýju fomii. Til þessa hafa komið út fjögur hefti á ári, en nú kemur hún öll út í einu lagi og er árgangurinn 1965 hinn 16. í röðmni. Sá galli er á, frá sjónarmiði þeirra, seni safna Árbókinni frá byrjun, að brotið er ekki hið sama og fyrr. En ritið er mjög eigulegt og í því margskonar fróðleikur sam an kominn. Ritstjóri er Sveinn Tryggvason og í ritnefnd Ein- ar Ólafsson, Gunnar Guðbjarts- son og Sæmundur Friðriksson. Vel færi á því, að gefið væri út svipað ársrit um sjávarútveg- inn og iðnaðinn og ættu lands- samtök þessara atvinnuvega að taka það mál til athugunar. BÆNDUR fækka um 120 Á ARI Eins og vikið var að hér í blað inu, fækkar bændum landsins árlega, en blaðið hafði þá ekki tölur um það við hendina. Árið 1960 var bændatalan 5929. Árið 1961 var liún 5830, árið 1962 voru bændur 5599 og árið 1963 voru þeir 5569. Þessi árin hefur bændum því fækkað um 120 á ári hverju til jafnaðar. Varla þarf að draga í efa, að þeim hafi einnig fækkað á árinu 1964. — Tölur um það hefur blaðið ekki, en tölur þær, sem hér eru birt- ar, eru úr Árbók landbúnaðar- ins. Ekki er Iangt síðan landbún aðarráðherra þrætti fyrir það á Alþingi að bændum landsins væri að fækka í hans stjórnar- tíð, og bað þá menn aldrei þríf ast, er slíku héldu fram! En töl umar tala. MEÐALTÚNIN 12,5 HA. Tún hér á landi í árslok 1963 voru nál. 77.600 ha samtals, og nýræktin á árinu 1964 var rúml. 6000 ha. — Er túnastærðin nú sennilega komin upp í 85—90 þús ha, að meðtaldri nýrækt á árinu, sem er að líða. í Árbók- inni eru túnin, eins og þau voru i árslok 1963, flokkuð eftir stærð og er niðurstaðan þessi: Minni tún en 5 ha voru 1255 Tún 5—10 ha voru 1626 Tún 10—15 ha voru 1523 Tún 15—20 ha voru 832 Tún 20—25 ha voru 473 Tún 25—30 ha voru 229 Tún 30—40 ha voru 147 Tún yfir 40 ha voru 95 Meðal túnastærð í árslok 1963, var 12,5 lia. Þess er getið, að af minnstu túnunum séu 144 í kaupstöðum og 504 í kauptúna hreppum. AIls er tala túnanna, sem skýrslan fjallar um, sex þúsund. Af stærstu túnunum, yfir 40 lia, eru 29 í Rangárvalla sýslu. Stærst mun túnið í Gunn arsholti vera, 244 ha og á Korn völlum (SÍS) 268 ha. og á Skóg arsandi en þar er félagsræktun bænda undir Eyjafjöllum. 1 Ár- nessýslu voru 24 tún yfir 40 ha og 9 í Eyjafjarðarsýslu. — Hey- fengurinn 1963 var talinn 3,3 millj. hestb. af töðu og. um 220 þús. hestb. af útheyi. Þær töl- ur eru sjálfsagt ekki nákvæm- ar. En til samanburðar má geta þess, að á árunum 1921—1925 var taðan 646 þús hestb. og út- Iiey 1062 þús hestb. Og árið 1920 var túnastærðin í landinu 22 þús ha og víða þýfð. Um 10% af töðunni árið 1963 var verkað sem vothey. BÚFJÁRFJÖLDI OG AFURÐAMAGN Sauðfjártalan var í árslok 1963 rúml. 736 þús. og tala naut- gripa rúml. 57 þús. Hross voru talin nál. 30 þús, svín rúml. 1500 og hænsn 107 þús. Þá voru geit ur 91 talsins og berjast þær í bökkum að lifa af tæknibúskap- inn. Sauðfé fækkaði um 40 þús., en nautgripum fjölgaði um 2—3 þús. á árinu. Búfjártalan í árs- lok 1964 er ekki í Árbókinni og er það Ieitt. Talið er, að fráinleidd hafi verið á árinu 1964 um 16 þús tonn af kjöti (svið og hjörtu mcðtalin) og 123 þús. tonn af mjólk. AHt að 25% af kjötmagn inu var af öðrum skepnum en sauðfé. , ÁBURÐUR OG KJARN- FÓÐUR Tilbúinn áburður var borinn á tún sem hér segir á árinu 1964: Köfnunarefni 10020 tonn Fosfor 5100 tonn Kalí 3186 tonn Er hér átt við hrein áburðar- (Framhald á bls. 7). RÁÐHERRASKIPTI TÍMINN sagði frá því í fyrra- dag að Guðmundur í Guðmunds son utanríkisráðherra mundi um næstu mánaðarmót hverfa úr ríkisstjórninni og taka við starfi í utanríkisþjónustunni, sem sendiherra í London. Tel- ur blaðið að Eggert Þorsteins- son taki þá sæti í ríkisstjórninni sem félags- og sjávarútvegsmála ráðhei'ra en Emil Jónsson verði utanríkisráðherra. En þessar breytingar hafa all lengi verið á döfinni þótt vafi léki á um eftirmann Guðmund- ar. Með þessum mannaskiptum hafa tveir ráðherrar yfirgefið ríkisstjórn Bjarna Benedikts- sonar á skömmum tíma. Rðnnsóknir á íslenzkri ull Þelinu er jafnað við hina frægu Merinoull NORÐMENN og íslendingar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.