Dagur - 25.08.1965, Síða 1

Dagur - 25.08.1965, Síða 1
Mikii vinna í frystihúsinu á Dðívík | síðan dragnótin var leyfð, segir oddvitinn Á DALVÍK hafa jafnan búið athafnamenn, en fyrst voru þar aðeins verbúðir svarfdælskra bænda, sem sjóinn sóttu haust og vor. Það var brimasamt við Böggvisstaðasand og svo er enn. En nú er þar góð höfn komin og Dalvíkingar eiga átta góð fiskiskip, fjóra minni þil- farsbáta og fjölmarga trillu- báta. Á einum mannsaldri hef- ur risið nær 1000 manna byggð, sem vitnar um dugnað og vel- megun. Blaðið hringdi til oddvita Dalvíkurhrepps, Aðalsteins Ósk arssonar, og spurðist fyrir um helztu framkvæmdir, sem nú stæðu yfir .Hann kvað íþrótta- húsinu, sem er mikil bygging og vel til hennar vandað, þoka töiuvert áleiðis í sumar, enda stöðugt unnið þar, nú að hita- lögninni. Þar fær unga fólkið góða aðstöðu og ný tækifæri til líkamsræktar. Þá er, sagði oddvitinn, búið að leggja áfanga þann af götu þeirri, sem er á Brimnestúni, norður við ána, en þar eiga einbýlishús að rísa og er hið fyrsta í byggingu. Heitir gatan Oldugata og er lrolræsalögn og vatn þar komið. Framkvæmdir við höfnina eru engar í sumar, og enn stendur á teikningum í sambandi við endurbætur á neyzluvatnskerfinu. í fyrra náð ist ágætur árangur af borun við Brimnesá. Þar er vatn Haraldur Magnússon og Kjartan Guðjónsson se ja hér upp sýningardeild. Milli þeirra er Harry Frederikssen framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar S.Í.S. (Ljósm: E. D.) Iðnstefnan liefst á Akureyri í dag aður virðist ætla að ná miklum vinsældum hér, vegna þess hvað hann er þægilegur og hollur fyrir fótinn. Þetta eru að allra áliti mjög hentugir skóla- skór fyrir börn og unglinga. Fataverksmiðjan Hekla er með ný munstur í barna- og unglingapeysum, aðallega úr Dralongarni. Nýjar, vandaðar barnaúlpuv úr vatnsheldu efni, loðfóðraðar. Tvær tegundir af unglinga- og kvenjökkum, úr efnum, sem þola sérstaklega vel þvott og kemiska hreinsun. Einnig nýjar tegundir af skinn- fóðruðum úlpum og sérlega léttar og loðfóðraðar vinnu- úlpur. Fífa sýnir nýjar karlmanna- skyrtur úr Perlon og mislitar drengiaskyrtur úr Nylon, sem auðvelt og þægilegt er að þvo. Sjöfn er með mikla fjöl- breytni í framleiðslu sinni. Auk þess, sem hinar vinsælu máln- ingarvörur, Polytex og Rex skipa- og þakmálning, eru sýnd- ar, má sjá málningartegundina ÚRETAN-lakk, sem er fram- leitt í fjórum litum fyrir utan glært og hvítt. KOPAL shampo og TRIX handþvottakrem, eru einnig nýjar vörur frá Sjöfn. Flóra er með ýmsar nýjar tegundir af gosdr^-kkjum, svo sem FRISKO, sem er samsett úr appelsínum, grape og sítrón- (Framhald á bls. 7). GEIMSKOT FRAKKA f FYRRAKVÖLD skuíu fransk- ir vísindafnenn eldflaug þeirri á loft frá Skógarsandi, sem bú- in hafði verið til þeirrar ferðar í sumar. Þetta geymskot, sem er annað í röðinni hér á landi, er sagt að hafi tekizt samkvæmt áætlun og vona vísindamennirn- ir að hin starfandi vísindatæki gefi mikilsverðar upplýsingar, sem síðan verður unnið úr. Eldflaug Frakkanna, sem var 7 m. á lengd og 2,5 tonn á þyngd, sást í 10 sek. eftir að hún hóf ferð sína. □ Bifreiðaárekstrar tíðir Þar verða margar nýjungar í iðnaði sam- vinnumanna sýndar í SJÖUNDA skifti sýna SÍS og KEA framleiðsluvörur sam- vinnuverksmiðjanna í landinu, en þær eru flestar staðsettar á Akureyri. Það hefur verið stefna sam- vinnufélaganna að byggja iðn- að sinn fyrst og fremst upp til að vinna úr ísienzkum hráefn- um bæði fyrir innanlandsmark- að og til útflutnings. Gefjun hefur nú upp á að bjóða margar tegundir af ullar- garni í mjög fjölbreyttu litaúr- vali, nýjar tegundir af kjóla- efnum úr ull og terylene, gluggatjaldaefni úr ull og dral- on, húsgagnaáklæði úr dralon, svefnpoka og svefnteppi, nýj- ar gerðir af ullarteppum og karlmannafataefni í miklu úr- vali. Iðunn vinnur meginið af öll- um nautgripa- og hrosshúðum, sem til falla í landinu í ýmis- konar leður í skófatnað, fata- og hanzkaskinn, töskur og belta leður, söðlasmíðaleður o. fl. — Stór liður í framleiðslu verk- smiðjunnar eru loðsúta&ar gær- ur, aðallega til útflutnings. Einnig er verksmiðjan með í undirbúningi ótal nýjungar í siitun á gærum í pelsaskinn og fleira. Skóverksmiðjan sýnir nú að þessu sinni um áttatíu nýjar gerðir af skóm auk eldri gerða, og eru þar á rneð&l í m'iklu úr- vali, karlmannaskór, götuskór kvenna, kuldaskór, inniskór og rnargar nýjungar í unglinga- og barnaskófatnaði. Verksmiðjan vill á þessari sýningu vekja sér- staka athygli á svokölluðum fótlagaskóm, en þessi skófatn- SÍÐUSTU daga hafa verið mikl- ir slysadagar á þjóðvegununi víða um land og á götum hæj- anna, tjón gífurlegt á ökutækj- um og meiðsl á fólki. Á Akureyri urðu í fyrradag l^eir harðir bifreiðaárekstrar og sjö ára drengur varð fyrir bíl á sunnudaginn, en mun minna meiddur en í fyrstu var áliíið. Að öðru leyti urðu ekki siys á fólki hér. Hinsvegar eru tveir sjúklingar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu, er slösuðust í bif- reiðaáreksíri á Vopnafjarðar- vegi. Bifreiðaslysum virðist fjölga á sama túna og áróðri fyrir auk- inni umferðamenningu linnir. VÖR, Borgarnesi á hér eína deiid á iðnstefnunni. (Ljósm: E. D.) AÐALSTEINN ÓSKARSSON. nægilegt. Byggður verður 250 tonna tankur, sem vatninu verður dælt í og átti að byggja hann í sumar. Með því verður vatnsskorturinn leystur. En vatnslítið hefur verið hér í sum- ar og lindir þorrið svo árvatnið (Framhald á bls. 7). DAGANA 4. og 5. september n. k. verður haldið sjóstangveiði mót frá Akureyri, en það mun verða annað í röðinni, sem hald- ið er norðanlands. Fyrra mótið fór fram á svipuðum tíma sl. ár, og voru þátttakendur um þrjá- tíu frá Akureyri, Reykjavík og Keflavíkurflugvelli. Búist er við mun meiri þátt- töku í þetta skipti og einnig þá frá fleiri stöðum á landinu. Tilhögun mótsins verður á þessa leið: Föstudagskvöld 3. sept. kl. 21.30 verður mótið sett í Sjálf- stæðishúsinu, Akureyri. Laugardaginn 4. sept. kl. 08.00 lagt af stað áleiðis til Dalvíkui, en þar taka bátarnir við kepp- endum og leggja úr lröfn kl. 09.00. Komið að landi kl. 17.00. Sunnudaginn 5. sept. verður farið frá Akureyri á saina tíma og daginn áður og komið að landi kl 17.00. Um kvöldið verður sameigin- legt borðhald í Sjálfstæðishús- (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.